Hópur innan VG vill enda allt stjórnarsamstarf, strax ef hægt er. Hann segir að stefnumál flokksins hafi ekki náð fram að ganga, t.d. í umhverfismálum. Hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu er á huldu því að flokknum hefur tekist að koma í veg fyrir allar virkjunarframkvæmdir á landinu á þessu kjörtímabili þannig að það stefnir í orkuskort. Arfleið flokksins er óðaverðbólga, húsnæðisskortur, hátt vaxtastig, opin landamæri og ólestur í útlendingamálum.
En með því að sprengja upp ríkisstjórnina er flokkurinn í raun að leggja sig niður. Fylgið mun ekki fara upp úr 3,5% eins og VG vonast til, heldur þurrkast út. Það er engin eftirspurn eftir flokki eins og VG né hefur flokkurinn leiðtoga eða forystu til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Ráðherrar flokksins keppast við að henda forystu kyndlinum sín á milli, enginn vill fara niður með Titanic.
Bloggar | 25.9.2024 | 09:39 (breytt kl. 20:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú vilja margir aðilar koma reiðuféi fyrir kattarnef. Stjórnvöld, vegna þess að svarti markaðurinn notar reiðufé í viðskipum og þau verða því af skattfé. Þau vilja líka vita nákvæmlega hvað skattborgarinn á hverju sinni, þó þeim komi það ekkert við. Þetta er upp á skattleggingu að gera. Þeim er mein illa við að reiðufé liggi undir dýnum heim hjá fólki.
Kreditkorta fyrirtækin er einnig mein illa við reiðufé. Því þá eru þau ekki með í viðskiptunum. Það er þannig að þau taka ákveðnar prósendur af öllum viðskipum sem eiga sér stað með kredit kortum. Kredit kort hvetja til skuldasöfnunar og gerir neytandann háðan kortunum. Þau minnka líka verðgildi peningsins. Tökum dæmi:
Atburðarás: Þú kaupir matvörur að verðmæti 100 kr. en notar kreditkort í stað reiðufjár.
Það fyrsta sem gerist er seinkun á greiðslu. Þú strýkur kortinu þínu, en þú borgar ekki fyrir matvöruna strax. Þess í stað skuldar þú kreditkortafyrirtækinu 100 kr. Ef þú greiðir ekki þessa upphæð að fullu á gjalddaga gætirðu verið rukkaðir um vexti.
Verslunin fær 100kr, en þessir peningar koma frá kreditkortafyrirtækinu. Í raun og veru hefur þú ekki notað reiðufé þitt ennþá - þú hefur í raun fengið 100 kr. að láni frá kreditkortafyrirtækinu. Þessi lántaka getur aukið hraða og magn fé í hagkerfinu vegna þess að hún hvetur til eyðslu umfram peningana sem fólk hefur.
Ef þú borgar ekki 100 kr. skuldina að fullu fyrir næsta reikningstímabil gætirðu safnað vöxtum. Til dæmis, ef kortið þitt er með 20% ársvexti og þú borgar aðeins lágmarkið í hverjum mánuði, gætirðu endað með því að borga meira en 100 kr. fyrir þessar matvörur með tímanum (hugsanlega 120 kr. eða meira, eftir því hversu langan tíma þú tekur að borga).
Tökum annað dæmi og látum ChatGPT koma með það dæmi og nú er það $100 viðskipti.
Gengisfelling $100 í gegnum kreditkortagjöld
Upphafleg viðskipti:
Þú eyðir $100 í verslun með kreditkorti.
Kreditkortafyrirtækið rukkar söluaðila 3% gjald, þannig að kaupmaðurinn fær aðeins $97 fyrir $100 söluna.
Nú þegar hefur verðmæti $100 verið lækkað um $3 í viðskiptagjöldum.
Önnur viðskipti:
Verslunareigandinn notar síðan $97 til að greiða birgi fyrir vörur eða þjónustu. Hins vegar, ef þessi birgir samþykkir einnig kreditkortagreiðslur og verður fyrir sama 3% gjaldi, mun birgirinn aðeins fá $94,09.
Nú hefur upprunalega $100 verið lækkað frekar um $2,91 til viðbótar.
Þriðja viðskipti:
Vöru birgir tekur $94,09 og notar það til að greiða öðru fyrirtæki eða verktaka, sem tekur einnig við kreditkortum og stendur frammi fyrir sama 3% gjaldi.
Eftir aðra 3% frádrátt fær þessi verktaki aðeins $91,27.
Þannig að upphaflegu $100 hefur nú verið lækkað í $91,27, tapað $8,73 í verðmæti vegna viðskiptagjalda.
Uppsöfnuð áhrif með tímanum
Með hverri færslu heldur verðmæti upprunalegu $100 áfram að dragast saman vegna stöðugs frádráttar kreditkortagjalda. Með tímanum, því meira sem $100 dreifist með kreditkortagreiðslum, því meira "lækkar" það þar sem fyrirtæki fá minna og minna af upphaflegri upphæð eftir að hafa greitt gjöld.
Samanburður við reiðufé viðskipti
Ef þú notar reiðufé fyrir sömu viðskipti:
Fullu $100 haldast ósnortin í hverju skrefi vegna þess að engin gjöld eru í gangi.
Verslunareigandinn, birgirinn og verktakinn fá hvor um sig fulla $100 og viðhalda verðmætinu með mörgum skiptum.
Í hagkerfi sem byggir á reiðufé missa peningar ekki verðmæti einfaldlega með því að skiptast á þeim, sem er frábrugðið atburðarásinni þar sem kreditkortagjöld rýra smám saman peningaupphæðina á hverjum viðskiptapunkti.
Raunveruleg áhrif kreditkortagjalda:
Aukinn kostnaður: Fyrirtæki hækka oft verð lítillega til að standa straum af kreditkortagjöldum, sem þýðir að viðskiptavinir greiða óbeint fyrir þessi gjöld, sem leiðir til hærra verðs.
Virðisrýrnun: Því meira sem dollar fer í gegnum kreditkortakerfið, því meira minnkar verðgildi hans vegna gjalda, sem getur skapað hægfara leka í hagkerfinu.
Áhrif á lítil fyrirtæki: Sérstaklega lítil fyrirtæki geta fundið fyrir áhrifum þessara gjalda, þar sem þau geta haft þrengri framlegð og minni samningsstyrk við kreditkortafyrirtæki. Gjöldin lækka í raun peningana sem þeir fá.
Samantekt:
Upphaflega $100 (eftir 3% gjald): $97
Eftir 2. færslu (annars 3%): $94,09
Eftir 3. færslu (annars 3%): $91,27
Verðmætið heldur áfram að minnka við hverja færslu með kreditkorti.
Niðurstaða
Kreditkortagjöld leiða til "gengisfellingar" peninga þegar þeir eru í umferð. Þó reiðufé haldi fullu gildi sínu í hverri færslu, draga kreditkortagjöld smám saman úr gildi peninga, þar sem hvert fyrirtæki fær aðeins minna en heildarupphæðina. Þetta skapar uppsafnað tap sem væri ekki til í kerfi sem byggir á reiðufé.
Að lokum. Kredit korta fyrirtækin reyna að leyna "fjárdráttinn" með að vera með í boði alls kyns tilboð, t.d. ef varan er keypt með korti, fæst afsláttur. En þegar uppi er staðið, fer það ofan í vasa neytandans í hvert skipti sem hann rennir kortinu í gegnum raufina.
Svo er annað mál hvernig bankar búa til pening með lánveitingu og komið hefur verið inn á hér áður.
Bloggar | 24.9.2024 | 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grænland, Færeyjar og Álandeyjar hafi oft upplifað sig utangarðs í norrænu samstarfi. Líka í öryggis- og varnarmálum. En í raun er Ísland líka utangarðsríki í öryggis- og varnarmálum.
Skandinavísku ríkin fjögur, Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland héldu sérstakan fund nýverið með umræðum um öryggis- og varnarmál. Þessi ríki sáu enga ástæðu til að bjóða Íslandi. Og til hvers að bjóða Íslandi þegar ríkið sýnir í verki að það hafi engan eða lítinn áhuga á eigin vörnum?
Hér er enginn her og löggæslan innan landhelginnar er í skötulíki. Það er ekki einu sinni virkt eftirlit í fjörðum landsins eins og kom fram í máli forstjóra Landhelgisgæslunnar. Það ætti því að vera nóg að senda afrit af ályktun slíkra funda til utanríkisráðuneytisins, kannski að eitthvað möppudýrið þar nenni að lesa hana.
Norðurlöndin einhuga um aukið samstarf í öryggis- og varnarmálum
Bloggar | 23.9.2024 | 10:20 (breytt kl. 18:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þetta er alveg galið að Bandaríkin skuli vera stjórnlaus, en eins og allir vita er Joe Biden með einkenni heilabilunar og virðist ekki getað stjórnað eigið lífi, hvað þá mesta herveldi sögunnar.
Alveg frá því hann var hrakinn úr embætti ólýðræðislega í sumar, hefur hann eytt tíma sínum að mestu á sólarströnd í Delaware. Bandaríkjamenn kalla þetta "lame duck" tímabil þegar forsetinn er áhrifalaus. Það eru bókstaflega allir hættir að tala um hann, líka andstæðingar hans.
En það er verra þegar eiginkona hans er farin að stjórna ríkisstjórnarfundi í fjarveru Joe Bidens. Hún er ókjörin og alls sendis ófær um að stjórna einu eða neinu, nema kannski eiginmanni sínum. Ef þetta er ekki að sýna lýðræðinu löngutöngina, hvað þá?
Nú eru menn farnir að kjósa utan kjörstaðarfundar og það er kvíðvæntlegt ef Kamala Harris verður næsti forseti Bandríkjanna. Hillary Clinton hefði verið betra forsetaefni en hún.
Bloggar | 22.9.2024 | 11:56 (breytt kl. 11:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland 1703
Manntalið 1703 er eitt merkasta sögulega skjal á Íslandi og fyrsta almenni manntalsskráningin sem gerð var á landinu. Það var framkvæmt af dönskum stjórnvöldum á árunum 1702-1703 og náði til allra landsmanna. Markmiðið var að fá heildaryfirlit yfir mannfjölda, búsetu og félagslega stöðu íbúa Íslands, sem var hluti af danska konungsveldinu á þeim tíma. Miðað var við 1. janúar 1703 sem dagsetningu þegar fólk var talið. Þessi dagsetning var sett sem viðmið þegar upplýsingar voru teknar saman um íbúa landsins. Safnað var gögnum um alla sem voru á lífi þann dag, og manntalið var síðan framkvæmt á árinu 1703, þó að skráningin hafi tekið einhvern tíma að ljúka.
Þvílíkur upplýsingabanki þetta reyndist enda upplýsingarnar viðamiklar. Þær voru nöfn allra einstaklinga, jafnt barna sem fullorðinna. Aldur, hjúskaparstaða, og tengsl við heimilið. Staðsetning (bær, sveitarfélag). Staða innan heimilis, t.d. húsbóndi, húsmóðir, börn, vinnuhjú.
Þetta manntal er einstakt vegna þess að það var mjög nákvæmt miðað við aðstæður á þeim tíma og gefur ómetanlegar upplýsingar um íslenskt samfélag, bæði félagslega og efnahagslega. Það var gert í kjölfar mikilla áfalla í íslensku samfélagi, eins og Stórubólu og Skaftáreldanna, og sýnir lýsingu á íslensku samfélagi á mjög erfiðum tíma í sögu þjóðarinnar. En það sýnir líka hversu afskekkt Ísland var og erlend áhrif lítil. Danska elítan og slektið í raun fjarstýrði landinu frá Danmörku og létu undirsátur sínar á Íslandi stjórna því dags daglega. Fáir Danir komu til landsins ár hver.
Ísland 2024
Í dag er öldin önnur og vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa verið veiklunduð, hafa þau látið fámenn öfgasamtök eins og No border í raun stjórna landamærum landsins. Eina sem þau þurfa að gera er að koma sér fyrir framan ráðherrabústaðnum meðan ráðherrar funda og bingó, þau fá þær niðurstöður sem þau vilja fá, þvert á lög og reglu.
Reynt er bókstaflega á alla innviði þjóðfélagsins, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, velferðakerfið og í raun allt, þar með dómskerfið og löggæslu. Og þetta kostar allt skattfé. Sem betur fer eru margir sem koma hingað til að vinna og leggjast ekki á velferðakerfið. En það eru annars ansi margir velferða leitendur sem ætla sér ekki að vinna né að leggja nokkuð til samfélagsins. Íslensk menning og samfélag stendur ekki undir þetta til langframa. En hvað eru margir útlendingar á landinu?
Í byrjun árs 2024 voru alls skráðir 74.654 erlendir ríkisborgarar með búsetu á Íslandi, sem er um 19,6% af heildaríbúafjölda landsins. Fjölgun erlendra ríkisborgara hefur haldið áfram undanfarin ár, með mestan vöxt frá löndum eins og Úkraínu og Palestínu, en þó hefur fólki frá Póllandi aðeins fækkað samkvæmt Þjóðskrá.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli segir að hún hafi staðið vaktina og hent óþjóðalýðnum sem streymir hingað í stríðum straumum úr landi en kvartar yfir að stjórnvöld nýti sér ekki þær sektarheimildir til að sekta flugfélög sem skila ekki inn farþegalistum. Á meðan svo er, geta glæpamenn og já hryðjuverkamenn streymt til landsins óáreittir eins og dæmin sanna.
Bloggritari eins og aðrir Íslendingar finnur fyrir þessu ófremdarástandi á eigið skinni, þ.á.m. bið eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Er ekki betra að gera vel við þá sem eru á landinu og hætta að reyna bjarga heiminum? Örlög heimssins eru ekki í höndum Íslendinga.
Bloggar | 21.9.2024 | 09:30 (breytt 25.9.2024 kl. 08:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurður Jórsalfari konungur var kallaður Jórsalafari ("Sá sem ferðaðist til Jerúsalem", eða "Krossfarinn"). Var annar sonur Magnúsar berfætts konungs af Noregi. Hann fór í víking 10 ára gamall, var jarl af Orkneyjum og "konungur Eyjanna" 12 ára.
Eftir að faðir hans var drepinn í launsátri á Írlandi 1104 fór Siguð aftur til Noregs og varð konungur með hálfbróðir sínum Eysteini. Þegar hann var 18 ára dró hann saman einn stærsta flota miðalda í því sem þá var stærsta borg Noregs, Björvin (Bergen). 60+ skip, 5 000 - 8000 menn. Háfæddir aðalssmenn, atvinnustríðsmenn, bændur og þræla. Um það bil 10 - 12% af heildarfullorðnum karlmönnum í Noregi á þeim tíma.
Hvert fór Sigurður? Hann fór í krossferð. Eftir að hafa haft vetursetu á Englandi, eða hugsanlega í Frakklandi, frelsuðu hann og menn hans Lissabon, Baleareyjar og aðrar eyjar í Miðjarðarhagi frá múslimskum höfðingjum áður en þeir fóru inn í hið helga land. Þar sem þeir unnu nokkurn veginn alla bardaga sem þeir tóku þátt í. Hann var fyrsti evrópski konungurinn sem fór í raun í krossferð og var hugsanlega sá eini sem persónulega stóð í bardagalínunum.
Eftir að hafa hjálpað til við að tryggja Jerúsalem fyrir kristna fór Sigurður Jórsalfari til Konstantínópel (Miklagarð) og dvaldist þar um hríð. Hann lét býsanska keisarann eftir talsvert ránsfengs síns í skiptum fyrir nokkra hesta og fylgdarlið, skildi marga menn sína eftir í borginni og sneri aftur til Skandinavíu yfir land. Margir af Jórrsala stríðsmönnunum voru teknir inn í Væringja lífvörðinn. Á leið sinni heim heimsótti Sigurður marga evs staði og dóma og tókst að koma krossfaraáróðri til þeirra. Og þetta er mögulega mikilvægasta arfleifð Sigurð Jórsalfara. Að heimsókn hans hafi sannfært fjöldann allan af evrópskum konungum um að þeir ættu að fara í krossferð.
Sigurður Jórsalfari kom heim til Noregs árið 1111 og það sem eftir lifði hann tiltölulega friðsælt. Sigurður leiddi herferð inn í það sem nú er Svíþjóð, og hugsanlega krossferð í Eystrasaltslöndunum, en það er óvíst. Hann ríkti með Eysteini bróður sínum til 1123 og var einvaldur í Noregi til dauðadags 1130, 40 ára að aldri. Nokkuð undarlegt fyrir mann sinnar tegundar, féll Sigurður Jórsalfari ekki í orrustu. Hann einfaldlega dó. Og við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna. Eftir dauða hans féll Noregur inn í borgarastyrjöld sem stóð yfir í meira en 100 ár og hún fór á fullt í n.k. Game of Thrones söguþráð um tíma.
Hvernig leit Sigurur Jórsalfari eiginlega út? Það er ómögulegt að segja. En samkvæmt sögunum var Sigurður stærri en flestir venjulegir menn. Hann var greinilega alvarlegur einstaklingur og hann var ekki myndarlegur. Sigurður var brúnhærður og var víst ekki með heilskegg sem tíðkaðist á þeim tíma. Af hverju veit í raun enginn. Samkvæmt heimildum var hann mjög þögull og talaði aðeins þegar hann hafði eitthvað mikilvægt að segja.
Hvers vegna að minnast hans? Jú, það voru Íslendingar með honum í för og sumir gerðust Væringjar. Það er verið að skrifa doktorsritgerð um sögu Væringja og væri það fróðleg saga að lesa. Svo er þetta athyglisvert í ljósi átaka samtímans, í Ísrael.
það voru sum sé Íslendingar sem gengu til liðs við Sigurð I Noregskonung, Nokkrar Íslendingasögur, einkum Heimskringla eftir Snorra Sturluson, nefna Íslendinga sem tóku þátt í þessum leiðangri. Í sögunum er sagt frá því hvernig floti Sigurðar ferðaðist um ýmsa hluta Evrópu, náði að lokum til Jerúsalem og tók þátt í orrustum á leiðinni.
Þó nákvæmur fjöldi íslenskra þátttakenda sé óviss, benda sögurnar til þess að Íslendingar, sem hluti af breiðari norska konungsríkinu, hafi sannarlega átt hlut að máli. Margir Íslendingar á þeim tíma tengdust Noregi, ýmist í viðskiptum, ættartengslum eða pólitískum trúnaði, sem gerði það sennilegt að þeir hefðu farið í svo merkan leiðangur.
Sigurður Jórsalfari, var hinn síðasti alvöru víkingurinn!
Bloggar | 19.9.2024 | 11:32 (breytt kl. 17:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alls kyns "villu"hugmyndir vaða nú uppi í þjóðkirkjunni og hefur gert lengi. Síðan Karl Sigurbjörnsson biskup var og hét, hefur vegur íslensku þjóðkirkjunnar legið niður á veg, á allan hátt.
Þróunin hefur verið áþreifanleg í fjölda þeirra sem eru meðlimir í kirkjunni en þeim hefur fækkað árlega í marga áratugi. Af hverju? Jú, kenningin er ekki rétt, villu hugmyndir myndu margir segja einkenna kirkjukenninguna í dag. Mótmælenda kirkjan íslenska telst vera lúterstrú og hefur verið síðan 1550. Boðskapurinn hefur haldist stöðugur um margar aldir, allt þar til á seinni helmingi 20. aldar. Þá fór að halla undan fæti.
En síðan tók að trosna úr siðferði Íslendinga, trú, menningu og tungu. Sama þróun hefur einkennt þjóðkirkjuna, en í stað þess að vera bjargið, líkt og kaþólska kirkjan hefur verið, þrátt fyrir allar samfélagsbreytingar, hefur íslenska þjóðkirkjan verið eins og vindhaninn á turni Bessastaðakirkju og breytt um átt eftir vindi hverju sinni.
Það hefur líka verið óskráð regla, síðan kirkjan og ríkið aðskildust, að hvor aðili skipti sér ekki af störfum annars. Biskuparnir síðan Karl var og hét, hafa ekki getað haldið uppi agavaldi innan klerkastéttarinnar né að halda í fagnaðarerindið sem er einfaldur boðskapur. Nei, kirkjan hefur ákveðið að taka upp stefnu nýmarxista í samfélagsmálum og wokisma. Hugmyndir minnihlutahópa, sama hversu fáránlegar þær eru, eru teknar upp og viðurkenndar. Meira segja lífið sjálft, í formi ófæddra barna, er fórnað á altari woke hugmyndafræðarinnar.
Hér er nýi biskupinn, sem byrjar ekki vel, að skipta sér af stjórnvalds ákvörðun. Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar
Er nokkur von fyrir þjóðkirkjuna, þegar sjálfur biskup veit ekki hver rétta kenning er? Getur ekki aðlagað kirkjuna að nútímanum með nýju messuformi eða komið með dýpri útskýringar á kristnidómi? Er þetta fólk nokkuð kristið?
Íslenska þjóðkirkjan er eins og íslenskt þjóðfélag, á krossgötum, veit ekki hvert á að halda og hleypur í allar áttir. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Bloggar | 18.9.2024 | 14:24 (breytt kl. 18:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggritari rakst á þetta podcast/hlaðvarp fyrir tilviljun sem heitir Ein pæling. Það er í anda erlenda podcasta (hlaðvarpa) þar sem spyrillinn tekur langa umræðu við viðmælanda sinn. Joe Rogan og Tucker Carlson er hvað þekktastir fyrir þessa nálgun og ótrúlegt en satt, fólk þráir og líkar við slíka dýpt í umræðu.
Hér er rætt við þekkta sem og óþekkta einstaklinga sem hafa eitthvað til málanna að leggja. Hér koma tvö viðtöl, annars vegar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og hins vegar við Sigurð Orra Kjristjánsson fyrrverandi Samfylkingarmann.
Bloggar | 17.9.2024 | 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óútfylltur tékki hefur verið gefinn út fyrir mestu framkvæmdum íslenskrar sögu. Menn hafa spýtt í lófana og sagt að skuli hefjast handa við innviða uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem felast m.a. í sér framkvæmdir við stofnvegi og borgarlínu. Menn giska, vita það ekki, að kostnaður verði um 311 milljarðar.
Taka má undir það sjónarmið að nauðsynlegt er að fara í stofnvega framkvæmdir til að greiða fyrir umferð. Hins vegar virðist borgarlínu framkvæmdir vera settar til höfuðs stofnveganna og ætlunin að trufla almenna umferð fólksbifreiða. 2 + 2 = viljandi skemmdarverk og gera einkabílnum erfitt fyrir á allan hátt. Svo er lögð auka refsing á með auka álögur í formi umferðaskatta.
Í raun er verið að koma á tvöfalt strætisvagnakerfi! Borgarlínuvagnar eru bara strætisvagnar.
Bloggritari ók um þjóðveg eitt um daginn. Ástandið á honum var þokkalegt, þar sem ekið var um. En það eru engir vegöxlar eða kantar á veginum. Rútur og flutningabílar rétt pössuðu á sínum vegar helmingi og ekkert má út af bregða, svo ekki verði slys. Það er mesta furða að slysin eru ekki fleiri en þetta og má eflaust þakka það öryggisbúnaði bifreiðanna frekar en góðum vegum.
En Vegagerðin segir að uppsöfnuð þörf fyrir viðhald þjóðvega sé upp á 200 milljarða króna. Samtals, ef höfuðborgarsvæðið er meðtalið, er reikningurinn kominn yfir 500 milljarða króna fyrir Ísland. Hvernig ætlar ríkið, sem er lykilaðili að þessum báðum stórframkvæmdum að fara að því að búnka út pening fyrir hvorutveggja? Svo á ríkið að reka borgarlínuna í þokkabót að hluta til! Hvað segir skattgreiðandinn á Kópaskeri um það?
Helmingurinn af kostnaðinum á höfuðborgarsvæði fer í borgarlínu framkvæmdir. Er ekki hægt að spara þarna? Ódýrast er að bæta þriðju akreininni við þar sem vegurinn er tvöfaldur og hægt við að koma. Þegar búið að gera á helstu stofnvegum svæðisins. Sjá t.d. leið 1. Tiltölulega ódýr framkvæmd miðað við núverandi áætlun að setja borgralínuna á milli gagnstæða umferð. Menn fá þarna sína borgarlínu, umferðin greiðkast með því að stofnvegirnir verða auðfara, allir græða.
Nei, skynsemin verður ekki látinn ráða ferð. Loftkastalar verða áfram byggðir í Exel eða Power Point skjölum. Svo verður reikningurinn sendur á okkur skattpínda borgaranna. Ekkert væl. Þetta reddast segir stjórnmálamaðurinn á ofurlaunum og fríðindum á leið í enn eitt fríið.
Bloggar | 16.9.2024 | 09:21 (breytt kl. 17:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að horfa á viðtal við Jack Keane hershöfðingja sem er kominn á eftirlaun. Hann er álitsgjafi Foxnews. Greiningar hans hingað til hafa verið góðar en álit blokkritara á honum fór í vaskinn eftir þetta viðtal.
Rætt var við hann um eldflauga sendingu Írans til Rússlands sem er smá í sniði. Nú hafa Bretar ákveðið að aflétta hömlur á slíkar sendingar frá Bretlandi en Þjóðverjar ætla ekki að gera hið sama. Þegar Keane var spurður hvort þetta muni ekki leiða til stærra stríðs, vísaði hann því á bug og sagði að Pútín hafi bara verið stóryrtur og ekki gert neitt - hingað til.
Það er nefnilega málið, skynsamir menn reyna að hóta andstæðingnum þannig að hann geri ekki mistök. Svo kemur að því að allt fer úr böndunum og þróunin verður stjórnlaus. Stríðið í Donbass var einmitt staðgengilsstríð þar til vitley... Joe Biden tók við völdin. Hann magnaði upp stríðið með vopnasendingum og Pútín ákvað í kjölfarið að gera innrás. Nokkuð sem hefði aldrei gerst á vakt Trumps.
Í stað þess að tala saman og koma friðarviðræðum af stað, þá ætlar Biden að bæta í það sem eftir er af valdtíð hans og ekki verður ástandið betra ef Harris tekur við. Guð hjálpi okkur.
Keane benti á eitt atriði sem heimskir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að hafa í huga en það er að ef Kína ákveður að taka Taívan með vopnavaldi, munu Rússar fara af stað með annað stríð en svo munu Íranir líka gera. Allsherjar stríð verður þá í Asíu, Evrópu og Miðausturlöndum. Það vita allir að Bandaríkin geta ekki háð tvö stórstríð samtímis. Þetta er ekki Afganistan og Írak - vanmáttugir andstæðingar. Þriðja heimsstyrjöldin þar með hafin og Íslendingar þátttakendur með NATÓ herstöð í túnfæti höfuðborgarsvæðisins. Utanríkisráðherra vor hefur séð til þess að Rússar hafi ekki gleymt Íslendingum og hugsa þeim þeigandi þörfina er stríð brýst út. Við höfum þegar rofið diplómatísk tengsl við Rússlands og gerst beinir þátttakendur í Úkraínu stríðinu með vopnasendingar og þjálfum úkraínskra hermanna (Landhelgisgæslan sá um það).
Það er enginn að fara að vinna stríð gegn mesta kjarnorkuveldi heims, Rússland. Kínverjar hafa líka kjarnorkuvopn og líklega Íranir. Það er í varnarstrategíu Rússlands, að ef innrásarher eða stórfelld árás verður gerð á ríkið, grípi það til kjarnorkuvopna sem fyrstu viðbrögð. Þetta vita Kínverjar og hafa því aldrei þorað að taka part af Rússlandi í stríði, en landið er afar strjábýlt en Kína þéttbýlt og þeir hafa alltaf litið hýru auga á Síberíu og Austur-Rússland. Herafli Rússlands skiptist í sex hluta. Einn er geimher, annar er eldflaugaher, flugher, floti, landher og herafli með sérsveitir. Eldflauga herinn verður ræstur út strax.
Bloggar | 15.9.2024 | 11:54 (breytt kl. 12:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020