"Sjokkerandi" að sjá hernaðaruppbygginguna á Miðnesheiði segja her andstæðingar

Þegar andstæðingar NATÓ segjast vera á móti her umsvifum á Íslandi, þá er eins og þeir séu í miðri setningu og klára hana ekki. Til dæmis heyrir maður þá aldrei segja, hvað á að koma í staðinn?  Manni grunar að þeir vilji að Ísland lýsi yfir hlutleysi, segi sig úr NATÓ og "herinn burt" en það kemur aldrei fram í fjölmiðlum. Bara að þeir séu í "sjokki".  „Sjokkerandi“ að sjá hernaðaruppbygginguna á Miðnesheiði

Ókei, segjum að Ísland lýsi yfir hlutleysi, er það næg vörn? Hvað segir sagan okkur? Nei, hér var barist um yfirráð landsins í seinni heimsstyrjöld.  Hefur staða Íslands geopólitískt og hernaðarlega séð breyst síðan? Nei, ef eitthvað er, hefur vægi Íslands í vörnum NATÓ aukist (GIUK hliðið) og það endurspeglast í auknum umsvifum NATÓ herstöðvarinnar. Nú eru Bandaríkjamenn bókstaflega að dusta rykið af herstöðvum í Asíu, sbr. herflugvöllinn í Tinian eyju og það gæti gerst að þeir sjái ástæðu fyrirvaralaust að senda hingað setulið. Þeir eru að búa sig undir stórstyrjöld í Asíu og stórátök í dag eru heimstyrjaldar ástand eða að lágmarki álfu styrjöld.

Svo er það stóra spurningin, getur heimurinn verið án herja? Ef herstöðvaandstæðingar eru að láta sig dreyma um herlausan heim, þá eru þeir veruleikafirrtari en maður bjóst við. Af hverju fór mannkynið að koma sér upp vopnuðu liði yfir höfuð? Söguna má rekja 10 þúsund ár aftur í tímann, þegar maðurinn hóf akuryrkju.  Það þurfti að verja uppskeruna sem tekur tíma að vaxa, fyrir ránum hirðingja í hálfmánanum. Fastaherir urðu svo til með borgríkjum Súmer og fylgt siðmenningunni allar götur síðar.

Í einföldustu mynd snýst þetta um þá sem eiga og þá sem langar að fá....með góðu eða illu.  Við eigum GIUK hliðið sem við höldum að aðrir vilja fá.  Þess vegna er hér herstöð....herstöðva andstæðingum til hrellingar en okkur hinum til verndar.


Trump vinnur ókeypis fyrir bandarísku þjóðina

Það eru fáir sem vita að Donald Trump hefur einn forseta hafnað launum.  Bandaríkjaforseti hefur um $400K á ári fyrir utan $50K á mánuði fyrir daglega eyðslu. Í fyrri forsetatíð Trumps vann hann vanþakklát starf fyrir bandarísku þjóðina, ofsóttur allan tímann. Samt kemur hann til baka. Hvers vegna?   Ekki er það vegna fátæktar, hann er moldríkur milljarðamæringur og hann tapaði stórfé á meðan hann var forseti.

Á fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti (2016–2021) varð Donald Trump fyrir miklu persónulegu fjárhagstjóni. Samkvæmt Forbes lækkaði áætluð eign hans um um það bil 1 milljarð dala, úr 4,5 milljörðum dala árið 2016 í um 2,4 milljarða dollara árið 2021. Þessi samdráttur var rakinn til nokkurra þátta, þar á meðal minnkandi tekjur af hótel- og fasteignaviðskiptum hans, að hluta til vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Önnur ástæða var neikvæð áhrif á vörumerki hans vegna pólitískra deilna. Svo var víðtækur samdráttur á lúxus fasteignamarkaði, sérstaklega í New York borg.

Þrátt fyrir þetta tap var auður Trump enn umtalsverður, fyrst og fremst á rætur sínar í fasteignasafni hans og öðrum viðskiptafyrirtækjum.

Trump var spurður að því í nýlegu sjónvarpsviðtali hvort hann muni þyggja laun næsta kjörtímabili og svarið var nei. Athugum að í millitíðinni var hann á eftirlaunum og enn án þess að þyggja greiðslur.

Hvað er það þá sem rekur hann áfram?  Ærumissir, töp í dómsmálum, tekjumissir og hótun um fangelsi í tugi ára hefur hann þurft að búa við síðan hann hóf pólitískan feril.  Íslendingar sem hafa lært að "hata" hann í gegnum bandaríska fjölmiðla, gera sér ekki grein fyrir hvað hann var áberandi persóna í bandarísku þjóðfélagi og vinsæll.  Oprah Winfrey var t.d. vinkona hans, Clinton hjónin og fleiri demókratar en hann varð person non grata eftir að hann bauð sig fram fyrir repúblikana og hann kallaður trúður!

Margoft í gegnum tíðina var hann spurður út í pólitík og hann hafði sína skoðun. Það skein og skín í gegn stolt hans af Bandaríkjunum. Þá býsnaði hann yfir velgengni Japana en nú eru það Kínverjar. Sumir telja að hann hafi ákveðið að fara í pólitík þegar Obama niðurlægði hann í gala veislu en þá hafði Trump gert athugasemdir við ríkisborgararétt hins síðarnefnda.

Trump er gríðarlega metnaðarfullur, fullur sjálftraust sem kaupsýslumaður og hann hefur á ákveðnum tímapunkti að taka við stærsta "fyrirtæki" heims, Bandaríkin og ná árangi. Að sjálfsögðu er hann að búa til arfleifð um sjálfan sig. Hann ætlar að fara í sögubækurnar sem bjargvættur Bandaríkjanna. En hann greinilega "elskar" Bandaríkin, vei óvinum þeirra!

Við erum í miðri sögu, saga Trumps er hálfnuð. Nú þegar hefur myndast goðsögn í kringum manninn, enda lifað af tvær morðtilraunir (sem er líka einstakt í sögunni). Hann ætti ekki að vera hérna á meðal okkar en er samt.

 


Sjálfstæðisflokkurinn stendur sig einn flokka vel í varnarmálum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið málaflokkinn sig varða og ekki látið standa við orðin tóm. Utanríkisráðherrann okkar hefur verið skellegg í varnarmálum og ekki gleymt því að hún er í senn utanríkis- og varnarmálaráðherra. Það sem bloggritara greinir á við hann er pólitíkin, þ.e.a.s. afskipti af erlendum stríðum og ágreiningi milli ríkja. 

Ritari hefur bent á að herstöðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið opin og í "fullum rekstri" um árabil. Það sem hefur breyst er að fleiri NATÓ-ríki koma að rekstrinum og varanleg viðveru hermanna. Herstöðin er því sannarlega orðin að NATÓ herstöð. Að meðaltali dvela um 300-400 hermenn á varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Þetta má lesa í nýrri skýrslu: Samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum

Mikil uppbygging á sér stað á svæðinu og Helguvík er að breytast í flotastöð en það er t.d. verið að byggja lengri viðlegukant í höfninni og byggja olíutanka og margt fleira sem ekki er talið upp hér. Í raun risa uppbygging og fjárfest fyrir tugir milljarða.  NATÓ og Bandaríkjamenn borga að mestu reikninginn en Íslendingar leggja sitt fram.

Til marks um að það er ekki verið að tjalda til einnar nætur er að það er verið að reisa ný fjölbýlishús fyrir hermenn innan varnarsvæðisins.  Það endurspeglar í raun limbóið sem varnarmálin eru í, því að Kaninn skildi eftir hverfi íbúðahúsa, blokka hverfi, sem Íslendingar eignuðust og eru í ábúð fjölskylda. Hvar eru þá nýju íbúðirnar fyrir hermennina? Og hverjar eru þá framtíðaráætlanir varðandi herstöðina? Ætlar Bandaríkjaher að koma til baka formlega séð?

Viss óvissa hefur verið eytt er varðar þátttöku Íslendinga sjálfra en þeir takið á sig meiri stjórnsýslulega ábyrgð. Athygli vekur að um 100 manns starfar beint eða óbeint við varnarmál á vegum Íslands, hérlendis og erlendis og varnarmálaskrifstofa hefur verið efld með ráðningu sérfræðinga.

Aðrar stofnanir og ráðuneyti hafa tekið á sig meiri ábyrgð, sérstaklega dómsmálaráðuneytið, Landhelgisgæslan, ríkislögreglustjóri og íslenska netöryggissveitin (CERT-IS). Á grundvelli þjónustusamnings felur utanríkisráðuneytið varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna á Íslandi. Þetta er allt gott og blessað en limbóið varðandi stjórnsýslulega ábyrgð er enn viðvarandi. Það vantar sérstaka stofnun - Varnarmálastofnun - til að halda utan um alla þræði.

Framlög Íslendinga hafa aukist árlega umtalsvert. Frá rúmum milljarði 2016 til sex og hálfan milljarð árið 2024.  Athygli vekur að fjárframlagið eykst milli áranna 2023 og 2024 um milljarð. Hvers vegna? Jú, það á að eyða þessum peningum að hluta til í tilgangslaust stríð í Úkraínu.

Í kafla sem ber heitið: "Framlög í sjóði til stuðnings Úkraínu" á bls. 13 (sem kemur varnarmálum Íslands ekkert við, er lagt í alþjóðlegan sjóð til stuðnings Úkraínu sem Bretar leiða (InternationalFund for Ukraine - IFU) sem styður kaup á hergögnum. Á mannamáli þýðir þetta að Íslendingar eru að kaupa vopn og senda til stríðsaðila!

Svo segir: "Ísland leiðir ásamt Litáen ríkjahóp sem styður verkefni sem tengjast sprengjuleit og -eyðingu í Úkraínu og í tengslum við þann hóp hefur verið settur á fót sjóður til að styðja slík verkefni." Er hér um fjárframlag að ræða eða bein þátttaka í sprengjuleit og -eyðingu?

En það er samt margt jákvætt við framlag Íslands til Úkraínu en ætti ekki að flokkast undir varnarmál heldur neyðaraðstoð. Til dæmis kaup á færanlegu sjúkrahúsi í 10 gámaeiningum sem bráðamóttöku læknir sagði mér að væri betri en bráðamóttaka Landsspítalans! Meiri afkastageta og fleiri legurými! Er ekki hér ekki rangt gefið? Kostnaðurinn kemur á óvart, aðeins 1,1 milljarður. Í skýrslunni segir: "Sjúkrahúsið samanstendur af tíu gámaeiningum sem mynda fullbúið sjúkrahús sem starfað getur sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. Sjúkrahúsið var afhent Úkraínu haustið 2023." Af hverju ekki að setja svona bráðabirgða sjúkrahús fyrir framan Borgarspítalann gamla á meðan það er verið að reisa nýja Landsspítalann?

Lítum aftur á bls. 16 á töflu um fjárlög til varnarmála. Þar kemur í ljós að Íslendingar byrja að senda peninga til Úkraínu árið 2022 og nam sú upphæð hálfan milljarð. Árið 2023 er upphæðin komin upp í tvo milljarða og 2024 er upphæðin komin í 2,2 milljarða.  Þetta þýðir að þriðjungur fjármagns sem er ætlað í varnarmál fer í erlent stríð. Hvernig fer þetta fram hjá fjölmiðlamönnum og hvers vegna er ekki spurt af hverju framlag til stríðs í erlendu ríki er sett undir varnarmál Íslands? Við getum ímyndað okkur rökin en kannski væri betra að aðskilja reikninginn? Ekki segja að þetta sé tengt NATÓ, það hernaðarbandalag er ekki í formlegu stríði við Rússa. Við erum ekki skyldug til að senda peninga til Úkraínu, við gætum gert þetta undir hatti mannúðaraðstoðar.

Þetta tengist heldur ekki kröfunni að 2% af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál samkvæmt samþykkt NATÓ ríkjanna frá 2014. Aðeins 23 af 32 NATÓ-rikjum hefur tekist að ná því markmiði. Ísland mun seint ná 2% markmiðinu. Hef lesið (selt það ekki dýrara) að um 0,02% fari í varnarmál og þar af þriðjungur í erlent í stríð!

Það er eðlilegt að Landhelgisgæslan sjái um "líkamlega" framkvæmd varnarmála í rekstri ratsjárstöðva, þátttöku í varnaræfingum o.s.frv.

Lokakafli skýrslunnar heitir Næstu skref er sagt að hafin er vinna við að móta varnarmálastefnu til lengri tíma. Þessi vinna mun fara fram í samráði við  utanríkismálanefnd Alþingis, þjóðaröryggisráð og önnur ráðuneyti og stofnanir.  Það er vel en Íslendingar geta ekki endalaust treyst á að erlendir hermenn eða erlend ríki geti verndað Ísland. Ekkert ríki í heimi er herlaust og Ísland er það ekki heldur í raun. Við höfum bara úthýst herþjónustan til NATÓ-ríkja. Við getum alveg tekið yfir fleiri varnaþætti, jafnvel stofnsett heimavarnarlið eða smáher.

Svo er það framtíðin.  Það varð ljóst þegar Bandaríkin þurftu að berjast á tveimur vígstöðvum, í Írak og Afganistan, að þeir réðu ekki við verkefnið og það gegn veikum andstæðingum.  Samkvæmt herkenningu þeirra á Bandaríkjaher að getað háð tvö stríð samtímis en það er alveg ljóst að ef hann lentir í átökum við alvöru herveldi, svo sem Kína, þá er jafnvel hætta á að hann tapi þeirri viðureign. Hvað gera Íslendingar þá? Þá er hætta á að margir aðilar fari af stað. Munum eftir Kóreustyrjöldinni þegar Bandaríkjamenn börðust beint við Kínverja, hingað var sent herlið því talið var á heimsstyrjöld. En geta þeir það næst? Bandaríkjaher er enn öflugusti her heims en hann hefur samt sín takmörk.

Að lokum, hvernig munu valkyrjurnar taka á varnarmálum? Verða þau tekin alvarlega? Stendur það ekki enn sú fullyrðing að Sjálfstæðisflokkurinn einn taki málið föstum tökum? 

En við megum ekki gleyma því að Landhelgisgæslan er fjársvelt. Ekki einu sinni til aurar fyrir hreyfla á einu eftirlitsflugvél hennar. Það hefði mátt eyða þessum tveimur milljörðum sem fara í ár til Úkraínu í að kaupa nýja hreyfla eða efla starfsemi hennar á annan hátt. Kannski gætu menn vera séðir og tengt varnarfjárlög beint við LHG og sett alla varnarþætti undir hennar umsjón? Það verður hins vegar ekki gert nema með breyttum lögum.  Þarna skapast tækifæri fyrir LHG að fara beint í sjóði NATÓ sem eru digrir þessi misseri og geta kostað starfsemi hennar.


Að skera niður ríkisútgjöld

Musk og Ramaswarny hafa fengið það hlutverk að skera niður ríkisútgjöld bandarísku alríkisstjórnarinnar en það er hægara sagt en gert.

Samkvæmt frétt CNBC í seinustu viku eyddi alríkisstjórnin árið 2023 samtals 6.1 billjón Bandaríkjadala í alríkis kostnað, samkvæmt fjárlagaskrifstofu þingsins sem er óflokksbundin. Af þessum 6,1 billjónum dala voru um 3,8 billjónir dala þegar útilokaðir vegna niðurskurðar á fyrsta degi, lagalega skylt að fara í lögboðnar útgjaldaáætlanir eins og almannatryggingabætur fyrir starfsmenn á eftirlaunum, Medicare umfjöllun og lífeyrir fyrir uppgjafahermenn.

Eftir það voru u.þ.b. 650 milljarðar dollara settir til hliðar til að greiða vexti af ríkisskuldinni.

Þetta skildi eftir 1,7 billjónir dala fyrir allt annað, þekkt sem valbundin fjármögnun. 805 milljörðum dollara af þessu var eytt í landvarnir, að mestu ósnertanlegur pottur af peningum. Að lokum var afganginum skipt niður á alríkisdeildirnar sem sinna miklu af sýnilegu, daglegu starfi stjórnvalda og stofnanna.

Það er því ljóst að ekki verður hægt að skera niður $2 billjónir dollara. En það er hægt að skera niður og það er viðurkennt. Það fer t.d. $150 milljarðar í hælisleitendur árlega, tugir ef ekki hundruð milljarðar í stríðið í Úkraínu og nú ætlar að Biden að henda $1 milljarð í aðstoð handa Afríku.  Á meðan eru ríkisskuldirnar komnar í $36 trilljónir dollara.

En Trump liðar ætla ekki bara að skera niður, það á líka að búa til tekjur fyrir ríkissjóðinn. Og það þrátt fyrir skatta lækkana áætlun sem á að raungerast þegar á næsta ár. Það er gert með því að setja efnahagskerfið á yfir snúning og þar skiptir orku kostnaður miklu máli enda knýr hann atvinnulífið. Einnig að afreglu gera regluverk fyrir atvinnulífið, setja tolla á vörur frá andstæðingum Bandaríkjanna, svo sem á kínverskar vörur o.m.fl. Það á sem sé að stækka þjóðarkökuna.

Tekjuskattur var komið á 1913 en áður voru það tollar sem aðaltekjulind alríkisstjórnarinnar. Það er hægt að afla tekjur á annan hátt, t.d. með virðisaukaskatti. Á Íslandi er hæsta skatttekjumarkið 46%! Er þetta ekki rán?

 



Úr öskunni í eldinn?

Bashar al-Assad forseti Sýrland hefur flúið land. Ekki er vitað hvort hann er lífs eða liðinn.  Spurningin er hvort þetta séu slæm eða góð tíðindi. Þetta eru slæm tíðindi ef harðlínu múslimar taka við en góð ef það verða stjórnarskipti og landið sameinast. Kúrdar eru líklegir til að fá sjálfstjórn, jafnvel eigið ríki. Hver getur stoppað þá? Bara Tyrkir.

Líklega eru þetta góð tíðindi fyrir Ísrael sem hafa átt óvin í Sýrlandi frá upphafi ríkisins. Íranir sakna góðan bandamann en nú verður erfiðara fyrir þá að vopna Hezbollah í gegnum leiðir í Sýrlandi. Spilaborgin í Íran er að falla og áhrif Rússa í Miðausturlöndum að minnka. Nú er bara Íran eftir. Sjálfir eru þeir þreyttir á stríðinu í Úkraínu og í viðtali utanríkisráðherrans Lavroc við Tucker Carlson má greina þeir bíða eftir að Trump taki við völdum svo hægt sé að semja um frið.


Hver á Donbass og Krímskaga? Hver á hvað yfirhöfuð?

Bloggritari lenti í skemmtilegum rökræðum um hver á hvað í Úkraínu. Spurningunni um Krímskaga reyndi hann að svara í upphaf núverandi átaka fyrir rúmum tveimur árum.  Engar fyrirfram ákveðnar niðurstöður gefnar, eða rökum safnað fyrir aðra hlið, bara eins og á að vera í sagnfræðilegum rannsóknum, gögnum safnað og niðurstaða fundin. 

Niðurstaðan kom á óvart og þó ekki. Krímskagi tilheyrir Rússlandi sögulega séð. Sjá hér: Hver á Krímskaga? Persónulega er ritara nákvæmlega sama hver á hvað. En fullyrðingar verða vera réttar og niðurstöður líka.

En hér kemur vandinn, við hvaða ártal eða öld á að miða þegar talað er um eignarrétt ríkis á landsvæði í Evrópu?  Hér á þessu bloggi hefur margoft verið komið inn á að landamæri Evrópu eru fljótandi í bókstaflegri merkingu. Líkja má þessu við bútasaum í teppi sem sífellt er verið að bæta við, taka úr eða stækka. Eru til dæmis núverandi landamæri Þýskalands réttlát? Held að fáir Þjóðverjar taki undir það. Eða landamæri Spánar, þar sem Baskar hafa gert tilkall til eigin lands eða Katalónía? Eða eru Danir ánægðir með sín landamæri o.s.frv. Meira segja í eyríki eins og Bretland, hafa landamærin verið síbreytileg. Get haldið áfram á nokkrum bls. en sný aftur til Rússlands.

Hvað er Rússland? Landið er sambandsríki, líkt og Þýskaland. Innan ríkisins eru mörg sjálfstjórnarríki og sum þeirra krefjast sjálfstæðis. Kíkjum á nokkrar kröfur: Koenigsberg: 72,1% fyrir sjálfstæði frá Moskvu, 27,9% á móti. Ingria: 66,2% með sjálfstæði, 33,8% á móti. Kuban: 55,7% fyrir sjálfstæði, 44,3% á móti. Síbería: 63,9% fyrir sjálfstæði, 36,1% á móti. Hér erum við ekki einu sinni að tala um viðurkennd sjálfstjórnarsvæði heldur kröfur íbúa! Og þjóðir og kynþættir í Rússlandi eru fleiri en ætla mætti. 

Kíkjum á uppbyggingu Rússlands í núverandi mynd: Rússneska sambandsríkið inniheldur 21 lýðveldi, 9 landsvæði, 46 svæði, 1 sjálfstjórnarsvæði, 4 sjálfstjórnarumdæmi og 2 borgir sem falla undir sambandsríkið: Moskvu og St. Pétursborg.  Líkt og Kína hefur Rússland haft breytileg landamæri í gegnum söguna. Öll svæði innan þeirra geta gert kröfur um sjálfstæði.

En Rússland á það sammerkt með Kína og Bandaríkin, að hafa þrátt fyrri töp stækkað hægt og bítandi í gegnum aldir.  Nú eru öll þessi ríki stórveldi og risaríki (get bætt við Indland ef menn vilja). Og þau vilja öll meira landsvæði (líka Bandaríkin sem þykjast ekki vilja meira - minni á tillögðu um kaup á Grænland og ótal tilköll til smáeyja í Kyrrahafi).

Komum aftur að Donbass, hver á svæðið? Þá verður að svara þeirri spurningu, hver eru raunveruleg landamæri Úkraínu? Þessari spurningu er nánast vonlaust að svara. Landið hefur eins og öll Evrópuríki tilheyrt hinu og þessu ríkjum í gegnum söguna, stækkað eða minnkað.

Reyndum samt að koma böndum á umfjöllunarefnið: Á 14. og 15. öld varð meirihluti úkraínskra landsvæða hluti af stórhertogadæminu Litháen, Rúteníu og Samogítíu, en Galisía og Zakarpattía féllu undir stjórn Pólverja og Ungverja. Litháen hélt staðbundnum rúþenskum hefðum og var smám saman undir áhrifum frá rúþenskri tungu, lögum og menningu, þar til Litháen varð sjálft undir pólskum áhrifum, í kjölfar sambands Krewo og sambands Lublin, sem leiddi til þess að tvö lönd sameinuðust í pólsk-litháíska samveldið og skildu eftir úkraínska. lönd undir yfirráðum pólsku krúnunnar. Á sama tíma var Suður-Úkraína undir yfirráðum Gullna hjarðarinnar og síðan Krímskanatsins, sem var undir vernd Tyrkjaveldisins, stóru svæðisveldisins í og við Svartahafið, sem hafði einnig nokkur af sínum eigin svæðum sem stjórnað var beint.

Það er því ljóst að engin niðurstaða fæst af þessari söguskoðun en athyglisvert er að t.d. Pólverjar renna hýru auga til Vestur-Úkraínu ennþá daginn í dag sem og fleiri lönd.

Við verðum að fara nær í tímann og líta sérstaklega á Donbass svæðið. Hér koma upplýsingar af netinu - Wikipedía: "Svæðið hefur verið setið um aldir af ýmsum hirðingjaættkvíslum, svo sem Skýþum, Alana, Húnum, Búlgarum, Pekksekkum (e. Pechenegum), Kipsakka, Túrkó-Mongólum, Tatörum og "Nogais" sem ritari kann ekki að þýða. Svæðið sem nú er þekkt sem Donbas var að mestu óbyggt þar til á síðari hluta 17. aldar, þegar Don kósakkar stofnuðu fyrstu varanlegu byggðirnar á svæðinu."

ChatGPT kemur með sömu niðurstöðu en segir svo: Svæðið komst undir rússneska heimsveldið (seint á 17. öld - 1917). Smám saman jókst rússnesk yfirráð yfir Donbas hófst seint á 17. og 18. öld sem hluti af herferðum Rússlands gegn Ottómanaveldi og Krímskanata.  Katrín mikla stuðlaði að landnámi og iðnvæðingu seint á 18. öld, bauð þangað erlendu starfsfólki og þróaði kolanám.

Þá komu kommúnistar til sögunnar og Sovétríkin urðu til. Til varð Úkraínska alþýðulýðveldið (1917–1920). Í rússneska borgarastyrjöldinni skipti svæðið margoft um hendur milli úkraínskra hersveita, hvít Rússa og bolsévika. Bolsévikar treystu að lokum yfirráðin og Donbas varð hluti af úkraínska sovéska sósíalíska lýðveldinu innan Sovétríkjanna. Innan sama ríkis - Sovétríkin - voru bæði núverandi ríki Úkraína og Rússland. Þá varð svæði iðnaðarmiðstöð (1920–1991). Donbass varð mikil iðnaðar- og námumiðstöð undir stjórn Sovétríkjanna, óaðskiljanlegur hluti af efnahag ríkjasambandinu.

Svo hrundu Sovétríkin. Eftir fall Sovétríkjanna urðu Donbashéruðin tvö hluti af sjálfstæðri Úkraínu. Hins vegar, sterk söguleg tengsl þess við Rússland og umtalsverða rússneskumælandi íbúa, gerðu það menningarlega og pólitískt aðgreint frá öðrum landsvæðum í Úkraínu. Samdráttur í efnahagslífinu á tíunda áratugnum leiddi til ólgu og óánægju á svæðinu og endaði með Eftir Euromaidan-byltinguna 2014 í Úkraínu og innlimun Rússa á Krím, lýstu aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum yfir sjálfstæði í hlutum Donetsk og Luhansk héruðanna.Rússar studdir þessa uppreisnaraðila - Donetsk alþýðulýðveldið (DPR) og Luhansk alþýðulýðveldið (LPR) - hafa stjórnað verulegum hluta svæðisins síðan þá. Átökin stigmagnuðust í allsherjar stríð með innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, þar sem Moskvu sögðust innlima svæðin í september 2022 og hér standa málin stálin stinn er þetta er ritað.

Athyglisverðasta niðurstaða um landamæradeilu Evrópuríkja kom í kjölfar ósigurs Napóleons Í Napóleon styrjöldunum með Parísar friðargjörðinni 1814-15. Segja má að þessi niðurstaða ætti að endurspegla að mestu raunveruleg landamæri Evrópuríkja (tek ekki með sameiningu ríkja sem síðar urðu Þýskaland og Ítalía). Þarna skapaðist hundrað ára friðartímabil. Önnur niðurstaða varð í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og skapaði bara 70 ára friðartímabil (Júgóslavíu stríðið var borgarastyrjöld) enda þau landamæri sköpuð með ofbeldi, ekki friðarsamningi líkt og í París 1815.

Stríðið í Úkraínu í dag er bein afleiðing upplausnar heimsveldisins Sovétríkin 1991. Niðurstaðan er ekki enn komin hjá flestum, ef ekki öllum fyrrum 15 Sovétríkjunum. Skammsýni stjórnmálamanna hefur leitt til núverandi stríðs. Hægt hefði verið eins og gerðist 1991 að leysa ágreiningsmál diplómatískt.

Rússland í núverandi mynd hangir á bláþræði í bókstaflegri merkingu. Rússar hafa ekki efni á að tapa þessu stríði, því annars getur allt farið í bál og brand innanlands.

Varðandi landamærakröfur, þá verða allar Evrópuþjóðir að miða við ákveðið tímabil og fara ekki of langt aftur í tímann. Mörg eru gerviríkin í Evrópu, Belgía og Holland eru dæmi. Kannski best að taka 19. öldina sem viðmið og fyrirmynd?

Spurningin um hver á Donbass svæðið er hreinlega pólitísk. Varanleg niðurstaða kemst á ef samið er diplómatískt líkt og í París 1815. Þvinguð landamæri líkt og komust á í lok seinni heimsstyrjaldar leiða ekki til varanlegan friðar (sbr. upplausn Júgóslavíu og Úkraínu). Það kraumar víðsvegar um Evrópu óánægja (dæmi um það er Kósóvó). Getur meistari samninganna Donald Trump komið á varanlegum friði?

P.S. Núverandi utanríkisráðherra mætti fara í sögunám áður en hann (hún) rífur kjaft um deilumál Evrópuríkja um landamæri. Þetta er púðurtunna sem Íslendingar hafa sloppið við að taka þátt í gegnum aldir vegna þess að við eru norður í ballarhafi og getað slepp að hafa standard her. Hún á að láta málefni Georgíu og Úkraínu í friði sem og önnur deilumál. Við erum engir beinir þátttakendur í Evrópu pólitíkinni, sem betur fer. Og við ættum að varast að dragast inn í þau með að ganga í ESB. Það bandalag getur hæglega breyst í hernaðarbandalag eins og sumir Evrópu leiðtogar láta sig dreyma um.

Að lokum, það skortir sérfræðiþekkingu í stjórnkerfið. Inn í það velst lögfræðinga stóð sem hafa bara vit á lögum en þeir vita lítið um alþjóðastjórnmál, sagnfræði eða hernaðarfræði. Þess vegna væri gott að endurreisa Varnarmálastofnun sem gæti sinnt og deilt rannsóknar- og ráðgjafaþættinum til misvitra ráðherra. Þetta á sérstaklega við um utanríkisráðuneytið.


Trump hefur myndað skuggastjórn og er farinn að stjórna "heiminum"

Allir vegir liggja til Mar-o-lago þessa daganna.  Þar situr Trump og vinnur hörðum höndum að stjórnarstefnu sinni.  Allar aðgerðir sem á að gera á degi eitt, 20. janúar eru undirbúnar og fyrstu 100 dagarnir skipulagðir. Sendinefndir Trumps eru sendar út um allt, til að leysa erfiða alþjóðahnúta.

Í stað þess að þjóðarleiðtogar streymi til Washington DC að hitta "lame duck" forsetann, Joe Biden, fljúga menn beint til Flórída.  Biden náði því afreki að náða son sinn af glæpaverkum 10 árum aftur í tímann, stökk upp í flugvél strax á eftir og flaug til Afríku. Þar sást seinast til hans sofandi á ráðstefnu Afríkuleiðtoga!

Allur heimurinn er bókstaflega að búa sig undir komu Trumps. Allir vita á hverju er von, fjögurra ára forsetatíð Trump varðar veginn. Mexíkó er farið að leysa upp hælisleitendalestirnar, olíufurstarnir farnir að skipuleggja olíulindir og -pípur, lokun landamæra undirbúin, skattalækkanapakki undirbúinn og niðurskurðarhnífurinn er skerptur, Repúblikanaflokkurinn ætlar að hittast allur, úr báðum deildum, og línur lagðar, sem er einstakt. Hér er einstakt tækifæri, glugginn sem er opinn aðeins í tvö ár og allir andstæðingar Trumps úr flokknir horfnir. Meira segja Demókratar sumir hverjir ætla að vinna með karlinum. 

Áhrif endurkomu Trumps er mikil.  Íran ætlar greinilega ekki að ráðast á Ísrael eins og hótað var, líklegra er að Ísraelmenn hafi fengið grænt ljós frá Trump að herja á Íran rétt áður en hann tekur við embættið. Trump hótar út og suður, til að vera viss um að taka við friðarbúi.  Pútín veit að hann á von á samningi, hagstæðum eða óhagstæðum og hugsanlegan frið.  Friðarpakkinn er örugglega tilbúinn, bara að fara eftir honum.

Trump-liðar tala um að senda sérsveitir Bandaríkjahers á mexíkönsku eiturlyfja- og mansalhringina, ýja jafnvel að innrás ef Mexíkóar taki ekki stjórn á landamærum sínum. Það sem er næsta líklegt er að eiturlyfjahringirnir verða lýstir hryðjuverkasamtök og þannig verður réttlætur hernaður gegn þeim. Bandaríkjamenn er efst í huga að rúmlega 100 þúsund manns deyja árlega af Fentanyl sem streymir yfir landamærin.

Trump hótar BRIC þjóðum hörðum tollum og bitcoin sem hann styður náði sögulegu hámarki í vikunni. Milton Friedman gæti ekki verið stoltari ef hann væri meðal okkar. Hann væri sérstaklega hrifinn af DOGE. Nýjasta nýtt er að þúsundir ríkisstarsmanna eru að breyta ráðingasamninga sína, þannig að þeir geti unnið heima næstu fimm árin! Stór hluti þeirra vinnur nú heima.

Menningarstríð er framundan eða hvað?   Woke menningin virðist vera að líða undir lok. Tæknirisarnir Microsoft og Facebook hafa friðmælst við Trump. Stórfyrirtækin eru hætt að ota fram woke stefnu og Bandaríkjaher verður tekinn í gegn. Sumir segja að transfólkið verði bókstaflega rekið úr hernum, en það er um 15 þúsund manns. Hugsanlega lætur hann nægja að stoppa ráðningu þess eins og hann gerði síðast.

Forgangsverkefni Trumps stjórnarinnar eru hælisleitendamál, lokun landamæranna og herinn. Nú var að koma í ljós í skýrslu að hælisleitendur kosti þjóðarbúið $150 milljarða árið 2023! Þá er ótalin óbeinn kostnaður. Þar fór þau rök þeirra sem segja að hælisleitendur séu svo nauðsynlegir atvinnulífinu og allir græða. Hver einasti Bandaríkjamaður (allir meðtaldir) borgar að meðaltali $957 dollara í hælisleitendakerfið á ári sem gerir um 120 þúsund krónur en hér á Íslandi er kostnaðurinn 60 þúsund krónur á hvern Íslending og er þó hár.

Sama er að segja um Pentagon, sem hefur ekki getað skilað inn árskýrslu síðastliðna sjö ára og hundruð, ef ekki milljarða dollara horfnar og enginn veit hvað varð um. Gagngerð siðbót fer þar fram. Fróðlegt verður að sjá viðureign Trump-liða við FBI og CIA en þar á Trump marga óvini sem hafa hvað þeir hafa getað gert reynt að bregða fæti fyrir honum, allar götur síðan 2015.  CIA er sérstaklega hættulegt í röngum höndum. Þar verður hafa í huga örlög John F. Kennedy and Richard Nixon sem CIA er sagt hafa átt þátt í falli hans.

Trump verður að vera varkár næstu misseri. Morðingjar og morðsveitir eru enn á eftir honum. Þótt bandaríska þjóðin styðji stefnumál hans, meira en hann sjálfan, eru margir á móti breytingunum sem hann boðar. Þar er djúpríkið fremst, milljónir ríkisstarfsmanna og embættismanna. Hugsanlega verða ráðuneyti færð úr Washington DC til einstakra ríkja.

Mótspyrna Demókrata er engin þessa dagana. Demókratar eru sundraðir, enginn leiðtogi í augnsýn og sérfræðingar segja að það geti tekið nokkur ár fyrir flokkinn að ná vopnum sínum aftur. Seinast sást til Kamala Harris í sjónvarpsávarpi, að því virðist drukkin en Biden sofandi á alþjóðaráðstefnu eins og komið var inn á. Ætlun fylgismanna Biden er á enda metrunum að valda sem mestum skaða og má sjá það meðal fárra aðgerða sem koma frá Wasington DC.


Ríkisendurskoðun þyrfti að fara í DOGE endurskoðun?

Á vefsetri Ríkisendurskoðunar segir þetta: "Sjálfstæði embættisins felst í því að þótt það heyri stjórnskipulega undir Alþingi þá velur hún sjálf og skipuleggur verkefni sín. Ríkisendurskoðun er því í senn sjálfstæð gagnvart Alþingi og algerlega óháð framkvæmdarvaldinu. Að þessu leyti er staða Ríkisendurskoðunar svipuð og systurstofnana hennar í nágrannalöndunum. Hvarvetna er litið svo á að sjálfstæð staða sé forsenda þess að ríkisendurskoðanir geti sinnt hlutverki sínu....Starfsfólk er um 50 á tveimur starfsstöðvum." Mætti skera hér niður?

Þetta er gott og blessað svo langt sem þetta nær. En Ríkisendurskoðun er eins og nafnið gefur til kynna, endurskoðun.  Hún hefur ekkert vald til að stöðva stofnanir og ráðuneyti að fara yfir fjárframlagið sem viðkomandi stofnun fær. Með öðrum orðum, getur hún skammast eins og hún vill, lagt til hagræðingu en hefur ekkert vald til að skera niður.  Þess vegna væri ekki svo vitlaust farið verði í að stofna "Hagræðingardeild ríkisins" eða DOGE (e. Department of Government Efficiency) eins og ríkisstjórn Trumps ætlar að koma á. Í raun þyrfti ekki að bæta neinni stofnun við (stækka bálknið) heldur að breyta lögum um Ríkisendurskoðun. 

Þetta verður aldrei að veruleika hér á landi, enda stjórnkerfið hér steinrunnið og stjórnmálamennir ákafir í að eyða peningum eins og sé enginn morgundagurinn. Kannski mætti gera þetta tímabundið undir stjórn ákveðins stjórnmálaflokks en Miðflokkurinn hefur lýst áhuga á þessu og stofna til niðurskurðarnefndar tímabundið. Hins vegar er framundan vinstri-miðjustjórn og búast má við skattahækkunum, þjóðaratkvæðisgreiðslu um inngöngu í ESB, meira ríkisbálkn en meiri aðgerðir.  Það verður skriður á orkumálunum, húsnæðismálunum og samgöngumálum.  Fráfarandi stjórn sem var stjórn kyrrstöðu, er gott að sé farin frá.

Talað er um að næsta ríkisstjórn verði "valkyrjustjórn". Öllu heldur verður hún skattdrottningastjórn enda eyðsluklær innanborðs. Engir þessara flokkar voru með skattalækkanir á dagsskrá.

 


Er Ísland á leið í ESB?

Það eru ekki bara Miðflokksmenn sem halda að nú sé verið að mynda ESB ríkisstjórn, heldur einnig útlendingar. Sagt var fyrir kosningarnar að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningar, þegar það var í raun Flokkur flokksins.

Blokkritari mat það rétt á sunnudaginn, að Framsókn væri ekki í myndinni og vildi vera í stjórnarandstöðu. Þá geta ESB flokkarnir Samfylkingin og Viðreisn aðeins myndað ESB stjórn með Flokk fólksins (FF). FF getur nefnilega myndað borgaralega stjórn með Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum eða vinstri stjórn með Samfylkingunni og Viðreisn.

Sá síðarnefndi flokkur telst seint vera hægri flokkur því að flokksmenn komu ekki bara úr vinstri arm Sjálfstæðisflokksins, heldur einnig úr Samfylkingunni. ESB flokkarnir eru tvíburaflokkar.  Það verður því komið aftan að kjósendum og þeir stungnir í bakið með væntanlega aðildarviðræðum við ESB. Og þá þurfa ESB-sinnar enn á ný að læra sömu lexíu og áður, að ESB gefur ekkert eftir í sjávarútvegismálum og orkumálum. Hvað er þá eftir að semja um?

Vilja ESB flokkarnir virkilega gefa eftir tugi fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið undir hatt EFTA? Nú síðast í vikunni við Taíland?  Ef Ísland gengur í ESB er EFTA úr sögunni og þar með EES. Verður bókun 35 sett í forgangi undir forsæti Katrínar eða Kristrúnar? Fullveldisstaða Íslands lítur ekki vel út þessa daganna.

 


Hvaða kosningakerfi er sanngjarnt?

Nú kvarta vinstri jaðarflokkarnir (vill ekki nota öfga stimpilinn eins og vinstri nota á jaðar hægri menn, er of hlutdrægt hugtak) yfir lélegu gengi. Þeir skutu sig í fótinn með því að vera með of marga flokka á jaðrinum, þ.e.a.s. Sósíalistaflokkurinn, VG og Píratar. Þannig að þar er alveg stuðningur við vinstri jaðar stefnu ef fylgi þeirra er lagt saman.

En spurningin er hvort skattgreiðendur eigi að vera halda uppi flokkum sem ekki eiga erindi inn á þing? Miðað er við 2-4% fylgi almennt í Evrópu til þess að flokkurinn komist á ríkisjötuna. Af hverju í ósköpunum eigum við kjósendur að halda uppi slíkum flokkum? Náðu ekki einu sinni lágmarki sem er 5%. Þetta sama gildir um flokkanna sem komust á þing. Af hverju að hafa þingflokka ríkisrekna?

Kosningakerfið hérna er alveg nógu sanngjarnt. Það þarf ekki annað en að líta á kosningakerfin i enskumælandi löndum og sérstaklega á Bretland til að sjá hvers mörg dauð atkvæði falla dauð niður. Sigurvegarinn tekur allt í raun.

Sjá slóðina: Úrslit bresku þingkosinganna endurspeglar lýðræðishalla Bretlands

"Verkamannaflokkurinn fær 9,6 milljónir atkvæða en 412 sæti, Íhaldsflokkurinn fær 6,8 milljónir atkvæða en 121 sæti og UK Reform í Bretlandi fær 4 milljónir atkvæða en aðeins 4 sæti og Frjálslyndi demókrata flokkurinn fær 3,6 milljónir atkvæða og 71 sæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fær 5 sæti með aðeins 172 þúsund atkvæði. Er eitthvað að þessari mynd?" segir í greininni.

Það er kannski frekar spurning hvort lágmarkið sé ekki of lágt sett? 5% eða 10%? og fá kannski sterkari ríkisstjórn eins eða tveggja stjórnarflokka.  Það er kannski hægt að vinsa úr örflokkanna með því að hafa þak meðmælenda mjög hátt. Það kemur því strax í ljós hvort viðkomandi flokkur á erindi í kosningabaráttu eða á þing.

Það er margt hér sem er kostnaðarsamt. Við eru hér með fokdýrt forsetaembætti, sem kostar milljarða að reka í örríki. Stofnanaríkið íslenska er yfirþyrmandi og kosnaðurinn að auki. 

Það er athyglisvert að Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að koma upp "hagræðingadeild" í anda ríkisstjórnar Trump sem er ekki einu sinni byrjuð að starfa en farin að hafa áhrif um allan heim. En þetta er efni í aðra grein.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband