Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Píratar og VG gefa hagsmuni almennings langt nef?

Þegar stjórnmálaflokkar halda flokksfundi eða forvígismenn þeirra tala opinberlega, þá má sjá áherslur þeirra, hvað það er sem skiptir þá mestu máli hverju sinni.

Og hvað er það sem skiptir Pírata mestu máli? Þeir hafa nú um þessar mundir miklar áhyggjur af byssukaupum lögreglunnar sem hún stóð í er leiðtogafundur var hér um árið.  Enn er verið fárviðrast um baunabyssu kaup hennar. Já, þetta eru baunabyssur, ekki alvöru vopnakaup og örugglega ekki merki um vígvæðingu á neinn hátt. Það er frumskylda lögreglunnar að geta verndað borgaranna og sig sjálfa gegn hættulegum glæpamönnum eða jafnvel hugsanlega hryðjuverkamenn með skotvopnum. Skotvopn hafa verið til á Íslandi síðan á 15. öld og eru ekkert að fara að hverfa.

Almenningur hefur yfir að ráða töluverðu magni af skotvopnum. Á Íslandi eru skráð skotvopn nokkuð algeng, þó að nákvæm tala geti verið breytileg eftir því sem ný gögn eru uppfærð. Samkvæmt upplýsingum frá skráningarkerfi skotvopna á Íslandi, sem lögreglan heldur utan um, voru í kringum 80.000 til 90.000 skráð skotvopn á Íslandi árið 2023. Flest þessara vopna eru veiðirifflar, haglabyssur og skotbyssur sem eru notaðar í íþróttaskotfimi og veiði. Svo eru það hin vopnin sem eru óskráð og í fórum glæpamanna.

Hvað annað sem Píratar hafa áhyggjur af, er erfitt að segja, fer eftir hvaða þingmaður þeirra talar hverju sinni.

Og hvað er það sem VG hafa mestar áhyggjur af í dag? Í frétt Mbl. segir: "Álykt­un VG vakti at­hygli fyrr í dag en í henni er einnig for­dæmd ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­sæt­is­ráðherra og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, um að frysta tíma­bundið greiðslur til Palestínuflótta­mannaaðstoðar Sam­einuðu þjóðanna (UN­RWA)."

Vilja gera getnaðarvarnir fríar fyrir ungt fólk

VG hafa sem sagt meiri áhyggjur af greiðslum til samtaka sem sannast hafa haft hryðjuverkamenn innanborðs en íslenskra umbjóðenda sinna. A.m.k. 15 starfsmenn hennar tóku þátt í árásinni á Ísrael 7. október og þess vegna var greiðslum til stofnuninnar frestað. Stofnunin hefur heldur ekki staðið sig í að dreifa matvælum til hungraðra Gaza búa. 

Hverjar eru aðrar áherslur VG? Jú, það á að úthluta "ókeypis" getnaðarvörnum til ungs fólks (fæðingar kvenna innan tvítugs eru orðnar mjög sjaldgæfar) og máltíðir framhaldsskólanema verði "ókeypis". Það er bara ekkert ókeypis til í dag. Meira segja loftið gengur sölum og kaupum. Peningarnir koma úr vösum skattgreiðenda. Og VG vilja ekki lagfæra útlendingalögin og breytingar á þeim, er varða brottvísun erlendra glæpamanna af landinu! Vilja VG fá slíka menn inn á sitt heimili? Eigum við að sitja uppi með stórhættulega glæpamenn vegna brotalama í útlendingalögum? Bara hugsað um að kaupa atkvæði á kostnað skattgreiðenda.

Þarna eru þessir tveir vinstri flokkar að festa sig í smáatriðum sem skipta ekki máli hvað varðar heildarmyndina og hagsmuni almennings. Hvar eru áhyggjurnar þeirra af háum stýrivöxtum sem eru að sliga heimilin og fyrirtæki? Þeir hafa staðið í 9,25% í eitt ár og hafa ekki haft nein áhrif á verðbólguna sem lifir sínu eigið lífi. Í næstu grein verður fjallað um hugsanlegt gagnleysi stýrisvextina á gengi verðbólgunnar. Talandi ekki um hátt matvælaverð og íbúðaskorts.

Helsti efnahagsvandi þjóðarinnar, sem Píratar og VG ættu að hafa mestu áhyggjur af, er skuldasöfnun ríkis og sveitafélaga. Samin eru ríkisfjárlög árlega en eyðsla framkvæmdarvaldsins er svo mikil að aukafjárlög þarf iðulega til að stoppa í gatið. Þetta er prímus mótor verðbólgu á Íslandi.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum, eru opinber útgjöld á Íslandi, sem innihalda bæði útgjöld ríkisins og sveitarfélaga, um 45-50% af VLF. Þetta er í samræmi við flest önnur norræn ríki þar sem hið opinbera hefur einnig mikil umsvif.  Það skiptir því gífurlega miklu máli að hið opinbera eyði ekki um efnum fram.  Annað sem hefur líka mikil áhrif á verðbólgu er fákeppnin á innanlandsmarkaðinum.

Fákeppnin er hreinlega alls staðar. Í skipaflutningum, tryggingum, á matvörumarkaðinum, bankakerfinu, eldsneytismarkaðinum, í heildsölu o.s.frv.  Sjá má nýlegt dæmi um svigrúmið til lækkunnar er lágvöruverslunin Prís opnaði. Þrátt fyrir að fá engan afslátt eins og aðrar "lágvöru"verslanir, geta þeir boðið upp á lægra verð. Hvers vegna? Jú, Bónus, Krónan eða Costco eru engar lágvöru verslanir, heldur miða sitt verð við verð keppinautanna, ekki mesta mögulega lægsta verðið!

Svona er Ísland illa stjórnað í dag. Það er bara eytt fé í gæluverkefni, skattar hækkaðir og álagning lögð á, bara vegna þess að hið opinbera og stórfyrirtækin geta farið óáreitt í vasa skattgreiðenda...endalaust.


Málfrelsi Helga Magnús Gunn­ars­sonar vara­rík­is­sak­sókn­ara er málfrelsi mitt og þitt

Farin er af stað undirskriftalisti á island.is til stuðnings Helga varasaksóknara. Málið er hið furðulegasta. Í síðasta mánuði lagði rík­is­sak­sókn­ar­inn Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir til við dóms­málaráðherra að Helgi Magnús yrði leyst­ur frá störf­um tíma­bundið vegna ákæru einhverja samtaka út í bæ, sem samanstanda af tveimur manneskjum.

Það þarf að vera rík ástæða til að svipta mann atvinnufrelsi sínu og viðværi. Embættismenn eru sérstaklega varðir í stjórnarskránni gegn ofríki ríkisvaldsins, í þessu tilfelli yfirmanns Helga, Sigríði J. Friðjónsdóttur, sbr. 20 gr. stjórnarskrá Íslands.

Bloggritari er dálítið hissa að Helgi skuli ekki ákæra Sigríði fyrir aðförina að honum sem embættismanni. Enn furðulegri eru viðbrögð dómsmálaráðherra sem þarf að leggjast undir feld, rétt eins og örlög Íslands liggi undir ákvörðun hennar. Hún þarf að leita ráðgjafar í fleiri vikur þegar málið er auðljóst út frá sjónarhorni grunnlaga Íslands - Stjórnarskrá Íslands.

Tjáningarrétturinn er bundinn í stjórnarskránni. Hann hverfur ekki við að fara úr einu starfi í annað. Allir borgarar, frá forseta Íslands niður í korna barn hafa rétt til að tjá sig.  Minni hér á stjórnskipunarlög frá 1995. Þar segir:

11. gr.

73. gr. verður svohljóðandi:

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Þingskjal 142, 119. löggjafarþing 1. mál: stjórnarskipunarlög (mannréttindaákvæði).  Lög nr. 97 28. júní 1995.

Síðan Alþingi var stofnað 930 e.Kr. hafa menn getað leitað réttar síns vegna ærumeiðinga fyrir dómstóla. Það hefur ekkert breyst. Menn tóku ærumeiðingar og heiður sinn mun alvarlegra en í dag. En það var ákveðinn feril sem menn þurftu að fara í gegnum hjá dómstólum til þess að hnekkja ærumeiðingu. Helgi á rétt á þessum ferli en þangað til er hann saklaus.

Málið er auðljóst hverjum þeim sem fylgir stjórnarskrá Íslands. Nema kannski dómsmálaráðherra og saksóknara Íslands? Sem borgari landsins, hefur Helgi málfrelsi. Það þarf að sækja hann til saka fyrir dómstól til að svipta hann embætti. Þangað til á hann rétt á sinna sínum embættisstörfum og við skulum hafa í huga að borgarinn telst vera saklaus uns sekt finnst. Ekkert er í íslenskum lögum að málfrelsið hverfi við að starfa ákveðið starf. Hins vegar verður viðkomandi embættismaður að gæta þess að verða ekki vanhæfur í ákveðnum dómsmálum.


Heimssjá dagsins - heimurinn bíður og Ísland líka

Það er biðstaða alls staðar, hvar sem litið er á heimsmálin. 

Úkraínumenn og Rússar eru að bíða eftir niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum, því þær skipta máli hvort samð verður um frið næsta misseri. Ef Trump kemst til valda, verður samið um frið en ef Harris kemst til valda, mun djúpríkið í Bandaríkjunum halda áfram að styðja Úkraínumenn. Hætta er á að Úkraínu verði skipt í tvennt varanlega. Pútín styður Trump á bakvið tjöldin, en Kínverjar og Íranir eru að reyna að eyðileggja framboð hans með hakki. Kínverjar óttast verndartolla stefnu Trumps en Íranir efnahagsþvinganir og Bandaríkjamenn styðji loftárásir Ísraela á kjarnorkuver landsins.

Harris skiptir ekki máli í neinum málum, hún hefur ekki það sem til þarf að vera leiðtogi. Hún getur orðið forseti, en enginn leiðtogi. Í raun tekur stjórnleysi við, wokismi, ofur skattlagning og ríkisafskipti, opin landamæri áfram og reynt að leyfa ólöglega innflytjendur að fá kosningarétt til að kjósa Demókrata.

Og það sem verra er, ef hún kemst til valda, fer allt í bál og brand í Miðausturlöndum, því að hún heldur áfram stefnu Biden/Harris í málefnum svæðisins, og hvað hefur hún leitt til? Miðausturlönd eru orðin að púðurtunnu, Íran heldur áfram sínu striki og ISIS í Afganistan, sem Biden missti og þar með álit Bandaríkjanna, hótar að færa starfsemi sína yfir landamæri til nágrannaríkja.

Ísraelar bíða eftir árás Írans.  Öll merki eru um að árásin komi fljótlega. Hezbollah hefur yfirgefið höfuðstöðvar sínar í Beirút, Bandaríkjamenn hafa sent flotadeildir með 90 herskip, flugmóðuskip og kafbáta til svæðisins og það sem meira er, Ísraelsher er að undirbúa innrás í Líbanon með öllum þeim skelfingum sem því fylgir fyrir almenna íbúa. Pólitísk skilaboð hafa ekki fylgt hervæðingu Bandaríkjanna, Biden segir ekkert við Írani, hendur af eða....Íranir halda því áfram sínu striki. Þeir hafa fimm mánaða glugga ásamt öðrum harðstjórnaríkjum til að leyfa villtustu drauma sína rætast áður en vondi karlinn Trump sest hugsanlega aftur í forsetastólinn.

Það fréttist seinast af Biden í Delaware á sólarströnd, í fríi. Biden verður "lame duck" forseti í fimm mánuði, engir talar við hann, eða jafnvel hugsar um hann en hann er samt ennþá forseti Bandaríkjanna. Sum sé, kafteininn liggur í koju meðvitundarlaus á meðan skipið siglir í strand á sjálfstýringu. Efnahagurinn er kominn í niðursveifu og stutt í efnahagskreppu. Hver stjórnar Bandaríkin dags daga?

Af heimastöðvum er það frétta að fólk bíður eftir að Alþingi komi saman á nýju. Stóra spurningin er, mun ríkisstjórnin springa á haustmánuðum eða lifa til vors? Límið í stjórninni, Katrín Jakobsdóttir, er farin og fylgið með í ruslflokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að grafa eigin gröf með elítuforystu sína sem hefur ekki hlustað á grasrótina síðan 2015 en þá hætti hún að hlusta á hinn almenna Sjálfstæðismann sem ákvað í staðinn að taka sitt hafurtask og yfirgefa flokkinn, því flokkurinn yfirgaf hann.

Píratar halda áfram að vera óstjórnhæfir og spurningin er, hvað eru kjósendur flokksins að sækjast eftir hjá flokknum? Hann hefur reynst vera stækur vinstri öfgaflokkur, á móti allt og öllu en getur samt aldrei tekið ákvarðanir sjálfur. Af hverju? Jú, strútúrinn á flokknum er þannig að það er enginn raunverulegur formaður og stefnan hverju sinni fer eftir því hverjir eru í þingmannahópnum hverju sinni. Hvernig getur slíkur flokkur sitið í ríkisstjórn? Aðrir flokkar, Viðreisn og Framsókn eru þarna...einhvers staðar en það heyrist við og við í Flokk fólksins.

Það stefnir í sömu kosningaúrslit og á Bretlandi. Samfylkingin vinnur næstu kosningar líkt og Verkamannaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð líkt og Íhaldsflokkurinn og Miðflokkurinn vinnur kosningasigur líkt og UK Reform, báðir tiltölulega nýlegir flokkar með sjarmandi leiðtoga við stjórnvölinn en stefnufastir. Kjósendur kunna að meta það. UK Reform og Miðflokkurinn hafa reynst skeinuhættir stjórnarandstöðuflokkar og væru öflugir stjórnarflokkar ef þeir kæmust til valda.


Of mikið af lögum og reglugerðum á Íslandi?

Bloggritari hefur boðað hér á blogginu harða andstöðu við reglugerðafargann, sérstaklega á vettvangi atvinnulífsins. Reglugerðir þrengja að umsvifum fyrirtækja og kröfur eftirlitsaðila eru oft óraunhæfar. Af þessu hlýst kostnaður sem að sjálfsögðu er velt yfir á neytendur. En reglugerðafarganið nær ekki aðeins til atvinnulífsins, heldur öll svið íslenskt samfélags. Kíkjum aðeins á sögu laga og reglugerða á Íslandi.

Það hefur runnið mikið vatn til sjávar síðan Grágás og síðan Járnsíða/Jónsbók voru aðal lög Íslendinga. Kristinn réttur var svo lög sérstaklega ætluð kirkjunni. Lög urðu meira formlegri með tilkomu ríkisvalds á Íslandi 1262. Íslendingar urðu því að breyta Grágásarlögum sem miðuðust við þjóðveldi, ekki við furstaveldi. Járnsíða kom 1271 en vegna þess að hún byggði að mestu á norskum lögum, vildu Íslendingar breytingar sem og þeir fengu með Jónsbók (1281)  og var í notkun í margar aldir. Jónsbók var upphaflega norsk lögbók, en var aðlöguð að íslenskum aðstæðum. Hún innihélt reglur um flest svið lífsins, frá landbúnaði til eignarréttar, og varð grunnurinn að íslenskum rétti næstu aldirnar.

Allar breytingar sem síðan voru á gerðar á íslenskum lögum  miðöldum voru kallaðar réttarbætur. Réttarbætur voru lögfestar breytingar eða viðbætur við gildandi lög og voru samþykktar á Alþingi. Þetta fyrirkomulag var mikilvægt til að laga og uppfæra lögin með tilliti til breyttra aðstæðna og þarfa samfélagsins. Réttarbætur gátu falið í sér bæði smávægilegar breytingar á einstökum lögum og umfangsmeiri lagabreytingar.

Sum sé, lagabreytingar á Íslandi voru tiltölulega fáar fram til 1662 er íslensk lög gildu. Sem kannski er skiljanlegt miðað við að þjóðfélagið var kyrrstætt, fáar breytingar á því þar til 1662 er staða Íslands breyttist formlega.

Þegar einveldi var komið á Íslandi árið 1662, urðu nokkrar mikilvægar breytingar á íslenskum lögum og stjórnskipan. Með einveldisstofnuninni varð konungurinn æðsti löggjafi, og íslensk lög og réttur tóku verulegum breytingum til að samræmast danska einveldinu.

Í heildina leiddu breytingarnar, sem fylgdu einveldisstofnuninni, til meiri miðstýringar, minnkaðs sjálfstæðis Íslands og aukinna áhrifa konungs og danskra laga á íslenskt samfélag og löggjöf. Alþingi var nú aðeins skuggamynd af fyrri hlutverki sínu og íslensk lög og réttur voru undir stjórn danskra yfirvalda.

Næsta bylting varð þegar Íslendingar fengu stjórnarskrá 1874 sem markaði mikilvæg tímamót í sögu Íslands og kom með margvíslegar breytingar sem höfðu áhrif á stjórnskipan og sjálfstæði landsins. Stjórnarskráin, sem formlega var kölluð "Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands", var fyrsta stjórnarskráin sem var sérstaklega samin fyrir Ísland, og hún veitti landinu aukið sjálfstæði innan danska konungsríkisins.

Þar með voru Íslendingar með eigin stjórnarskrá og Alþingi komnið með puttana við gerð laga og reglugerða. Íslensk lög voru samin fyrir íslenskar aðstæður en lagagerðin var í hófi enda lagavald Alþingis takmarkað. Svo kom ráðherravaldið til Íslands árið 1904 með heimastjórninni, sem var sett á þann 1. febrúar sama ár. Þá fékk Ísland sinn fyrsta íslenska ráðherra, Hannes Hafstein, sem var skipaður ráðherra Íslands af konungi. Þar með opnaðist leið fyrir aðra gerð af stjórntæki en lög, en það eru reglugerðir.

Þar sem margir þekkja ekki muninn á lögum og reglugerðum, kemur hér smá skýring. Reglugerðir eru stjórnvaldsfyrirmæli sem sett eru af framkvæmdarvaldinu, yfirleitt ráðherrum, til að útfæra nánar og framfylgja ákvæðum í lögum. Þarna eru Íslendingar komnir í djúpa gryfju. Vegna þess að framkvæmdarvaldið - ráðherravaldið, er of öflugt miðað við löggjafarvaldið, hafa ráðherrar rúmt vald til að setja reglurgerðir í tengslum við lög.

Árið 1930 voru þrjú ráðuneyti í stjórnarráðinu. Stjórnarráðið (Forsætisráðuneytið), Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Atvinnu- og samgönguráðuneytið. Árið 1930 var heildarfjöldi starfsmanna í ráðuneytunum mjög lítill miðað við nútímann. Samkvæmt upplýsingum frá þessum tíma störfuðu um 30–40 manns í Stjórnarráðinu og ráðuneytum þess. Þetta endurspeglar mun minni stjórnsýslu og einfaldari skipulag samanborið við það sem er í dag.

Í dag eru ráðuneytin orðin tólf og heildarfjöldi starfsmanna í ráðuneytum á Íslandi er á bilinu 2.000 til 2.500 manns, en þessi tala getur verið breytileg eftir tímum og breytingum á stjórnsýslu. Fjöldinn inniheldur ekki aðeins þá sem starfa beint í ráðuneytunum, heldur einnig aðra tengda starfsemi og stofnanir sem heyra undir ráðuneytin.

Þetta endurspeglar stóraukna umfang stjórnsýslu og flóknari verkefni samanborið við árið 1930, þegar aðeins voru til þrjú ráðuneyti með mun færri starfsmönnum.  En hér komin við að kjarnanum. Allt þetta starfsfólk þarf að hafa eitthvað að gera og lögfræðingar ráðuneytina hafa verið duglegir að útunga reglugerðir í stórum stíl.

En lögfræðingar ráðuneytanna komast samt ekki í hálfkvist við reglugerðafarganið sem framleitt er af ESB og er innleitt inn í íslenska löggjöf á færibandi í gegnum EES. Heil deild innan Utanríkisráðuneytisins, þýðingadeild, vinnur allt árið um kring við að þýða evrópskar reglugerðir og þaðan eru þær sendar til Alþingis sem undantekningalaust stimplar allt sem kemur frá ESB. Alveg sama hversu fáránlegar reglugerðirnar eru, þær eru "vottaðar" og "undirritaðar" af löggjafasamkundu Íslands, Alþingi.

En hversu umfangsmikil er reglugerðin sem kemur í gegnum EES? Ísland hefur að meðaltali um 250 til 300 EES-réttargerðir sem hafa verið samþættar árlega á undanförnum árum. Hins vegar,  getur þessi tala verið hærri, sérstaklega ef það er mikið magn af nýjum ESB reglugerðum sem þarf að samþykkja. Og er nokkur búinn að gleyma bókun 35? Sem setur evrópska reglugerð höfuð hærri en íslensk lög?

Er ekki aðeins kominn tími á að vanda betur til verka við gerð laga og reglugerða, hafa þetta í hófi og síðan en ekki síst að vera duglegt að nema úr gildi úreld lög?

Að lokum. Lífið er fjölbreytilegra og flóknara en svo að hægt er að setja lög um allan skapaðan hlut. "Oflög" geta sett þjóðfélagið í spennitreyju, heft athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Miðstýring samfélaga, eins og í kommúnistaríkum og harðstjórnarríkjum, hafa aðeins leitt til óhamingju og helsis.


NATÓ búið að vera? - Hver er staða Íslands?

"Ef svo fer að Donald Trump forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sem ekki hefur mikið álit á NATO, verði forseti má gera ráð fyrir að NATO sé mögulega búið að vera og Evrópa er ekki undirbúin á neinn hátt undir þá stöðu. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu."

Sjá slóð: Evrópa ekki tilbúin með varnir líði NATO undir lok

Þetta er dæmigert hjal stjórnmálamanns sem þekkir ekkert til hermála. Það er eins og samskipti Bandaríkjanna við NATÓ sé einhliða, Bandaríkjamenn borgi reikninganna og útvegi hermenn til varnar í Evrópu. Það er rétt, en bara vegna þess að Evrópuríki hafa komist upp með að vanrækja varnarskyldur sínar, þar á meðal Ísland. Evrópumenn eru með eigin heri og varnarkerfi sem eru samrænd undir eina stjórn.

Peningamaðurinn Trump var nóg boðið hvernig Evrópuríki höguðu sér (höfðu samþykkt 2014 hækka framlögin í 2% fyrir 2024 en ekki staðið við það) og beitti þvingunum til að láta þau borga meira. Það virkaði og ekki hefði ekki mátt gerast síðar, í ljósi stríðsins í Úkraínu.

NATÓ er ekki meira lífvana í dag en að það bættust nýverið tvö öflug herveldi, Svíþjóð og Finnland, í bandalagið. Og flest ríkin eru komin upp í 2% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Ekki Ísland, sem ver prósentubroti (ekki eitt prósent, heldur brot úr prósenti) í varnarmál.

Ekki má gleyma að Bandaríkin þurfa jafnmikið á NATÓ að halda og NATÓ þarf á Bandaríkin. Aðildarríkin eru 32 talsins og þau eru bandamenn Bandaríkjanna. Í dag eiga Bandaríkin ekki marga vini í heiminum en NATÓ er haukur í horni fyrir þau. Fyrsta varnarlína landsins liggur í Evrópu og er Ísland þar á meðal. Evrópa er nauðsynleg fyrir heimavarnir Bandaríkjanna.

Jón ræddi Evrópuher og taldi stofnun slíks fæddan andvana. Það er rétt, enda óþarfi í ljósi þess að NATÓ er Evrópuher! Bandaríkin og Kanada eru í bandalaginu en rest eru Evrópuríki. Nánast öll Evrópa er komin undir regnhlíf bandalagsins, aðeins Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía, Kýpur, Austurríki, Írland og Malta ásamt örríkjum eru ekki í bandalaginu en þau eru samt í "samstarfi NATÓ fyrir frið" nema Kýpur og Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía og Rússland. Sviss er náttúrulega utan allt!  Það eru aðrar smáþjóðir sem eru ekki í bandalaginu en njóta óbeint verndar þess. 

Hér er listi Evrópuþjóða sem eru ekki í NATÓ: Andorra, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Bosnía og Hersegóvína, Kýpur, Georgía, Írland, Kosovo, Liechtenstein, Malta, Moldóva, Mónakó, Rússland, San Marínó, Serbía, Sviss, Úkraína og Vatíkanið. Allt eru þetta jaðarríki, óvinaríki, örríki eða eiga sér sögu um átök sem koma í veg fyrir þau geti gengið í NATÓ.

En Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér um andvaraleysi Evrópuþjóða í gegnum tíðina. En það er liðin saga. Allar Evrópuþjóðir eru að vígbúast, NATÓ stenur föstum fótum og Trump er ekki að leggja niður bandalagið. Jafnvel þótt Bandaríkin myndu ganga úr bandalaginu (og fremja þar með mestu mistök sín í utanríkismálum frá upphafi), myndi það lifa það af. Hjörðin veit að hún á besta möguleika á að lifa af, ef hún heldur sig saman, þótt forystukindin er horfin á braut.

Annað sem er meira áhyggjuefni. Fyrir Íslendinga er áhyggjuefni ef Bandaríkin geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart varnarsamningum frá 1951. Er það mögulegt að Bandaríkin komi Ísland ekki til varnar á ófriðartímum? Hljómar ósennilegt, en þó ekki. Hvað segir sagan? Árið 2006 stóðu Bandaríkin í tveimur stríðum, bæði gegn veikum andstæðingum. Skæruliðahernaður í Afganistan og í raun einnig í Írak eftir stutt stríð. Engin stórveldi að eiga við. En samt áttu Bandaríkin í vök að verjast.

Það reyndi á allan herafla Bandaríkjanna í þessum átökum. Kallaðar voru út varasveitir (sjá liðhlaup varaforsetaefni Kamala Harris, Tim Walz sem forðaðist sér úr hernum 2005 er kalla átti út herdeild hans sem er varalið). Svo aðþrengdir voru þeir, að þeir byrjuðu að afturkalla þyrlusveitina á Keflavíkurflugvelli en síðan kvöddu þeir einhliða Íslands með því að draga allt herlið frá Íslandi 2006. Það þótt íslenskir ráðamenn væru á hnjánum grátbiðjandi um að Bandaríkjaher færi ekki. Bandarískir hershöfðingjar hafa nagað sig í handarböndin allar götur síðar og viljað aftur fasta viðveru.

Það var nefnileg engin herfræðileg rök fyrir lokun herstöðvarinnar. Hún var eftir sem mjög mikilvæg í varnarkeðju NATÓ, staðsett í miðju GIUK hliðsins. Hagsmunir Bandaríkjanna voru teknir fram yfir hagsmuni Íslands og NATÓ alls.

Síðan 2006 hefur Bandaríkjaher hnignað umtalsvert. Það skortir bæði fjármagn og hermenn (síðast vantaði 48 þúsund upp í kvótann). Herfræðingar segja og stríðslíkön taka undir, líklega myndi bandaríski flotinn tapa orrustunni um Taívan ef Kína skyldi ákveða að taka eyjuna yfir. Bandaríkin geta ekki lengur háð tvö stríð í einu. Nóg er til af öflugum óvinum, Rússland, Kína, Íran, Norður-Kórea og allt líklega kjarnorkuveldi!

Eftir stendur Ísland berskjaldað, líkt og Bretland 410 e. Kr., er rómverski herinn yfirgaf landið einhliða og kom aldrei aftur. Engir heimamenn voru hermenn og landið berskjaldað fyrir innrásir Engilsaxa.

Hvað gera íslenskir bændur þá? Hefur Þjóðaröryggisráð Íslands tekið þá sviðsmynd inn í dæmið? Er Ísland tilbúið undir alheimsátök? Eru til næg matvæli, lyf, varahlutir o.s.frv.?  Kannski er lágmarks viðbúnaður að koma sér upp heimavarnarlið? Hafa einhvern grunn að byggja á, ef í harðbakkann slær.


Umsækjendur A, B og C sækja um starf hjá fyrirtæki X - Hver fær starfið?

Þetta er ekki fræðileg spurning, heldur kaldur veruleiki í íslensku atvinnulífi. Segjum svo að fyrirtækið X vantar stjórnarmann í stjórn fyrirtækisins, sem nóta bene er einkafyrirtæki. Fyrir eru þrír stjórnarmenn, allir karlar en einn er að hætta.

Umsækjendur A og C eru karlar en umsækjandi B er kona. Öll eru þau viðskiptafræðimennuð, með svipuðan bakgrunn og svipuðum aldri. Ef eitthvað er, þá er umsækjandi C með lengsta starfsaldur. Valið er auðvelt, en er í raun ekkert val, einkafyrirtækið þarf að velja konuna.  Fyrirtækið þarf að uppfylla kynjakvóta og þar sem fyrir eru tveir karlar í stjórninni, verður konan fyrir valinu og eigandinn hefur ekkert um það að segja. Þetta er þó hans eign og áhætta og hann hefði frekar viljað fá umsækjanda C.

Á vefsetri Jafnréttastofu (hvað skyldu starfsmenn þessarar stofnunnar gera allan daginn?), segir: "Í mars árið 2010 samþykkti Alþingi frumvarp þess efnis að bæði konur og karlar skuli eiga fulltrúa í stjórn einkahlutafélaga og hlutafélaga (Lög um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög nr.2/1995) þar sem fleiri en 50 starfsmenn starfa að jafnaði þegar stjórn er skipuð þremur mönnum, og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns fyrir sig sé ekki lægra en 40%.

Í maí 2011 samþykkti Alþingi sambærileg lög um kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða (Lög um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum nr. 122/2011)."

Ef þetta er ekki wokisminn í tærustu mynd, hvað er? Ekki er ráðið eftir hæfileikum heldur hvaða líkamsparta viðkomandi hefur. Hvað kemur ríkinu við hvað einstaklingar með eigin rekstur gerir? Hann hefur bara eitt markmið og það er að hámarka arðinn af rekstri fyrirtækisins. Hann ræður þann hæfasta, sem getur verið kona eða karl, skiptir engu máli, bara að viðkomandi skili inn afköstum.

Það er enginn furða að stórfyrirtæki, sem hafa stórar stjórnir  eða stofnanir eru oft illa rekin. Er búið að skipta út stóra bróðir fyrir stóru systur?

Nú er slegist um stöðu forstöðumanns Jafnréttisstofu sem nýverið var auglýst laust.  Enn eitt ríkisapparatið sem sýgur til sín fjármagn úr tómum ríkiskassa.

P.S. Það er alveg ótrúlegt jafnaðargeð Íslendinga að láta ríkið stjórna lífinu sínu án þess að segja nokkuð. Þeir sætta sig við hvaða vitleysu boð sem koma frá stjórnvöldum og völd þeirra eru mikil eins og sjá mátti í covid faraldrinum.

Löggjöf um kynjakvóta í stjórnum

 


Vegakerfið út í skurði - hvers vegna?

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra birtist allt í einu úr myrkrinu og tjáir sig um vegakerfið. Hann viðurkennir að vegakerfið hafi setið á hakanum.  Ekki er vitað hversu mikla innspýtingu þarf í það en heyrst hafa tölur frá 120 - 200 milljarða. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra, tekur undir með Sigurði Inga og segir þurfa miklu meira fjármagn, bæði í framkvæmdir og viðhald á vegum. Það fjármagn gæti komið frá stórnotendum.

Hverjum er um að kenna ef ekki 7 ára ríkisstjórn Bakkabræðra? Jú, þungflutningar sem ekki hefði mátt sjá fyrir! Og ekki það að fjármagnið sem innheimt hefur verið fyrir vegakerfið í formi skatta, hafi farið í allt annað.  Hér kemur snilldarútskýring sósíalistans (taka meiri pening af almenning og vondu kapitalistanna):

"Þetta þungaflutningarálag er að leiða af sér slit á vegum sem enginn sá fyrir fyrir áratug eða tveimur, og við þurfum að fjármagna þetta betur. Kannski þurfum við líka að vera hugrakkari í að sækja fjármuni til þeirra sem valda þessu sliti, sem eru auðvitað þessir stóru atvinnurekendur sem eiga auðvitað að borga sinn skerf."

Hvað er rangt við rökfærslu þeirra? Jú þau kenna þungaflutningum um vandann en ekki það að ríkisvaldið hefur vanrækt viðhald vega. Vegakerfið á Íslandi er um 26.000 kílómetrar að lengd. Þar af eru þjóðvegir um 12.900 km og sveitavegir um 12.800 km. Það þarf því gífurlegt fjármagn bara við að viðhalda vegi landsins. Hefur ríkisvaldið ekki fengið nóg fjármagn til að standa að viðhaldi. Jú, meira en nóg.

Á fimm ára tímabili voru innheimtir skattar tengdir samgöngum upp á 330 milljarða króna. Þar af fóru um 240 milljarðar í allt annað en samgöngukerfið! Bílaskattar eru sum sé bara mjólkurkú ríkisins. Það væri enginn vandi ef allt féð hefði farið beint í vegakerfið. Svona hefur ástandið verið lengi, og löngu áður en Covid kom til sögunnar og er mesta afsökun stjórnvalda fyrir lélega efnahagsstjórn. Sjá t.d. þessa grein í Bændablaðinu frá 2017: Vegabætur strax

Tökum annað dæmi úr Bændablaðinu sem ávallt er með fingurinn á púlsinum ( Betur má ef duga skal ):

"Varðandi samgöngukerfið þá er vandinn gríðarlegur þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að ekki skortir tekjuinnstreymið t.d. af notkun þjóðvegakerfisins. Um árabil hafa skattar á innflutning og notkun bíla skilað ríkissjóði um og yfir 80 milljörðum króna. Aðeins hluti af heildartekjum ríkisins af bílum og umferð fer í nýbyggingu og viðhald vegakerfisins. Sem dæmi var áætlað að verja 29 milljörðum í endurbætur og viðhald á vegakerfinu á árinu 2019 og 30 milljörðum á árinu 2020. Á árinu 2021 er talað um að veita 27 milljörðum í þennan málaflokk. Þetta eru 86 milljarðar á þrem árum. Það þýðir að af skatttekjum vegna umferðarinnar á þremur árum er verið að nota tekjur sem svara nokkurn veginn innkomu eins árs og eftir standa 154 milljarðar króna af umferðartekjunum sem renna þá til annarra verkefna ríkisins."

Hver er þá vandinn í hnotskurn?  Hann er að ríkið í heild sinni er illa rekið, of mikið fé fer í gæluverkefni (nýjasta nýtt er stofnun Mannréttindastofnun Íslands) og of lítið í grunnverkefni. Ríkið sem kann ekki að leggja saman tvo plús tvo, tekur fjármagn ætlað samgöngum til að bjarga ríkissjóði sem samt er rekinn með halla. Og þegar þessi tilfærsla fjármagns dugar ekki til, er ætlunin að leggja á enn meiri álögur á notendur vegakerfisins með meiri skatta.

Sigurður Ingi virðist vera hrifinn af skattlagningu, er hann ekki í röngum flokki? Hann og Svandís eru 100% sammála að taka meiri fé af Jón og Gunnu og vondu atvinnurekendur sem þó skapa vinnu, velferð og skatta fyrir ríkisvaldið.  Ríkisvaldið á Íslandi hefur aldrei kunnað sér hófs í skattfrekju.

P.S. Hér kemur 1 + 1 dæmi í stað 2 + 2 dæmi sem ríkið ræður ekki við. Skapa meiri tekjur fyrir þjóðfélagið og ekki hækka skatta = kakan stækkar og allir hafa meira ráðstöfunarfé, almenningur, atvinnurekendur og ríkisvaldið.


Verðbólga er ekki bara ein tegund af verðbólgu - orsakanir eru margar

Milton Friedman er frægur fyrir fullyrðingu sína um að "verðbólga sé alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri." Skoðanir hans á orsökum verðbólgu snúast um tengsl peningamagns og verðlags. Hér eru lykilatriði sjónarhorns Friedmans á orsakir verðbólgu en það er óhóflegur vöxtur peningaframboðs. Friedman hélt því fram að verðbólga ætti sér stað þegar vöxtur peningamagns er meiri en raunframleiðsla hagkerfisins. Samkvæmt honum, þegar meira fé er að eltast við sama magn af vörum og þjónustu, hækkar verð, sem leiðir til verðbólgu.

Peningamálastefna ríkissins skiptir öllu máli þegar eiga á við verðbólgu. Friedman taldi að meginábyrgðin á að stjórna verðbólgu væri seðlabankans. Hann gagnrýndi Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir að leyfa of miklar aukningar á peningamagni, sem hann taldi undirrót verðbólgunnar.

En verðbólga getur átt sér aðrar orsakir. Ein þeirra er svo kölluð eftirspurnarverðbólga.  Þessi tegund verðbólgu á sér stað þegar heildareftirspurn í hagkerfi fer fram úr heildarframboði. Friedman hélt því fram að þetta sé venjulega knúið áfram af auknu peningamagni, þar sem meira fé í höndum neytenda og fyrirtækja leiði til meiri eyðslu og eftirspurnar eftir vörum og þjónustu. Sjá má þetta á íslenska fasteignamarkaðinum þar sem eftirspurnin er langt umfram framboð og íbúaverðið keyrist upp. Þetta er gervi vandi, gerður af manna völdum, þ.e.a.s. af völdum stjórnvalda að tryggja ekki nægilegt magn lóða.

Annað fyrirbrigði er kostnaðarverðbólga. Þó Friedman viðurkenndi að þættir eins og hækkandi laun og aðföng kostnaður geti stuðlað að verðbólgu, taldi hann að þetta væru aukaástæður. Hann hélt því fram að án viðunandi aukningar í peningamagni myndi slíkar kostnaðarhækkanir leiða til hærra verðs í sumum greinum en myndi ekki leiða til viðvarandi heildarverðbólgu.  Hér á Íslandi er vinsælt að kenna launahækkunum launafólks um hækkaða verðbólgu þegar megin sökudólgurinn er ríkisvaldið. Það eitt hefur tækin og tólin til að eiga við verðbólguna.

Þriðju áhrifavaldurinn er nokkuð óvæntur en það er hlutverk væntinga. Friedman lagði einnig áherslu á hlutverk verðbólguvæntinga. Ef fólk býst við að verðbólga aukist mun það bregðast við á þann hátt sem gerir það að sjálfum sér uppfylltum spádómi, eins og að krefjast hærri launa eða hækka verð. Seðlabankar verða að stýra þessum væntingum með trúverðugri og samkvæmri peningastefnu.

Í stuttu máli sagði Milton Friedman að verðbólga sé í grundvallaratriðum drifin áfram af of miklum vexti peningamagns, fyrst og fremst vegna aðgerða seðlabanka. Hann taldi að stjórn peningamagns væri lykillinn að því að koma í veg fyrir og stjórna verðbólgu og hann hélt því fram að reglubundin nálgun á peningastefnunni væri tryggð verðstöðugleika".  Sum sé, vegna lélega peningastefnu Seðlabankans, sem notar bara stýrivexti sem vopn, þá leiði það til verðbólgu. Hvað er hér átt við? Jú, með því að halda uppi háa stýrivexti, sama hvað, þá halda þeir uppi háu verðlagi einir sér! Einstaklingar og fyrirtæki þurfa að greiða margfalt meira fyrir sama hlutinn en ella.

Seðlabankinn er að refsa þá sem eru fórnarlömb verðbólgu en verðbólguvaldurinn er sjálft ríkið.  Stærsti aðili íslenskt samfélag er ríkið sjálft. Hvernig það hagar sér skiptir öllu máli hvort hér sé verðbólga eða ekki.  Ríkið hagar sér eins og það sé enginn morgundagurinn. Það rekur landið endalaust með halla.

Í frétt Morgunblaðsins frá mars 2023 segir: Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að 46 milljarða kr. halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs sem samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu... og "Þá er áætlað að frum­jöfnuður rík­is­sjóðs, þ.e. af­koma án vaxta­gjalda og -tekna, verði já­kvæður um rúm­lega 28 ma.kr., eða 0,6% af VLF á næsta ári. Áætlað er að skuld­ir rík­is­sjóðs á mæli­kv­arða skuld­a­reglu1 laga um op­in­ber fjár­mál verði í lok næsta árs um 1.400 ma.kr. eða 30,9% af VLF og lækk­ar hlut­fallið milli ára."

Ríkið ætlar sér að ná niður hallanum með hærri tekjum (skattar og gjöld) en lítið fer fyrir aðhaldinu. Af hverju er aldrei sparað? Og hvað ætlar það að gera við 6% verðbólgu sem eru aukaskattar?

Fíllinn í postulínsbúðinni er ríkið sjálft. Hlutur íslenska ríkisins í hagkerfinu árið 2024 er um 47,6% af landsframleiðslu. Þetta hlutfall er reiknað út frá heildartekjum og heildarútgjöldum hins opinbera, sem inniheldur bæði ríkissjóð og sveitarfélögin. Ríkissjóður sjálfur er stærsti einstaki hluti þessa með um 31%.

Ríkissjóður á einnig verulegan hlut í ýmsum fyrirtækjum, bæði beint og óbeint, þar með talið orkufyrirtæki, Ríkisútvarpið, og Íslandspóst, sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Ísland er sagt vera með blandað hagkerfi. En það er í raun sósíalískt samfélag þar sem stóri bróðir gýn yfir öllu.

Nú vantar bara pólitískan vilja til að leysa verðbólgu vandann.

 


Ekki öll kurl komin til grafar með morðtilraunina við Trump

Mikið hneyksli hefur myndast í kringum öryggisgæsluna í Butler og eftirmála málsins. Nýir vinklar hafa fundist. Lítum á nokkur dæmi.

Nú hefur komið í ljós að leyniskyttu teymi hafi ekki verið sent á staðinn eins og hefði átt að gera. Jú, það voru leyniskyttur þarna en í skötulíki. Ástæðan fyrir að teymin voru ekki send, var að Butler er ekki í ökufæri við Washington en þar eru þau staðsett!

Mikið vantraust er á rannsókn FBI. Forstjóri FBI Christopher A. Wray hefur reynst traust möppudýr djúpríkisins og sumir halda að hann hallist að demókrötum. Það andar köldu á milli hans og Trump. Hann gerði lítið úr sári Trumps og taldi að brot úr hluti hafi hæft eyrað hans. Sumir segja úr gleri textavélar. Hann varð að draga ummælin sín til baka og FBI segir að byssukúla hafi hæft eyra hans. Textavélar enda heilar eftir á eins og sjá má á myndböndum. Og sjá má á ljósmynd byssukúlu þjóta framhjá höfuð Trump með myndavél sem tekur 8 myndir á sekúndu.

Mikið hefur verið deilt um hvort teymi Trumps hafi beðið um aukna öryggisþjónustu frá leyniþjónustunni og enn er óljóst hvort henni hafi verið hafnað. En bandarísk yfirvöld komust yfir njósnir frá heimildarmanni undanfarnar vikur um samsæri Írans til að reyna að myrða Donald Trump, þróun sem leiddi til þess að leyniþjónustan jók öryggi í kringum forsetann fyrrverandi, segir CNN....

"Það er ekkert sem bendir til þess að Thomas Matthew Crooks, tilvonandi morðingi sem reyndi að drepa forsetann fyrrverandi á laugardag, hafi verið tengdur samsærinu, sögðu heimildarmenn.

Tilvist njósnaógnarinnar frá fjandsamlegri erlendri leyniþjónustustofnun - og aukið öryggi Trumps - vekur nýjar spurningar um öryggisleysið á laugardagsfundinum í Butler, Pennsylvaníu, og hvernig tvítugum manni tókst að komast inn í nærliggjandi svæði. þaki til að hleypa af skotum sem særðu forsetann fyrrverandi." Exclusive: Secret Service ramped up security after intel of Iran plot to assassinate Trump; no known connection to shooting

Þótt ástæða sé að vantreysta rannsókn FBI, þá ber leyniþjónustan - Secret Service, megin söknina fyrir klúðið í kringum öryggisgæslu rallýs Trump. Tökum dæmi:

Ónógur mannskapur á rallíinu. Ekki var settur mannskapur upp á þak hússins sem skotmaður kom sér fyrir á. Ekki er vitað af hverju, sumir segja leyniþjónustumaðurinn sem átti að vera þarna, hafi farið af þakinu vegna hita. Aðrir segja vegna þess að það vantaði mannskap og enginn sendur upp, aðrir vegna vítaverða vanrækslu.

Svo var það að árásamaðurinn komst á radar leyniþjónustunnar 26 mínútum fyrir tilræðið með grunsamlegan hlut í hendi. Ekkert gert.

Áhorfendur komu auga á árásamanninn á undan leyniþjónustunni. Áhorfendur komu til dæmis auga á grunsamlega manninn á þakinu og tilkynntu hann til lögreglu fyrir skotárásina. Og samkvæmt CBS News voru þrjár leyniskyttur sem aðstoðuðu leyniþjónustuna í raun staðsettar inni í byggingunni sem skotmaðurinn notaði á meðan á rallínu stóð. Þó að leyniþjónustan hafi haldið því fram að einhver sök liggi hjá lögreglunni á staðnum, sem hún var í samstarfi við fyrir fjöldafundinn, ber stofnunin að lokum ábyrgð á því að tryggja viðburðinn.

Sagt er að talstöðvakerfi hafi ekki verið samræmd milli lögreglunnar á staðnum og leyniþjónustunnar. Engin leið var því að koma boðum áleiðis um skotmanninn á þakinu.

Mesta vandamálið er kerfisgalli innan leyniþjónustunnar. Hún er sein að bregðast við ef eitthvað misjafn kemur í ljós eða jafnvel bregðst ekki við. VOX tekur dæmi: "Nokkur önnur áberandi atvik hafa sýnt að leyniþjónustan var gripin berfætt, eins og raunin var árið 2014, þegar boðflenna með hníf stökk yfir girðinguna í Hvíta húsinu og gekk inn um útidyrnar. Almenn menning hjá stofnuninni hefur líka hlotið mikla gagnrýni, eins og þegar meintir ölvaðir leyniþjónustumenn rákust á bíl í Hvíta húsinu árið 2015 eða þegar senda þurfti leyniþjónustumenn heim frá Kólumbíu árið 2012 eftir að hafa ráðið kynlífsstarfsmenn á meðan þeir veittu öryggi fyrir þáverandi forseti Barack Obama."

Og hér er annað dæmi: "Árið 2011 skaut byssumaður með hálfsjálfvirkan riffil mörgum skotum á Hvíta húsið. Samkvæmt skýrslum fréttaritara Washington Post fréttaritara Carol D. Leonnig, sem hefur mikið fjallað um leyniþjónustuna, "Enginn framkvæmdi meira en bendillega skoðun á Hvíta húsinu vegna sönnunargagna eða tjóns." Reyndar tók það daga fyrir stofnunina að átta sig á því að byssukúlur höfðu í raun lent á Hvíta húsinu - aðeins eftir að starfsmaður hafði tekið eftir brotnu gleri - og til að gera Barack Obama forseta viðvart um skotárásina." Why the Secret Service keeps failing

Beðið er eftir lokaskýrslu um tilræðið. Á meðan virðist leyniþjónustan halda áfram að gera mistök. Kimberly A. Cheatle, forstjóri stofnuninnar þrjóskaðist við að segja af sér en varð undir þrýsingi Bandaríkjaþings að gera það. Við tók Ronald L. Rowe Jr. sem virðist bera ábyrgð á klúðrinu með yfirmanni sínum en er samt starfandi forstjóri.


Ranghugmyndir fjöldans er mannkynssagan í hnotskurn

Mannkynið hefur nánast alltaf haft rangt fyrir sér um samfélagið, lífið og tilveruna. Ef mannkynssagan er rakin aftur til steinaldar, þá má sjá að hugmyndir manna um hvernig heimurinn og maðurinn varð til og hver sé guð eða guðir hefur tekið miklum breytingum. Lítum fyrst á sálfræðina á bakvið ranghugmyndir almennings.

Vitsmunaleg hlutdrægni er ein ástæðana. Fólk er háð fjölmörgum vitrænum hlutdrægni, svo sem staðfestingarhlutdrægni, þar sem það hefur tilhneigingu til að leita að upplýsingum sem staðfesta fyrirliggjandi skoðanir þeirra og hunsa upplýsingar sem stangast á við þær. Þetta getur leitt til útbreiddra ranghugmynda og rangra viðhorfa. Þetta á við um alla tíma.

Skortur á aðgengi að nákvæmum upplýsingum. Ekki hafa allir aðgang að hágæða, nákvæmum upplýsingum. Margir treysta á vinsælar fjölmiðlaheimildir, samfélagsmiðla eða munnmælingum, sem geta stundum dreift rangfærslum eða of einfölduðum frásögnum.

Flækjustig mála spilar hér inn í. Samfélagsleg og hnattræn mál eru oft mjög flókin og margþætt. Einfaldaðar skýringar eru meltanlegri og þar af leiðandi vinsælli, en þær geta verið villandi eða ófullkomnar.

Menntunarmismunur. Breytileiki í menntunarstigi getur haft áhrif á hversu vel fólk skilur og greinir upplýsingar um samfélagið og heiminn. Gagnrýnin hugsun og greiningarfærni, sem skiptir sköpum til að meta flókin viðfangsefni, er kannski ekki jafn þróuð hjá öllum einstaklingum. Þetta var mikið vandamál fyrr á tíð þegar fáir voru menntaðir. Gagnrýnin hugsun er aðeins fáein hundruð ára gömul.

Trú fólks er oft undir áhrifum af tilfinningum þess, persónulegri reynslu og hugmyndafræði. Þessir þættir geta mótað skynjun á þann hátt sem er ekki endilega skynsamlegur eða byggður á sönnunargögnum.

Tökum nú nokkur söguleg dæmi, sem sanna að mannkynið hafi verið úti að aka um grundvallaatriði tilverunnar.

Trúin á flata jörð er ævaforn. Sjá má þetta í goðatrú norrænna manna. Í fornöld og á miðöldum töldu margir menningarheimar að jörðin væri flöt. Þessi trú var smám saman leiðrétt með athugunum og vísindalegum framförum af persónum eins og Pýþagórasi, Aristótelesi og síðar af landkönnuðum eins og Ferdinand Magellan sem sigldi um heiminn. Þessi breyting á skilningi breytti siglingum, könnun og sýn okkar á alheiminn í grundvallaratriðum.

Jarðmiðju hugmyndin hélst í hendur við hugmyndina um flata jörð. Ptólemaíska kerfið, sem setti jörðina í miðju alheimsins, var almennt viðurkennt í meira en árþúsund. Leiðréttingin á þessari hugmynd kom ekki fyrr en á árnýöld. Kópernikus lagði fram sólmiðju líkanið, sem síðar var stutt af sjónaukamælingum Galíleós og lögmálum Keplers um hreyfingu reikistjarna. Þessi hugmyndabreyting umbreytti stjörnufræði, eðlisfræði og almennri hugmynd um stöðu mannkyns í alheiminum.

Nornaveiðar eru tiltölulega nýlegar ranghugmyndir. Á síðmiðöldum og snemma nútímans leiddi útbreidd trú á galdra til ofsókna og aftöku þúsunda manna, aðallega kvenna.  Upplýsingahugsun, framfarir í vísindum og lagaumbætur rýrðu smám saman þessar skoðanir, sem leiddi til endaloka nornaveiða. Þessi breyting markaði verulega framfarir í mannréttindum og beitingu skynsemi og sönnunargagna í réttarfari. Grunnurinn var kvennhatur og það að halda konunni niðri í þjóðfélaginu.

Alvarlegustu ranghugmyndirnar snéru að læknisfræðinni. Um aldir ríkti sú trú að heilsa væri stjórnað af jafnvægi fjögurra líkamlegra vessa (blóð, slím, svart gall og gult gall) ríkjandi í læknisfræði. Þróun nútíma læknavísinda, þar á meðal sýklakenningar eftir Louis Pasteur og framfarir í líffærafræði og Þetta leiddi til nútíma lækningaaðferða sem hafa stórbætt heilsugæslu og aukið lífslíkur.

Meiri segja snillingurinn Albert Einstein skildi ekki alveg tilveruna. Hann t.a.m. skildi aldrei skammtafræði til fullnustu. Einstein var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar, en hann hafði verulegar fyrirvara um afleiðingar hennar, sérstaklega hugmyndina um skammtafræði. Frægt er að hann hafi talað um flækju sem "ógnvekjandi aðgerð í fjarlægð" og var óþægilegur með líkindaeðli skammtafræðinnar. Tilraunir hafa síðan staðfest spár skammtafræðinnar, þar með talið flækju (e. entanglement). Kenning Bell og síðari tilraunir hafa sýnt fram á að flækja er raunverulegt fyrirbæri, sem stangast á við skoðanir Einsteins á staðbundnu raunsæi.  

Tökum annað dæmi af fimm, hvar Einstein hafði rangt fyrir sér.  Stöðugleiki alheimsins.  Einstein kynnti heimsfasta (Λ) í jöfnum sínum um almenna afstæðiskenningu til að gera ráð fyrir kyrrstæðum alheimi, sem var ríkjandi skoðun á þeim tíma. Þegar Edwin Hubble uppgötvaði stækkandi alheiminn, henti Einstein heimsfræðilega fastanum og kallaði hann "stærsta klúður" sitt. Hins vegar hefur hugmyndin um heimsfræðilegan fasta verið endurvakin í nútíma heimsfræði til að útskýra myrka orku, dularfullt afl sem knýr hraða útþenslu alheimsins.

Svona hefur mannkynið nánast undantekningalaust haft rangt fyrir sér. Góðu fréttirnar eru að það hefur að lokum séð villurnar og leiðrétt sig....á endanum.

Hverjar eru helstu ranghugmyndir samtímans? Þær virðast snúast um loftslagsmál og líkamsfræði mannsins.

Menn tala um hamfara hlýnun og hafa lagt loftslagstegunduna koltvísýring í einelti. Samt er koltvísýringin nauðsynlegur fyrir ljóstillífun plantna. Án hans væri jörðin eyðimörk. Vísindamenn deila enn um skaða koltvísýring, sum sé, ekki vísindaleg eining um skaðsemina, en samt hafa stjórnmálaöflin tekið upp þá trú, ekki sannaða staðreynd, að það beri að minnka koltvísýring með öllum ráðum, annars fari allt til andskotans á jörðinni. Og almenningur, eins og á öllum tímum, dansa eins og limir eftir höfuðinum.

Önnur er hugmyndin um það séu til fleiri kyn en tvö. Þau séu nánast endalaust, allt eftir skynjun og skilgreiningu hvers einstaklings. Staðreyndin er að það fæðast tvö kyn úr móðurkviði með ólíka líkama og genagerð. Skrýtið að það skuli verið deilt um svona grundvallaratriði í heimi vísinda samtímans. Fólk er velkomið að skilgreina sig eins og það vill, en það eru engin vísindi á bakvið þessar hugmyndir.

Það eflaust hægt að telja upp fleiri ranghugmyndir samtímans, svo sem póstmoderíska ný-marxismann sem nú tröllríður vestræn samfélög og getur endað með skelfingu.

Kannski var kommúnisminn/sósíalisminn alvarlegast ranghugmynd 20. aldar. Afleiðingin var dauði hundruð milljóna manna. Mannkynið leiðrétti sig gagnvart gagnvart fasismann/nasismann en aldrei hefur komið til uppgjör við kommúnismans. Ástæðan er kannski einföld, þegar hann raunsannaði sig sem ranghugmynd í kommúnistaríkjunum, hörfaði hann inn í stofnanir vestrænna háskóla. Þar reyndu vinstri sinnaðir menntamenn að endurskilgreina kommúnískar hugmyndir og til varð ný-marxisminn. Hann tók bólfestu í menntasviði háskólanna og skóla kennismiðir útfærðu þessar hugmyndir upp á menntakerfið. Eftirleikurinn var einfaldur og auðveldur. Kennarar útskrifuðust úr háskólunum með þessar nýju hugmyndir og út í samfélagið með kennslu barna. Snjallt, ekki satt?

Skelfilegast er að fjöldinn lætur teyma sig eins og asna í mörgum málum. Meirihlutinn er ekki alltaf skynsamur né hefur rétt fyrir sér. "En hún snýst nú samt" sagði Galíleó Galílei um spurninguna að hvort jörðin eða sólin snérust um hvor aðra gagnstætt meirihluta álitinu.

Enda þennan pistill á orðum Sókrates sem sagði eitt sinn, "Ég veit að ég veit ekki neitt." Þetta sagði hann þegar menn töldu hann vitrasta allra manna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband