Færsluflokkur: Bloggar
Margir muna eftir Kodak fyrirtækinu? Árið 1997 voru starfsmenn Kodak um 160.000. Og um 85% af ljósmyndum heimsins voru gerðar með Kodak myndavélum. Með aukningu farsímamyndavéla undanfarin ár er Kodak Camera Company ekki á markaðnum. Meira að segja Kodak varð algjörlega gjaldþrota og allir starfsmenn þess voru reknir. Á sama tíma urðu mörg fleiri fræg fyrirtæki að stöðva rekstur.
Eins og með HMT (klukka) BAJAJ DYANORA (sjónvarp) MURPHY (Útvarp) NOKIA (farsími) RAJDOOT (hjól) Ambassador (bíll) hefur ekkert af ofangreindum fyrirtækjum var með slæm gæði. Af hverju eru þessi fyrirtæki úreld? Vegna þess að þau gátu ekki breytt sjálfum sér með tímanum. Þegar maður stendur í augnablikinu hugsar maður líklega ekki hversu mikið heimurinn gæti breyst á næstu 10 árum! Og 70%-90% af störfum í dag verður algjörlega lokið á næstu 10 árum. Við erum hægt og rólega að ganga inn í tímabil "fjórðu iðnbyltingarinnar". Skoðum fræg fyrirtæki dagsins í dag - er UBER bara hugbúnaðarheiti. Nei, þeir eiga enga bíla sjálfir.
Samt í dag er stærsta leigubílafyrirtæki heims UBER. Airbnb er stærsta hótelfyrirtæki í heimi í dag. En það fyndna er að þeir eiga ekki eitt einasta hótel í heiminum. Á sama hátt er hægt að gefa dæmi um óteljandi fyrirtæki eins og Paytm, Ola Cab, Oyo herbergi osfrv. Það er engin vinna fyrir nýja lögfræðinga í Bandaríkjunum í dag, vegna þess að löglegur hugbúnaður sem heitir IBM Watson getur talsvert miklu betur en nokkur nýr lögfræðingur. Þannig munu næstum 90% Bandaríkjamanna ekki hafa neina vinnu á næstu 10 árum. Þau 10% sem eftir eru verða vistuð. Þetta verða 10% sérfræðingar. Watson hugbúnaður getur greint krabbamein og aðra sjúkdóma 4 sinnum nákvæmara en menn.
Tölvugreind mun fara fram úr mannlegri greind árið 2030. 90% bíla í dag munu ekki sjást á vegum næstu 20 árin. Bílar sem eftir verða munu annað hvort ganga fyrir rafmagni eða vera tvinnbílar. Vegirnir verða smám saman auðir. Bensínnotkun mun minnka og olíuframleiðandi Arabalönd verða hægt og rólega gjaldþrota. Ef maður vill bíl þarftu að biðja um bíl frá hugbúnaði eins og Uber. Og um leið og maður biður um bíl kemur algjörlega ökumannslaus bíll og leggur fyrir dyrnar manns. Ef ferðast er með marga í sama bílnum er bílaleiga á mann lægri en hjól. Akstur án ökumanns mun fækka slysum um 99%. Og þetta er ástæðan fyrir því að bílatryggingar hætta og bílatryggingafélög verða úti.
Hlutir eins og að keyra á jörðinni munu ekki lengur lifa af. Umferðarlögregla og bílastæðafólk verður ekki krafist þegar 90% ökutækja hverfa af veginum.
Það var áður til reiðufé en í dag er það orðið "plastpeningur". Kreditkorta- og debetkortalotan var fyrir nokkrum dögum. Nú er það líka að breytast og tímabil farsímavesksins er að koma. Vaxandi markaður Paytm, einn smellur og borgun.
Bloggar | 9.9.2024 | 15:22 (breytt kl. 16:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vandræðagangur Landhelgisgæslunnar vegna einu eftirlitsflugvélar sínar hefur vakið athygli almennings. Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson hefur einhvern hluta vegna viljað spara við rekstur gæslunnar með því ráðast á rekstur eftirlitsvélarinnar. Þetta er skrýtinn málflutningur, því ef eitthvað er, ætti að bæta í og auka öryggið og eftirlitið innan efnahagslögsögu Íslands. Almenningur og sjómenn þar fremstir í flokki hafa lýst yfir algjöra andstöðu við minni viðbúnað gæslunnar en nú er og er lágmarks starfsemi. Sjálfur forstjórinn segir að ef vel ætti að vera, ætti önnur vél að vera tiltæk.
En er þetta ekki afturför ef mið er tekið af sögu eftirlitsflugs á Íslandi? Á vef gæslunnar segir að "Landhelgisgæslan hefur um áratuga skeið notast við flugvélar og þyrlur við löggæslu, eftirlit, leit og björgun auk annarra verkefna. Á árunum eftir síðari heimstyrjöld leigði Landhelgisgæslan stundum flugvélar til að fylgjast með skipaumferð og veiðum í landhelginni, fyrst árið 1948 þegar Grumman Goose-flugbátur var tekinn á leigu. Þetta flug var þó ekki með reglubundnum hætti." Sagan - flugdeildin
Og höldum áfram með söguna: "10. desember 1955 eignaðist Landhelgisgæslan sína fyrstu flugvél og er almennt miðað við þá dagsetningu sem upphaf flugrekstrar stofnunarinnar. Þetta var flugbátur af gerðinni PBY-6A Catalina með einkennisstafina TF-RAN." Það er því komin 70 ára reynsla og saga á notkun eftirlitsflugvéla við gæslu landhelgarinnar. Við skulum því ýta þessari hugmynd Jóns af borðinu, það er ekki nokkur áhugi neins á Íslandi, nema hans, að leggja niður eftirlitsflug. En hvað er þá til ráða?
Landhelgisgæslan hefur prófað aðra leið, hún fékk til reynslu mannlausan dróna um árið eða 2019. Grípum niður í frétt LHG af málinu:
"Landhelgisgæslan hefur fengið mannlaust loftfar til notkunar sem gert er út frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða samstarfsverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar en loftfarið verður hér á landi í þrjá mánuði. Á tímabilinu verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland. EMSA er þjónustuaðili drónans og þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Loftfarið er af gerðinni Hermes 900 og er rúmt tonn að þyngd. Það hefur 800 kílómetra drægi og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið og til baka. Dróninn kemst á um 120 kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað, er stjórnað í gegnum gervitungl, þarf flugbraut til að taka á loft og er með fimmtán metra vænghaf. Þá er hann búinn myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Fjölmenn áhöfn fylgir loftfarinu sem er stýrt af flugmönnum. Meginhluti verkefnisins er fjármagnaður af EMSA." LHG lýsti því yfir að góð reynsla var rekstri drónans á meðan hann var hér. Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi
En það eru færri sem vita að þessi dróni, Hermes 900 er ísraelskur að gerð. Hergagnaframleiðsla Ísraela er með ólíkindum og á mörgum sviðum hafa þeir farið framúr Bandaríkjamönnum. Sem dæmi hafa þeir tekið við herþotum og skriðdrekum Bandaríkjahers og endurbætt þau. Nýjasta dæmið eru endurbætur IDF á F-35 sem talin ein fullkomnasta herþota í heimi. Ísraelar eru frumkvöðlar í loftvörnum og er frægasta dæmið "Iron dome" loftvarnarkerfi þeirra sem Bandaríkjamenn sjálfir eru að íhuga setja upp fyrir heimalandið, Bandaríkin.
En hefur blönk Landhelgisgæsla efni á eftirlitsdróna? Svarið kemur á óvart, en það er já. Verð á Hermes 900, samkvæmt erlendum skýrslum, getur numið 6,85 milljónum dollara hvern á meðan Hermes 450 kostar 2 milljónir dollara. Þannig að verðlistinn getur varað eftir hvaða gerð af drónum viðkomandi er að eltast við.
Ef litið er á lýsingu á Hermes 450, þá er hann framleiddur af Elbit Systems; er meðalstór dróni hannaður fyrir könnunar- og eftirlitsverkefni og getur flogið í meira en 20 klukkustundir samfleytt. Dróninn er kallaður Zik af ísraelska hernum og getur náð tæplega 5,5 km hæð.
Þar sem dróninn er mannlaus, stjórnað af jörðu, er hægt að hafa hann á lofti megnið af deginum og hjálpað til við eftirlitsflugvélina að sjá um öryggiseftirlits landhelginnar. Í einu myndbandi má sjá drónann varpa niður björgunarhylki til nauðstaddra sjómanna og því getur hann einnig nýtts við björgunarstörf.
Í þessu myndbandi má sjá drónan í rekstri.
Og fyrir Alþingismenn sem væla og segja að engir peningar séu til, þá ættur þeir að lesa þessa frétt, en Íslendingar eru í stríðsrekstri í Úkraínu og eru að veita 3 milljarða í það peningahít. Svo er ekki til peningur til að reka þyrlusveit eða eftirlitsflugvél LHG! Hvernig væri að forgangsraða skattféi mínu og þínu betur! Þrír milljarðar í stríðs rekur í Úkraínu
Bloggar | 8.9.2024 | 10:51 (breytt kl. 11:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og með allt í lífinu, er gangverk þess flókið. Ein aðferðafræði eða hugmyndafræði dugar ekki til að leysa alla efnahagsvanda.
Helsti vandi og galli frjálst markaðshagkerfi er að á vissum sviðum þróast fyrirtækin yfir í að vera stórfyrirtæki, sem velta og eru með stærra efnahagskerfi en heilu ríkin. Með yfirburðastöðu eyða þau alla samkeppni og annað hvort verður til einokun eða fákeppni. Það er ekkert betra að ríkið sé með einokunina en einkafyrirtæki. Til dæmis geta einkafyrirtæki veitt betri þjónustu og verð en ÁTVR. En þá verða að vera skilyrði fyrir samkeppni.
Það er til dæmis mjög erfitt að einkavæða járnbrautalestakerfi, því ekki er hægt að vera með samkeppni á einni leið. Þá er kannski örlítið skárra að hafa ríkisfyrirtæki í reksturinn sem hefur lágmarks samfélags ábyrgð.
En er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir fákeppni og einokun stórfyrirtækja? Jú, það er hægt. Það kemur í hlut ríkisins að setja leikreglunar, þ.e.a.s. lögin. Þetta var gert í byrjun 20. aldar í Bandaríkjunum.
Í upphafi 20. aldar var einokun fyrirtækja í Bandaríkjunum upprætt fyrst og fremst með blöndu af framsæknum pólitískum umbótum, samkeppnislöggjöf og þrýstingi almennings. Meðal lykilþátta voru samkeppnislög, kölluð Sherman Antitrust Act (1890). Þetta var fyrsta mikilvæga alríkislöggjöfin sem miðar að því að hefta einokun. Það gerði það ólöglegt fyrir fyrirtæki að taka þátt í samkeppnishamlandi vinnubrögðum eins og að mynda einokun eða fákeppni. Hins vegar var verknaðurinn í upphafi veikburða og oft árangurslaus vegna óljóss orðalags.
Undir stjórn Theodore Roosevelt forseta (19011909) varð fyrst breyting á og byrjaði ríkisstjórnin að nota harkalega lögin um Sherman Antitrust Act til að brjóta upp einokun. Roosevelt hlaut viðurnefnið Trust Buster fyrir að lögsækja stór fyrirtæki eins og Northern Securities Company (stór járnbrautarsjóður) árið 1904. Svo kom Clayton Antitrust Act (1914) sem styrkti viðleitni ríkisvaldsins enn frekar.
En það var ekki bara ríkið sem barðist á móti stórfyrirtækjunum, heldur líka almenningur á tímabilinu 1890-1920 en það einkenndist af víðtækri andstöðu almennings við einokun fyrirtækja, sérstaklega í atvinnugreinum eins og járnbrautum, olíu og stáli og voru blaðamenn þar fremst í flokki í andstöðunni.
Theodore Roosevelt er ef til vill frægasti forsetinn sem sem barðist á móti auðhringjunum. Hann notaði Sherman Antitrust Act til að afnema einokun og hann stuðlaði að "Square Deal" stefnu þar sem hann talaði fyrir ríkisafskiptum til að tryggja sanngjarna viðskiptahætti sem og fleiri forsetar í kjölfarið.
Dómskerfið hjálpaði svo til við að ráða niðurlögu auðhringina og þar var Hæstiréttur Bandaríkjanna framarlega.
Auk aðgerða með samkeppniseftirliti var stjórnvaldsreglugerð lykillinn að því að hefta einokunarhætti. Dæmi: Hepburn-lögin (1906) veittu ICC enn frekar vald til að ákveða járnbrautartaxta, sem dró úr eftirliti járnbrautareinokunarinnar á verðlagningu.
Niðurstaðan var jákvæð. Í upphafi 20. aldar drógu þessar umbætur verulega úr völdum einokunar, ýttu undir samkeppni og lögðu grunninn að nútíma lögum og reglugerðum um samkeppnislög. Upplausn risafyrirtækja eins og Standard Oil og Northern Securities sýndi fram á skuldbindingu stjórnvalda til að takast á við samþjöppun fyrirtækja, merki um breytingu í átt að stjórnaðra kapítalískum hagkerfi.
En þetta er ekki gert í eitt skipti fyrir öll, það þarf stöðugt að vera vakandi fyrir einokunartilburði. Hér á Íslandi er það ekki einokun, heldur fákeppni, á matvörumarkaði, tryggingamarkaði, flutningamarkaði, bankamarkaði o.s.frv. Þarna er ríkisvaldið ekki að standa sig að fylgja eftir leikreglum markaðshagkerfisins. Úr því að ríkið stendur sig ekki, er eina von almennings að einhver einkaaðili stígi inn í og rjúfi fákeppnina eins og sjá má með Prís. Í íslenskri fákeppni er nefnilega "hálf" samkeppni. Það er keppt innbyrðis en innan ákveðina marka! Þeigandi samkomulag að verðið sé svona. Ef til vill má kalla þetta ósýnilega hönd markaðarins á neikvæðan hátt. Hún er í sjálfu sér ekki til, heldur má tala um hjarðhegðun markaðarins.
Bloggar | 7.9.2024 | 10:01 (breytt kl. 10:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mál varasaksóknara sem hefur verið óbeint leystur undir störfum af ríkissaksóknara, hefur vakið mikla athygli. Það var nýverið viðtal við Helga varasaksóknara sem var athyglisvert. Í ljós kom að hann er vel jarðtengdur, starfaði sem smiður í 10 ár og hefur unnið með höndunum, umgengist venjulegt fólk, ekki bara valdaelítuna.
Ef einhver úr valdaelítunni hefur einhvern tímann unnið á meðal vinnandi fólks, blá kraga störf, þá hefur hann lært að alþýðufólk er kjarnyrt, hispurslaust, sannort og kemur til dyranna eins og það er klætt. Þetta hefur Helgi eflaust lært og því talar hann umbúðalaust, sérstaklega er varðar öryggi hans og fjölskyldu hans. Núverandi starf hans er að vera varasaksóknari, á morgun gæti hann starfað eitthvað annað. Eftir sem áður, er hann fyrst og fremst borgari með málfrelsi. Fólk á ekki að missa málfrelsið, sem er bundið í stjórnarskránni, bara við það að gegna einhverju starfi.
Auðvitað verður hann að passa sig á að verða ekki vanhæfur gagnvart einhverjum málum sem koma inn á borð hans. En ef hann talar bara um hópa eða málefni sem er í umræðunni hverju sinni, þá á hann að vera frjáls að tjá sig sem honum langar. Það er ekki ríkissaksóknara að dæma um hvað telst vera haturs ummæli. Stjórnarskráin er alveg skýr um hvað má og hvað ekki:
Tjáningarfrelsi á Íslandi er tryggt samkvæmt 73. gr. Stjórnarskrár Íslands sem er svohljóðandi:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
- Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Er ríkissaksóknari ekki að skilja þetta? Að minnsta kosti skilur ekki vinstri sinnuð elítan ekki þessi grunnlög. Alls staðar í hinum vestræna heim, eru vinstri menn að reyna að hefta umræðuna með ritskoðun. Þetta er ekkert annað en ritskoðun þegar lög eru sett gegn svo kallaða hatursorðræðu eins og fyrrum forsætisráðherra reyndi. Hver getur dæmt um það hvað er haturorðræða eða ekki? Vinstir menn eru algjörlega ójarðtengdir.
Að lokum, af hverju tekur þetta fleiri vikur fyrir dómsmálaráðherra að leysa þetta mál? Tekur varla meira en einn dag að leysa með lögfróðum mönnum.
Bloggar | 6.9.2024 | 13:04 (breytt kl. 13:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Bloggritari hafði ekki hugmynd um framboð gæti boðið fram fleiri en einn lista en undir öðrum listabókstaf.
Jón Magnússon segir um þetta mál enda lögfróður maður: "...flokksfólk gæti borið fram auka- og/eða viðbótarlista svo sem heimilt er í kosningalögum til að aukinn stuðningur gæti komið frá kjósendum við grunngildi Sjálfstæðisstefnunnar þ.e. DD eða jafnvel DDD lista."
Þetta er merkilegt en spurning hvort þetta styðji eða veikji aðalframboðið? Bloggritara grunar að það sé hvoru tveggja.
Sjálfstæðisflokknum hefur tekist það ómögulega að tapa harðkjarnanum úr flokknum og í aðra flokka. Gruna að það séu Miðflokkurinn og Viðreisn og jafnvel Samfylkingin, svona þegar hún er orðin svona hægri sinnuð þessa dagana. Þetta gefur fólk kost á að kjósa annað fólk en flokkselítuna og það sem það telur að standi við stefnu flokksins og gildi.
En það að svona hugmynd er komin fram, er ákveðið vantrausts yfirlýsing á hendur flokksforystuna. Þetta segir mann að hún er svo þaulsetin, valdamikil og lokuð inn í eigin fílabeinsturni, að ekki er hægt að ræða við hana beint og koma nauðsynlegum umbótum á sem nauðsynlegt er. Elítan er sá hópur sem velst í ráðherrasæti fyrir hönd flokksins. Aðrir þingmenn eru í kuldanum og fá ekki ráðherrasæti.
Síðasti flokksráðsfundur, sá fjölmennasti í sögunni, var misheppnaður. Ekkert lýðræði í boði, bara valdboð að ofan. Forysta á pallborðinu hleypti ekki Jón eða Gunnu að borðinu. Íslendingar í Íslendingasögunum gátu þó gengið fram og á fund konungs og beiðið áheyrnar. Ekki á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Umræðan um naglalakk og hárblásið hár Sjálfstæðiskvenna, er það sem kallað er útúrdúr, aukaatriði, nánast slúðurefni, í bókmenntum. Aðalatriðið er að formaðurinn hefur valið sér harðkjarna hirð, sem virðist samanstanda af ungum og óreyndum konum sem ættu reyndar nú að vera orðnar sjóaðar í stjórn ríkisins. Það er forystusveitin, karlar og konur, sem er vandamálið.
Það er svo skrýtið við valdið, að þegar fólk hefur vanist því, og öll tengsl við ræturnar horfnar, getur það ómögulega sett sig í spor þeirra sem það var ef til vill á meðal. Sumt forystufólk hreinlega fæddist með silfurskeið í munni, og til valda, þannig að það hefur aldrei unnið ærlegt handtak um æfina, veit ekkert hvað Jón eða Gunna eru að hugsa, enda aldrei unnið við hlið þeirra. Það er ansi erfitt að hætta á valdatrippinu, líkt og reyna að hætta að drekka sykrað gos. Það þarf afvötnun.
Bloggar | 5.9.2024 | 09:41 (breytt kl. 09:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frá og með september 2024 hefur yfirstandandi stríð í Úkraínu leitt til verulegs mannfalls bæði á borgaralegum og hernaðarlegum stöðum. Áætlanir benda til þess að um það bil 10.000 til 10.500 óbreyttir borgarar hafi verið drepnir og 18.000 til 19.800 til viðbótar særst síðan innrásin hófst í febrúar 2022. Þessar tölur eru líklega vantaldar, þar sem raunverulegar tölur eru taldar vera umtalsvert hærri vegna erfiðleika við að sannreyna öll atvik, sérstaklega á átakasvæðum (UN News).
Af hernaðarhliðinni er talið að mannfall bæði úkraínskra og rússneskra hersveita sé um 500.000, þar á meðal látnir og særðir. Sérstakar tölur benda til þess að Rússar hafi líklega misst á bilinu 35.500 til 43.000 hermenn, en hernaðartjón Úkraínu er talið vera nokkru minna en samt töluvert (UN News).
Frá og með september 2024 hefur átök Ísraels og Hamas á Gaza, sem hófust aftur í október 2023, leitt til yfir 42.000 dauðsfalla samkvæmt heilbrigðisyfirvalda á Gaza. Mikill meirihluti þessara mannfalla - meira en 40.600 - eru Palestínumenn, en um það bil 1.478 Ísraelar hafa einnig verið drepnir. Gaza-svæðið hefur orðið sérstaklega fyrir barðinu á miklu mannfalli óbreyttra borgara vegna yfirstandandi sprengjuárása Ísraela. Yfir 50% mannfallsins á Gaza voru konur og börn. Að auki hafa átökin eyðilagt innviði svæðisins, 90% íbúa Gaza hafa verið á flótta og stór hluti bygginga þess eyðilagður (Committee to Protect Journalists, Wikipedia).
Til samanburðar hefur stríðið í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, einnig verið hrikalegt. Hins vegar, þótt erfitt sé að staðfesta nákvæmar tölur vegna viðvarandi eðlis beggja átakanna, benda áætlanir til þess að stríðið í Úkraínu hafi valdið um 500.000 manntjóni (látnir og særðir), þar á meðal bæði hernaðarlegu og óbreyttra manntjóni. Bæði átökin hafa leitt til umtalsverðs mannfalls, en umfang og áhrif eru mismunandi, þar sem Úkraínustríðið hefur meiri heildardauða, að miklu leyti vegna víðtækara landfræðilegs umfangs þess og þátttöku stórra herafla (Committee to Protect Journalists).
Til samanburðar, má segja að stríðið í Úkraínu sé meira háð á opnu svæði, á vígvöllum, minna í borgum en stríðið á Gaza er háð alfarið í borgarumhverfi. Gaza er enda eitt þéttbýlasta svæði heims. Mannfall borgara er því meira en venja er að 3-4 borgarar falli á móti hverjum hermanni í slíku stríði. Þetta er þveröfugt í Úkraínu.
Annar munur er fjölmiðla umfjöllun. Alþjóða fjölmiðlar fjalla meira um stríðið á Gaza en Úkraínu. Auðvitað er mikið fjallað um það stríð en það hefur fallið í skuggann af átökunum í Miðausturlöndum. Bæði stríðin geta þó leitt til þriðju heimsstyrjaldar.
Þriðji munurinn er að mikill þrýstingur er á að bundinn sé endir á stríðið á Gaza en minni á Úkraínu stríðið. Það er eiginlega sláandi munur á afstöðu Vesturlanda til þessara tveggja stríða. Því miður hefur lítið verið reynt að stilla til friðar í Úkraínu, kannski af því að andstæðingurinn er gamall óvinur NATÓ - ríkja og Vesturlanda, Rússland.
Bloggritari telur að ef Trump kemst til valda í forseta kosningunum í nóvember n.k., fari allir aðilar af stað með friðarviðræður. Stríðið verður á enda í janúar 2025. Ef Harris verður forseti, guð hjálpi okkur þá. Annað Afganistan framundan?
Bloggar | 4.9.2024 | 09:13 (breytt kl. 09:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Lýgin gerir yður sízt ófrjálsari en sannleikur. Lýgi er að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleikur. Það er að segja, illa predikuð lýgi verður náttúrlega heimaskítsmát fyrir vel predikuðum sannleik. En sannleikurinn kemst ekki uppi moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi."
Bloggar | 3.9.2024 | 19:16 (breytt 4.9.2024 kl. 11:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alveg ótrúlegt hversu mikið skemmdarverk stjórn Dags B. Eggerts hefur unnið á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara í Reykjavík, heldur á öllu svæðinu. Það er ekki til annað hugtak fyrir þetta en skemmdarverk.
"Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa líkt og nágrannarnir í Kópavogi orðið vör við þá viðleitni Reykjavíkurborgar að standa í vegi fyrir möguleikum nágrannasveitarfélaganna til að stækka byggingarland sitt."
Ástæðan er einföld, vinstri menn í borgarstjórn vilja að aðeins sé byggt meðfram fyrirhugaða borgarlínu, með öðrum orðum þétting byggðar meðfram vegum borgarlínunnar sem kostar skilding.
Afleiðingar eru hörmulegar fyrir íbúa sem vilja kannski fá ódýrara húsnæði en fæst með þéttingu byggðar og búa annars staðar en í Reykjavík. Á meðan hækkar íbúahúsnæði upp úr öllu valdi, bæði íbúaeigendum og leigendum til ama. Hvað ætli þetta kosti íbúa Íslands mikla peninga?
Og heldur borgarstjórinn fyrrverandi að íbúar meðfram borgarlínuna noti frekar borgarstrætó bara vegna staðsetningar? Ætlar hann að neyða þá með góðu eða illu til að taka strætó?
Beita sér gegn stækkun byggðar
Bloggar | 3.9.2024 | 08:17 (breytt kl. 09:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Jón Gunnarsson, alþingismaður í Suðvesturkjördæmi og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir óheppilegt ef tillögur að hagræðingu í rekstri Landhelgisgæslunnar sem hann lét vinna fyrir ráðuneytið séu ekki til skoðunar. Spara megi háar fjárhæðir með öðru rekstrarformi í eftirlitsfluginu og nefnir hann 400-600 milljónir á ári í því sambandi..." Dýrt að reka eina vél
Já það kostar sitt að reka sjálfstætt ríki og gæta efnahagsöryggi þess. Sjálfstætt ríki ber skylda að gæta að öryggi. Gæsluvélin á jú að gæta fiskimiðin og öryggi sjómanna. En hún er notuð langtímum saman annars staðar, við eftirlit á Miðjarðarhafi, bara vegna vanfjármögnun.
Það er ótrúlegt að Jón skuli vekja athygli á þessu og vilja vélina feiga, því að dómsmálaráðherra hefur áður verið gerður afturrekur með svipaða tillögu. Það er enginn vilji meðal sjómanna né íslensku þjóðarinnar að minnka umsvif Landhelgisgæslunnar sem hefur verið í lamasessi um árabil.
Forstjóri gæslunnar segir að stór hluti landhelginnar sé eftirlitslaus sem og firðir landsins. Smyglarar eiga greiða aðgang að landinu eftirlitslausir. Öryggi sjómanna er stefnt í hættu. Sama á við um þyrluflota gæslunnar, aðeins tvær þyrlur eru til taks 200 daga ársins. Vita vart hvað gerist inni á fjörðum
Það er hægt að spara og hagræða víða í ríkisbálkninu, t.d. nýstofnaða Mannréttindastofnun Íslands (hvað í ósköpunum mun fólkið sem starfar þar gera allan daginn?). Öryggi- og varnarmál eru bara ekki tekin alvarlega á Íslandi. Fyrirhugað Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála fæddist andvana, það var ekki til fjármagn til að stofnseta það.
Vill Jón ekki bara láta Bandaríkjaher reka líka Landhelgisgæsluna?
Bloggar | 2.9.2024 | 08:26 (breytt kl. 14:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flokksráðsfundur í skugga skoðanakannana kallar Jón Magnússon grein sína um fund Sjálfstæðismanna í gær. Lýsing hans á fundinum er dálítið merkileg og lýsir eftir vill hvernig lýðræðið er innanborðs.
Grípum inn í frásögn hans sem er hérna á blogginu.
"Sjálfstæðisflokkurinn státar af því einn íslenskra flokka að geta haldið fjöldasamkomur eins og Flokksráðsfundi og Landsfundi með slíkum glæsibrag, að fólki líði vel og nýtur samvista við vini sína og flokksfélaga jafnvel þó að ágreiningur kraumi undir niðri eða komi upp á yfirborðið." Þarna er eins og hann sé að lýsa gamla Sjálfstæðisflokknum, þar sem grasrótarhreyfingar innan flokksins, þótt hann hafi þá verið risastór og með 1000 manna landþing, gátu komið og hreyft mál á vandamálum sem flokkurinn er að fást við. Kíkjum aftur á grein Jóns:
"Nú er sá tími liðinn, að almennir fundarmenn geti farið í ræðustól á Flokksráðsfundi. Einu almennu umræðurnar fóru fram milli þeirra sem sátu við sama borð. Markviss málefnaumræða og/eða gagnrýni fékk því ekki rúm á fundinum." Þarf að segja eitthvað meira um vanda Sjálfstæðisflokksins? Flokksforystan situr við háborðið og furstinn í hásætinu. Þessi forysta býr í fílabeinsturni. Þótt allt logi í kringum turninn, fær aðeins kóngurinn, afsakið, formaðurinn að halda flotta ræðu en aðrir "minions" örræður.
Svo veruleikafirrt er elítan, að sumir innan hennar eru farnir að láta sig dreyma um hásætið. En kóngurinn er búinn að segja að sama hvað tautar eða rölar, hann ætli að sitja út tímabilið. Hann veit sem er, að hirð hans á þingi um minnka um meira en helming ef hann yfirgefur hásætið og hann kominn út á götuna, eða réttara sagt í stjórn fyrirtækis.
Það var viðtal við krónprisessuna sem segist vera tilbúin að setja í hásætið, þegar röðið kemur að henni. Afrekslistinn hennar er stuttur en afdrifaríkur. Hún fór í víking með öðrum riddurum hringborðsins austur í Kænugarð, kom fagnandi með vopn, klæði og gilta sjóði. Vei Bjarmalands konungi sem er að herja á bræður sína í Garðaríki. Hún var svo hugrökk að hún reif kjaft og sleit samskipti við þann kóna, rak erindreka hans úr landi, allt á meðan hún faldi sig bakvið víkingakónginn sem fer fyrir þann hernað.
Það er bara þannig, jafnvel eins og með risaskip eins og Títaník, þegar það byrjar að sökkva, getur ekkert náttúruafl stöðvað það. Sá kafteinn ákvað að fara niður með skipi sínu. Hvað með formann Sjálfstæðisflokksins? Hann er búinn að fá mörg skeyti um að það eru ísjakar framundan. Hvað gerir hann? Verður annar kapteinn dreginn fram 6 mánuðum fyrir kosningar og hann fer niður með áhöfn og skipi?
Bloggar | 1.9.2024 | 11:09 (breytt kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Fundu riffil og skóför: Hafa myndir af hinum grunaða
- Morðið alríkisglæpur: Síðasta sem Kirk tjáði sig um
- Áhrifavaldur Guðs tekinn í dýrlingatölu
- Börn talin meðal látinna
- Mandelson rekinn fyrir tengsl sín við Epstein
- Vann 763 milljónir
- NASA lokar Kínverja úti
- Takmarka flugumferð í austurhluta Póllands
- Skörp dýfa eftir samkomutakmarkanir
- Neyðarfundur hjá öryggisráði SÞ