Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Sparnaðar- og hagræðingarráðuneyti og ríkisendurskoðun

Það er þannig að þegar stjórnkerfi eru orðin gömul og þroskuð, þá vilja hlutir verða rútínukenndir og staðnaðir. Stjórnsýslan er orðin þannig í flestum ef ekki öllum vestrænum ríkjum.

En svo urðu kosningar í Bandaríkjunum. Viðskiptajöfur, afar óvenjulegur í háttum og framkomu, er að verða næsti forseti Bandaríkjanna og í annað sinn.  Þegar Trump tók við völdum 2017 mætti hann mikilli mótspyrnu frá nánast öllum, frá samherjum í Repúblikanaflokknum, Demókrataflokknum, stjórnkerfinu og svo kallaða djúpríki.  

Trump hefur ákveðið að læra af reynslunni og sjá má það af skipan nýrrar ríkisstjórnar sem nú er í mótun. Skipan ráðherra í hinni nýju ríkisstjórn hefur komið miklu umróti innan Wasington DC.

Menn hafa misst andlitið vegna sumra skipananna. T.d. skipan Matt Gaetz í stöðu dómsmálaráðherra. Mjög óvenjulegt val og samkvæmt kokkabókunum er hann alshendis óhæfur.  En það er hann ekki samkvæmt mati Trumps, því að hann á fyrst og fremst að láta hausa fjúkja.  Eins og dómsmálaráðuneytið er í dag, ríkir þar algjör spilling, pólitískar ofsóknir er á hendur pólitískra andstæðinga (ekki bara Trump, heldur einnig stuðningsmanna hans) og núverandi dómsmálaráðherra framfylgir ekki lögum, t.d. er varða landamæri ríkisins.

Óvenjulegasta aðgerð Trumps er myndun nýs ráðuneytis, sem mætti kalla á íslensku sparnaðar- og hagræðingarráðuneyti. Til starfa er valdir tveir róttækir einstaklingar, Vivek Ramaswamy og Elon Musk.  Báðir eru milljónamæringar og þrautreyndir í fyrirtækjarekstri. Fræg var þegar Musk keypti Twitter og rak 80% af starfsfólkinu. Það hafði engin áhrif á reksturinn, ef eitthvað er, hlaust af mikill sparnaður. Nú á að skera niður við trog alla óþarfi eyðslu ríkisins og á sama tíma sem skattalækkanir eiga að eiga sér stað. Skattalækkanir geta ekki átt sér stað nema ríkisútgjöld verði skorin niður.

Árið 2024 námu heildarútgjöld ríkisins 6.75 trilljónir dala og heildartekjur 4.92 trilljónir dala, sem leiddi til halla upp á 1.83 trilljónir dala, sem er aukning um 138 milljarða frá fyrra fjárhagsári. Musk sagðist geta skorið niður ríkisútgjöld um 2 trilljarða dollara. Það væri ótrúlegt og um leið frábært ef það er raunverulega hægt.

En hvað með Ísland?  Hvað er ríkisendurskoðun að gera? Jú, hún kemur með athugasemdir við hallarekstur stofnana og ráðuneyta.  En hún hefur ekki það hlutverk að hagræða og skera niður útgjöld.

Það væri ekki svo vitlaust að Íslendingar komi sér upp ráðuneyti eða stofnun sem einbeitir sér bara að því að halda ríkisútgjöld innan fjárlaga. T.d. mætti setja í lög að Alþingi megi ekki skila inn hallafjárlögum. Þess má geta ríkissjóður Íslands var hallalaus og skilaði afgangi á tímabilinu 1874-1904. Á þessu tímabili var íslenska fjármálakerfið einfalt og útgjöld ríkisins lág, að mestu leyti bundin við rekstur embætta og grunnþjónustu. Tekjur ríkissjóðs komu aðallega frá tollum, sköttum og öðrum álögum. Annað var að ræða á tímabilinu 1904-1918. Á einstaka árum, sérstaklega í kringum heimsstyrjöldina, var halli á fjárlögum vegna aukinna kostnaðar við að tryggja innflutning og stuðla að verðstöðugleika innanlands. Hins vegar reyndi stjórnvöld að halda hallanum í lágmarki. Á lýðveldistímabilinu frá 1944 til 2019 tókst stjórnvöldum stundum að halda ríkissjóði réttum megin við strikið.

Íslendingar virðast ekki kunna að spara. Aldrei má skera niður óþarfa útgjöld eða leggja niður óþarfi ríkisapparat eins og RÚV sem kosta skattgreiðendur um 10 milljarða á ári. En svo er skorið niður þar sem síst skyldi. Skera á niður fjárlög til nýja Landsspítalans um 2,5 milljarða króna en á sama tíma að senda 1,5 milljarða í tapað stríð í Úkraínu. Eru stjórnmálamenn galnir? Hvaða hagsmuni eru þeir að gæta? Ekki Íslendinga í þessu tilfelli. Stundum heldur maður að Íslendingar séu upp til hópa heims...eins og forstjóri Íslensku erfðagreiningarinnar sagði eitt sinn.


Milljarðar í erlent stríð en Landhelgisgæslan vantar milljarð

Talandi um forgangsmál sem íslenska stjórnmálaelítan setur sér, þá vekur hugmyndir hennar oft á tíðum furðu. Stjórnmálamennirnir vilja gleyma að þeir eru fulltrúar fólksins í landinu en ekki fólks erlendis.  Þeim er treyst fyrir fjármunum þjóðarinnar, sem við öll höfum lagt í sjóð með sköttum okkar. Þetta eru mínir peningar og þínir.

Traustið er jafnan misfarið og stjórnmálamennir halda við valdatöku að þeir hafi komist í fjársjóð sem hægt er að eyða eins og þeim dettur í hug. En þessi fjársjóður er nánast alltaf of lítill og það verður að skipta gullpeningunum sem koma upp úr kistunni réttlátlega og í nauðsynjarverk.

Nú hafa stjórnmálamenn eyrnarmerk skattfé fyrir árið 2025, án umboðs í raun, í erlent stríð.  Ber ekki að endurskoða þá ákvörðun?

Eins og kemur fram í titli greinarinnar vantar u.þ.b. 1 milljarð í lögboðin rekstur LHG. En svo kann einhver að spyrja, eru ekki til peningar handa LHG? Jú en peningarnir fara í stríð sem okkur kemur ekkert við og meira en það.

Kíkjum á fjárlagafrumvarpið 2025 og liðinn "04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál" sem er mandran fyrir öryggis- og varnarmál Íslands. Þar segir:

"Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 6.820,9 m.kr. og hækkar um 1.487 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 272,3 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

a. Framlög til málaflokksins hækka um 1.500 m.kr. vegna aukins varnartengds stuðning við Úkraínu, á grundvelli þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, sem samþykkt var á Alþingi í apríl 2024. Horft verður sérstaklega til þess að öll framlög til Úkraínu mæti óskum og þörfum Úkraínu hverju sinni..."

Í raun þýðir þetta fjármagn sem fer í varnarmál stendur í stað eða raunlækkun því verðbólga spilar hér inn í en aukafjármagnið fer í stríðið í Úkraínu!!! Hvernig þessir snillingar fundið út að þetta er "...varnartengdur stuðningur við Úkraínu..." og tengist vörnum Íslands á einhvern hátt, er óskiljanlegt. Ritari væri ánægður ef þetta fé sem rennur til Úkraínu færi í færanlegt bráðasjúkrahús eins og við höfum þegar sent en slíkt kostar um 1,1 milljarð kr.

Á meðan er Landhelgisgæslan án eftirlitsflugvélar en hreyflar hennar eru tærðir og í raun ónýtir.

Tímarnir eru breyttir og fyrirséð er um endalok stríðsins í Úkraínu.  Trump sem ætlar sér meiriháttar niðurskurð í ríkisútgjöldum ásamt Repúblikana stýrðu Bandaríkjaþingi munu ekki eyða dollar meir í tapað stríð.

Pútín og Trump eru þegar byrjaðir bera víurnar í hvorn annan opinberlega. Tók eftir að Trump sagði í kosningabaráttunni að hann muni senda sendinefnd þegar til Rússlands að afloknum kosningum til að ræða friðarskilmála. Leiðtogar eru þegar byrjaðir að streyma til Flórída á fund Trumps.

Svona sér ritari fyrir sér friðarskilmálanna: Úkraínu verður meinað að ganga í NATÓ en fær inngöngu í ESB. Donbass héruðin verða sjálfstjórnar héruð eða ríki. Krímskaginn halda Rússar með réttu en sögulega séð hafa þeir átt skagann í 300 ár.

Þessi niðurstaða hefði mátt ná í samningaviðræðum í stað hundruð þúsunda fallina manna á vígvellinum. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í stríði í rúm tvö ár. Hvað varð um friðelskandi Ísland?


Efnahagslegar afleiðingar valdatöku Trumps (líka fyrir Ísland)

Það eru ekki bara efnahagslegar afleiðingar af komandi valdatöku Trumps heldur líka pólitískar. Óvinaríki eins og Venesúela og Rússland hafa þegar óskað Trump til hamingju með sigurinn.

Snúum okkur að hræðsluáróðrinum sem óvinir Trumps eru þegar byrjaðir að predika. Þeir segja að með því að reka tugir milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi, muni það skaða efnahag ríkisins. Þessi postular taka þá ekki með í myndina kosnaðinn af ólöglegum innflytjendum. 

Nú er leitað á náðir ChatGPT:

"Áætlaður heildarkostnaður á ári vegna ólöglegra hælisleitenda: 58-60 milljarðar dollara

Þessi heildarkostnaður inniheldur bæði beinan kostnað (heilsugæslu, menntun, löggæslu) og nokkurn óbeinan kostnað (t.d. samfélagsþjónustu, réttarmeðferð). Hins vegar er rétt að taka fram að þetta er gróft mat, þar sem ekki eru allir óskráðir innflytjendur hælisleitendur og ekki er allur kostnaður beint að rekja til mála sem tengjast hæli.

Hagnaður í tekjum

Á hinni hliðinni leggja innflytjendur án skráningar, þar á meðal hælisleitendur, til milljarða með sköttum, sérstaklega sölu- og eignarsköttum. Fjárlagaskrifstofa þingsins (CBO) áætlaði að að meðaltali greiði óskráðir innflytjendur um 10-15 milljarða dollara árlega í skatta.

Nettókostnaðaráætlun

Ef maður dregur frá áætluð skattframlög gæti nettókostnaður innflytjenda án skráningar, þar með talið hælisleitenda, verið á bilinu 45-50 milljarðar dollara á ári. Þetta er áætluð tala, mjög háð þeirri stefnu sem er til staðar og hvernig kostnaði er stjórnað á ríkis- og sambandsstigi." Tilvísun í ChatGPT endar.

Nú eru vinstrilingarnir farnir að predika að tolla- og efnahagstefna Trumps muni leiða til efnahagshruns. Þessir "snillingar" eru fljótir að gleyma seinustu valdatíð Trumps, þar sem efnahagurinn blómstraði og hörð tollastefna hans leiddi til gífurlegs hagvöxt í Bandaríkjunum, sögulega lága verðbólgu, orkuverð í lágmarki og dagvöruverð í lægstu hæðum.

Efnahagur Bandaríkjanna eftir skattalækkanir og verndatolla

Trump boðar skattalækkanir, það þýðir minni tekjur. Það eru nokkrar leiðir til að mæta tekjutapi fyrir ríkissjóð (sama lögmál gildir fyrir Ísland). Stækka þjóðarkökuna sem Trump ætlar að gera með því að gera Bandaríkin að mesta olíu- og gasríki heims. Það geta Bandaríkjamenn auðveldlega, því að þeir eiga mestu orkulindir heims og hvetur til innlenda framleiðslu aukningu á öllum sviðum.  Svo er það verndartolla stefna Trump sem vinstri menn hafa gagnrýnt harðlega en minnast ekki á að Biden tók ekki þessa tolla af þegar hann tók við völdum. Hann hélt þeim gagnvart Kína! Eru viðskiptin á milli ríkjanna eitthvað verri?

Keðjuverkun mun eiga sér stað. Fólk vill gleyma að orkan (sama hvaðan hún kemur) knýr efnahagslíf þjóðfélagsins. Íslendingar eru mjög heppnir að vera að mestu orku óháðir og geta treyst á innlenda orku. Ef Íslendingar þyrftu að nota erlenda olíu myndi það kosta þjóðfélagið tugir ef ekki hundruð milljarða króna árlega. Ef orkuverð er lágt, er allur fyrirtækjakostnaður lágur, það þýðir lægra vöruverð og hærri laun. Verðbólga helst lág og fjárfestingar í hámarki = þjóðarkakan stækkar.  Er ekki hagsældartímabil framundan ef friður kemst á og efnahagur blómstrar? 

Meira segja Íslendinga græða á þessari efnahagsuppsveifu Bandaríkjanna. Kíkjum á tollakjör Íslands gagnvart Bandaríkjunum. Ísland hefur "Normal Trade Relations (NTR) duty rate" eða "Most Favoured Nation (MFN) duty rate" stöðu gagnvart Bandaríkjunum. Þetta þýðir að íslenskar vörur njóta lægri toll- eða tollfríðinda, til dæmis á drykkjarvörum, sem eru undanþegnar tolla samkvæmt þessum kjörum. Hins vegar þarf engu að síður að greiða sérstakan vörugjald eða áfengisgjald eins og innlendir framleiðendur í Bandaríkjunum, ef varan fellur undir slíka gjaldtöku.

Þetta stöðugildi tryggir Íslandi ákveðin efnahagsleg kjör í viðskiptum við Bandaríkin, sem er mikilvægt fyrir útflutningsaðila á ákveðnum vörumarkaði.

Áður en við látum tilfinningar okkar gagnvart persónunni Trump leggja þoku yfir skynsemi okkar, ættum við að hafa í huga að samskipti ríkjanna hefur verið gífurleg sterk og ná til seinni heimsstyrjaldar. BNA voru fyrst til að viðurkenna íslenska lýðveldið og hafa lagt sitt til íslensku þjóðarkökuna (Varnarlið var stór hluti af íslensku efnahagslífi um áratugaskeið). Bandaríkin hafa líka verndað okkur og sparað okkur herkostnað en án Bandaríkjanna hefðu Íslendingar neyðst til að stofna íslenskan her. Það væri því heimskulegt að móðgast og vinna gegn stjórn Trumps næstu fjögur árin; það er gegn íslenskum hagsmunum!


Vinstri skipbrot í Bandaríkjunum og Evrópu

Úrslit kosninganna í Bandaríkjunum og í Evrópu undanfarið er skýr skilaboð almennra borgara til ráðamanna að fólk almennt er búið að fá nóg af öfga vinstri stefnu.  Almennt hafa vinstri flokkar farið langt til vinstri, líka Demókrataflokkurinn sem hafði haldið sig á miðjunni.

Fólk vill almennt ekki opin landamæri, skattaáþján, afskipti ríkisvaldsins af einkalífi fólks og skert tjáningarfrelsi.  Það vill eiga fyrir nauðþurfum, viðhalda fjölskylduna, vinna sín störf og fá að tjá sig sem borgarar í lýðræðisríki. 

Fjölmiðlar reyndu að mála Donald Trump sem Hitler endurborinn en fólk vissi sem var, að Trump hafði sannað sig sem forseti og forsetatíð hans var farsæl. Engin stríð, efnahagurinn blómstraði, lítið atvinnuleysi og kaupmáttur almennt var góður. Allir hópar, líka minnihlutahópar, gekk vel. 

Held að flestum Íslendingum sé illa við Trump, enda búið að mála hann sem mann sem er ekki húsum hæfur. Engin getur þó bent með rökum af hverju hann var svona vondur forseti (utan orðbragð hans). Íslenskir fjölmiðlar hafa copy/paste fréttaumfjöllun bandaríska megin fjölmiðla sem hefur hingað til verið mjög neikvæð gagnvart Trump og Repúblikana almennt. Eina sem Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af, er hvernig samskiptin verða við Bandaríkin í kjölfar valdaskiptanna vestan hafs.

Meginfjölmiðlar eru búnir að missa allan trúverðleika gagnvart almenning og traustið er farið.  Hvort þeir misstu trúverðleikan við að taka niður Trump eða nýja fjölmiðlabyltingin, með samfélagsmiðlana hafi þarna spilað megin rullu, er erfitt að segja.

Megin mistök almennings og fjölmiðla er að rugla saman persónu og pólitíska stefnu.  Það heldur að maður sem er tungulipur og kurteis í tali sé góður leiðtogi. Raunveruleikinn er annar. Enginn verður leiðtogi nema að hafa bein í nefinu og vera valdafíkill. Persónan skiptir minna máli en pólitísk stefna hennar. Þori að fullyrða að allir stjórnmálaleiðtogar hafa einhver leyndarmál að fela.

 

 


Repúblikanaflokkurinn er nú Trump flokkur

Þeir sem fylgjast vel með bandarískri pólitík, komu þessi úrslit í nótt ekki á óvart. Kamala Harris reyndist vera gjörsamlega óhæfur frambjóðandi, ekki einu sinni með umboð frá eigin flokki, og hún ætlaði að beita sömu taktík og Joe Biden, að heyja kosingabaráttu úr kjallara. Harris misreiknaði sig illa, því að kjallara framboð var bara í boði í heimsfaraldri, ekki í venjulegu ástandi.

Bloggritari fylgist afar náið með bandarískri pólitík og veit enn ekki fyrir hvað Harris stóð fyrir. Hún skipti nefnilega um skoðun á öllum málum og hvort var hvað?  En miðað við málflutning hennar áður en hún fór í núverandi framboð, stóð hún fyrir wokisma, lögleysu (defund the police), árásir á jarðneytisframleiðslu, opin landamæri, skattahækkunum, útdeilingu gæða til sérhópa úr tómum ríkissjóði, ístöðuleysi í utanríkismálum og miðað við þessar áherslu, myndi hún sóma sér vel í VG sem formaður.

Það er einn demókrati sem er mjög ánægður með úrslitin, en það er Joe Biden sem þurfti að þola valdarán, útskúfun og niðurlægðingu.Nú getur hann sagt: Þið hefðuð átt að halda ykkur við mig og ég hefði sigrað (sem ekki var það sem stefndi í).

Mikill munur verður á forsetatíð Trump miðað við þeirri fyrri. Nú þekkir hann alla, veit hvernig stjórnkerfið virkar, veit strax frá byrjun hverjir reynast vel og hverjir ekki. Hann er með mikla reynslu að baki og hann hefur utan forsetis tíðar sinnar unnið markvisst að styðja kandidata sem styðja hans stefnu innan Repúblikanaflokksins. Nú er svo komið að það er engin andstaða lengur innan flokksins og því verðu auðveldara nú að hrynda stefnu hans áfram. Það lítur út fyrir að Fulltrúadeildin haldist, Öldungadeildin fellur líka í skaut Repúblikanaflokksins og Hæstiréttur Bandaríkjanna er í höndum Repúblikana, 6-3. 

Mál gegn Trump munu falla um sjálf sig. Hann mun vaða í spillta FBI og hreina ærlega innandyra, CIA fær líka útreið (varðhund djúpríkisins) og leyniþjónustan sem hefur átt í erfiðleikum með að halda honum á lífi, fær líka hreinsun. Djúpríkið verður áhyggjufullt vegna niðurskurðar framundan.

Milljónir manna verður hent úr landi, löglegir innflytjendur verða líka stöðvaðir og verður þetta fyrsta verk hans. Landamæraveggurinn heldur áfram að rísa og stjórnkerfið verður ærlega hreinsað. 

Elon Musk hefur fengið það hlutverk að skera niður. Það er svaka niðurskurður framundan, 80% niðurskurður á ríkisútgjöldum og á stofnunum. Spara á 2-3 trilljarða dollara og ríkissjóður á að skila afgangi. Ef einhver getur þetta, er það Elon Musk.

Robert Kennedy mun taka til með heilsu Bandaríkjamanna sem er slæm almennt.

Bandaríkin verða mesta olíuveldi heims undir stjórn Trumps. Tollastefna tekur við gagnvart ESB og Kína. Skattalækknir og reglugerðir teknar og niðurskornar. Verðbólga mun lækka, sem og orkuverð og matvælaverð.

Lögleysa verður úr sögunni með öflugri löggæslu og Trump mun segja "sanctury cities" eða "verndar borgir" stríð á hendur.

Herinn fær sína sneið og hættir að vera woke her.  Bandaríkin verða áfram í NATÓ, þrátt fyrir endurkomu Trumps, en NATÓ-ríkin verða að standa og sitja eins og hann segir.

Evrópa er ekki ánægð, a.m.k. í Vestur-Evrópu en Austur-Evrópa er þarna búin að fá bandamann gegn wokisma og opnum landamærum. Hvar Ísland stendur í þessu, veit enginn. Ekki einu sinni Trump sem hefur aldrei minnst á Ísland á nafn. Staða okkar verður því status quo, áfram útvarðar herstöð Bandaríkjanna.

Pútín segist ekki ætla að óska til hamingju en hann veit svo sem að sendinefnd fer á næstunni á fund hans til að leysa Úkraínustríðið. Hann er ánægður með það. Kínverjar hafa sætt sig við sína framtíð, búast við tollum og fresta Taívan ævintýri sínu líklegar þar til Trump endar sinn forseta feril. 

Spurning hvernig Íran bregst við, því nú hafa Ísraelar opin skotleyfi á landið. Mun hugmyndafræðin taka yfirhöndina eða almenn skynsemi? Því að í næstu hrynu munu Ísraelar ráðast á kjarnorkuver Írans og olíuinnviði. Arabaríkin  (súnní ríkin) munu kappkosta að styðja Ísrael, leynt og ljóst. Sádar eru einstaklega hrifnir af Trump.

Í stað þess að valdatíð Trump hefði verið 8 ár, ef hann hefði sigrað Joe Biden, stefnir í að valdatíð hans vari í 12 ár. 

Trump er og verður Trump, kjaftaskur, víg reifinn en burt séð frá persónuleika göllum (og kostum), mun hann drífa Bandaríkin áfram eins og fyrirtæki. Vinstrið verður áfram móðgað en valdalaust næstu tvö árin.

Trump breytti Repúblikanaflokknum úr elítuflokki yfir í breiðan borgaraflokk, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var einu sinni, flokk verkamanna og millistéttarinnar. Flokk sem allir kynþættir geta kosið.  Repúblikanaflokkurinn er sannarlega Trump flokkur í dag.


Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa áhrif á stríðið í Miðausturlöndum

Ljóst er að árás Ísraelshers á Íran var höfð í hófi, aðeins var ráðist á hernaðarskotmörk og andstæðingurinn meira segja aðvaraður fyrirfram um árásina. Svo vissir voru Ísraelmenn um að komast óséðir inn í lofthelgi Írans. Það svo raungerðist. 

Samkvæmt fyrstu fréttum hafa Íranir gert lítið úr loftárásunum og virðist það benda til stiglækkun átaka...í bili. Það eru nefnilega allir að bíða eftir niðurstöðum forsetakosninganna þann 5. nóvember n.k. Og það skiptir máli hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Ef Kamala Harris verður næsti forseti, má búast við að það verði áfram kaós ástand í Miðausturlöndum. Arabar bera enga virðingu fyrir kvenkyns leiðtoga, þótt hún sé forseti Bandaríkjanna.

En ef Trump kemst til valda, þá er erfitt að spá í spilin. Annað hvort hræðir hann Íranir til að halda aftur af sér og átökum lýkur eða Ísraelmenn sjá þarna tækifæri til að ganga endanlega frá kjarnorkuvopnaáætlun Írana (sumir segja að Íranir séu komnir með kjarnorkuvopn nú þegar).  Sum sé, líkurnar á áframhaldandi átök í Miðausturlönd eru tveir á móti þremur.


Er Ísrael að fara að auglýsa skotmörk fyrirfram?

Samkvæmt fréttum hafa Ísraelmenn lofað stjórn Joe Biden að ráðast ekki á olíu skotmörk eða kjarnorku skotmörk.  Er einhver sem trúir þessu?  Hvernig Ísraelher hefur starfað síðan þetta stríð hófst, hefur vakið undrun og ótta andstæðingana. Bloggritari er nokkuð fróður um hernaðarsögu en hann man ekki eftir að nánast öll yfirstjórn óvina hafi verið tekin út, áður en herafli þeirra er útrýmt.

Ísraelmenn græða ekkert á því að eyða herstöðvar í Íran, það espir bara Írana upp. Ef hlustað er grannt á ísraelska fjölmiðla segja þeir að þetta sé sögulegt tækifæri til að taka út kjarnorku vopna framleiðslu Írana. Þeir síðarnefndu er líklega komnir með kjarnorkusprengjur en þeir þurfa að festa þær á eldflaugar sem þeir eiga reyndar nóg af. Óstaðfestar heimildir eru um kjarnorkuvopna sprengu tilraun fyrir nokkrum misserum. Það er nú eða aldrei fyrir Ísraelmenn en hvað það þýðir fyrir okkur hin og heimsfriðinn, það er annað mál að pæla í.


Sérfræðingar í líkamstjáningu segja að Trump hafi unnið kappræðurnar þeirra Trumps og Harris

Dr. Philip sem allir þekkja fékk til sín tvo færustu líkamstjáningu sérfræðinga Bandaríkjanna til að meta frammistöðu allra sem komu fram í beinni útsendinguna kappræðna Harris og Trumps. Þeir mátu svo að Trump hafi staðið sig betur. En hann var greinilega á köflum reiður og hafði ímögu fyrir Harris. Það sást langar leiðir.


Annað athyglisvert er að umræðustjórarnir tveir voru greinilega á móti Trump ef marka má líkamstjáningu þeirra og hvernig þeir spurðu spurningarnar. Trump hafði því rétt fyrir sér að hann var í kappræðum við þrjá einstaklinga en ekki einn. 

Umræðustjórarnir á CNN stóðu sig mun betur er Trump atti kappi við Biden. En úrslit kosninganna veltur ekki á þessum kappræðum. Fólk er þegar búið að ákveða sig hvern það ætlar að kjósa.


62% líkur á að Trump vinni forseta kosningarnar

Könnunargúrúinn Nate Silver og kosningaspálíkan hans gefur Donald Trump 63,8% líkur á að vinna kosningarnar í nýrri uppfærslu á nýjustu kosningaspá sinni á sunnudaginn, eftir að skoðanakönnun NYT-Siena College leiddi í ljós að fyrrverandi forseti leiddi varaforseta Kamala Harris um 1. prósentustig.

Harris hefur komið framarlega í nokkrum landskönnunum og sveiflukenndum ríkjum síðan hún tók við efsta sætinu. Hins vegar sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar NYT/Siena College, samkvæmt Silver, að niðurstöður skoðanakönnunarinnar staðfestu þá skoðun kosningalíkans hans að það væri „breyting í skriðþunga“ í samkeppninni.

Könnun NYT/Siena háskólans leiddi einnig í ljós að fleiri kjósendur sögðu að Harris væri „of frjálslyndur eða framsækinn“ í helstu stefnumálum en kjósendur sem sögðust telja Trump vera „of íhaldssaman“. Samkvæmt módeli hans á Harris aðeins 36% möguleika á að vinna kosninga fulltrúa ríkjanna 50 og í heildina leiðir hann Trump með 2,5 stig í meðaltali Silfurs á landsvísu.


Efnahagsstefna Kamala Harris

Það er erfitt að átta sig á efnahagspólitík Kamala Harris, því  að hún hefur ekki birt hana á vefsetri sínu né haldið blaðamannafund síðan hún tilkynnti framboð sitt til forseta. Framboð Trumps bjó til vefsíðu fyrir Kamala Harris í hæðnisskyni þar sem raunveruleg stefna hennar og Joe Bidens er birt og hefur verið undanfarin fjögur ár.  Það eru þó komnar vísbendingar um hvað hún ætlar að gera og það er að fara ofan í vasa skattborgaranna til að greiða niður reikninga sérvalda hópa. Dæmigerður sósíalismi sem er þarna á ferðinni. 

Mest sláandi tillögurnar voru um afnám læknisskulda milljóna Bandaríkjamanna; "fyrsta" bannið við verðhækkunum á matvöru og matvælum (verðlagshöft sem að sjálfsögðu mun auka verðbólguna og búa til vöruskort, svartan markað og spillingu); þak á verði á lyfseðilsskyldum lyfjum; 25.000 dollara styrki fyrir fyrstu íbúðakaupendur; og barnaskattafsláttur sem myndi veita fjölskyldum $ 6.000 á hvert barn fyrsta árið í lífi barns.  Allt kostar þetta og skattgreiðendur borga eða skuldir ríkisins aukast en þær eru orðnar stjarnfræðilega háar, svo háar að Bandaríkin eru tæknilega séð gjaldþrota.

En stefnuafstöðurnar sem hún kynnti benda til þess að hún muni halda áfram, ef ekki dýpka, umbreytingu flokksins undir stjórn Biden, sem ýtti undir árásargjarnari afskipti stjórnvalda í hagkerfinu í iðnaðar-, vinnu- og samkeppnismálum.

Ræður kosningabaráttu Harris höfðu að miklu leyti beinst að víðtækari þemum um að byggja upp betri framtíð, með þeim rökum að Donald Trump og repúblikanar væru að reyna að taka landið afturábak. Harris talaði einnig um "frelsi", þar á meðal æxlunarréttindi (fóstureyðingar), hjónabönd samkynhneigðra og kosningarétt.

Framboð hennar  segir að áætlun hennar yrði greidd með sköttum á fyrirtæki og nokkra af tekjuhæstu einstaklingum landsins, ásamt öðrum tekjuöflun í fjárhagsáætlun Biden. Fyrirtækin munu velta aukasköttunum yfir í verðlag og það hækkar verðbólgu.

En það voru fáar aðrar upplýsingar, sem skilur eftir opnar spurningar um lokaverðmiðann og hættuna á meiri verðbólgu. Meira framboð húsnæðis, til dæmis, myndi í orði hjálpa til við að lækka verð með því að losa um markaðinn. En inneignir fyrir fyrstu íbúðakaupendur gætu virkað í gagnstæða átt með því að auka eftirspurn.

Enn verkin tala, ekki orðgjálfur. Ferill stjórnar Joe Biden, sem hún er hluti af, er ekki glæsilegur. Mikil verðbólga, hátt matvælaverð, hátt orkuverð og skortur á húsnæði hefur einkennt valdatíð þeirra og það sem er verra, gífurleg skuldasöfnun ríkisins og hnignun hersins.

Harris mun örugglega halda landamærum landsins opnum eftir sem áður, en 10 milljónir plús ólöglegra innflytjenda hafa streymt yfir landamærin með tilheyrandi vanda fyrir öll ríkin fimmtíu í valdatíð Joe Biden.

Utanríkisstefnan síðustu fjögur ár hefur verið ein hörmung, skelfilegur ósigur í Afganistan, tvö stríð brutust út á vakt Bidens, líklega vegna þess að enginn óttast Bandaríki Joe Bidens.  Íran er að verða kjarnorkuríki, ef það er ekki orðið það og nú þegar í hálf opinberu stríð við Ísrael með fylgdarsamtökum sínum í Líbanon, Jemen og Gaza. Ef Harris kemst til valda, er næsta víst að Kínverjar láti verða af því að ráðast á Taívan og Íran komið í allsherjar stríð við Ísrael. Sannkölluð Asíustyrjöld, ef ekki heimsstyrjöld. Stríðið mun halda áfram í Úkraínu sem endar með sigri Rússa.  Ekki glæsileg framtíð.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband