Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Er Kanada að liðast í sundur?

Þegar Trump kom með þá að því virðist fjarstæðukenndu hugmynd að innlima Kanada inn í Bandaríkin sem 51 ríkið, hlóu margir eða hristu höfuðið í vantrú. En hugmyndin er ekki eins fjarstæðukennd og ætla mætti.

Byrjum á staðreyndum til að fá mynd af landinu. Kanada er sambandsríki, sem tíu fylki og þrjú sjálfstjórnarsvæði mynda. Ottawa er höfuðborg Kanada, en stærstu þéttbýli landsins eru í kringum Toronto, Montreal og Vancouver. Íbúar eru um 40 milljónir. Með öðrum orðum er Kanada svipað uppbyggt og Bandaríkin. Eins og allir vita eru ríkin 50 í Bandaríkjunum og hvert með eigin ríkisstjóra, þing og löggjöf og dómstóla upp í hæstaréttarstig. Yfir öllum ríkjunum er alríkisstjórn með æðstu lög og hæstarétt og alríkisstjórn.

Það er því næsta auðvelt að innlima enn eitt ríkið/fylkið úr Kanada eins og Trump lagði til. En íbúarnir verða að vilja innlimum, því ekki verður Kanada eða einstaka fylki þess tekið með hervaldi.  Það vill svo til að Kanadamenn eru ekki á einu máli að vilja vera í ríkinu Kanada.

Flestir þekkja sjálfstæðisbaráttu Quebec en íbúar þar eru flestir frönskumælandi en færri þekkja til sjálfstæðisbaráttu Alberta fylkis. Byrjum á Alberta, byggt á Wikipedia.

Aðskilnaðarstefna Alberta samanstendur af röð hreyfinga frá 20. og 21. öld (bæði sögulegra og nútíma) sem berjast fyrir aðskilnaði Alberta-héraðs frá Kanada, annað hvort með stofnun sjálfstæðs ríkis, nýrrar sambandsríkis við önnur héruð í Vestur-Kanada eða með því að sameinast Bandaríkjunum sem yfirráðasvæði eða fylki.

Helstu vandamálin sem knýja áfram aðskilnaðarstefnu hafa verið valdamisræmið gagnvart Ottawa og öðrum vesturhéruðum, söguleg og núverandi ágreiningur við alríkisstjórnina sem nær meira en öld aftur í tímann, allt frá óuppfylltu Buffalo-héraði, sérstaða Alberta gagnvart einstakri menningarlegri og stjórnmálalegri sjálfsmynd, og fjárhagsstefna Kanada, sérstaklega hvað varðar orkuiðnaðinn. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fjármagnið streymir úr þessu litla fylki með 5 milljónum íbúa í velferðahítið sem vinstri menn hafa skapað í Ottawa en lítið kemur inn. Sum sé, peningar skipta hér öllu máli. Auðvelt er að sameina fylkið við Bandaríkin, enda liggja landamærin saman við fylkið.

Hins vegar hafa Quebec búar gengið lengst og haldið atkvæðagreiðslu um aðskilnað. Í síðustu kosningum munaði bara prósentustigi á milli og fylkið rétt hélst innan fylkjasamband Kanada.

Skoðum sjálfstæðisbaráttu sögu Quebec. Fullveldishreyfing Quebec er stjórnmálahreyfing sem hefur það að markmiði að ná sjálfstæði Quebec frá Kanada. Fullveldissinnar leggja til að íbúar Quebec nýti sér sjálfsákvörðunarrétt sinn – meginreglu sem felur í sér möguleikann á að velja á milli sameiningar við þriðja ríki, stjórnmálalegrar tengingar við annað ríki eða sjálfstæðis – þannig að íbúar Quebec, sameiginlega og með lýðræðislegum hætti, gefi sér fullvalda ríki með eigin sjálfstæðri stjórnarskrá.

Fullveldissinnar Quebec telja að slíkt fullvalda ríki, Quebec-þjóðin, væri betur í stakk búið til að efla eigin efnahagslega, félagslega, vistfræðilega og menningarlega þróun. Fullveldishreyfing Quebec byggir á þjóðernishyggju Quebec. En hér er aðalpúðrið og hefur valdið því að íbúar ákveðins svæðis ákveða að sameinast í eina þjóð: Tungumál og menning.

Í Quebec er franska móðurmál um 7,3 milljóna manna. Þetta þýðir að næstum 80 prósent íbúanna eru kanadískir frönskumælandi! (Önnur 8 prósent eru enskumælandi og hin 12 prósentin eru "allofónar" sem tala önnur tungumál en frönsku eða ensku.)

Quebec búar eru því nærri að segja skilið við Kanada en Alberta búar. Þess vegna er Trump að sá sundrungu meðal Kanadamanna og fá eitthvert fylkjanna til að segja skilið við Kanada. Hingað til hefur árangurinn verið að Íhaldsflokkur Kanda beið ósigur (naumlega) fyrir Frjálslindisflokk Kanada sem Trudeau stýrði frá 2015 við sífellt minna fylgi. Hann sagði af sér og nýr formaður tók við og það dugði til sigurs. En fjögur ár er langur tími og fólk er orðið hundleitt á woke stefnu Frjálslindaflokksins þótt það hafi kosið flokkinn til að verjast ásælnis Trumps. Kanada gæti liðast í sundur á næstu 4 árum með Frjálslindaflokkinn við stjórnvöl. Eina sem sjálfstæðissinnar vantar, er öflugur leiðtogi.

 

 


Engin kreppa í Bandaríkjunum segir Larry Kudlow - heldur góðæri

Larry Kudlow á Fox Business segir fréttir af samdrátt í Bandaríkjunum vera falsfréttir. Fyrirtæki eru að fjárfesta á fullu á meðan alríkisstjórnin er að spara. Neyðsluvörur fara lækkandi og orkugjafi atvinnulífsins - jarðeldsneytið, þ.e. olíu- og gasverð hríðlækkað. Mikil fjárfesting er í atvinnutækjum og verksmiðjum á sér stað núna og á fundi Trumps með risafyrirtækjum og fulltrúum þeirra í gær þakkaði hann þeim fyrir að ætla að fjárfesta í Bandaríkjunum fyrir billónir dollara og allt að 8 billjónum sem hann segist vita af. Þess má geta að alríkis útgjöldin eru um 6,75 billjónir dollara. 

Þessar fjárfestingar taka tíma að tikka inn en eru þegar farnar að hafa áhrif á væntingar. Á sama tíma er á leiðinni umfangsmikar skattalækkanir á almenning og fyrirtæki af hendi Bandaríkjaþings og afnám reglugerða fargansins. Það má jafnvel búast við að atvinnulífið fari á yfirsnúning. 

Bandaríkin eru nú að endursemja tolla við tugir ríkja á þessari stundu og ekkert þeirra ætlar í tollastríð við þau nema Kína sem neyðist til að koma að samningsborðinu fyrr eða seinna. Þetta mun skila inn meiri tekjur fyrir ríkissjóð BNA og meiri útflutning bandarískra fyrirtækja. Spurningin er: Gullöld framundan fyrir bandarískt efnahagslíf?

P.S. Eru Íslendingar að reyna að semja við bandarísk stjórnvöld?


Bandarískir tollar á heiminn liggja nú fyrir - Er enginn í ríkisstjórninni að hringja í Hvíta húsið?

Öll ríki í heiminum lentu á tollalista Trumps (líka eyjan Kókós við Ástralíu!). Það sem stendur upp úr er að mikill meirihluti þjóða fengu á sig grunn 10% tolla, þar á meðal Ísland. Þetta er ekki eins mikil bylting og ætla mætti en þær þjóðir og þjóðarbandalag (ESB) sem hafa beitt mestu tollamúra í heiminum, fengu á sig aukaskerf af tollum. ESB, Kína og Indland hafa öll rosa tollamúra og tæknilegar viðskipta hindranir. Þessir aðilar fengu á sig mestu tollanna en Víetnam fekk einna mest, 93% tolla.

Nú eru vinstri menn að fara á hliðina og halda ekki vatni af vandlætinu af þessari ósvífu. En þá má benda á að ESB, Kína og Indland gengur bara ágætlega með sína tollamúra, lítil verðbólga og blómstrandi viðskipti. Ástæðan er einföld, þetta eru risahagkerfi sem eru sjálfum sér nóg. Bandaríkjamenn flytja bara inn 11% af heildarviðskiptunum sem er ekki mikið.  Þetta mun ekki koma við budduna hjá almenningi, því að á sama tíma mun hann fá umtalsverðar skattalækkanir. 

Búast má við að heildsalar og erlendir útflytjendur til Bandaríkjanna taki á sig skellinn að miklu leyti. Neytandinn í Bandaríkjunum hefur eftir sem áður val, að velja bandaríska vörur og það er hörð samkeppni innan Bandaríkjanna. Erlendar vörur verða áfram í boði.  Viðbrögð heimsins eru misjöfn. Sum ætla að lækka sína tolla en önnur boða tollastríð.

En þetta á allt eftir að koma í ljós.


Svörin við morðið á John F. Kennedy eru ekki að finna í birtum leyniskjölum

JFG skjölin sem birt hafa verið, sanna bara hversu yfirhylmingin var mikil. Ástæðan fyrir að þessi skjöl voru ekki birt fyrr er að þau sýna hveru mikil umsvif CIA voru um allan heim. Um 47% "diplómata" voru í raun útsendarar CIA á sjötta áratugnum.

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndböndum liggja upplýsingar um meint samsæri um morð á Kennedy alls staðar annars staðar en í opinberum skjölum. Og ef CIA, hópur innan þessarar stofnunar, hafi staðið að þessu morði, þá hafa þeir passa sig á að hafa sem fæst á pappír, hvað þá að færa morðið til bókar í skjalasafni CIA!

Saga málsins er með ólíkindum.  Heili Kennedy hvarf eftir krufningu í Washington, læknir brenndi krufningaskjöl, byssukúlur hverfa og birtast á ný, byssa Oswald reyndist vera samtíningu rifla og við endurgerð morðsins, ítrekað klikkar á að skjóta. Hann á svo að hafa náð að skjóta ítrekað skotmark á ferð á fáeinum sekúndum. 

Byssukúlan sem fór í JFK fór um forsetabílinn eins og ping pong kúla, út um allt, lífverðir hans brugðust ekki við, bílstjórinn stöðvar augnablik og keyrir af stað rólega í fyrstu, forsetalestin er látin fara í gegnum "dauðagil" torgs með óteljandi skotmörk allt í kring, gert að kröfu Johnson, lífverðum meinað að taka sinn stað í lestinn á flugvellinum og þeir banda höndum í forundrum, skurðlæknarnir sem tóku á móti Kennedy fengu ekki að gera alvöru rannsókn því CIA menn skiptu sér af aðgerðinni (sem ekki var gert er Reagan var skotinn), ítrekaðar viðvaranir að það eigi að taka Kennedy af lífi og Dallas væri gryfja hatursmanna forsetans hunsað og lengi má telja ótrúlegan söguþráð. 

En tökum helstu rökin fyrir að þetta hafi verið samsæri sem mun aldrei finnast í opinberum skjölum.

"Töfrakúlu" kenningin

Opinber skýrsla Warren-nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að ein byssukúla (kölluð „töfrakúlan“) hafi farið bæði í Kennedy forseta og John Connally ríkisstjóra Texas og valdið mörgum sárum. Þessi kúla er sögð hafa farið inn í bak Kennedys, farið út um hálsinn á honum, síðan lent í baki Connally, brotið rifbein, farið út úr brjósti hans, lent í úlnliðnum, brotið bein og loks verið í læri hans - allt á meðan kúlan var í nánast óspilltu ástandi þegar hún fannst síðar á sjúkrabörum. Mörgum finnst þessi braut ólíkleg. Og nóta bene, hver var í nefndinni? Allan W. Dulles fyrrum forstjóri CIA sem Kennedy hafði látið reka. Kennedy bræðurnir ætluðu að leysa CIA upp á þessum tíma, því þeim fannst stofnunin ógna lýðræðinu. Vilhöll nefnd sem hunsaði sönnunargögn?

Snögg handtaka og þægileg þögn Oswalds.  Lee Harvey Oswald var handtekinn aðeins 70 mínútum eftir morðið, þrátt fyrir að engin formleg rannsókn hafi enn verið gerð. Hann neitaði aðild að því og sagði við sjónvarpsmyndavélarnar: "Ég er bara blóðraböggull."  Innan við 48 tímum síðar, áður en hægt var að yfirheyra hann almennilega, var hann myrtur af Jack Ruby í beinni sjónvarpsútsendingu, sem kom í veg fyrir réttarhöld. Ruby var mafíumaður og tengdur þeim hluta mafíunnar sem vann náið með CIA við laumumorð. Mafían sjálf var bálreið út í Kennedy bræðurnar fyrir að svíka loforð um að þeir létu hana í friði. Mafían tryggði nauman sigur Kennedys með kosningasvindli.

Aðgerðir Jack Ruby

Jack Ruby, næturklúbbaeigandi með þekkt mafíutengsl, fullyrti að hann hefði myrt Oswald af sorg yfir Jackie Kennedy! Geta hans til að ganga inn á þungavörðu lögreglustöðina, bera hlaðna byssu, og skjóta Oswald á lausu færi vekur spurningar um hvort hann hafi verið að þagga niður í honum.

Misvísandi sönnunargögn Zapruder filmubútsins

Hin fræga Zapruder-mynd sýnir höfuð Kennedys kastast aftur og til vinstri eftir högg, sem margir telja benda til skots að framan, sem stangast á við opinbera niðurstöðu um að Oswald hafi skotið frá Texas School Book Depository fyrir aftan Kennedy.  Myndinni var einnig haldið frá almenningi í mörg ár, sem ýtti undir vangaveltur.

Vitnin á grashæðinni

Tugir vitna greindu frá því að hafa heyrt skot frá Grassy Knoll svæðinu, stað fyrir framan eðalvagn Kennedys.  Margir töldu sig hafa séð reyk eða skotmann, en þessum vitnisburði var að mestu vísað frá.

Dularfull dauðsföll vitna

Fjöldi fólks sem tengist málinu lést við óvenjulegar aðstæður á árunum eftir morðið.  Sumir vísindamenn halda því fram að þessi dauðsföll myndu grunsamlegt mynstur.

CIA, FBI, og mafíutengsl

Afléttuð skjöl benda til þess að CIA hafi haft áhuga á Oswald fyrir morðið, en fullyrti síðar að hann væri einn byssumaður án tengsla. Oswald hafði undarleg tengsl við hópa sem eru stuðningsmenn og andstæðingar Castro, sem vakti grunsemdir um aðkomu leyniþjónustunnar.  Mafíutengsl Jack Ruby vekja einnig spurningar um þátttöku skipulagðrar glæpastarfsemi.

Misvísandi krufningarskýrslur

Krufning Kennedys fór fram á Bethesda Naval Hospital, frekar en í Dallas þar sem hann var skotinn. Í krufningarskýrslunni eru frávik, þar á meðal vantar heilavef og breyttar lýsingar á sárum.

Álitshnekkur leyniþjónustunnar

Leyniþjónustan braut siðareglur með því að leyfa Dallas bílalestina að fara í gegnum krappar beygjur og minnkaðan hraða. Sumir leyniþjónustumenn virtust vera dregnir í burtu frá eðalvagninum rétt fyrir skotárásina.

Ályktun valnefndar þingsins (The House Select Committee) um morðið (1979)

Árið 1979 sneri valnefnd þingsins við niðurstöðum Warren-nefndarinnar og komst að þeirri niðurstöðu að Kennedy hafi líklega verið drepinn sem hluti af samsæri, þó að hún gæti ekki skorið úr um alla ábyrga aðila. Þrátt fyrir þetta var engin ný rannsókn hafin.

Er nokkur furða að í október 2023 bendir könnun Gallup til þess að 65% Bandaríkjamanna telji að morðið á John F. Kennedy forseta hafi falið í sér samsæri, sem bendir til þess að Lee Harvey Oswald hafi ekki verið einn að verki.

Ef þetta var ekki samsæri, þá hefur bloggritari ekki séð annað eins vanhæf leyniþjónustu- og lögregluyfirvöld og sjá má af aðgerðum CIA og FBI. Sem er nokkuð ótrúlegt miðað við hversu hæf þau eru að velta stjórnum úr sessi um allan heim.

Svo er það morðtilræðið við Trump...sem er önnur ótrúleg saga og er efni í aðra grein.

Leyndarmál JFK

Leyndarmál JFK 2


Hefur Ísland valkosti í varnarmálum?

Hverjir eru valkostir Íslendinga hvað varðar varnir Íslands?  Íslendingar byggja sínar varnir á tveimur stoðum. Annars vegar á tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin frá 1951 en hins vegar aðild að NATÓ frá 1949. 

Það er deginum ljósara að Íslendingar lifa ekki í tómarúmi og þeir verða að treysta varnir sínar einir eða í samvinnu við aðra. 

En athugum þessa staðreynd: Íslendingar gengu í NATÓ 1949 og voru í þessu hernaðarbandalagi í tvö ár og án Kanans. Hvar voru þá Bandaríkjamenn? Ekki komnir til Íslands. Þeir komu hins vegar 1951 en fóru með herafla sinn frá Íslandi 2006 og hafa notað herstöðina á Keflavíkurflugvelli sem stoppustöð.

Í raun hafa önnur aðildarríki í NATÓ séð um að manna lofteftirlit yfir Ísland, en að sjálfsögðu með Bandaríkjamönnum. Ástandið í dag minnir svolítið á þetta tveggja ára tímabil. 

Spurningin er, munu Bandaríkjamenn draga herlið sitt frá Vestur-Evrópu? Þeir virðast ætla að færa mannskapinn til, frá t.d. Þýskalandi til Ungverjalands. Þeir munu líklega halda mannskap í þeim ríkjum sem liggja að Rússlandi. Þetta er líkleg sviðsmynd. Viðvera Bandaríkjahers, sem er nú frekar lítil, mun minnka meir.

En svo er það hin sviðsmyndin, að Bandaríkin fari úr NATÓ, hvað gerist þá? Eftir verða þá 29 aðildarríki. Munu þau leysa upp bandalagið? Nei, mjög ólíklega því þau þora ekki að vera ein og sér. Ekkert þeirra er með getu til að verja sig gegn stórveldum, nema Frakkland og Bretland (rétt svo). Þá hafa Íslendingar valkost, hvorum megin Atlantshafs viljum við vera? Áfram í NATÓ eða í tvíhiða varnarbandalagi við Bandaríkin?  Hagsmunirnir liggja í Evrópu, síður í Ameríku.

Ef Íslendingar kjósa að fylgja Bandaríkjamönnum, má búast við tuddahegðun eins og Grænlendingum er sýnd. Ef Íslendingar kjósa Evrópuher/NATÓ, þá er það bandalag mjög veikt og ekki hægt að treysta á að aðildarþjóðir geti komið til aðstoðar, a.m.k. í upphafi. Slíkt bandalag myndi ótvírætt krefjast þess að Íslendingar taki þátt í eigin vörnum.  Það þýðir íslenskur her og Íslendingar borgi eigin varnir.

Viljum við vera undir hæl stórveldis? Er saga Bandaríkjahers það glæsileg að við eigum að eiga allt undir dutlungum Bandaríkjaforseta? Þetta hefur bloggritari verið að hamra á í áratugi (að sjálfsögðu fyrir daufum eyrum, því hann er bara Jón út í bæ). En það hefur bara sannast að bloggritari hefur haft rétt fyrir allar götur síðan hann hóf að skrifa um varnarmál. Hann sagði t.d. 1999/2000 að Bandaríkjaher væri að týgja sig til farar sem og gekk eftir 2006.  Bloggritari sagði að Íslendingar ættu að koma sér upp varnarmálastofnun sem hann skrifaði um árið 2005 og það gekk eftir. Og hann hefur sagt að hernaðarbandalagið NATÓ væri ekki eilíft. Það kann að rætast fyrr en ætla mætti.

Að lokum. Bloggritari hefur sagt að eigin varnir Íslands sé síðasta sjálfstæðismál landsins. Sjálfstæðisbaráttan hófst af krafti um miðja 19. öld og menn telja hana hafa lokið 1944 með lýðveldisstofnun. En það var bara ekki rétt. Það átti eftir að frelsa Íslandsmiðin, landhelgi Íslands frá erlendri ásókn. Það tókst loks 1976.

En sjálfstæðisbarátta er eilífð, sérstaklega hjá örríki eins og Ísland. Ein af frumskyldum sjálfstætt ríkis er að tryggja öryggi borgara sinna fyrir innlendri og erlendri ógn. Á meðan ríkið getur ekki gert það, er það ekki frjálst og telst á fræðimáli vera "failed state", ríki sem á sér ekki tilverurétt né framtíð.


Kreppuástand framundan í Bandaríkjunum?

Nú eru "snillingarnir", andstæðingar Trumps, farnir að reikna út efnahagskreppu í Bandaríkjunum á árinu! En stöldrum aðeins við. Við þurfum ákveðnar forsendur, byggðar á raungögnum til að fá út slíka niðurstöðu.

Fyrsta forsendan er: Að Trump standi við alla tollahækkanir sem hann boðar. Eins og staðan er í dag, er hann að rúlla fram og til baka með þessar tollahækkanir. Þær eru notaðar með öðrum orðum sem efnahagsvopn. Tollahækkanir á sumar vörur gagnast efnahagslíf Bandaríkjanna mjög vel, hvetur til innlendrar framleiðslu. Aðrar ekki. Það er nefnilega þannig að Bandaríkjamenn eru ekki að keppa á jafnréttis grundvelli gagnvart til dæmis ESB eða Kína. Þetta jafnar samkeppnisstöðuna. Ef hann stendur við áætlanir sínar, verður tímabundin hækkun á innfluttum vörum en á móti eiga innlend fyrirtæki að framleiða meira til að vega upp á móti.

Önnur forsenda er: Haldið verður áfram með sama áframhaldandi ríkishalla og hefur verið síðastliðin 4 ár. Trilljónir á yfirdrætti. En svo er ekki. D.O.G.E á einmitt að skera niður ríkisbálknið.  En þetta tekur tíma. Því að stjórn Biden sendi áfram eiturpillur, reikininginn á stjórn Trumps og því þarf að hækka skuldaþakið fram í september á þessu ári! Trump er að borga reikninga Biden fram eftir ári, en síðan kemur D.O.G.E. til fullra framkvæmda. Musk er að reyna að borga ekki þessa reikninga og hafa mörg mál því endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna til úrskurðar. Má stjórn Trumps hætta til dæmis að borga reikninga USAID?

Þriðja forsenda er: Að litlar fjárfestingar verði í Bandaríkjunum á árinu. En svo er ekki fyrirséð.  Árið 2025 er gert ráð fyrir að fyrirtæki frá löndum eins og Þýskalandi, Bretlandi, Kína, Japan, Sádi Arabíu og Kanada muni auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum. Þessar fjárfestingar munu líklega beinast að fjölbreyttum geirum, þar á meðal upplýsingatækni, fjármálaþjónustu og framleiðslu. Talað er um trilljóna dollara innspýtingu í beinar fjárfestingar í lykil greinum eins og t.d. gervigreind. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hafa helstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna, þar á meðal Amazon, Microsoft, Google og Meta, tilkynnt um áætlanir um að fjárfesta samanlagt yfir 320 milljörðum bandaríkjadala í þróun gervigreindar á þessu ári. Er þetta merki um samdrátt? Ríkisskuldir eru ávísun á hátt verðlag - verðbólgu en fjárfestingar á stærri þjóðarköku.

Fjórða forsenda er: Að orkuframleiðsla verði sú sama eða svipuð. En svo verður ekki. Búið er að henda út um gluggann reglugerðabókina og menn mega bora að vild og eins mikið og þeir geta. Drill, baby, drill! Í fyrri valdatíð Trumps urðu Bandaríkin sjálfbær með orku og fluttu meira segja mikla orku út. Í tíð Bidens, voru menn að taka út úr neyðarbirgðum Bandaríkjanna!

Fimmta forsendan er: Að skattaívilninga pakki sem Bandaríkjaþing er að vinna að, verði ekki að veruleika. En hann verður það, því að Repúblikanar ráða báðum deildum.  Áformað er að lækka skatta um 4,5 billjónir bandaríkjadala, meðal annars með því að afnema skatta á almannatryggingabætur, þjórfé og yfirvinnugreiðslur. Einnig er fyrirhugað að heimila frádrátt vegna vaxta af bílalánum fyrir bandarísk framleidda bíla. (heimild: Investopedia) Stefnt er að framlengja skattalækkanirnar sem samþykktar voru árið 2017, sem annars myndu renna út á næstu árum.

Samkvæmt mati bandarísku fjárlagaeftirlitsstofnunarinnar (CBO) gætu framlengingar á skattalækkunum frá 2017 aukið halla ríkissjóðs um meira en 4 billjónir dala á næstu tíu árum, ef ekki verða gerðar mótvægisaðgerðir í formi útgjaldalækkana en útgjaldalækkun á að dekka meira en þetta.

Talað er um að minnka ríkisbálknið umtalsvert. Árleg ríkisútgjöld Bandaríkjanna eru um 6 billjónir bandaríkjadala. Samkvæmt áætlunum D.O.G.E. er stefnt að því að spara um 560 milljarða bandaríkjadala árlega, sem samsvarar um 9,3% af heildarútgjöldum ríkisins. Þessi sparnaður á að nást með því að endurskoða og einfalda ferla, draga úr sóun og bæta nýtingu fjármuna í opinberum rekstri. Svo er fyrirséð að minni peningur fari í hælisleitendur, þótt það kosti pening að koma þeim úr landi en til langframa sparar það stórfé. Eins verður minni peningur eyddur í stríðsrekstur, t.d. Úkraínu og stór hluti bandarísks herafla fluttur til innan Evrópu eða frá álfunni. Tekið verður til í Pentagon en það apparat er peningahít mikil.

Er efnahagssamdráttur framundan í Bandaríkjunum? Ólíklegt en ársfjórðungs samdráttur gæti orðið og gæti staðið fram eftir árinu. Áhrif stjórnar Bidens gæta enn og það tekur tíma að rétta skútuna af.

 


Virkar rudda pólitík?

Við höfum séð ótrúlega umpólun á pólitískri stefnu Bandaríkjanna á innan við 2 mánuðum.  Stefna ríkisstjórnar Trumps, er gerólík þeirri sem hann stundaði á fyrra kjörtímabilinu.  Þá var hann nýgræðingur á sviði stjórnmála, raðaði ekki réttu fólki í kringum sig og mótspyrnan, bæði innan og utan eigin flokks, var meiri en hann réði við.

Trump náði að mestu sínum pólitískum stefnumálum á fyrri kjörtímabili en covid faraldurinn tryggði að hann næði ekki endurkjör. Við tók skelfileg stjórn Bidens, sem gerði ekki neitt og það að gera ekki neitt, hefur afleiðingar. Litlu einræðisherrarnir hugsuðu sig til hreyfings og létu til skara skríða.

Það er tvennt sem veldur þessari gjörbreyttu stefnu Trumps. Annars vegar rétt slapp Trump við að vera drepinn. Þetta hafði grundvallar breytingu á hegðun hans. Hann veit sem er, að hann hefur takmarkaðan tíma og þessu getur lokið á augnabliki.

Hins vegar veit Trump að hann er á seinna kjörtímabili, hann þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri og því geti hann farið sínu fram að vild.  Demókrataflokkurinn er algjörlega sundraður og ekki má búast við mikilli andstöðu frá þeim, aðra en kjánaleg mótmæli eins og við ræðu Trumps á Bandaríkjaþingi. 

Trump hefur haft átta ár til að skipta út andstæðingum sínum úr flokknum og nú er svo komið að andstæðingar hans innan flokksins má telja á annarri hendi.

Með fullt umboð kjósenda, hann vann fjölda kosninguna og fjölda kjörmanna ótvírætt, hefur hann umboð til verka.

Nú kom Trump vandlega undirbúinn til verka, með 4 ára undirbúning og 4 ára reynslu frá fyrra kjörtímabili.  Hann vinnur því hratt og sjaldan eða aldrei hafa menn séð eins mikinn hraða á verkum ríkisstjórnar.

Trump hefur markmið. Þeim skal náð, jafnvel með ruddaskap og vinaslit. Við erum að sjá valdapólitík eins og hún var stunduð í Evrópu á 19. öld og hún gíndi yfir öllum heiminum, nýlendukapplaupið mikla og stórvelda pólitík.  Munurinn er að nú höfum við fjölmiðla og netið sem fylgist með í rauntíma hráskinnaleik stórveldanna. Við getum meira séð leiðtoga (Úkraínu) tuktaðan til í beinni en áður (t.d. Hitler gerði í Tékkóslakíu) á bakvið tjöldin.

Eins og staðan er í dag virkar rudda pólitíkin vel. Heimurinn er í höndum Trumps. En spyrja verður að leikslokum. Trump mun ekki ná öllum sínum markmiðum, til þess er heimurinn of flókinn og menn ekki allir strengjabrúður sem hægt að sjá fyrir með viðbrögð.  Fyrir okkur Evrópubúa eru þessi umskipti ekki skemmtileg eða gleðileg. Okkur er hótað tollum, brotthvarf herverndar Bandaríkjanna o.s.frv.

En það er einn kostur við rudda pólitík, en hún er að hún hristir fólk til raunveruleikans. Fyrir Evrópumenn er hann að þeir eru algjörlega undir hæl Bandaríkjanna um varnir í áratugi og þeir hafa vanrækt að rækta eigin varnargarð. Bandaríkjamenn eru óvinir þeirra efnahagslega og efnahagsstríð er framundan við BNA. 

Annað er að sósíaldemókratíska stefna þeirra sem hefur verið við lýði undanfarna áratugi er á endastöð. Þeim hefur tekist að eyðileggja evrópskt lýðræði (yfirþjóðlegt vald ESB), málfrelsi, menningu, grunngildi og efnahagsstefnu vegna ný-marxíska hugmyndastefnu sem hefur aldrei átt samleið með raunveruleikanum. Evrópumenn verða e.t.v. að skipta yfir í stórveldapólitík nauðugir og úr því koma stórveldi eins og Frakkland, Bretland, Rússland og Þýskaland.


Kjarnorku regnhlíf Frakka dugar til að hjúpa Evrópu?

Frakkar bjóða núna kjarnorkuvopna hjúp yfir ríki Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum frá árinu 1997 var talið að Frakkland ætti þá um 500 kjarnorkuvopn.

Nýjustu opinberu upplýsingar um fjölda kjarnorkuvopna í heiminum eru ekki tiltækar í fyrirliggjandi gögnum, en almennt er talið að Frakkland eigi nú um 300 kjarnorkuvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum frá árinu 1997 var talið að Bretland ætti þá um 200 kjarnorkuvopn. Nýjustu opinberu upplýsingar um fjölda kjarnorkuvopna í heiminum eru ekki tiltækar í fyrirliggjandi gögnum, en almennt er talið að Bretland eigi nú um 225 kjarnorkuvopn. 

Segjum svo að þessar Evrópuþjóðir eigi til saman rúmlega 500 kjarnorkusprengjur. En geta þessi ríki varið alla Evrópu? Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum frá árinu 1997 var talið að Bretland ætti þá um 200 kjarnorkuvopn. Frakkland getur varla varið alla Evrópu eingöngu með sínum 300 kjarnorkusprengjum, en það getur veitt sterka fælingarmátt gegn árásum á franska hagsmuni og bandamenn þess. Frakkar líta á kjarnorkuvopn sín sem sjálfstætt fælingartæki (force de frappe) og hafa beitt þeirri stefnu síðan á tímum Charles de Gaulle.

Þessar þjóðir verða að binda þessa skuldbindingu formlega til að eitthvað sé að marka þessa yfirlýsingu. En þetta hefur einhvern fælingarmátt. Búast má við að Frakkar og Bretar fjölgi kjarnorkuvopnum sínum í ljósi þess að Bandaríkjaher er að minnka viðveru sína í Evrópu.  Munum að Rússar hafa eigin kjarnorkuvopnaher (já sérstaka hereiningu) og stríðskenning þeirra bygging á ef til innrásar kemur í Rússland, verði þeim beitt umsvifalaust. Þetta er sérstaklega hugsað gagnvart Kína sem er nátttúrulegur óvinur þeirra. Sama geta Evrópuríki gert. Það þarf þá ekki að fjölga svo mikið í evrópskum herjum.


Trump undir hæl Pútíns?

Trump hefur ekki tekið neinum silkihöndum á Zelenskí eins og sjá má af atburðarrás undanfarna daga.  Nú er Zelenskí nauðbeygður til að láta að vilja Trumps í jarðefnamálinu og gengur líklega til friðarsamninga á næstunni. Rússar eru afar ánægðir með framgöngu Trumps.

En svo er það stóra spurningin. Hvernig mun Trump taka á Pútín við samningsborðið? Ef hann fer mjúkum höndum um Rússa, verða spurningar um tök Rússa á honum áleitnar. Þetta á eftir að koma í ljós fljótlega.


Stjórnmálaelítan á Íslandi tekur afstöðu með Evrópu

Það er ekki annað að sjá en að með að taka skýra afstöðu með Evrópuþjóðum í Úkraínu stríðinu, sé Ísland að taka skrefið með Evrópu gegn Bandaríkjunum. Er ekki að segja að það sé rangt, enda Ísland Evrópuríki.  Spurningin er hins vegar, hvar liggja hagsmunirnir? Með Bandaríkjunum eða Evrópu (ESB)?

Hernaðarlegir/öryggishagsmunir liggja með Bandaríkjunum, en með Evrópu efnahagslega. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands, stunda Íslendingar meiri viðskipti við Evrópu en Bandaríkin. Hagstofa Íslands segir að fyrir árið 2020 námu útflutningstekjur til ríkja Evrópusambandsins um 162,5 milljörðum króna, en til Bandaríkjanna um 76,7 milljörðum króna. Þetta þýðir að útflutningur til ESB-ríkja var rúmlega tvöfalt meiri en til Bandaríkjanna. 

En öryggishagsmunir Íslands liggja með Bandaríkjunum. Án verndar Bandaríkjanna eru Íslendingar illa staddir, öruggislega séð. Hvaða Evrópuþjóð væri tilbúin að senda hingað herlið til lands til að verja landið? Við erum ekki með tvíhliða varnarsamning við annað ríki en Bandaríkin.

En skiptir efnahagslegs samskipti hér meginmáli? Viðskipti Íslands við Evrópu eru yfirgnæfandi í umfangi vegna nálægðar, samgönguleiða og EES-samningsins, sem einfaldar viðskipti. Hins vegar hafa viðskipti við aðrar heimsálfur vaxið, sérstaklega við Bandaríkin og Kína. Ísland stendur frammi fyrir áskorunum í viðskiptum utan Evrópu, þar sem samgöngur eru flóknari og tollar geta verið hærri. Þrátt fyrir það hefur alþjóðavæðing og aukinn áhugi á íslenskum afurðum stuðlað að fjölbreyttari markaðsaðgangi.

Hér er því jafnvægis leikur að ræða. Vegna þess að hagsmunir Íslands liggja bæði vestan hafs og austan, ættu Íslendingar ekki að taka skýra afstöðu með öðrum hvorum aðila. Sem örríki sem þarf það að eiga góð samskipti við öll ríki, er stundum best að segja sem minnst og gera enn minna. Þarna getur Ísland tekið sér Sviss til fyrirmyndar. Þeim hefur tekist að verja sjálfstæði sitt og viðskiptahagsmuni sem og hernaðarhagsmuni í gegnum aldir.  Allar ákvarðanir í utanríkismálum verða að vera byggðar á hagsmunum Íslands.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband