Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Í nýrri bók Jens Stoltenberg segir hann frá því að Bandaríkjaforseti hafi velt því fyrir sér hvort hægt sé að sparka Noregi úr NATO því honum fannst ríkið ekki greiða nóg til bandalagsins. Forsetinn var sama sinnis um Ísland.
Trump - Hvað eigum við eiginlega að gera við Island?
Ísland er þar með komið á radar Trumps. En þurfa Íslendingar eitthvað að óttast? Orð hans voru reyndar sögð árið 2018...og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ísland hefur heitið því að hækka fjárlög sín upp í 1,5% af VLF, sem ætti að róa hann og eftir stendur sem áður að Monroe kenning ætti fræðilega að ná líka til Íslands. Jú, landið er rétt eins og Grænland algjör nauðsyn fyrir varnir Bandaríkjanna og í jaðri Norður-Ameríku. Frábært segja sumir, Kaninn mun þá verja landið! Ekki er það kannski jákvætt ef hort er á neikvæða hliðina. Ísland verður þar með skotmark í þriðju heimsstyrjöldinni og landið jafnvel hersetið á ný, án þess að nokkur verður spurður í þetta sinn.
Hættan er þessi: Maurinn getur orðið undir þegar risinn fellur. Afskipti Trumps af Grænland hefur leitt til þess að Grænlendingar geta ekki beðið um sjálfstæði þrátt fyrir slæma framkomu Dani við Grænlendinga í gegnum tíðina. Hjónaband Danmerkur og Grænlands verður áfram um ófyrirséða framtíð og súrt.
Í versta falli getur Ísland orðið hersetið og Kaninn fari aldrei aftur héðan. Dæmt að það sé óverjandi að hér sé ekki viðvarandi her. Sagan getur því endurtekið sig eins og með Haívaí, sem var innlimað í óþökk íbúanna og svo á við ótal smáeyjar sem þeir hafa sölsað undir sig.
Hér er langur listi "frelsaðra" eyja undir stjórn Bandaríkjanna: Havaí fylki Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Aleut-eyjar, Kodiak, o.fl. hluti af Alaska. Fjölmargar smærri eyjar sem eru hluti af fylkjum á meginlandinu (t.d. í Maine, Massachusetts, Kaliforníu, o.s.frv.). Puerto Rico (Karíbahaf) sjálfstjórnarsvæði með bandarískt ríkisfang. Bandarísku Jómfrúaeyjar (Karíbahaf). Guam (Kyrrahaf, nálægt Filippseyjum). Bandaríska Samóa (Kyrrahaf, í grennd við Samóa). Norður-Maríanaeyjar (Kyrrahaf).
Svo eru það mestu óbyggðar eyjar sem Bandaríkin hafa yfirráð yfir, flestar í Kyrrahafi, ein í Karíbahafi: Baker-eyja, Howland-eyja, Jarvis-eyja, Johnston-atoll, Kingman Reef, Midway-eyjar (frægar úr seinni heimsstyrjöld), Wake-eyja, Navassa-eyja (Karíbahaf, nálægt Haítí).
Sértilfellið er Guantánamo-flóa flotastöðin á Kúbu sen er ekki bandarískt yfirráðasvæði, heldur svæði sem Bandaríkin leigja samkvæmt samningi frá 1903 (Kúba mótmælir áframhaldandi viðveru).
Pabbinn (Bandaríkin) og ESB (mamman) eru farin að berjast óopinberlega um Norður-Atlantshafið. Þar eru olbogabörnin Grænland og Íslands stödd á einskismannalandi. Er framtíðin björt?
Utanríkismál/alþjóðamál | 29.9.2025 | 18:45 (breytt kl. 18:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ritari hefur áður skrifað um misheppnuðu alþjóðasamtökin Sameinuðu þjóðirnar. Þau voru stofnuð í stríðslok seinni heimsstyrjaldar og áttu fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð en líka að vera vettvangur allra þjóða í heiminum til að stuðla að eflingu mannúðarmála, efnahagslegum og félagslegum framförum, stuðla að alþjóðlegu samstarfi t.d. á svið viðskipti, virða sjálfsákvörðunarrétt þjóða og gera út um milliríkjadeilur hvað varðar landhelgi og landamæri og samræma starf sérstofnana og alþjóðastofnana.
Ef litið er á megin hlutverkið og ástæðuna fyrir stofnunina, að koma í veg fyrir stórátök, hefur S.þ. gengið hörmulega. SÞ hafa ekki stöðvað stór átök eins og Kóreustríðið, Víetnamstríðið, Írakstríðið eða stríðið í Úkraínu í dag. Þar vegur þungt að Öryggisráðið er lamað af neitunarvaldi stórveldanna (Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Bretlands og Frakklands).
Og þegar kemur að innanlandsátökum og borgarastríðum, þjóðarmorðum og mannúarkreppum er ferillinn lélegur. Þau hafa brugðist í tilvikum eins og í Rúanda 1994 og Srebrenica 1995, þar sem friðargæsluliðar gátu ekki komið í veg fyrir fjöldamorð.
Samtökin hafa ekki getað leyst langvinn átök, t.d. PalestínuÍsrael deiluna, Sýrland og fleiri átök sem hafa staðið árum og áratugum saman án þess að SÞ hafi getað beitt afgerandi valdi.
S.þ. eru ekki alveg gagnlausar,þó ekki sé hægt að sanna það með tölum, þá má færa rök fyrir að SÞ hafi virkað sem "ventill" á spennu stórveldanna, sérstaklega á tímum Kalda stríðsins. Diplómatískt vettvangur hefur verið til staðar sem annars hefði ekki verið til.
Afríka er sú álfa sem er mest vandamál hvað varðar hungursneyðir og stríð. Erfiðasta viðfangsefnið hefur verið Kóngó en þar hefur geysað stríð með hléum síðan ríkið varð sjálfstætt.
Þetta er ekki ein "borgarastyrjöld í Kongó" sem hefur í gangi heldur mörg átök með mismunandi mannfallstölum. Síðara Kongóstríðið (19982008) var það mest eyðileggjandi, sem olli yfir 5,4 milljónum dauðsföllum og að minnsta kosti 350.000 ofbeldisfullum dauðsföllum. Önnur átök, eins og fyrsta Kongóstríðið (1997) og borgarastyrjöldin í Lýðveldinu Kongó (19971999), höfðu tugi þúsunda til hundruð þúsunda dauðsfalla.
S.þ. hefur kannski gengið best í mannúðar- og flóttamannamálum þar sem milljónum hefur verið bjargað frá hungursmorði.
Sameinuðu þjóðirnar eru ekki gagnlausar þær reka umfangsmiklar mannúðaraðgerðir sem bjarga lífum (WFP, UNHCR, WHO o.fl.), hafa leitt til markverðra árangra í bólusetningum og neyðaraðstoð, og veita einstakan alþjóðlegan vettvang. Samt eru þær bundnar af stjórnmálum og lagalegum takmörkunum (Öryggisráðið), eiga í vandræðum með að vernda borgara í langvarandi átökum, og hafa átt alvarlegar fylgikvillar (t.d. misnotkun friðargæsluliða, skortur á aðgangi og fjármagn). SÞ hafa skipulagt fjölmargar friðargæsluaðgerðir sem hafa stöðvað eða minnkað átök, t.d. á Kýpur, í Líbanon, í Kongó og í Kambódíu. Þótt árangurinn sé misjafn, þá hafa þau oft hjálpað til við að koma í veg fyrir endurupphaf átaka.
Hér kemur efni af Wikipedia:
"Alþjóðalög og reglur: Þau hafa byggt upp kerfi alþjóðalaga, m.a. hafréttarsáttmála, mannréttindasáttmála og sáttmála gegn stríðsglæpum og þjóðarmorðum. Alþjóðadómstóllinn og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn eru afleiðingar þessa.
Mannúðar- og þróunarstarf: Stofnanir eins og UNICEF, WHO, UNHCR og WFP hafa bjargað milljónum mannslífa með hjálparstarfi, bólusetningum og mataraðstoð.
Samræming og vettvangur: SÞ eru eina stofnunin þar sem nær allar þjóðir heims sitja saman við borð. Það gerir samtöl möguleg, jafnvel milli ríkja sem annars tala ekki saman."
Hver er þá niðurstaðan? S.þ. er ágætur samræðu vettvangur þjóða, til að koma á grófum reglum í alþjóðasamskiptum, verið n.k. dreifingaraðili (matvæla- og lyfja dreifing), að senda öryggisverði (friðargæsluliða) á vettvang eftir stríð en þegar stórveldin ætla sér eitthvað, þá er ekki hlustað á S.þ. Ef ætlunin er að fara í stríð, eru friðargæsluliðarnir hent úr landi (t.d. í stríði Egypta og Ísraelmanna o.s.frv.) og stríð verður.
Mikil spilling hefur fylgt S.þ. og hafa þær t.d. látist stjórnast af stríðandi aðilum hvers lands. Nýjasta dæmið er misheppnuð matvæladreifing á Gaza og samstarf samtakanna við Hamas.
Það er því spurning hvort að álfusamtök (Afríkusambandið (AU), Samtaka ríkja Suðaustur-Asíu (ASEAN), Samtök Ameríkuríkja (OAS og UNASUR) og ESB)geti ekki gert betur? Raunin hefur verið að stórveldin ráða förinni og fara sínu fram, sama hvað S.þ. segja eða gera.
Utanríkismál/alþjóðamál | 24.9.2025 | 09:15 (breytt kl. 09:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem við borgararnir erum eins og maurar í mauraþúfu, er erfitt að sjá heildarmyndina hver meginþróunin er og hvert stefnir, í óefni eða hamingjuríka framtíð. Sem sagnfræðingur sér ritari viðvörunarljós blikka, en er þetta bara bilunarmerki, ekki raunveruleg hætta?
Hvað er eiginlega að gerast á Vesturlöndum? Eru þau að hrynja innan frá vegna menningastríðs borgaranna og er óheftur innflutningur fólks frá öðrum menningaheimum að búa til jarðveg fyrir borgarastyrjaldir framtíðarinar? Ef svo er, hvað er langt í næstu borgarastyrjöld og í hvaða landi hefst hún, ef hún hefst á annað borð?
Byrjum á menningarstríðinu eða pólitíska sundrungu en hún hefur aukist mikið síðustu tvo áratugi, sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta birtist sem menningastríð (culture wars) þar sem deilt er um kynhlutverk, kynþátt, trú, innflytjendamál og þjóðernishyggju. Sjá má þetta í umræðu síðastliðna viku hér á Íslandi.
Svo er það ótvírætt að traust til stofnana hefur minnkað, hvort sem um er að ræða stjórnvöld, fjölmiðla eða menntakerfi. Hvers vegna? Er það vegna þess að þessar stofnanir hafa í raun brugðist og viðbrögð fólks í samræmi við það? Eða er fólk bara upplýstara en áður og lætur "stofnanir" ekki lengur leiða sig á "asaneyrunum", þökk sé samfélagsmiðlanna sem færir fólk upplýsingar beint í æð? Að netið búi til blöðrur sem fólk lifir í án tengsla við annað fólk með aðrar skoðanir?
Það er líka ljóst að hraðar samfélagsbreytingar eiga sér stað, bæði vegna tæknivæðingar og hnattvæðingar, valda óöryggi hjá mörgum hópum sem upplifa að þeir missi tökin á eigin framtíð. Er gervigreindin að fara að taka yfir starf mitt?
Er óheftur innflutningur fólks að skapa jarðveg fyrir átök, sérstaklega frá andstæðum menningaheimum? Saga Vesturlanda sýnir að stórar innflytjendabylgjur hafa oft kallað fram spennu (t.d. Ítalir og Írar í Bandaríkjunum á 19. öld). En það er ekki hægt að bera þessa innflytjendur saman við innflytjendamál í Evrópu samtímans. Í Evrópu eru núna mikil átök um samþættingu múslímskra innflytjenda og hælisleitenda. Þar má sjá að í sumum borgum hefur myndast félagslegt aðskilnaðarferli sem getur orðið uppspretta átaka. Það er þó ekki óumdeilanlegt að innflytjendur sjálfir valdi styrjöldum; vandinn liggur einnig hjá mótstöðu og ótta meirihlutans gegn breytingunum og í misheppnuðu samþættingarferli. Í grunninn er hér verið að berjast um veraldarhyggju, jafnrétti kynja, málfrelsi og einstaklingshyggju. En er þetta nægur efniviður í borgarastyrjaldir framtíðarinnar?
Borgarastyrjaldir springa yfirleitt út þegar þrjú skilyrði eru uppfyllt:
1. Pólitískt réttlæti er talið brostið (ólögmæt stjórn, spillt vald eða skert lýðræði).
2. Félagslegur klofningur er djúpur og tengist sterkum sjálfsmyndum (kynþáttur, trú, þjóðerni, stétt).
3.Hópar telja að þeir hafi raunhæfa möguleika á að berjast (fjármagn, vopn eða utanaðkomandi stuðning).
Bandaríkin. Sumir fræðimenn hafa varað við að pólitísk sundrung, ásamt vaxandi pólitískri ofbeldisnotkun (t.d. árásin á þinghúsið 6. janúar 2021), gæti verið undanfari takmarkaðrar borgarastyrjaldar eða langvinnra óeirða.
Evrópa. Líklegra er að átök taki form borgaralegra óeirða (t.d. Frakkland, þar sem reglulega verða stórar mótmælahreyfingar sem stangast á við lögreglu).
Stór borgarastyrjöld í Vestur-Evrópu eða Bandaríkjunum er þó enn ólíkleg á næstu áratugum ríkin eru rík, með öfluga stofnanir og öryggisstofnanir sem vinna gegn því. En aldrei að segja aldrei.
Saga Rómaveldis segir okkur góða dæmisögu. Stofnanirnar voru mjög öflugar í margar aldir: herinn, skattkerfið, lögin, vegirnir.
Þrátt fyrir það féll það vegna innri hnignunar (efnahagslegur þrýstingur, spilling, sundrung) og ytri áfalla (flutningar Germana, Persar, síðar Húnar).
Lærdómurinn: jafnvel þegar stofnanir virðast traustar, getur kerfið hrunið þegar þrýstingarnir verða of margir á sama tíma.
En ef það verður borgarastyrjöld, þá verður það í Bretlandi.
Bretland er á margan hátt litmus-próf fyrir stöðugleika Vestur-Evrópu, því þar blandast stór múslímsk samfélög (t.d. í birmingham, Bradford, Leicester, austurhluta London). Sterk þjóðernishyggja (Brexit hefur skilið eftir sig djúp pólitísk sár).Efnahagsleg kreppa (verðbólga, húsnæðiskreppa, veikburða opinber þjónusta) og pólitískt vantraust (stjórnmálin klofin og í endalausri ringulreið).
Hver gæti verið kveikjan? Stór hryðjuverkaárás (líkt og í London 2005) sem kallaði fram öfgaviðbrögð en ástandið í dag er þegar mjög eldfimt.
Hryllilegur glæpur (t.d. morð sem tengist trúarlegum eða kynbundnum ágreiningi. Alþjóðlegar krísur, (t.d. Gaza, Kashmir eða ný hælisleitendabylgja).
Hvers konar borgarastyrjöld er líkleg? Ekki klassísk styrjöld með víglínum eins og 16401660 í Bretlandi. Heldur staðbundin götustríð í borgarhverfum, hugsanlega með sjálfskipuðum gæsluhópum (militías) sem verja sitt hverfi. Þetta gæti orðið að lágstyrks átökum sem vara árum saman, svipað og í Norður-Írlandi (The Troubles), nema nú útbreiddara í mörgum borgum.
Utanríkismál/alþjóðamál | 4.9.2025 | 16:45 (breytt kl. 17:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svartsýnismenn meðal fræðimanna tala iðulega um fall siðmenningar, stundum rætist viðvörunarorð þeirra og stundum ekki. En þar sem þetta eru fræðimenn, sjá þeir ýmislegt sem almennir borgarar eru ekki að pæla í dags daglega.
Ritari horfði á hið frábæra hlaðvarp Triggernometry um daginn með fornfræðinginn Barry Strauss sem sérhæfir sig í sögu Rómaveldis.
Viðfangsefni þáttarins var: "Af hverju Róm hrundi" (birtist 28. maí 2025) en fjallar Strauss einmitt um þetta efni og bendir á nokkur lykilviðvörunarmerki:
Auðlegð og sjálfsánægja eða sjálfsöryggi sem leiðir til falls. Siðmenningar hrasa oft ekki vegna utanaðkomandi ógna, heldur vegna innri sjálfsánægju - ríki verða auðug og rótgróin og missa getu til sársaukafullrar sjálfsaðlögunar.
Vanhæfni til að aðlagast nýjum samkeppnisaðilum og áskorunum. Strauss leggur áherslu á að það að aðlagast ekki vaxandi samkeppni eða breytilegu félags- og stjórnmálalegu landslagi sé alvarlegur varnarleysi.
Tap á krafti eða "seigju" er mikilvægur þáttur í falli ríkis. Með hliðsjón af arabíska sagnfræðingnum Ibn Khaldun lýsir hann kunnuglegri hringrás: "harðir" hópar leggja undir sig "mjúk" auðug samfélög - aðeins til að verða með tímanum sjálfir mjúkir og viðkvæmir fyrir því að vera yfirteknir.
Mistök í aðlögun og endurnýjun nýrra þegna/borgara. Strauss undirstrikar mikilvægi innflytjenda sem uppsprettu endurnýjunar - en aðeins ef siðmenning samþættir nýliða en varðveitir jafnframt grunngildi. Ef þetta mistekst verða ríki brothætt. Þetta er einmitt mesta hættan sem steðjar að vestrænum samfélögum í dag.
Rof á sameiginlegum hagsmunum í samfélaginu. Svo virðist sem Strauss gefi til að samfélög hrynja þegar fólki finnst það ekki lengur eiga hlut eða sameiginlega ábyrgð innan stjórnmálasamfélags síns. Strauss er ekki einn um svona mat. Kíkjum aðeins á söguna. Aðrir helstu sagnfræðingar og fræðimenn um hrun enduróma svipuð sjónarmið, en með öðrum áherslum.
Arnold Toynbee (18891975). Siðmenningar rísa upp fyrir tilstilli skapandi minnihlutahóps sem leysir kreppur. Hrun kemur þegar yfirstéttin verður sjálfsánægð, missir sköpunargáfu og breytist í ríkjandi minnihlutahóp. Er sammála Strauss um missir ríkissins/borgara á aðlögunarhæfni.
Joseph Tainter (Hrun flókinna samfélaga, 1988). Samfélög hrynja þegar kostnaður við flækjustig vegur þyngra en ávinningurinn. Dæmi: Stjórnsýslu-/hernaðarkostnaður Rómaveldis tæmdi að lokum auðlindir. Nútíma dæmi: skriffinnskuálag, heilbrigðis-/menntunarkostnaður, skuldabyrði.
Ibn Khaldun (13321406) Sá söguna í hringrásum: harðir (hirðingja)hópar leggja undir sig mjúkar byggðir og mjúkna síðan sjálfir. Strauss vitnar beint í þessa hugmynd - siðmenningar bera fræ eigin hnignunar. Nútíma bergmál: "Harðgert" vaxandi vald (Kína, kannski jafnvel óháðir aðilar) sem skora á sjálfsánægðan Vesturlönd.
Oswald Spengler (Hnignun Vesturlanda, 1918). Trúði því að siðmenningar hefðu lífsferla sem er æsku, þroska og óhjákvæmilega hnignun. Sá Vesturlönd á síðari stigum sínum, einkennd af tækni, skrifræði og menningarlegri þreytu. Ákveðnari en Strauss, sem sér möguleika á endurnýjun.
Jared Diamond (Collapse, 2005). Einbeitir sér að óhagstæðri umhverfisstjórnun og vanhæfni til að aðlagast vistfræðilegum veruleika. Dæmi: Páskaeyjan, Maya. Nútíma bergmál: loftslagsbreytingar, auðlindatæmi, tap á líffræðilegum fjölbreytileika.
Algengustu hættumerkin hjá þessum hugsuðum eru: Sjálfsánægja og tap á aðlögunarhæfni. Eignarhagsmunir elítunnar gegn almannaheill Of flókin / óviðráðanleg kerfi. Að vangeta til að samþætta nýtt fólk / hugmyndir. Rof á borgaralegri einingu og trausti.
Ritari er sammála öllum þessum hugsuðum og telur að Vesturlönd séu á fallandi fæti nema Bandaríkin. Opin landamæri, öldrun þjóða, lítil fæðingatíðni, innflutningur fólks með aðra menningu sem aðlagar sig ekki að viðkomandi menningu, skrifræði og stjórnsemi, friðhelgi einkalífsins rofin með tækni til að njósna og fylgjast með einkalífi borgarans(verra en í skáldsögunni 1984) og margir aðrir þættir benda til að stutt sé í fallið. Hálfgert borgarastyrjaldar ástand er í mörgum ríkjum og er Bretland, Svíþjóð og Frakkland þar fremst í flokki. Meira segja á litla Íslandi eru blikur á lofti.
Utanríkismál/alþjóðamál | 23.8.2025 | 10:26 (breytt kl. 11:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málfrelsi er grundvallaratriði - já, jafnvel þegar það er móðgandi
Tjáningarfrelsi er undirstaða hvers opins samfélags. Það verndar ekki aðeins viðunandi eða "öruggar" skoðanir, heldur einnig óvinsælar, móðgandi eða óþægilegar skoðanir. Það felur í sér gagnrýni á stjórnvöld, trúarbrögð, innflytjendastefnu o.s.frv. Ef við getum ekki talað frjálslega - jafnvel sagt eitthvað heimskulega, dónalega eða umdeilda hluti - þá höfum við ekki tjáningarfrelsi.
Í Bretlandi er ákveðin tjáning þegar refsiverð ef hún er talin "gróflega móðgandi", "ógnandi", "hvöt til ofbeldis eða haturs" eða "áreitni". Þessi lína er ekki ný - hún er hluti af samskiptalögunum frá 2003, lögum um "illgjörn samskipti" frá 1988 og nýlega lögum um öryggi á netinu. En hver er virkilega fær um að dæma orð annarra? Túlka þau? Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum var sagt.
Nú er það skoðanaeftirlit lögreglu, jafnvel fyrir glæpi (eins og með hatursorðatilvik sem ekki eru glæpir), þar sem margir sjá að ríkið nær að taka of mikið til sín. Af hverju er kráareigandinn er þrýstur til að láta uppi slúður til yfirvalda eins og lagt er til að verði sett í lög? "Ef ég þarf að horfa á hvert einasta orð sem ég segi á krá, á netinu eða við vin ... er ég þá virkilega frjáls?"
Vísindi, saga, heimspeki og lög gætu verið endurskrifuð í rauntíma með hjálp gervigreindar til að passa við það sem stjórnin telur ásættanlegt.
Það er það sem gerist þegar stjórnvöld eða tæknifyrirtæki krefjast réttarins til að ákveða hvað er "hættulegt tal" án skýrleika eða ábyrgðar. Það elur af sér ótta, sjálfsritskoðun og að lokum innantómt lýðræði.
Það er raunveruleg áhætta. Rétt eins og bækur geta verið bannaðar og bókasöfn brennd. Og við verðum að vera varkár ekki bara með það sem við segjum - heldur líka með því hver fær að þagga niður í hverjum.
Keir Starmer var eins og kjáni á blaðamannafundi þeirra Donalds Trumps um daginn. Þar kom fram sterk gagnrýni á málfrelsishöft breskra stjórnvalda (er það ekki merkilegt að það eru alltaf vinstri menn sem vilja banna frjálsa umræðu. Það voru Vinstri grænir sem vildu haturorðalögreglu og -lög, við hvað eru vinstri menn hræddir? Sannleikann?).
Utanríkismál/alþjóðamál | 30.7.2025 | 10:16 (breytt kl. 10:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það virðist allt vera í lagi á yfirborðinu í Bretlandi í sumar og þó. Við höfum öll heyrt af óeirðum í borgum Bretlands í fyrra, þegar frumbyggjar landsins fengu loksins nóg og fóru út á götur og mótmæltu. Fjölmiðlar voru fljótir að stimpla þetta fólk sem öfga hægra fólk en þegar nánar var að gáð var þetta bara venjulegt fólk og það sem meira er, allt fólk komið yfir miðjan aldur, ráðsett fólk. Það hefði mátt kalla það gráa herinn fyrir vikið.
En núna eru mótmæli í Bretlandi sem engar sögur fara af í íslenskum fjölmiðlum. Nú eru íbúar smábæja, sem búið er að fylla af hælisleitendum á hótelum, að mótmæla. Ætla mætti að hér séu á ferðinni ungir hægri sinnaðir nasistar, nei, þetta eru konur á miðjum aldri, góðborgarar, löghlýðið og harðduglegt fólk (konur) sem er að mótmæla. Og hvað er það (konurnar) að mótmæla? Jú áreitið sem dætur þeirra verða fyrir af hálfu hælisleitenda og nauðganir. Förum kerfisbundið yfir hvað er að gerast.
Byrjum á Epping í Essex og Bell Hotel. Mótmæli sem voru þegar fyrir gangi tóku dýpri stefnu eftir að hælisleitandi var ákærður fyrir kynferðisafbrot á barnungri stúlku. Yfir 100 mótmælendur söfnuðust saman, báru út flögg, kveiktu flúrljós og köstuðu til lögreglu. Átta lögreglumenn særðust og sex handtökur voru framkvæmdar vegna gruns um ofbeldisverk og eignaspjöll. Epping hefur verið miðpunkturinn í "sumri mótmæla" og nýliðaður vettvangur almennrar reiði yfir húsnæðismálum hælisleitenda. Andmótmælendur (NO Border sinnum Bretlands) voru keyðir inn í bæinn í lögreglufylgd til að mótmæla "kynþáttahatri" kvennanna og fengu rútuferð í boði lögreglunnar úr bænum eftir "vel heppnaða" herferð gegn miðaldra konum í bænum.
Förum yfir í Diss í Norfolk og á Park Hotel. Þann 21. júlí mótmæltu um 60 manns því að karlkyns einhleypir hælisleitendur væru látnir vera með fjölskyldum á Park Hotel. Meðal mótmælendanna voru stuðningsmenn Tommy Robinson og Students Against Tyranny, og mótmælendur gengu undir slagorðum eins og "We want our country back". Við viljum landið okkar til baka.
Það sem er óvenjulegt við þessi mótmæli er staðsetningin, í smábæjum Englands. En svo er ekki fyrir að fara með London í Canary Wharf og Britannia International Hotel. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan fimm stjörnu Britannia Hotel við Canary Wharf, sem ríkið hafði ákveðið að nota sem bráðabirgða húsnæði fyrir hælisleitendur. Mikil lögreglu viðvera var þarna, bæði til að aðgreina andstæðar fylkingar og koma í veg fyrir óeirðir. Já þið lásuð rétt, fimm stjörnu hótel sem hælisleitendurnir búa í.
Og enn komum við að hóteli, Brook Hotel í Norwich. Mótmælin í Norwich hófust friðsamlega, en breyttust fljótt í átök þegar mótmælenda hópur virtist vera hvattur áfram. Hlutum var hent á lögreglu, og aðgerðir lögreglu til að aðskilja fylkingar og koma í veg fyrir uppþot.
Og það eru aðrir staðir kraumandi. Mótmæli hafa einnig átt sér stað í Altrincham, Portsmouth, Bournemouth, og Leeds; flest tengd hótelum sem rúma hælisleitendur og vaxandi andúð almennings og grasrótarfólks á stefnu ríkisstjórnarinnar en mikill húsnæðisskortur er í Bretlandi þessi misseri.
Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessum átökum og vandlætinu venjulegra borgara? Átök kviknuðu oft þegar hælisleitendur voru ákærðir fyrir alvarleg brot, t.d. kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum (Epping), þar sameinuðust grunur og ótti með andstöðu gegn húsnæðismálum tengdum hælisleitendum. Auðvitað stökkva hægri sinnaðir aðgerðarsinnar á vagninn og taka þátt og hafa verið sakaðir um að "taka yfir" mótmælin og kveikja á uppþotum en því verður ekki mótmælt að það er bara venjulegt fólk sem fer af stað með mótmælin vegna raunverulegan ótta sem er óttinn við glæpi, nauðganir og áreiti við ungar stúlkur en líka vegna "forréttinda hælisleitenda" sem fá allt upp í hendurnar, húsnæði, lífeyrir, ókeypis læknisþjónustu og alls konar þjónustu sem innfæddir verða sjálfir að vinna hörðum höndum fyrir og fá ekki.
Bresk stjórnvöld óttast mjög að yfir sjóði í sumar og víðtækar óeirðir breiðist yfir landið og það verði ekki bara hvíta fólkið sem mótmælir, heldur taki innflytjendur - nýbúar - þátt og gegn mótmælum hinna fyrrnefndu líkt og í fyrra.
Utanríkismál/alþjóðamál | 28.7.2025 | 15:55 (breytt 29.7.2025 kl. 09:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, ráðleggur Íslendingum að fara varlega að Trump. Beini hann sjónum sínum að Íslandi muni hann komast að því að hér sé enginn her. Íslensk stjórnvöld þurfi að undirbúa sig fyrir athygli forsetans.
Bloggritari hefur fylgst með John Bolton í áraraðir. Maðurinn er svo kallaður stríð haukur, alltaf tilbúinn í að fara í næsta stríð en þegar Trump var og er ekki tilbúinn að leysa átök með stríði, snérist Bolton gegn honum og maðurinn var rekinn með skömm. Hann er greinilega kominn langt niður þegar hann lætur aktívistan Bjartmar Odd Þeyr Alexandersson, svo kallaðan rannsóknarblaðamann hjá Heimildinni, sem var í prófkjöri fyrir stjórnleysingjanna í Pítötum taka viðtal við sig. Eða kannski áttaði hann sig ekki á að þeir eru á sitthvorum enda stjórnmálanna?
Sem dæmi um vitleysuna sem vellur upp úr Bolton er eftirfarandi fullyrðing: "Bolton lýsir ákvörðunum Trumps sem handahófskenndum og segir forsetann ekki fylgja neinni heimspeki né setja sér stefnu í þjóðaröryggismálum." Þetta er bara rangt. Trump vill koma á friði í heiminum, ekki vegna þess að hann er friðardúfa, heldur vegna þess stríð eru slæm fyrir viðskipti. Trump er og verður alltaf kaupsýslumaður. Fyrirtækið hans er núna Bandaríkin. Sem forstjóri (forseti) þolir hann ekki taprekstur. Stríð leiðir alltaf til taps. Hann vill því koma á friði.
En Bolton hefur rétt fyrir sér með Grænland. Trump mun aldrei taka landið með hervaldi en hann mun sölsa undir sig námurekstur landsins eins og hann er að gera í Úkraínu. Og það er rétt hjá Bolton að augu Trump munu beinast að Íslandi, fyrr eða síðar, líklega síðar, því hann verður upptekinn fram á næsta ár. En þegar blaða bunkinn er horfinn af skrifborði sporöskju herbergisins, og honum fer að leiðast, fer hann að skoða heimskortið og sér þá Ísland.
Bolton leggur til að Íslendingar efli Landhelgisgæsluna og veri viðbúnir þegar Trump snýr sér að Íslandi. Bloggritari er ekki svo viss um að það verði gleðileg samskipti, því líklegt er að hann krefjist að bandarískur her hafi hér varanlega hersetu. Viljum við það? Nei, bloggritari telur að það sé óráð! Bandaríkjamenn munu draga okkur inn í sín átök, ekki endilega þau sem koma okkur við. Það er því nauðsynlegt að halda varanlegu setuliði frá landinu. Ef við getum sýnt fram á að við getum varið landið að minnsta kosti á friðartímum, fáum við ef til vill að vera í friði.
Er Þorgerður Katrín fær um að eiga við Trump í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu með heimspressuna yfir sér? Veit hann ekki (með öflugustu leyniþjónustu í heimi og virku sendiráði á Íslandi) af afstöðu hennar gagnvart Bandaríkjunum? Hún er nefnilega ekki vinsamleg.
Trump mun krefjast "fair share" af Íslendingum þegar hann sér að þeir eyða aðeins 0,15% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Þetta veit utanríkisráðherra og er að undirbúa sig með því að skipa ráðherraskipaða öryggis- og varnarmálanefnd.
Svo er það hinn vandinn. Skessustjórnin er harðákveðin í að fylgja Evrópusambandinu fram í rauðan dauðann (í bókstaflegri merkingu) hvað varðar Úkraínu og inngöngu í ESB og þar með möguleikan á að Evrópuher verði stofnaður. Bloggritari telur að þá fyrst munu Íslendingar koma sér upp íslenskum her (að kröfu ESB sem við fylgjum í blindni í gegnum EES samninginn).
Ef Evrópuher verður stofnaður, það er næsta óhjákvæmilegt, þá verður Ísland að slíta á naflastrenginn við Bandaríkin. Og Evrópuherinn verður mun veikari en sá bandaríski, og því verður gerð skýr krafa um að Íslendingar axli ábyrgð á eigin varnir.
Varar Íslendinga við að vekja athygli Trumps
Utanríkismál/alþjóðamál | 24.5.2025 | 11:59 (breytt kl. 14:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér er frétt sem áhorfendur RÚV og Stöðvar 2 sjá ekki en í boði bloggritara. Hér er forseti Suður-Afríku að afneita þjóðarmorði á Búum í landinu í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Þá dró Trump fram myndband sem sýnir þetta svart á hvítu og gott ef forseti S-A hafi ekki misst andlitið. Hann reyndi ámátlega að mótmæla en myndirnar segja sína sögu.Í myndbandinu er hvatt til að Búar (hvítir afkomendur Hollendinga í landinu og búið þarna í 400 ár) og bændur (hvítir) séu drepnir. Bandaríkin tóku við fyrstu opinberu flóttamönnum frá Suður-Afríku um daginn en óopinber landflótti hvítra til aðallega enskumælenda ríkja hefur átt sér stað síðan svartir tóku við völdum undir lok 20.aldar.
Aðspurður sagðist Trump ekki viss um að hann mæti á ráðstefnu G-20 ríkja sem halda á í Suður-Afríku. Þvílík niðurlæging en réttlát því að hvítur íbúar regnboga landsins verða einir fyrir kerfisbundnum ofsóknum. Það getur verið hættulegt að fara í heimsókn til Hvíta hússins! Þorir Þorgerður Katrín að standa við efnahagsþvinganir á hendur Ísraels og mæta Trump í Hvíta húsinu?
Utanríkismál/alþjóðamál | 21.5.2025 | 19:04 (breytt kl. 19:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áætlað er að heildarvöruviðskipti Bandaríkjanna við Kína hafi numið 582,4 milljörðum dala árið 2024. Vöruútflutningur Bandaríkjanna til Kína árið 2024 nam 143,5 milljörðum dala, sem er 2,9 prósent lækkun (4,2 milljörðum dala) frá árinu 2023. Þetta er gríðarlegur viðskiptahalli milli ríkjanna Kína í hag.
Office of the United States Trade Representive
Það er því ljóst að það hallar á Bandaríkin í viðskiptum við Kína og Kínverjar eru meira háðir viðskiptum við Bandaríkin en öfugt. Kína þjáist því meira vegna tollastríðsins.
Bandaríkin og Kína tilkynntu 90 daga hlé á flestum nýlegum tollum sínum á hvort annað, sem ýtir undir vonir á Wall Street um að viðskiptastríð tveggja stærstu hagkerfa heims muni kólna.
Sameinaðir tollar Bandaríkjanna á kínverskum innflutningi verða lækkaðir í 30% úr 145%, en gjöld Kína á bandarískan innflutning munu lækka í 10% úr 125%, að sögn ríkjanna snemma á mánudagsmorgni. Þetta eru umtalsverðir tollar eftir sem áður.
Embættismenn hittust í Genf um helgina í fyrstu viðræðum sínum augliti til auglitis síðan Donald Trump forseti setti á óvænta tolla 2. apríl, þegar hann lagði 84% tolla á kínverska innflutninga, leiðrétti þá í 125% skömmu síðar og hækkaði þá enn frekar í 145% daginn eftir.
Nýi 30% tollurinn er samanlagður af 20% tollinum sem Trump lagði á snemma á öðru kjörtímabili sínu vegna meintra vanrækslu Kínverja við að draga úr flæði fentanýls og 10% alhliða tollinum sem hann hefur lagt á nánast allan erlendan innflutning.
Kínverjar voru háværir og sögðust ekki ætla að láta kúga sig en verkin tala. Þeir urðu að koma að samningsborðinu.
Það sem er verra í stöðunni fyrir Kína er að bandarísku stórfyrirtækin, Apple þar fremst, eru að flytja frá Kína og til annarra ríkja, svo sem Indlands eða Bandaríkjanna. Sama hver útkoman er úr þessu tollastríði, fyrirtækjaflóttinn er raunverulegur, ekki bara bandarískra heldur annarra ríkja einnig. Þau eru ekkert að koma til baka. Þessi þróun var hafin áður en Trump komst til valda. Kínverski neytenda markaðurinn er nefnilega ekki svo dýrmætur og ætla mætti, því að ráðstöfunartekjur almennings eru litlar og einkaneyðsla sú minnsta í þróuðu hagkerfi vegna sparnaðar almennings.
Efnahagsstefna Xi, sem er ríkisstýrður "kapitalismi" er að bíða skipbrot. Aðlögunarhæfnin er minni en í almennu kapitalísku hagkerfi vegna miðstýringar. Efnahagssamdrátturinn í Kína var löngu hafinn áður en Trump komst til valda. Of fjárfesting í byggingaiðnaðinum (almenningur má ekki fjárfesta í hverju sem er) og atvinnuleysi meðal ungs fólks er að valda vandræðum. Skuldasöfnun ríkisins er mikil. Yfirgangur á Kínahafi pirrar nágranna Kínverja og einangrar þá efnahags- og stjórnmálalega. Með lækkun fyrirtækjaskatta og A.I. byltingunnar er dyrnar opnar í Bandaríkjunum fyrir þau fyrirtæki sem vilja fara "heim".
Skilnaðurinn tveggja stærstu efnahagskerfa er í fullum gangi en uppgjör skiptabúsins tekur sinn tíma.
Utanríkismál/alþjóðamál | 13.5.2025 | 08:25 (breytt kl. 08:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trump er að slá öll met í aðgerðum forsetaembættisins fyrst 100 daganna í embætti. Hann er annar forsetinn til að taka tvö kjörtímabil með fjögur ár á milli sem gaf honum gríðarlegan tíma og tækifæri til að endurskipuleggja sig og hvernig síðara tímabilið á að vera.
Fyrsta sem hann gerði, var að velja rétta fólkið í kringum sig. Margir utangarðsmenn voru valdir í ríkisstjórnina en tryggt fólk. Sama var ekki að segja um fyrra tímabilið þar sem margir stungu hann í bakið. Nú þekkir hann Washington, hvernig kaupin gerast á eyrinni o.s.frv.
Með samstillta ríkisstjórn og meirihlutann í báðum deildum Bandaríkjaþings eru honum allir vegir færir í eitt ár sem er stuttur gluggi. Það er því gengið hratt til verka, forsetatilskipanir fljúga út um gluggann í skæruhrífu og viðskiptaskrúfann skrúfuð á alla putta efnahagskerfis alþjóðasamfélagsins.
Þetta er nú að bera árangur. Kínverjar hafa gengið til samningsborðs og sömdu um 90 daga vopnahlé í viðskiptastríðinu á meðan samningum er náð.
Önnur tímamót er að Pútín og Zelenskí eru að fara að hittast í vikunni í fyrsta sinn sem stríðið byrjar. Það ætti því að styttast í stríðslok. Hvort Trump eigi allan heiðurinn er spurning en ef það væri ekki fyrir stjórn hans, væri stríðið að stigmagnast og enginn friður í sjónmáli næstu misseri.
Houtínar í Jemen hafa lúffað fyrir loftárásum bandaríska flotans og er aðeins friðvænlegra á siglingaleiðum meðfram landið.
Svo er það spurning hvort að Íranir þrjóskist við og neita að láta af kjarnorkuvopna áætlun sinni? Ef ekki, þá vita þeir hvað bíður þeirra. Sameiginleg árás Ísraela og Bandaríkjamanna.
Nú þegar karlinn getur litið upp úr vinnunni, þá getur hann kvartað. "Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotunni - "heimsklassa aumingjar" segir í frétt/slúður DV vegna gagnrýnenda.
Forsagan er sú að Trump rifti samningi við Boing vegna kaupa á nýjum forsetaflugvélum og sagði að þær væru of dýrar.
"Það að varnarmálaráðuneytið sé að fá 747 flugvél AÐ ÓKEYPIS GJÖF til að koma í stað 40 ára forsetaþotunnar, og það tímabundið og fyrir opnum tjöldum, fer svo í taugarnar á spilltu demókrötunum að þeir krefjast þess að við borgum TOPPVERÐ fyrir vélina," skrifaði forsetinn á Truth Social og bætti við að demókratar væru heimsklassa aumingjar.
Það er álitamál með hvort þiggja megi þessa gjöf (forseti Íslands fær reglulega gjafir) en hægt er að taka undir að demókratar séu a.m.k. heimsklassa taparar.
En eitt er víst, Trump er að keyra efnahagskerfi Bandaríkjanna í fluggír og friðvænlegra er umhorfs þegar þetta er skrifað. Ætli karlinn fái núna Nóbelinn? Ekki fékk hann verðlaunin fyrir Abraham friðargjörðina (sem á að halda áfram með á árinu).
Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna Heimsklassa aumingjar
Utanríkismál/alþjóðamál | 12.5.2025 | 17:12 (breytt kl. 22:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020