Færsluflokkur: Löggæsla

Landamæri Íslands og Bandaríkjanna - er einhver munur á?

Reynsla Bandaríkjamanna af landamærum sínum við Mexíkó er gott viðmið fyrir íslensk stjórnvöld og til samanburðar.

Í valdatíð Joe Bidens voru landamæri galopin, og enginn veit hversu margt fólk fór í gegnum suðurlandamærin. Áætlað er að það sé milli 10-20 milljónir manna en enginn veit í raun töluna. Flestir gáfu sig fram við landamæraverði enda vissi fólk það að það fengi rútumiða inn í hvaða ríki sem er í Bandaríkjunum án þess að bakgrunnur þess væri kannaður.  Aðrir forðuðust landamæraverðina, menn sem ætluðu sér að fremja glæpi og jafnvel hryðjuverk í Bandaríkjunum. Afraksturinn er 600 þúsund erlendir glæpamenn sem sitja í bandarískum fangelsum. Hvað er hlutfall erlendra glæpamanna í íslenskum fangelsum?

Á sínum tím sagði Biden stjórnin að það þyrfti að breyta lögum til að stemma stigi við landamæra vandann sem var heimatilbúinn. Demókratar voru (og eru enn) með óopinbera stefnu að vera með opin landamæri í óþökk meiri hluta Bandaríkjamanna og þess vegna töpuðu þeir síðustu forseta kosningum. Ólöglegir innflytjendur eiga að vera framtíðar kjósendur Demókrata.

En svo kom Trump til sögunnar. Landamærin í dag eru harðlokuð eftir aðeins 3ja mánaða valdatíð hans. Herinn gætir þeirra að hluta til og þeir sem reyna inngöngu mælast í prósentu tölu sem telja má á annarri hendi miðað við tíð Bidens. Það þurfti sem sé ekki að breyta neinum lögum, bara að framfylgja þeim og skipta um forseta.

Sama gildir um Ísland. Hér eru lög sem ættu að loka óheft innstreymi þeirra sem ætla sér að koma sér fyrir á Íslandi í misjöfnum tilgangi. Lagaheimildir eru ekki nýttar.

Vegna þess að lögum er ekki framfylgt á íslensku landamærunum er ástandið eins og það var hjá Joe Biden. Vantar betri lög? Já en núverandi lög duga að mestu eins og sjá má af afrekaskrá fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 

Málið snýst ekki um farþegalista, heldur að geta lokað landamærunum og það er hægt að gera á stundinni.Sem fullvalda ríki ætti Ísland að geta gert það.

Botlinn liggur hjá Alþingi sem getur sjaldan komið með afgerandi niðurstöður sbr. vansköpuð útlendingalög frá 2017 sem mætir menn vöruðu eindregið við en ekki var hlusta á þá sem hafa þekkingu, ekki frekar en hlustað var á leigubílstjóra er heimskuleg leigubílalöggjöf var sett í lög.  

Er ekki eitthvað skrýtið þegar Alþingi þarf að leiðrétta heildarlöggjöf sem það hefur sett aðeins nokkrum árum síðar? Eru vinnubrögðin boðleg? Spyr sá sem ekki veit. Vanskapaðir lagabálkar: Orkupakkar, leigubílalög, afréttalög (eignarréttur lands) útlendingalög...eitthvað fleira?


Að verja landamærin eða kerfið, það er spurningin

Það kemur ekki á óvart að Björn Bjarnason verji dómsmálaráðuneytið gagnvart ummælum Úlfars fyrrverandi lögreglustjóra í viðtalsþættinum Spursmál á Morgunblaðinu.  Hann er varðhundur Sjálfstæðisflokksins, það er ljóst er skrif hans eru lesin en hann styður flokk sinn, sama hversu hægri sinnaður hann er eða í hina áttina, woke-sinnaður. Flokkurinn hefur bara alltaf rétt fyrir sér enda ættarflokkur Engeyinga.

En hann er líka varðhundur stjórnkerfisins sem hann var svo lengi hluti af og er helst að minnast dómsmálaráðherra tíðar hans.  Þarna er hann að verja ráðuneyti sitt (fyrrverandi) og kerfisins í formi ráðuneytisstjóra.  Hann getur varla verið hlutlaus en það sýnir hversu blaðamennska er á lágu stigi að ekki er grafið dýpra fyrir skoðunum Björns.

Björn andmælir Úlfari – Áhyggjuefni að gæslan sé í molum eftir að Úlfar hefur stjórnað henni í fimm ár

Það er ekkert málefnalegt við brottrekstur Úlfars. Hann gerði dauðasynd embættismannsins, en það er að segja innan frá brotalamir kerfisins opinberlega og í fjölmiðlum. Svona menn eru kallaðir "whistleblowers" á ensku og eru verndaðir af bandarískum lögum.  Hér á Íslandi er menn hraktir úr starfi ef þeir birtast opinberlega og greina frá vanköntum á íslensku stjórnkerfi. Vægasta formið er að horfa fram hjá viðkomandi er stöðuhækkun er framundan en oftast er gerð kerfisbreyting þannig að viðkomandi starf verður "óþarft" eða þarfast "breytingar" og þar með þarf að auglýsa stöðuna. Viðkomandi sem er kominn í ónáð fær ekki stöðuna eða hent út á landi í eitthvað krummaskuð.

Það er ekki bara fyrrverandi dómsmálaráðherra sem ver "kerfið" heldur einnig núverandi dómsmálaráðherra.  Báðir ráðherrar ættu að flétta upp í orðabók og að hugtakinu ráðherraábyrgð. Hvað það þýði.  Bandaríkjamenn hafa orðatiltækið að "the bucket stops at the top" eða ábyrgðin liggur efst og það er á ábyrgð ráðherra hvers tíma  að sjá til þess að lögum er framfylgt ekki einstakra embættismanna að eigin frumkvæði.  Það er alveg skýrt að flugfélög eigi að skila inn farþegalistum og hefur legi fyrir í 9 ár en samt á að breyta lögum til þess að svo verði gert! Svo kennir dómsmálaráðherra Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn um málþóf og flokkarnir styðji ekki frumvarpið!

Til marks um að menn hafi ekki verið að vinna  störf sín er að eitt árið komu hingað til lands 4000 þúsund manns og sóttu um stöðu flóttamanna sem er risahópur, jafnvel fyrir milljóna þjóðir eins og eru á hinum Norðurlöndum. Af hverju kom allur þessi hópur allt í einu? Jú, það spurðist út í hinum stóra heimi að hér væru opin landamæri.  Fólk frá Venesúela gat keypt sér pakkaferðir (aðra leiðina) í gegnum "ferðaskrifstofur" til Íslands, en þar gat fólk við komuna pantað sér hælisvist hjá íslenskum yfirvöldum, svona til að borga upp ferðina og haft það náðugt á meðan mál þeirra velktist um í kerfinu í 2 ár eða lengur. Hverjir sváfu þá á verðinum í kerfinu?

Að lokum. Fyrrverandi lögreglustjóri reyndi hvað hann gat, gegn ráðalausu stjórnkerfi eða óvirku, að stoppa í götin og þakklætið var brottrekstur.  Það ættu fleiri að taka pokann sinn, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins væri sá fyrsti og ber mestu ábyrgðina en einnig ríkislögreglustjóri.


Getur íslenska lögreglan ein tryggt innanlandsfriðinn?

Í ansi breyttu þjóðfélagi, með miklum innflutningi erlends fólks, verður eðlisbreyting á því.  Einsleitni og samheldni hverfur.  Inn í þessum stóra hópi útlendinga (sem koma í gegnum hálf opinna landamæra) leynist margur svartur sauðurinn.  Sumir eru tengdir mafíustarfsemi en aðrir hryðjuverkahópum.  

Spurningin er því hvort að lögreglan sem er ansi fáliðug ráði við hóp manna (hvort sem þeir eru erlendir eða íslenskir), sem hafa illt í huga?  Það má minnast þegar tveir hryðjuverkamenn sem settu allt á annan enda í París með hryðjuverki 2015, fóru til Brussel og voru teknir þar. Það þurfti 200 belgíska lögreglumenn til að hreinlega að umkringja tvo einstaklinga.  Það þyrfti allt tiltækt lögreglulið höfuðborgarsvæðisins til að ráða við tvo einstaklinga.

Samkvæmt nýjustu opinberu upplýsingum frá Alþingi voru árið 2023 alls 895 starfandi lögreglumenn á Íslandi, þar af 704 menntaðir lögreglumenn. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fjöldi lögreglumanna dregist saman frá árinu 2007, þegar þeir voru 339, niður í 297 árið 2023, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað verulega á sama tíma. Sjá slóð:

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um fjölda starfandi lögreglumanna

Þetta þýðir að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu er um 1,2 á hverja 1.000 íbúa, sem er lægsta hlutfallið á landinu.

Þó að nákvæmar tölur um skiptingu lögreglumanna milli götulögreglu og lögreglumanna sem sinna skrifstofustarfa séu ekki opinberar, hafa fulltrúar lögreglunnar bent á að í dag séu stundum færri en 20 lögreglumenn á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu, sem þýðir að aðeins 4–5 lögreglubílar séu tiltækir fyrir allt svæðið.  Þetta er stórkostleg fækkun frá árum áður þegar það voru 2-3 lögreglubílar í Hafnarfirði einum og sami fjöldi í Kópavogi. Þá er eftir Reykjavíkurlögreglan. Engar tölur eru til en áætla má að á árunum 1980 til 1990 hafi fjöldi lögreglumanna í Reykjavík verið á bilinu 250–300, en nákvæmar tölur eru ekki tiltækar. Samkvæmt upplýsingum frá 2019 voru 273 lögreglumenn starfandi á höfuðborgarsvæðinu, og þessi tala hefur staðið í stað í raun í áratugi, aðeins rokkað til um tugi. 

Bloggritari er að gerast áhyggjufullur vegna sífellt fleiri frétta um umsvif erlendra glæpagengja og jafnvel hryðjuverkamanna. Ræður íslenska lögreglan við þetta? Samkvæmt upplýsingum frá árinu 2019 voru 46 lögreglumenn starfandi í sérsveit Ríkislögreglustjóra. Þá var gert ráð fyrir að sveitin hefði 52 liðsmenn, en vegna niðurskurðar hafði þeim fækkað í 41! Þetta er eina vopnaða liðið sem Íslendingar hafa yfir að ráða.

Hefur bloggritari ekki bara rétt fyrir sér að það þarf að stofna heimavarnarlið sem getur brugðist við óvæntum hættum? Það gæti a.m.k. hjálpað lögreglunni ef út af bregður.

 

 


Útlendingamál í ólestri - öryggi borgaranna ekki fyrir hendi

Bloggritari hlustaði á morgunútvarpið á Bylgjunni þar sem Heimir var að ræða við fyrrverandi dómsmálaráðherra (hljómaði eins og Guðrún) um útlendingamál. Komið var inn í miðjum klíðum en Heimi var greinilega heitt í hamsi. 

Hann spurði hvers vegna í ósköpunum væri búið að taka öryggið af okkur í þjóðfélaginu? Erlendir glæpamenn væðu uppi og stunduðu glæpi óáreittir (ekki settir í gæsluvarðhald).  Hvers vegna í ósköpunum væri ekki hægt að vísa erlenda brotamenn (líka með alþjóðlega vernd = lesist: hælisleitendur) úr landi?

Nú er Guðrún fyrrverandi dómsmálaráðherra og hún getur lítið gert í málinu í dag. En hún stóð vaktina þegar nýju útlendingalögin voru sett fyrir tveimur árum. Þá var gagnrýnt harðlega að ekki væri hægt að svipta hælisleitendum "alþjóðlega vernd" ef þeir gerðust sekir um lögbrot. Þetta vantaði í útlendingalögin.  Þetta er svo auðljós brotalöm á lögunum.  Fátt var um svör, Heimir fékk "búrótakískt" svar um að svona er réttarkerfið.  Það er eins og "alþjóðleg vernd" sé jafngilt ríkisborgararétti, það er tiplað á tánnum í kring og ekki má segja neitt. Útlendingar sem koma hingað inn og sækja um hælisvist eru erlendir ríkisborgarar en íslensk stjórnvöld bera alfarið ábyrgð á öryggi íslenskra borgara og ber að vernda þá fyrir afbrotum útlendinga, líka þá sem koma hingað á hæpnum forsendum.

Heimir gagnrýndi líka lögregluna sem leynir uppruna útlensku glæpamanna og segir sem minnst um glæpi þeirra. Almenningur á rétt að vita hið sanna, svo að hann geti varið sig eða gert ráðstafanir til þess að lenda ekki í að vera nauðgað bara fyrir það að taka leigubíl eða vera rændur af leigubílstjóranum svo dæmi sé tekið.  Hópnauðganir, morð, dópsala, ræningjagengi, mansal og allir mögulegir glæpir eru nú fyrir hendi á "hinu saklausa Íslandi."

Hér í þessu örríki er erlend glæpastarfsemi á háu stigi sem er ótrúlegt og ætti ekki að vera fyrir hendi. Glæpagengi eru á annan tug. Það sem er verst við þetta er að það er búið að taka öryggistilfinningu borgaranna í landinu í burtu. Friðsama og saklausa Ísland er ekki lengur til. Hverjum er um að kenna?


Hryðjuverkaógn á Íslandi - í hvaða heimi lifir ríkislögreglustjóri?

Ríkislögreglustjóri hefur miklar áhyggjur af hryðjuverkaógn. Sjá má það af hættustigs mati stofnuninnar en það er á þriðja stigi hryðjuverkaógnunar en það er skilgreint sem aukin ógn og að til staðar sé ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka.

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

En er ríkislögreglustjóri að líta í rétt horn og hverjum er um að kenna að fyrrum friðsama Ísland er ekki lengur friðsamt og hættulaust land? Sjá má breytan heim á Íslandi í fjölda morða á landinu sem hefur náð nýjum hæðum.

Byrjum á byrjunni. Auðvitað er vitað að ef Ísland er með opin landamæri, hleypur stórum hópum inn með ólíka menningu, að misjafn sauður læðist með. Því stærri sem hópurinn er sem kemur inn, því fleiri úlfar í sauðargærum. Í Bandaríkjunum er erlendir glæpamenn um 600 þúsund talsins - hve margir á Íslandi? Hverjum er um að kenna? Vinstri sinnuðum stjórnmálamönnum og ístöðulausum Sjálfstæðismönnum sem hafa leyft ástandinu að þróast svona.

En hvað með mat ríkislögreglustjóra? Hægri öfgamenn? Bloggritari hefur aldrei orðið var við slíka hópa á landinu, fyrir utan tveggja drengja sem töluðu sín á milli um slíka drauma. Það mál fór eins og það fór.

Stóra myndin í Evrópu og á Íslandi, og allir vita af henni, er að hætta stafar af öfgasinnuðum múslimum og erlendum glæpahópum sem ógna almannaöryggi. Hópar öfga hægri manna eru til í Evrópu, en á bágt með að trú að slíkir hópar séu til á Íslandi. Örugglega einstaklingar en varla skipulagðir hópar.  

Í raun ætti greiningadeildin að gera ráð fyrir það óhugsandi. Hryðjuverkmenn reyna einmitt það ómögulega og stundum tekst það. Dæmi: árásin á Bandaríkin 2001. Eftir Yom Kippur stríðið 1973, ákváðu Ísraelmenn að setja saman hóp manna sem einmitt reyndu að finna út það ómögulega og vinna gegn því.  Það hefur greinilega ekki staðist tímans tönn því þeir voru gripnir óundirbúnir 7. október 2023. Þeir vanmáttu andstæðinginn.

Hvað er gert til að tryggja öryggi okkar? Ekkert að því virðist, því að það er enn ekki búið að laga meingölluð útlendingalög frá 2016 (lagfæringin sem gerð var, var ekki nóg). Ástandið er látið þróast þar til að þjóðfélagið liðast í sundur og viðvarandi öryggisleysi borgaranna er í samfélaginu.

 


Landhelgisgæslan í lamasessi

TF-SIF, eftirlitsflugvél gæslunnar, er í lamasessi vegna viðgerðar, en tæring fannst í hreyflum hennar. Verður vélin ekki til taks að nýju fyrr en eftir nokkra mánuði.  Ekkert sem tekur við, því tækjabúnaður LHG er í lágmarki. Sem dæmi eiga Færeyingar jafn mörg varðskip og Íslendingar. Eina sem er í lagi er þyrlusveit gæslunnar, enda ekki annað hægt, því mikið viðhald er á þyrlum almennt.

Íslendingar eiga tvö varðskip, annað byggt sem varðskip en hitt er dráttarskip sem búið er að mála grátt. Og svo tvo smábáta.

Loftförin saman standa af þremur þyrlum og einni eftirlitsflugvél. Meira er það ekki sem gæslan á. Þetta myndi kallast lágmarks tækjakostur, ef ekki vanbúnaður. Forstjórinn segir að vel eigi að vera, ættu að vera tvær eftirlitsflugvélar. Og hvers vegna ekki dróna? Tæknin er sífellt að breytast og nýir möguleikar að opnast.

Hvað er þá til ráða?   Bloggritari hefur marg oft bent á lausn. Og það er að vera hugmyndarík í að búa til pening fyrir stofnunina. Gæslan hefur verið það að vissu leyti, leigt út varðskip og flugvélina í landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi. 

En það þarf meira til. Það þarf nýja lagaumgjörð fyrir Landhelgisgæsluna, þar sem hlutverk hennar er skilgreint á friðartímum og síðan en ekki síst á ófriðartímum.  Bandaríska landhelgisgæslan er einmitt góð fyrirmynd.  Á friðartímum, þ.e.a.s. þegar engin hætta stafar að vörnum bandarísku landhelginnar, er hún hefðbundin landhelgisgæsla, gætir landhelgina og sinnir hefðbundnum löggæslustörfum.

En á ófriðartímum breytist hlutverk hennar og hún verður hluti af herafla Bandaríkjahers.  Með öðrum orðum, verður hún herstofnun.  Hlutverk hennar er vel skilgreint í bandarískum lögum hvort sem er á ófriðartímum eða friðartímum.

Alþingi gæti með lagabreytingum sniðið hlutverk LHG að svipuðu hlutverki og bandaríska landhelgisgæslan gegnir. Með því að skilgreina hana sem herstofnun, þ.e.a.s. flota eða sjóher, myndi allt breytast í kringum umgjörð hana. 

Gæslan gæti sótt fjármagn til NATÓ sem er ekki smáræðis fjármagns auðlind.  Hún sækir hvort sem er fjármuni í sjóði NATÓ og er hér átt við mannvirkjasjóð þess.

NATÓ væri meira en viljugt að stoppa í gatið sem Ísland er varnarlega séð í GIUK hliðinu. Til dæmis með að reka hér tundurspilla einn eða fleiri eða ratsjár flugvélar sem gæti verið t.d.  Lockheed P-3 Orion er fjögurra hreyfla kafbáta- og eftirlitsflugvél sem er þróuð fyrir bandaríska sjóherinn. Eða þá Poseidon MRA1 (P-8A) frá Boeing sem breski flugherinn rekur og eftirlitsflugvél á sjó, búin skynjurum og vopnakerfi fyrir hernað gegn kafbátum, auk eftirlits og leitar- og björgunarverkefna.

Landhelgisgæslan hvort sem er, sinnir mörgum hlutverkum sjóhers. Hún hefur á að skipa frægri sprengjueyðingasveit, köfunarsveit, sinnir loftrýmiseftirlit, íslenska loftvarnarkerfinu og önnur varnartengd verkefni, svo sem heræfingar NATÓ á Íslandi og er hluti af stjórnkerfi NATÓ.

Sjá slóð: Önnur verkefni varnarmálasviðs

Með öðrum orðum sinnir hún verkefnum samkvæmt tvíhliða varnarsamningi Íslands við Bandaríkin og gegnir ákveðnu hlutverki innan NATÓ.

Eina sem vantar upp er að viðurkenna hlutverk Landhelgisgæslunar sem varnarstofnun, sem hún de facto er, er fara að afla fjármagn í tóma kassa hennar. En tregðan er svo mikil hjá stjórnmálaelítunni og skilningsleysi, að það verður ekkert gert. Varnar- og öryggismál eru ekkert grín eða hægt að hunsa eins og Íslendingar kjósa. Bara það að hafa ekki eftirlitsflugvél LHG starfrækta, getur kostað mannslífs, líf sjómanna getur ollið á því að tækjakostur gæslunnar sé virkur og hann sé yfir höfuð til! 

 


Rafbyssur virka ekki alltaf á brotamenn

Töluverð umræða var um rafbyssuvæðing íslensku lögreglunnar á árinu en þær eru væntarlega til landsins um n.k. páska. Látið hefur verið í veður liggja að þetta séu stórhættuleg vopn en ekki varnartæki lögreglunnar. Allir gleypja við slíkan málfluting?

En eins og þeir vita, sem lesa þetta blogg, er hér reynt að kafa dýpra og komast að sannleikanum. Ekki kaupa það sem er auglýst án umhugsunnar.

Þetta kom upp í huga blogghöfundar er sá fyrir tilviljun furðulegt myndband frá Bandaríkjunum.  Lögreglumaður sést þar mæta manni á vegi en sá síðarnefndi heldur á hnífi og er mjög æstur. Lögreglumaðurinn reynir að róa hann niður og skipar honum að kasta frá sér hnífinn. Sá óði var æstari og reynir að elta lögreglumanni sem nú hafði dregið upp rafbyssu, þar eð sá vopnaði hélt á hnífi, ekki byssu og var beinlínis ekki ógn við líf lögreglumannsins.

En mat lögreglumannsins var rangt, eftir að hafa hörfað tugir metra og óði maðurinn með hnífinn á lofti á eftir, þá skýtur lögreglumaðurinn rafskoti á árásarmanni. Sá varð bara æstari, reif vírinn af sér og upp hófst furðulegur eltingaleikur, þar sem þeir hlupu í hringi og á endanum náði árásamaðurinn lögreglumanni og leggur til hann hnífinn. Sá varð þá að skjóta hann með raunverulegri byssu.

Þeir sem trúa þessu ekki, þá er auðvelt að finna myndbönd á netinu sem sýna ítrekað að rafbyssur virka ekki alltaf. Oftast virka þær og það sem þær gera er að lama andstæðinginn í nokkrar sekúndur sem þá væntanlega fellur árásamanninn. En oft eru árásamaðurinn á svo miklu adrenalíni, eða rafskoti nær ekki holdi, að hann heldur bara áfram.  Oft falla menn, en standa á fætur aftur eftir raflostið er yfir. Þá hefur lögreglumaðurinn aðeins eitt skot eftir í rafbyssunni og oft klikkar það líka í hamagangnum.

Hér er ein grein um rafbyssur sem virka ekki: When Tasers Fail

Hér er eitt örstutt myndband sem sýnir rafbyssur í verki:

 

Að lokum. Mikil tækniþróun hefur verið í tæknibúnaði lögreglunnar. Eitt er t.d. hálfgert slöngva, sem skotið er á árásamanninn og vefur bandi um báða arma hans, í nægilegan langan tíma til að binda hendur hans og koma járnum á hann.

Annað er tæki sem fest er framan á stuðara lögreglubíls og skýtur "flækju" á afturhjól bíls sem verið er að elta og stöðvar hjól hans á stundinni.

Íslenska lögreglan hefur fylgt tækniþróunni að hluta til. Hún t.d. kom sér upp myndavélum um borð lögreglubíla, komin með myndavél í hnífavestum og ýmislegt annað.


Staða Landhelgisgæslunnar til skammar segir formaður Samfylkingunnar

Það gerist sjaldan að hægt sé að vera sammála formanni Samfylkinguna. Það er þó greinilegt hægt í ákveðnum málum.

Staða Landhelgisgæslu Íslands er til skammar fyrir ríkisstjórnina því það er frumskylda ríkisstjórnar að standa vörð um þjóðaröryggi og öflugar almannavarnir. Þetta segir Kristrún Frosadóttir formaður Samfylkingarinnar á Facebook síðu sinni í morgun.

Sjá slóð: Segir stöðu Landhelgisgæslunnar til skammar fyrir ríkisstjórnina

Undir þessi orð er hægt að taka. Í raun þyrfti LHG að hafa yfir að ráða þrjú varðskip, a.m.k. fjórar þyrlur, eftirlitsflugvél og ómannaðan dróna eins og gerð var tilraun með um árið.  Sjá slóð: Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi Góð raun reyndist af notkun drónans.

LHG hefur ávallt látin sitja á hakanum. Undantekningalaust vanfjármögnuð stofnun, þrátt fyrir gífurlega mikilvægi hennar fyrir landhelgisgæslu landsins og landvarnir. Ljóst er að íslensk stjórnvöld munu alltaf láta LHG mæta afgangi.  Það væri því ekki vitlaust að breyta hlutverki hennar og gera hana bæði að löggæslustofnun en líka að herstofnun, líkt og með bandarísku landhelgisgæsluna. Sú síðarnefnda er landhelgisgæsla á friðartímum en herfloti á ófriðartímum. Sjá varnarmála hlutverk LHG hér: Varnarmál

Hér er lýsing á hlutverki bandarísku landhelgisgæslunnar: "Bandaríska landhelgisgæslan (USCG) er siglingaöryggis-, leitar- og björgunarsveitardeild bandaríska hersins og ein af átta einkennisklæddu þjónustudeildum landsins. Þjónustueiningin er siglinga-, her- og fjölverkefnaþjónusta og einstök meðal bandarískra herdeilda fyrir að hafa siglingalöggæsluverkefni með lögsögu á bæði innlendu og alþjóðlegu hafsvæði og alríkiseftirlitsstofnun sem hluta af skyldum sínum. Hún er stærsta landhelgisgæslan í heiminum og með  getu og stærð við flesta herflota."

En hvernig á að fjármagna stofnunina? Jú, með breyttu hlutverki má sækja fjármagn í sjóði NATÓ. Við látum hvort sem er fjármagn fljóta þangað. 

 

 

 


Píratar með aðför að öryggi ríkisins

Sá undarlegi flokkur,  Pírataflokkurinn, með engan formann í brúnni, hefur sýnt af sér óábyrga hegðun og í raun fjandsamlega gagnvart íslenskum hagsmunum. Nú síðast gagnvart öryggi lögreglumanna.

Vegna þess að flokkurinn er anarkistaflokkur, flokkur stjórnleysingja, er engin ein heildarstefna í gangi hverju sinni. Þó má sjá þema í aðgerðum þingmanna Pírata. Þeim er umhugað að grafa undir öryggi ríkisins með óheftu innstreymi erlends fólks til landsins og í raun opnum landamærum Íslands. Ef þeir fengju að ráða, myndu koma hingað stórhættulegir glæpamenn eða hryðjuverkamenn því lögreglan má ekki vera með forvirkar rannsóknir eða heimild til þess að athuga bakgrunn þess fólks sem sest hér að.

Nýjasta blæti Pírata eru byssukaup lögreglunnar. Þar fer Arndís Anna Kristínardóttir hamförum vegna byssukaup lögreglunnar vegna leiðtogafundar í Hörpu. Grípum niður í frétt Vísis:

"Mat dómsmálaráðuneytisins er að birting nákvæmra upplýsinga yfir byssur í eigu lögreglu falli undir lykilupplýsingar um viðbragðsgetu lögreglu. Hún geti þar með haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. Skotvopn voru keypt fyrir 165 milljónir króna fyrr á árinu vegna leiðtogafundar í Hörpu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um kaup á vopnum og varnarbúnaði í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins." Keyptu byssur fyrir 165 milljónir en gefa ekki upp fjöldann

Frægt var þegar Landhelgisgæslan keypti hríðskotabyssur. Landhelgisgæslan keypti í lok síðasta árs 250 MP5 hríðskotabyssur af norska hernum segir í frétt RÚV árið 2014 LHG keypti byssurnar af norska hernum og enn risu vinstri menn upp á afturlappirnar fullir vandlætingu. Þó eru hér eðlileg byssukaup löggæslustofnunnar sem Landhelgisgæslan er en LHG varð að bakka með kaupin eða átti hún að fá byssurnar gefins?

Hér tekst Pírötum að gera storm í vatnsglasi enda er tilgangurinn að grafa undir lög og reglu (munum að anarkíst samfélag á að vera á sjálfstýringunni) í þjóðfélaginu. Hafa þingmenn ekkert betra að gera?

Það er eðlilegt að löggæslustofnanir, sem eiga að gæta okkur hin, borgaranna, geti varið sig. Í frétt frá 2020 segir að hér séu skráð 70 þúsund skotvopn, guð veit hversu mörg óskráð eru í landinu og í eigu glæpamanna.

Síðastliðin ár hafa komið upp mörg mál þar sem skotvopnum er beitt eða öðrum vopnum.  Þar er því ansi undarlegt að lögreglan þurfi sífellt að verja vopnakaup sín en fjölmiðlar hafa verið duglegir að ýta undir árásir anarkistanna á vopnaeign lögreglunnar.

Í raun er málið hlæilegt, því hvað eiga nokkrar "baunabyssur" lögreglunnar að geta gert, ef samstilltur hryðjuverkahópur eða sérsveitir erlends ríkis gera hingað áhlaup? Þessi vopnakaup duga til að vopna lögregluna fyrir minniháttar atvik og algjör lágmarksviðbúnaður. Svo er það annað mál að landið er óvarið, a.m.k. í einhvern tíma ef til stríðs kemur og ef það kemur ekki, þá er nokkuð ljóst að innanlands friðurinn er úti á Íslandi.


Stjórnvöld óhæf að reka Landhelgisgæsluna - hvað er þá til ráða?

Úrdráttur: Höfundur leggur til að hlutverk Landhelgisgæslunnar verði endurskilgreint. Hún fái hlutverk sjóhers í samblöndu við landhelgisgæslu. Fyrirmynd: Bandaríska landhelgisgæslan. Fjármögnuð af NATÓ og fjárlögum.

Íslendingar hafa stigið misgáfuleg skref í tryggingu eigin varna. Stundum hafa þeir verið neyddir til ákvörðunartöku, samanber í Napóleon stríðunum og í fyrri og seinni heimsstyrjöld en stundum hafa þeir tekið af skarið. Það gerðu þeir þegar landið gékk í Atlantshafsbandalagið 1949 og gerði tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951 sem hefur verið endurnýjaður reglulega.

Íslendingar gengu svo langt að leyfa erlenda hersetu (í merkingunni  boðs Íslendinga) frá 1951-2006 þegar Bandaríkjaher ákvaða að pakka saman einhliða og fara úr landi. Margir misstu spón úr aski og íslenskir ráðamenn lögðust á hné og grátbáðu Bandaríkjamenn, sem vinstri elítan hafði skammað í áratugi (og gerir enn) um að fara ekki úr landi.

Eftir á að hyggja, er það gott mál að Bandaríkjaher fór og í staðinn fáum við flugsveitir samherja í NATÓ reglulega til landsins sem hjálpast að við verja loftrými Íslands. En það vill gleymast að Íslendingar sjá sjálfir um loftrýmisgæslu og við höfum fjórar ratsjárstöðvar af bestu gerð sem halda uppi daglegu eftirliti. Kostað af NATÓ og okkur að hluta til. 

Á vef Landhelgisgæslunnar segir:

„Íslenska loftvarnakerfið er hluti af samþættu loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar annast rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis.   Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO.“

En loftrýmisgæsla er eins og orðið gefur til kynna loftrýmisgæsla.  Ísland er eyríki, umkring Atlantshafi og er staðsetning landsins hernaðarlega mikilvægt og hefur altaf verið það, sama hvað menn segja. Landið spilaði stóra rullu í orrustunni um Atlantshafið í seinni heimstyrjöldinni og í dag er það hliðið í GIUK varnarkeðjunni en það er hafsvæði milli Íslands og Grænland og Íslands og Skotlands. Sá sem stjórnar þessari varnarlínu stjórnar Norður-Atlantshafinu og í raun einnig Mið-Atlantshafinu. GIUK á að vera varnarkerfi gegn kafbátaárás, væntanlega þá Rússlands, en í tryggir í raun aðflutningsleiðir aðfanga milli Norður-Ameríku og Evrópu, rétt eins og í seinni heimsstyrjöld. Slíkt er ekki hægt að meta til fjár.

Eins og ég hef margoft komið inn á, er Landhelgisgæsla Íslands í fjársvelti og lág punkturinn var þegar við þurftum að senda byssubát okkar og flugvél til Miðjarðarhafssins við landmæraeftirlit Evrópusambandsins vegna þess að íslenska ríkið skar niður fjárframlög til stofnunnar eftir efnahagshrunið 2008. En eftir að Varnarmálastofnun Íslands var lögð niður af vinstri mönnum, hefur Landhelgisgæslan annast varnartengd verkefni, síðan 2011 ef ég man rétt.

En hver eru helstu verkefnin? Kíkjum á vef Landhelgisgæslunnar (LHG):

Helstu verkefni varnamálasviðsins eru: 

  1. Rekstur íslenska loftvarnakerfisins, þ.m.t. fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva Atlantshafsbandalagsins hérlendis.
  2. Þátttaka í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins samkvæmt varnarmálalögum og á grundvelli þjóðréttarsamninga sem Ísland er aðili að.
  3. Rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja þar í eigu íslenska ríkisins og Atlantshafsbandalagsins í samræmi við notendaríkis- og gistiríkishlutverk Íslands.
  4. Undirbúningur og umsjón varnaræfinga sem haldnar eru hérlendis. 
  5. Úrvinnsla upplýsinga úr upplýsingakerfum Atlantshafsbandalagsins og undirstofnana þess. 
  6. Þátttaka í starfi nefnda og undirstofnana Atlantshafsbandalagsins er varðar þau verkefni sem Landhelgisgæslu Íslands eru falin samkvæmt samningi þessum.
  7. Verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins. 
  8. Samstarf við önnur stjórnvöld, stofnanir eða opinber hlutafélög sem hafa með höndum verkefni sem tengjast varnarmálum. 
  9. Samstarf við alþjóðastofnanir og framkvæmd alþjóðasamþykkta á sviði varnarmála er varðar þau verkefni sem Landhelgisgæslu Íslands eru falin. 

Gistiríkjastuðningur

Landhelgisgæslan annast daglega framkvæmd gistiríkjastuðnings fyrir liðsafla Atlantshafsbandalagsins og Atlantshafsbandalagsþjóðanna hér á landi. Í verkefninu felst m.a. að taka á móti erlendum liðsafla sem til Íslands kemur, til æfinga, loftrýmisgæslu og annarra tengdra verkefna, tryggja hópunum gistiaðstöðu, aðgang að fæði, hreinlæti, afþreyingu og ferðum innan öryggissvæðisins.   

Öryggissvæðin

Öryggissvæðin eru lokuð, afgirt og þau vöktuð. Öryggissvæðin eru á þessum stöðum: 

  1. Ratsjár- og fjarskiptastöðvarnar á Miðnesheiði, Stokksnesi, Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli.
  2. Olíubirgðastöðin í Helguvík
  3. Öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.

Tilvísun endar. Heimild: https://www.lhg.is/varnarmal/loftrymisleit-og-islenska-loftvarnarkerfid

Þannig sé er LHG tæknilega hernaðarstofnun þótt stjórnmálamennirnir þverneita slíku og tala fjálglega um friðsama Ísland (sem er þó meðlimur í hernaðarbandalagi!).

Ísland myndi aldrei hafa neina burði, jafnvel þótt það kæmi sér upp standard her, til að taka þátt í hernaðaraðgerðum NATÓ á meginlandi Evrópu en landið getur þó sjálft passað upp á hliðið GIUK og sjálft sig um leið sem er veikasti hlekkurinn í vörnum bandalagsins í vestri.

Við ætlum því að bjóðast til að sjá um sjóvarnir eða réttara sagt eftirlit á hafsvæðinu í kringum Ísland. LHG, eftir að hlutverk þess hefur verið endurskilgreint í lögum enda er stofnunin í dag fyrst og fremst löggæslustofnun, gæti séð um þetta eftirlit og NATÓ borgar kostnaðinn. Helsti kosturinn yrði að tækjabúnaður LHG myndi stórbatna og hún fengi tól og tæki til þessara verka. Hér má nefna ratsjárflugvél og tundurspillir sem LHG fengi til umráða.

Ef menn lesa örlítið í sögubækur, þá sjá menn út að það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær ófriður ber næst að ströndum landsins. Allt frá tímum Napóleon styrjaldanna, hefur sjóhernaður í Atlantshafi haft bein áhrif á landið. Í næstu stórstyrjöld verður Ísland þátttakandi, viljugt eða óviljugt.

Loftvarnir Íslands

Það vill gleymast að Ísland getur státað af nokkuð góðu loftvarnarkerfi með ratsjárstöðvar í öllum landshlutum og loftrýmisgæsla er gætt af bandalagsþjóðum í NATÓ. Landhelgisgæslan tekur einnig þátt í varnartengdum verkefnum (heræfingum á landi með samstarfsþjóðunum í NATÓ). 

Í raun eru landvörnum landsins vel sinnt. En hvað með sjóvarnir? Landhelgisgæslan ver ekki bara landhelgina, heldur gegnir hún varnarhlutverki samkvæmt varnarlögum eins og sjá má af upptalningunni hér að ofan.

Til að sinna varnarhlutverkinu, þá borga Íslendingar í sjóði NATÓ og fá í staðinn fullkomið loftvarnarkerfi sem þjónar einnig borgaralegu hlutverki.

Ísland gegnir lykilhlutverki í kafbátavörnum Atlantshafsbandalagsins í svokölluðu GIUK hliðinu, eins og minnst hefur verið hér á, sem er svæðið á milli Grænlands og Íslands og Íslands og Skotlands. Kafbátaleitaflugvélar eru stöðugt að vakta svæðið.

Endurskilgreing Landhelgisgæslunnar - gerð að samblöndu af sjóher og landhelgisgæslu að bandarískri fyrirmynd

Fyrirmyndina má leita til Bandarísku landhelgisgæslunnar.Ég skrifaði grein um hana hér á blogginu, grípum niður í hana.

Bandaríska landhelgisgæslan (The United States Coast Guard (USCG)) er undirstofnun sem tilheyrir bandaríska heraflanum. Hann aftur á móti samanstendur af fimm herstofnunum og telst hún vera ein af þeim. Landhelgisgæslan er siglinga- og herstofnun sem hefur fjölþætt verkefni að glíma við. Hún er einstök að því leytinu til að hún stundar siglingaverndarverkefni með lögsögu bæði á innlendum og alþjóðlegum hafsvæðum.

Á friðartímum starfar hún undir stjórn Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna (e. U.S. Department of Homeland Security) en getur verið sett undir stjórn og vald flotamálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. U.S. Department of the Navy) með tilskipun forseta Bandaríkjanna eða bandaríska þingsins hvenær sem þurfa þykir á stríðstímum. Þetta hefur gerst tvisvar sinnum í sögunni, árið 1917 þegar Bandaríkin hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldin og árið 1941 þegar þau drógust inn í átök seinni heimsstyrjaldarinnar.

Undanfari landhelgisgæslunnar, Revenue Marine, var stofnuð af löggjafaþing Bandaríkjanna þann 4. ágúst árið 1790 að beiðni Alexanders Hamiltons, en hann var þá fjármálaráðherra. Hann varð þar með yfirmaður stofnunar sem var n.k. tollheimta og kallaðist Revenue Marine. Þetta er elsta starfandi sjávarmálastofnun Bandaríkjanna og upphaflegt hlutverk hennar að safna tollgjöldum í höfnum landsins. Þessi stofnun skipti um nafn á sjöunda áratug 19. aldar og kallaðist þá U.S. Revenue Cutter Service eða í lauslegri þýðingu "tekjuskattsinnheimtustofnun Bandaríkjanna“.

Landhelgisgæsla nútímans var til með samruna Revenue Cutter Service og Sjóbjörgunarþjónustu Bandaríkjanna (e. U.S. Life Saving Service) þann 15. janúar 1915 undir valdsviði Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þar sem hún tilheyrir hinum fimm vopnuðu herstofnunum landsins, hefur Bandaríska landhelgisgæslan tekið þátt í öllum stríðsátökum frá 1790 til stríðsins í Afganistan í dag.

Árið 2014 voru í landhelgisgæslunni 36 þúsund manns starfandi, 7 þúsund varaliðar og tuttugu og níu þúsund í aðstoðar- eða hjálparsveitir. Um sjö þúsund störfuðu sem borgaralegir starfsmenn og að stærð er hún þar með 12. stærsta flotaeining í heiminum.

Lagaheimild Landhelgisgæslunnar er ólík hinna fjögurra herstofnana ríkisins að því leitinu til að hún starfar samtímis undir margvíslegum laga- og reglugerðum ýmissa stofnana.

Vegna lagaheimildar sinnar getur gæslan stundað hernaðaraðgerðir undir stjórn Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna eða beinum tilskipunum Bandaríkjaforseta.

Varanlegt hlutverk landhelgisgæslunnar er að annast málefni er varðar almenna siglingavernd, sjóöryggismál og sjóhernað. Til þess að sinna þessum hlutverkum þarf hún að hlýta 11 lögbundin verkefni eins og er skilgreint í lagabálknum 6 U.S.C. § 468 sem felur m.a. að framfylgja bandarískum lögum í stærstu efnahagslögsögu heimsins sem er 3,4 milljónir fersjómílur (8.800.000 km2) að stærð. Einkunnarorð Bandarísku landhelgisgæslunnar er á latínu og útleggst sem Semper Paratus (íslenska: Alltaf reiðubúin).

Er þetta eitthvað sem við Íslendingar getum lært af Bandaríkjamönnum? Nýtt Landhelgisgæsluna íslensku til löggæslustarfa á friðartímum en henni breytt í sjóher á stríðstímum? Verður hún hvort sem er ekki skotmark óvinahers? Það er næsta víst að Keflavíkurflugvöllurinn verður skotmark en varnarmannvirkin þar eru í umsjá Landhelgisgæslunnar.

Lokaorð

Hér gæti Ísland tekið að sér þetta varnarhlutverk og Landhelgisgæslunni falið það á hendi. Til þess þyrfti hún skipakost, sem væri þá freigátur og kafbátaleitaflugvélar.

Tvennt þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika. Fá tækjakostinn sem til þarf og þar gæti Atlantshafsbandalagið komið til sögunnar og borgað brúsann. Þessu er hvort sem sinnt, en bara ekki af okkur Íslendingum.

Hins vegar þyrfti að endurskilgreina hlutverk Landhelgisgæslunnar og hún skilgreind bæði sem landhelgisgæsla og herfloti í lögum. Einfalt í framkvæmd, á friðartímum gegnir hún meginhlutverki að vera landhelgisgæsla en á ófriðartímum breytist hún í herflota. Þetta er gert í Bandaríkjunum, þar er US Coast Guard í hlutverki landhelgisgæslu á friðartímum en er tekin og sett undir stjórn bandaríska flotans á ófriðarskeiði.

Eigum við ekki að hætta þessum feluleik og girða í bók og gera það sem þarf að gera? Ísland segist vera herlaust land en er fullvarið af bandalagsþjóðum og það er í hernaðarbandalagi og með tvíhliða varnarsamning við stórveldið Bandaríkin. Þetta er svo augljós staðreynd að  Vinstri grænir nenna ekki einu sinni eða þora ekki að hrófla við stöðu landsins innan NATÓ. Ef þriðja heimstyrjöldin skellur á, þá er Ísland ekki í sömu stöðu og þegar heimsstyrjöldin síðar hófst, hlutlaust land. Það verður ráðist jafnt á Ísland sem og aðrar NATÓ-þjóðir.

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband