Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Vísiorð Margaret Thatcher í morgunsárið

"Ekki gleyma því að ég setti fram meginreglur okkar áður en við komum til valda svo að fólk vissi nákvæmlega fyrir hvað við stóðum. Ég skal aðeins reyna að draga þær saman í stuttu máli.

Það er heilagleiki einstaklingsins og ábyrgð hans á lotningu hæfileika hans og hæfileika: Trúin á að frelsi sé siðferðilegur eiginleiki byggður á Gamla og Nýja testamentinu.

En frelsi getur aðeins verið til í siðmenntuðu samfélagi með réttarríki – og með rétt til einkaeignar.

Ef allt tilheyrir ríkinu hefur þú sem einstaklingur ekki frelsi til að standa upp gegn ríkinu."
____
1992 27. apríl mán., Margaret Thatcher.
Grein fyrir Newsweek ("Ekki afturkalla vinnu mína").


https://www.margaretthatcher.org/document/111359

 


"Staða sambandsins" ræða Joe Bidens og skoðanakannanir

Bæði fjölmiðlar og þingmenn Bandaríkjaþings biðu spenntir eftir ræðu Joe Bidens í gær. Spurningin var hvort hinn aldni forseti gæti staðið uppréttur í klst, seint að kvöldi, og flutt ræðu sína frá textavél án multur eða japl og fuður.

Forseti Bandaríkjanna flytur árlega ræðu sem kallast á ensku "state of the Union" og er nokkuð konar formleg skýrsla Bandaríkjaforseta fyrir þingheim. Við Íslendingar höfum svipað fyrirkomuleg, þegar forseti Íslands ávarpar þingheim.

Bandaríkjaforsetinn á með ræðunni að sameina Bandaríkjamenn með ræðu sinni en hátt í fimmtíu milljónir manna fylgjast með í beinni. Ræður forseta er misjafnar, sumar pólitískar en aðrar hlutlausari og reyna forsetarnir þá að höfða til flestra, líka andstæðinga. Venjulega fær forsetinn standandi lófaklapp frá samflokksmönnum sínum en einstaka sinnum púun frá andstæðingum. Frægt var þegar forseti Fulltrúadeildarinnar (speaker) Nancy Pelosi, reif ávarp Donalds Trumps í beinni er hann hafði lokið ræðu sinni. Annan eins dónaskap höfðu menn aldrei séð áður. Í gær fékk Biden lófaklapp samflokksmanna sinna en púun frá andstæðingum sínum.

Joe Biden tókst að klára ræðu sína án mikilla vandkvæða, smá hnökrar hér og þar en annars var ræða hans í lagi. Ef kíkt er á dagskrá hans um daginn, gerði hann ekki neitt nema að æfa sig undir ræðuna. Hann hefur sjálfsagt fengið örvunarefni til að vera líflegri en hann er annars í ræðuhöldum sínum, sem eru jafn sjaldgæfar og hvítir hrafnar. Ræða hans var mjög pólitísk í gær, var með pólitískt skítkast, og lítið minnti á að hann væri leiðtoginn sem átti að sætta alla Bandaríkjamenn með stjórnunarstíl sínum. Ef eitthvað er, eru Bandaríkjamenn enn meira sundurlyndari en undir stjórn Trumps.

Góðu fréttirnar með ágætri ræðu Bidens, er að nú hefur hann þaggað tímabundið í þeim sem segja að hann sé algjörlega óhæfur forseti og of gamall til að gegna embættinu. Hann verður áfram andstæðingur Trumps í forsetaframboði sem eru góðar fréttir fyrir Trump, því að sá síðarnefndi skorar hærra í öllum skoðanakönnunum en öldungurinn Biden.

En það er ekki nóg að setja standarann eitt við að forsetinn geti flutt eina ræðu í klst skammlaust og án japl og fuður, hann verður að hafa flotta ferilskrá.  Hún er ekki glæsileg hjá Biden, verðbólga, orkuskortur, ósigur í Afganistan og flopp almennt í utanríkismálum, fátækt og glæpir og mál málanna í dag eins og á Íslandi, opin landamæri.  Líkt og á Íslandi verður hælisleitenda mál kosningamál og sjálf innflytjendaþjóðin Bandaríkin er búin að fá nóg. 10+ milljónir ólöglegra hælisleitenda hafa farið ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna síða Biden tók við fyrir þremur árum. Glæpir, eiturlyfjavandi og það að velferðakerfið er að sligast, er fastur fylgifiskur óhefts innflutnings hælisleitenda.

Landamærin í valdatíð Trumps, voru þau öruggustu í 47 ár og aldrei eins fáir sem sóttu um hælisvist en þegar Trump ríkti, enda skilaboðin skýr, ekki koma. Á fyrsta degi reif Biden allar forsetatilskipanir Trumps varðandi landamærin og hælisleitendur og allar götur síðan reynt að hafa landamærin opin (t.d. að rífa niður landamæragirðingar Texas og flytja inn 300+ þúsund hælisleitendur flugleiðis til Bandaríkjanna).

Eins og staðan er í dag, hefur Trump yfirhnæfandi stuðning repúblikana í embætti Bandaríkjaforseta. Hann vann með afgerandi hætti "Super Tuesday" í vikunni og eini andstæðingur hans í forvali repúblikana, Nikki Haley, sá sæng sína upprétta og viðurkenndi ósigur sinn. Það eru fjögur dómsmál enn í gangi gegn Trump en þrjú þeirra eru að falla um sjálf sig eins og staðan er í dag. Hann vann glæstan sigur hjá Hæstarétt Bandaríkjanna um daginn með einróma úrskurð hans um kjörgengi hans.

Jafnvel þótt Biden myndi sigra forsetakosningar í nóvember, er framtíð hans ekki björt. Elliglöp hans fara vaxandi og mikill munur er á Joe Biden frá 2020 og 2024 andlega. Vegna háan aldurs, er spurning hvort hann nái að lifa af næsta kjörtímabil og munu augu manna því beinast að varaforsetaefni hans, verður hin óhæfa Kamala Harris áfram varaforseti hans?

Sumir segja að Biden hafi sloppið hingað til með spilltan og glæpsamlega ferill sinn og hann ekki ákærður fyrir brot í embætti sé einmitt vegna þess að engum hugnast að fá hana í staðinn. Jafnvel ekki demókratar sem völdu hana í embættið bara vegna húðlitar og kyn.

Hér gefur á að líta skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar í ár. Það er ekki bara þessi sem sýnir að Trump er með yfirhöndina, heldur allar aðrar skoðanakannanir, líka hjá CNN sem er helsti andstæðingur hans í fjölmiðlaheiminum.

2024 Presidential Election Polls

Nú kann einhver að bölva á Íslandi vegna gengis Trumps, en Íslendingar eru ekki Bandaríkjamenn. Þeir velja sér leiðtoga eftir eigin skoðunum og vilja.  Ólíkindatólið Trump hefur lifað af, hingað til, allar pólitískar aftökur, og landnemaþjóðin Bandaríkin elskar sigurvegarann, einmana sheriff sem hreinstar til í spilta kúrekabænum eins síns liðs. Ekki er verra að bærinn dafnaði betur undir fyrrverandi sheriffinn en núverandi.

Spilltasti bærinn af öllum er sjálf Washington DC, höfuðborgin, n.k. Tombstone villta vestursins. Þar ríkir spillling og glæpalýðurinn veður uppi (lesist: Lobbýistar og spilltir stjórnmálamenn). "Drain the swamp" er slagorð utangarðsmanna í stjórnmálum sem fara til Washington og líta Bandaríkjamenn á Trump sem slíkan.  Kjósendurnir sem allir stjórnmálamennirnir hunsuðu í Miðríkjum Bandaríkjanna voru hunsaðir og hæddir (fórnarlömb hnattvæðingarinnar) en íbúar strandanna beggja, í borgunum, hyglaðir.  Í Trump fékk þetta fólk rödd. Og nú er að myndast kór með framboði Trumps, með auknum stuðningi blökkufólks og fólks af latneskum uppruna.

Hver hefði getað ímyndað sér slíkt? Fyrir áratug spáðu menn dauða Repúblikanaflokksins vegna breytta lýðfræði landsins. En Trump breytti því öllu. Flokkurinn er nú orðinn flokkur allra kynþátta (þó síst blökkumanna en fylgi Trumps fer hækkandi meðal þeirra) og ef hann velur blökkumanninn Tim Scott sem varaforseta, er sigur hans vís.

Hér er ræða Joe Bidens í heild:

Hér fer Joe Biden rangt með heiti stúlkunnar sem myrt var af ólöglegum hælisleitenda en hún er andlit aukina glæpa sem fylgir opnum landamærum. Hún heitir Laken Riley, ekki Lincoln Riley sem er þekktur þjálfari í amerískum fótbolta. Biden gat ekki einu sinni sagt nafn hennar rétt.


Goðsögnin Ronald Reagan - efnahags- og utanríkisstefna og samskipti við Ísland

Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna frá 1981-1989. Valdatíð hans markaði ákveðin tímamót í bandarískri stjórnmálasögu en hann og Margaret Thatcher, sem ríktu samtímis, komu með nýja nálgun á efnahagsmál, utanríkismál og stjórnmál almennt.

Reagan var repúblikani, en stefna hans markaði svo djúp spor í sögunni að valdatíð hans er kennt við ákveðið tímabil; Reagan tímabilið. Venjulega er stjórnastefna leiðtoga skipt í tvennt, innanríkistefna og -pólitík og utanríkisstefna og -pólitík. Byrjum á innanlandsmálum Bandaríkjanna.

"Reaganomics" og hagkerfið

Það kannast flestir, sem fylgjast með bandarískri stjórnmálum, að Biden þykist vera snillingur í efnahagsmálum en hann kallar efnahagsstefnu sína "Bidenomics" sem er í raun engin stefna og ber öll einkenni stefnuleysi. Svo sem óðaverðbólga, heimatilbúinn orkuskortur (driffjöður alls efnahagskerfis), hyglun ákveðina hópa með fjáraustri og ofur hallarekstur á ríkisfjárlögum. Afleiðing er að ríkið skuldar nú 34 trilljónir Bandaríkjadollara og enginn veit hvernig eða hvort hægt sé að minnka áður en ríkið verður gjaldþrota.

Byggt á hugmyndafræði um framboðshliðar efnahags, innleiddi Reagan forseti efnahagsstefnu sína árið 1981. Fjórar stoðir stefnunnar voru að:

  1. Lækka jaðarskatta á tekjur af vinnu og fjármagni.
  2. Draga úr reglugerðar fargani.
  3. Herða á stjórn og minnka peningamagn til að draga úr verðbólgu.
  4. Draga úr vexti ríkisútgjalda.


Með því að draga úr eða útrýma áratuga löngum félagslegum áætlanum, en á sama tíma lækka skatta og jaðarskattahlutföll, markaði nálgun forsetans til að takast á við efnahagslífið verulega frávik frá mörgum af keynesískum stefnum forvera hans. Milton Friedman, peningamálahagfræðingurinn, sem var vitsmunalegur arkitekt frjálsra markaðastefnunnar, hafði aðaláhrif á Reagan.

Þegar Reagan tók við völdum stóð landið frammi fyrir mestu verðbólgu síðan 1947 (meðalhraði á ári 13,5% árið 1980) og vextir allt að 13% (vextir Fed funds í desember 1980). Þetta voru álitin helstu efnahagsvandamál þjóðarinnar og voru öll talin hluti af „stöðnun“.

Reagan reyndi að örva hagkerfið með miklum, almennum skattalækkunum. Þensluhvetjandi ríkisfjármálastefna varð fljótlega þekkt sem "Reaganomics" og var af sumum talin alvarlegasta tilraunin til að breyta stefnu bandarískrar efnahagsstefnu nokkurrar ríkisstjórnar síðan New Deal á fjórða áratugnum. Róttækar skattaumbætur hans, ásamt því að draga úr innlendum félagslegum útgjöldum, harkalegum aðhaldsaðgerðum sem seðlabankastjórnin undir stjórn Paul Volcker beitti á peningamagn þjóðarinnar (hætta peninga prentun sem engin innistæða var fyrir) og miklar lántökur ríkisins sem þurfti til að fjármagna fjárlaga- og viðskiptahalla, auknum hernaðarútgjöldum, olli verulegri efnahagsþenslu og dró úr verðbólgu. Verðbólga minnkaði um meira en tíu prósentustig og náði lægst 1,9% árlegri meðalverðbólgu árið 1986.

Ein af aðferðum Reagan-stjórnarinnar til að draga úr ríkisútgjöldum var einkavæðing ríkisstofnana, að borga verktökum fyrir vinnu sem ríkisstofnanir höfðu áður unnið en í ljós kom að einkaaðilar unnið verkin skilvirkari og á ódýrari hátt en ríkisstarfsmenn. Er enginn í Sjálfstæðisflokknum sem man eftir góðæristíð Ronalds Reagans eða Margaret Thatchers?

Afrakstur efnahagsstefnu Ronalds Reagans

Afraksturinn var auðljós, einn mesti efnahagsuppgangur í sögu Bandaríkjanna fór nú í hönd. Allir muna eftir uppnefninu uppar en það vísar í kaupsýslumenn sem nutu velgengni í valdatíð Reagans.

Á átta árum náði Reagan-stjórnin eftirfarandi árangri:

20 milljónir nýrra starfa urðu til.

Samblanda skattalækkana og afnám hafta var hvati fyrir hagvöxt og atvinnuuppbyggingu. Nokkrar atvinnugreinar upplifðu stækkun - þennslu, þar á meðal fjármálageirinn, tæknigeirinn og framleiðslufyrirtæki. Meðan á þessari þenslu stóð höfðu fyrirtæki meira fjármagn og sveigjanleika, sem leiddi til atvinnusköpunar.

Verðbólga lækkaði úr 13,5% árið 1980 í 4,1% árið 1988.

Í stjórnartíð Reagan varð veruleg lækkun á verðbólgu, en verðbólgan lækkaði úr 13,5% árið 1980 í 4,1% árið 1988. Þessi lækkun verðbólgu var mikilvægur árangur fyrir stjórnina og var rakin til ýmissa þátta og stefnumarkandi ákvarðana stjórnar Reagans.

Áhersla stjórnarinnar á aðhaldi í ríkisfjármálum og lækkun ríkisútgjalda, ásamt skattaumbótum, losun hafta og hagvöxtur sem af því fylgdi, virkuðu allt saman til að ná niður verðbólgu. Þessi lækkun verðbólgu skapaði stöðugra efnahagsumhverfi, sem stuðlaði að auknu trausti fyrirtækja og fjárfestingu.

Atvinnuleysi minnkaði úr 7,6% í 5,5%.

Þegar stefna Reagans forseta var hrint í framkvæmd fór hagvöxtur að taka við sér. Þetta hagstæða efnahagsumhverfi gerði fyrirtækjum kleift að dafna og stækka og skapa þannig fleiri störf og minnka atvinnuleysi.

Hrein eign fjölskyldna sem þéna á milli $20.000 og $50.000 árlega jókst um 27%.

Efnahagsþensla, skattalækkanir og atvinnuaukning voru aðal drifkraftar þess að auka eignir fjölskyldna sem þéna á milli $ 20.000 og $ 50.000. Það sem stuðlaði að þessum vexti var aukning eigna og verðbólgu í hófi á þessu tímabili.

Raunveruleg landsframleiðsla hækkaði um 26%.

Þegar efnahagsstefna Reagans byrjaði að taka af skarið leiddi þetta á endanum til verulegrar hækkunar á vergri þjóðarframleiðslu (GNP), sem endurspeglaði aukna framleiðni, útrás fyrirtækja og fjárfestingar.


Aðalvextir voru lækkaðir í 10% í ágúst 1988.

Ríkisstjórn Reagan lækkaði aðalvextina um meira en helming, úr áður óþekktu vaxtastigi 21,5% í janúar 1981 í 10% í ágúst 1988. Þetta afrek stafaði af breyttri peningastefnu stjórnvalda sem miðar að því að halda verðbólgu í skefjum og örva hagvöxt.

Í hnotskurn: þjóðarkakan stækkaði undir stjórn Reagans og miklar efnahagsframfarir áttu sér stað í Bandaríkjunum.

Enginn forseti Bandaríkjanna hefur farið þessa leið síðan, nema Donald Trump en í hans stjórnartíð var líka góðsend tíð. En það er önnur saga. Tvíburasystir Reagans, Margaret Thatcher, beitti sömu aðferðum í Bretlandi og með sama glæsta árangri.

Reaganomics: Economic Policy and the Reagan Revolution

Utanríkisstefna Ronalds Regans

Bandarísk utanríkisstefna í forsetatíð Ronalds Reagans beindist mjög að kalda stríðinu sem var að magnast ört. Bandarísk stjórnvöld fylgdu stefnu um innilokun og afturköllun að því er varðar kommúnistastjórnir. Reagan kenningin virkaði þessi markmið þar sem Bandaríkin buðu upp á fjárhagslegan, skipulagslegan, þjálfunar- og herbúnað til andkommúnista andstæðinga í Afganistan, Angóla og Níkaragva. Hann jók stuðning við and-kommúnistahreyfingar í Mið- og Austur-Evrópu.

Með utanríkisstefna Reagans varð einnig miklar breytingar með tilliti til Miðausturlanda. Íhlutun Bandaríkjamanna af borgarastyrjöldinni í Líbanon var stöðvuð þar sem Reagan fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir á brott í kjölfar árásar á landgönguliðið árið 1983. Gíslakreppan í Íran í Teheran 1979 olli spennu í samskiptum við Íran og í Íran-Írakstríðinu studdi stjórnin Írak opinberlega og seldi Saddam Hussein vopn.

And-kommúnismi var í forgangi í utanríkisstefnu Reagans í Rómönsku Ameríku og Bandaríkin studdu sveitir sem böðust gegn uppreisnarmönnum eða ríkisstjórnum kommúnista. Eftir því sem leið á stjórn hans fór andstaða við áframhaldandi aðstoð Bandaríkjanna við þessa hópa að aukast á Bandaríkjaþingi. Að lokum bannaði þingið hvers kyns fjárhags- eða efnisaðstoð Bandaríkjanna til ákveðinna and-kommúnistahópa, þar á meðal Contras skæruliða í Níkaragva. Til að bregðast við þessu, aðstoðaði Reagan-stjórnin leynilegri vopnasölu til Írans og notaði ágóðann til að fjármagna rómönsku-ameríska andkommúnista. Afleiðingin af Íran-Contra-málinu yfirgnæfði önnur mál á öðru kjörtímabili Reagans í embætti.

Stefna hans er talin hafa hjálpað til við að veikja Sovétríkin og yfirráð þeirra yfir löndum Varsjárbandalagsins. Árið 1989, eftir að Reagan lét af embætti, urðu byltingar 1989 til þess að Austur-Evrópuríki steyptu kommúnistastjórnir sínar. Eftir upplausn Sovétríkjanna árið 1991 komu Bandaríkin fram sem eina stórveldi heimsins og eftirmaður Reagans, George H.W. Bush reyndi að bæta samskiptin við fyrrverandi kommúnistastjórnir í Rússlandi og Austur-Evrópu.

Helsta heimild: Foreign policy of the Ronald Reagan administration

Ronald Reagan og Ísland

Allir muna eftir leiðtogafundi Reagan og Gorbasjov 1986 í Höfða, Reykjavík, sem markaði fyrsta skrefið að endalokum kalda stríðsins. Þannig að Íslendingar voru beinir þáttakendur í lokum kalda stríðsins. Eitthvað sem nútíma íslenskir stjórnmálamenn geta lært af, að vera sáttamiðlarar, ekki þátttakendur í stríðátökum sem nú geisa.

Í neðangreindu myndbandi má sjá Vigdísi Finnbogadóttur í opinberri heimsókn í Hvíta húsið, 8. september 1982.

Hér má sjá hina frægu göngu Ronalds Reagans með Vigdísi Finnbogadóttur, við íslenska "Hvíta húsið" á Bessastöðum. 9-10. október 1986.

og að lokum, frá sjálfum leiðtogafundinum í Höfða, Reykjavík.

 

 

Ronald Reagan kom Íslandi á heimskortið.

 


Sigur fyrir lýðræðið í Bandaríkjunum

Hæstiréttur Bandaríkjanna færði í dag Donald Trump  einróma niðurstöðu í forval forsetakosninga árið 2024 og hafnaði tilraunum Colorado og fleiri ríkja undir stjórn demókrata til að draga fyrrverandi forseta repúblikana ábyrgan fyrir árásinni á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar. Athugið að þrír af dómendum er settir í embætti af forseta demókrata.

Dómararnir úrskurðuðu daginn fyrir prófkjörið á ofurþriðjudegi sem er á morgun að ríki, án aðgerða frá Bandaríkjaþinginu fyrst, geti ekki beitt sér fyrir stjórnarskrárákvæði sem komið var eftir borgarastyrjöldina 1861-65 til að koma í veg fyrir að forsetaframbjóðendur komi fram á kjörseðlum vegna uppreisnar. Ákvæði sem komið var á rétt eftir borgarastyrjöldina til að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn Suðurríkjanna kæmust til valda. En Trump hefur aldrei verið ákærður fyrir uppreisn gegn ríkinu.

Málið snýst um hvort að alríkið, þ.e.a.s. Bandaríkjaþing, ráði hvort frambjóðandi sé á atkvæðaseðlum eða einstaka ríki. Allir níu dómarar Hæstaréttar voru sammála um Bandaríkjaþing eitt geti úrskurðað í slíku málum, ekki einstaka ríki. Ef einstaka ríki getur hent frambjóðanda af atkvæðaseðlum, þá yrði fjandinn laus og sum ríkin myndu henda út frambjóðendur repúblikana en önnur demókrata. Niðurstaðan er auðljós, kjósendur ráða hverjir eru í framboði, ekki saksóknarar einstaka ríkja eða pólitískir andstæðingar.

Það er annað mál sem mun fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna á árinu, en það er spurningin hvort forsetinn njóti friðhelgi í starfi og eftir hann lætur af störfum. Trump segir ef forsetinn njóti ekki friðhelgi, geti hann ekki starfað vegna ótta við lögsóknir. Embættið yrði óstarfhæft.

Það er alveg ótrúleg staða sem er nú í Bandaríkjunum, að einstaka dómstólar og saksóknarar skuli stjórna ferðinni í pólitík og ráðist á forsetaframbjóðanda. Slíkt er hatrið á Trump. Sama hvað fólki finnst um Trump, þá á ekki að rífa niður undirstöður lýðræðis í Bandaríkjunum bara út af einum manni, sem er stundarfyrirbrigði.  Þetta er eitthvað sem við Íslendingar getum lært af sjálfir. Maður sér fyrir sér íslenska Trump-hataranna bölva í hljóði yfir niðurstöðunni, en þeir ættu að horfa á stærri myndina.

Þetta minnir á réttarhöldin yfir Sókrates forðum, en hann var ranglega sakaður um að spilla æskunni með kenningum sínum. Hann var dæmdur sekur og unni dóminum, þótt hann hefði getað farið í útlegð hvenær sem er.

Í kjölfar dómsins hvöttu vinir, fylgjendur og nemendur Sókrates til að flýja Aþenu, aðgerð sem borgararnir bjuggust við; samt, í meginatriðum, neitaði Sókrates að hunsa lögin og komast undan lagalegri ábyrgð sinni gagnvart Aþenu. Vegna þess að hann var  trúr kenningu sinni um borgaralega hlýðni við lögin, framkvæmdi hinn sjötugi Sókrates dauðadóm sinn og drakk hemlockið, eins og hann var dæmdur til að gera í réttarhöldunum.

Sama gerði Hæstiréttur Bandaríkjanna, hann fylgdi eftir 14. viðauka stjórnarskránna á meðan dómstólar á neðri stigum tókum lögin í sínar hendur.

Frá dýpstu löngunum kemur oft banvænasta hatrið sagði Sókrates og þá á sannarlega við um demókrata sem ákváðu að taka lögin í sínar hendur með lögsóknum og vinna í gegnum dómstólakerfið en ekki í gegnum lýðræðislegum kosningum þar sem kjósendur eru endalegir dómendur.

 


Verður örlög Íslands lík þeirra í Hawaii?

Sagnfræðin og sagan er mikill viskubrunnur sem opnar dyr til fortíðar og varpar ljósi á samtíðina. Einn vitur maður sagði að sagan kennir okkur að við erum dæmd til gera sömu mistökin aftur og aftur, því við lærum aldrei af sögunni. Það er lærdómurinn af lestri sögu!

Þetta er rétt mat, því að maðurinn er fljótur að gleyma, nýjar kynslóðir koma fram og gera sömu mistök og forfeðurnir, bara á annan hátt. Jafnvel í samtímanum sjáum við vítin sem við getum varist, en álpumst samt ofan í næsta forapytt. Bloggritari spyr sig nánast daglega, hvernig getur fólk verið svona vitlaust og reynir að finna skýringu á hvernig fólk hagar sér svona heimskulega?

Einu skýringarnar sem hann finnur er að fólk er illa upplýst, því er sama eða það lætur hugmyndafræði ráða gjörum sínum, ekki almenna skynsemi. Einn spekingurinn sagði að mannkynið, þjóðir eða hópar fari reglulega í gegnum ákveðin skeið brjálæðis.

Þessar hugsanir koma upp í hugann þegar samfélagsleg þróun er skoðuð á Íslandi síðastliðin misseri. Íslendingar í dag eru uppteknir af tækninni og góðæri og meðal Íslendingurinn er búinn að tapa tengslin við landið, tungumálið, söguna og menninguna. Þegar hann lifir í loftbólu, sér hann ekkert nema sjálfan sig og sitt líf en á meðan brennur húsið allt í kringum hann.

Misvitrir stjórnmálamenn, óupplýstir um sögu og menningu eigin þjóðar og hafa enga framtíðarsýn, hjálpa til að brjóta niður hefðir og gildi sem hafa haldið íslensku þjóðfélagi saman hátt í 1200 ár. Í Íslandsklukkunni er fleyg setning: "Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."

Við Íslendingar erum orðnir feitir þjónar yfirþjóðlegs valds suður í Evrópu og lúbarðir kjölturakkar stórveldisins í vestri. Ekki er treyst á eigin getu, heldur skriðið undir kjólfald fröken Evrópu eða jakkalafur Sam frænda öllum stundum. Ekki einu sinni er reynt að hafa sér íslenska utanríkisstefnu - lesist skoðun - heldur er stöðugt hlerað, hvað ætla hinar Norðurlandaþjóðirnar að gera í þessu eða þessu máli? Færeyingarnir eru sjálfstæðari en Íslendingar, þótt þeir eigi að heita undir danskri stjórn.

Það er ein þjóð og örlög hennar sem við Íslendingar getum lært af, en það er hin frábæra þjóð Hawaii sem átti stórkostlega menningu og sögu, en þjóðin er núna horfin sem þjóð og eru íbúarnir núna feitir þjónar Bandaríkjanna og lítill minnihlutahópur í eigið landi. Hawaii var eitt sitt sjálfstætt koungusríki en er í dag eitt af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Hvernig gerist sú saga?  Kíkjum á Wikipedíu í lauslegri þýðingu. Overthrow of the Hawaiian Kingdom

"Byltingin í konungsríkinu Hawaii var valdarán gegn Lili´uokalani drottningu, sem átti sér stað 17. janúar 1893 á eyjunni O´ahu og undir forystu öryggisnefndarinnar, sem samanstóð af sjö erlendum íbúum og sex þegnum Hawaii konungsríkisins í Bandaríkjunum. búsetta í Honolulu. Nefndin kallaði á John L. Stevens, ráðherra Bandaríkjanna, að kveða til bandaríska landgönguliðið til að vernda þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna. Uppreisnarmennirnir stofnuðu lýðveldið Hawaii, en lokamarkmið þeirra var innlimun eyjanna við Bandaríkin, sem átti sér stað árið 1898.

Í afsökunarályktun bandaríska þingsins frá 1993 er viðurkennt að "...uppreisnin í konungsríkinu Hawaii hafi átt sér stað með virkri þátttöku umboðsmanna og borgara Bandaríkjanna og innfæddir Hawaii-búar afsöluðu sér aldrei beint til Bandaríkjanna kröfum sínum um eðlislægt fullveldi þeirra sem þjóð yfir þjóðlendum sínum, annað hvort í gegnum konungsríkið Hawaii eða með þjóðaratkvæðagreiðslu." Umræður um viðburðinn gegna enn mikilvægu hlutverki innan fullveldishreyfingunnar á Hawaii."

En hlutirnir gerast ekki einn tveir og þrír og án samhengis. Menning íbúa Hawaii fór hallokandi strax við fund evróskra landkönnuða en kapteinn Cook tók land þar 1778. Með Evrópumönnum komu sjúkdómar, glæpir og umbylting hawaiiskt samfélags. Blokkritari er einmitt að horfa á stórmyndina Hawaii (1966) með  Julie Andrews, Max von Sydow og Richard Harris sem fjallar um komu trúboða til eyjanna 1820. Stórkostleg mynd en sorgleg. Niðurstaðan var að útlendingum fjölgaði í Hawaii, völdin færðust smá saman til aðkomumannanna og frumbyggjarnir, með ekki nógu sterkt tengslanet við umheiminn, treysti meira og meira á Bandaríkin. 

Svo missa menn menningu sína, í smáum skrefum, fyrst er það trúin, svo tungumálið, svo gildin; heimamenn verða minnihlutahópur og svo dettur einhverjum snillingi í hug (íslenskum Gissuri Þorvaldssyni) að kannski væri best að Ísland verði 51 ríki Bandaríkjanna eða gangi í ESB. Látum aðra ráða örlögum eyjaskeggja.

Erlendir kóngar eða (íslenskir) umboðsmenn þeirra reyndu oftar en einu sinni að selja Ísland sem skiptimynt, án þess að spyrja Íslendinga eins eða neins. Við vorum barðir þrælar en stolir.

Allt sem hefur verið byggt upp á Íslandi, allar þessu glæsibyggingar,vegir og brýr, hefur verið byggt upp af sjálfstæðum Íslendingum síðan 1874, af sjálfstæðum eða sjálfstætt þenkjandi íbúum landsins. Fátækasta ríki Evrópu, er orðið eitt ríkasta, þökk sé frelsinu og sjálfsákvörðunar réttinum. En þjóðir koma og fara og menning þeirra með. Hvar er til dæmis Prússland í dag? Hvar er Býsantíum í dag? Hvar er Skotland í dag? Og svo framvegis. Hvar verður Ísland á morgun? Komið á ruslahaug sögunnar?

Endum þennan pistill á orðum skáldsins (sem flestir eru hættir að lesa eða kannast við):

"Mávera sigraðri þjóð sé best að útþurkast: ekki með orði skal ég biðja íslenskum vægðar. Vér íslenskir erum sannarlega ekki ofgóðir að deya. Og lífið er oss laungu einskisvert. Aðeins eitt getum vér ekki mist meðan einn maður, hvortheldur ríkur eða fátækur, stendur uppi af þessu fólki; og jafnvel dauðir getum vér ekki verið þess án; og þetta er það sem um er talað í því gamla kvæði, það sem vér köllum orðstír ..."


(Halldór K. Laxness. Eldur í Kaupinhafn. 10. kafli. Snæfríður Íslandssól.)


Næsta varaforseta efni Donalds Trumps líklega kona eða "litaður" maður

Miklar vangaveltur eru um varaforsetaefni Donalds Trumps en það er ljóst að hann verður næsta forsetaefni Repúblikana. Mikið er veðjað á að hann velji konu eða "litaðan mann" eða "man of color" eins og Kaninn kýs að nefna þetta.

Þetta er strategía til að ná til kjósendahóps sem hann nær lítið til í dag, en það eru konur í úthverfum og blökkufólk eða annað hörunds dökkt fólk. Listi kvenna er lengri en listi hörund dökkra manna á stuttum lista Trumps. Kíkjum á hugsanlega kandidata.

Í hópi vongóðra er fulltrúi New York, Elise Stefanik.

Stefanik, 39 ára, var einu sinni hófsamur, hikandi Trump repúblikani, og hefur flogið nær hægri væng flokks síns á undanförnum árum og vaxið í einn af dyggustu verjendum Trump.

Tim Scott, blökkumaður og fyrrum keppandi um útnefningu repúblikana, er öldungadeildarþingmaður og einn af áberandi svörtum repúblikönum í Bandaríkjunum.

Hann lýsti sjálfum sér sem bjartsýnum íhaldsmanni en herferð hans náði ekki fylgi hjá kjósendum. Í nóvember, eftir þrjár fádæma lélegar kappræður hans, hætti hann keppninni.

Scott, sem er 58 ára, virtist kasta hattinum sínum í varaforsetahringinn í janúar með stuðningi sínum við Trump.

En það voru uppörvandi ummæli Scott á kosningafundi Trump fyrir forkosningarnar í New Hampshire sem ýttu nafni hans staðfastlega inn í varaforseta samtalið. "Við þurfum Donald Trump," sagði Scott við kjósendur.

Eini hvíti maðurinn á listanum er JD Vance, 39 ára, öldungadeildarþingmaður frá Ohio, var einnig í New Hampshire og safnaði stuðningi fyrir hönd Trump.

Hinn Yale-menntaði fyrrverandi áhættufjárfesti komst fyrst í fréttirnar fyrir metsölubók sína Hillbilly Elegy, minningargrein sem fylgdi uppvexti verkamannastéttarinnar í miðvesturríkjum ryðbeltisins.

Vance, sem eitt sinn var sjálfgreindur "aldrei-Trumper", breytti sjálfum sér sem dyggum lærisveinum Trumps þegar hann hóf tilboð sitt í öldungadeildina árið 2022. Það borgaði sig: stuðningur Trump við Vance veitti herferð hans gagnrýna uppörvun bæði í fjölmennum forkosningum repúblikana og almennum kosningum.

Kristi Noem, hvít kona, sem er frá Suður-Dakóta sem hætti í háskóla til að reka fjölskyldubýlið, starfaði sem eini meðlimur fylkis síns í fulltrúadeildinni í átta ár og var kjörin fyrsti kvenkyns ríkisstjóri þess árið 2018.

Staðan hefur hjálpað Noem að lyfta upp þjóðarsniði sínu í íhaldssamum hringjum, sérstaklega þegar hún virti grímuskyldu og aðrar takmarkanir á heimsfaraldurstímabilinu að vettugi. Hún hefur þó sinn djöful að draga vegna meins framhjáhaldsmál hennar.

Vivek Ramaswamy, líftæknifrumkvöðull með enga fyrri pólitíska reynslu, heillaði aðdáendur Trump í forsetaframboði hans árið 2024 með föstu orðræðu sinni, djörfum stefnuskrám og æskuljóma.

Hann kom einnig fram sem helsti varnarmaður keppinautar síns á vettvangi repúblikana, kallaði hann "besta forseta 21. aldarinnar" og lofaði að náða hann ef hann verður fundinn sekur í einhverjum af komandi sakamálaréttarhöldum hans.

Hinn 38 ára gamli indverski Bandaríkjamaður vakti athygli og deilur á kosningaslóðinni en eftir að hafa sigrað rótgrónari stjórnmálamenn varð hann í fjórða sæti í fyrstu forvalskeppni repúblikana í Iowa.

Ramaswamy hætti strax eftir niðurstöðuna og veitti Trump fullan stuðning og sagði stuðningsmönnum sínum að það verður að vera "America First" frambjóðandi í Hvíta húsinu.

Byron Donalds, 45 ára blökkumaður, er enn eitt ferskt andlit á landsvísu - og sá sem hefur hjálpað til við að vekja athygli á svartri íhaldssemi.

Donalds fæddist í New York af einstæðri móður og starfaði við banka, tryggingar og fjármál áður en hann fór í sveitarstjórnarmál í Flórída árið 2012.

Eftir fjögur ár í fulltrúadeild Flórída hefur hann setið síðan 2020 á bandaríska þinginu og verið fulltrúi harðhægri hliðar flokks síns í Washington.

Fyrsti hindúameðlimurinn á bandaríska þinginu, fyrrverandi þingkona Hawaii, Tulsi Gabbard, gæti verið stærsti dökki frambjóðandinn á lista Trumps.

Fyrir áratug síðan, fyrrum hermaður í Íraksstríðinu og varaliði Bandaríkjahers, þjónaði hún sem varaformaður landsnefndar demókrata - áður en hún sagði af sér til að styðja kosningabaráttu Bernie Sanders 2016.

Tími hennar á þingi, frá 2013 til 2021, einkenndist af tíðri gagnrýni á Obama-stjórnina og bandaríska hernaðaríhlutun, þar á meðal umdeildri ákvörðun um að hitta Sýrlandsleiðtoga Bashar al-Assad.

Hún bauð sig fram í forvali demókrata í forsetakosningum árið 2020, þar sem athyglisverðasta augnablikið hennar var hörð gagnrýni á Kamala Harris - nú varaforsetann - vegna fortíðar hennar sem saksóknara í Kaliforníu.

Aðrir mögulegir frambjóðendur:

Ron DeSantis: Eftir að hafa keppt að endurkjöri sem ríkisstjóri Flórída í miðkjörtímabilskosningunum 2022 var DeSantis framsettur sem íhaldssamur leiðtogi sem gæti borið hreyfingu Trump áfram. En daufleg forsetakosningabarátta hans hrundi og brann í janúar, þó glaðlynd stuðningur við helsta keppinaut hans, opnaði dyrnar fyrir þá tvo til að laga girðingar aftur og starfa saman.

Nikki Haley: Nokkrir bandamenn Trumps hafa lagt til að forsetamiði sem inniheldur fyrrverandi sendiherra SÞ gæti hjálpað honum að vinna yfir kvenkyns kjósendur í úthverfum sem eru óþægilegir við að kjósa hann. En ákvörðun Haley um að vera áfram í forkosningunum þrátt fyrir að hafa tapað öllum keppnum hefur sýnilega truflað Trump undanfarnar vikur og verður það að teljast ólíklegt að hún verði úr þessu valin.

Kari Lake: Fyrrverandi sjónvarpsþulur, festi sig við órökstuddar fullyrðingar Trumps um kosningasvik árið 2020 og bauð sig fram án árangurs fyrir ríkisstjóra Arizona árið 2022, ósigur sem hún viðurkennir ekki enn. Karismi Lake hefur unnið marga aðdáendur sína í herbúðum Trumps en hún er sem stendur í kjöri til að hljóta útnefningu repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings í Arizona í ár.

Sarah Huckabee Sanders: Þjónaði sem fréttaritari/talsmaður Trumps í Hvíta húsinu í tvö ár. Er af annarri kynslóðar stjórnmálamanna í ríkisstjóraembættið í Arkansas. Sanders samþykkti endurkjör Trump nokkuð seint, en hefur sagt að það að vera ríkisstjóri sé "eitt besta starf sem ég gæti beðið um... og ég vona að ég fái að gegna því næstu sjö árin".

Blokkritari ætlar að veðja á eftirfarandi varaforseta efni:

Jim Scott, Kari Lake, Vivek Ramaswamy og þann allra líklegasta; Kristi Noem. Kari er skemmilegri og líflegri ræðumaður en Kristi en spurningin er, hefur Kari kjósendahóp á bakvið sig eins og Kristi sem er þegar ríkisstjóri?


Falsfrétt RÚV um Alejandro Mayorkas

"Repúblikanar í fulltrúadeild bandaríska þingsins saka heimavarnarráðherra um að taka fjölgun ólöglegra innflytjenda vettlingatökum. Stjórnmálaskýrendur segja engar afgerandi sannanir vera um embættisafglöp í störfum ráðherrans." segir í frétt RÚV.

Hvaðan sækja fréttamenn RÚV sínar upplýsingar? Að stjórnmálaskýrendur segja engar afgerandi sannanir vera um embættisafglöp í starfi?  Eru fréttamenn ekki starfi sínu vaxnir? Bloggritari hefur séð hneykslan margra stjórnmálaskýrenda, sem er ansi stór hópur, sem furða sig á stefnu Bidens með Mayorkas í fyrirsvari í hælisleitendamálum sem eru mál málanna í Bandaríkjunum í dag.

Frá fyrsta degi Joe Bidens í embætti hefur ríkisstjórn hans unnið með afgerandi hætti að halda landamærum Bandaríkjanna opnum.  Fyrsta stjórnvaldsákvörðun Bidens var að afnema stefnu Trumps að hælisleitendur eigi að sækja um vernd í fyrsta landi sem þeir fara um, sem er Mexíkó.  Í öðru lagi, hætti hann allar framkvæmdir á landamærunum og hætti að reisa landamæraveggi. Nægt fjármagn var til að leggja 200 km í viðbót en Trump lagði um 500 km í valdatíð sinni. Landamærin eru rúmlega 1900 km löng.  Umsóknir hælisleitenda í valdatíð Trumps voru í lágmarki og í raun aldrei eins fáar í sögunni.

Sem dæmi um sekt Mayorkas er að starfsmenn hans eru að rífa niður gaddavíra sem stjórnvöld í Texas lögðu (á eigin landi að sögn), sem löngu eru búin að missa þolinmæðina, og stendur Mayorkas í málaferlum við ríkisstjóra Texas um málið. Texas hefur lýst yfir neyðarástandi og kalla allan þennan fjölda innrás. 25 aðrir ríkisstjórar hafa lýst yfir stuðningi við Texas og sent þjóðvarðliða til aðstoðar á landamærunum.

10+ milljónir manna hafa gengið yfir landamæri Bandaríkjanna síðan Biden tók við völdin, án þess að vera meðhöndlaðir af landamæravörðum. Þeim er bara veifað áfram inn í landið. Hlutfallslega er þetta sami fjöldi og sækir um hæli á Íslandi og sama staðan er í báðum ríkjum, innviðirnir ráða ekki við þetta.

Fólkið fer inn í svokallaðar "friðhelgisborgir" og friðhelgisríki" demókrata og sest þar að í forgangi fram yfir fátæka Bandaríkjamanna með húsnæði og fæði (sama og á Íslandi). Fátækt og glæpir eru að sliga allt. Glæpahringirnir mexíkósku græða á tá og fingri stjarnfræðilegar upphæðir. 

Þeir græða svo mikið á innflutningi ólöglegra innflytjenda að þeir setja þá í forgang yfir eiturlyfin sem þeir lifa venjulega á en innflutningur þeirra á fentanyl, ættað frá Kína, drepur um 100+ þúsund manns árlega í Bandaríkjum.

Bloggritari hefur fylgst með yfirheyrslum Bandaríkjaþings yfir Mayorkas í þessu þrjú ár sem hann hefur sinnt starfinu og svör hans eru með ólíkindum er hann er spurður um stefnu ríkisstjórnar Bidens. Mayorkas, í nafni ríkisstjórnar Bidens, hefur klárlega brotið gildandi lög um meðhöndlun hælisleitenda. Framkvæmdarvaldið - ríkisstjórn Bidens ber að framfylgja gildandi lög. Sama er upp á teningnum á Íslandi. Farið er í kringum lögin, fólk jafnvel sótt erlendis, sem hefur ekki einu sinni sótt um hæli formlega á landamærum Íslands.

Innan um allan þennan fjölda leynast menn á hryðjuverkalista og skipta þeir hundruðum sem bandarísk yfirvöld hafa handsamað (og sleppt?) fyrir utan allan þann fjölda sem landamæraverðir ná ekki í. Sá fjöldi er óþekktur. Er ekki furða að málaflokkurinn er stjórnlaus? Það er einstakt að æðsti embættismaður Bandaríkjastjórnar sé sóttur fyrir embættisafglöp í starfi (nánast aldrei gert) og sýnir alvarleikann í málinu.

Að lokum vaknar sú spurning hvort að blaðamenn/fréttamenn sem veljast til starfa á íslenskum fjölmiðlum séu starfi sínu vaxnir og hafi réttan bakgrunn og menntun í starfið?  Af hverju er ekki valinn sérfræðingur í bandarískum málefnum til starfa? Bloggritari fylgist náið með bandarískum stjórnmálum og getur fullyrt að það er fullt starf að gera það. En það er líka árangursríkt, því þarna gerast hlutirnir í heimsmálunum.

Hér er frétt RÚV: Fulltrúadeildin samþykkir kæru á hendur heimavarnarráðherra

Og hér ein af yfirheyrslum heimavarnarnefndar fulltrúardeildarinnar yfir honum og sjá má hversu vanhæfur maðurinn er til starfa (afneitun veruleikans):

 

 

 


Spennandi tímar í bandarískri pólitík

Það er margt að gerast í bandarískri pólitík á kosningaári. Kosið verður til embætti Bandaríkjaforseta í nóvember og margar óvæntar vendingar hafa átt sér stað síðan um áramót. Í fyrsta lagi er að Trump er nánast öruggur um tilnefningu í forvali Repúblikanaflokksins.  Dómsmálin á hendur honum eru að falla um sjálf sig. En demókrata treysta á að einhver af 92 ákæruliðum gegnum honum fari í gegn og hann verði dæmdur...fyrir eitthvað.

En stóru málin, meðferð gagna úr Hvíta húsinu, sem nú er verið að sækja, virðist falla um sjálft sig, ef meðhöndla á báða forsetanna, Biden og Trump eins. Eins og vitað er, hefur sérstakur saksóknari úrskurðað að Joe Biden verði ekki dreginn fyrir dómstóla, vegna þess að hann er orðinn minnislaus, góðviljað gamalmenni eins og það var orðað í skjölum hans. Sagt var að hann hafi ekki meðhöndlað háleynileg skjöl á réttan hátt en vegna þess að hann er orðinn minnilaus verði falli frá ákæru. Þetta var eina leiðin til að koma í veg fyrir að hann yrði ákærður, að segja að hann geti ekki komið fyrir kviðdóm.

Sérstakur ríkissaksóknari sagði hann væri orðinn svo elliær að hann mundi ekki eftir dánardegi sonar sín eða hvenær hann lét af embætti sem varaforseti.

"Skýrslan lýsti minni hins 81 árs gamla demókrata sem "óljóst", "gallað“, "lélegt“ og með „verulegar takmarkanir“. Þar kom fram að Biden gæti ekki muna eftir að hafa skilgreint áfanga í eigin lífi," segir í frétt Newsmax.

Þó að Biden muni ekki sæta ákæru fyrir ranga meðferð trúnaðarskjala, gætu fullyrðingar skýrslunnar um minni hans grafið undan skilaboðum Biden til kjósenda um að hann geti stjórnað ríkisstjórninni og verndað landið. Kjósendur eru nú þegar að fara inn í kosningarnar í ár með miklar áhyggjur af aldur Biden, eftir að hafa skoðað galla hans, hósta hans, hæga gangandi og jafnvel fallið af hjólinu sínu eða á sviði eða landgöngustiga.

Með því að útiloka að Biden verði sóttur til saka vegna varðveislu hans á mjög flokkuðu efni sem einkaborgari, gaf skýrslan til kynna að hann myndi virðast of veikburða til að lögsækja: "Það væri erfitt að sannfæra kviðdóm um að þeir ættu að sakfella hann - þá fyrrverandi forseti. langt á áttræðisaldri — af alvarlegu afbroti sem krefst andlegt ástands af ásetningi".

"Hann mundi ekki hvenær hann var varaforseti, gleymdi á fyrsta degi viðtalsins (saksóknari tók fimm tíma viðtal við hann á tveimur dögum) hvenær kjörtímabili hans lauk.

("ef það var 2013 — hvenær hætti ég að vera varaforseti?"), og gleymdi á öðrum degi viðtalsins. þegar kjörtímabil hans hófst ("árið 2009, er ég enn varaforseti?"),“ segir í skýrslunni. „Hann mundi ekki, jafnvel innan nokkurra ára, þegar sonur hans Beau dó en hann dó 2015 og Biden segist minnast hann á hverju ári á dánardegi hans. Biden's Memory "Hazy" and "Poor": Report Raising Questions About His Age

Þegar Joe Biden kom fyrir á blaðamannafundi til að verja sig, tókst það ekki betur en svo að hann ruglaði saman forseta tveggja ríkja. Hann laug því að sérstakur saksóknari hafi hreinsað sig af ákæruliðum um mishöndlum skjala. Og hann sem öldungardeildarþingmaður eða varaforseti má ekki eftir að hafa látið af embætti taka með sér skjöl heim og geyma í bílskúr eða Kínahverfi, nokkuð sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna má gera svo lengi sem hann tryggir örygga geymslu þeirra.

En þá komum við að pólitíkinni. Af hverju leyfðu starfsmenn Biden hann koma fram á blaðamannafundi þegar auðljóst er að hann getur ekki tjáð sig sómasamlega? Eru demókratar að henda honum fyrir strætó eins og Bandaríkjamenn orða þetta og eru að undirbúa að hann fari frá embætti og eru að í raun að neyða hann til að hætta við framboð sitt? Demókratar hljóta að undirbúa annan frambjóðanda á bakvið tjöldin.

Þetta mál er vatn á myllu Trumps sem hefur alltaf sagt að Biden geti ekki tengt saman tvær setninga óbrenglað. Blokkritari hefur bent á þetta frá því að Biden tók við forsetaembættinu og fyrr að maðurinn gengur ekki heill til skógar andlega.

Það verður erfitt fyrir demókrata að snúa sig út úr þessu því að það verður að vera flokksþing og leyfa frambjóðendur að bjóða sig fram til að geta valið nýtt forsetaframbjóðenda efni.

Langur ferill pólitískra mistaka og ósigra er að baki stjórnar Joe Bidens og kostningaárið virðist heldur ekki bjart. Ósigur í staðgöngustríðinu í Úkraínu, Ísraelar fara sínu fram, svo gera Kínverjar og eina sem vantar upp á er að þeir fari í stríð vegna Taívan. Landamæramálið - opin landamærastefna Joe Bidens, hefur beðið skipbrot og óvíst er hvernig það mál fer. Enn er efnahagur Bandaríkjanna erfiður þótt aðeins hafi rétt úr efnahagslífinu síðkastið. Glæpafaraldurinn mikli heldur áfram, fátækt, flótti fólks frá ríkjum demókrata og hælisleitamálið eru allt mál sem virðast óyfirstíganleg.


Viktor Davis Hanson um stjórnartíð Joe Bidens

Þagnar herferð Biden forseta er aðferð sem hann beitti er hann var í forsetaframboði og í forsetatíð sinni. Segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert er stjórnunarstíll hans. Hann er n.k. strengjabrúða fámennar klíku sem er umkring honum og hann kemur aldrei með eigin hugmyndir (ekki einu sinni þegar hann var ekki elliær).

Það sem Joe sagði fyrir 50 árum er algjör andstæða það sem hann segir í dag. Pólitískur vindhandi myndi sumir segja sem hefur lifað á kerfinu í hálfa öld. Engin löggjöf liggur eftir hann, þótt hann hafi verið öldungadeildarþingmaður í hálfa öld eins og áður segir.

Á meðan hann þegir, gleymir fólk hversu vitgrannur hann er eða hversu stjórnarstefna hans er heimskuleg.  Einstaka sinnum ratar í frétt að heilakvörn hans vinnur á lágsnúningi. T.d. þessi frétt í dag: Biden ruglaðist á Macron og Mitterand  Fyrir nokkrum dögum vísaði hann í Trump sem sitjandi forseti.

Á meðan forsetinn reynir að fela sig fyrir fjölmiðlum eru bandamenn Bandaríkjanna og óvinir að velta því fyrir sér hver sé í raun og veru við stjórnvölinn? Til að ræða möguleika Joe Biden og Donald Trump í aðdraganda bandarísku kosninganna 2024, sest sagnfræðingurinn og fréttaskýrandinn Victor Davis Hanson niður með Steven Edginton fyrir Off Script hlaðvarp vikunnar.

Sjá myndbandið hér:

 

Hér koma gullmolar frá Joe Biden, af nóg er að taka.

 


Sósíalismi og pólitísk réttrækni samkvæmt Margret Thatcher

Thatcher reyndist ekki bara vera góður stjórnmálamaður, heldur líka hugmyndafræðingur. Hún barðist við sósíalista drauginn fyrir nokkrum áratugum og við erum enn að fást við.

Látum Thatcher hafa orðið: Sósíalismi hefur til dæmis komið upp aftur á yfirborðið í tungumáli og áætlunum „hóparéttinda“. Ferlið hefur gengið lengst í Bandaríkjunum: þó mig gruni að ef Bretland væri svo vitlaust að kjósa Verkamannastjórn gætum við fljótt náð því.

Í Bandaríkjunum hafa slíkar áætlanir um jákvæða mismunun ekki aðeins orðið þung byrði á hvers kyns vinnuveitendum: með því að auka gremju meirihlutans í garð minnihlutahópa hafa þær einmitt þveröfug áhrif en ætlað er.

Nátengd þessari nálgun er hin þráhyggjulega pólitíska rétthugsun sem stofnar alvarlegum fræðimönnum í hættu í svo mörgum bandarískum háskólum. Hugtök eins og sannleikur og lygi, fegurð og ljótleiki, siðmenning og villimennska hafa verið afbyggð til að víkja fyrir dómum byggða á hugmyndafræði.

Niðurstöðurnar væru fyndnar ef afleiðingarnar væru ekki svona alvarlegar."
_____
22. nóvember 1996, Fr, Margaret Thatcher.
Nicholas Ridley minningarfyrirlestur.

Þessi orð eru sögð fyrir 28 árum og standa enn. Fólk sem byggir líf sitt og annarra á einskæri hugmyndafræði, getur aldrei lifað í raunheimum án árekstra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband