Rakst á tvíleik, þáttaröð í tveimur hlutum um upprisu Hitlers og framgang til valda. Hitler - Rise of Evil. Fann fyrri þáttinn en á eftir að horfa á seinni hlutann.
Þáttaröðin er nokkuð nákvæm en bloggritari hefur lesið ævisögu Hitlers sem og annarra einræðisherra. En eitt vantaði í a.m.k. fyrri þáttinn, en það er samskipti hans við kvenfólk og vini. Ekki kom heldur fram hinn gífurlegi áhugi hans á Wagner og undraheim hans sem sterklega mótaði þjóðerniskennd Hitlers. Einnig vantar að segja frá vini hans á unglingsárum hans, eina vin hans á ungdómsárum hans sem fór með honum á óperur. Hitler sótti nefnilega stíft óperur og var unnandi klassískrar tónlistar, sérstaklega Richard Wagners og hélt hann verndarhendi yfir Wagner fjölskyldunni í valdatíð sinni. Hann varð skotinn í unga stúlku sem hann sá úti á götu, man ekki hvað varð um það mál. Hitler hafði náttúru til kvenna.
En svo kemur sögusögnin um að Hitler hafi hitt unga franska konu í seinni heimsstyrjöldinni og barnað hana. Úr því sambandi hafi komið drengur að nafni Jean-Marie Loret.
Þar til hann lést árið 1985, trúði Jean-Marie Loret að hann væri einkasonur Adolfs Hitlers. Athygli vaknaði varðandi sönnunargögn frá Frakklandi og Þýskalandi sem að því er virðist treysta fullyrðingu hans.
Loret safnaði upplýsingum úr tveimur rannsóknum; ein gerð af háskólanum í Heidelberg árið 1981 og önnur gerð af rithöndunarfræðingi sem sýndi blóðflokk Loret og rithönd, sambærilegt við rithönd og blóðflokk einræðisherra Þýskalands nasista sem lést barnlaus árið 1945, 56 ára að aldri.
Sönnunargögnin eru ófullnægjandi en saga Loret sjálf var nógu hrífandi til að réttlæta rannsókn. Franska dagblaðið Le Pointe birti frásögn af sögu Loret, eins og hann sagði Parísarlögfræðingnum Francois Gibault árið 1979.
Le Pointe endursegir viðbrögð Gibault við fullyrðingu Loret:
"Meistari, ég er sonur Hitlers! Segðu mér hvað ég ætti að gera," sagði Gibault við Le Pointe.
Samkvæmt Le Pointe, "lögfræðingurinn í París trúir ekki sínum eigin eyrum. Maðurinn á undan honum er frekar stór, talar fullkomna frönsku án hreims og er ekki klikkaður. Hvetjandi saga hans er ekki síður áhugaverð."
Loret hélt því fram að móðir hans, Lobojoie Charlotte, hafi hitt Hitler árið 1914, þegar hann var korporáll (riðisstjóri) í þýska hernum og hún var 16 ára. Hún lýsti Hitler sem "gaumhyggðum og vingjarnlegum." Hún og Hitler fóru í göngutúra um sveitina, þó samtalið hafi oft verið flókið vegna tungumálahindrana þeirra. Samt, þrátt fyrir mismuninn á milli þeirra, eftir ölvaða nótt í júní 1917, fæddist litli Jean-Marie í mars 1918, að sögn Loret.
Hvorki Loret né restin af móðurfjölskyldu hans vissu af fæðingaraðstæðum hans fyrr en snemma á fimmta áratugnum þegar hún játaði fyrir syni sínum að Hitler væri faðir hans. Hún hafði gefið einkason sinn til ættleiðingar árið 1930 en var í sambandi við hann, að sögn Loret.
Eftir þessa vitneskju, samkvæmt Le Pointe, hóf Loret ferð sína til að komast að því hvort sagan væri sönn og rannsakaði af næstum oflætisákveðni. Hann fékk til liðs við sig erfðafræðinga, rithandarsérfræðinga og sagnfræðinga. Hann skrifaði bók, "Faðir þinn hét Hitler," sem lýsir þeirri ferð. Hún var endurútgefin til að innihalda nýju rannsóknirnar sem Loret taldi staðfesta fullyrðingu sína.
Það er svolítið merkilegt, ef satt er, að Hitler eigi afkomanda, í raun afkomendur, því að Jean-Marie átti sjálfur börn. Ættingjar Hitlers gerðu markvisst í að eignast ekki börn og viðhalda þannig ekki blóð Hitlers fjölskyldunnar. Hefur þeim mistekist ætlunarverk sitt? Því verður ekki neitað að Loret og Hitler eru sláandi líkir í útliti og báðir eru í sama blóðflokki.
Sjá hér slóð á DV: Átti Hitler son með 16 ára franskri stúlku? Ég vissi að mér var ætlað að kynnast honum
En hvað með börn Jean-Marie Loret? Þau voru 10 talsins með tveimur konum. Hér kemur frétt af meintu barnabarni Hitlers í Daily Mail, Philippe Loret:
Í Mail Mail Online segir í frétt að "Franskur pípulagningamaður fer í DNA-próf til að sanna að hann sé barnabarn Adolfs Hitlers eftir að amma hans var í ástandinu með Fuhrer þegar hún stillti sér upp fyrir eitt af málverkum hans."
Ríkisrekna rússneska sjónvarpsstöðin NTV tók af honum DNA-sýni og flutt það til Moskvu til að prófa og bera saman við erfðaefni úr leifum Hitlers, sem virðist hafa verið sótt af hersveitum Stalíns sem réðust inn í byrgi einræðisherrans í Berlín árið 1945. En eru þetta raunverulegar mannvistaleifar Hitlers? Um það hefur staðið styrr lengi, og jafnvel haldið að meinta höfuðkúpubrotið af Hitler sé af konu. Og sama á við um kjálkabeinið sem á að vera úr Hitler. Það hefði því verið skynsamlegra að sækja DNA til ættingja Hitlers, lifandi eða dauðra.
Hins vegar segja nokkrir sagnfræðingar, eins og Anton Joachimsthaler og Sir Ian Kershaw, að ólíklegt sé eða ómögulegt að sanna faðerni sonar Hitlers, þó að DNA-próf í samanburði við eftirlifandi þekktan ættingja Adolfs Hitlers gæti leyst þetta. Engu að síður kom fram að þeir tveir deildu mjög sameiginlegum líkamlegum einkennum og blóðflokki.
En svo er það hin meinta barnsmóðir Hitlers. Hitler hefur einnig verið sagður hafa átt annan son með Unity Mitford, breskri félagsveru sem hafði verið í innsta hring Hitlers. Eftir sjálfsvígstilraun Mitford og heimför aftur til Bretlands eyddi hún tíma á Hill View Cottage, einkareknu fæðingarheimili í Oxfordshire.
Kenningin hélt því fram að Hitler og Mitford hefðu átt miklu nánara samband en áður hafði þekkst, og að Mitford væri í raun ólétt og hefði fætt son Hitlers, sem í kjölfarið var gefinn til ættleiðingar, og hver auðkenni hans var vernduð.
Blaðamaðurinn Martin Bright, sem fylgdi þessa kenningu eftir á að hafa birt fyrri grein um Mitford og rannsakaði fæðingarheimilið. Bright komst að því að Hill View Cottage var notað sem fæðingarheimili í stríðinu og um nærvera Mitford var stöðugur orðrómur um allt þorpið.
Skoðun í gegnum fæðingarskýrslur á skrifstofunni í Oxfordshire var einnig í samræmi við það sem tengiliður Bright hafði haldið fram um fæðingarheimilið, þar á meðal að það hefði verið stjórnað af frænku þeirra Betty Norton, en ekkert var um að Mitford hefði verið á heimilinu. Skortur á skjalavörslu á heimilinu var ekki óalgengt eins og skjalavörður hélt fram.
Bright hafði samband við systur Unity Mitford, Deborah, sem var síðasta Mitford-systranna sem enn voru á lífi á þeim tíma. Deborah vísaði kenningunni um barn Hitlers á bug sem "slúður þorpsbúa" en staðfesti að Unity hefði dvalið á fæðingarheimilinu til að jafna sig eftir taugaáfall.
Þegar hann leitaði til og spurði þjóðskjalasafnið fann Bright einnig skrá um Unity innsiglaða samkvæmt 100 ára reglunni. Hann fékk sérstakt leyfi til að opna það og komst að því að í október 1941 hafði Unity Mitford verið í samstarfi við giftan RAF tilraunaflugmann, sem Bright sagði "var haldbær sönnun þess að Unity gæti ekki hafa verið alveg eins ógilt sem hún átti að vera."
Kenningin um að Mitford fæddi barn Hitlers varð vinsæl í heimildarmyndinni Hitler's British Girl á Channel 4 sem fjallaði um rannsókn Brights. Einnig hafði komið í ljós að MI5 vildi yfirheyra hana eftir heimkomuna til Bretlands og það var aðeins fyrir milligöngu Sir John Anderson innanríkisráðherra sem hún var ekki handtekin. The Evening Standard skrifaði um þessa kenningu að "Unity hefði verið fús til að fæða barn Hitlers, helst í hjónabandi frekar en utan þess. Hún duldi aldrei ósk sína um að giftast Führer." Ólíkt Loret, var auðkenni þessa meinta sonar eða hvort hann sé til er enn óþekkt og er nánast ómögulegt að sanna, af þessum sökum hafa margir sagnfræðingar og þeir sem þekktu Mitford persónulega vísað ásökuninni á bug.
Hitler átti alsystur, Paula Hitlers sem lifði til 1960, barnlaus en með stuðningi fyrrverandi SS liða.
Það er kaldhæðnislegt, ef satt er, að Hitler hafi eignast son og af honum er kominn stór ættbogi. En börn eiga aldrei að erfa syndir forfeðranna og því kannski best að þau fái að lifa í friði. Gengis Khan er sagður eiga milljónir ofan milljónir afkvæma og blessunarlega vita fæstir þeirra af uppruna sínu. Fortíð er fortíð.
Bloggar | 16.2.2024 | 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar flokkar standa fast við hugsjónir sínar, jafnvel í mótbyr, uppskera þeir eins og þeir sá. Sjá mátti þetta í síðustu Alþingskosningum með glæstum kosningasigri Flokks fólksins en flokkurinn hefur verið staðfastur í baráttu sinni fyrir fátækt fólk, öryrkja og gamalt. Kjósendur vita að hverju þeir ganga. Þetta snýst um trúverðugleika.
Sama má segja um Miðflokkinn sem tók nokkuð mikla pólitíska áhættu með því að vekja athygli á óheftum innflutningi hælisleitenda. Þeir voru hæddir og smáðir, en nú virðast hrekkjusvínin á Alþingi, loks viðurkenna málstað þann hrekkta!
Á Facebook síðu Sigmund Davíðs má lesa eftirfarandi:
Bloggar | 16.2.2024 | 08:10 (breytt kl. 09:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er óhætt að segja að margt er á seiði í bandarískum stjórnmálum á hverjum tíma. Þetta misseri er undantekningalaust í þeim efnum. Stiklum á nokkrum málum.
Í frétt mbl.is í dag segir að Rússar séu taldi vilja kjarnorkuvopn í geimnum. "Formaður njósnanefndarinnar, Mike Turner, veitti þingmönnum aðgengi að gögnum sem varða alvarlega ógn við bandarískt þjóðaröryggi en frá þessu greindi fréttastofa CNN í dag.... meintar áætlanir Rússa um að koma kjarnavopnum á sporbaug um jörðu." Jón og Gunna sem lesa þetta segja vá er þau lesa fréttina á farsíma sínum og trúa þessu.
En þeir sem vita aðeins meir og fylgjast vel með, vita að Rússar eru ekki einu sinni komnir með þessa tækni en eru líklega að vinna að henni. Hvort þeim tekst það eða ekki, er annað mál. En efasemdamenn eins og bloggritari setur þetta í samhengi við fjárveitinguna til Úkraínu stríðsins sem Öldungadeildardeildin samþykkti en forseti Fulltrúardeildar neitar að taka málið á dagskrá og þar með engin fjárveiting í farveginum. Þarna á að æsa bandaríska borgara til að styðja fjáraustrið í Úkraínustríðið.
Repúblikanar vilja tengja nærri hundrað milljarða dollara lagapakka við nokkur verkefni; til Ísraels á annan tug milljarða, Úkraínu (60 milljarða), í ýmis smá verkefni og rest í aukna fjárveitingu í landamæragæslu. Repúblikanar í Fulltrúadeildinni vilja hins vegar að landamæri Bandaríkjanna séu sett í forgang og fá að kjósa um hvert mál út af fyrir sig. Málið er í strandi þessa daganna. Mike Johnson forseti Fulltrúardeildarinnar (the speaker) hefur naumt umboð og hann veit að hann verður rekinn eins og fyrrverari hans ef hann stendur ekki í lappirnar.
Svo er það stórmálið með innanríkismálaráðherra Bandaríkjanna (heimavarnarráðherra kalla þeir embættið) Alejandro Mayorkas sem hefur verið ákærður fyrir embættisafglöp í starfi. Þetta er afar sjaldgæft en repúblikanar segja að þetta séu einstakir tímar og neyðarástand ríki á landamærunum. Hann er ákærður fyrir að framfylgja ekki lögum, en það er lögbrot rétt eins og það að fremja afbrot. Sjá fyrri grein bloggritara um málið. En hversu einstakt er málið?
Fulltrúardeildin (the House eða Húsið) hefur oftar en 60 sinnum hafið málsmeðferð fyrir ákæru vegna embættisafglapa. En það hefur aðeins verið lögð fram 21 ákæra. Þar á meðal eru þrír forsetar, einn ráðherra í ríkisstjórninni og einn öldungadeildarþingmaður. Af þeim sem voru ákærðir voru aðeins átta embættismenn fundnir sekir af öldungadeildinni og vikið úr embætti. Eins og staðan er í dag er Mayorkas kominn í málsmeðferð en deildin eða Húsið hóf athugun á að hvort eigi að ákæra Joe Biden fyrir embættisafglöp 12. september 2023. Það mál er í gangi. Það er munur á þessum málum.
Mayorkas er beinlínis ákærður fyrir embættisafglöp en rannsókn á hvort Biden eigi að vera ákærður fyrir embættisafglöp er í gangi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er nokkuð ljóst að dagar Joe Bidens á valdastóli eru taldir. Undanfarnir dagar hafa verið með ólíkindum en rannsókn sérstaks saksóknara Robert Hurs, á meðferð leyniskjala í fórum Joe Bidens, kom með ótrúlega niðurstöðu.
Niðurstaða rannsóknar Hurs er að vissulega hafi Biden brotið af sér (hafði engan rétt sem öldungardeildarþingmaður eða varaforseti að taka með sér leyniskjöl heim eða í Kínahverfi) en niðurstaða sín væri að Biden væri góðviljað gamalmenni með minnisleysi sem kviðdómur ætti erfitt með að dæma. CBS sem er demókrata fjölmiðill segir "Special counsel finds Biden "willfully" disclosed classified documents, but no cirminal charges warrented."
Stjórnmálaskýrendur (líklega ekki þeir sem RÚV notar) segja þetta vera pólitíska aftöku, hann eigi sér ekki viðreisnarvon eftir þetta. Enda segja 86% Bandaríkjamanna að hann sé of gamall til að gegna embættinu. En forvígismenn demókrataflokksins eru þrjóskir og óvíst er því hvort Biden haldi áfram eða ekki. Ef hann þrjóskast áfram, verður reynt að virkja 25. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna sem fjallar um vanhæfi forseta. Sumir segja að andstæðingar Bidens innan demókrataflokksins hafi hleypt varðhunda sína, frjálslindu fjölmiðlanna, á klíkuna í kringum Biden sem raunverulega hefur völdin. Jill Biden er sögð stýra á bakvið tjöldin eiginmanni sínum enda er maðurinn kominn með minnisglöp á háu stigi. Ástand hans á bara eftir að versna og þeir sem eru glöggir sjá mun á Biden frá 2020 og 2024.
Bloggritari hefur lengi spáð að Biden muni ekki vera í framboði í nóvember í ár. En hver tekur við? Kamala Harris er afar óvinsæl og enginn vill hana. Í raun hafi hún verið helsta trygging klíku Bidens í að koma í veg fyrir Repúblikanar lögsæki Biden, því enginn, ekki einu sinni demókratar, vilja hana í starfið.
Michelle Obama hefur verið nefnd og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforínu, sem er nú tæknilega séð gjaldþrota, með 520 milljarða dollara skuldir á bakinu 2023. Michelle segist ekki vilja starfið en er það satt? Hún er sögð eiga mikla möguleika á móti Trump en Newsom litla. Robert Kennedy jr. er enn í framboði en nú sem sjálfstæður frambjóðandi.
Og að lokum, stóra myndin. Miklir flutningar eru innan Bandaríkjanna þessi misseri. Margir flýja bláu ríkin - þar sem demókratar ráða ríkjum, yfir til rauðu ríkjanna - undir stjórn repúblikana. Los Angeles Times greindi frá því að fólk sem fór frá Kaliforníu væri meira en 700.000 fleiri en nýliðar á milli apríl 2020 og júlí 2022. Nettófjöldi brottflutnings í Kaliforníu náði 407.000 sem er met á milli júlí 2021 og júlí 2022 og það þrátt fyrir að ólöglegir innflytjendur streymi inn í ríkið frá latnesku Ameríku. 75 þúsund manns yfirgáfu ríkið 2023 umfram innflutta.
Íbúum New York borgar hefur fækkað um næstum hálfa milljón á árunum 2020 til 2022 - dregist saman um 5% - samkvæmt nýrri skýrslu ríkiseftirlitsmanns New York. New York ríki er eitt af átta ríkjum þar sem fækkaði íbúum árið 2023, samkvæmt upplýsingum frá Census Bureau. Ríkið missti 102.000 manns, mest af öllum ríkjum samkvæmt gögnum.
Hér eru sjö önnur ríki sem urðu fyrir fólkstapi á árið 2023 samkvæmt Census Bureau:
Kalifornía: 75.423.
Illinois: 32.826.
Louisiana: 14.274.
Pennsylvanía: 10.408.
Oregon: 6.021.
Hawaii: 4.261.
Vestur-Virginía: 3.964.
Hvað eiga þessi ríki sameiginlegt? Þau eru öll rekin og stjórnuð af demókrötum. En hvert fer fólkið? Það fer til ríkja sem eru stjórnuð af repúblikönum. Fyrst og fremst til Flórída, Texas og Suður Karólínu.
Hér eru 10 ríkin sem sáu mestu fjölgun fólks frá júlí 2022 til júlí 2023, samkvæmt Census Bureau:
Texas: 473.453.
Flórída: 365.205.
Norður-Karólína: 139.526.
Georgía: 116.077.
Suður-Karólína: 90.600.
Tennessee: 77.513.
Arizona: 65.660.
Virginía: 36.599.
Fólkið flýr fátækt, ofur skatta, eiturlyfjafaraldur, glæpi og verðbólgu. Spurningin er hvort að fólkið taki með sér hugmyndafræði demókrata eða hvort það sé búið að fá nóg og kjósi repúblikana? En nokkuð ljóst er að við þetta breytist valdahlutföllin í Fulltrúadeildinni. Í henni sitja 435 þingmenn, og fer fjöldinn eftir íbúafjölda hvers ríkis.
Eftir manntalið 2020 fengu fimm ríki eitt þingsæti (Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína, Oregon) og Texas fékk tvö sæti. Demókratar dæla inn ólöglega innflytjendur í landið sem þeir telja vera framtíðar kjósendur flokksins en hafa þeir undan fólksflóttanum úr ríkjum demókrata? Næsta taldning er áætluð 2030.
Spennandi tímar eru framundan.
Bloggar | 15.2.2024 | 08:48 (breytt kl. 17:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Repúblikanar í fulltrúadeild bandaríska þingsins saka heimavarnarráðherra um að taka fjölgun ólöglegra innflytjenda vettlingatökum. Stjórnmálaskýrendur segja engar afgerandi sannanir vera um embættisafglöp í störfum ráðherrans." segir í frétt RÚV.
Hvaðan sækja fréttamenn RÚV sínar upplýsingar? Að stjórnmálaskýrendur segja engar afgerandi sannanir vera um embættisafglöp í starfi? Eru fréttamenn ekki starfi sínu vaxnir? Bloggritari hefur séð hneykslan margra stjórnmálaskýrenda, sem er ansi stór hópur, sem furða sig á stefnu Bidens með Mayorkas í fyrirsvari í hælisleitendamálum sem eru mál málanna í Bandaríkjunum í dag.
Frá fyrsta degi Joe Bidens í embætti hefur ríkisstjórn hans unnið með afgerandi hætti að halda landamærum Bandaríkjanna opnum. Fyrsta stjórnvaldsákvörðun Bidens var að afnema stefnu Trumps að hælisleitendur eigi að sækja um vernd í fyrsta landi sem þeir fara um, sem er Mexíkó. Í öðru lagi, hætti hann allar framkvæmdir á landamærunum og hætti að reisa landamæraveggi. Nægt fjármagn var til að leggja 200 km í viðbót en Trump lagði um 500 km í valdatíð sinni. Landamærin eru rúmlega 1900 km löng. Umsóknir hælisleitenda í valdatíð Trumps voru í lágmarki og í raun aldrei eins fáar í sögunni.
Sem dæmi um sekt Mayorkas er að starfsmenn hans eru að rífa niður gaddavíra sem stjórnvöld í Texas lögðu (á eigin landi að sögn), sem löngu eru búin að missa þolinmæðina, og stendur Mayorkas í málaferlum við ríkisstjóra Texas um málið. Texas hefur lýst yfir neyðarástandi og kalla allan þennan fjölda innrás. 25 aðrir ríkisstjórar hafa lýst yfir stuðningi við Texas og sent þjóðvarðliða til aðstoðar á landamærunum.
10+ milljónir manna hafa gengið yfir landamæri Bandaríkjanna síðan Biden tók við völdin, án þess að vera meðhöndlaðir af landamæravörðum. Þeim er bara veifað áfram inn í landið. Hlutfallslega er þetta sami fjöldi og sækir um hæli á Íslandi og sama staðan er í báðum ríkjum, innviðirnir ráða ekki við þetta.
Fólkið fer inn í svokallaðar "friðhelgisborgir" og friðhelgisríki" demókrata og sest þar að í forgangi fram yfir fátæka Bandaríkjamanna með húsnæði og fæði (sama og á Íslandi). Fátækt og glæpir eru að sliga allt. Glæpahringirnir mexíkósku græða á tá og fingri stjarnfræðilegar upphæðir.
Þeir græða svo mikið á innflutningi ólöglegra innflytjenda að þeir setja þá í forgang yfir eiturlyfin sem þeir lifa venjulega á en innflutningur þeirra á fentanyl, ættað frá Kína, drepur um 100+ þúsund manns árlega í Bandaríkjum.
Bloggritari hefur fylgst með yfirheyrslum Bandaríkjaþings yfir Mayorkas í þessu þrjú ár sem hann hefur sinnt starfinu og svör hans eru með ólíkindum er hann er spurður um stefnu ríkisstjórnar Bidens. Mayorkas, í nafni ríkisstjórnar Bidens, hefur klárlega brotið gildandi lög um meðhöndlun hælisleitenda. Framkvæmdarvaldið - ríkisstjórn Bidens ber að framfylgja gildandi lög. Sama er upp á teningnum á Íslandi. Farið er í kringum lögin, fólk jafnvel sótt erlendis, sem hefur ekki einu sinni sótt um hæli formlega á landamærum Íslands.
Innan um allan þennan fjölda leynast menn á hryðjuverkalista og skipta þeir hundruðum sem bandarísk yfirvöld hafa handsamað (og sleppt?) fyrir utan allan þann fjölda sem landamæraverðir ná ekki í. Sá fjöldi er óþekktur. Er ekki furða að málaflokkurinn er stjórnlaus? Það er einstakt að æðsti embættismaður Bandaríkjastjórnar sé sóttur fyrir embættisafglöp í starfi (nánast aldrei gert) og sýnir alvarleikann í málinu.
Að lokum vaknar sú spurning hvort að blaðamenn/fréttamenn sem veljast til starfa á íslenskum fjölmiðlum séu starfi sínu vaxnir og hafi réttan bakgrunn og menntun í starfið? Af hverju er ekki valinn sérfræðingur í bandarískum málefnum til starfa? Bloggritari fylgist náið með bandarískum stjórnmálum og getur fullyrt að það er fullt starf að gera það. En það er líka árangursríkt, því þarna gerast hlutirnir í heimsmálunum.
Hér er frétt RÚV: Fulltrúadeildin samþykkir kæru á hendur heimavarnarráðherra
Og hér ein af yfirheyrslum heimavarnarnefndar fulltrúardeildarinnar yfir honum og sjá má hversu vanhæfur maðurinn er til starfa (afneitun veruleikans):
Bloggar | 14.2.2024 | 08:39 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vestmannaeyjar
Danakonungur stýrði Ísland sem hjálenda, þar á meðal Vestmannaeyjar, í nokkrar aldir. Danmörk og Noregur voru í ríkissambandi frá 1380 til 1814 og á þessum tíma var Ísland undir dansk-norskri stjórn. Eftir lok Napóleonsstyrjaldanna var Noregur framseldur til Svíþjóðar árið 1814 og Danir héldu Íslandi. Nokkur styrr stóð um stöðu Íslands um miðja 19. öld, þegar danska ríkið var endurskipulagt og Danakonungur missti völd sín (einveldið á enda). Jón Sigurðsson sagði að Íslendingar hefðu gert persónu samning við Noregskonungs um 1262 um yfirráð hans á Íslandi, ekki að Íslandi hefði verið innlimað í Noreg eða Danmörku síðar. Sjá Gamla sáttmálann. Danir réðu því litlu um Íslandsmál sagði Jón og Íslendingar almennt.
Stjórnskipunarleg staða Íslands breyttist ekki þegar Kalmarsambandið var komið á og Norðurlönd sameinuðust í eitt ríki. Samband og samskipti Íslands við aðrar Norðurlandaþjóðir á 15. öld og fram um miðja 16. öld stóð á bláþræði þegar Danakonungur náði raunverulegri fótfestu á Íslandi. Danakonungur eignaðist Vestmannaeyjar á 15. öld. Þær voru í gegnum aldir taldar einkaeign hans (ekki danska konungsríkið) og hann talaði með væntumþykju um "min Vestmanöerne". Þær voru drjúgar að afla fé í rekstur hirðar hans. En hann átti í mestu erfiðleikum með að halda eyjunum því að Englendingar tóku eyjarnar með valdi og það þurfti vald til að endurheimta þær. Þeir meira segja reistu virki, sem þeir kölluðu the Castle eða bara kastalinn, til að tryggja með valdi rétt sinn. En Eyjarnar voru komnar örugglega í hendur Danakonungs með einokunarverslunina 1602.
En hvenær þær fóru formlega úr eigu hans, veit ég ekki. Kannski aldrei? Sjá forsöguna hér rakta að neðan. Hann á því kröfur í búið ef hann nennir að sækja málið.
Árið 1918 gekk Ísland í persónusamband við Dani með sambandslögunum sem viðurkenndu Ísland sem fullvalda ríki í bandalagi við dönsku krúnuna. Þetta fyrirkomulag hélst þar til Ísland varð að fullu sjálfstætt lýðveldi 17. júní 1944 og sleit því sambandi við dönsku krúnuna.
En málið er flóknara en þetta. Hálendi Íslands var einskins manna land í gegnum aldir, var í raun almenningur fram á 20. öld. Bændur áttu afrétti, en það er ekki bundið eignarrétti, heldur afnotarétti. En vegna þess að réttur er orðinn aldargamall, er hann nánast ígildi eignarrétti.
Íslenska ríkið stóð í styr alla 20. öldin við útlendinga að ná yfirráðum yfir hafsvæðinu í kringum Ísland og hafði fullan sigur 1976. Svo varð hlé en um aldarmótin en þá fóru stjórnvöld að huga að að ná yfirráðum - setja formlega undir ríkiseign - hálendi Íslands. Almenninginn mikla. Og ríkið hefur sölsað undir sig með góðu eða illu (með fullþingi dómstóla) nánast allt hálendið. Óbyggðasnefndin hefur mikil völd á því sviði. Bloggritari veit ekki stöðuna á því máli, hvort ríkið er búið að eignast allt hálendið eða ekki. Virðist ekki hafa náð tangarhaldi á Austurlandi öllu.
Nú virðist vera kominn tími á Vestmannaeyjar (eyjar og útsker) og nú vill ríkið sölsa undir sig landsvæði á fyrrum einkaeign Danakonungs - Vestmannaeyjar. En hver á hvað? Er íslenska ríkið, lýðveldið Ísland stofnað 1944, arftaki Danakonungs? Eða hefur eignarhald á ýmsum hlutum Vestmannaeyjar verið í einkaeigu eða í eigu sveitarfélagsins Vestmannaeyjarbæ? En líklega getur ríkið eignað sér hraunið sem rann úr Helgafelli (sanna má að enginn áttti áður) eða Surtsey sem reis úr hafi í landhelgi íslenska ríkisins.
Vill Vestmannaeyjar og Heimaey að hluta
Ríkið kallar allan almenning þjóðlendur (almenningur er land sem enginn á). Þjóðlenda er bara ríkiseign, rétt eins og ríkisjarðir - bújarðir sem ríkið hefur eignast í gegnum tíðina. Ríkið verður að sanna að það eigi kröfurétt í landið. Grípum niður í frétt Morgunblaðsins:
"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist eyjar og sker og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins.
Á meðal krafna ríkisins er allt nýtt landsvæði sem myndaðist í Eyjagosinu árið 1973. Þar að auki er til dæmis gerð krafa um að Stórhöfði, Skansi og aðrir hlutar Heimaey verði að þjóðlendu. Þá má nefna að krafa er gerð til allra eyja og skerja í Vestmannaeyjum, eins og til dæmis Elliðaey, Bjarnarey og Surtsey.
Þetta kemur fram í tilkynningu óbyggðanefndar."
En hvernig getur ríkið sannað eignarrétt sinn?
Í kröfugerð fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins er svæði 12 skipt í átta hluta. Í meinin atriðum er beitt útilokunaraðferð, þ.e. lýst kröfum sem taka til allra eyja, skerja og annarra landfræðilegra eininga utan meginlandsins en innan landhelginnar sem eru ofansjávar á stórstraumsfjöru, að undaskildum tilteknum eyjum eða hlutum þeirra, segir í tilkynningunni.
Aðferðafræðin er ekki merkilegri en það að útilokunaraðferð er beitt og krafa gerð til lands (sem kannski enginn pappír er til fyrir) að það sé sjálfkrafa eign ríkisins! Þvílík ósvífni í íslenska ríkinu!
Yfirlit yfir eignarhald á Vestmannaeyjum:
1) Í eigu einstakra manna eða ætta fram um miðbik 12. aldar.
2) Magnús Einarsson Skálholtsbiskup 11341148 keypti nær allar Vestmannaeyjar undir stólinn smám saman, að því er ætlað er, og hugði biskup að setja þar upp klaustur. Góð búbót fyrir Skálholtsbiskupsstól.
3) Eignarumráðum Skálholtskirkju yfir Vestmannaeyjum lauk með því að þær urðu konungseign. Óljóst er sumt um þetta en líklega komust þær í konungseign á öndverðri 15. öld með makaskiptum eða kaupum. Eignayfirfærslan á jarðagóssi eyjanna til konungs hafi átt sér stað um leið og konungi voru afhentar eignir Árna Skálholtsbiskups Ólafssonar, vegna skulda, líklega um 1419 er hann var á leiðinni til Noregs. í kærumálum Hannesar hirðstjóra Pálssonar, sem miðuð eru við árin 14201425, er hann flutti fyrir ríkisráðinu í Englandi vegna Danakonungs út af yfirgangi og ásælni enskra kaupsýslu- og útgerðarmanna í Vestmannaeyjum...Í upphafsorðum þessara kærumála segir: Westmannö pertinet ad regem norvegie specialiter omni jure ita quod non habet ibi aliquis nisi solus rex norvegie. Hér segir beinum orðum, að enginn eigi neitt tilkall til eyjanna eða nokkurs þar nema konungur einn.
4) Konungur hefir snemma selt Vestmannaeyjar á leigu með árlegum landskyldum og tollum sem lén.
5) Í konungsbréfum og tilkynningum frá fyrri tímum er svo að sjá sem Vestmannaeyjar hafi verið skoðaðar á stjórnarfarslegan mælikvarða sem annað en sjálft Ísland. Í Voru ríki Íslandi og í Vestmannaeyjum, Wort og Norges Kronenns land Wespenö hoes Wort land Island liggendis, sbr. konungsbréf um leigu á Vestmannaeyjum um miðja 16. öld Alt Wort land Ísland og Vestmannaeyjar. Mætti að vísu segja um þennan sérstaka landshluta, Vestmannaeyjar, er voru persónuleg eign konungs, að þær væru í fyllsta máta heimalenda konungs. Lutu og eyjarnar ýmsum öðrum boðum og lagafyrirmælum en aðrir landshlutar lengi.
6) Verzlun landsins var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, sbr. konungsbréf 18. ágúst 1786 og auglýsingu sama dag um skilyrði fyrir hinni frjálsu verzlun. Í nefndri auglýsingu 18. ágúst voru og ákvæði um, að sex tilgreindir verzlunarstaðir hér á landi skyldu öðlast kaupstaðarréttindi. Meðal þessara sex helztu verzlunarstaða voru og Vestmannaeyjar. Undir Vestmannaeyjakaupstað voru lögð þessi héruð, sbr. tilskipun um fríheit kaupstaðanna 17. nóv. 1786. Segir í Sögu Vestmannaeyja, II. Bindi, sjá slóð hér að neðan. Þar með er Vestmannaeyjarbær (-kauptún) orðinn að lögaðila og afhent af hendi Danakonungs í hendur sveitarfélagsins Vestmannaeyjar!!!
Heimild: Saga Vestmannaeyja II./ I. Vestmannaeyjar verða konungseign.
https://heimaslod.is/index.php/Saga_Vestmannaeyja_II./_I._Vestmannaeyjar_ver%C3%B0a_konungseign
Lokaorð
Ríkið, það er ég sagði Lúðvík 14. Frakkakonungur. Það á kannski við um einveldiskonunga en ekki í dag. En ríkið er ekki ég eða þú. Íslendingar eru ekki þegnar íslenska ríkisins, heldur frjálsir borgarar. Og heldur ekki sveitarfélög landsins. Þau eru ekki ríkið.
Ríkið er lögaðili, rétt eins og sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Það getur því unnið á móti hagsmunum mínum eða þínum. Ríkið er hættulegur og erfiður andstæðingur. Það hefur allt það fjármagn sem það þarf til að reka svona mál sem kosta mikið fé að reka. Þetta er því ósanngjörn barátta en sveitarfélög ættu þó að geta staðið betur í ístaðið en einstaklingar með sitt fjármagn.
Nota bene, þessi þjóðlendisstefna hefur verið í gangi í áratugi og því ekki handverk eins eða neins flokks.
Bloggar | 13.2.2024 | 12:16 (breytt kl. 17:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
TikTok förin
Það varð frægt um árið þegar svo kölluð Tik Tok loftförin (hvað það á að kalla svona fyrirbrigði) komu upp á yfirborðið en bandaríski flugherinn birti myndbönd af eltingaleik herþota þeirra við þessi óþekktu för. Í fyrra fóru fram yfirheyrslur yfir sérfræðingum á þessu sviði og ótrúlegir hlutir voru afhjúpaðir.
Áður var þetta sérsvið "furðufugla", sérvitringa, sem enginn alvöru fjölmiðill tók alvarlega. En samsæriskenning getur bæði verið sönn eða ósönn. Við erum rétt að uppgötva alheiminn en talið er að um tveir milljarða vetrabrauta séu til, þ.e. sem eru sjáanlegar. Margt sem við vitum ekki eða skiljum. Efasemdir eru núna um bing bang - mikla hvell kenninguna þessa daganna.
En kíkjum á TikTok fyrirbrigðið sem kom upp á yfirborðið (af hverju er flugherinn að birta þetta núna þegar hann hefur verið í afneitun síðan Roswell atvikið átti sér stað 1947?).
TikTok geimskipa tilvikið vakti mikla athygli árið 2020 og rataði meira segja í íslenska fjölmiðla sem er ekki vanalegt. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að það eru engar trúverðugar vísbendingar sem styðja þá hugmynd að TikTok myndbandið hafi sýnt geimskip eða UFO frá geimnum, bara óþekkt loftfar sem fór á ógnarhraða um láð og leg!
TikTok myndbandið sem um ræðir sýndi hraðvirkan, óþekktan hlut sem tekinn var upp af flugmönnum bandaríska sjóhersins. Tækjabúnaður herþota er orðinn það góður, að hlutir sem sáust ekki áður, sjást núna með nýrri tækni. Bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti síðar að myndbandið væri örugglega tekið af sjóhernum og að hlutirnir sem sáust á myndböndunum væru óþekkt loftfyrirbæri (UAP). Hugtakið UAP er notað til að lýsa óþekktum hlutum á himni sem hafa ekki augljósa skýringu, en það þýðir ekki endilega að geimvera sé til staðar sem stýrir!
Í stuttu máli sýnir TikTok myndbandið óþekkt fyrirbæri úr lofti, en eðli hlutarins er enn óþekkt og það er ekki nákvæmt að flokka það endanlega sem geimskip eða UFO (FFH) í skilningi geimveru uppruna. Vísindamenn og vísindamenn halda áfram að rannsaka slík atvik til að skilja og flokka þessi fyrirbæri betur.
það eru fjölmargar mögulegar skýringar en að þetta sé geimveru fyrirbrigði, þar á meðal náttúrufyrirbæri, manngerðir hlutir og sjónblekkingar. Kíkjum á nokkrar nátttúrulegar skýringar.
FFH = Fljúgandi furðuhlutur eða UFO.
ÓLF = Óþekkt loftfyrirbæri eða UAF sem kemur í stað UFO.
Náttúrlegar skýringar á ÍLF (e. UFP)
Hér fær bloggritari hjálp frá ChatGPT. Náttúrufyrirbæri. Ákveðin fyrirbæri í andrúmslofti og himnum geta skapað óvenjulegar sýnir sem gætu verið rangtúlkaðar sem óþekkt fljúgandi fyrirbæri. Þetta felur í sér loftsteina, frávik í andrúmslofti eða óvenjulegar skýjamyndanir.
Manngerðir hlutir. Stundum er hægt að bera kennsl á herflugvélar, tilraunaflugvélar, dróna og aðra manngerða hluti, sérstaklega þegar þeir fljúga á miklum hraða eða sýna óhefðbundið flugmynstur.
Sjónblekkingar. Ýmsar sjónræn áhrif, svo sem spegilmyndir, ljósbrot og speglanir, geta skapað sjónskekkjur sem geta verið skynjaðar sem óþekktir fljúgandi hlutir.
Blöðrur og lítil óstíf loftför. Stórar blöðrur, loftbelgir eða önnur loftborin mannvirki geta virst ókunnug eða undarleg, sérstaklega við ákveðnar birtuskilyrði, sem gerir þá að hugsanlegum frambjóðendum fyrir FFH-sýn.
Gervihnettir og geimrusl. Gervitungl, eldflaugastig og annað geimrusl geta verið sýnilegt frá jörðu og getur verið rangt fyrir óþekktum hlutum sem fara um himininn.
Gabb og rangtúlkanir. Sumar FFH-sýnir eru vísvitandi gabb eða rangtúlkanir á hversdagslegum atburðum. Í sumum tilfellum getur fólk viljandi búið til rangar FFH-skýrslur til athygli eða skemmtunar.
Óhefðbundin flugvél. Óhefðbundin eða rangt flokkuð herflugvél, drónar eða tilraunafrumgerðir gætu verið rangt greindar fyrir FFH vegna einstakrar hönnunar þeirra og getu.
Gerðir "geimskipa"
Þegar fólk greinir frá því að sjá UFO (óþekkta fljúgandi hluti) eða óþekkt loftfyrirbæri (UAP), ber að hafa í huga að hugtakið "UFO" þýðir ekki endilega geimveru uppruna; það þýðir einfaldlega að áhorfandinn getur ekki greint hlutinn. Hér eru nokkrar algengar tegundir FFH (UFO) forma eða eiginleika sem tilkynnt er um:
Diskar eða undirskálar. Þetta er klassísk FFH lögun sem oft er lýst í dægurmenningu. Vitni lýsa kringlóttum eða skífulaga hlutum með eða án hvelfingu ofan á.
Sívalingar. Sumar FFH-sýnir taka til sívalninga, sem geta verið mismunandi að stærð og lit. Þessir hlutir geta sást sveima eða hreyfast um himininn.
Þríhyrningar. Þríhyrningslaga FFH (UFO) er oft tilkynnt. Vitni lýsa stórum, hljóðlátum þríhyrningum með ljósum á hornum eða meðfram brúnum.
Vindlingar eða sívalur lögun: Líkt og sívalningar, er greint frá ílangum vindlalaga FFH. Þessir hlutir geta verið sléttir eða með útskotum eftir lengd þeirra.
Kúlur eða egglögun. Sumar FFH-sýnirnar taka til fullkomlega hringlaga eða kúlulaga hluti. Þetta geta verið kyrrstæð farartæki eða sýnt óreglulegar hreyfingar.
Ílangt eða egglaga. Vitni lýsa stundum FFH sem eru ílangar eða í laginu eins og egg. Þessir hlutir geta verið sléttir eða með áferð.
Fljúgandi vængir. Tilkynnt er um FFH með væng-eins eða búmerang lögun. Þessir hlutir geta verið með ljós meðfram brúnum sínum og virðast stundum vera gagnsæir.
Tára- eða akorn lagaður. Sumir sjá FFH lýst sem táralaga eða líkjast akarn. Þessir hlutir kunna að hafa ljós eða eiginleika meðfram líkama/grind sinni.
Demantar eða tígullaga. Tilkynnt hefur verið um FFH með tígul eða tígulega lögun. Þessir hlutir geta snúist eða sýnt óhefðbundið flugmynstur.
Síbreytileg lögun. Í sumum tilfellum lýsa vitni UFO sem geta breytt lögun sinni eða breytt í mismunandi form við athugun.
Stundum birtist þessi loftför upp úr þurru. Það eins og þau hafi leyndarhjúp (sem við mennirnir getum þegar gert) sem er ekki sýnilegur berum augum.
Það er mikilvægt að hafa í huga að margar FFH-sýnir hafa trúverðugar skýringar, svo sem ranga auðkenningu á hefðbundnum flugvélum, veðurfyrirbæri eða manngerðum hlutum. Aðeins lítið hlutfall tilkynntra FFH er enn óþekkt eftir nákvæma rannsókn. Vísindamenn og aðrir nálgast þessar skýrslur með aðferðafræðilegu og efins hugarfari og leitast við að skilja eðli þeirra fyrirbæra sem sést áður en þeir íhuga framandi möguleika.
Svo eru það alvöru manngerð geimskip.
"Space shuttle" eða geimferjan sem NASA notaði á tímabili er fyrsta margnota geimfarið. Svo sprakk Challenger í loft upp og tími geimferja var á enda.
"Spacex rocket" eða Spacex eldflaugin er það farartæki sem á að senda "Starship" eða "stjörnuskip" Spacex til tunglsins og Mars. Sjá slóðina: Starship
Kannski að bloggritari skrifi um stjörnuskipið í annarri grein en nú er nóg komið í bili. Það eru spennandi tímar framundan í geimferðum mannkyns. Það sem áður var vísindaskáldskapur, er nú raunveruleiki.
Bloggar | 13.2.2024 | 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er athyglisverð frétt sem fjölmiðlar finnst gaman að velta sér upp úr. En það er samskipti Trumps og NATÓ. Það kom berlega fram er hann var forseti að honum fannst NATÓ ríkin draga lappirnar í framlög til varnarmála. Flest ríkin greiddu um 1% af vergri landsframleiðslu til varnarmála en yfirlýst markmið var 2%.
Það er þessi setning sem gerði allt vitlaus er Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins.
Málið á sinn aðdraganda. Förum aftur til ársins 2019 er Trump var enn forseti.
Í frétt frá Hringbraut frá 2019 segir að NATO vill að hvert aðildarríki hernaðarbandalagsins greiði 2 prósent af vergri landsframleiðslu sinni í varnarmál. Á leiðtogafundi NATO Í Wales árið 2014 skuldbundu leiðtogar allra aðildarríkja sig til þess að láta 2 prósent af vergri landsframleiðslu renna til varnarmála innan áratugs og var skuldbindingin undirrituð á fundinum.
"2 prósent af vergri landsframleiðslu á Íslandi eru rétt rúmlega 56 milljarðar króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2019 eru tæplega 2,2 milljarðar eyrnamerktir varnarmálum og því ljóst að Ísland er, að minnsta kosti enn sem komið er, víðs fjarri þeim sem markmiðum sem það hefur skuldbundið sig til að ná fram gagnvart NATO. Árið 2024 ætlast NATO til þess að Ísland verði byrjað að uppfylla þessa skuldbindingu sína á ársgrundvelli." segir í frétt Hringbrautar.
Mun Ísland ná þessu markmiði á þessu ári? Það er nokkuð ljóst að það mun ekki gera það. Of miklir peningar fara í Grindarvíkur vandann og hælisleitenda vandann til þess að því markmiði verði náð. Ríkissjóðurinn er þar að auki galtómur og rekinn á lánsfé erlendra lánadrottna.
Og það kreppir einnig að öðrum Evrópuþjóðum efnahagslega. Þær þurfa að kaupa orku á yfirsprengdu verði eftir að gasleiðslan í Eystrasalti (voru tvær sem voru skemmdar) var sprengd í tætlur. Allur iðnaður og framleiðla byggist á ódýrri orku. Hún er ekki einu sinni til á Íslandi, í sjálfu orkulandinu.
Evrópuþjóðirnar eru alvarlega að íhuga og sumar eru byrjaðar að vígbúast þrátt fyrir efnahagserfiðleika. Ráðamenn segjast óttast innrás Rússa. Inn á þessa hræðslu spilar spunameistarinn Trump og hótar að fjármagna ekki né styðja Evrópuþjóðir ef til stríðs kemur. Og bjánarnir - sem kallast blaðamenn, lepja þessa vitleysu upp og magna stjórnmálamenn til aðgerða.
Það er algjörlega útilokað að Bandaríkjamenn komi ekki vinaþjóðum í NATÓ til aðstoðar í stríði. Þeir eru skuldbundir samkvæmt samningum að koma til aðstoðar. Og þeir komast ekki hjá að berjast í Evrópu, því að Bandaríkjamenn hafa margar herstöðvar í Evrópu, allri Evrópu nánast, og það verður ráðist á þær ef til stríð kemur. Það er öruggt. Og spunameistarinn Trump spilar á fjölmiðla eins og píanó. Það vita allir að Trump beitir þá samningatækni að hóta, spila með, og þykkjast vera óútreiknalegur, til að ná sínu fram. Og það er að Evrópuþjóðirnar efli varnir sínar og leggi meira fé í varnarmál. Og það hefur tekist.
Trump hafði rétt fyrir sér að Evrópuþjóðirnar yrðu að efla framlög sín, því það reyndist rétt mat er Úkraínu stríðið braust út.
Evrópuþjóðir hafa vanrækt varnir sínar í áratugi og treyst á hernaðarveldið Bandaríkin til þess að koma til varnar ef hætta steðjar að. Þetta er kennsla í "real politik" fyrir vestræna stjórnmálamenn að raunveruleikinn er grimmur og aldrei eigi að treysta á aðra til að sjá um varnarmál sín. Engum er treystandi í þessum heimi.
Nú er að taka til hendinni fyrir Evrópuþjóðir, þar á meðal Ísland, að efla varnir sínar. En svo er það spurning hvort það eigi að ganga alla leið og Evrópa komi sér upp kjarnorkuvopna búr eins og nú er talað um? Frakkar og Bretar eiga kjarnorkuvopn en er það nóg?
Bretar eiga 225 kjarnorkusprengjur en Frakkar 290, sem við vitum um. En hernaðarmáttur þeirra er nokkuð mikill, því að bæði löndin eiga kjarnorku kafbáta. Bretar eiga sex og tveir eru í smíði en Frakkar eiga fjóra. Tvær þjóðir eru að bætast við í NATÓ, Svíþjóð og Finnland en báðar þjóðirnar eru öflugar hernaðarlega séð. Samanlagður hernaðarmáttur aðildaríkja NATÓ sem eru 32 er nokkuð mikill, án aðkomu Bandaríkjanna.
En stríðið í Úkraínu hefur grynnt á vopnabirgðir Evrópulanda og þau eru því að vakna af þyrnirósasvefninum langa frá lokum kalda stríðsins.
Bloggar | 12.2.2024 | 09:36 (breytt kl. 11:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nei, því fyrsta skrefið í átt til friðar er að stríðs aðilar tali saman eða það sé hlustað á þann sem hóf átökin. Skiptir engu máli hvort Pútín hafi túlkað söguna á sína vegu. Landamæri Úkraínu hafa alltaf verið bútasaumur og fljótandi í gegnum aldir. Spurningin er hvaða ár á að miða við sem löggild landamæri? Það er flókinn og langur aðdragandi að þessu stríði og enginn saklaus er varðar mistök í aðdragandanum.
Það sem skiptir mestu máli það sem kemur út úr þessu viðtali er að andstæðingar Pútíns horfðu á viðtalið og hann meira segja ávarpaði þá beint. Spurðu Biden eða Clinton sagði hann við Tucker, þeir horfa á þetta viðtal.
Það skiptir máli að Pútín sagðist vilja frið, hvort sem hann meinti það eða ekki. Það mun á endanum verið sest við samningaborðið eða uppgjafarborðið og rætt um lok stríðsins. Pútín sagði að nú þegar sé rætt á bakvið tjöldin um endalok stríðsins.
Bloggar | 11.2.2024 | 15:12 (breytt kl. 15:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er margt að gerast í bandarískri pólitík á kosningaári. Kosið verður til embætti Bandaríkjaforseta í nóvember og margar óvæntar vendingar hafa átt sér stað síðan um áramót. Í fyrsta lagi er að Trump er nánast öruggur um tilnefningu í forvali Repúblikanaflokksins. Dómsmálin á hendur honum eru að falla um sjálf sig. En demókrata treysta á að einhver af 92 ákæruliðum gegnum honum fari í gegn og hann verði dæmdur...fyrir eitthvað.
En stóru málin, meðferð gagna úr Hvíta húsinu, sem nú er verið að sækja, virðist falla um sjálft sig, ef meðhöndla á báða forsetanna, Biden og Trump eins. Eins og vitað er, hefur sérstakur saksóknari úrskurðað að Joe Biden verði ekki dreginn fyrir dómstóla, vegna þess að hann er orðinn minnislaus, góðviljað gamalmenni eins og það var orðað í skjölum hans. Sagt var að hann hafi ekki meðhöndlað háleynileg skjöl á réttan hátt en vegna þess að hann er orðinn minnilaus verði falli frá ákæru. Þetta var eina leiðin til að koma í veg fyrir að hann yrði ákærður, að segja að hann geti ekki komið fyrir kviðdóm.
Sérstakur ríkissaksóknari sagði hann væri orðinn svo elliær að hann mundi ekki eftir dánardegi sonar sín eða hvenær hann lét af embætti sem varaforseti.
"Skýrslan lýsti minni hins 81 árs gamla demókrata sem "óljóst", "gallað, "lélegt og með verulegar takmarkanir. Þar kom fram að Biden gæti ekki muna eftir að hafa skilgreint áfanga í eigin lífi," segir í frétt Newsmax.
Þó að Biden muni ekki sæta ákæru fyrir ranga meðferð trúnaðarskjala, gætu fullyrðingar skýrslunnar um minni hans grafið undan skilaboðum Biden til kjósenda um að hann geti stjórnað ríkisstjórninni og verndað landið. Kjósendur eru nú þegar að fara inn í kosningarnar í ár með miklar áhyggjur af aldur Biden, eftir að hafa skoðað galla hans, hósta hans, hæga gangandi og jafnvel fallið af hjólinu sínu eða á sviði eða landgöngustiga.
Með því að útiloka að Biden verði sóttur til saka vegna varðveislu hans á mjög flokkuðu efni sem einkaborgari, gaf skýrslan til kynna að hann myndi virðast of veikburða til að lögsækja: "Það væri erfitt að sannfæra kviðdóm um að þeir ættu að sakfella hann - þá fyrrverandi forseti. langt á áttræðisaldri af alvarlegu afbroti sem krefst andlegt ástands af ásetningi".
"Hann mundi ekki hvenær hann var varaforseti, gleymdi á fyrsta degi viðtalsins (saksóknari tók fimm tíma viðtal við hann á tveimur dögum) hvenær kjörtímabili hans lauk.
("ef það var 2013 hvenær hætti ég að vera varaforseti?"), og gleymdi á öðrum degi viðtalsins. þegar kjörtímabil hans hófst ("árið 2009, er ég enn varaforseti?"), segir í skýrslunni. Hann mundi ekki, jafnvel innan nokkurra ára, þegar sonur hans Beau dó en hann dó 2015 og Biden segist minnast hann á hverju ári á dánardegi hans. Biden's Memory "Hazy" and "Poor": Report Raising Questions About His Age
Þegar Joe Biden kom fyrir á blaðamannafundi til að verja sig, tókst það ekki betur en svo að hann ruglaði saman forseta tveggja ríkja. Hann laug því að sérstakur saksóknari hafi hreinsað sig af ákæruliðum um mishöndlum skjala. Og hann sem öldungardeildarþingmaður eða varaforseti má ekki eftir að hafa látið af embætti taka með sér skjöl heim og geyma í bílskúr eða Kínahverfi, nokkuð sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna má gera svo lengi sem hann tryggir örygga geymslu þeirra.
En þá komum við að pólitíkinni. Af hverju leyfðu starfsmenn Biden hann koma fram á blaðamannafundi þegar auðljóst er að hann getur ekki tjáð sig sómasamlega? Eru demókratar að henda honum fyrir strætó eins og Bandaríkjamenn orða þetta og eru að undirbúa að hann fari frá embætti og eru að í raun að neyða hann til að hætta við framboð sitt? Demókratar hljóta að undirbúa annan frambjóðanda á bakvið tjöldin.
Þetta mál er vatn á myllu Trumps sem hefur alltaf sagt að Biden geti ekki tengt saman tvær setninga óbrenglað. Blokkritari hefur bent á þetta frá því að Biden tók við forsetaembættinu og fyrr að maðurinn gengur ekki heill til skógar andlega.
Það verður erfitt fyrir demókrata að snúa sig út úr þessu því að það verður að vera flokksþing og leyfa frambjóðendur að bjóða sig fram til að geta valið nýtt forsetaframbjóðenda efni.
Langur ferill pólitískra mistaka og ósigra er að baki stjórnar Joe Bidens og kostningaárið virðist heldur ekki bjart. Ósigur í staðgöngustríðinu í Úkraínu, Ísraelar fara sínu fram, svo gera Kínverjar og eina sem vantar upp á er að þeir fari í stríð vegna Taívan. Landamæramálið - opin landamærastefna Joe Bidens, hefur beðið skipbrot og óvíst er hvernig það mál fer. Enn er efnahagur Bandaríkjanna erfiður þótt aðeins hafi rétt úr efnahagslífinu síðkastið. Glæpafaraldurinn mikli heldur áfram, fátækt, flótti fólks frá ríkjum demókrata og hælisleitamálið eru allt mál sem virðast óyfirstíganleg.
Bloggar | 10.2.2024 | 18:20 (breytt kl. 19:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímabilið frá 1750 til 1870 er oft nefnt klassíska tímabilið í tónlistarsögunni, fylgt eftir með rómantískum tímum í tónlist. Á þessum tíma átti sér stað mikil þróun í klassískri tónlist og nokkur þekkt tónskáld lögðu varanlegt framlag til þessarar listgreinar. Byrjum á fyrsta snillinginum.
Jóhann Sebastian Bach (1685-1750) er barokktónskáld sem lagði grunninn að miklu af vestrænni klassískri tónlist. Hann samdi í ýmsum tegundum tónlistar, þar á meðal orgeltónlist, hljómsveitarsvítum og kórverkum. Þekktur fyrir flókinn kontrapunkt, flóknar samhljóma og leikni í fjölröddun.
Á meðan blómaskeið Bachs var á barokktímanum héldu áhrif hans fram á klassíska tímabilið og verk hans voru enduruppgötvuð og metin á 19. öld. Í dag er hann mikils metinn sem tónskáld.
Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791) er í uppáhaldi hjá bloggritara. Mozart, sem er undrabarn, samdi ýmsar tónlistar tegundur, þar á meðal sinfóníur, óperur, kammertónlist og píanóverk. Þekktur fyrir skýrt form, yfirvegaða setningar og melódískan hugvitssemi. Dæmi um verk hans eru óperur eins og "Brúðkaup Fígarós" og "Don Giovanni", sinfóníur eins og "Júpítersinfónían" (nr. 41) og píanósónötur.
Ludwig van Beethoven (1770-1827). Tímamóta fígúra milli klassíska og rómantíska tímabilsins. Útvíkkaði klassíska formið, kynnti meiri tilfinningalega dýpt og nýsköpun. Frægur fyrir níu sinfóníur sínar, þar sem sú þriðja ("Eroica") markar tímamót í sinfóníugreininni. Síðari verk hans, eins og níunda sinfónían með kórlokum, brutu blað í sögunni.
Menn deila oft um hver er mesti tónlistasnillingur klassíska tímabilsins og nefna menn oft Beethoven fremstan og svo Bach. En bloggritari ekki sammála þessu mati. Beethoven stóð á öxlum risa, fyrirrennara sinna er hann samdi sín verk. Mozart sýndi strax snilli sína sem barn og samdi fyrsta tónverk sitt fimm ára en Beethoven byrjaði ekki að semja fyrr en á unglingsár. En það er auðvitað einstakt að tónskáld, sem byrjaði að missa heyrnina 28 ára gamall og var orðinn heyrnarlaus 44 ára gamall skuli hafa getað gert meistaraverk. Í raun er ekki hægt að bera menn saman, sérstaklega ekki ef þeir voru ekki alveg uppi á sama tíma.
Joseph Haydn (1732-1809). Oft kallaður "faðir sinfóníunnar" og "faðir strengjakvartettsins". Var frumkvöðull í þróun klassísku sinfóníunnar og strengjakvartettsins. Þekktur fyrir gáfur sínar, húmor og nýstárlega notkun tónlistarhugmynda.
Franz Schubert (1797-1828). Lykilpersóna í umskiptum frá klassískum stíl yfir í rómantískan stíl. Samdi fjölda lieder (þýsk listalög) og útvíkkaði form píanótónlistar. Frægur fyrir "óloknu sympóníu" sína og sönghringinn "Winterreise".
Franz Joseph Haydn (1732-1809). Afkastamikið tónskáld sem gegndi mikilvægu hlutverki í þróun klassísku sinfóníunnar og strengjakvartettsins. Þekktur fyrir gáfur sínar, húmor og leikni í formi. Starfaði í mörg ár sem hirðtónskáld Esterházy-fjölskyldunnar.
Á þessu tímabili þróaðist klassíski stíllinn yfir í rómantískan stíl, sem einkenndist af meiri tilfinningalegri tjáningu, einstaklingshyggju og áherslu á persónulega tjáningu. Tónskáld byrjuðu að gera tilraunir með ný form, fjarlægðust strangar venjur klassíska tímans. Þróun stærri hljómsveita, aukið harmónískt tungumál og víðtækari notkun á dagskrárþáttum markaði einnig umskiptin yfir í rómantískan tíma.
Richard Wagner (1813-1883). Þýskt tónskáld og hljómsveitarstjóri sem gegndi lykilhlutverki í umskiptum frá rómantískum tíma til seint á 19. aldar tónlistarþróun.
Þekktur fyrir nýstárlega notkun sína á leitmótífum (endurtekið þemu sem tengist persónum eða hugmyndum) og samþættingu tónlistar og leiklistar.
Meðal helstu verkanna má nefna fjögurra óperuhringinn Der Ring des Nibelungen og óperuna Tristan und Isolde.
Tónlist Wagners einkennist af tilfinningalegum styrkleika, litafræði og hugmyndinni um Gesamtkunstwerk (heildarlistaverk), þar sem tónlist, leiklist og sjónrænir þættir eru sameinaðir.
Það er svo að tónlistar tegundir eiga sín tímabil sem ekki er hægt að endurtaka. Andi tímans er farinn! Rokkí billí, þungarokk, pönk, diskó tónlist og svo framvegis, er tónlist sem átti sitt blómaskeið sem ekki verður endurtekið, þótt hægt sé að gera tónlist í sama stíl, herma eftir. Við sjáum því ekki Mozart eða Beethoven aftur nema einhverja sem koma með nútíma sympóníu sem er álíka spennandi og nútíma jazz, hundleiðinleg tónlist. En þetta er bara tónlista smekkur blogg ritara!
Bloggar | 10.2.2024 | 09:43 (breytt kl. 14:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020