Færsluflokkur: Bloggar

Wokisminn gegn almennri skynsemi og málfrelsi - mál varasaksóknara

Mál varasaksóknara sem hefur verið óbeint leystur undir störfum af ríkissaksóknara, hefur vakið mikla athygli. Það var nýverið viðtal við Helga varasaksóknara sem var athyglisvert. Í ljós kom að hann er vel jarðtengdur, starfaði sem smiður í 10 ár og hefur unnið með höndunum, umgengist venjulegt fólk, ekki bara valdaelítuna.

Ef einhver úr valdaelítunni hefur einhvern tímann unnið á meðal vinnandi fólks, blá kraga störf, þá hefur hann lært að alþýðufólk er kjarnyrt, hispurslaust, sannort og kemur til dyranna eins og það er klætt. Þetta hefur Helgi eflaust lært og því talar hann umbúðalaust, sérstaklega er varðar öryggi hans og fjölskyldu hans. Núverandi starf hans er að vera varasaksóknari, á morgun gæti hann starfað eitthvað annað. Eftir sem áður, er hann fyrst og fremst borgari með málfrelsi. Fólk á ekki að missa málfrelsið, sem er bundið í stjórnarskránni, bara við það að gegna einhverju starfi. 

Auðvitað verður hann að passa sig á að verða ekki vanhæfur gagnvart einhverjum málum sem koma inn á borð hans. En ef hann talar bara um hópa eða málefni sem er í umræðunni hverju sinni, þá á hann að vera frjáls að tjá sig sem honum langar. Það er ekki ríkissaksóknara að dæma um hvað telst vera haturs ummæli. Stjórnarskráin er alveg skýr um hvað má og hvað ekki:

Tjáningarfrelsi á Íslandi er tryggt samkvæmt 73. gr. Stjórnarskrár Íslands sem er svohljóðandi:

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

  • Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Er ríkissaksóknari ekki að skilja þetta?  Að minnsta kosti skilur ekki vinstri sinnuð elítan ekki þessi grunnlög.  Alls staðar í hinum vestræna heim, eru vinstri menn að reyna að hefta umræðuna með ritskoðun. Þetta er ekkert annað en ritskoðun þegar lög eru sett gegn svo kallaða hatursorðræðu eins og fyrrum forsætisráðherra reyndi. Hver getur dæmt um það hvað er haturorðræða eða ekki? Vinstir menn eru algjörlega ójarðtengdir.

Að lokum, af hverju tekur þetta fleiri vikur fyrir dómsmálaráðherra að leysa þetta mál? Tekur varla meira en einn dag að leysa með lögfróðum mönnum.

 


Aukalisti við aðallista framboðs Sjálfstæðisflokksins

Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Bloggritari hafði ekki hugmynd um framboð gæti boðið fram fleiri en einn lista en undir öðrum listabókstaf.

Jón Magnússon segir um þetta mál enda lögfróður maður: "...flokksfólk gæti borið fram auka- og/eða viðbótarlista svo sem heimilt er í kosningalögum til að aukinn stuðningur gæti komið frá kjósendum við grunngildi Sjálfstæðisstefnunnar þ.e. DD eða jafnvel DDD lista."

Þetta er merkilegt en spurning hvort þetta styðji eða veikji aðalframboðið? Bloggritara grunar að það sé hvoru tveggja.

Sjálfstæðisflokknum hefur tekist það ómögulega að tapa harðkjarnanum úr flokknum og í aðra flokka. Gruna að það séu Miðflokkurinn og Viðreisn og jafnvel Samfylkingin, svona þegar hún er orðin svona hægri sinnuð þessa dagana.  Þetta gefur fólk kost á að kjósa annað fólk en flokkselítuna og það sem það telur að standi við stefnu flokksins og gildi.

En það að svona hugmynd er komin fram, er ákveðið vantrausts yfirlýsing á hendur flokksforystuna.  Þetta segir mann að hún er svo þaulsetin, valdamikil og lokuð inn í eigin fílabeinsturni, að ekki er hægt að ræða við hana beint og koma nauðsynlegum umbótum á sem nauðsynlegt er. Elítan er sá hópur sem velst í ráðherrasæti fyrir hönd flokksins. Aðrir þingmenn eru í kuldanum og fá ekki ráðherrasæti. 

Síðasti flokksráðsfundur, sá fjölmennasti í sögunni, var misheppnaður. Ekkert lýðræði í boði, bara valdboð að ofan. Forysta á pallborðinu hleypti ekki Jón eða Gunnu að borðinu. Íslendingar í Íslendingasögunum gátu þó gengið fram og á fund konungs og beiðið áheyrnar. Ekki á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Umræðan um naglalakk og hárblásið hár Sjálfstæðiskvenna, er það sem kallað er útúrdúr, aukaatriði, nánast slúðurefni, í bókmenntum. Aðalatriðið er að formaðurinn hefur valið sér harðkjarna hirð, sem virðist samanstanda af ungum og óreyndum konum sem ættu reyndar nú að vera orðnar sjóaðar í stjórn ríkisins. Það er forystusveitin, karlar og konur, sem er vandamálið.

Það er svo skrýtið við valdið, að þegar fólk hefur vanist því, og öll tengsl við ræturnar horfnar, getur það ómögulega sett sig í spor þeirra sem það var ef til vill á meðal. Sumt forystufólk hreinlega fæddist með silfurskeið í munni, og til valda, þannig að það hefur aldrei unnið ærlegt handtak um æfina, veit ekkert hvað Jón eða Gunna eru að hugsa, enda aldrei unnið við hlið þeirra.  Það er ansi erfitt að hætta á valdatrippinu, líkt og reyna að hætta að drekka sykrað gos. Það þarf afvötnun.


Stríðið í Úkraínu er stórt í samanburði við stríðið á Gaza

Frá og með september 2024 hefur yfirstandandi stríð í Úkraínu leitt til verulegs mannfalls bæði á borgaralegum og hernaðarlegum stöðum. Áætlanir benda til þess að um það bil 10.000 til 10.500 óbreyttir borgarar hafi verið drepnir og 18.000 til 19.800 til viðbótar særst síðan innrásin hófst í febrúar 2022. Þessar tölur eru líklega vantaldar, þar sem raunverulegar tölur eru taldar vera umtalsvert hærri vegna erfiðleika við að sannreyna öll atvik, sérstaklega á átakasvæðum (UN News).

Af hernaðarhliðinni er talið að mannfall bæði úkraínskra og rússneskra hersveita sé um 500.000, þar á meðal látnir og særðir. Sérstakar tölur benda til þess að Rússar hafi líklega misst á bilinu 35.500 til 43.000 hermenn, en hernaðartjón Úkraínu er talið vera nokkru minna en samt töluvert (UN News).

Frá og með september 2024 hefur átök Ísraels og Hamas á Gaza, sem hófust aftur í október 2023, leitt til yfir 42.000 dauðsfalla samkvæmt heilbrigðisyfirvalda á Gaza. Mikill meirihluti þessara mannfalla - meira en 40.600 - eru Palestínumenn, en um það bil 1.478 Ísraelar hafa einnig verið drepnir. Gaza-svæðið hefur orðið sérstaklega fyrir barðinu á miklu mannfalli óbreyttra borgara vegna yfirstandandi sprengjuárása Ísraela. Yfir 50% mannfallsins á Gaza voru konur og börn. Að auki hafa átökin eyðilagt innviði svæðisins, 90% íbúa Gaza hafa verið á flótta og stór hluti bygginga þess eyðilagður (Committee to Protect Journalists, Wikipedia).

Til samanburðar hefur stríðið í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, einnig verið hrikalegt. Hins vegar, þótt erfitt sé að staðfesta nákvæmar tölur vegna viðvarandi eðlis beggja átakanna, benda áætlanir til þess að stríðið í Úkraínu hafi valdið um 500.000 manntjóni (látnir og særðir), þar á meðal bæði hernaðarlegu og óbreyttra manntjóni. Bæði átökin hafa leitt til umtalsverðs mannfalls, en umfang og áhrif eru mismunandi, þar sem Úkraínustríðið hefur meiri heildardauða, að miklu leyti vegna víðtækara landfræðilegs umfangs þess og þátttöku stórra herafla (Committee to Protect Journalists).

Til samanburðar, má segja að stríðið í Úkraínu sé meira háð á opnu svæði, á vígvöllum, minna í borgum en stríðið á Gaza er háð alfarið í borgarumhverfi. Gaza er enda eitt þéttbýlasta svæði heims. Mannfall borgara er því meira en venja er að 3-4 borgarar falli á móti hverjum hermanni í slíku stríði. Þetta er þveröfugt í Úkraínu.

Annar munur er fjölmiðla umfjöllun. Alþjóða fjölmiðlar fjalla meira um stríðið á Gaza en Úkraínu. Auðvitað er mikið fjallað um það stríð en það hefur fallið í skuggann af átökunum í Miðausturlöndum. Bæði stríðin geta þó leitt til þriðju heimsstyrjaldar.

Þriðji munurinn er að mikill þrýstingur er á að bundinn sé endir á stríðið á Gaza en minni á Úkraínu stríðið. Það er eiginlega sláandi munur á afstöðu Vesturlanda til þessara tveggja stríða. Því miður hefur lítið verið reynt að stilla til friðar í Úkraínu, kannski af því að andstæðingurinn er gamall óvinur NATÓ - ríkja og Vesturlanda, Rússland.

Bloggritari telur að ef Trump kemst til valda í forseta kosningunum í nóvember n.k., fari allir aðilar af stað með friðarviðræður. Stríðið verður á enda í janúar 2025. Ef Harris verður forseti, guð hjálpi okkur þá. Annað Afganistan framundan?


Ósannindi fjölmiðla og samfélagsmiðla

"Lýgin gerir yður sízt ófrjálsari en sannleikur. Lýgi er að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleikur. Það er að segja, illa predikuð lýgi verður náttúrlega heimaskítsmát fyrir vel predikuðum sannleik. En sannleikurinn kemst ekki uppi moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi."

Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Laxness, frá 1927
 
Þessi vísiorð eiga um marga eða suma fjölmiðla og samfélagsmiðla í dag sem virðast vera að þjóna öðrum tilgangi en að upplýsa almenning. Alltaf eru annarlegar hvatir sem liggja á bakið fréttaflutning þeirra eða hagsmunir hópa. 
 
Sjá má þetta með Facebook en í ljós hefur komið í þingyfirheyrslum í Bandaríkjunum nýverið að samfélagsmiðillinn leyfði stjórn Joe Bidens að ritskoða andstæðinga sinna. Þetta er bein ógnun við lýðræðið, stundum líka lýðheilsu eins og kom í ljós í Covid faraldrinum og í öðrum málum.
 
Það eru ekki góðar fréttir að samfélagsmiðillinn X er bannaður í Brasilíu. Ef það er ekki ritskoðun, þá hvað? Nóta bene, vinstri menn stjórna landinu í dag og líkt og með kollega þeirra í öðrum löndum, eru þeir ávallt tilbúnir að þagga niður í andstæðingum sínum. Er þetta tilviljun eða stendur þetta í sambandi við yfirlýstan stuðning Musk við Trump? Sjá þessa viðleiti hjá vinstri mönnum hjá fv. forsætisráðherra Íslands sem vildi setja "málfrelsinu" skorður með haturorðræðu heftun.
 
Ákveðin þöggun er í gangi hjá íslenskum fjölmiðlum um íslensk málefni en jafn slæmt er að erlendar fréttir eru þýddar án gagnrýna hugsun. Heimildir íslensku fjölmiðla eru oft umhugsunarverðar, sérstaklega varðandi bandarískar fréttir sem bloggritari þekkir best til.
 
Góðu fréttirnar eru að internetið með allt sitt podcast og frjálsa umræðu hefur tekið yfir sem helsti vettvangur og leit fjölmiðla neytenda að fréttaefni. Sumir frægir fréttamenn sem hraktir hafa verið úr störfum sínum, svo sem Tucker Carlson eða Bill OReilly, stofnuðu eigin fréttaveitur og er jafnvel stærri en þeir voru er þeir voru í vinnu fyrir stór fjölmiðlina. Dýptin í umræðunni jafnvel meiri en þeir láta engin tímamörk stjórna samræðum við viðmælendur.
 
Örsmáir fjölmiðlar, sem saman standa af nokkrum einstaklingum, gefa út net fjölmiðla, oft án mikils stuðnings eða auglýsinga tekna, eru gefnir út.
 
Hér er t.d. einn glærnýr, Þjóðólfur - Þjóðólfur
 
Hér er annar, Fréttin - Fréttin
 
Svo er það Heimildin - Heimildin
 
Viljinn - Viljinn
 
Aðrir smá miðlar hafa runnið undir sama hatt, svo sem Eyjan og Pressan undir DV - DV.
 
Niðurstaðan er því að maður verður að velja út fleiri en einn fjölmiðil til að reyna að fá sanna mynd af atburðum samtímans.  Það vita allir sem er, að margir fjölmiðlar eru áróðurs stofnanir ákveðina hagsmuna. Það eru eigendurnir sem vilja ráða heimsýn okkar borgaranna. Eigum við að trúa þeim?

Afleiðingar vinstri stjórnar Reykjavíkurborgar vara ennþá

Það er alveg ótrúlegt hversu mikið skemmdarverk stjórn Dags B. Eggerts hefur unnið á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara í Reykjavík, heldur á öllu svæðinu. Það er ekki til annað hugtak fyrir þetta en skemmdarverk.

"Bæj­ar­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði hafa líkt og ná­grann­arn­ir í Kópa­vogi orðið vör við þá viðleitni Reykja­vík­ur­borg­ar að standa í vegi fyr­ir mögu­leik­um ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna til að stækka bygg­ing­ar­land sitt."

Ástæðan er einföld, vinstri menn í borgarstjórn vilja að aðeins sé byggt meðfram fyrirhugaða borgarlínu, með öðrum orðum þétting byggðar meðfram vegum borgarlínunnar sem kostar skilding.

Afleiðingar eru hörmulegar fyrir íbúa sem vilja kannski fá ódýrara húsnæði en fæst með þéttingu byggðar og búa annars staðar en í Reykjavík. Á meðan hækkar íbúahúsnæði upp úr öllu valdi, bæði íbúaeigendum og leigendum til ama. Hvað ætli þetta kosti íbúa Íslands mikla peninga?

Og heldur borgarstjórinn fyrrverandi að íbúar meðfram borgarlínuna noti frekar borgarstrætó bara vegna staðsetningar? Ætlar hann að neyða þá með góðu eða illu til að taka strætó?

Beita sér gegn stækkun byggðar


Dýrt að reka eina eftirlitsflugvél?

"Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður í Suðvest­ur­kjör­dæmi og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, seg­ir óheppi­legt ef til­lög­ur að hagræðingu í rekstri Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem hann lét vinna fyr­ir ráðuneytið séu ekki til skoðunar. Spara megi háar fjár­hæðir með öðru rekstr­ar­formi í eft­ir­lits­flug­inu og nefn­ir hann 400-600 millj­ón­ir á ári í því sam­bandi..." Dýrt að reka eina vél

Já það kostar sitt að reka sjálfstætt ríki og gæta efnahagsöryggi þess. Sjálfstætt ríki ber skylda að gæta að öryggi. Gæsluvélin á jú að gæta fiskimiðin og öryggi sjómanna. En hún er notuð langtímum saman annars staðar, við eftirlit á Miðjarðarhafi, bara vegna vanfjármögnun.

Það er ótrúlegt að Jón skuli vekja athygli á þessu og vilja vélina feiga, því að dómsmálaráðherra hefur áður verið gerður afturrekur með svipaða tillögu. Það er enginn vilji meðal sjómanna né íslensku þjóðarinnar að minnka umsvif Landhelgisgæslunnar sem hefur verið í lamasessi um árabil. 

Forstjóri gæslunnar segir að stór hluti landhelginnar sé eftirlitslaus sem og firðir landsins. Smyglarar eiga greiða aðgang að landinu eftirlitslausir. Öryggi sjómanna er stefnt í hættu. Sama á við um þyrluflota gæslunnar, aðeins tvær þyrlur eru til taks 200 daga ársins. Vita vart hvað gerist inni á fjörðum

Það er hægt að spara og hagræða víða í ríkisbálkninu, t.d. nýstofnaða Mannréttindastofnun Íslands (hvað í ósköpunum mun fólkið sem starfar þar gera allan daginn?). Öryggi- og varnarmál eru bara ekki tekin alvarlega á Íslandi. Fyrirhugað Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála fæddist andvana, það var ekki til fjármagn til að stofnseta það.

Vill Jón ekki bara láta Bandaríkjaher reka líka Landhelgisgæsluna?


Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins ennþá í fílabeinsturni

Flokksráðsfundur í skugga skoðanakannana kallar Jón Magnússon grein sína um fund Sjálfstæðismanna í gær. Lýsing hans á fundinum er dálítið merkileg og lýsir eftir vill hvernig lýðræðið er innanborðs.

Grípum inn í frásögn hans sem er hérna á blogginu.

"Sjálfstæðisflokkurinn státar af því einn íslenskra flokka að geta haldið fjöldasamkomur eins og Flokksráðsfundi og Landsfundi með slíkum glæsibrag, að fólki líði vel og nýtur samvista við vini sína og flokksfélaga jafnvel þó að ágreiningur kraumi undir niðri eða komi upp á yfirborðið."  Þarna er eins og hann sé að lýsa gamla Sjálfstæðisflokknum, þar sem grasrótarhreyfingar innan flokksins, þótt hann hafi þá verið risastór og með 1000 manna landþing, gátu komið og hreyft mál á vandamálum sem flokkurinn er að fást við.  Kíkjum aftur á grein Jóns:

"Nú er sá tími liðinn, að almennir fundarmenn geti farið í ræðustól á Flokksráðsfundi. Einu almennu umræðurnar fóru fram milli þeirra sem sátu við sama borð. Markviss málefnaumræða og/eða gagnrýni fékk því ekki rúm á fundinum."  Þarf að segja eitthvað meira um vanda Sjálfstæðisflokksins?  Flokksforystan situr við háborðið og furstinn í hásætinu. Þessi forysta býr í fílabeinsturni. Þótt allt logi í kringum turninn, fær aðeins  kóngurinn, afsakið, formaðurinn að halda flotta ræðu en aðrir "minions" örræður.

Svo veruleikafirrt er elítan, að sumir innan hennar eru farnir að láta sig dreyma um hásætið.  En kóngurinn er búinn að segja að sama hvað tautar eða rölar, hann ætli að sitja út tímabilið. Hann veit sem er, að hirð hans á þingi um minnka um meira en helming ef hann yfirgefur hásætið og hann kominn út á götuna, eða réttara sagt í stjórn fyrirtækis.

Það var viðtal við krónprisessuna sem segist vera tilbúin að setja í hásætið, þegar röðið kemur að henni. Afrekslistinn hennar er stuttur en afdrifaríkur. Hún fór í víking með öðrum riddurum hringborðsins austur í Kænugarð, kom fagnandi með vopn, klæði og gilta sjóði. Vei Bjarmalands konungi sem er að herja á bræður sína í Garðaríki. Hún var svo hugrökk að hún reif kjaft og sleit samskipti við þann kóna, rak erindreka hans úr landi, allt á meðan hún faldi sig bakvið víkingakónginn sem fer fyrir þann hernað.

Það er bara þannig, jafnvel eins og með risaskip eins og Títaník, þegar það byrjar að sökkva, getur ekkert náttúruafl stöðvað það. Sá kafteinn ákvað að fara niður með skipi sínu. Hvað með formann Sjálfstæðisflokksins? Hann er búinn að fá mörg skeyti um að það eru ísjakar framundan. Hvað gerir hann? Verður annar kapteinn dreginn fram 6 mánuðum fyrir kosningar og hann fer niður með áhöfn og skipi?


Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála andvana fætt?

Það er ekki annað en að sjá að rannsóknarsetrið hafi ekki verið stofnað samkvæmt þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og varnamála.  Það hafi ekki fengist fjármagn fyrir stofnsetningu stofnunnar var mér sagt. Það er ekki góðar fréttir, þótt bloggritari hafi talað gegn rannsóknarsetrinu á þeirri forsendu að það væri betra sett undir hatt endurreistrar Varnarmálastofnunar Íslands. Væri ríkisstofnun, ekki háskólastofnun og væri hluti af stærri starfsemi. En það er betra að hafa einhverja stofnun en enga.

Engin innlend sérfræðiþekking er því fyrir hendi í landinu og engin rannsóknarvinna er unnin sem er nauðsynleg á hverjum tíma. Að sjálfsögðu höfum við Íslendingar herfræðimenntaða menn en þeir eru fáir, dreifðir og e.t.v. ekki í réttum stöðum.  

Bloggritari sendi inn umsögn um þingályktunina og hún er eftirfarandi:

Dagsett: 28. febrúar, 2023

Efni: Umsögn um þingskjal 139: Tillaga til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála

Ég tel, líkt og tillöguflytjendur, brýna þörf vera á að styrkja rannsóknir á sviði utanrÍkis- og öryggismála á Íslandi. En hins vegar tel ég að hvorki sé stigið nógu stórt skref né rétta. Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála er framfaraskref en sem rannsóknarstofnun fyrir ríki per se er hún veik undir umsjónarvaldi háskólastofnunnar.

Ég tel brýnt að framkvæmdarvaldið, annað hvort undir stjórn Utanríkisráðuneytisins og undir hatt varnarmálaskrifstofu, eða Landhelgisgæsla Íslands, sem fer með framkvæmd varnarsamingsins og varnartengd verkefni, sjái um þessa nauðsynlegu rannsóknarvinnu. Best væri að sérstök varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnuna.

Þann 27. október, 2005, reifaði ég fyrstur Íslendinga í blaðagrein þá hugmynd að koma á fót íslenska varnarmálastofnun.

Sjá eftirfarandi slóð: Um stofnun varnamálastofnunar

Þar sagði ég um samingaviðræður íslenskra stjórnvalda við bandaríska varnarliðið sem var þá á förum og raungerðist 2006:

"Engra grundvallarspurninga er spurt í þessu samningaferli né þeim svarað, s.s. hver er framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda í varnarmálum? Ætla þau sér að láta Bandaríkjaher annast landvarnir næstu 10 árin eða 50 ár...? Eru kannski aðrir valkostir í stöðunni, sem kynnu e.t.v. að myndast, t.d. með stofnun Evrópuhers? Eru varnir Íslands undir samningum við Bandaríkin komnar eða ber fyrst og fremst að líta á þær sem einkamál Íslendinga, sem þeir verða að ræða og koma sér saman um áður en talað er við vinaþjóðir? Ef svo er, þ.e.a.s. að varnarmálin séu í raun fyrst og fremst einkamál Íslendinga, þá er ljóst að fræðilegar umræður skortir sem og sérfræðinga á sviði varnamála og hvers vegna skyldi standa á því? Jú, það er ekki til nein stofnun hér á landi sem getur tekist á við slík mál."

Síðar í blaðagrein minni sagði ég:

"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð. Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ. Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn Í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna."

Með öðrum orðum lagði ég til að slík varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnu tengdri öryggis- og varnarmálum. Ég tel eðlilegra að íslensk stjórnvöld sjái um slíka rannsóknarvinnu en háskólastofnanir enda ein af grundvallarskyldum ríkisvaldsins sjálfs, ekki háskólastofnanna.

Ég tel farsælast að tillöguflytjendur endurskoði málið aðeins betur og komi frekar með tillögu um endurreisn Varnarmálastofnunar Íslands sem ég hafi verið mikið óheilaskref að hafa verið lögð niður. Innan veggja slíkrar stofnunar væri öryggis- og varnarmálastefna Ísland mörkuð til framtíðar út frá öryggishagsmunum Íslendinga sjálfra, ekki annarra þjóðar sem og tilheyrandi rannsóknarvinna. Eins og staðan er í dag, eru það bandarískir hershöfðingjar og hernaðarsérfræðingar bandríska hersins sem ákveða hvað teljist vera íslenskir öryggishagsmunir, ekki

Íslendingar sjálfir sem hafa ekki þá þekkinguna sem til þarf. Sem sjálfstæð þjóð, ættu Íslendingar að hafa frumkvæðið að eigin vörnum og bera þá ábyrgð sem sérhvert fullvalda ríki ber að taka á sig í varnarmálum.

Virðingarfyllst, Birgir Loftsson, sagnfræðingur

---

Svo mörg voru þau orð. Enn verðum við því að reiða okkur á mat erlendra sérfræðinga um varnaþörf Íslands. Er það viturlegt?


Litróf stjórnmálanna á Íslandi - ekki er allt sem sýnist...

Nú fatast Sjálfstæðisflokkurinn flugið um þessar mundir og er orðinn þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum. Er Sjálfstæðismenn eru spurðir í fjölmiðlum hverjum er að kenna, er bent á allt annað en flokksforystuna.  Til dæmis að flokkurinn geldur þess að mynda breiðfylkingu með VG og Framsóknarflokknum. Hver segir það að flokkurinn þurfi að vera í ríkisstjórn með gjör ólíkum flokkum? Að flokkurinn standi ekki með sjálfum sér og sínum stefnumálum? Er það ekki á ábyrgð stjórnarelítuna að marka stefnuna og ákveða hvort setið sé í ríkisstjórn eður ei?

Auðvitað beinist kastljósið að flokksforystunni og þær ógöngur sem hún hefur skapað.  Hún ein ber alfarið ábyrgð. Almennir flokksmenn er löngu búnir að gefast upp á forystuleysi elítunnar í Sjálfstæðisflokknum og eru farnir annað. Bara allt annað en þessi hörmung....

Upphaf ófaranna má rekja til flokksþingsins 2015 þegar hægri menn í flokknum voru hraktir öfugir úr flokknum en síðan þá hefur de facto flokkurinn verið stefnulaus vindhani eins og sá sem er á kirkju Bessastaðakirkju. Er ekki eitt eða neitt og snýst eftir vindátt hverju sinni. Hann mun hljóta sömu örlög og Íhaldsflokkurinn breski, algjört afhroð í næstu Alþingis kosningum. Ekki dugar að staga í stögóttum sokkum útlendingamála til að laga ásýnd flokksins. Hljóð og mynd fara ekki saman.

Þá eru við komin að kannski eina sanna hægri flokk landsins - Miðflokknum. Hann er hægri flokkurinn í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn var stofnaður árið 2017 af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins eftir valdarán núverandi formann Framsóknarflokksins.

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn rekur sósíaldemókratíska stefnu fer fylgi hans yfir til Miðflokksins. Af hverju má skilgreina Miðflokkinn sem hægri flokk?

Miðflokkurinn leggur áherslu á íhaldssöm gildi, þjóðernishyggju, og ríkisborgararéttindi. Flokkurinn hefur talað fyrir takmörkun á innflytjendamálum, auknum áherslum á íslenska menningu, og sjálfstæði Íslands í alþjóðamálum. Í efnahagsmálum hefur flokkurinn verið hlynntur markaðslausnum en einnig bent á mikilvægi innlendra hagsmuna og landbúnaðar. Þessi stefnumál staðsetja Miðflokkinn hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum. Ekkert athugavert við þessa stefnu nema menn séu á móti Íslendingum, íslenskri menningu og tungu.

Svo er það með hina flokkana. Hvar er Samfylkingin sem virðist vera að skipta um kúrs og til hægri. Er hún hægri flokkur? Nei, Samfylkingin er ekki hægri flokkur. Samfylkingin er vinstrisinnuð stjórnmálahreyfing á Íslandi og hefur yfirleitt verið flokkuð sem sósíaldemókratískur flokkur. Flokkurinn leggur áherslu á velferðarkerfi, jöfnuð, og réttlæti, ásamt því að vera almennt hlynntur auknum ríkisafskiptum í efnahagsmálum. Þetta staðsetur Samfylkinguna vinstra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum.

Hægri flokkar, á hinn bóginn, leggja oftar áherslu á markaðsfrelsi, minni ríkisafskipti, og persónulegt frelsi í efnahagsmálum. Flokkar á hægri vængnum á Íslandi eru til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn og jafnvel Flokkur fólksins.

Píratar eru allt og ekkert. Samkallaður stjórnleysingjaflokkur. Þeir eru almennt taldir vera vinstri flokkur í íslenskum stjórnmálum, þó að flokkurinn sé óhefðbundinn og oft ekki auðvelt að staðsetja nákvæmlega á hefðbundnum vinstri-hægri ási.

Píratar leggja mikla áherslu á borgaraleg réttindi, beint lýðræði, gagnsæi í stjórnsýslu, og persónuvernd. Þeir eru hlynntir frelsi á netinu, auknu aðgengi að upplýsingum, og verndun mannréttinda. Í efnahagsmálum hallast flokkurinn til vinstri, með áherslu á jöfnuð og velferðarkerfi, þó að hann sé líka hlynntur nýsköpun og tækniframförum sem gæti haft þverpólitísk áhrif.

Þar sem Píratar leggja áherslu á jöfnuð og réttindi, eru þeir oft flokkaðir sem vinstrisinnuð hreyfing, en sum stefnumál þeirra eru ekki eins auðveldlega flokkanleg innan hefðbundinna vinstri-hægri skilgreininga.  En þeir geta seint talist hafa hægri áherslur, ef til dæmis er tekið mið af stefnu þeirra í málefnum hælisleitenda, lögreglu og öryggi ríkisins. Þeir nenna aldrei að tala fyrir hönd atvinnulífsins eða kapitalisma. Hafa bara ekki áhuga á efnahagsmálum enda upp til hópa tölvunördar. Stefnuskrá þeirra bókstaflega rúmast á einu A-4 blaði! Kíkið á vefsetur þeirra ef þið trúið þessu ekki. Enginn formaður og stefnan er eftir því hverjir eru í þingliði flokksins hverju sinni. Vindhanastefna.

Hér er ráðherra Sjálfstæðismanna að verja það sem ekki er hægt að verja en reynir samt: 

Fólk tali um flokksforystu eftir hentugleika


Landhelgisgæslan í lamasessi

TF-SIF, eftirlitsflugvél gæslunnar, er í lamasessi vegna viðgerðar, en tæring fannst í hreyflum hennar. Verður vélin ekki til taks að nýju fyrr en eftir nokkra mánuði.  Ekkert sem tekur við, því tækjabúnaður LHG er í lágmarki. Sem dæmi eiga Færeyingar jafn mörg varðskip og Íslendingar. Eina sem er í lagi er þyrlusveit gæslunnar, enda ekki annað hægt, því mikið viðhald er á þyrlum almennt.

Íslendingar eiga tvö varðskip, annað byggt sem varðskip en hitt er dráttarskip sem búið er að mála grátt. Og svo tvo smábáta.

Loftförin saman standa af þremur þyrlum og einni eftirlitsflugvél. Meira er það ekki sem gæslan á. Þetta myndi kallast lágmarks tækjakostur, ef ekki vanbúnaður. Forstjórinn segir að vel eigi að vera, ættu að vera tvær eftirlitsflugvélar. Og hvers vegna ekki dróna? Tæknin er sífellt að breytast og nýir möguleikar að opnast.

Hvað er þá til ráða?   Bloggritari hefur marg oft bent á lausn. Og það er að vera hugmyndarík í að búa til pening fyrir stofnunina. Gæslan hefur verið það að vissu leyti, leigt út varðskip og flugvélina í landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi. 

En það þarf meira til. Það þarf nýja lagaumgjörð fyrir Landhelgisgæsluna, þar sem hlutverk hennar er skilgreint á friðartímum og síðan en ekki síst á ófriðartímum.  Bandaríska landhelgisgæslan er einmitt góð fyrirmynd.  Á friðartímum, þ.e.a.s. þegar engin hætta stafar að vörnum bandarísku landhelginnar, er hún hefðbundin landhelgisgæsla, gætir landhelgina og sinnir hefðbundnum löggæslustörfum.

En á ófriðartímum breytist hlutverk hennar og hún verður hluti af herafla Bandaríkjahers.  Með öðrum orðum, verður hún herstofnun.  Hlutverk hennar er vel skilgreint í bandarískum lögum hvort sem er á ófriðartímum eða friðartímum.

Alþingi gæti með lagabreytingum sniðið hlutverk LHG að svipuðu hlutverki og bandaríska landhelgisgæslan gegnir. Með því að skilgreina hana sem herstofnun, þ.e.a.s. flota eða sjóher, myndi allt breytast í kringum umgjörð hana. 

Gæslan gæti sótt fjármagn til NATÓ sem er ekki smáræðis fjármagns auðlind.  Hún sækir hvort sem er fjármuni í sjóði NATÓ og er hér átt við mannvirkjasjóð þess.

NATÓ væri meira en viljugt að stoppa í gatið sem Ísland er varnarlega séð í GIUK hliðinu. Til dæmis með að reka hér tundurspilla einn eða fleiri eða ratsjár flugvélar sem gæti verið t.d.  Lockheed P-3 Orion er fjögurra hreyfla kafbáta- og eftirlitsflugvél sem er þróuð fyrir bandaríska sjóherinn. Eða þá Poseidon MRA1 (P-8A) frá Boeing sem breski flugherinn rekur og eftirlitsflugvél á sjó, búin skynjurum og vopnakerfi fyrir hernað gegn kafbátum, auk eftirlits og leitar- og björgunarverkefna.

Landhelgisgæslan hvort sem er, sinnir mörgum hlutverkum sjóhers. Hún hefur á að skipa frægri sprengjueyðingasveit, köfunarsveit, sinnir loftrýmiseftirlit, íslenska loftvarnarkerfinu og önnur varnartengd verkefni, svo sem heræfingar NATÓ á Íslandi og er hluti af stjórnkerfi NATÓ.

Sjá slóð: Önnur verkefni varnarmálasviðs

Með öðrum orðum sinnir hún verkefnum samkvæmt tvíhliða varnarsamningi Íslands við Bandaríkin og gegnir ákveðnu hlutverki innan NATÓ.

Eina sem vantar upp er að viðurkenna hlutverk Landhelgisgæslunar sem varnarstofnun, sem hún de facto er, er fara að afla fjármagn í tóma kassa hennar. En tregðan er svo mikil hjá stjórnmálaelítunni og skilningsleysi, að það verður ekkert gert. Varnar- og öryggismál eru ekkert grín eða hægt að hunsa eins og Íslendingar kjósa. Bara það að hafa ekki eftirlitsflugvél LHG starfrækta, getur kostað mannslífs, líf sjómanna getur ollið á því að tækjakostur gæslunnar sé virkur og hann sé yfir höfuð til! 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband