Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Húsnæðisvandi Reykjavíkur hefur verið viðvarandi síðan Reykjavík fékk kaupstaðaréttindi árið 1786 ásamt fimm öðrum stöðum í kjölfar afnáms einokunarverslunar í landinu. Það sem gerði útslagið með að staðurinn varð höfuðstaður Íslands var rekstur Innréttingarinnar og þéttbýlið í kringum fyrsta fyrirtæki Íslands. Annað var að stjórnkerfið leitaði þangað með stofnanir sínar og ágæt fiskimið voru við Faxaflóa. Á nítjándu öld mynduðust þéttar þyrpingar lítilla húsa eða kofa sjómanna í bænum og ekki var aftur snúið.
Allan þennan tíma hefur verið skortur á húsnæði. Lítum aðeins á Wikipedia og sjáum hvað hún segir:
"Bærinn óx smátt og smátt alla 19. öldina og ákveðið var að flytja þangað endurreist Alþingi, auk annarrar stjórnsýslu landsins. Hafnarstæðið þótti lengi ófullnægjandi og 1913 til 1917 var Reykjavíkurhöfn byggð. Borgin óx hratt eftir fyrri heimsstyrjöld og þar bjó um fimmtungur landsmanna árið 1921. Reykjavíkurflugvöllur var reistur af breska setuliðinu í Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Braggahverfi einkenndu borgina lengi eftir stríð. Hitaveita Reykjavíkur var stofnuð 1946 og árið 1970 voru yfir 90% húsa í Reykjavík tengd henni. Þá voru íbúar Reykjavíkur orðnir 40% landsmanna. Á síðari hluta 20. aldar stækkaði borgin hratt með nýjum íbúðahverfum í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Húsnæðiskreppa hefur reglulega komið upp í tengslum við fólksfjölgun í borginni, meðal annars á 21. öld."
Sjá slóð: Reykjavík
Við sjáum að bæjarstjórn Reykjavíkur réð ekki við íbúafjölguna eftir seinni heimsstyrjöld. Bæði breski og bandaríski herinn skyldi eftir sig heilu hverfin af bröggum enda hátt í 40 þúsund hermenn voru hér staðsettir þegar mest var á stríðsárunum. Bretar reistu mörg braggahverfi úr forsniðnum bragga einingum sem þeir komu með til Íslands þegar þeir hernámu landið segir Wikipedía og segir að: "Alls risu um 6000 breskir braggar en þegar Bandaríkin tóku við hernáminu þá reistu þeir til viðbótar 1500 bragga. Braggahverfin sem hermenn skildu eftir voru svo um langt skeið notuð sem íbúðarhúsnæði."
Braggar voru staðlaðar byggingar, líkt og nú er verið að bjóða, svo sem "trailer houses" í Bandaríkjunum í dag og fjöldi manna býr í. Hægt var að búa í þeim bæði vetur og sumur en hentuðu ekki til langtíma dvalar. Braggarnir hrörnuðu og fólkið sem bjó í þeim reyndi kannski ekki mikið til að halda þeim sómasamlega við, enda átti þetta að vera til bráðabirgða. Fólkið bláfátækt og barnamargt, sumt ógæfufólk annað bara venjulegt fólk sem vann sína vinnu. Sjá má þetta í kvikmyndinni "Djöflaeyjan".
En bæjarstjórn Reykjavíkur snéri aldrei baki við fólk í neyð. Braggabyggðin var umborin og eitthvað var reynt að gera í málunum. Þar með urðu úthverfi Reykjavíkur til á sjötta áratugnum, sérstaklega Árbær og Breiðholt.
Sjálfur bjó bloggritari í Blesugróf, sem var eins og þorp og byggðist upp úr 1947 og voru foreldrar hans meðal fyrstu frumbýlinga. Þarna var campur og sá bloggritari leyfar undirstöðurna er hann var ungur að aldri, nú allt horfið. En hverfið var hálf gerður villta vestur bær, húsin byggð einhvern veginn, lítið skipulag og í óþökk stjórnvalda sem þó létu hverfisbúa í friði. Hverfið litla var fjölmennt, hálfgert fátækrahverfi sem þó dafnaði og í dag er það með dýrustu hverfum Reykjavíkur að búa í. Bloggritari varð vitni að uppbyggingu Breiðholts. Íbúar þess komu við í hverfisbúð Blesugrófar á leið sinni í Breiðholt og við byggingu þess. En það er önnur saga.
Reykjavík tókst lengi vel, eftir að stefnan að byggja upp úthverfin í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, og viðhalda sjálfseignastefnu, að halda í við íbúafjölgun. Faðir bloggritara einmitt byggði glæsilegt einbýlishús upp úr 1980 við hlið gamla hússins sem svo var rifið. Það var eins og allir sem gátu vettlingi valdið, hafi farið út í að byggja eigið húsnæði. Verktakar komu hvergi við sögu nema við byggingu blokka.
En svo komu sósíalistar til valda í Reykjavík eftir 2000. Þeir hafa allar götur síðan haft aðra stefnu en sjálfseignastefnu. Þeir hafa leyft verktakanna yfirtaka húsnæðismarkaðinn í Reykjavík og nú reynir varla nokkur maður að byggja eigið húsnæði. Einbýlishúsið, tákn millistéttarinnar og einkaframtaksins, er ekki lengur byggt í Reykjavík.
Og uppbygging og skipulag nýrra hverfa er hin undarlegasta. Vegna úttópu um að búa til þétta byggð í anda evrópskra borga, þar sem gervi strætó sem menn kalla borgarlínu (er bara strætó sem fer eftir einkavegum borgarinnar) nær í fólk og skutlar í vinnu, var farið út í að troða háreistum byggingum á alla græna bletti borgarinnar. Hinn vondi bíll, átti að gera útlægðan.
Svo atgangssamir voru vinstri lingarnir, sem þó boða græna lausnir, að meira segja var reynt að byggja í Laugardal (þeim hefur tekist það að mestu). Hin græna Reykjavík er að breytast í bandaríska borg, steinsteypu frumskóg háhýsa, þar sem fólk horfir út um gluggann inn í næstu íbúð úr fáeinum metra fjarlægð.
Borgarstjórn vissi alveg að það væri nauðsynlegt að halda áfram byggingu úthverfa, Úlfarárdal sérstaklega, til að halda í við eftirspurnina, en samt var ákveðið að fara í rándýra þéttingu byggða. Eins og allir vita, er mjög dýrt og erfitt að byggja í gróinni byggð (sjá miðborg Reykjavíkur, sem hefur verið undirlögð lokunum í tvo áratugi) en í nýrri byggð. Venjulegt launafólk hefur ekki efni á að kaupa svona dýrt húsnæði né er byggt nógu mikið til að annast eftirspurnina.
En hvað gerir fólk þá sem er úthýst úr Reykjavík? Fyrirtækin, sem Reykjavík leggur mikla fæð á, hafa flúið til Hafnarfjarðar sem er núna mesti iðnaðarbær landsins. Vinstri menn harðánægðir með fá iðnaðarhúsnæði undir nýja íbúðabyggð (hærra útsvar) en gleyma að fyrirtækin eru undirstaða atvinnu fyrir hinu nýju íbúa.
Reykjavík er ekki lengur iðnaðar- eða fiskibær, heldur tilberi sem sýgur skatta úr landsbyggðinni en leggur ekkert fram sjálf, nema lóðir undir stjórnkerfið. Fólkið hefur leitað til nágrannasveitafélaganna í leit að húsnæði. Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes (að litlu leyti vegna landsskort), en sérstaklega Kópavogur og Hafnarfjörður hafa tekið við fólksfjölgunar sprengunni.
En jafnvel þessi nágrannasveitafélög hafa ekki getið tekið við allan fjöldann og því hefur fólk leitað alla leið til Selfosss, Borganes, Akranes, Suðurnes, Hveragerði og Þorlákshöfn í leit að húsnæði. Reykjanesbær og Árborg hafa tekið við flestum íbúum.
En hvað með það fólk sem fellur milli stafs og hurðar? Þeir sem geta ekki flúið til nágrannasveitafélaganna eða út á landsbyggðina? Nútíma braggabúa sem búa í hjólhýsum? Þeim er sagt að éta það sem úti frýs. Einar borgarstjóri sagði nýverið, farið bara eitthvað allt annað en að vera í Reykjavík, farið á tjaldsvæðin í nágrannasveitarfélögunum. En bara ef það væri svo einfalt. Bloggritari varð vitni að því þegar lögreglan rak hjólhýsafólk um haust eitt, af tjaldsvæði nágrannasveitarfélags. Svo var sett slá fyrir, svo að það væri öruggt að svona fólk komi ekki aftur! Útlagar og útilegufólk nútímans er hvergi velkomið. Núverandi borgarstjóri ætti að lesa sögu Reykjavíkur, sem hann nú stjórnar, og hafa meiri samúð.
Stjórnmál og samfélag | 20.7.2024 | 12:54 (breytt 4.8.2024 kl. 16:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjasta brennsluefni stjórnmálamanna í brennslu almanna fés er stofnun Mannréttindastofnun Íslands. Íris Erlingsdóttir skrifar frábæra grein á Útvarpi sögu um þessa nýju ríkishítar stofnun sem nú er komið á fót, á okkar kostnað!:
"Erfitt er að meta hvort er meira hneyksli að Alþingi Íslendinga hefur, án nokkurrar þjóðfélagsumræðu, stofnað nýtt, óþarfa ríkisbákn, Mannréttindastofnun Íslands (MRSÍ), með víðtækar heimildir sem mun árlega kosta skattgreiðendur á þriðja hundrað milljónir króna, eða að ríkisbáknið, sem hefur með höndum það hlutverk að annast umrædda þjóðfélagsumræðu og er þjóðinni álíka gagnlegt og gatasigti er drukknandi manni í ólgusjó, gerði aðeins tvær fréttir um þessa fyrirhuguðu stofnun."
Hún segir jafnframt:
"Í landinu starfa nú þegar a.m.k. þrjár mannréttindastofnanir. Auk Mannréttindastofu Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands er Mannréttinda- og lýðræðisstofa Reykjavíkurborgar, sem hefur með höndum m.a. fötlun, "fjölmenningu og inngildingu" og kynjaréttindi. "Hinsegin" málefnaflokkur sér um að veita fyrirtækjum og stofnunum regnbogavottun og tilheyrandi einhyrningaprump."
Bloggritari skrifaði svipaða grein og Íris. Sjá slóð: Ný mannréttindastofnun fyrir mannréttinda ríkið Ísland nauðsynleg?
Í greininni benti bloggritari á Mannréttindastofnun Háskóla Íslands sem valkost. Óþarfi að hafa tvær stofnanir. Er á því að þetta er peningaaustur, höfum verið í S.þ. síðan stríðslok seinni heimsstyrjaldar án þess að vera með svona stofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn reynir að bendla Miðflokkinn við samþykkt stofnunar Mannréttindastofnunar Íslands. Sigmundur Davíð greip til andsvars í fjölmiðlum og sagði þetta:
Vissulega hafi Miðflokkurinn árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. En það þýði ekki að af þeim sökum hafi verið nauðsynlegt að stofna "enn eina mannréttindastofnunina".
Sjálfstæðisflokki hafi verið bent á að það væri ekki nauðsynlegt að stofna stofnun til að "stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna", til að uppfylla skuldbindingar gagnvar fötluðu fólki. Ísland sé þegar með nóg af mannréttindastofnunum, svo sem Mannréttindaskrifstofu Íslands, mannréttindastofnanir sveitarfélaga og mannréttindastofnun Háskóla Íslands."
Á sama tíma er ríkið rekið með viðvarandi halla á ríkisfjárlögum, bálknið stækkar og stækkar; vegir landsins grotna og eru ekki lagfærðir; heilbrigðiskerfið skorið við nögl og fjársvelt (læknaskortur í landinu); velferðakerfið í heild stendur höllum fæti; lögreglan undirmönnuð og fjársvelt; Landhelgisgæslan fjársvelt; velferðatúrismi handa hælisleitendur í hæðstum hæðum; fatlaðir og öryrkjar vanræktir (nær að láta þessa peninga beint til þeirra í stað ríkisstofnunar með blýant nagandi starfsfólk að gera ekki neitt allan daginn) o.s.frv.
Sumir halda að skynsemin haldist í hendur við meirihluta, að flestir séu skynsamir og sýni ráðdeild í efnahagsmálum og öðrum hagnýtum málum. En svo er ekki alltaf, sjá má þetta þegar meirihluti Alþingi samþykktir alls kyns bábiljur. Bloggritari myndi bara hrista höfuðið og halda áfram með sitt líf, ef vitleysan hefði ekki bein áhrif á hann. Það er ekki hægt að hunsa ruglið sem hefur hefur áhrif á allt og alla í kringum hann.
Ad imperium hoc dico: me solum et vitam meam desere.
Stjórnmál og samfélag | 6.7.2024 | 13:10 (breytt kl. 18:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bjálkinn í augum varðhunds Nýhaldsins - Guðfaðir útlendingalaganna er sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn!
Ekki benda á mig,
segir varðstjórinn,
þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn.
Spyrjið þá sem voru á vakt,
ég ábyrgist þeir munu segja satt.
[m.a. á plötunni Bubbi Morthens Fingraför]
Þennan snilldartexta má yfirfæra á stjórnmálaflokka sem nú sverja af sér arfa slök útlendingalög frá 1. janúar 2017 (Lög um útlendinga: 2016 nr. 80 16. júní). Jú, jú, ég var þarna starfandi en það voru aðrir á vaktinni sem ollu skaðanum.
En Björn Bjarnason segir sjálfur í grein sinni Guðfaðir útlendingalaganna þetta: "Í fréttum frá þessum tíma er sagt frá því að þingmennirnir Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, og Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafi farið til Tyrklands til að kynna sér aðstæður flóttafólks. Höfðu lýsingar þeirra mikil áhrif á aðra þingmenn. Óttarr var formaður í nefnd allra flokka til að semja ný útlendingalög."
Var það ekki á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem grunnurinn var lagður að og raungerðist svo í lagabálknum frá 1. janúar? Fyrrum samherji (að ég held) Björns bónda, Jón Magnússon, hefur aðra sögu að segja. Kíkjum á hans útgáfu:
"Á Landsfundi 2015 lagði ég ásamt nokkrum öðrum fram tillögu um málefni hælisleitenda, þar sem vikið var að því að fámenn þjóð yrði að gæta vandlega hagsmuna sinna og setja mjög ákveðnar reglur um heimildir hælisleitenda til að koma til landsins.
Forusta Sjálfstæðisflokksins var tillögunni mjög andsnúinn og braut allar grunnreglur fundarskapa til að koma í veg fyrir að hún fengist tekin á dagskrá fyrr en liðið var að lokum Landsfundar að kvöldi síðasta þingdags og meiri hluti Landsfundarfulltrúa farinn heim til sín. Einnig var komið í veg fyrir eðlilegar lýðræðislegar umræður um tillöguna. Hún var felld eftir algjört ofbeldi af hálfu forustu og fundarstjóra auk nokkurra óvita með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í broddi fylkingar þá nýkjörna sem ritara Flokksins.
Ömurleikasaga Sjálfstæðisflokksins í málefnum hælisleitenda fór síðan í nýjar hæðir í meðförum þáverandi varaformanns flokksins Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem dómsmálaráðherra, sem skipaði þverpólitíska nefnd til að unga út vitlausustu löggjöf um málefni útlendinga sem þekkist í Evrópu."
Hefur Jón Magnússon ekki rétt fyrir sér, að hér sé verið að hengja bakarann fyrir smiðinn?
Björn endar pistil sinn svona: "Þótt Sigmundur Davíð hafi hrökklast úr embætti forsætisráðherra áður en útlendingalögin voru samþykkt má með réttu kalla hann guðföður þeirra. Fortíðinni verður ekki breytt." Hér er í raun spurt hver sé sekastur í þingheiminum. Ef það á að taka einhvern út fyrir sviga, má benda á tvo sökudólga. Óttarr Proppé í Bjartri framtíð og Unnur Brá Konráðsdóttir í Sjálfstæðisflokknum, sem má segja að séu guðfeður útlendingalaganna.
Máltækið "konur eru konur verstar" eða "konur eru þjóðinni verstar" á hér við en framganga Sjálfstæðiskvenna einmitt í þessu máli á landsfundinum réði mestu um hvernig útlendingastefna Sjálfstæðisflokksins mótaðist næsta árin. Kvennahópurinn í kringum Bjarna Benediktsson (ekki allar), hirðin, hefur reynst afar frjálslyndur hópur, svo woke sinnaður, að þær hljóta hafa ruglast á flokkum er þær sóttu um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Þær ætluðu í raun að ganga í Samfylkinguna en tækifærin voru kannski betri í Sjálfstæðisflokknum?
Ef litið er á hverjir eru skrifaðir "ábyrgðarmenn" fyrir útlendingalögunum frá 2016, þá er það Ólöf Nordal innanríkisráðherra úr Sjálfstæðisflokknum að ráði allsherjar- og menntamálanefndar en framsögumaður nefndarinnar var engin önnur en Unnur Brá Konráðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum.
Þeir seku eru þeir sem voru viðstaddir og á vakt er útlendingalögin voru samþykkt og greiddu með lögunum. Og það var meirihluti þingheims Alþingis á þessum tíma. Já greiddu 46 þingmenn með lögunum, 0 greiddi nei, 2 greiddu ekki atkvæði (Ásmundur Friðriksson og Brynjar Níelsson) og fjarverandi voru 14 þingmenn, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þannig að ekki er hægt að bendla hann við samþykkt laganna! Sjá slóð: Atkvæðagreiðsla
Og nú hafa ný útlendingalög verið samin og samþykkt í sumar. Og þau reynast gölluð strax frá upphafi! Flokkur fólksins kom með breytingartillögu um að hægt sé að vísa útlendum glæpamönnum úr landi en það var fellt á Alþingi. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, sagðist ætla að taka málið upp í haust. "Það stendur ekki til að gera breytingar á útlendingalögum umfram þessar á þessu þingi. ... Ég er með áform um að leggja fram breytingar við útlendingalögin næsta haust."
Sjá má strax afleiðingarnar, hér gengur um útlendingur með hótanir við alla sem koma nálægt honum en ekki er hægt að vísa honum úr landi vegna þess að ríkisstjórnarflokknarnir þola ekki að stjórnarandstaðan komi með vitrænar breytingar á nýju lögunum.
Er Alþingi viðbjargandi? Enginn greiddi atkvæði gegn lögunum sem tíminn hefur sannað að reynst hafa verið arfa vitlaus. Og enn er haldið áfram á sömu braut...það þarf að staga í sokkinn strax í haust.
Helsta heimild: Útlendingar (heildarlög) 728. mál, lagafrumvarp Lög nr. 80/2016. 145. löggjafarþing 20152016.
Stjórnmál og samfélag | 4.7.2024 | 13:34 (breytt kl. 17:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að snúa til baka með fyrra fylgi og hann hafði áður en Bjarni Benediktsson tók við flokknum. Í raun hefur flokkurinn verið að missa fylgi hægt og rólega síðan hann tók við.
Það að hann hafi farið í sögulegt lágmark eða 15% í síðustu skoðunarkönnun segir alla söguna, þótt það hoppaði upp í 18% skömmu síðar. Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafn lítið og síðan í efnahagshruninu, eða í nóvember 2008. Mældist flokkurinn þá með 20,6 prósent.
Með flokksformann, sem er enginn leiðtogi, bara formaður, og hirðin í kringum hann sem hann hefur valið sér við hlið dansar eftir duttlungum hans, er borin von að Sjálfstæðisflokkurinn verði hægri flokkur. Sjá má þetta hjá breska Íhaldsflokknum sem hefur líka svikið sínar hugsjónir en búist er við að hans bíði afhroð í júlí kosningunum næstkomandi. Báðir flokkar reyna að klóra í bakkann, t.d. með harðari innflytjenda stefnu en það er of seint í rass gripið. Það eru hin hægri málin, vanræktun hefðbundina gilda og frelsi þjóðar, einstaklingsins og markaðshagkerfisins sem hefur valdið vonbrigðum hægri kjósenda. Til hvers að kjósa þessa flokka ef þeir eru eins og vinstri flokkar í framgöngu?
UK Reform flokkur Nigels Farage minnir svolítið á Miðflokkinn og stefnumál hans, samanber varsla hefðbundina gilda og harða innflytjenda stefnu. Báðum flokkum er spáð góðu gengi í næstu kosningum.
Fólk er orðið þreytt á alþjóðahyggjunni og það að heimamenn eru látnir sitja á hakanum. Ólöglegir innflytjendur sem sumir segjast vera hælisleitendur, eru birtingamynd alþjóðahyggjunnar. Þröngvað upp á fólk án þess að það sé spurt hvort það vilji borga tug milljarða reikninginn sem af stjórnleysinu hlýst.
Fólk vill að heilbrigðisþjónustan virki, menntakerfið og velferðarkerfið en einnig að húsnæðismarkaðurinn annist eftirspurn og öll þessi kerfi séu ekki á yfirsnúningi vegna opina landamæra.
Mjólkurkúin Ísland, þótt hún sé gjöful í dag, mjólkar bara ákveðið magn. Jafnvel í dag getur hún ekki framfleyta öllum. Aldraðir og öryrkjar, kallað ómagar og ölmusafólk í gamla samfélaginu, eru látnir sitja út í horni líkt og hornkerlingin forðum.
Hin nýja Mannréttindastofnun Íslands (peningahít) mætti byrja á þessum hópi í starfi sínu en eflaust fer hún strax í woke verkefni og sinna öðrum en Íslendingum, sbr. hælisleitendum og mannréttindum erlendis. Utangarðmenn verða áfram utangarðs.
En góða fólkið er enn fjölmennur hópur, aumingja gott við fólk af öðrum bæjum en sínum eiginn. Það vill að fólk af öðrum bæjum borgi rausnarskapinn af allri góðmennsku sinni og heldur að það drjúpi smjör af hverju strái hjá öllum. Þetta fólk kýs flest allt til vinstri í stjórnmálum og styður stjórnmálaflokka sem lofa gulli og grænum skógi í trjálausu landi.
Því má búast við að vinstri flokkar ríði feitum hesti frá næstu kosningum sem verða líklega á haustdögum.
Raunsæis fólkið, sem borgar daglega sína reikninga og ofurskatta, borgararnir - millistéttin, mun kjósa áfram borgaraflokkanna. Því miður nær þessi hópur sjaldan 50% fylgi og Ísland verður áfram hálf sósíalskt ríki. Er nokkur furða að ríkið hefur verðið rekið með halla frá lýðveldisstofnun?
----
P.S. Björn Bjarnason nýtir í Sigmund Davíð í nýlegri grein og sakar hann um tvöfeldni og hafa skipt oftar en einu sinni um skoðun. Hann er greinilega orðinn örvæntingafullur vegna slæms gengi eigin flokks. Þá er um að gera að níða skóinn af andstæðingnum. Hann tiltekur fimm dæmi.
Til dæmis í hælisleitandamálum og útlendingalögunum frá 2017. Þá varð Sigmundur hreinlega undir í þessu máli en Sjálfstæðisflokkurinn var jafnsekur öllum þing heiminum sem gerði mikil mistök með að innleiða frjálslyndustu innflytjenda löggjöf í Evrópu og opna þannig flóðgáttir ólöglegra innflytjenda.
Svo má minna Björn bónda á að Miðflokkurinn var stofnaður 2017, eftir að mistökin í löggjöf um útlendinga voru gerð (tóku gildi 1. janúar 2017). Þannig að hann getur ekki sakað Miðflokkinn um stefnuleysi í hælisleitenda málum, þegar flokkurinn var ekki einu sinni til þá! Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn en hann er ekki Miðflokkurinn. Flokkurinn er fjöldahreyfing borgarasinnaða Íslendinga. Flokkurinn sem slíkur, hvort sem hann er tveggja manna eða níu manna, hefur verið rökfastur og stefnufastur í sínum málum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar verið ístöðulaus um áratuga skeið. Ekki flokksmenn, heldur flokksforustan.
Nenni ekki að svara hinum fjórum atriðum sem Björn tiltók enda greinilega skrifað til að kasta rýrð á formanninn. Og það má skipta um skoðun, sérstaklega ef menn komast að því að þeir hafi rangt fyrir sér og leiðrétti mistökin. Verri eru þeir sem gera mistök, vita af því en gera ekkert í málinu!
Stjórnmál og samfélag | 3.7.2024 | 10:20 (breytt kl. 10:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skilgreining: Velferðarríki er ríki sem hefur skuldbundið sig til að veita þegnum sínum grundvallar efnahagslegt öryggi með því að vernda þá fyrir markaðsáhættu sem tengist elli, atvinnuleysi, slysum og veikindum.
Lítum á túlkun Friedman: Velferðarríkið er tilraun til að "gera eitthvað gott" með peninga einhvers annars. Markmiðið getur verið verðugt en aðferðirnar eru gallaðar.
Vandamálið er að þú eyðir ekki peningum einhvers annars eins vandlega og þinn eigin.
Meira að segja, það er ómögulegt að "gera gott" með peninga einhvers annars án þess að taka þá fyrst frá einhverjum öðrum. Það felur í sér þvingun notkun slæmra aðferða til að spilla góðu markmiðum velferðarkerfisins.
Velferðaráætlanir hvetja óbeint til samkeppni um ríkisfé og skapa óheppilega sundrungu og andstæður í samfélagi okkar sem rýra einstaklingsfrelsi. Við verðum að finna aðrar leiðir - til dæmis frjálsa samvinnu og einkaframlag - til að ná markmiði okkar.
Velferðakerfið tekur hvatann af fólki til að bjarga sér. Það festist í kerfinu áratugum saman, ef enginn rammi eða takmörk eru fyrir hendi.
Sjá má þetta í ásókn hælisleitenda til velferðaríkja Evrópu. Af hverju að basla í fátækt heima fyrir ef hægt er að komast á velferðaspenann í einhverju Evrópuríki? Eins ef borgarinn hefur svo litlar tekjur, að bæturnar eru hærri, af hverju þá að vinna yfir höfuð einhverja "skíta vinnu"?
Var Friedman þar með á móti velferðakerfinu? Nei. Hann hefur talað fyrir lágmarks velferðarsamfélagi, þar sem "neikvæður tekjuskattur" yrði notaður til að sjá fyrir fólki án annarra framfærslutekna.
Stjórnmál og samfélag | 2.7.2024 | 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björn Björnsson má eiga það að vekja athygli á andvaraleysi íslenskra stjórnvalda í varnarmálum.
Í síðustu grein sinni segir hann:"Blaðamaðurinn segir að í augum Norðmanns sé ekki aðeins skrýtið að á eyju á miðju Norður-Atlantshafi geri menn sér litla grein fyrir hættunni af stigmögnun stríðs heldur einnig fyrir almennu gildi viðbúnaðar."
Það eru aðeins örfáir menn sem vekja athygli á að "keisarinn er í engum fötum". Bloggritari er á meðal þeirra, Baldur Þórhallson í skrifum sínum sem fræðimaður, sem reyndar afneitaði barninu er hann var í forseta framboði en mun væntanlega taka upp þráðinn síðar, Arnór Sigurjónsson er hann var kominn í öryggi eftirlauna með bók sinni Íslenskur her og Björn Bjarnason sem dómsmálaráðherra.
Allir hafa bent á að hér sé enginn íslenskur her en það virðist það vera algjört tabú eða klikkun að minnast á það sé ekki eðlilegt og að landið liggur berskjaldað á miðju Atlantshafi sem er alveg örugg að verður barist um vegna hernaðarlega mikilvæga staðsetningu þess.
Arnór og Björn hafa fundið aðeins til tevatnsins vegna þess en Baldur alveg sloppið sem og bloggritari (ég er of óþekktur til að það sé tekið mark á mér en samt hef ég skrifað tímamóta greinar í Morgunblaðið um varnarmál).
Það sem við eigum allir sameiginlegt er að við sjáum allir að Ísland er ekki lengur stikkfrítt í næstu stór styrjöld. Við verðum í miðjum átökunum en samt láta íslensk stjórnvöld eins og ekkert sé og fela sig á bakvið pilsfald stóru mömmu í vestrinu. En það er ekkert víst að mamma geti sinnt hirðulausa krakkanum í norðri og vill vera eins og Pétur pan, aldrei að vaxa úr grasi sem sjálfstætt ríki.
Öll Evrópa, já bókstaflega öll, er að undirbúa sig undir erfiða tíma, Kaninn er að efla herafla sinn í Evrópu en litla Ísland gerir ekkert. Jú, það eru skrifaðar skýrslur fyrir Þjóðaröryggisráð Ísland, sem er skipað að mestu fólki sem hefur enga þekkingu á málaflokknum.
Kemur þróunin í Evrópu okkur virkilega ekkert við? Er að minnsta kosti ekki lágmark að tryggja matvælaöryggi landsins? Hvetja borgaranna til að eiga matvæli til þriggja daga eins og dönsk stjórnvöld hafa hvatt til og almenningur hefur tekið alvarlega?
Stjórnmál og samfélag | 1.7.2024 | 11:18 (breytt kl. 11:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kappræðurnar fór fram eins og bloggritari bjóðast við. Allir þeir sem fylgdust með, voru undrandi á lélegri frammistöðu Biden en bloggritari fannst Joe Biden standa sig betur en hann bjóst við enda á einhverju örvandi og undirbúinn. Flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru vinstri sinnaðir og hafa leynt ástandið á karlinum allan tímann. En nú þykjast þeir vera hissa og flokksforystan er í paniki.
Í fjögur ár hefur verið bent á hér á Samfélagi og sögu að blessaður maður er alshendis ófær um að reka sjoppu, hvað þá risaveldið Bandaríkin. Sem hann nóta bene hefur tekist að rústa á tæpum fjórum árum. 4-5 billjónir Bandaríkja dollarar í auka skuldir og hann boðar skatta hækkanir á fyrirtæki, úr 21% í 25%+ á næsta ári sem þýðir samdráttur, atvinnuleysi og verðbólgu, því fyrirtækin velta þessu yfir á vöruverð. Nú þegar er verðbólgan mikil, matvöruverð, húsnæðisverð, eldsneytisverð og allt annað sem er óbærileg þjáning fyrir Jón og Gunnu BNA. 49% landsmanna lifa frá einu launaseðli til annars. Sparnaður er í sögulegu lágmarki.
Bandaríkjaher vantar 45 þúsund manns í sínar raðir (hvítir vilja ekki gegna herþjónustu vegna wokeisma og hatur á hvítu fólki innan raða Bandaríkjahers en hvítir smá bæjar strákar úr miðríkjunum hafa verið undirstaðan hingað til).
Opin landamæra stefna Biden hafa hleypt inn í landið 10-15 milljónir ólöglega hælisleitendur, þar af fleiri hundruð þekkta hryðjuverkamanna og glæpahópa. Fara þeir af stað fljótlega með hryðjuverk?
Ekki er ástandið betra í utanríkismálunum, tvö stríð eru í gangi sem geta magnast í heimsstyrjöld og einræðisherrarnir spá í spilin hvort þeir eigi að fara af stað með stríð áður en kjörtímabil Biden lýkur. Annað eins tækifæri og nú, gefst varla, þegar karlinn í brúnni er ekki með okkur hin. Hættu tímar framundan.
Það er nokkuð ljóst að allt verður reynt til að fá nýjan stjóra í brúnna, en spurningin er, er of seint fyrir demókrata að gera uppreisn gegn teymi Biden? Tíminn er að renna frá þeim og flokksþingið er í ágúst en þar er forsetaefnið staðfest sem formlegur frambjóðandi. Hinn óhæfi Gavin Newcom ríkisstjóri Kaliforníu er tilbúinn í slaginn og fleiri mögulegir frambjóðendur. Biden verður að lýsa yfir vilja til að hætta, til að smurð skipti geti átt sér stað, annars verður allt brjálað innan flokksins. Er Jill Biden tilbúin að sleppa hendi af Joe?
P.S. Samkvæmt kosningareglum Demókrata flokksins er Biden kominn með meirihluta kjörmanna og hann verður að gefa þá frá sér með afsögn og setja þá í hendur annars frambjóðanda.
Stjórnmál og samfélag | 29.6.2024 | 13:40 (breytt kl. 17:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf eru til peningar í ríkishítið. Íslenskir stjórnmálamenn mæra sig af því á góðviðrisdögum að Íslendingar eru fremstir meðal jafningja í jafnréttismálum en samt sjá þeir ástæðu til að búa til nýtt ríkisapparat sem kallast Mannréttindastofnun Íslands.
Í landi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, karlar, konur og börn, er séð ástæða til að eyða peningum í slíka hluti. Stjórnarskráin hefur verið endurskrifuð að hluta til einmitt til að hafa sérstakan mannréttinda kafla. En það er ekki nóg að hafa lög, þau verða vera framfylgd. Er einhver sem getur bent á í framkvæmd að t.d. konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sama starf? Svo dæmi sé nefnt. Jafnréttis launavottun ekki í gangi? Skylda að kynið X fái setu í stjórnum fyrirtækja?, burtséð frá hæfileikum eða það að fyrirtækið er í einkaeigu.
Hvað verða margir starfsmenn starfandi þarna og munu þeir hafa nóg að gera í sjálfu mannréttinda ríkinu Ísland? Það er ekki einu sinni svo að enginn sinni þessum málaflokki. Háskóli Íslands er með mannréttindastofnun. Á vef Háskóla Íslands segir:
"Mannréttindastofnun Háskóla Íslands (MHÍ) er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands, sem hefur samstarf við innlenda og erlenda aðila svo sem háskóla, mannréttindastofnanir og samtök, ráðuneyti, stofnanir og félagasamtök."
Er þetta ekki nóg? Bara að útvíkka hlutverk þessarar stofnunar, líkt og Háskóli Íslands ætlar að sinna rannsóknum á öryggis- og varnarmálum með stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála sem bloggritari telur að sé betur haldið um í Varnarmálastofnun Íslands sem lögð var niður 2011.
Það vantar ekki áhugan á mannréttindum, gjaldþrota Reykjavíkurborg er með mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu innan gríðarlegt borgarbálk sem skagar hátt upp í ríkisbálknið. Hvað skildi allt þetta fólk gera allan daginn? Bíður fólk í hrönnum á biðstofu með mál sín sem eru mannréttindabrotamál? Fer fólk ekki með sín mál til dómsstóla ef ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklingar brjóti á því?
Nei, svona mál munu ekki rata á borð Mannréttindastofnun Íslands, enda ekki lögaðili að slíkum málum. Þarna verða stundaðar "rannsóknir" og "ályktanir" gefnar út hversu allir eru vondir á Íslandi. Það verður jafnvel farið í útrás, og tekið fyrir mannréttindabrot á Gaza (ef það stríð verður enn í gangi) eða einhvers staðar annars staðar þar sem stríð geysar.
Hvað á barnið að heita?....fyrirgefið kosta? Örugglega nokkur hundruð krónur úr þínum vasa og mínum, ekki svo mikið en þegar krumlur annarra eru líka í vösum manns, verða vasarnir fljótt tómir. Íslendingurinn ypptir öxlum og segir ansk... óráðsía og fléttir yfir á næstu frétt.
Leggja meiri skatta á? Þenja bálkið út? Kosnaðarsamt? Verðbólgu hvetjandi? Engar áhyggur, þið borgið! Vesgu! Kveðja, háttvirta Alþingi sumra.
P.S. hvernig standa mál með ríkis óperuna?
P.S. á P.S. Repúblikanar í Bandaríkjunum eru að undirbúa, ef þeir komast til valda í forseta kjörinu í nóvember, að leggja fyrir Trump flatan niðurskurð og minnka ríkisbálknið um helming. Ríkasta land í heimi stefnir í gjaldþrot, með skuldasöfnum upp á 1 billjón dollara (e. trillion) á hundrað daga fresti, allt vegna brjálæðislegrar eyðslu demókrata í alls kyns gælu verkefni.
Sum ráðuneytin eru með yfir 100 þúsund starfsmenn og ekkert mun gerast ef helmingur þeirra verður rekinn heim. Ef eitthvað er, mun skilvirknin aukast. Búríkratinn, sem þarf að réttlæta tilgangsleysi sitt, gerir ekkert annað hvort sem er annað en að flækjast fyrir einkaframtakinu og hægja á þróun þjóðfélagsins.
Stjórnmál og samfélag | 24.6.2024 | 12:17 (breytt kl. 12:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Auðljóslega ekki samkvæmt orðum dómsmálaráðherra sem boðar annað frumvarp í haust þar sem áhersluatriðið verður að svipta flóttamenn dvalarleyfi gerist þeir uppvísir um alvarlegan glæpi. Hvers vegna var breytingartillaga Ingu Snælands ekki samþykkt sem einmitt boðar það sama?
Það voru bara örfáir stjórnmálamenn sem vöruðu við lagabálkinn um útlendinga frá 2016, að hann væri meingallaður, væri hvatning til tilhæfulausra hælisumsókna. Það hefur komið á daginn að nú er komið í óefni.
Árlega koma hingað og sækja um hæli fleiri útlendingar en börn fæðast á Íslandi. Velferðakerfið sem er lítið og vanmáttugt er aðeins ætlað íslenskum ríkisborgurum og hefur ekki ráðið við allan þennan fjölda. Hefur einhver reynt að fá tíma hjá heimilislækni? Lágmark 1 mánaðarbið. Hjá sérfræðingi 3-9 mánuðir og bið eftir einföldum skurðaðgerðum hátt í tvö ár. Það er einfaldlega ekki til peningar eða mannafli til að sinna öllum þessum fjölda, fyrir utan erlendu túristana sem veikjast líka á Íslandi og þurfa á sjúkrahúsvist eða læknisþjónustu að halda. Velferðakerfi og opin landamæri fara ekki saman.
Nú á 80 ára afmæli lýðveldi væri gott ráð að endurskoða stöðu Ísland í heiminum. Endurskoða alþjóðasamninga, s.s. EES-samninginn og síðan en ekki síst Schengen samninginn sem setja landamæri Íslands við strendur Miðjarðarhafsins.
Með því að hafa landamæraeftirlitið á landamærum Íslands, með hjálp andlitsgreina, væri hægt að halda fleiri óæskilega erlenda aðila frá enn sem komið er friðsömu íslensku þjóðfélagi. Það er hvort sem er samvinna við Europol og fleiri evróskra stofnana og hægt að gera samninga til að tryggja öryggi Íslands. Hér eru helstu ókostir þess að vera í Schengen samkomulaginu:
Aukin ábyrgð fylgir þessari aðild. Ísland verður að halda uppi ströngum öryggis- og landamærastjórnunarstöðlum. Sem eyja þarf umtalsvert fjármagn og samhæfingu að viðhalda þessum stöðlum, sérstaklega á flugvöllum og sjóhöfnum. Ísland hefur ekki tekist að gera þetta þrátt fyrir að hafa fáein landamærahlið sem ætti að vera auðvelt að vakta. Meira segja deilur um andlitsgreina sem finna glæpamenn á landamærunum. Við erum hvort sem öll í mynd er við göngum út fyrir dyr.
Ísland er háð stefnu ESB. Þótt Ísland sé ekki aðili að ESB, verður Ísland að fylgja Schengen reglum og stefnum sem eru fyrst og fremst settar af ESB. Þetta getur leitt til fullveldismissis í landamæra- og innflytjendamálum.
Öryggisáhætta er mikil. Frjálst flæði fólks eykur hættuna á glæpum yfir landamæri og ólöglegum innflytjendum. Ísland verður að vera vakandi fyrir eftirliti og stjórnun þessarar áhættu, sem oft þarfnast viðbótar öryggisráðstafana og úrræða. Ekkert hefur verið gert, íslenska lögreglan undirmönnuð og hér hafa erlendar glæpaklíkur hreiðrað um sig í skjóli eftirlitsleysis.
Álag á innviði landsins er mikið. Innstreymi ferðamanna og hælisleitenda getur þrengt staðbundna innviði, sérstaklega á vinsælum áfangastöðum. Þetta kallar á áframhaldandi fjárfestingu í aðstöðu, flutningum og þjónustu til að koma til móts við aukinn fjölda gesta.
Það að hagkerfið treystir á ferðaþjónustu getur gert það viðkvæmt fyrir sveiflum í ferðamannafjölda, sem getur orðið fyrir áhrifum af víðtækari landfræðilegum málum eða breytingum á Schengen-stefnu.
Schengen átti að leiða til vegabréfalausra landamæra innan Evrópu. Fer nokkur Íslendingur erlendis án vegabréfs? Þarf Íslendingurinn ekki að sýna vegabréf við brottför eða komu til landsins? Hver er ávinningurinn, ef einhver? Viljum við Íslendingar lifa áfram í friðsömu landi? Hver er ábyrgð stjórnmálamanna í þessum efnum?
Stjórnmál og samfélag | 18.6.2024 | 21:25 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi spurning kemur upp í hugann þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er að skipta um starfsvettvang. Það er eins og hann hafi ákveðið fyrir löngu að hætta á þessu ári. Hann byrjaði að byggja hús í Norðurbæ Hafnarfjarðar fyrir nokkrum misserum sem nú er tilbúið. Hans bíður staða hjá Háskóla Íslands, heil prófessor staða í sagnfræði. Var þessi staða auglýst, eða búin til eða geymd í 8 ár fyrir hann?
Það er eins og þeigjandi samkomulag meðal stjórnmálamanna að þegar stjórnmálamaðurinn gefst upp á stjórnmálavafsrinu, bíði hans feit staða innan stjórnsýslunnar.
Besta og virðulegasta embætti sem getur beðið stjórnmálamanninn er staða sendiherra. Þarna getur afdanka stjórnmálamaðurinn leikið lágaðalsmann, hann fær sendiherrasetur, þjónustulið (bílstjóra, einkaritara, kokk o.s.frv.) og ævilangt starf ef hann vill. Og ofurlaun. Og hann fær að hitta fína fólkið í útlandinu. Hversu margir óhæfir sendiherrar eru þarna úti sem byrjuðu feril sinn sem Alþingismenn en enduðu sem sendiherrar? Með engan starfsferil að baki innan utanríkisþjónustunnar?
Nú, það er offramboð á kulnuðum stjórnmálamönnum en of fáar sendiherrastöður, svo fáar í raun, það margir þeirra þurfa að vera staðsettir innan veggja utanríkisráðuneytisins. Fá ekki hefðasetur erlendis eða þjónustulið. Hvað er þá til ráða? Jú, einhver kippir í spottann fyrir gamla stjórnmálamanninn og reddar stöðu innan WHO eða annarra alþjóðasamtaka. Ekki slæmt að vera á ofurlaunum hjá alþjóðasamtökum. Er ekki tími á stöðu framkvæmdarstjóra NATÓ fyrir Íslending? Fylgjumst með örlögum fyrrverandi forsætisráðherra sem veðja á æviráðningu sem forseti en tapaði. Er hann/hún með plan B?
Inn á þetta kom grein bloggritara í gær er hann ræddi um spillingu innan íslenska stjórnkerfisins og frændhyglina. Ísland stórasta land í heimi eins og frúin sagði um árið?
Stjórnmál og samfélag | 18.6.2024 | 11:34 (breytt kl. 17:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020