Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Í það fyrsta verður að gera greinamun á ólöglegum innflytjendum og flóttamönnum sem koma til Bandaríkjanna. Fyrrnefndi hópurinn fer ólöglega yfir landamærin þar sem ekki er landamærahlið inn í landið en þar eiga allir sem sækja um hæli að fara í gengum, rétt eins og á Íslandi, þar sem flestir fara í gegnum Keflavíkurflugvöll sem er viðurkenndur aðkomustaður inn í landið.
Kíkjum á þau ríki sem þar sem flestir ólöglegir innflytjendur koma frá. Í stjórnartíð Joe Biden forseta komu þeir frá nánast öllum löndum heims. Þó að Mexíkó hafi verið aðaluppspretta, nam um það bil 29% óviðkomandi farandfólks á milli ágúst 2020 og apríl 2024, var áberandi aukning einstaklinga frá öðrum þjóðum. Nánar tiltekið voru farandverkamenn frá Gvatemala (9%), Hondúras (9%), Venesúela (7%), Kúbu (6%), Níkaragva (4%) og Haítí (4%) verulegur hluti af innstreyminu. Auk þess var mikil aukning á farandfólki frá löndum utan vesturhvels jarðar, þar á meðal Kína, Indlandi og Rússlandi. Engar nátttúruhamfari þar en mikil fátækt.
Löglegir flóttamenn fara í gegnum landamærahlið og sækja þar um hæli. Yfir 90% ólöglegra innflytjenda (líka þeir sem ekki vilja nást) fara yfir landamærin þar sem ekki á að fara yfir. Þetta er vandamál sem núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að taka á, ekki fjarlægar og fjarstæðukenndar ástæður eins og "manngerð" hlýnun jarðar.
Það getur vel verið að það séu náttúruleg vandamál í einhverjum löndum málið er að svo kölluðu innflytjendur í Bandaríkjunum sem fara ólöglega yfir landamæri koma frá 160+ löndum. Hef ekki mikla trú á að í öllum þessum löndum séu nátttúruhamfarir. Inn í þessum tölum eru meira segja Íslendingar en það stendur til að reka ólöglega Íslendinga úr landi og ég held að það sé um tugur manns sem dvelur ólöglega í landinu.
Helsta skýringin á ásókn innflytjenda (nota ekki hugtakið hælisleitandur, því margir sækja ekki einu sinni um hæli, heldur fara ólöglega inn í landið og forðast yfirvöld eins og heitan eld) til Bandaríkjanna eru bætt lífskjör. Þar með uppfylla þeir ekki skilyrði þess að geta kallast hælisleitendur/flóttamenn.
Í Bandaríkjunum, eins og öllum öðrum löndum, ganga opin landamæri ekki upp. Ástæðan er einföld. Í öllum ríkjum ríkir velferðakerfi sem skattgreiðendur borga dýrum dómum fyrir sem og öll önnur þjónusta sem ríki veita, svo sem heilbrigðisþjónusta, löggæslan o.s.frv. Skattgreiðendur geta tekið inn á sig og greitt fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda, ekki allan heiminn eins og er að gerast í Bandaríkjunum. Þau eru rík, og þó, landið er tæknilega séð gjaldþrota. 14 milljónir ólöglegra innflytjenda er of stór biti, jafnvel fyrir Bandaríkjamenn og það þótt margir þeirra vinni ólöglega fyrir sig, þá borga þeir ekki skatta (sem á að halda kerfinu gangandi).
Ísland prófaði að opna landamæri sín, t.d. fyrir íbúum Venesúela og afleiðingin var auðljós, innviðir landsins þoldi ekki aukaálagið. Öll ríki verða því að hafa stjórn á landamærum sínum, til að verja velferðakerfi sín og koma í veg fyrir að glæpamenn og eiturlyf flæði yfir landamæri og valdi ómældum skaða.
Bandaríkin alein bera enga ábyrgð á vanda heimsins. Vandamálið er að vandamál annarra ríkja hafa verið látin ganga yfir vanda íbúa landsins. Það er ómældur hópur fólks sem á ekki til hnífs og skeiðar í landinu og er húsnæðislaust. Vandi þess fólks er ekki sinnt sómasamlega af bandarískum yfirvöldum, ekki fyrr en nú?
Utanríkismál/alþjóðamál | 17.2.2025 | 10:00 (breytt kl. 11:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því miður hefur Vance rétt fyrir sér. Woke rétttrúnaðurinn og miðstýringin frá Brüssel er allt að kæfa í vöggu lýðræðis og heimspeki - Evrópu. Það eru engir leiðtogar til í Evrópu, aðeins skrifræðis- og kerfiskarlar-konur er sem komast til valda í gegnum flokka sína með því að klóra rétt bök.
Andleg hnignun álfunnar fer í hönd við aukið ríkisdæmi og enginn ver andlegan fjársjóð sem saga Evrópu og menning hefur að geyma. Umburðarlyndið og innleiðing framandi menningaheima leiðir að lokum til helsis og átaka innan evróskra samfélaga. Flóttamenn eru byrjaðir að flýja Svíþjóð sem dæmi því að öryggi þeirra er minna þar en þaðan sem þeir komu frá.
Inn í þessa hnignun vilja Evrópusinnar leiða Íslendinga og einu rökin fyrir inngöngu í ESB er betra gengi Evrunnar gagnvart krónunnar en þessir kappar minnast ekki á skrifræðið, opin landamæri, orkuskort, hugmyndafræðilega villustefnu, glæpi og þjóðaskipti í Evrópu sem nú er í fullum gangi sem reynar er líka að gerast á Íslandi.
Utanríkismál/alþjóðamál | 16.2.2025 | 16:43 (breytt kl. 16:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reyndar er það bara möguleiki í augum þeirra sem ekki er raunveruleika tengdir. Einn af þeim er Zelenský, fyrrum forseti Úkraínu en er nú stjórnandi Úkraínu, umboðslaus. Hann veit sum sé hvað er í boði fyrir Úkraínumenn eftir þetta tilgangslausa stríð. Það er ekki mikið.
Ekki er í boði fyrir Úkraínumenn að ganga í NATÓ, og þess vegna er hugmyndin um Evrópuher viðruð af honum og sumir klappa kurteislega fyrir ræðumanni en raunveruleikinn er sá að Evrópumenn hafa ekki viljað axla ábyrgð í varnarmálum síðan kalda stríðinu lauk. Þá var skrúfað niður í fjárveitingar til varnamála eða þar til Úkraínu stríðið byrjaði í raun, 2014. Þá var ákveðið að allar Evrópuþjóðir myndu auka framlag sitt upp í 2% af vergri landsframleiðslu til varnamála. Flestar þjóðir eru að ná því marki en hvað svo?
Hugmyndin um stofnun Evrópu er andvana fædd. En hún verður aðeins að veruleika ef Bandaríkjamenn ákveða að ganga úr NATÓ og þá verður NATÓ að sjálfkrafa að Evrópuher (með þátttöku Kanadamanna ef þeir vilja þá vera áfram með). Ekki er þörf á að stofna formlega til nýs Evrópuhers. NATÓ gæti bætt við Georgía og önnur jaðarríki Evrópu ef Evrópumenn kjósa þess.
En því miður eru leiðtogar Evrópu, ef leiðtogar má kallast, eru í einhvers konar eyðimerku göngu með álfuna. Það stendur ekki steinn yfir steini á öllum sviðum mannlífs í álfunni. Gildi, sem eru byggð á grísk/gyðinglegum grunni eru hunsuð og einhvers konar sósíaldemókratísk hugmyndafræði er við lýði sem gekk upp þegar evrósk gildi voru gildandi. Hún bara gengur ekki upp þegar þjóðarskipti/menningaskipti hafa gengið yfir álfunnar á vakt sósíaldemókratískra afla. Þetta er það sem Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var að vara við í Evrópureisu sinni í Þýskalandi í vikunni og Evrópuleiðtogar sátu dollfallnir yfir (og skömmulegastir?). Hættan fyrir Evrópu kemur innan frá, ekki frá Rússlandi eða Kína segir hann. Hvað á hann við? Við vitum svarið.
Utanríkismál/alþjóðamál | 15.2.2025 | 20:42 (breytt kl. 20:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snillingarnir sem meðhöndla annarra manna fé, hafa verið ötulir að eyða því í alls kyns vitleysu, svo ekki sé meira sagt. Menn hafa verið svo heimskir að fjármagna óvini sína eins og USAID hefur verið að gera lengi vel. Kíkjum á nokkur dæmi sen Hvíta húsið kallar "úrgang":
Í áratugi hefur Alþjóðaþróunarstofnun Bandaríkjanna (USAID) verið óábyrg gagnvart skattgreiðendum þar sem hún varpar stórfelldum fjárhæðum til fáránlegra gæluverkefna af hendi rótgróinna embættismanna, með nánast ekkert eftirlit.
$1,5 milljónir dala til að efla jafnrétti og þátttöku á vinnustöðum og viðskiptasamfélögum Serbíu.
$70.000 fyrir framleiðslu á "DEI söngleik" á Írlandi.
$2,5 milljónir dollara fyrir rafbíla fyrir Víetnam.
$47.000 fyrir "transgender óperu" í Kólumbíu.
$32.000 fyrir "transgender myndasögu" í Perú.
$2 milljónir dollara fyrir kynbreytingar og "LGBT-aðgerðir" í Gvatemala
$6 milljónir dollara til að fjármagna ferðaþjónustu í Egyptalandi
Hundruð þúsunda dollara fyrir sjálfseignarstofnun sem tengist tilnefndum hryðjuverkasamtökum - jafnvel EFTIR að ríkiseftirlitsmaður hóf rannsókn
Milljónir til EcoHealth Alliance - sem tók þátt í rannsóknum í Wuhan rannsóknarstofunni.
Hundruð þúsunda máltíða sem fóru til vígamanna tengdra al Kaída í Sýrlandi.
Fjármögnun til að prenta "persónulegar" getnaðarvarnartöflur í þróunarlöndum.
Hundruð milljóna dollara til að fjármagna áveituskurði, landbúnaðartæki og jafnvel áburð sem notaður er til að styðja við áður óþekkta valmúarækt og heróínframleiðslu í Afganistan, sem gagnast talibönum og þeir fá $15 milljónir til að kaupa smokka!!!
Þetta er ekki einu sinni eins og þetta sé Marshall aðstoð fyrir stríðshrjáð ríki eða matvælastoð til hungraðs fólks. Hvað er eiginlega margt fólk sem fer svangt í háttinn í dag?
Samkvæmt WHO búa frá og með 2023 um það bil 733 milljónir manna um allan heim við hungur, sem jafngildir einum af hverjum ellefu einstaklingum á heimsvísu (who.int). Þessi tala hefur haldist þrálátlega há undanfarin þrjú ár, sem undirstrikar viðvarandi áskorun alþjóðlegs fæðuóöryggis.
Auk þeirra sem glíma við hungur búa um 2,33 milljarðar manna við miðlungs eða alvarlegt fæðuóöryggi, sem þýðir að þeir skortir reglulegan aðgang að fullnægjandi mat. Þar á meðal standa yfir 864 milljónir manna frammi fyrir alvarlegu fæðuóöryggi og fara oft heila daga án þess að borða.
Ennfremur er talið að um 1,9 milljónir manna séu á barmi hungursneyðar, fyrst og fremst á svæðum eins og Gaza, Súdan, Suður-Súdan, Haítí og Malí (wfp.org). Ætti þetta fólk ekki meira skilið, að fá a.m.k. eitthvað að borða?
Ísland hefur sambærilega systurstofnun sem kallast ICEIDA sem sérhæfir sig í alþjóðlegri þróun Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ). ÞSSÍ heyrir undir utanríkisráðuneyti Íslands og ber ábyrgð á framkvæmd tvíhliða þróunarsamvinnu landsins. Stofnunin leggur áherslu (samkvæmt vefsíðu þeirra) á að stuðla að sjálfbærri félagslegri og efnahagslegri þróun, með áherslu á jafnrétti kynjanna, mannréttindi, lýðræði og sjálfbærni í umhverfismálum (www2.fundsforngos.org) Gott og vel. En í hvað fara peningarnir?
Enn sem komið er hefur Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) ekki birt opinberlega ítarlegar útgjaldaskýrslur fyrir árin 2021 eða 2022. Nýjustu ársskýrslur sem aðgengilegar eru á opinberri vefsíðu utanríkisráðuneytisins eru frá árinu 2014 (ríkisstjórn.is). Er þetta gagnsæi?
Þróunarsamvinnustofnun hefur hins vegar gefið út nokkur stefnumótandi skjöl árið 2022 sem veita innsýn í áherslusvið þeirra og áherslur. Þar á meðal eru:
Jafnréttisstefna (2022): Þessi stefna lýsir skuldbindingu ÞSSÍ til að efla jafnrétti kynjanna í áætlunum sínum og verkefnum.
Mannúðaraðstoð (2022): Þetta skjal lýsir nálgun stofnunarinnar til að veita mannúðaraðstoð til að bregðast við alþjóðlegum kreppum.
Marghliða þróunarsamvinnuáætlun (2022): Þessi stefna undirstrikar samstarf ÞSSÍ við alþjóðlegar stofnanir til að ná þróunarmarkmiðum.
Tvíhliða stefna (e. Bilateral Strategy (2022)): Þetta skjal lýsir nálgun ÞSSÍ á tvíhliða samstarfi við aðrar þjóðir til að efla þróun.
Samskipta- og þekkingarstjórnunarstefna (2022): Í þessari stefnu er lögð áhersla á mikilvægi skilvirkra samskipta og þekkingarmiðlunar innan starfsemi ÞSSÍ.
Samstarfsáætlun borgaralegrar samfélagsstofnunar (2022): Þetta skjal lýsir því hvernig ÞSSÍ ætlar að vinna með borgaralegum stofnunum til að auka árangur í þróun.
Þetta er allt óljóst og lítur vel út við fyrstu sýn en bíddu nú við. Jafnréttisstefna í þróunarríkjum en ekki matvælaaðstoð? Er þetta þróunaraðstoð? Kíkjum nánar á þetta og á vefsetur þeirra.
"Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur sett fram yfirgripsmikla jafnréttisstefnu sem miðar að því að efla jafnrétti kynjanna og efla konur og stúlkur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi stefna er í samræmi við heildarstefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og byggir á alþjóðlegum samningum og skuldbindingum um jafnrétti og réttindi kvenna og stúlkna.
Leiðarljós:
Mannréttindi og jafnrétti kynjanna: ÞSSÍ leggur áherslu á að mannréttindi og jafnrétti kynjanna séu grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar. Stofnunin samþættir þessar meginreglur sem bæði sérstök markmið og þverskurðarþemu í öllum áætlunum sínum.
ÞSSÍ hefur tilgreint fimm megináherslusvið til að flýta fyrir framförum í átt að jafnrétti kynjanna:
Kynbundið ofbeldi (KBO): Að taka á KBO er mikilvægur þáttur í stefnunni. ÞSSÍ styður alhliða aðferðir sem fela í sér heilbrigðisþjónustu, sálfélagslegan stuðning, lagaumbætur og samfélagslegar viðhorfsbreytingar til að koma í veg fyrir og bregðast við KBO. Stofnunin leggur einnig áherslu á að vernda réttindi kvenna í átökum og kreppuaðstæðum, í samræmi við alþjóðlega ramma eins og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi.
Heilsa: Bætt aðgengi kvenna að grunnheilbrigðisþjónustu, þar með talið kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindum, er forgangsverkefni. ÞSSÍ leggur áherslu á að efla mæðraþjónustu, veita fræðslu um kynheilbrigði og koma í veg fyrir skaðleg vinnubrögð eins og umskurð á kynfærum kvenna. Stofnunin styður einnig frumkvæði sem miða að því að draga úr mæðradauða og takast á við heilsufarsvandamál eins og fæðingarfistil.
Valdefling: Efnahagsleg og pólitísk valdefling kvenna er tengd víðtækari samfélagslegum ávinningi. ÞSSÍ stuðlar að átaksverkefnum sem draga úr álagi ólaunaðs heimilis- og umönnunarstarfs á konur, bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og styðja virka þátttöku kvenna í umhverfis- og loftslagsstefnu. Stofnunin leggur einnig áherslu á þátttöku kvenna í friðaruppbyggingu og átakavörnum.
Menntun: Það er grundvallaratriði að tryggja jafnan aðgang drengja og stúlkna að menntun. ÞSSÍ styður verkefni sem skapa aðstæður sem hvetja börn til að ljúka grunnskólanámi, bæta námsumhverfi og veita aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu í skólum. Sérstök athygli er lögð á menntun stúlkna þar sem margföldunaráhrif þess á samfélagsþróun eru viðurkennd.
Að virkja karla og stráka: Í stefnunni er lögð áhersla á mikilvægi þess að taka karla og stráka þátt í að efla jafnrétti kynjanna. Frumkvæði eins og "Rakarastofan" viðburðirnir hvetja karlmenn til að taka þátt í umræðum um jafnrétti kynjanna og verða umboðsmenn breytinga. ÞSSÍ tekur einnig þátt í alþjóðlegum vettvangi, svo sem UN Women's Generation Equality Forum, til að tala fyrir þátttöku karla í að uppræta kynbundið ofbeldi."
Hvað skal segja? Þetta eru allt að sjálfsögðu mannréttindamál og verðugur málstaður að verja. En á þetta ekki að vera í höndum heimamanna að framfylgja? Jú, þróunarríkin hafa ríkistjórnir sem geta sett jafnréttislög og framfylgt þeim með lögregluvaldi. Er ekki mikilvægara að fólkið fái næringu? Það er mannréttinda mál að fá að borða.
Það gæti hins vegar verið sniðugt að styðja skólastarf í þessum ríkjum til að rjúfa vítahring hlekki hugarfarsins sem einmitt kemur í veg fyrir sjálfbærni og sjálfsaðstoð þessara ríkja.
Hvað um það, þessar systurstofnanir eru bara peð í ríkisapparötum þessar tveggja ríkja. Ótal aðrar stofnanir og ráðuneyti fara ekki sparlega með skattfé borgaranna.
Þurfum við Íslendingar ekki virkilega að líta í eigin barm og koma með betra ríkiseiningu en Ríkisendurskoðun sem starfar bara sem endurskoðun en leggur lítið til við að endurskiplega stofnanir. Segir bara að það megi spara í þessum útgjaldaliði en kemur ekki með stofnanalega endurskoðun.
Skattgreiðendur eiga betra skilið.
Utanríkismál/alþjóðamál | 9.2.2025 | 11:38 (breytt kl. 12:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trump spilar á heimsbyggðina eins og á píanó. Hann ætlar að setja met í aðgerðum á fyrstu 100 dögunum í starfi. Með öðrum orðum ætlar hann að hreinsa skrifborðið af óleystum vandamálum á "blitzkrieg" hraða.
Hann hótar og lofar þar til hann nær sínu fram en hann blekkir líka til að fá ákveðna niðurstöðu. Gaza er 80 ára gamalt vandamál sem Egyptar, Ísraelar og Palestínumenn hafa verið að fást við án árangur.
Með því að hóta að breyta Gaza í Ibisa eða Costa del Sol svæði, án Palestínumanna, er hann að hóta þeim, fólkinu sem kýs yfir sig Hamas, að hætta því. Það er stórfurðulegt þegar haft er í huga að Gaza er rústir einar, að fólk skuli (karlmenn) skuli ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin í þúsunda tali. Af hverju? Jú, hugmyndafræði er svo sterk og hatrið það mikið. Sama átti við um nasistanna í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, gömlu nasitarnir hættu aldrei að vera nasistar og voru það til dauðadags. Þrátt fyrir að Þýskaland væri rjúkandi rústir og milljónir manna látnar.
Það tókst að uppræta öfgahyggju í Japan og Þýskalandi með hersetu og nýja innrætingu og búa til lýðræðisríki. Á meðan fólkinu í Gaza er ekki kennt að búa í lýðræði og búa í friði, verður stöðugur ófriður. Minni á að Gaza var undir stjórn Egypta frá 1948-1967 þegar Ísraelar hernámu svæðið í sex daga stríðinu. Ábyrgð þeirra er einnig mikil og í raun alls svæðisins að taka á þessum vanda.
Utanríkismál/alþjóðamál | 5.2.2025 | 12:35 (breytt kl. 13:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar gleði víman rann af valkyrjunum og nýr dagur rann upp og farið að skoða nákvæmlega hvað er í pökkunum, kemur í ljós að þriðja hjólið er svo kallaður aumingi. Með sumum bílum fylgir varadekk sem er minna og rétt dugar til að fara á næsta hjólbarða verkstæði og það því kallað í daglegu tali aumingi.
Svo virðist vera með Flokk fólksins að hann er slíkt dekk. Skandalar og erfiðleikarnir sem hafa fylgt flokknum frá upphafi ríkistjórnarstarfsins benda til að hann er ekki ríkisstjórnarhæfur. Innra starf flokksins er í ólestri, sama hvað formaður æpir á að um ofsóknir fjölmiðla sé að ræða og svo eru stefnumálin þannig, að ef á að uppfylla þau, kostar það ríkurleg fjárútlög ríkissjóðs sem er tómur. Hinir tveir flokkarnir boða aðhald (á eftir að sjá Samfylkinguna halda sig frá skatta hnappnum en hún boðar "komugjöld" og "gjöld á ferðamannastaði" sem er ekkert annað en auka skattheimta).
Ef til vill hefði verið viturlegra að taka Miðflokkinn inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Miðflokksmenn boðuðu aðhald í ríkisfjármálum. Þar eru miklir reynsluboltar og fólk sem kann að reka ríki.
Voru Viðreisn og Samfylkingin of hrædd við Sigmund Davíð? Hvað var það sem hræddi? Hörð útlendingastefna? Varla er það ástæða til að fara ekki í samstarf, því þessi ríkisstjórn ætlar að bæta við að hægt sé að svipta erlenda glæpamenn vernd ef þeir brjóta af sér. Hins vegar ef þær voru svo "rómantískar" að glepjast af titlinum "valkyrjustjórn" og myndað ríkisstjórn bara þess vegna, er það ansi heimskuleg ákvörðun.
Flokkur fólksins er mjög óvenjulegur flokkur. Það er of snemmt að afgreiða hann sem misheppnaðan. Til þess er hann of óskrifað blað. Hinir flokkarnir eru hins vegar dæmigerðir sósíaldemókrata flokkar. Ekkert óvænt að vænta frá þeim.
Talandi um tilvistarkreppu, þá er ekkert forystuefni sjáanlegt hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að Gunnlaugur Þór gaf ekki kost á sér í formanninn. Ekki er það árangursríkt ef fylgjendur Bjarna Benediktssonar bjóða sig fram, því fylgjendur eru oftast léleg leiðtogaefni og þær með sömu stefnu sem fellti fráfarandi formann.
P.S. Alþingi kemur saman í dag á ný. Hvað hefur allt þetta fólk verið að gera í margra mánaða "jólafríi"?
Utanríkismál/alþjóðamál | 4.2.2025 | 08:28 (breytt kl. 09:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er nokkur Íslendingur sem ferðast án vegabréfs erlendis? Stígur upp í flugvél án vegabréfs? Jafnvel til Schengen landa? Svarið er nei.
Schengen samkomulagið hefur bara tvennt sem telst kostur. Náin samvinna lögreglu þessara ríkja, en hún er annars líka góð við önnur Evrópu-ríki utan Schengen, við höfum Evrópu-lögreglu sem heitir Europol. Þannig má strika þennan kost út. En svo er það vegabréfa áritanir. Engar slíkar en eru þær nokkuð upp á borðinu hvort sem er við ríki utan Schengen í Evrópu?
Schengen hentar Evrópuríkjum sem eru á meginlandi Evrópu. Þar eru landamæri bara strik á landakorti. En Schengen hentar ekki eyríki lengst norður í ballarhafi með landamæra hlið sem telja má á annarri hendi. Í Evrópu er gott að geta keyrt viðstöðvalaust milli landa. En ef menn taka eftir því, eru landamærastöðvarnar ennþá uppistandandi. Þau er hægt að manna án fyrirvara og er stundum gert. Einnig er landamæravarsla ennþá í öllum löndum.
Eftirfarandi lönd hafa framlengt innra eftirlit á landamærum sínum til mars-júní 2025: Austurríki, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Noregur, Slóvenía og Svíþjóð. Svo bættust Rúmenía og Búlgaría inn í Schengen svæðið árið 2024 sem telst varla vera framför, því þaðan streyma glæpagengin til Íslands og annarra Evrópuríkja.
Arfaslök landamærastefna ESB hefur bitnað illa á Íslandi. Að vera í Schengen eða ekki, skiptir engu máli fyrir okkur. Svo fremur sem fólk utan Evrópu er komið inn í álfuna, er förin greið. Beint flug er aðeins við Evrópu og Norður-Ameríku og því verða ólöglegir innflytjendur að fara í gegnum önnur lönd í Evrópu. Það er svo auðvelt að stjórna íslensku landamærunum en það er ekki hægt á meðan Íslendingar eru í Schengen samstarfinu.
Svo vilja menn ganga í ESB! Með galopin landamæri og tollastríð við Bandaríkin og helsi í fríverslun. Afhenda íslensku fiskimiðin sem hafa aðeins verið frjáls gagnvart fiskveiðum erlendra fiskveiðiskipa síðan 1976. Sjá menn fyrir sér spænska togara sigla inn í íslenska lögsögu og taka því fagnandi?
Í Schengen geta ólöglegir innflytjendur og glæpamenn ferðast á milli landa án vankvæða. Eru þetta velkomnir gestir? ESB er brauðrisi sem heftir viðskiptalíf Evrópu á margan hátt. Reglugerðafargan, miðstýring ókosina embættismanna í Brussel, orkuskortur, félagslegur óróleiki, hryðjuverkahætta, glæpir og lengi má telja upp ókostina.
Utanríkismál/alþjóðamál | 3.2.2025 | 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari rakst á frétt í DV þar sem talað er um Belarús í stað Hvíta-Rússland. Maður er dálítið hissa á að aðrir fjölmiðlar taki mark á RÚV sem vildi breyta landaheitinu. RÚV þykist vera með gott íslenskt mál á dagskrá sem fjölmiðilinn hefur ekki.
Ef maður slær inn Belarus á ensku í Google translate kemur upp hið frábæra hugtak og landaheiti: Hvíta-Rússland. Gagnsætt hugtak en ef maður notar RÚV útgáfuna, er það Belarús! Hver skilur það? Fegurð íslenskunnar liggur í gagnsæi orðanna; maður sér orð í fyrsta skipti og skilur það án útskýringa. Nokkuð sem enska hefur ekki enda blendingur af latínu, norrænu og keltnesku.
Því miður reið Utanríkisráðuneytið á vaðið með þetta orðskrípi árið 2021. Að sögn Sveins H. Guðmarssonar, deildarstjóra upplýsingadeildar ráðuneytisins, var sú ákvörðun tekin snemma árs 2021 að tala einvörðungu um Belarús.
Sveinn segir að nokkrar ástæður liggi að baki. Í fyrsta lagi sé það eindreginn vilji þorra landsmanna að landið þeirra sé frekar kallað Belarús en Hvíta-Rússland. Má sérstaklega nefna að Svietlana Tsikhanouskaya, leiðtogi lýðræðisaflanna í Belarús, hefur lagt áherslu á að vísað sé til landsins með þessu heiti. Í öðru lagi sé Belarús opinbert heiti landsins og það er notað mjög víða, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Kjarni málsins er þó, eftir allt, að við notum aldrei beint orðið sem landsmenn nota sem er Gudija eða Respublika Belarus. Þegar borgarheiti og landaheiti eru þýdd, má nota þá útgáfu sem hentar viðkomandi landi. Við erum að nota íslensku útgáfuna af landaheitinu og við verður að skilja hana. Tökum dæmi: London er stundum kölluð Lundúnir. Ekkert að því.
Svo er það annað hvort landið verði mikið lengur frjálst, því einræðisherra ríkisins er á síðasta snúningi, hefur stjórnað landinu í 30 ár og algjörlega undir hæl Kremlar. Talið er að Pútín sé með áæltun um innlimun. Hvað á þá að kalla landið ef af verður?
Megi Hvíta-Rússland dafna lengi vel og vera sjálfstætt um ókomna framtíð.
Utanríkismál/alþjóðamál | 31.1.2025 | 13:28 (breytt kl. 23:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Algjört uppgjör á sér stað við djúpríkið í Bandaríkjunum. Líkt og í öðrum vestrænum ríkjum, er ríki innan ríkisins - djúpríkið. Það er her embættismanna og starfsmanna ríkisstofnanna. Aragrúa reglugerða verða til innan ráðuneyta og stofnanna og drög að lögum fyrir kjörna stjórnmálamenn. Ef menn muna eftir bresku þáttaröð "Yes minister", þá má sjá hvernig embættismaður, ráðuneytisstjóri, stjórnar í raun ráðuneytinu en ráðherrann kemur og fer. Það er ekkert lýðræðislegt við það. Minni á að Forn-Grikkir létu kjósa í öll embætti og menn gegndu því tímabundið.
Með því að bjóða 2 milljónir ríkisstarfsmanna í Bandaríkjunum upp á geta sagt upp störfum á biðlaunum, er verið að skera niður í bálkninu og ekki veitir af. Samkvæmt skoðanakönnun mæta aðeins 6% ríkisstarfsmanna á vinnustað en hinir kjósa að "vinna" heiman frá. Heilu stofnanir eru hálf tómar, aðeins öryggisverðir mæta daglega í vinnu. Talið er að 10% þiggi boðið. En hinir sem eftir eru, eru ekki öruggir. Mörgum verður sagt upp eða stöður þeirra leggjast niður, því það á að leggja niður heilu ríkisstofnanirnar. Það er furðulegt hversu margt ríkisstarfsfólk eru (líka á Íslandi) þegar haft er í huga að pappírsvinna er nánast orðin að engu. Allar umsóknir eru rafrænar og jafnvel afgreiðslur þeirra eru það einnig.
Annar angi á að draga niður í ríkisútgjöldum er DOGE (e. The Department of Government Efficiency (DOGE)) sem má þýða sem "hagræðingadeild ríkisins".
Upphaflega yfirlýstur tilgangur DOGE var að draga úr sóun á eyðslu og útrýma óþarfa reglugerðum. Hins vegar, samkvæmt framkvæmdaskipuninni sem setti það á fót, er formlegur tilgangur þess að "nútímavæða alríkistækni og hugbúnað til að hámarka skilvirkni og framleiðni stjórnvalda".
Undir forystu kaupsýslumannsins Elon Musk var deildin tilkynnt af Donald Trump, þáverandi forseta, í nóvember 2024 fyrir annað kjörtímabil sitt. Upphaflega átti Vivek Ramaswamy að leiða með Musk, en hann hætti áður en verkefnið hófst. Stofnunin var stofnuð með framkvæmdaskipun 20. janúar 2025 og á að ljúka störfum 4. júlí 2026. DOGE er með skrifstofu í Eisenhower Executive Office Building og mun hafa um 20 starfsmenn þar með teymi sem eru innbyggð í alríkisstofnanir.
DOGE stefnir að því að draga úr alríkisútgjöldum um allt að 2 billjónir Bandaríkjadala á næsta áratug. Fyrirhugaðar aðferðir fela í sér að útrýma óþarfa stofnunum, fækka alríkisvinnuafli og draga úr sóun á útgjöldum. Til dæmis hefur Musk lagt til að leggja niður fjármálaverndarskrifstofu neytenda og er að íhuga sameiningu eða brotthvarf annarra alríkisstofnana.
Á fjárhagsárinu 2024 voru heildarútgjöld bandarískra alríkisfjárlaga um 6.752 billjónir Bandaríkjadala, sem leiddi til halla upp á um 1.833 billjónir Bandaríkjadala.
Þó að fyrirhuguð 2 trilljón dala lækkun DOGE sé metnaðarfull, myndi það krefjast verulegra breytinga á alríkisáætlunum og stofnunum. Gagnrýnendur halda því fram að svo djúpur niðurskurður gæti haft áhrif á nauðsynlega þjónustu og gæti staðið frammi fyrir verulegum pólitískum og lagalegum áskorunum sem þegar eru byrjaðar er þetta er skrifað.
Bandaríkin eru ekki fyrst með þetta, Argentína reið á vaðið og hefur náð umtalsverðum árangri á einu ári. Öll vestræn ríki eru að fylgjast með þessari tilraun og búast má við að fleiri ríki fari sömu leið. Valkyrjustjórnin reyndi nú í mánuðinu með kjánalegum hætti að stæla þetta með því að biðja almenning um að koma með sparnaðar tillögur. Sem auðvitað verður ekki farið eftir. Það þarf algjöra uppstokkun á stofnannakerfi Íslands, ekki bara að spara aura og krónur hér og þar. Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun voru stöðugildi á vegum ríkisins 27.694 þann 31. desember 2022. Hvað er allt þetta fólk að gera? Þess má geta að lokum að Reykjavíkurborg er með 11 þúsund borgarstarfsmenn í 140 þúsund manna borg. Er það ekki dálítið yfirdrifið? Sækja má fyrirmyndir til íslenskra banka hvernig þeim hefur tekist að fækka bankastarfmönnum og útibúum (kannski einum of).
Utanríkismál/alþjóðamál | 30.1.2025 | 08:55 (breytt kl. 16:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er það ljóst og Trump getur þá einbeitt sér að því að komast í staðinn yfir námur Grænlands og byggt herstöðvar. Þótt Trump sé voldugur verða menn að muna að Bandaríkjaforseti getur bara háð stríð í einn mánuð, ef ské kynni að óvænt stríð brjótist út en eftir einn mánuð verður hann að fá blessun Bandaríkjaþings sem er næsta ólíklegt, þótt flokkur hans sé undir hæl hans.
Svo er það að lýðræðisríki ráðast sjaldan á önnur lýðræðisríki. Oftast er um að ræða átök á milli einræðisríkja og lýðræðisríkja. En það eru þó dæmi um slíkt. Hins vegar þarf Trump að fara gegn bæði NATÓ og ESB ef hann ætlar að taka Grænland með valdi og gegn vilja fólksins og Danmörk og það væri að brenna allar brýr að baki sér. Bandaríkjamenn eiga bara fáa raunverulega "vini" í heiminum og það eru enskumælandi ríkin og Evrópuríkin ásamt fáeinum ríkjum í Asíu.
Trump 2.0 er annar maður en Trump 1.0. Hann veit að hann hefur bara fjögur ár, þarf ekki að berjast fyrir endurkjöri og það að hann missti næstum lífið síðastliðið sumar, hefur breytt manninum. Hann er reynslunni ríkari eftir fyrra kjörtímabil og honum er slétt sama um álit annarra m.a. vegna þess að hann hefur fengið tvær embættisafglapa ákærur, þrjár til fjórar málsóknir, tvær morðtilræði (eru fleiri sem voru undirbúin)og þetta allt hefur gert hann hættulegan því hann sigraðist á allar raunir. Hann lítur á sig sem ósigrandi og allar árásirnar hingað til, hafa bara hert hann. Andstæðingum hans hefur tekist að gera hann hættulegri en áður. Trump mun því tuddast áfram næstu fjögur árin og gera Bandaríkin að því heimsveldi sem það er í raun.
P.S. Eina fólkið sem sækist eftir að verða Bandaríkjamenn er þriðja heims fólk. Evrópubúar (Grænlendingar meðtaldir) eru vanir lífgæðum sem fæstir Bandaríkjamenn njóta. Svo sem góðan (elli)lífeyrir, lengra orlof, "ókeypis" heilsugæslu og velferðakerfi. Skil Grænlendinga vel, þótt Danir séu ekki sérstakir húsbændur.
Utanríkismál/alþjóðamál | 29.1.2025 | 08:48 (breytt kl. 18:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020