Færsluflokkur: Bloggar

Hnattræn hlýnun kemur í veg fyrir ísöld ?

Maðurinn hugsar í árhundruð en ætti að hugsa í árþúsundum ára. Það sem er vitað er að veðrið er breyttilegt eftir hverjum tíma. Það gengur í bylgjum, ýmis hlýnar eða kólnar. Slíkar bylgjur eru innan hvers árshundrað, hvers árþúsunds og hvers hundrað þúsunds.

Menn hafa reynt að skilja þessar breytingar og hafa komist langt áleiðis með skilning. Meðal annarra orsaka er sólin sem sendir geisla sína í mismiklu mæli, svo sem sólarvindar og sólblettir og hafa áhrif á hitastig jarðar.

En sjálf jörðin er ekki saklaus af breytingum á hitastigi jarðar. Það sem kemur upp úr iðrun jarðar skiptir máli sem og möndulhalli hennar en hann er athyglisvert fyrirbrigði.  Talið er að breyting á möndulhalla jarðar leiði til ýmis hlýindaskeiða eða kuldaskeiða.  Það eru því nátttúrlegar ástæður fyrir breytingum á hitastigi jarðar.

Nú ætla menn að bæta manninum við sem þriðja sökudólg fyrir hnattræna hlýnun! Fyrrgreindar nátttúru ástæður getur maðurinn aldrei haft áhrif á en hann getur aukið koltvísýring í loftinu (tímabundið) og hitað upp jörðina þannig. Án koltvísýring þrífst ekki líf á jörðu.

Það er því hættuspil að taka koltvísýring úr lofti, því það kann að valda nýja ísöld og hnattræna kólnun. Ísaldir eru algengari en fólk veit af og á ísöld á líf erfitt uppdráttar. Það er engin tilviljun að eftir að síðasta ísaldarskeið byrjaði að enda fyrir 15 þúsund árum, þá átti siðmenningin fyrst tækifæri til að þróast. Án hnattrænar hlýnunar hefði jarðyrkja ekki hafist í hálfmánanum sem er undirstaða siðmenningar og borgarmenningar eins og við þekkjum hana.

Afleiðingar nýrrar ísaldar eru miklu alvarlegri en hnattræn hlýnun. Við getum aðlagast hlýnununni ekki nýja ísöld. Og það má hlýna ansi mikið áður það hefur skaðlegar afleiðingar. Vita menn yfirhöfuð hvað þeir eru að gera? Til dæmis á Íslandi að dæla niður lífsefnið koltvísýring? Eru Íslendingar þar með að hjálpa til við að búa til snemmkomna ísöld? Já, ísöldin kemur aftur, það er hundrað prósent. Kannski erum við að seinka komu hennar með því að dæla gróðurhúsa loftegundum upp í loftið.


Sérfræðingar í líkamstjáningu segja að Trump hafi unnið kappræðurnar þeirra Trumps og Harris

Dr. Philip sem allir þekkja fékk til sín tvo færustu líkamstjáningu sérfræðinga Bandaríkjanna til að meta frammistöðu allra sem komu fram í beinni útsendinguna kappræðna Harris og Trumps. Þeir mátu svo að Trump hafi staðið sig betur. En hann var greinilega á köflum reiður og hafði ímögu fyrir Harris. Það sást langar leiðir.


Annað athyglisvert er að umræðustjórarnir tveir voru greinilega á móti Trump ef marka má líkamstjáningu þeirra og hvernig þeir spurðu spurningarnar. Trump hafði því rétt fyrir sér að hann var í kappræðum við þrjá einstaklinga en ekki einn. 

Umræðustjórarnir á CNN stóðu sig mun betur er Trump atti kappi við Biden. En úrslit kosninganna veltur ekki á þessum kappræðum. Fólk er þegar búið að ákveða sig hvern það ætlar að kjósa.


Siðapostular bálreiðir yfir að einkaaðilar selji áfengi

Bloggritara var hugsað til Íslands er hann var staddur í Austurríki í sumar, er hann stoppaði á bensínstöð, gekk inn og sá allt úrvalið af áfengi og gat valið úr. Þar er ekki komið fram við fullorðið fólk eins og börn og án siðapostula sem fara á límingunum bara við að sjá áfengi fyrir framan sig.

Alveg sama hvað siðapostularnir segja, verður þróunin ekki stöðvuð úr þessu. A.m.k. ekki á meðan við erum tengd ESB í gegnum EES samninginn. Í Evrópu er komið fram við fullorðið fólk eins og fullorðið fólk sem kann fótum fjör að launa og getur tekið upplýstar ákvarðanir, meðal annar um eigin lýðheilsu. Fólk tekur ákvörðun um eigin heilsu daglega, meðal annars hversu mikið áfengið það getur drukkið daglega. Mikill meirihluti fólks getur tekið þessa ákvörðun án afskipta ríkisvaldsins.

En svo eru það örlaga fyllibytturnar, sem drekka sama hvað lítið, takmarkað og dýrt aðgengið er að áfenginu. Það bara skipuleggur sig bara fram í tímann, svo það geti drukkið í friði. Það er akkurat ekkert samhengi við að ríkið selji áfengi eða einkaaðilar og lýðheilsa.

Þannig að stjórnmálamennirnir sem vilja hafa vit fyrir þér, frjálsum borgara og fullorðin manneskja, eru að lítillækka þig með forræðishyggju. Ekki væri bloggritari hissa ef viðkomandi siðapostulli sé hallur til vinstri og elskar ríkisafskipti af einkalífi borgarans! Látið okkur í friði, við getum sjálf ákveðið hvað er hollt fyrir okkur og líf okkar.

P.S. Áfengisbannið á Íslandi 1915 og í Bandaríkjunum gekk ekki upp.


Umræðan um Churchill

Varðandi umræðuna um Churchill og hvort hann hafi haft áhrif á gang sögunnar. Þá er svarið já. Íhlutun Churchills í stríðið, sérstaklega í því að halda Bretlandi sem stöð andspyrnu og síðar sameinast Bandaríkjunum í stríðátökunum, var nauðsynleg til að skapa marghliða stríð sem teygði auðlindir nasista og gerði Hitler ómögulegt að einbeita sér eingöngu að því að sigra Stalín.

Jafnvel þótt Hitler hefði einbeitt sér eingöngu að Stalín, þýða hinar gríðarlegu áskoranir við að sigra og halda Sovétríkjunum að það er langt frá því að Þýskaland hefði unnið sigur.

Án forystu Churchills gæti allt önnur og hugsanlega dekkri niðurstaða fyrir Evrópu hafa þróast, en það er engin trygging fyrir því að Þýskalandi Hitlers hefði á endanum tekist að sigra Sovétríki Stalíns, jafnvel með öllum auðlindum beint í austur.

Í skáldsögunni Vaterland er einmitt fjallað um hvað hefði gerst ef Hitler hefði ekki tapað stríðinu. Samkvæmt þeirri bók hefði þróunin verið svipuð og hjá kommúnistaríkjunum eftir seinni heimsstyrjöld. Söguþráðurinn er eftirfarandi:

"Misbrestur innrásarinnar í Normandí veldur því að Bandaríkin draga sig út úr evrópska stríðinu í síðari heimsstyrjöldinni og Dwight D. Eisenhower hershöfðingi hættir með skömm. Bandaríkin halda áfram með Kyrrahafsstríðið gegn Japansveldi og undir forystu Douglas MacArthur hershöfðingja notar þau kjarnorkusprengjur til sigurs. Í Evrópu nær nasista-Þýskalandi að gera innrás í Bretland með góðum árangri, sem leiðir til þess að Georg VI konungur flýr með fjölskyldu sinni til Kanada og heldur áfram að stjórna breska heimsveldinu. Undir eftirliti nasista endurheimtir Edward VIII hásætið í Bretlandi árið 1947 og Wallis Simpson verður drottning hans.

Winston Churchill forsætisráðherra fer einnig í útlegð í Kanada og dvelur þar til dauðadags 1965. Þýskaland sameinar restina af Evrópu, að undanskildu hlutlausu Sviss og Vatíkaninu. Inn í Stór-Þýska ríkið, sem er skammstafað „Germania“. Að minnsta kosti á yfirborðinu er þýskt samfélag að mestu hreint og skipulagt og SS er endurskipulagt í úrvalslögreglu á friðartímum.

Ríkið er enn í eilífu stríði sínu gegn Sovétríkjunum, sem er enn undir forystu hins 85 ára gamla Jósefs Stalíns langt fram á sjöunda áratuginn. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1960 eru sigurvegarinn  Joseph Kennedy, en gyðingahatur hans hefur verið vel þekkt. Hann gefur nasistaleiðtogum tækifæri til að binda enda á kalda stríðið milli beggja ríkjanna og tryggja aðhald við Bandaríkin og bandamenn þeirra í Rómönsku Ameríku. Árið 1964, þegar 75 ára afmæli Adolfs Hitlers nálgast, heldur Kennedy á leiðtogafund í Þýskalandi, en landamæri þess eru opnuð fyrir fjölmiðlum frá Bandaríkjunum og Suður-Ameríku."

Þessi ef-saga er ekki ósennilegri en aðrar ágiskanir. En það er nokkuð ljóst samt sem áður að án skörungsins Churchill hefði verið fátt um fína drætti í leiðtoga efni hjá Vesturveldum. Ekki var Roosvelt neinn skörungur og hálf dauður úr veikindum mest allt stríðið. 

Og stóra niðurstaðan er að komnúnisminn hefði átt að fara á ruslahaugana með nasismanum. Íbúar Austur-Evrópu fengu ekki sitt frelsi fyrr en 1989 og þá lauk seinni heimsstyrjöldinni loks fyrir þeim. Lýðræðið lifði af en sósíaldemókratisminn tröll reið vestræn ríki næstu áratugi.


Tímamót í sögunni - árið 406 e.Kr.

Sagan yfirleitt er hægfara þróun en stundum verða skýr skil. Svo var tímamóta árið 406 e.Kr. og markar tímamót fornaldar og miðalda. Fall Vestrómverska veldisins varð þar með að veruleika.

Undir þrýstingi frá Húnum fyrir austan þeirra og þar sem rómversku herstöðvarnar í suðri og vestri þeirra voru að veikjast, 31. desember 406 e.Kr., fóru Vandalar og aðrir germanskir villimannaættbálkar að fara yfir Rínarfljót inn á yfirráðasvæði Rómaveldis. Þetta er einn merkasti atburður heimssögunnar.

Þó það hafi aldrei verið komist að endanlega, er líklegt að Vandalarnir hafi flutt inn í það sem nú er Þýskaland frá Skandinavíu öldum fyrr, eftir að hafa farið fyrst í gegnum Pólland nútímans. Á fyrstu fjórum öldum e.Kr. höfðu þeir horft öfundsjúkir yfir Rín á auð rómversku siðmenningarinnar í Gallíu (nútíma Frakklandi) en máttur rómversku hersveitanna hélt þeim í skefjum.

En í byrjun 5. aldar var Róm í vandræðum. Gotar höfðu komist inn í heimsveldið handan við Dóná og valdið Rómverjum stórkostlegan ósigur í orrustunni við Adrianopel árið 378 eftir Krist. Þegar rómverskar hersveitir drógu sig til baka til að verja Ítalíuskagann, voru varnir meðfram Rín veiktar og í mörgum tilfellum yfirgefnar.

Veturinn 406 e.Kr. söfnuðust saman germönskar ættkvíslarnar "Vandalar, Alemannar, Frankar, Búrgúndar og aðrir" meðfram norður/austurbökkum Rínar. Þegar áin fraus, þutu þeir yfir fljótið og inn í Gallíu og breyttu gangi heimssögunnar.

Hinn heimsfrægi sagnfræðingur Edward Gibbon í The History of the Decline and Fall of the Roman Empire, skrifað á 18. öld: "Á síðasta degi ársins, á tímabili þegar vötn Rínar voru líklega frosin, gengu (barbararnir) inn án mótstöðu hinir varnarlausu í héruðum Gallíu.

Þessi eftirminnilegi ferð Sueva, Vandala, Alana og Búrgunda, sem aldrei hörfuðu síðar, má teljast til fall Rómaveldis í löndunum handan Alpafjalla; og hindranirnar, sem höfðu svo lengi aðskilið villimenn og siðmenntaðar þjóðir jarðarinnar, voru frá þeirri örlagaríku stundu jafnaðar við jörðu.

"Vandalarnir rændu og rupluðu á leið sína yfir Gallíu og inn í það sem nú er Spánn, áður en þeir fóru að lokum inn í og lögðu undir sig stóran hluta Norður-Afríku. Að lokum myndu þeir ræna sjálfri Róm.

Víðsvegar um Evrópu leiddu landvinningar villimanna til þess sem varð þekkt (umdeilt þessa dagana) sem "myrku miðaldirnar."

Með hruni landamæranna neyddust Rómverjar til að yfirgefa Britannia (Bretland), sem féll í bráða menningar- og efnahagslega hnignun afkomendur þeirra Vandalarnir og villimenn þeirra fóru yfir Rín fyrir 1.617 árum.

Næstu stórkostlegu tímamótin voru um 1500 og er önnur saga og marka mót miðalda og nýaldar.


Framfarir og saga - lærdómurinn af heimsstyrjöldinni síðari enginn?

Það verða engar framfarir hjá mannkyninu nema menn læri af reynslunni. Það á bara ekki við um sögulega atburði, heldur almennt í lífinu. Ef maður setur dísel olíu á bensín vél og bíllinn gengur ekki, væntanlega lærir hann af reynslunni og gerir þetta ekki aftur. 

Það er hins vegar verra með lærdóminn af sögunni. Jú, menn læra á neikvæðan hátt afleiðingar þess að fara í stríð.  Stríðsátökin sitja í viðkomandi kynslóð og menn segja, aldrei aftur þetta helvíti. Svo líður tíminn, stríðskynslóðin fer undir græna torfu, og núverandi kynslóð, feit af velmegð og frið, leitar að ágreiningi. Við eigum landið hinum megin við ánna, forfeður okkar áttu það fyrir hundruð ára og við viljum það til baka. Og næsta stríð hefst og sagan endurtekur sig.

Sem betur fer situr stórátökin lengi í fólki, sigurinn svo afgerandi að valdajafnvægi kemst á. Þetta á við Napóleon styrjaldirnar sem sköpuðu nánast hundrað ára friðartímabil og svo á við um heimsstyrjaldirnar tvær sem flestir sagnfræðingar segja að sé sama stríðin með hléi.  Núna er komið rúmlegar 80 ára friðar tímabil eftir seinni heimsstyrjöld og því ætti eftir formúlinni að styttast í næsta stór styrjöld. Hugsanlega álfu stríð frekar en heimsstyrjöld.

En hvað segir Victor Davis Hanson um lærdóminn af seinni heimsstyrjöldinni. Sjá má skoðun hans í verkinu "The Second World Wars" og býður hann upp á nokkra mikilvægar lexíur.

Einn lykillærdómur er að stríðið var ekki óumflýjanlegt heldur stafaði af fælingarmætti. Hann leggur áherslu á hlutverk friðþægingar Breta og Frakka, einangrunarhyggju Bandaríkjanna og samvinnu Sovétríkjanna við að leyfa Hitler að rísa upp og stækka óheft. Hanson heldur því fram að hernaðarvald eitt og sér sé ekki nóg; skilvirkur fælingarmáttur og vera reiðubúinn til að takast á við árásaraðila eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir átök. Friður í gegnum styrk kallast þessi stefna.

Annar mikilvægur þáttur frá Hanson er fordæmalaus eðli stríðsins. Þetta varð alþjóðleg átök á þann hátt sem fyrri heimsstyrjöldin hafði ekki gert, sem hafði áhrif á næstum allar helstu þjóðir heims.

Hann leggur áherslu á að hryllilegur tollur stríðsins hafi að hluta til stafað af samsetningu nýrrar tækni, fjöldavirkjunar og allsherjarhernaðaráætlana, sem hafi gert þá seinni mun mannskæðari en fyrri átök. Hanson kannar einnig hvernig, þrátt fyrir fyrstu velgengni nasista, studdu efnislegir og hernaðarlegir yfirburðir að lokum sigurs bandamanna, sem undirstrikar mikilvægi iðnaðarstyrks og alþjóðlegrar samhæfingar í nútíma hernaði (Hoover Institution).

Bloggritari er á því að líkt og með aðdraganda fyrri heimsstyrjaldar, hafi valdajafnvægið tekið að raskast og það á köflum hangið á bláþræði. Svo var ætt í stríð 1914 sem átti að klárast fyrir jólin. Lítið sætt stríð.  Aðdragandinn var langur og náði fyrir aldarmótin 1900.

Sama á við ástandið í dag. Valdajafnvægið fór við lok kalda stríðsins og menn hafa reynt að fóta sig í breyttum heimi. Í stað tvípóla heims, kom einpóla. Nú eins og alltaf kemur fram rísandi stórveldi, hér Kína. Í mótun virðist vera aftur tvípóla eða fleirpóla heimur. Vonandi í þessum ferli, slá menn ekki feil keilur og asnist út í stríð.  Bloggritari hefur það á tilfinningunni að heimska stjórnmálamanna taki enn og aftur yfir og það stefni a.m.k. í álfustríð eða þriðju heimsstyrjöld.

 

 


62% líkur á að Trump vinni forseta kosningarnar

Könnunargúrúinn Nate Silver og kosningaspálíkan hans gefur Donald Trump 63,8% líkur á að vinna kosningarnar í nýrri uppfærslu á nýjustu kosningaspá sinni á sunnudaginn, eftir að skoðanakönnun NYT-Siena College leiddi í ljós að fyrrverandi forseti leiddi varaforseta Kamala Harris um 1. prósentustig.

Harris hefur komið framarlega í nokkrum landskönnunum og sveiflukenndum ríkjum síðan hún tók við efsta sætinu. Hins vegar sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar NYT/Siena College, samkvæmt Silver, að niðurstöður skoðanakönnunarinnar staðfestu þá skoðun kosningalíkans hans að það væri „breyting í skriðþunga“ í samkeppninni.

Könnun NYT/Siena háskólans leiddi einnig í ljós að fleiri kjósendur sögðu að Harris væri „of frjálslyndur eða framsækinn“ í helstu stefnumálum en kjósendur sem sögðust telja Trump vera „of íhaldssaman“. Samkvæmt módeli hans á Harris aðeins 36% möguleika á að vinna kosninga fulltrúa ríkjanna 50 og í heildina leiðir hann Trump með 2,5 stig í meðaltali Silfurs á landsvísu.


Fyrirtæki úreldast með nýrri tækni

Margir muna eftir Kodak fyrirtækinu? Árið 1997 voru starfsmenn Kodak um 160.000. Og um 85% af ljósmyndum heimsins voru gerðar með Kodak myndavélum. Með aukningu farsímamyndavéla undanfarin ár er Kodak Camera Company ekki á markaðnum. Meira að segja Kodak varð algjörlega gjaldþrota og allir starfsmenn þess voru reknir. Á sama tíma urðu mörg fleiri fræg fyrirtæki að stöðva rekstur.

Eins og með HMT (klukka) BAJAJ DYANORA (sjónvarp) MURPHY (Útvarp) NOKIA (farsími) RAJDOOT (hjól) Ambassador (bíll) hefur ekkert af ofangreindum fyrirtækjum var með slæm gæði. Af hverju eru þessi fyrirtæki úreld? Vegna þess að þau gátu ekki breytt sjálfum sér með tímanum. Þegar maður stendur í augnablikinu hugsar maður líklega ekki hversu mikið heimurinn gæti breyst á næstu 10 árum! Og 70%-90% af  störfum í dag verður algjörlega lokið á næstu 10 árum. Við erum hægt og rólega að ganga inn í tímabil "fjórðu iðnbyltingarinnar". Skoðum fræg fyrirtæki dagsins í dag - er UBER bara hugbúnaðarheiti. Nei, þeir eiga enga bíla sjálfir.

Samt í dag er stærsta leigubílafyrirtæki heims UBER. Airbnb er stærsta hótelfyrirtæki í heimi í dag. En það fyndna er að þeir eiga ekki eitt einasta hótel í heiminum. Á sama hátt er hægt að gefa dæmi um óteljandi fyrirtæki eins og Paytm, Ola Cab, Oyo herbergi osfrv. Það er engin vinna fyrir nýja lögfræðinga í Bandaríkjunum í dag, vegna þess að löglegur hugbúnaður sem heitir IBM Watson getur talsvert miklu betur en nokkur nýr lögfræðingur. Þannig munu næstum 90% Bandaríkjamanna ekki hafa neina vinnu á næstu 10 árum. Þau 10% sem eftir eru verða vistuð. Þetta verða 10% sérfræðingar. Watson hugbúnaður getur greint krabbamein og aðra sjúkdóma 4 sinnum nákvæmara en menn.

Tölvugreind mun fara fram úr mannlegri greind árið 2030. 90% bíla í dag munu ekki sjást á vegum næstu 20 árin. Bílar sem eftir verða munu annað hvort ganga fyrir rafmagni eða vera tvinnbílar. Vegirnir verða smám saman auðir. Bensínnotkun mun minnka og olíuframleiðandi Arabalönd verða hægt og rólega gjaldþrota. Ef maður vill bíl þarftu að biðja um bíl frá hugbúnaði eins og Uber. Og um leið og maður biður um bíl kemur algjörlega ökumannslaus bíll og leggur fyrir dyrnar manns. Ef ferðast er með marga í sama bílnum er bílaleiga á mann lægri en hjól. Akstur án ökumanns mun fækka slysum um 99%. Og þetta er ástæðan fyrir því að bílatryggingar hætta og bílatryggingafélög verða úti.

Hlutir eins og að keyra á jörðinni munu ekki lengur lifa af. Umferðarlögregla og bílastæðafólk verður ekki krafist þegar 90% ökutækja hverfa af veginum.

Það var áður til reiðufé en í dag er það orðið "plastpeningur". Kreditkorta- og debetkortalotan var fyrir nokkrum dögum. Nú er það líka að breytast og tímabil farsímavesksins er að koma. Vaxandi markaður Paytm, einn smellur og borgun.


Ísraelskan dróna fyrir Landhelgisgæsluna?

Vandræðagangur Landhelgisgæslunnar vegna einu eftirlitsflugvélar sínar hefur vakið athygli almennings. Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson hefur einhvern hluta vegna viljað spara við rekstur gæslunnar með því ráðast á rekstur eftirlitsvélarinnar. Þetta er skrýtinn málflutningur, því ef eitthvað er, ætti að bæta í og auka öryggið og eftirlitið innan efnahagslögsögu Íslands. Almenningur og sjómenn þar fremstir í flokki hafa lýst yfir algjöra andstöðu við minni viðbúnað gæslunnar en nú er og er lágmarks starfsemi. Sjálfur forstjórinn segir að ef vel ætti að vera, ætti önnur vél að vera tiltæk.

En er þetta ekki afturför ef mið er tekið af sögu eftirlitsflugs á Íslandi? Á vef gæslunnar segir að "Landhelgisgæslan hefur um áratuga skeið notast við flugvélar og þyrlur við löggæslu, eftirlit, leit og björgun auk annarra verkefna. Á árunum eftir síðari heimstyrjöld leigði Landhelgisgæslan stundum flugvélar til að fylgjast með skipaumferð og veiðum í landhelginni, fyrst árið 1948 þegar Grumman Goose-flugbátur var tekinn á leigu. Þetta flug var þó ekki með reglubundnum hætti." Sagan - flugdeildin 

Og höldum áfram með söguna: "10. desember 1955 eignaðist Landhelgisgæslan sína fyrstu flugvél og er almennt miðað við þá dagsetningu sem upphaf flugrekstrar stofnunarinnar. Þetta var flugbátur af gerðinni PBY-6A Catalina með einkennisstafina TF-RAN."  Það er því komin 70 ára reynsla og saga á notkun eftirlitsflugvéla við gæslu landhelgarinnar. Við skulum því ýta þessari hugmynd Jóns af borðinu, það er ekki nokkur áhugi neins á Íslandi, nema hans, að leggja niður eftirlitsflug. En hvað er þá til ráða?

Landhelgisgæslan hefur prófað aðra leið, hún fékk til reynslu mannlausan dróna um árið eða 2019. Grípum niður í frétt LHG af málinu:

"Landhelgisgæslan hefur fengið mannlaust loftfar til notkunar sem gert er út frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða samstarfsverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar en loftfarið verður hér á landi í þrjá mánuði. Á tímabilinu verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland. EMSA er þjónustuaðili drónans og þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Loftfarið er af gerðinni Hermes 900 og er rúmt tonn að þyngd. Það hefur 800 kílómetra drægi og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið og til baka. Dróninn kemst á um 120 kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað, er stjórnað í gegnum gervitungl, þarf flugbraut til að taka á loft og er með fimmtán metra vænghaf. Þá er hann búinn myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Fjölmenn áhöfn fylgir loftfarinu sem er stýrt af flugmönnum. Meginhluti verkefnisins er fjármagnaður af EMSA." LHG lýsti því yfir að góð reynsla var rekstri drónans á meðan hann var  hér. Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi

En það eru færri sem vita að þessi dróni, Hermes 900 er ísraelskur að gerð. Hergagnaframleiðsla Ísraela er með ólíkindum og á mörgum sviðum hafa þeir farið framúr Bandaríkjamönnum. Sem dæmi hafa þeir tekið við herþotum og skriðdrekum Bandaríkjahers og endurbætt þau. Nýjasta dæmið eru endurbætur IDF á F-35 sem talin ein fullkomnasta herþota í heimi.  Ísraelar eru frumkvöðlar í loftvörnum og er frægasta dæmið "Iron dome" loftvarnarkerfi þeirra sem Bandaríkjamenn sjálfir eru að íhuga setja upp fyrir heimalandið, Bandaríkin.

En hefur blönk Landhelgisgæsla efni á eftirlitsdróna? Svarið kemur á óvart, en það er já. Verð á Hermes 900, samkvæmt erlendum skýrslum, getur numið 6,85 milljónum dollara hvern á meðan Hermes 450 kostar 2 milljónir dollara. Þannig að verðlistinn getur varað eftir hvaða gerð af drónum viðkomandi er að eltast við.

Ef litið er á lýsingu á Hermes 450, þá er hann framleiddur af Elbit Systems; er meðalstór dróni hannaður fyrir könnunar- og eftirlitsverkefni og getur flogið í meira en 20 klukkustundir samfleytt.  Dróninn er kallaður Zik af ísraelska hernum og getur náð tæplega 5,5 km hæð.

Þar sem dróninn er mannlaus, stjórnað af jörðu, er hægt að hafa hann á lofti megnið af deginum og hjálpað til við eftirlitsflugvélina að sjá um öryggiseftirlits landhelginnar. Í einu myndbandi má sjá drónann varpa niður björgunarhylki til nauðstaddra sjómanna og því getur hann einnig nýtts við björgunarstörf.

Í þessu myndbandi má sjá drónan í rekstri.

Og fyrir Alþingismenn sem væla og segja að engir peningar séu til, þá ættur þeir að lesa þessa frétt, en Íslendingar eru í stríðsrekstri í Úkraínu og eru að veita 3 milljarða í það peningahít. Svo er ekki til peningur til að reka þyrlusveit eða eftirlitsflugvél LHG! Hvernig væri að forgangsraða skattféi mínu og þínu betur! Þrír milljarðar í stríðs rekur í Úkraínu


Fákeppni og einokun - stórfyrirtæki versus ríkisvaldinu

Eins og með allt í lífinu, er gangverk þess flókið. Ein aðferðafræði eða hugmyndafræði dugar ekki til að leysa alla efnahagsvanda.

Helsti vandi og galli frjálst markaðshagkerfi er að á vissum sviðum þróast fyrirtækin yfir í að vera stórfyrirtæki, sem velta og eru með stærra efnahagskerfi en heilu ríkin.  Með yfirburðastöðu eyða þau alla samkeppni og annað hvort verður til einokun eða fákeppni.  Það er ekkert betra að ríkið sé með einokunina en einkafyrirtæki. Til dæmis geta einkafyrirtæki veitt betri þjónustu og verð en ÁTVR.  En þá verða að vera skilyrði fyrir samkeppni.

Það er til dæmis mjög erfitt að einkavæða járnbrautalestakerfi, því ekki er hægt að vera með samkeppni á einni leið. Þá er kannski örlítið skárra að hafa ríkisfyrirtæki í reksturinn sem hefur lágmarks samfélags ábyrgð.

En er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir fákeppni og einokun stórfyrirtækja? Jú, það er hægt. Það kemur í hlut ríkisins að setja leikreglunar, þ.e.a.s. lögin. Þetta var gert í byrjun 20. aldar í Bandaríkjunum.

Í upphafi 20. aldar var einokun fyrirtækja í Bandaríkjunum upprætt fyrst og fremst með blöndu af framsæknum pólitískum umbótum, samkeppnislöggjöf og þrýstingi almennings. Meðal lykilþátta voru samkeppnislög, kölluð  Sherman Antitrust Act (1890). Þetta var fyrsta mikilvæga alríkislöggjöfin sem miðar að því að hefta einokun. Það gerði það ólöglegt fyrir fyrirtæki að taka þátt í samkeppnishamlandi vinnubrögðum eins og að mynda einokun eða fákeppni. Hins vegar var verknaðurinn í upphafi veikburða og oft árangurslaus vegna óljóss orðalags.

Undir stjórn Theodore Roosevelt forseta (1901–1909) varð fyrst breyting á og byrjaði ríkisstjórnin að nota harkalega lögin um Sherman Antitrust Act til að brjóta upp einokun. Roosevelt hlaut viðurnefnið „Trust Buster“ fyrir að lögsækja stór fyrirtæki eins og Northern Securities Company (stór járnbrautarsjóður) árið 1904. Svo kom Clayton Antitrust Act (1914) sem styrkti viðleitni ríkisvaldsins enn frekar.

En það var ekki bara ríkið sem barðist á móti stórfyrirtækjunum, heldur líka almenningur á tímabilinu 1890-1920 en það einkenndist af víðtækri andstöðu almennings við einokun fyrirtækja, sérstaklega í atvinnugreinum eins og járnbrautum, olíu og stáli og voru blaðamenn þar fremst í flokki í andstöðunni.

Theodore Roosevelt er ef til vill frægasti forsetinn sem sem barðist á móti auðhringjunum. Hann notaði Sherman Antitrust Act til að afnema einokun og hann stuðlaði að "Square Deal" stefnu þar sem hann talaði fyrir ríkisafskiptum til að tryggja sanngjarna viðskiptahætti sem og fleiri forsetar í kjölfarið.

Dómskerfið hjálpaði svo til við að ráða niðurlögu auðhringina og þar var Hæstiréttur Bandaríkjanna framarlega.

Auk aðgerða með samkeppniseftirliti var stjórnvaldsreglugerð lykillinn að því að hefta einokunarhætti. Dæmi: Hepburn-lögin (1906) veittu ICC enn frekar vald til að ákveða járnbrautartaxta, sem dró úr eftirliti járnbrautareinokunarinnar á verðlagningu.

Niðurstaðan var jákvæð. Í upphafi 20. aldar drógu þessar umbætur verulega úr völdum einokunar, ýttu undir samkeppni og lögðu grunninn að nútíma lögum og reglugerðum um samkeppnislög. Upplausn risafyrirtækja eins og Standard Oil og Northern Securities sýndi fram á skuldbindingu stjórnvalda til að takast á við samþjöppun fyrirtækja, merki um breytingu í átt að stjórnaðra kapítalískum hagkerfi.

En þetta er ekki gert í eitt skipti fyrir öll, það þarf stöðugt að vera vakandi fyrir einokunartilburði. Hér á Íslandi er það ekki einokun, heldur fákeppni, á matvörumarkaði, tryggingamarkaði, flutningamarkaði, bankamarkaði o.s.frv. Þarna er ríkisvaldið ekki að standa sig að fylgja eftir leikreglum markaðshagkerfisins. Úr því að ríkið stendur sig ekki, er eina von almennings að einhver einkaaðili stígi inn í og rjúfi fákeppnina eins og sjá má með Prís. Í íslenskri fákeppni er nefnilega "hálf" samkeppni. Það er keppt innbyrðis en innan ákveðina marka!  Þeigandi samkomulag að verðið sé svona.  Ef til vill má kalla þetta ósýnilega hönd markaðarins á neikvæðan hátt. Hún er í sjálfu sér ekki til, heldur má tala um hjarðhegðun markaðarins.

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband