Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forsetakosningarnar 2024 - hverjum er treystandi fyrir forsetavöldunum?

Þegar frambjóðendurnir eru jafn margir og lærisveinar Jesús, er erfitt að velja á milli. Er einhver Júdas í hópnum? Það er erfitt að segja en það hringja viðvörunarbjöllur varðandi suma frambjóðendur. Kjósendur verða að útiloka frambjóðendur einn af öðrum til að komast niður í handfylli þeirra sem eru álitslegastir.

Skoðanakannanna fyrirtækin virðast vilja "hjálpa" okkur við valið og sett fjóra frambjóðendur upp á pall. En kannanir geta verið villandi og mótandi fyrir óákveðna kjósendur. Aðeins þeir sem eru ákveðnir í pólitík, velja samkvæmt sannfæringu sinni og kasta atkvæði sitt á jafnvel frambjóðanda sem mælist með eins stafa tölu.

Svo virðast sem sumir frambjóðendur hafa fulla vasa af peningum. Maður sér Höllu Hrund með risa banner auglýsingu á DV, dag eftir dag en þeir sem hafa auglýst, vita hversu dýrt það er að auglýsa í fjölmiðlum. Aðrir, eins og Ástþór, fer ódýrari leiðina og auglýsir á Facebook. Aðrir eru ósýnilegir, með ekkert bakland og enga peninga. Mun sá sem hefur mestu peningana vinna líkt og í Bandaríkjunum? Að maður geti keypt sig inn í forseta embættið?

En það er önnur leið og ódýrari að komast í forseta katlanna, en það er það er að vera þjóðþekktur einstaklingur, ferskur úr stjórnmálunum eins og leiðandi frambjóðandinn, skv. skoðanakönnunum. Það er alveg sama hvort það er brennandi land að baki, að viðkomandi sitji beggja megin borðs, fylgið helst hátt. Það er einn frambjóðandi virkar eins og rautt aðvörunarljós á bloggritara, en það er Katrín Jakobsdóttir. Hvernig getur hún virkilega stigið úr forsetastólnum, úr sitjandi ríkisstjórn sem hún stýrði með viðvarandi halla á ríkisstjóð og væntanlega klárar kjörtímabilið á næsta ári og sagst vera hlutlaus? 

Segjum svo að hún verði næsti forseti Ísland (með líklega -30% fylgi) og komi sér fyrir á Bessastöðum í sumar. Alþingi kemur saman n.k. haust, eftir met langt sumarfrí, og allt fer í bál og brand á stjórnarheimilinu. Stjórnarhjónin í VG og Sjálfstæðisflokknum skilja og tökubarnið Framsókn skilið eftir.  Heldur einhver að hún verði hlutlaus? Jafnvel þótt henni takist að setja upp hlutleysis andlitið, virkar valdabrölt hennar á bloggritara eins og misbeiting valds og lýðræðis.

Gunnar Thoroddsen sýndi minnsta kosti þann sóma að taka sér hlé frá stjórnmálunum 1965, gerðist sendiherra í millitíðinni og reyndi svo við forsetann en hann tapaði eftirminnilega á móti Kristjáni Eldjárn.  Ólafur Ragnar Grímsson, mjög óvinsæll stjórnmálamaður, fór sömu leið og reyndist farsæll forseti.

"Það er eitthvað rotið í Danmörku" eins og enskumælandi fólk hefur fyrir orðtæki.

Sjá slóðina: Orðið á götunni: Hvers vegna varð Gunnar Thoroddsen ekki forseti Íslands?


Donald Trump er sögulegt fyrirbrigði

Eins og flestir vita sem fylgjast með þessu bloggi, er bloggritari mjög áhugasamur um bandaríska pólitík. Hann hefur fylgst með bandarískri pólitík í áratugi. En aldrei áður, hefur bandarísk pólitík verið eins spennandi og síðastliðinn áratug. Ástæðan er einföld, kaupsýslumaðurinn Donald Trump steig inn á stjórnmálapallinn 2015 og breytti bandarískri stjórnmálasögu þannig, að forsetaferill hans fer inn í sögubækurnar. 

Það að ein persóna, getur fengið svo sterk viðbrögð, að fólk annað hvort hatar hann eða elskar, er einstakt fyrirbrigði og fáum stjórnmálamönnum tekst að ná. Flestir eru litlausir og vekja engar tilfinningar meðal kjósenda. Það eru nokkir forsetar sem skera sig úr og ná að vera sögulegar persónur, má þar nefna Andrew Jackson, Abraham Lincoln, Teddy Roosevelt, John F. Kennedy, Richard Nixon og Donald Trump. Flestir þessir einstaklingar voru umdeildir er þeir voru við völd en sagan hefur farið mýkri höndum um þá en samtíðin.

Trump slær jafnvel Andrew Jackson við þegar kemur að komast af í pólitísku moldviðri. Aldrei hafa pólitískir andstæðingar forseta verið eins hræddir og reiðir og demókratar sem hafa hamast á Trump eins og hann væri óvinur nr. eitt Bandaríkjanna.

Richard Nixon og Ronald Reagan voru hataðir en ekki eins og Trump. En hann sker sig úr að því leytinu til að hann virðist lifa allt af. Vera pólitískt kameljón. Tvær embættisafglapa ákærur voru settar til höfuð hans, og í stað þess að segja af sér eins og Nixon, barðist hann og vann. Allan forsetaferill sinn þurfti hann að sæta rannsóknir sérstaks saksóknara og vera sakaður um að vera í vasa Rússa. Það var eins og skvetta vatn á gæs að reyna að taka hann niður. 

En svo tapaði hann forsetakosningunum 2020. Þá létu andstæðingar hans fyrst af pólitískum ofsóknum. En um leið og hann tilkynnti framboð sitt til forseta 2024, ákváðu demókratar að beita dómskerfið (notuðu stjórnkerfið og varðhunda þess: CIA og FBI í forsetatíð hans til að herja á hann) til að taka hann niður. Nokkuð sem gerist bara í bananaríki, ekki helsta lýðræðisríki heims.

Í þessum töluðum orðum á hann yfir sig hættu á þremur réttarhöld en fyrstu eru við að ljúka. Allir stjórnmálamenn sem lenda í slíkum málaferlum, myndu missa móðinn og hrökklast úr embætti. En ekki Trump, hann virðist eflast við hvern mótbyr sem hann fær á sig. Nú í miðjum réttarhöldum (niðurstaða í næstu viku), hafa vinsældir hans í skoðanakönnunum aldrei verið eins miklar, jafnvel ekki 2016.

Og þar sem hann hefur verið bundinn við réttarhöldin í New York, hefur hann notað tækifærið og haldið "rally" eða kosningafundi í borginni. Hann setti nánast met þegar yfir 100 þúsund manns mættu á fund hans í New Jersey. Og í gærkvöldi, hélt hann fund í garði í Bronx, sem hefur verið höfuðvígi demókrata í meir en öld, en síðast sem repúblikani vann kosningu þar, var 1924, fyrir einni öld. Trump var ekki viss um viðbrögð Bronx búa, sem er hverfi minnihlutahópa sem styðja demókrata, en fundurinn var glimmrandi vel heppnaður.  Fólkið var bara fegið að einhver skyldi vilja koma og tala við það. Og það er reitt vegna efnahagsástandsins og afskiptaleysi stjórnvalda.

En það eru ekki pólitísk réttarhöld sem höfðu hafa verið gegn honum sem hafa verið söguleg, heldur það að honum hefur tekist að breyta repúblikanaflokknum úr flokki hvítra og yfirstéttafólks, yfir í fjöldahreyfingu "blue collar people" eða fjöldahreyfingu vinnandi fólks af öllum kynþáttum. Hann hefur reynst vera "hetjan" sem fór til Washington til að ræsa mýrina (drain the swamp kalla þeir þetta) en fólki finnst almennt að stjórnmálaelítan (bæði demókratar og repúblikanar) í borginni ekki vera í tengslum við hinn almenna borgara. En í milljarðamæringinum Trump hefur það fundið sér málsvara og það skýrir vinsældir hans. Nokkuð sem Íslendingar skilja ekki enda mataðir af íslenskum vinstri fjölmiðlum sem copy/paste fréttir úr Vesturheimi frá bandarískum vinstri fjölmiðlum. Þessir fjölmiðlar hafa ekki gleymt að hann þorði að fara í þá (enginn annar hefur reynt það og komist pólitískt af) og kallað þá "fake news". Og þeir töpuðu. Vinsældir og virðing fyrir annars virta fjölmiðla er komið niður í vaskinn. 

Svo er bara að sjá hvort að hann verði forseti 5. nóvember 2024. Margt á eftir að gerast þangað til, hugsanlega skipta demókratar út hinn óvinsæla Joe Biden, sem hefur mælst óvinsælasti forseti í sögu skoðanakannana, og setja inn Michelle Obama eða Gavin Newsom.  Bara spennandi tímar fyrir samfélagsrýninn.

 


KSÍ - dómstóll götunnar - stundar slaufumenningu af fullu

Það er umhugsunarvert að einn færasti fótboltamaður Íslands, fær ekki að keppa með landsliðinu.  Albert Guðmundsson situr undir ásakanir um kynferðisbrot, að ætla mætti, við vitum ekki af hverju hann er talinn óhæfur í landsliðið.

Hann er ekki fyrsti fótboltamaðurinn sem lentir í slaufun KSÍ, Aron og Gylfi, bestu knattspyrnumenn Íslands, fyrr og síðar, fengu sömu meðferð. Og fleiri. Aldrei hefur verið upplýst hvað þeir gerðu nákvæmlega af sér, en eftir að götudómstóll KSÍ, hefur dæmt þá úr leik, hafa þeir verið sýknaðir af raunverulegum dómstólum.  Albert Guðmundsson ekki valinn í íslenska landsliðið

Það er mjög íþyngjandi að sitja undir ásakanir um afbrot, sérstaklega þegar menn reynast saklausir. KSÍ hefur ekkert dómsvald, og þótt ofangreindir menn séu til rannsóknar, ekki dæmdir, ættu þeir að fá að keppa eftir sem áður. Saklaus uns sekt sannast er máltæki sem lögfræðingar og dómstólar hafa farið eftir í réttarríkinu. Á meðan þurfa Íslendingar að senda lélegt landslið á móti stórþjóðum. Ef til vill hefur þetta kostað okkur sæti á EM í sumar. Hver gefur KSÍ vald til að dæma í einkamálum knattspyrnuiðkenda?

Annað mál er, ef viðkomandi reynist sekur, þá fær hann viðeigandi refsingu af dómstóli.  Allar "nornaveiðar", órökstuddar og ósannaðar ásakanir, hafa leitt til mannorðs missir og útskúfun úr samfélaginu. Skemmt er að minnast frægustu nornaveiðar tuttugustu aldar, þegar Joseph MacCarty stundaði kommúnista veiðar um miðbik aldarinnar og margt saklaust fólk lenti í fangelsi eða var útskúfað úr samfélaginu og frá vinnu.

Slík stemmning er í gangi á Vesturlöndum í dag. Líka á Íslandi. Í dag er auðveldara að taka mannorðið af fólki með hjálp samfélagsmiðla. Sá sem lendir í mannorðs kvörn samfélagsmiðla á sér ekki viðreisnar von. Bara það að lenda í umfjöllun fjölmiðla, fer með mannorð viðkomandi. Það eru allir saklausir, nema sekt sannast fyrir dómstólum.  Ábyrgð fjölmiðla er mikil með því að birta óstaðfestar ásakanir. Niður með slaufumenninguna!

Umdeild túlkun kemur í veg fyrir val á Alberti


Versti utanríkisráðherra Íslands frá upphafi - Herferð Þórdísar Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur gegn Rússlandi

Það er vinsæl leið fyrir lögfræðinga, þegar þeim gengur illa í viðskiptum og að reka lögmannstofu, að fara í pólitík.  Margir fara í ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka samhliða lögfræðinámi, sem n.k. plan B. Það er hægt, ef þingsæti næst ekki, að fá feita stöðu innan ofurvaxið stjórnkerfi.

Þórdís hefur farið þessa leið og komið sér vel innan flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Hún virðist vera krónprinsessan að stóli Bjarna Benediktssonar, vel vörð gegn árásum andstæðinga sinna innan flokksins með vináttu og fylgispekt við formanninn. En verkin tala. Það er ekki nóg að vera pólitískt vel tengd, viðkomandi verður að vera starfi sínu vaxinn.

Utanríkisráðherra hefur ítrekað sýnt að hún lætur flokkshagsmuni og hagsmuni annarra en Íslendinga ganga fyrir. Nú skal telja upp mistakaferilinn sem lengist með hverjum degi.

Samskipti Íslands við Rússland í valdatíð Þórdísar

Fyrir hið fyrsta, er það næsta ótrúlegt að Ísland hafi rofið stjórnmálasambandi við Rússland með lokun sendiráð Íslands í Moskvu og de facto brottrekstur rússneska sendiherrans frá Íslandi.  Margt hefur gengið á síðan seinni heimsstyrjöld með samskipti Rússlands (og forvera þess, Sovétríkin) við Vesturlönd. En Bandaríkjamenn hafa ekki farið svona langt og íslenski utanríkisráðherra og halda diplómata dyrunum opnum.  Ísland hefur aldrei áður rofið diplómatísk samskipti við Sovétríkin/Rússland, þrátt fyrir allar innrásir þeirra í Austur-Evrópu og Afganistanstríðið.

En það virðist vera rauður þráður í utanríkisstefnu Þórdísar (ekki Íslands), fjandskapur við Rússland. Sjá má það af ótrúlegri stefnubreytingu Íslands að senda vopn og fjármagn til stríðanda aðila, Úkraínu. Nú síðast framdi hún enn eitt pólitískt harakíri með afskiptum af innanríkismálum í Georgíu og þátttöku í pólitískum mótmælum! Þetta er fáheyrt og jafngildir því ef utanríkisráðherra Rússland kæmi til Íslands og tæki þátt í mótmælum Hamasliða á Austurvelli. Það myndi heyrast hljóð úr strokki!

Ekki misskilja afstöðu bloggritara gagnvart Úkraínustríðinu, hann er alfarið á móti þessu stríði og samúð hans með Úkraínu er mikil.  En mörg mistök voru gerð á leiðinni, frá 2014 til  2024, sem leiddu til þessa stríðs en ekki er ætlunin að fara út í hér. Hér er athyglinni beint að vanhæfi og mistökum utanríkisráðherra. Förum aðeins í forsöguna, samskiptin við Rússlands síðan íslenska lýðveldið var stofnað 1944.

Stofnun stjórnmálasambands og upphaf viðskipta landanna

Ísland og Rússland (þá Sovétríkin) stofnuðu formlegt stjórnmálasamband árið 1944, sama ár og Ísland lýsti yfir fullveldi. Ísland sá ekkert athugavert við að eiga í samskiptum við einn af mestu fjöldamorðingjum sögunnar, Jóseph Stalín. Ísland var þá mikilvægur áningarstaður skiptalesta frá Ameríku til Múrmansk. Viðskipti Íslands við Sovétríkin frá 1944 til 1991 voru töluvert mikilvæg fyrir bæði löndin, þrátt fyrir pólitískar andstæður þeirra á Kalda stríðinu.

Strax eftir 1944 stofnuðu Ísland og Sovétríkin stjórnmálasamband og fljótlega eftir það hófust formleg viðskipti.

Fiskveiðiþjóðin Ísland hafði fisk og sjávarafurðir til að selja. Helsti útflutningsvara Íslands til Sovétríkjanna var fiskur og aðrar sjávarafurðir. Sovétríkin voru mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk, og þetta átti stóran þátt í efnahagsuppgang Íslands.

Samskipti og viðskipti í Kalda stríðinu

Á þessum tíma voru samskiptin milli Íslands og Sovétríkjanna í takt við þá pólitísku spennu sem einkenndi kalda stríðið. Ísland var hluti af NATO og stóð með Vesturveldunum, en þó áttu þessi lönd einnig efnahagsleg samskipti, einkum varðandi fiskveiðar.

Margir viðskiptasamningar voru gerðir á tímabilinu. Á fimmta og sjötta áratugnum voru gerðir nokkrir viðskiptasamningar milli Íslands og Sovétríkjanna. Þessir samningar tryggðu Íslandi markað fyrir sjávarafurðir sínar og Sovétríkin fengu í staðinn ýmsar iðnaðarvörur og tæknibúnað frá Íslandi.

Viðskiptajafnvægi var í góðu lagi. Íslendingar reyndu að viðhalda jákvæðu viðskiptajafnvægi við Sovétríkin með því að auka útflutning á fiski og sjávarafurðum. Sovétríkin keyptu einnig ýmsar landbúnaðarvörur frá Íslandi. Á köflum var hálfgerð vöruviðskipti að ræða. Hver kannast ekki við bifreiðarnar Lödu og Moskvít?

Áhrifin á efnahag Íslands

Efnahagslegur ávinningur var mikill. Viðskiptin við Sovétríkin voru mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf, sérstaklega fyrir sjávarútveginn. Sovétríkin voru á tímabili eitt stærsta viðskiptaland Íslands.

En það var ekki bara verslað með fisk. Þekking og tækni var með inni í myndinni. Íslensk fyrirtæki fengu aðgang að tækni og þekkingu frá Sovétríkjunum, sem hjálpaði til við að þróa iðnað og sjávarútveg á Íslandi. Sovétmenn reyndust haukur í horn með Íslendingum er við áttum í þorskastríðum við "bandamann“ okkar, Breta. Þegar löndunarbann var sett á íslensk fiskiskip í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi, stóðu viðskiptadyrnar opnar við Sovétríkin. Bandaríkin drógu þá lappirnar.

Stjórnmálaleg áhrif

Þrátt fyrir að Ísland væri aðili að NATO og stæði með Vesturveldunum, reyndi landið að halda uppi viðskiptasamböndum við Sovétríkin og aðrar austurblokkar þjóðir. Þetta var hluti af stefnu Íslands að vera hlutlaust í viðskiptum og nýta tækifæri á báða bóga.

Breytingar eftir fall Sovétríkjanna

Eftir að Sovétríkin leystust upp árið 1991, varð Rússland arftaki þeirra og tók við stjórnmálasambandi við Ísland. Samskipti milli Íslands og Rússlands urðu opnari og fjölbreyttari á þessum tíma.

Efnahagsleg samskipti urðu mikilvæg, sérstaklega varðandi fiskveiðar og sjávarafurðir. Rússland hefur verið mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk og sjávarafurðir allar götur síðan 1944.

En aðstæður voru breytilegar. Eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991, urðu verulegar breytingar á viðskiptasamböndum Íslands. Ný markaðshagkerfi risu upp í stað ríkisrekna efnahags Sovétríkjanna, og Ísland þurfti að laga sig að þessum nýju aðstæðum.

Þrátt fyrir breytingarnar, héldu efnahagsleg samskipti áfram við ný ríki sem urðu til við fall Sovétríkjanna, sérstaklega Rússland, sem tók við af Sovétríkjunum sem helsti viðskiptaaðili.

Staðan í nútímanum

Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið þokkalega góð, en þó hefur Ísland tekið þátt í aðgerðum NATO og ESB gegn Rússlandi þegar það hefur átt við, til dæmis í tengslum við refsiaðgerðir vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu.

Þróun samskipta. Þrátt fyrir efnahagslega og pólitíska áskoranir hafa löndin haldið áfram að eiga í diplómatískum samskiptum. Á síðari árum hefur áhersla verið lögð á viðskipti, menningu og ferðamennsku en þetta hefur breyst síðan Þórdís settist í stól utanríkisráðherra.

Helstu áskoranir og framtíðin

Stjórnmálaástandið er viðkvæmt. Alþjóðapólitíska ástandið getur haft áhrif á samskiptin, sérstaklega ef deilur magnast milli Vesturlanda og Rússlands.

Samstarf á Norðurheimskautssvæðinu er í uppnámi en Rússar hafa dregið sig í hlé síðan stríðið í Úkraínu hófst. Ísland og Rússland hafa bæði áhuga á þróun og nýtingu auðlinda á Norðurheimskautssvæðinu, sem gæti leitt til bæði samvinnu og samkeppni í framtíðinni.

Stjórnmálasamband Íslands við Rússland er því í stöðugri þróun, mótað af bæði sögulegum og samtímalegum þáttum, og framtíðin mun ráðast af bæði tvíhliða samskiptum og alþjóðlegum aðstæðum en ekki af skyndiákvörðunum núverandi utanríkisráðherra.

Að lokum

Innandyra innan utanríkisráðuneytið virðist vera líka spilling, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benedikssonar,  var skipaður sendiherra Íslands í Washington af Þórdísi að undirlagi Bjarna. Látum það liggja milli hluta, skaðinn er minni en stefna utanríkisráðherra sem virðist vera að eyðileggja áratuga langa utanríkisstefnu Íslands.

Undirlægjuháttur Íslands gagnvart ESB er áberandi í valdatíð utanríkisráðherra sem sjá má af framgangi bókunar 35 með valdaafsali Íslands til sambandsins.

Að ein manneskja skuli geta gert svona mikil skaða er ótrúlegt.  Það verður að hugsa í áratugum, ekki árum. Það virðist fjarri huga utanríkisráðherra. Hvað gerist eftir Úkraínu stríðið?

Lögfræðingar eru ágætir út af fyrir sig og ágæt efni í þingmanninn. En öðru skiptir þegar komið er að stjórnkerfinu og stjórnun ráðuneyta. Gott væri að ráðherra hafi einhverja þekkingu á málaflokknum sem hann stýrir en ef þingmaður verður utanríkisráðherra, er næsta nauðsyn að hann kunni einhver skil á sögu og alþjóðasamskipti. Svo er ekki fyrir að fara með núverandi utanríkisráðherra, því miður  en hún sjálf virðist vera hin vænsta manneskja en hér virðist lögmál Peters gilda en það er:

Lykilatriði Pétursreglunnar

Stöðuhækkun byggt á frammistöðu: Starfsmenn fá stöðuhækkun út frá frammistöðu þeirra í núverandi hlutverki frekar en þeirri færni sem þarf fyrir nýja hlutverkið.

Árangur í einu hlutverki spáir ekki endilega fyrir um árangur í æðra hlutverki, sérstaklega ef æðra hlutverkið krefst annarrar færni. Peter Principle


Varaforsetaefni Donalds Trumps

Margt hefur breyst á síðustu mánuðum með vangaveltum um hvern Donald Trump mun velja sem varaforseta. Varaforsetinn er í raun valdalaus og sumum finnst það vera stöðulækkun að sitja sem varaforseti. Það getur stundum verið leið til forsetaembættis, líkt og hjá Richard Nixon, George Bush og fleiri. 

Mikil spenna er um hver verði næsta varaforsetaefni Trumps. Fyrir ekki svo löngu síðan var Vivek Ramaswamy í uppáhaldi til dæmis. Kristi Noam og Tim Scott voru í efstu þremur sætunum fyrir ekki svo löngu síðan. Kisti Noam var mjög líkleg en eftir frétt um að hún hafi skotið hund sinn (sagði að hann hafi verið hættulegur börnum), er vindurinn farinn úr því segli.

En nú hafa vangaveltur snúist að Doug Burgum, ríkisstjóra Norður-Dakóta. Á fundinum í New Jersey hrósaði Trump Burgum og sagði: "Þú munt ekki finna neinn betri en þennan heiðursmann hvað varðar þekkingu á því hvernig hann græddi peningana sína í tækni."

Hann sagði líka að Burgum hefði verið ótrúlegur. Á meðan er Burgum að venjast skærum ljósum og fjölmiðlum. Nú þegar honum líður vel verður auðveldara að sækjast eftir VP stöðunni.

Sé ekki annað er Burgum vel í stakk búið til að verða næsti varaforseti. Hann er einmitt það sem Trump er að leita að hvað varðar að vera kaupsýslumaður. Trump velur einnig væntanlega varaforseta sem hafa ekki áhyggjur af kosningakosningu. Að lokum vill hann leita að frambjóðendum aðeins undir ratsjánni.

Sem sagt, Burgum er fremstur hvað varðar að verða næsta varaforsetaefni. En eins og við höfum séð getur margt breyst á næstu mánuðum. 

En ef spurningin er hver sé skeleggastur, þá er Vivek jafn orðheppinn og ákafur og Trump sjálfur. Hann er milljónamæringur af indverskum uppruna. En hins vegar ef Trump ætlar að fara woke leiðina, þá er Tim Scott maðurinn, en hann er blökkumaður. Mikil uppsveifla er hjá svörtum mönnum sem stuðningsmönnum Trumps, líka hjá latínufólki og í raun hjá öllum kosningahópum.  Trump þarf kannski ekki að velja svartan mann til að ná til minnihlutahópa.  En Vivek er ákaflega skemmtilegur og myndi reyndast haukur í horni hjá Trump ef hann er valinn.


Ljóðið um skatta

Bloggritari birtir þetta frábæra ljóð um skattagleði stjórnvald á frummálinu. Hægt er við að merking þess glatist í þýðingu og því sleppt.

 

Tax his land, tax his wage,

Tax his bed in which he lays.

Tax his tractor, tax his mule,

Teach him taxes is the rule.

 

 

Tax his cow, tax his goat,

Tax his pants, tax his coat.

Tax his ties, tax his shirts,

Tax his work, tax his dirt.

 

 

Tax his chew, tax his smoke,

Teach him taxes are no joke.

Tax his car, tax his grass,

Tax the roads he must pass.

 

 

Tax his food, tax his drink,

Tax him if he tries to think.

Tax his sodas, tax his beers,

If he cries, tax his tears.

 

 

Tax his bills, tax his gas,

Tax his notes, tax his cash.

Tax him good and let him know

That after taxes, he has no dough.


If he hollers, tax him more,

Tax him until he’s good and sore.

 

Tax his coffin, tax his grave,

Tax the sod in which he lays.

Put these words upon his tomb,

"Taxes drove me to my doom!"

 

 

And when he’s gone, we won’t relax,

We’ll still be after the inheritance tax.

 

-Author unknown.


"Spekingar" ræða varnarmál Íslands

Röddin sterkasta framlag Íslands til varnarmál segir kjáninn. Kannski er það þannig að best sé fyrir Íslendinga að hrópa sem hæst, "ég gefst upp"!

Mogens Glistrup, stofnandi Framfaraflokksins í Danmörku, sagði eitt sinn um lélegar varnir Danmerkur, "...kannski væri bara best að Danir kæmu sér upp símsvara sem svarar á rússnesku, við gefumst upp"!  Röddin sterkasta framlagið....þvílíkt ábyrgðarleysi í málflutningi. Sjá slóð: Röddin sterkasta framlag Íslands til varnarmála

„Við erum friðsæl lítil og herlaus þjóð og getum leyft okkur að tala með djörfum hætti,“ segir Logi Einarsson alþingismaður um styrkleika Íslands í varnarmálum. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir þörf á meiri sérfræðiþekkingu í málaflokknum.

Eina ástæðan fyrir því að við getum leyft okkur að tala með djörfum hætti er vegna þess að við erum undir pilsfald mesta herveldi heims, BNA, og hernaðarbandalagsins NATÓ.  Við erum eins og rakkinn sem geltir hátt á bakvið húsbóndann. Og ekki erum við friðsælli en það að við tókum með óbeinum hætti í loftárásum á Lýbíu, Serbíu og nú með beinum hætti í Úkraínustríðinu. Og við þurfum að lýsa yfir stríði gegn þjóð sem ræðst á NATÓ. Ísland er ekki hlutlaust land og hefur varanlega herstöð á landinu. Það eru hermenn þarna öllum stundum.

En forstöðumaður Alþjóðastofnunnar, Pia Hansson sýnir meiri skilning. Hún talar um að þótt Ísland hafi ekki her, þurfum við þekkingu á málaflokknum, innlenda þekkingu.  "Það að við höfum ekki her til dæmis þýðir að við þurfum enn þá betri greiningargetu, enn þá betri þekkingu á því hvað er að gerast í heiminum til þess að geta ákvarðað hvað við viljum gera," sagði Pia.

En hvað segir "varnarmálaráðherra" Íslands? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði varnarmál tengjast inn í nánast alla umræðu um utanríkismál eftir innrás Rússa í Úkraínu....Framlag Íslands til varnarmála snúist ekki bara um hvað sé rétt fyrir Ísland heldur framlag landsins fyrir svæðið í heild.  Þetta er rétt en er dæmigert tal stjórnmálamannsins. Talar óljóst en gerir ekki neitt. Ætlar hún t.d. að endurreisa  Varnarmálastofnun Íslands? Nei.  Enn er treyst á mat hershöfðingja í Pentagon, sem eru ekki endilega að pæla í fjölþátta ógnunum sem steðja að Íslandi né hafa þekkingu á landinu.

Að lokum um hátíðarfund um NATÓ. Björn Bjarnason víkur að ræðu Þórdísar, er sammála henni, en hún segir m.a.: "Við Íslendingar erum ekki bara áhorfendur að tilraunum Rússa til að valda tjóni. Margvísleg ógn getur steðjað að okkar samfélagi; bæði beint og óbeint. Við vitum til að mynda að Rússar hafa kortlagt sæstrengi og aðra mikilvæga innviði.

Þá er hin hernaðarlega mikilvæga staðsetning Íslands, sem gerði Ísland að hugsanlegu takmarki fyrir Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni, jafnvel enn mikilvægari nú ef til alvarlegri togstreitu eða átaka kemur milli Vesturlanda og Rússlands.

Þetta þýðir vitaskuld að það er algjör fjarstæða sem stundum heyrist, að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu geri okkur að líklegra hugsanlegu skotmarki en ella. Ég reyni almennt að spara stóru orðin; en þessi staðhæfing er að mínu mati hreinræktuð della - Ísland án fælingarmáttar aðildar að Atlantshafsbandalaginu, með sama landfræðilega mikilvægi - væri augljóslega gríðarlega verðmætt herfang fyrir Rússa ef til raunverulegra átaka kæmi." Hátíðarfundur um NATO

Hvernig getur ráðherra fullyrt fyrirfram að Ísland verði ekki skotmark í næstu stórstyrjöld? Í NATÓ eða utan þess? Veit hún eitthvað sem við hin vitum ekki? Það er örugg ef NATÓ lentir í stríði, þá tökum við þátt í því. Spurningin er, verður Ísland meðal fyrstu skotmarka í þriðju heimsstyrjöldinni eða dregst landið síðar inn í átökin?

Landið er jafn hernaðarlega mikilvægt fyrir Rússa, hvort sem við erum í NATÓ eða ekki. Reynslan úr seinni heimsstyrjöld kennir okkur það að það var kapphlaup um að hernema landið sem þá var hlutlaust. Tilviljun að Bretar voru á undan Þjóðverjum að hernema það (sbr. Íkarus áætlunina).

Nú er Ísland hluti af GIUK hliðinu og það þýðir að Rússar verða að brjótast í gegnum hliðið sem er Ísland. Það þýðir að sérsveitir verða sendar til landsins til að eyðileggja innviði.

Keflavíkurflugvöllur er fyrsta skotmarkið, svo ratsjárstöðvarnar fjórar og virkjanir á hálendinu.  Þess vegna er svo mikilvægt að hér sé varanlega íslenskar sérsveitir sem gætu varið innviðina öllum stundum. Munum hvernig Þjóðverjar sigruðu Dani, þeir sendu inn sérsveitir á undan meginn hernum og hertóku m.a. Kastrup flugvöllinn. 

Rússar, ef þeir gera innrás, sem er eiginlega fáranleg hugmynd, munu gera eins og þeir gerðu er þeir tóku Krím skagann, senda inn flugumenn á undan.

Það er eiginlega óskiljanlegt að halda að Rússar muni ráðast á Vestur-Evrópu, á móti bandalagi 32 þjóða. Það er nánast sjálfsmorð og er vísir að heimsstyrjöld eða kjarnorkustyrjöld.  Því má halda fram að hér er verið að æsa menn upp í að vígvæða sig, m.o. áróður.


Af hverju vilja Sjálfstæðismenn Katrínu fyrir forseta?

Þetta er eiginlega óskiljanlegt og ekkert svar við þessu. Kannski eru þeir orðnir svo vanir að vera undir stjórn hennar, í stað tækni búríkratann Bjarna Benedikssonar, að þeir vilja framhald á "gleðinni" en flokkur hennar virðist stefna í að þurrkast út í næstu Alþingiskosningum. Þeir fá þá hana a.m.k. áfram í landsstjórn.

Katrín er samnefnari fyrir allt sem er gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins.  Kannski er þetta lýsandi dæmi hvernig komið er fyrir Sjálfstæðismönnum og stefnu þeirra. Þeir eru komnir niður í hugmyndafræðilegt dý og komast ekki upp úr því.

Og hvað er það sem Katrín hefur gert sem hefur kætt Sjálfstæðismenn að vilja áframhaldandi píslagöngu?

Sjálfstæðismenn hafa ekki staðið fast á einu einasta prinsip mál undir "forystu" silfurskeiðhafans.  Förum í málin sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir, beint eða óbeint undir stjórn Katrínu.

Opin landamæri sem eru svo galopin, að sama hlutfall hælisleitenda leitar hingað og til Bandaríkjanna. Þar í landið er allt "brjálað" vegna þess og ástæða þess að Biden mun hrökklast frá völdum. Hælisleitendur kosta Bandaríkin 150 milljarða dollara árlega og þeim finnst nóg um. Hvað gerðu Sjálfstæðismenn? Ekkert. Hefðu getað sett fótinn í dyragættina og sagt, hingað  og ekki lengra.

Handónýtt útlendingalög frá 2016 eða var það 2017? Skiptir engu máli, lögin jafn léleg. Þá varaði Miðflokkurinn við þessu lagabálki og fékk holdskeflu af andstöðu, líka innan Sjálfstæðisflokksins.  Sjálfstæðisflokkurinn stóð að þessum lögum. Þýðir ekki að segja að þeir hafi verið í samsteypustjórn og verið bundnir, alltaf hægt að leysa hana upp.

Hér eru afreksverkin undir forystu Katrínar sem Sjálfstæðismenn eru svo ánægðir með: Skattar í hæstu hæðum (á einstaklinga og fyrirtæki), stýrisvextir í hæstu hæðum, verðbólga í hæðstu hæðum, matvælaverð í hæðstu hæðum, orkuverð í hæstu hæðum (og orkuskortur), húsnæðisverð í hæðstu hæðum (og húsnæðisskortur),grænir skattar á skipainnflutning sem hækkar vöruverðið, bókun 35 sem skerðir frelsi Íslands, haturorða löggjöf sem er gagnstæð málfrelsinu, leyfi fyrir fóstureyðingu fram í fæðingu og margt annað sem kemur ekki upp í hugann í augnablikinu.

Sjálfstæðismenn vilja Katrínu sem barist hefur gegn NATÓ, eitt helsta stefnumál Sjálfstæðismanna.  Hún var á móti málskotsréttinum í ICESAVE. Treysta Sjálfstæðismenn hana virkilega þegar hún kemst á forsetastólinn? Að hún fari allt í einu að styðja mál hugleikin þeim? 

Þetta minnir á hundinn sem sleikir hönd húsbóndans eftir barsmíðar, hann er ánægður með að húsbóndinn er orðinn glaður aftur og hættur að berja.

Hér önnur grein sem skrifuð var um sama forsetaframbjóðanda:

Að kjósa rangan forseta

Sjálfstæðismenn: Verði ykkur að góðu og fyrirfram sagt: Guð blessi Ísland!

P.S. Af hverju kjósa Sjálfstæðismenn ekki hinn eina og sanna Sjálfstæðismann, Arnar Þór Jónsson? Af því að hann var óþekkur og fylgir ekki ósjálfstæðisstefnu flokksforystu Sjálfstæðisflokksins? Barnið sem benti á að keisarinn er nakinn er refsað, það er málið.


Friðhelgi dómara og saksóknara

Það er nú þannig að enginn á að vera hafinn yfir lögin. Reglulega birtist í fréttum að forsætisráðherra, forseti og aðrir stjórnmálaleiðtogar séu dregnir fyrir dóma.

Í Bandaríkjunum, Brasilíu, Ítalíu og Ísrael svo einhver lönd séu nefnd eru menn gerðir ábyrgir. Ekki svo á Íslandi en það varð allt vitlaust er forsætisráðherra var gerður ábyrgður fyrir efnahagshrunið 2008, Landsdómur var settur í málið en burtséð frá niðurstöðu, varð sakborningurinn sár og reiður (hann fékk sanngjörn réttarhöld), eins og það sé ekki hægt að rétta eða dæma menn fyrir afbrot í starfi.

Erfiðara hefur reynst að hafa hönd í hári þingmanna landa, þeir eru í flestum ríkjum friðhelgir. En það er hægt að svipta þá friðhelgi ef afbrotið er mikið. Þingmaður má t.d. ekki myrða fólk óáreittur. Í 49. grein stjórnarskránnar segir: "Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp."  Þannig að það getur verið pólitískt erfitt að sækja þingmann til saka ef meirihlutinn styður hann.

En hvað með dómara? Í 61. grein segir: "Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi...."

Með öðrum orðum, jafningjar og samherjar, bæði á Alþingi og í dómskerfinu, skera úr um hvort menn hafi brotið af sér. Þetta kallast að að dæma í eigin sök.

Mjög erfitt er fyrir menn að leita réttar síns ef dómstóll reynist óvilhallur, ef ekki beinlínis fjandsamlegur. Þeir þurfa að sitja af sér réttarhöld og þegar sektardómur kemur, að vonast að dómarar á næsta dómsstigi verði vilhallir sem er ekki tryggt því að stétt dómara er fámenn og allir þekkja alla.

Aðeins einn fyrrum hæstaréttadómari hefur þorað að ræða galla og vankvæði sem eru á dómstólum landsins, og sérstaklega Hæstaréttar Íslands. Þar haga dómarar eins og þeir séu innvígðir frímúrarar, eru þögnin uppmáluð. Sama á við um saksóknara og dómara, þeir geta líka verið spilltir.

Sem betur fer eru íslenskir dómarar heiðarlegir upp til hópa og dæma vel. En hér er verið að spyrja: Hverjir eru varnaglarnir ef dómari reynist gerspilltur?  Þar sem tveir menn koma saman, er hætta á spillingu.

 


80 ára afmæli íslenska lýðveldisins er á árinu

Það er athyglisvert að lítið eða ekkert er rætt um afmæli íslenska lýðveldisins sem er í ár. Lýðveldishátíð var haldin á Þingvöllum 17. júní 1944 í tilefni af stofnun íslensk lýðveldis á Íslandi og er það því orðið 80 ára gamalt.

Á þingfundinum lýsti Gísli Sveinsson forseti sameinaðs Alþingis yfir gildistöku nýrrar stjórnarskrár þar sem Ísland var lýst lýðveldi. Á fundinum kusu alþingismenn einnig fyrsta forseta Íslands og var Sveinn Björnsson ríkisstjóri kjörinn í embættið til eins árs segir íslenska Wikipedía.

Á ýmsu hefur gengið á síðan lýðveldið fæddist. Yfirleitt til góðs en líka til ills en staða Íslands í umheiminum hefur breyst gífurlega.

Samskipti Íslands við umheiminn

Fyrsta meiriháttar breytingin varð þegar Ísland gekk í NATÓ og hlutleysi hins unga lýðveldis varð þar með úr sögunni. Önnur var þegar íslensk stjórnvöld leyfðu hersetu (ekki hertöku) erlends ríkis á landinu sem stóð í áratugi. Staða hins unga lýðveldis var ekki sterkari en það. 

En Ísland var meðal fyrstu ríkjum sem gengu í Sameinuðu þjóðirnar sem reyndist vera til góðs er við heygðum þorska stríðin. En annars hafa þessi alþjóðasamtök komið lítið við sögu Íslands nema alþjóðasamningar sem hafa verið innleiddir en bein samskipti ekki eitthvað sem skipir máli.

Ísland hefur verið tvístígandi gagnvart Evrópu en ákvað á endanum að vera með annan fótinn þar. Það var gert með inngöngu í EFTA og EES-samningsins. EFTA inngangan reyndist heillaskref en EES samningurinn sífellt meir íþyngjandi og spurning hvort að fullveldið sé í hættu. Vafamál var hvort samningurinn stæðist íslensku stjórnarskránna og er enn.

Útfærsla fullveldisins innan landhelgi

Það vill gleymast að sjálfstæðisbaráttan lauk ekki 17. júní 1944. Enn áttu Íslendingar eftir að berjast fyrir hafinu í kringum Ísland sem við köllum landhelgi. 1944 var þriggja mílna landhelgi umhverfis landið sem Íslendingar voru ósáttir við en Danir sömu illa fyrir hönd Íslands 1901.

Fyrsta útfærslan var 1952 við harða mótstöðu Breta, síðan kom 12 mílna útfærslan árið 1958, útfærsla í 50 sjómílur 1972 og loks 200 sjómílur 1976 en hér er verið að tala um efnahagslögsögu. Ekki má blanda henni saman við landhelgi. Hún er það hafsvæði undan strönd ríkis þar sem ríkið hefur fullveldisyfirráð líkt og á landi. Reglur voru settar fram í Hafréttarsáttmála  S.þ. og þar er ríkjum heimilað að taka sér allt að 12 sjómílna landhelgi út frá svonefndri grunnlínu.

Er hægt að segja að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga hafi lokið 1976? Nei, því miður. Það þarf stöðugt vera að verja lýðræðið, málfrelsið og mannréttindi. Alltaf eru til óvitar sem sem lifa í núinu og skilja ekki hvað þeir hafa í höndunum. Þeir er ávallt tilbúnir að afhenda stykki fyrir stykki hluta af fullveldi landsins. Það gildir ekki bara sem valda afsal til ESB, heldur líka til S.þ. en alþjóða samningar geta verið mjög bindandi.

Ókláruð fullveldismál

Eins og rakið hefur verið hér, var lýðveldisstofnunin gerði í flýti. Stjórnarskráin er nánast eins og sú þegar Ísland var sjálfstætt konungsríki frá 1918 til 1944. Hún hefur því ekki staðist tímans tönn að sumu leiti en að öðrum nokkuð vel.

Og Íslendingar hafa aldrei og gera ekki enn, skilið þrískiptingu valdsins. Enn er framkvæmdarvaldið inn á gafli löggjafarvaldsins og ræður í raun öllu. Engum finnst þetta óeðlilegt. Dæmi um þetta var að ESB þurfti að skikka Ísland til að hætta að láta sýslumenn vera bæði lögreglumenn og dómarar.

Lokaorð

Það þarf marga þætti til að ríki geti kallast fullvalda ríki. Það þarf að vera viðurkennt í alþjóðasamfélaginu og vera þátttakandi. Það þarf að geta tryggt öryggi borgara þess, innanlands og gagnvart umheiminum.  Það þarf að hafa löggjafarvaldið í sínum höndum en ekki í höndum yfirþjóðlegs valds.

Og svo er það spurningin, til hvers að vera með sjálfstætt ríki á Íslandi? Þegar ekki er hugað að rótunum, að menningunni, sögunni og tungumálinu? Er það öryggt að hér verði íslensk menning og íslenska töluð eftir tuttugu ár? Miðað við hraða samfélagsþróun síðastliðna ára, eru komnar efasemdir um slíkt. Munum, að mestu herveldi og stórþjóðir hafa komið og farið í gegnum aldirnar, hvað þá smáríkin. Ísland getur farið sömu leið og Havaí (Hawaii) og horfið sem ríki.

Guð blessi Ísland. 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband