Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Hugsana lögregla Keir Starmers - frjáls umræða er hættuleg

Málfrelsi er grundvallaratriði - já, jafnvel þegar það er móðgandi

Tjáningarfrelsi er undirstaða hvers opins samfélags. Það verndar ekki aðeins viðunandi eða "öruggar" skoðanir, heldur einnig óvinsælar, móðgandi eða óþægilegar skoðanir. Það felur í sér gagnrýni á stjórnvöld, trúarbrögð, innflytjendastefnu o.s.frv. Ef við getum ekki talað frjálslega - jafnvel sagt eitthvað heimskulega, dónalega eða umdeilda hluti - þá höfum við ekki tjáningarfrelsi.

Í Bretlandi er ákveðin tjáning þegar refsiverð ef hún er talin "gróflega móðgandi", "ógnandi", "hvöt til ofbeldis eða haturs" eða "áreitni". Þessi lína er ekki ný - hún er hluti af samskiptalögunum frá 2003, lögum um "illgjörn samskipti" frá 1988 og nýlega lögum um öryggi á netinu. En hver er virkilega fær um að dæma orð annarra? Túlka þau? Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum var sagt.

Nú er það skoðanaeftirlit lögreglu, jafnvel fyrir glæpi (eins og með hatursorðatilvik sem ekki eru glæpir), þar sem margir sjá að ríkið nær að taka of mikið  til sín. Af hverju er kráareigandinn er þrýstur til að láta uppi slúður til yfirvalda eins og lagt er til að verði sett í lög? "Ef ég þarf að horfa á hvert einasta orð sem ég segi á krá, á netinu eða við vin ... er ég þá virkilega frjáls?"

Vísindi, saga, heimspeki og lög gætu verið endurskrifuð í rauntíma með hjálp gervigreindar til að passa við það sem stjórnin telur ásættanlegt.

Það er það sem gerist þegar stjórnvöld eða tæknifyrirtæki krefjast réttarins til að ákveða hvað er "hættulegt tal" án skýrleika eða ábyrgðar. Það elur af sér ótta, sjálfsritskoðun og að lokum innantómt lýðræði.

Það er raunveruleg áhætta. Rétt eins og bækur geta verið bannaðar og bókasöfn brennd.  Og við verðum að vera varkár ekki bara með það sem við segjum - heldur líka með því hver fær að þagga niður í hverjum.

Keir Starmer var eins og kjáni á blaðamannafundi þeirra Donalds Trumps um daginn. Þar kom fram sterk gagnrýni á málfrelsishöft breskra stjórnvalda (er það ekki merkilegt að það eru alltaf vinstri menn sem vilja banna frjálsa umræðu. Það voru Vinstri grænir sem vildu haturorðalögreglu og -lög, við hvað eru vinstri menn hræddir? Sannleikann?). 

 


Krauman í Bretlandi bullar yfir barma

Það virðist allt vera í lagi á yfirborðinu í Bretlandi í sumar og þó.   Við höfum öll heyrt af óeirðum í borgum Bretlands í fyrra, þegar frumbyggjar landsins fengu loksins nóg og fóru út á götur og mótmæltu.  Fjölmiðlar voru fljótir að stimpla þetta fólk sem öfga hægra fólk en þegar nánar var að gáð var þetta bara venjulegt fólk og það sem meira er, allt fólk komið yfir miðjan aldur, ráðsett fólk. Það hefði mátt kalla það gráa herinn fyrir vikið.

En núna eru mótmæli í Bretlandi sem engar sögur fara af í íslenskum fjölmiðlum. Nú eru íbúar smábæja, sem búið er að fylla af hælisleitendum á hótelum, að mótmæla. Ætla mætti að hér séu á ferðinni ungir hægri sinnaðir nasistar, nei, þetta eru konur á miðjum aldri, góðborgarar, löghlýðið og harðduglegt fólk (konur) sem er að mótmæla. Og hvað er það (konurnar) að mótmæla? Jú áreitið sem dætur þeirra verða fyrir af hálfu hælisleitenda og nauðganir. Förum kerfisbundið yfir hvað er að gerast.

Byrjum á Epping í Essex og Bell Hotel. Mótmæli sem voru þegar fyrir gangi tóku dýpri stefnu eftir að hælisleitandi var ákærður fyrir kynferðisafbrot á barnungri stúlku. Yfir 100 mótmælendur söfnuðust saman, báru út flögg, kveiktu flúrljós og köstuðu til lögreglu. Átta lögreglumenn særðust og sex handtökur voru framkvæmdar vegna gruns um ofbeldisverk og eignaspjöll. Epping hefur verið miðpunkturinn í "sumri mótmæla" og nýliðaður vettvangur almennrar reiði yfir húsnæðismálum hælisleitenda. Andmótmælendur (NO Border sinnum Bretlands) voru keyðir inn í bæinn í lögreglufylgd til að mótmæla "kynþáttahatri" kvennanna og fengu rútuferð í boði lögreglunnar úr bænum eftir "vel heppnaða" herferð gegn miðaldra konum í bænum.

Förum yfir í Diss í Norfolk og á Park Hotel. Þann 21. júlí mótmæltu um 60 manns því að karlkyns einhleypir hælisleitendur væru látnir vera með fjölskyldum á Park Hotel. Meðal mótmælendanna voru stuðningsmenn Tommy Robinson og Students Against Tyranny, og mótmælendur gengu undir slagorðum eins og "We want our country back". Við viljum landið okkar til baka.

Það sem er óvenjulegt við þessi mótmæli er staðsetningin, í smábæjum Englands. En svo er ekki fyrir að fara með London í Canary Wharf og Britannia International Hotel. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan fimm stjörnu Britannia Hotel við Canary Wharf, sem ríkið hafði ákveðið að nota sem bráðabirgða húsnæði fyrir hælisleitendur. Mikil lögreglu viðvera var þarna, bæði til að aðgreina andstæðar fylkingar og koma í veg fyrir óeirðir. Já þið lásuð rétt, fimm stjörnu hótel sem hælisleitendurnir búa í.

Og enn komum við að hóteli, Brook Hotel í NorwichMótmælin í Norwich hófust friðsamlega, en breyttust fljótt í átök þegar mótmælenda hópur virtist vera hvattur áfram. Hlutum var hent á lögreglu, og aðgerðir lögreglu til að aðskilja fylkingar og koma í veg fyrir uppþot.

Og það eru aðrir staðir kraumandi. Mótmæli hafa einnig átt sér stað í Altrincham, Portsmouth, Bournemouth, og Leeds; flest tengd hótelum sem rúma hælisleitendur og vaxandi andúð almennings og grasrótarfólks á stefnu ríkisstjórnarinnar en mikill húsnæðisskortur er í Bretlandi þessi misseri.

Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessum átökum og vandlætinu venjulegra borgara? Átök kviknuðu oft þegar hælisleitendur voru ákærðir fyrir alvarleg brot, t.d. kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum (Epping), þar sameinuðust grunur og ótti með andstöðu gegn húsnæðismálum tengdum hælisleitendum. Auðvitað stökkva hægri sinnaðir aðgerðarsinnar á vagninn og taka þátt og hafa verið sakaðir um að "taka yfir" mótmælin og kveikja á uppþotum en því verður ekki mótmælt að það er bara venjulegt fólk sem fer af stað með mótmælin vegna raunverulegan ótta sem er óttinn við glæpi, nauðganir og áreiti við ungar stúlkur en líka vegna "forréttinda hælisleitenda" sem fá allt upp í hendurnar, húsnæði, lífeyrir, ókeypis læknisþjónustu og alls konar þjónustu sem innfæddir verða sjálfir að vinna hörðum höndum fyrir og fá ekki. 

Bresk stjórnvöld óttast mjög að yfir sjóði í sumar og víðtækar óeirðir breiðist yfir landið og það verði ekki bara hvíta fólkið sem mótmælir, heldur taki innflytjendur - nýbúar - þátt og gegn mótmælum hinna fyrrnefndu líkt og í fyrra.


John Bolton um varnir Íslands

Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, ráðleggur Íslendingum að fara varlega að Trump. Beini hann sjónum sínum að Íslandi muni hann komast að því að hér sé enginn her. Íslensk stjórnvöld þurfi að undirbúa sig fyrir athygli forsetans.

Bloggritari hefur fylgst með John Bolton í áraraðir.  Maðurinn er svo kallaður stríð haukur, alltaf tilbúinn í að fara í næsta stríð en þegar Trump var og er ekki tilbúinn að leysa átök með stríði, snérist Bolton gegn honum og maðurinn var rekinn með skömm. Hann er greinilega kominn langt niður þegar hann lætur aktívistan Bjartmar Odd Þeyr Alexandersson, svo kallaðan rannsóknarblaðamann hjá Heimildinni, sem var í prófkjöri fyrir stjórnleysingjanna í Pítötum taka viðtal við sig. Eða kannski áttaði hann sig ekki á að þeir eru á sitthvorum enda stjórnmálanna?

Sem dæmi um vitleysuna sem vellur upp úr Bolton er eftirfarandi fullyrðing: "Bolton lýsir ákvörðunum Trumps sem handahófskenndum og segir forsetann ekki fylgja neinni heimspeki né setja sér stefnu í þjóðaröryggismálum."  Þetta er bara rangt. Trump vill koma á friði í heiminum, ekki vegna þess að hann er friðardúfa, heldur vegna þess stríð eru slæm fyrir viðskipti.  Trump er og verður alltaf kaupsýslumaður.  Fyrirtækið hans er núna Bandaríkin.  Sem forstjóri (forseti) þolir hann ekki taprekstur. Stríð leiðir alltaf til taps. Hann vill því koma á friði.

En Bolton hefur rétt fyrir sér með Grænland. Trump mun aldrei taka landið með hervaldi en hann mun sölsa undir sig námurekstur landsins eins og hann er að gera í Úkraínu. Og það er rétt hjá Bolton að augu Trump munu beinast að Íslandi, fyrr eða síðar, líklega síðar, því hann verður upptekinn fram á næsta ár. En þegar blaða bunkinn er horfinn af skrifborði sporöskju herbergisins, og honum fer að leiðast, fer hann að skoða heimskortið og sér þá Ísland. 

Bolton leggur til að Íslendingar efli Landhelgisgæsluna og veri viðbúnir þegar Trump snýr sér að Íslandi. Bloggritari er ekki svo viss um að það verði gleðileg samskipti, því líklegt er að hann krefjist að bandarískur her hafi hér varanlega hersetu. Viljum við það? Nei, bloggritari telur að það sé óráð! Bandaríkjamenn munu draga okkur inn í sín átök, ekki endilega þau sem koma okkur við.  Það er því nauðsynlegt að halda varanlegu setuliði frá landinu. Ef við getum sýnt fram á að við getum varið landið að minnsta kosti á friðartímum, fáum við ef til vill að vera í friði.

Er Þorgerður Katrín fær um að eiga við Trump í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu með heimspressuna yfir sér? Veit hann ekki (með öflugustu leyniþjónustu í heimi og virku sendiráði á Íslandi) af afstöðu hennar gagnvart Bandaríkjunum? Hún er nefnilega ekki vinsamleg.

Trump mun krefjast "fair share" af Íslendingum þegar hann sér að þeir eyða aðeins 0,15% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Þetta veit utanríkisráðherra og er að undirbúa sig með því að skipa ráðherraskipaða öryggis- og varnarmálanefnd.

Svo er það hinn vandinn. Skessustjórnin er harðákveðin í að fylgja Evrópusambandinu fram í rauðan dauðann (í bókstaflegri merkingu) hvað varðar Úkraínu og inngöngu í ESB og þar með möguleikan á að Evrópuher verði stofnaður. Bloggritari telur að þá fyrst munu Íslendingar koma sér upp íslenskum her (að kröfu ESB sem við fylgjum í blindni í gegnum EES samninginn).

Ef Evrópuher verður stofnaður, það er næsta óhjákvæmilegt, þá verður Ísland að slíta á naflastrenginn við Bandaríkin. Og Evrópuherinn verður mun veikari en sá bandaríski, og því verður gerð skýr krafa um að Íslendingar axli ábyrgð á eigin varnir.

Varar Íslendinga við að vekja athygli Trumps


Forseti Suður-Afríku tekinn í bakaríið í Hvíta húsinu!

Hér er frétt sem áhorfendur RÚV og Stöðvar 2 sjá ekki en í boði bloggritara. Hér er forseti Suður-Afríku að afneita þjóðarmorði á Búum í landinu í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Þá dró Trump fram myndband sem sýnir þetta svart á hvítu og gott ef forseti S-A hafi ekki misst andlitið. Hann reyndi ámátlega að mótmæla en myndirnar segja sína sögu.Í myndbandinu er hvatt til að Búar (hvítir afkomendur Hollendinga í landinu og búið þarna í 400 ár) og bændur (hvítir) séu drepnir. Bandaríkin tóku við fyrstu opinberu flóttamönnum frá Suður-Afríku um daginn en óopinber landflótti hvítra til aðallega enskumælenda ríkja hefur átt sér stað síðan svartir tóku við völdum undir lok 20.aldar.

Aðspurður sagðist Trump ekki viss um að hann mæti á ráðstefnu G-20 ríkja sem halda á í Suður-Afríku. Þvílík niðurlæging en réttlát því að hvítur íbúar regnboga landsins verða einir fyrir kerfisbundnum ofsóknum. Það getur verið hættulegt að fara í heimsókn til Hvíta hússins! Þorir Þorgerður Katrín að standa við efnahagsþvinganir á hendur Ísraels og mæta Trump í Hvíta húsinu?


 


Bandaríkin eru að vinna tollastríðið við Kína

Áætlað er að heildarvöruviðskipti Bandaríkjanna við Kína hafi numið 582,4 milljörðum dala árið 2024. Vöruútflutningur Bandaríkjanna til Kína árið 2024 nam 143,5 milljörðum dala, sem er 2,9 prósent lækkun (4,2 milljörðum dala) frá árinu 2023. Þetta er gríðarlegur viðskiptahalli milli ríkjanna Kína í hag. 

Office of the United States Trade Representive

Það er því ljóst að það hallar á Bandaríkin í viðskiptum við Kína og Kínverjar eru meira háðir viðskiptum við Bandaríkin en öfugt. Kína þjáist því meira vegna tollastríðsins.

Bandaríkin og Kína tilkynntu 90 daga hlé á flestum nýlegum tollum sínum á hvort annað, sem ýtir undir vonir á Wall Street um að viðskiptastríð tveggja stærstu hagkerfa heims muni kólna.

Sameinaðir tollar Bandaríkjanna á kínverskum innflutningi verða lækkaðir í 30% úr 145%, en gjöld Kína á bandarískan innflutning munu lækka í 10% úr 125%, að sögn ríkjanna snemma á mánudagsmorgni. Þetta eru umtalsverðir tollar eftir sem áður.

Embættismenn hittust í Genf um helgina í fyrstu viðræðum sínum augliti til auglitis síðan Donald Trump forseti setti á óvænta tolla 2. apríl, þegar hann lagði 84% tolla á kínverska innflutninga, leiðrétti þá í 125% skömmu síðar og hækkaði þá enn frekar í 145% daginn eftir.

Nýi 30% tollurinn er samanlagður af 20% tollinum sem Trump lagði á snemma á öðru kjörtímabili sínu vegna meintra vanrækslu Kínverja við að draga úr flæði fentanýls og 10% alhliða tollinum sem hann hefur lagt á nánast allan erlendan innflutning.

Kínverjar voru háværir og sögðust ekki ætla að láta kúga sig en verkin tala. Þeir urðu að koma að samningsborðinu.

Það sem er verra í stöðunni fyrir Kína er að bandarísku stórfyrirtækin, Apple þar fremst, eru að flytja frá Kína og til annarra ríkja, svo sem Indlands eða Bandaríkjanna. Sama hver útkoman er úr þessu tollastríði, fyrirtækjaflóttinn er raunverulegur, ekki bara bandarískra heldur annarra ríkja einnig. Þau eru ekkert að koma til baka. Þessi þróun var hafin áður en Trump komst til valda. Kínverski neytenda markaðurinn er nefnilega ekki svo dýrmætur og ætla mætti, því að ráðstöfunartekjur almennings eru litlar og einkaneyðsla sú minnsta í þróuðu hagkerfi vegna sparnaðar almennings.

Efnahagsstefna Xi, sem er ríkisstýrður "kapitalismi" er að bíða skipbrot. Aðlögunarhæfnin er minni en í almennu kapitalísku hagkerfi vegna miðstýringar. Efnahagssamdrátturinn í Kína var löngu hafinn áður en Trump komst til valda. Of fjárfesting í byggingaiðnaðinum (almenningur má ekki fjárfesta í hverju sem er) og atvinnuleysi meðal ungs fólks er að valda vandræðum. Skuldasöfnun ríkisins er mikil. Yfirgangur á Kínahafi pirrar nágranna Kínverja og einangrar þá efnahags- og stjórnmálalega. Með lækkun fyrirtækjaskatta og A.I. byltingunnar er dyrnar opnar í Bandaríkjunum fyrir þau fyrirtæki sem vilja fara "heim". 

Skilnaðurinn tveggja stærstu efnahagskerfa er í fullum gangi en uppgjör skiptabúsins tekur sinn tíma.


Trump er að landa allan heiminn í tolla- og friðarsamningum

Trump er að slá öll met í aðgerðum forsetaembættisins fyrst 100 daganna í embætti. Hann er annar forsetinn til að taka tvö kjörtímabil með fjögur ár á milli sem gaf honum gríðarlegan tíma og tækifæri til að endurskipuleggja sig og hvernig síðara tímabilið á að vera.

Fyrsta sem hann gerði, var að velja rétta fólkið í kringum sig. Margir utangarðsmenn voru valdir í ríkisstjórnina en tryggt fólk. Sama var ekki að segja um fyrra tímabilið þar sem margir stungu hann í bakið. Nú þekkir hann Washington, hvernig kaupin gerast á eyrinni o.s.frv.

Með samstillta ríkisstjórn og meirihlutann í báðum deildum Bandaríkjaþings eru honum allir vegir færir í eitt ár sem er stuttur gluggi. Það er því gengið hratt til verka, forsetatilskipanir fljúga út um gluggann í skæruhrífu og viðskiptaskrúfann skrúfuð á alla putta efnahagskerfis alþjóðasamfélagsins. 

Þetta er nú að bera árangur. Kínverjar hafa gengið til samningsborðs og sömdu um 90 daga vopnahlé í viðskiptastríðinu á meðan samningum er náð.

Önnur tímamót er að Pútín og Zelenskí eru að fara að hittast í vikunni í fyrsta sinn sem stríðið byrjar. Það ætti því að styttast í stríðslok. Hvort Trump eigi allan heiðurinn er spurning en ef það væri ekki fyrir stjórn hans, væri stríðið að stigmagnast og enginn friður í sjónmáli næstu misseri.

Houtínar í Jemen hafa lúffað fyrir loftárásum bandaríska flotans og er aðeins friðvænlegra á siglingaleiðum meðfram landið.

Svo er það spurning hvort að Íranir þrjóskist við og neita að láta af kjarnorkuvopna áætlun sinni? Ef ekki, þá vita þeir hvað bíður þeirra. Sameiginleg árás Ísraela og Bandaríkjamanna.

Nú þegar karlinn getur litið upp úr vinnunni, þá getur hann kvartað. "Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotunni - "heimsklassa aumingjar" segir í frétt/slúður DV vegna gagnrýnenda.

Forsagan er sú að Trump rifti samningi við Boing vegna kaupa á nýjum forsetaflugvélum og sagði að þær væru of dýrar.

"Það að varnarmálaráðuneytið sé að fá 747 flugvél AÐ ÓKEYPIS GJÖF til að koma í stað 40 ára forsetaþotunnar, og það tímabundið og fyrir opnum tjöldum, fer svo í taugarnar á spilltu demókrötunum að þeir krefjast þess að við borgum TOPPVERÐ fyrir vélina," skrifaði forsetinn á Truth Social og bætti við að demókratar væru heimsklassa aumingjar.

Það er álitamál með hvort þiggja megi þessa gjöf (forseti Íslands fær reglulega gjafir) en hægt er að taka undir að demókratar séu a.m.k. heimsklassa taparar. 

En eitt er víst, Trump er að keyra efnahagskerfi Bandaríkjanna í fluggír og friðvænlegra er umhorfs þegar þetta er skrifað. Ætli karlinn fái núna Nóbelinn? Ekki fékk hann verðlaunin fyrir Abraham friðargjörðina (sem á að halda áfram með á árinu).

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“


Er Kanada að liðast í sundur?

Þegar Trump kom með þá að því virðist fjarstæðukenndu hugmynd að innlima Kanada inn í Bandaríkin sem 51 ríkið, hlóu margir eða hristu höfuðið í vantrú. En hugmyndin er ekki eins fjarstæðukennd og ætla mætti.

Byrjum á staðreyndum til að fá mynd af landinu. Kanada er sambandsríki, sem tíu fylki og þrjú sjálfstjórnarsvæði mynda. Ottawa er höfuðborg Kanada, en stærstu þéttbýli landsins eru í kringum Toronto, Montreal og Vancouver. Íbúar eru um 40 milljónir. Með öðrum orðum er Kanada svipað uppbyggt og Bandaríkin. Eins og allir vita eru ríkin 50 í Bandaríkjunum og hvert með eigin ríkisstjóra, þing og löggjöf og dómstóla upp í hæstaréttarstig. Yfir öllum ríkjunum er alríkisstjórn með æðstu lög og hæstarétt og alríkisstjórn.

Það er því næsta auðvelt að innlima enn eitt ríkið/fylkið úr Kanada eins og Trump lagði til. En íbúarnir verða að vilja innlimum, því ekki verður Kanada eða einstaka fylki þess tekið með hervaldi.  Það vill svo til að Kanadamenn eru ekki á einu máli að vilja vera í ríkinu Kanada.

Flestir þekkja sjálfstæðisbaráttu Quebec en íbúar þar eru flestir frönskumælandi en færri þekkja til sjálfstæðisbaráttu Alberta fylkis. Byrjum á Alberta, byggt á Wikipedia.

Aðskilnaðarstefna Alberta samanstendur af röð hreyfinga frá 20. og 21. öld (bæði sögulegra og nútíma) sem berjast fyrir aðskilnaði Alberta-héraðs frá Kanada, annað hvort með stofnun sjálfstæðs ríkis, nýrrar sambandsríkis við önnur héruð í Vestur-Kanada eða með því að sameinast Bandaríkjunum sem yfirráðasvæði eða fylki.

Helstu vandamálin sem knýja áfram aðskilnaðarstefnu hafa verið valdamisræmið gagnvart Ottawa og öðrum vesturhéruðum, söguleg og núverandi ágreiningur við alríkisstjórnina sem nær meira en öld aftur í tímann, allt frá óuppfylltu Buffalo-héraði, sérstaða Alberta gagnvart einstakri menningarlegri og stjórnmálalegri sjálfsmynd, og fjárhagsstefna Kanada, sérstaklega hvað varðar orkuiðnaðinn. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fjármagnið streymir úr þessu litla fylki með 5 milljónum íbúa í velferðahítið sem vinstri menn hafa skapað í Ottawa en lítið kemur inn. Sum sé, peningar skipta hér öllu máli. Auðvelt er að sameina fylkið við Bandaríkin, enda liggja landamærin saman við fylkið.

Hins vegar hafa Quebec búar gengið lengst og haldið atkvæðagreiðslu um aðskilnað. Í síðustu kosningum munaði bara prósentustigi á milli og fylkið rétt hélst innan fylkjasamband Kanada.

Skoðum sjálfstæðisbaráttu sögu Quebec. Fullveldishreyfing Quebec er stjórnmálahreyfing sem hefur það að markmiði að ná sjálfstæði Quebec frá Kanada. Fullveldissinnar leggja til að íbúar Quebec nýti sér sjálfsákvörðunarrétt sinn – meginreglu sem felur í sér möguleikann á að velja á milli sameiningar við þriðja ríki, stjórnmálalegrar tengingar við annað ríki eða sjálfstæðis – þannig að íbúar Quebec, sameiginlega og með lýðræðislegum hætti, gefi sér fullvalda ríki með eigin sjálfstæðri stjórnarskrá.

Fullveldissinnar Quebec telja að slíkt fullvalda ríki, Quebec-þjóðin, væri betur í stakk búið til að efla eigin efnahagslega, félagslega, vistfræðilega og menningarlega þróun. Fullveldishreyfing Quebec byggir á þjóðernishyggju Quebec. En hér er aðalpúðrið og hefur valdið því að íbúar ákveðins svæðis ákveða að sameinast í eina þjóð: Tungumál og menning.

Í Quebec er franska móðurmál um 7,3 milljóna manna. Þetta þýðir að næstum 80 prósent íbúanna eru kanadískir frönskumælandi! (Önnur 8 prósent eru enskumælandi og hin 12 prósentin eru "allofónar" sem tala önnur tungumál en frönsku eða ensku.)

Quebec búar eru því nærri að segja skilið við Kanada en Alberta búar. Þess vegna er Trump að sá sundrungu meðal Kanadamanna og fá eitthvert fylkjanna til að segja skilið við Kanada. Hingað til hefur árangurinn verið að Íhaldsflokkur Kanda beið ósigur (naumlega) fyrir Frjálslindisflokk Kanada sem Trudeau stýrði frá 2015 við sífellt minna fylgi. Hann sagði af sér og nýr formaður tók við og það dugði til sigurs. En fjögur ár er langur tími og fólk er orðið hundleitt á woke stefnu Frjálslindaflokksins þótt það hafi kosið flokkinn til að verjast ásælnis Trumps. Kanada gæti liðast í sundur á næstu 4 árum með Frjálslindaflokkinn við stjórnvöl. Eina sem sjálfstæðissinnar vantar, er öflugur leiðtogi.

 

 


Engin kreppa í Bandaríkjunum segir Larry Kudlow - heldur góðæri

Larry Kudlow á Fox Business segir fréttir af samdrátt í Bandaríkjunum vera falsfréttir. Fyrirtæki eru að fjárfesta á fullu á meðan alríkisstjórnin er að spara. Neyðsluvörur fara lækkandi og orkugjafi atvinnulífsins - jarðeldsneytið, þ.e. olíu- og gasverð hríðlækkað. Mikil fjárfesting er í atvinnutækjum og verksmiðjum á sér stað núna og á fundi Trumps með risafyrirtækjum og fulltrúum þeirra í gær þakkaði hann þeim fyrir að ætla að fjárfesta í Bandaríkjunum fyrir billónir dollara og allt að 8 billjónum sem hann segist vita af. Þess má geta að alríkis útgjöldin eru um 6,75 billjónir dollara. 

Þessar fjárfestingar taka tíma að tikka inn en eru þegar farnar að hafa áhrif á væntingar. Á sama tíma er á leiðinni umfangsmikar skattalækkanir á almenning og fyrirtæki af hendi Bandaríkjaþings og afnám reglugerða fargansins. Það má jafnvel búast við að atvinnulífið fari á yfirsnúning. 

Bandaríkin eru nú að endursemja tolla við tugir ríkja á þessari stundu og ekkert þeirra ætlar í tollastríð við þau nema Kína sem neyðist til að koma að samningsborðinu fyrr eða seinna. Þetta mun skila inn meiri tekjur fyrir ríkissjóð BNA og meiri útflutning bandarískra fyrirtækja. Spurningin er: Gullöld framundan fyrir bandarískt efnahagslíf?

P.S. Eru Íslendingar að reyna að semja við bandarísk stjórnvöld?


Bandarískir tollar á heiminn liggja nú fyrir - Er enginn í ríkisstjórninni að hringja í Hvíta húsið?

Öll ríki í heiminum lentu á tollalista Trumps (líka eyjan Kókós við Ástralíu!). Það sem stendur upp úr er að mikill meirihluti þjóða fengu á sig grunn 10% tolla, þar á meðal Ísland. Þetta er ekki eins mikil bylting og ætla mætti en þær þjóðir og þjóðarbandalag (ESB) sem hafa beitt mestu tollamúra í heiminum, fengu á sig aukaskerf af tollum. ESB, Kína og Indland hafa öll rosa tollamúra og tæknilegar viðskipta hindranir. Þessir aðilar fengu á sig mestu tollanna en Víetnam fekk einna mest, 93% tolla.

Nú eru vinstri menn að fara á hliðina og halda ekki vatni af vandlætinu af þessari ósvífu. En þá má benda á að ESB, Kína og Indland gengur bara ágætlega með sína tollamúra, lítil verðbólga og blómstrandi viðskipti. Ástæðan er einföld, þetta eru risahagkerfi sem eru sjálfum sér nóg. Bandaríkjamenn flytja bara inn 11% af heildarviðskiptunum sem er ekki mikið.  Þetta mun ekki koma við budduna hjá almenningi, því að á sama tíma mun hann fá umtalsverðar skattalækkanir. 

Búast má við að heildsalar og erlendir útflytjendur til Bandaríkjanna taki á sig skellinn að miklu leyti. Neytandinn í Bandaríkjunum hefur eftir sem áður val, að velja bandaríska vörur og það er hörð samkeppni innan Bandaríkjanna. Erlendar vörur verða áfram í boði.  Viðbrögð heimsins eru misjöfn. Sum ætla að lækka sína tolla en önnur boða tollastríð.

En þetta á allt eftir að koma í ljós.


Svörin við morðið á John F. Kennedy eru ekki að finna í birtum leyniskjölum

JFG skjölin sem birt hafa verið, sanna bara hversu yfirhylmingin var mikil. Ástæðan fyrir að þessi skjöl voru ekki birt fyrr er að þau sýna hveru mikil umsvif CIA voru um allan heim. Um 47% "diplómata" voru í raun útsendarar CIA á sjötta áratugnum.

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndböndum liggja upplýsingar um meint samsæri um morð á Kennedy alls staðar annars staðar en í opinberum skjölum. Og ef CIA, hópur innan þessarar stofnunar, hafi staðið að þessu morði, þá hafa þeir passa sig á að hafa sem fæst á pappír, hvað þá að færa morðið til bókar í skjalasafni CIA!

Saga málsins er með ólíkindum.  Heili Kennedy hvarf eftir krufningu í Washington, læknir brenndi krufningaskjöl, byssukúlur hverfa og birtast á ný, byssa Oswald reyndist vera samtíningu rifla og við endurgerð morðsins, ítrekað klikkar á að skjóta. Hann á svo að hafa náð að skjóta ítrekað skotmark á ferð á fáeinum sekúndum. 

Byssukúlan sem fór í JFK fór um forsetabílinn eins og ping pong kúla, út um allt, lífverðir hans brugðust ekki við, bílstjórinn stöðvar augnablik og keyrir af stað rólega í fyrstu, forsetalestin er látin fara í gegnum "dauðagil" torgs með óteljandi skotmörk allt í kring, gert að kröfu Johnson, lífverðum meinað að taka sinn stað í lestinn á flugvellinum og þeir banda höndum í forundrum, skurðlæknarnir sem tóku á móti Kennedy fengu ekki að gera alvöru rannsókn því CIA menn skiptu sér af aðgerðinni (sem ekki var gert er Reagan var skotinn), ítrekaðar viðvaranir að það eigi að taka Kennedy af lífi og Dallas væri gryfja hatursmanna forsetans hunsað og lengi má telja ótrúlegan söguþráð. 

En tökum helstu rökin fyrir að þetta hafi verið samsæri sem mun aldrei finnast í opinberum skjölum.

"Töfrakúlu" kenningin

Opinber skýrsla Warren-nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að ein byssukúla (kölluð „töfrakúlan“) hafi farið bæði í Kennedy forseta og John Connally ríkisstjóra Texas og valdið mörgum sárum. Þessi kúla er sögð hafa farið inn í bak Kennedys, farið út um hálsinn á honum, síðan lent í baki Connally, brotið rifbein, farið út úr brjósti hans, lent í úlnliðnum, brotið bein og loks verið í læri hans - allt á meðan kúlan var í nánast óspilltu ástandi þegar hún fannst síðar á sjúkrabörum. Mörgum finnst þessi braut ólíkleg. Og nóta bene, hver var í nefndinni? Allan W. Dulles fyrrum forstjóri CIA sem Kennedy hafði látið reka. Kennedy bræðurnir ætluðu að leysa CIA upp á þessum tíma, því þeim fannst stofnunin ógna lýðræðinu. Vilhöll nefnd sem hunsaði sönnunargögn?

Snögg handtaka og þægileg þögn Oswalds.  Lee Harvey Oswald var handtekinn aðeins 70 mínútum eftir morðið, þrátt fyrir að engin formleg rannsókn hafi enn verið gerð. Hann neitaði aðild að því og sagði við sjónvarpsmyndavélarnar: "Ég er bara blóðraböggull."  Innan við 48 tímum síðar, áður en hægt var að yfirheyra hann almennilega, var hann myrtur af Jack Ruby í beinni sjónvarpsútsendingu, sem kom í veg fyrir réttarhöld. Ruby var mafíumaður og tengdur þeim hluta mafíunnar sem vann náið með CIA við laumumorð. Mafían sjálf var bálreið út í Kennedy bræðurnar fyrir að svíka loforð um að þeir létu hana í friði. Mafían tryggði nauman sigur Kennedys með kosningasvindli.

Aðgerðir Jack Ruby

Jack Ruby, næturklúbbaeigandi með þekkt mafíutengsl, fullyrti að hann hefði myrt Oswald af sorg yfir Jackie Kennedy! Geta hans til að ganga inn á þungavörðu lögreglustöðina, bera hlaðna byssu, og skjóta Oswald á lausu færi vekur spurningar um hvort hann hafi verið að þagga niður í honum.

Misvísandi sönnunargögn Zapruder filmubútsins

Hin fræga Zapruder-mynd sýnir höfuð Kennedys kastast aftur og til vinstri eftir högg, sem margir telja benda til skots að framan, sem stangast á við opinbera niðurstöðu um að Oswald hafi skotið frá Texas School Book Depository fyrir aftan Kennedy.  Myndinni var einnig haldið frá almenningi í mörg ár, sem ýtti undir vangaveltur.

Vitnin á grashæðinni

Tugir vitna greindu frá því að hafa heyrt skot frá Grassy Knoll svæðinu, stað fyrir framan eðalvagn Kennedys.  Margir töldu sig hafa séð reyk eða skotmann, en þessum vitnisburði var að mestu vísað frá.

Dularfull dauðsföll vitna

Fjöldi fólks sem tengist málinu lést við óvenjulegar aðstæður á árunum eftir morðið.  Sumir vísindamenn halda því fram að þessi dauðsföll myndu grunsamlegt mynstur.

CIA, FBI, og mafíutengsl

Afléttuð skjöl benda til þess að CIA hafi haft áhuga á Oswald fyrir morðið, en fullyrti síðar að hann væri einn byssumaður án tengsla. Oswald hafði undarleg tengsl við hópa sem eru stuðningsmenn og andstæðingar Castro, sem vakti grunsemdir um aðkomu leyniþjónustunnar.  Mafíutengsl Jack Ruby vekja einnig spurningar um þátttöku skipulagðrar glæpastarfsemi.

Misvísandi krufningarskýrslur

Krufning Kennedys fór fram á Bethesda Naval Hospital, frekar en í Dallas þar sem hann var skotinn. Í krufningarskýrslunni eru frávik, þar á meðal vantar heilavef og breyttar lýsingar á sárum.

Álitshnekkur leyniþjónustunnar

Leyniþjónustan braut siðareglur með því að leyfa Dallas bílalestina að fara í gegnum krappar beygjur og minnkaðan hraða. Sumir leyniþjónustumenn virtust vera dregnir í burtu frá eðalvagninum rétt fyrir skotárásina.

Ályktun valnefndar þingsins (The House Select Committee) um morðið (1979)

Árið 1979 sneri valnefnd þingsins við niðurstöðum Warren-nefndarinnar og komst að þeirri niðurstöðu að Kennedy hafi líklega verið drepinn sem hluti af samsæri, þó að hún gæti ekki skorið úr um alla ábyrga aðila. Þrátt fyrir þetta var engin ný rannsókn hafin.

Er nokkur furða að í október 2023 bendir könnun Gallup til þess að 65% Bandaríkjamanna telji að morðið á John F. Kennedy forseta hafi falið í sér samsæri, sem bendir til þess að Lee Harvey Oswald hafi ekki verið einn að verki.

Ef þetta var ekki samsæri, þá hefur bloggritari ekki séð annað eins vanhæf leyniþjónustu- og lögregluyfirvöld og sjá má af aðgerðum CIA og FBI. Sem er nokkuð ótrúlegt miðað við hversu hæf þau eru að velta stjórnum úr sessi um allan heim.

Svo er það morðtilræðið við Trump...sem er önnur ótrúleg saga og er efni í aðra grein.

Leyndarmál JFK

Leyndarmál JFK 2


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband