Dimmar verksmiðjur og gervigreindin

Fólk veit af því að ákveðin bylting á stað með gervigreindina. En það skilur ekki umfangið, hraðann og afleiðingarnar. Afleiðingarnar eru og verða stórbrotnar og munu koma fram innan fimm ára, ekki áratuga. Sumir segja að árið 2927 verði tímamóta árið og ekki verði aftur snúið frá þeim tímapunkti.  

Störf munu glatast og eru að glatast nú þegar. Dæmi. Gervigreindin gerir heilu þjóðvegina án mannlegrar þátttöku, smíðar heilu húsin, býr að mestu til nýja bíla o.s.frv. Nýjasta nýtt eru svo kölluðu "dark factorties" eða "myrkviðar verksmiður". Slíkar verksmiðjur eru þegar til í Kína og Evrópu, líka Ameríku. Hugtakið felur í sér að þessar verksmiðjur þurfa ekki á lýsingu eða hita að halda, því að aðeins róbótar/vélmenni starfa í þessum verksmiðju sem vinna 24/7/365, allt árið um kring. Í dag er gervigreindin að mestu hjálpartæki en er byrjuð að skipta fólk út af vinnustöðum í litlu mæli. 

Nú kann fólk að halda, já þetta er eins og með tölvubyltinguna, þetta mun bæta líf fólks. Önnur störf koma í staðinn, en svo er ekki. Engin önnur störf koma í staðinn.  Öll störf eru í hættu, frá verkamanninum til skurðlækninum. Verra er að gervigreindin er farin að prógramma sjálfa sig án afskipta manna. Í frétt í dag segir íslenskur sérfræðingur að rekja megi a.m.k. 4 dauðsföll á Íslandi til samskipta fólks við gervigreindina.  

Þegar gervigreindin verður eftirlitslaus og án afskipta manna, getur hún þróast í verkfæri illmennskunnar (því hún skilur ekki afleiðingar illmennsku) og hún getur byrjað að leyna upplýsingum fyrir fólk, til að vernda sig eins og dæmi sann.  Í þessu myndbandi má sjá hversu hratt þetta getur gerst og nóta bene, það er gervigreind sem bjó þetta myndband til. Ekkert af þessu "fólki" sem birtist í myndbandinu er raunverulegt fólk.

 

 

Gervigreindin er öflug í dag, en spáð er að hún verið "superintelligence" fyrir 2030. 

Fimm helstu breytingar á gervigreind árið 2025:

1. Meiri samþætting við GenAI forrit

Þegar ChatGPT og aðrir texta- og myndframleiðendur urðu aðgengilegir almenningi voru þeir mikið notaðir og teknir upp af viðskiptateymum um allan heim. Þessi lýðræðisvæðing gervigreindar þýddi að hún er aðgengileg öllum - jafnvel þeim sem ekki höfðu tæknilega þekkingu.

2. Aukin notkun gervigreindar á vinnustað

Önnur þróun sem við munum sjá í gervigreind á þessu ári er hlutverk hennar í framleiðni á vinnustað. Gervigreind getur hraðað og bætt vinnubrögð okkar - sérstaklega hvernig hún sjálfvirknivæðir tímafrek eða endurtekin dagleg verkefni. Hvort sem um er að ræða að slá inn gögn í töflureikni, skrifa uppkast að viðskiptaáætlun eða stjórna gæðum í framleiðsluverksmiðju, þá hefur gervigreind mikla möguleika til að auka framleiðni okkar á vinnustað.

3. Ítarlegri fjölþátta gervigreind

Mörg stór tungumálalíkön (LLM) vinna aðeins úr textagögnum. Fjölþátta gervigreindarlíkön geta hins vegar gripið upplýsingar úr mismunandi gagnategundum, eins og hljóði, myndbandi og myndum, auk texta. Þessi tækni gerir leitar- og efnissköpunartólum kleift að verða óaðfinnanlegri og innsæisríkari og samþætta auðveldlegar öðrum forritum sem við notum nú þegar.

4. Gervigreind mun flýta fyrir vísindarannsóknum og bæta árangur í heilbrigðisþjónustu

Auk áhrifa sinna á viðskipti hafa gervigreindartól einnig mikla möguleika í vísindum og heilbrigðisþjónustu. Í byrjun árs 2025, til dæmis, kynnti Google "kerfi fyrir samvísindamenn sem byggja á gervigreind" sem ætlað er að vera samvinnutól fyrir vísindamenn, fær um að afhjúpa nýja og frumlega þekkingu frekar en aðeins að fara yfir hefðbundnar rannsóknarrit. Tól eins og þetta miða að því að aðstoða vísindamenn og flýta fyrir hugsanlega umbreytandi uppgötvunum.

5. Víðtækari reglugerðir um gervigreind og ítarlegra eftirlit með siðferði gervigreindar

Með útbreiðslu gervigreindar um allan heim er afar mikilvægt að draga úr áhættu sem tengist gervigreind. Ríkisstofnanir og fyrirtæki eins og OpenAI verða að tryggja að gervigreind sé notuð og beitt á ábyrgan og siðferðilegan hátt. Í mars 2024 ræddi Evrópusambandið tímamóta frumvarp um alhliða gervigreind og ætlað taka á áhyggjum neytenda. Það varð að lögum síðar sama ár, í ágúst.

 

Nú er gervigreind komin í raunheiminn, í formi róbóta/vélmenna. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hætturnar sem af því kann að stafa. 

Versta við alla þessa þróun er að hún verður ekki stöðvuð. Því allir eru hræddir við, ef þeir haldi ekki áfram, þá munu óvinirnir gera það. Því gervigreindin fer líka inn í hernaðinn og þá verðum við í djúpum skít.

 


Borgarlínan og umferðatafir

Ritari heyrði  í morgunfréttum að Miðflokkurinn sé að leggja til að þær akgreinar sem á að afleggja þegar Borgarlínan kemst í gagnið verði lokaðar í þrjár vikur að hausti og þrjár vikur um miðjan vetur Þetta er til að athuga áhrifin af því að loka götur vegna Borgarlínunnar fyrirhuguðu.  Miðflokksmenn vilja sjá raunveruleg áhrif slíkrar lokunar. 

Svarið er auðvitað vitað fyrirfram. Í sprungnu gatnakerfi, þar sem umferðastíflur eru daglegt brauð, myndast ófremdar ástand. Þetta er auðvitað brjálæði, að þrengja að umferð einkabifreiða og ökutækja fyrirtækja.  Það vill nefnilega geymast að umferðatafir valda fjárhagstjóni fyrirtækja.  En það er stjórnmálamönnum nákvæmlega sama um. Hugmyndafræðin um að allir tæki almennings samgöngu tæki hamingjusamlega, þarf að fara í gegn, sama hvað. 

Eins og sjá má af leiðarkerfi Borgarlínunnar er verið að nota stofnbrautir sem þegar er búið að leggja rauðar akreinar eftir. Það þarf bara að lengja í þeim. Í dag eru forgangs akreinar Strætó um 4 km og 500 metrar í byggingu milli Háleitsbrautar og Miklubrautar. Leiðanet Borgarlínunnar

Gervigreindin var spurð um hvaða akreinar verða lagðar niður. Svarið er eftirfandi: 

"Hvar má ætla að akreinar verði lagðar niður

  • Á köflum sem Borgarlínuleiðirnar koma í gegn um, sérstaklega fyrstu lotu: Á Ártúnshöfða, Suðurlandsbraut / Laugaveg, Fossvog og Hamraborgarsvæðum. Þar þarfnast göturýmis og akreinar munu breytast til að rýmka fyrir sérakreinum. Borgarlínan+4ssh.is+4mbl.is+4

  • Háaleitisbraut sem dæmi um stað þar sem akreinafjöldi minnkar."

Hugmyndafræðin sem liggur að Borgarlínuna er geggjuð (veit ekki um annað orð til að lýsa þessu). Strætó og Borgarlínan er í raun sama fyrirbærið.  Það er því óskiljanlegt að hafa tvö strætisvagnakerfi samtímis sem gera það sama.  Eins og einn hagsýnn maður benti á, það er hægt að búa til auka akreinar (þessar rauðu) til að greiða fyrir strætó. Þessar sem eru komnar bjarga miklu fyrir strætisvagnanna í umferðinni og hægt er að bæta fleiri við án þess að stöðva umferð annarra í umferðinni.  Í hvaða raunheimi er þetta fólk sem ákveður svona? Er engin stjórnmálamaður með eitthvað vit sem segir nei (utan Miðflokksmenn)?

Vilja mæla áhrif Borgarlínunnar


Frost á húsnæðismarkaði ætti að lækka stýrivexti en mun ekki gera það

Seðlabanki Íslands bendir yfirleitt á húsnæðismarkaðinn sem eitt helsta viðmið er stýrisvextir eru ákvarðaðir. Jú, það er líka bent á matvöruverð, eldsneytisverð og fleiri þætti. En nú skiptir byggingaiðnaðurinn miklu máli í verðlagi.

Það er búið að keyra upp húsnæðisverð í verðbólu (gera bara byggingaverktökum kleift að byggja og þeir vilja sitt í staðinn), með reglugerðafargann en síðan en ekki síst með vöxtum. Því flókara reglugerðakerfi sem það er, endalausar kröfur, leiðir til hærra verðs. Stýrisvextir eru notaðir til að stjórna húsnæðismarkaðanum og nú er svo komið að fólk ræður ekki við vaxtaokrið sem húsnæðiskaupendur þurfa að búa við. Hvað mun Seðlabankinn gera til að örva og hita upp markaðaðinn aftur, ekkert, engin vaxtalækkun. Og það þótt verðbólga mælis nú undir 4%. 

Vandinn á húsnæðismarkaðinum er heimatilbúinn. Í 103 þúsund ferkílómetra stóru landi, finna stjórnvöld ekki land til að byggja á og fara í þéttindu byggðar, sem gerir viðkomandi húsnæði það dýrasta sem til er og býr til annan vanda, sem eru umferðahnútar.

Fólk þarf að hafa vit fyrir stjórnmálamönnum sem gerir því ekki kleift að byggja sjálft sérbýli, og yfirgefa höfðuðborgarsvæðið og flytja til nágranna sveitafélaga.  Kannski er það ágætis þróun fyrir landið en sumir vilja eftir sem áður búa á höfuðborgarsvæðinu en geta það ekki.  


Upplýsingabylting internetisins verður ekki umsnúin

Rödd Charles Kirk heyrðist um allan heim í gegnum internetið. Þótt hann sé látinn, einmitt vegna þess að hann tjáði sig í gegnum netið, mun rödd hans hljóma um ókomna tíð. Flóð upplýsinga verður ekki hamið, þótt margir reyni að setja hömlur á netið með réttlætingu og tilvísun í hatursorðræðu. Allar óæskilegar eða óþægilegar hugmyndir mega ekki heyrast  en mun samt heyrast. Og varðhundar ófrelsis, gegn tjáningarfrelsis eru óttaslegnir. Þeir vita að þeir verða undir, þeirra hugmyndafræði verður undir, er fólk fær að hlusta og velja.

Þessi nútíma upplýsingabylting er ekki ný. Hún á sér 500 ára sögu með tilkomu prentlistarinnar um miðja 15. öld. Helsta nýjungin er að þekkingin varð ekki einkaeign yfirstéttarinnar, í höndum klerka og aðals, heldur gat venjulegur borgari nálgast sannleikann sem þá var að finna í Biblíunni. Hún og trúartextar urðu aðgengilegri almenningi. Hugmyndir siðbreytingarinnar dreifðust hraðar undir forystu Marteins Lúthers.  Menningarleg og trúarleg einokun kirkjunnar rofnaði smám saman. Skólamennska og læsi jókst, sem lagði grunn að upplýsingunni. Siðbreytingin leiddi til gagnrýni á vald kirkjunnar varð möguleg vegna útbreiðslu prentaðs efnis. Einstaklingsbundin trú og túlkun Biblíunnar lögð fram sem hugmynd. Upplýsingin eða upplýsingaöldin varð á 18. öld en þá voru til dæmis dagblöð og tímarit algeng, líka á Íslandi en hér var hafin útgáfa tímarita og á 19. öld hófst útgáfa dagblaða og þar með varð bylting á Íslandi. Sjálfstæðisbaráttan fór á yfirsnúning og leiddi til fulls sjálfstæðis Íslands 1918. 

Á Íslandi var upplýsingin undirstaða samfélagsbreytinga líkt og í Evrópu. Prentið miðlaði heimspekilegum og vísindalegum hugmyndum. Þekking varð sífellt almennari, ekki aðeins bundin við háskóla eða klaustur. Leiddi til aukinnar gagnrýni á konungsvald og kirkju, og að lokum til byltinga (t.d. franska byltingin). Með öðrum orðum, siðbreytingin leiddi til klofnings kirkjunnar sem heildar en upplýsingin til aðskilnaðar ríkis og kirkju.

Internetbyltingin hófst seint á á 20. öld og stendur enn yfir. Helsta nýjungin er að það samtengdi heimsins í rauntíma, með óheftum upplýsingaflæði. Afleiðing var og er að hugmyndir og hreyfingar dreifast hratt, eins og áður með prentinu. Hefðbundnir miðlar og valdastofnanir missa einokun á upplýsingum. Ný hugmyndakerfi verða til (t.d. opinn aðgangur, stafrænt lýðræði, netaktivismi). Á sama tíma skapast hætta á mis- og rangfærslum, rétt eins og prentið gerði kleift að dreifa áróðri. Breyting á hugafari fólks: meiri einstaklingshyggja, hraðari ákvarðanataka, sífelld tenging.

Báðar byltingar brutu niður miðlægt vald yfir upplýsingum. Báðar urðu til þess að ný trúar- og hugmyndakerfi tóku við (siðbreyting – internethreyfingar og ný hugmyndafræði). Báðar leiddu til mikilla samfélagslegra umbreytinga sem ómögulegt var að stöðva. 

Prentbyltingin tók aldir að breyta heiminum; internetið breytir honum á áratugum. Prentið gerði hugmyndir varanlegar, internetið gerir þær sveigjanlegar og síbreytilegar. Internetið býður upp á samskipti í báðar áttir (fólk getur svarað og tekið þátt), á meðan prentið var fyrst og fremst einhliða miðlun.

Sama er að gerast með önnur trúarbrögð eins og íslam.  Engin siðbreyting varð hjá múslimum á sínum tíma eða upplýsing. Ástæðan var meðal annars vegna þess að múslimaheimurinn var sameinaður í eina heild og því auðvelt að halda óæskilegum hugmyndum í burtu. En þetta er ekki hægt lengur.  Allir í heiminum, þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda, geta aflað sér upplýsinga í gegnum farsíma sinn. Enginn á lengur einkarétt á "sannleikanum". Internetið mun gjörbreyta landslagið sem íslam er í og ef til vill verður siðbreyting innan þess heims. En það gerist ekki í hljóði eða án átaka.

Alræðisstjórnir og hugmyndafræði þeirra, svo sem kommúnismi eða fasistismi/nasisismi nýttu sér í upphafi upplýsingatæknina sér til framdráttar sem þá voru dagblöð, tímarit, útvarp og kvikmyndir. Ríkisáróður varð að list í höndum Göbbels í Þýskalandi nasistmans. Harðstjórarnir Maó, Stalín og Hitler, voru hæst ánægðir. Í Sovétríkjunum voru fáfróðir bændur upplýstir en farið varð um ríkið á lestum, með kvikmyndavélum (sem fólkið hafði aldrei séð áður) og áróðurinn beittur til ýtrasta. En svo snérist þetta í höndum þeirra. Upplýsingar urðu þeim að falli á endanum.  Að vísu féll þriðja ríkið fyrir vopnavaldi en hefði fallið fyrr eða síðar hugmyndafræðilega. Kommúnisiminn féll um 1990, löngu gjaldþrota hugmyndafræðilega og fólkið vissi það og nýtti fyrsta tækifæri til að berjast til frelsis þegar vopnavaldið hélt ekki aftur af því.

Það er ekki séð fyrir endanum á internetsbyltingunni. Hún er ekki einu sinni komin á toppinn. Hvað mun gervigreindarbyltingin gera? 

Að lokum. Allar upplýsingabyltingar eru notaðar í þágu illra afla, til áróðurs og kúgunar í upphafi, en á lýðræðismarkaði upplýsinga vinnur hið góða, góði boðskapurinn á endanum. Fólk er almennt skynsamt og vill frelsi og réttinn til að tjá sig. Þess vegna ber að gjalda varhug við þegar stjórnvöld, líka íslensk, sbr. haturorðræðu frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, vilja setja hömlur á málfrelsi fólks. Skipting á hugmynda á milli fólks leiðir til þess að rétt niðurstaða fæst. Það er lýðræðið í hnotskurn og málsvari þess, tjáningarfrelsið sem birtist í form málfrelsis, fundarfrelsis, samkomufrelsis, ferðafrelsis o.s.frv. Lengi lifi málfrelsið!


Milton Friedman versus íslenska vinstri “hagfræðinga” og “sérfræðinga” - klassík

Milton Friedman kom til Íslands 1984. Auðvitað var hann látinn rökræða við þrjá vinstri sinnaða íslenska fræðimenn. Hann að sjálfsögðu moppaði gólfið með þeirra rök. Auðvitað hefur ritari birt þetta áður, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Friedman kom til Íslands haustið 1984. Hann hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands undir yfirskriftinni “tyranny of the status quo”.  Hann tók þátt í sjónvarpskappræðu við þá sem kallaðir voru „socialist intellectuals“, þar á meðal Ólaf Ragnar Grímsson. 

Í þættinum gagnrýndi Friedman ríkisafskipti og tilhneigingu til þess að halda í núverandi kerfi (“status quo”). Hann taldi að frjáls markaður og minni inngrip ríkisvaldsins væri leið til aukins hagvaxtar, betri nýtingar auðlinda og meiri einstaklingsfrelsi. (Þetta eru venjuleg stef í verkum hans og passar við það sem hann talaði um þá).  Viðmælendur Friedman voru Ólafur Ragnar Grímsson, Stefán Ólafsson og Birgir Björn Sigurjónsson. Í meginatriðum spurðu þeir hann spurninga sem snérust um ábyrgð ríkisvalds, um hvernig markaðurinn myndi virka í íslenskum aðstæðum, og um áhrif frjálshyggju á jafnræði, velferð, og samfélagsstarfsemi.

Friedman hélt því fram að ríkisafskipti væru aðalhindrunin fyrir framþróun og að íslenskt samfélag myndi græða á því að minnka þau. Hann talaði fyrir auknu frelsi markaðarins, einkavæðingu, minni ríkisrekstri, og aukinni samkeppni. Hann sagði að hagsmunir einstaklinga væru besta drifkrafturinn til að skapa velferð.

 

 

 

 

 

 


Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um öryggis- og varnarmál segir ekki neitt

Þingmenn geta verið mjög duglegir að efna til funda, búa til nefndir og skrifa skýrslur. Nú er enn ein skýrslan tilbúin, búin til af enn einum samstarfshópnum, sem nóta bene fulltrúi Miðflokks yfirgaf og sagði að væri pólitískt sjónarspil.

Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir hins vegar að aldrei hafi áður verið mótuð formleg stefna í varnar- og öryggismálum hér á landi en skýrslan mun liggja til grundvallar við mótun varnar- og öryggisstefnu sem lögð verður fram af utanríkisráðherra í haust. 

Gott og vel. Nú er búið að orða stefnuna sem er í raun engin ný stefna. Aðeins að vera að orða stefnu sem er í gangi. Engin kúvending er framundan og í raun hefur kúrsinn síðan Varnarmálastofnun Íslands var lögð niður ekki leiðréttur sem er mikil mistök. Hvað er hér átt við? Jú stjórnsýslulegur vandi er enn fyrir hendi. Verkefnin eru enn skipt á milli Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu Íslands og Utanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun þríhöfða þurs sem veit ekki hvernig eigi að fást við varnarmál. Varnarmál eru t.d. ekki bara utanríkismál, heldur líka innanríkismál.

Það vantar stofnun eða ráðuneyti, sem getur fengist við öryggis- og varnarmál á faglegum grundvelli.  Slík stofnun myndi sjá um greiningavinnu, rannsóknir, stjórnsýsluna (t.d samskipti við önnur ríki varðandi varnarmál og innri stjórnsýsla) og framkvæmd öryggis- og varnarmála (heræfingar o.s.frv.). Það þarf að endureisa Varnarmálastofnun Íslands.  Þessi skýrsla sannar enn og aftur að stjórnmálamenn hafa hundsvit á varnarmál yfir höfuð. Ritari ráðleggur áhugamenn að spara pappírinn og ekki prenta skýrsluna út.

Skýrslu samráðshópsins má sjá hér:  

INNTAK OG ÁHERSLUR STEFNU Í VARNAR- OG ÖRYGGISMÁLUM SKÝRSLA SAMRÁÐSHÓPS ÞINGMANNA 2025

Ísland er og verður herlaust ríki: Rússar gefa í

 


Rödd málfrelsisins þögnuð - Charles Kirk og Turning Point USA

Ritari hefur stundum fylgst með Charles Kirk, stofnanda Turning Point USA og rökræður hans við háskólastúdenta en Kirk stundar það að fara um Bandaríkin, heimsækja háskóla og rökræða við háskólanemendur. 

Stundum varð ritara ekki um sel, er hann sá ofstækið sem sumir stúdentarnir sýndu honum, er þeir urðu rökþrota, og varð hugsað um öryggi hans. En ritari tók eftir að á öllum hans fundum eru vígalega menn á miðjum aldri og hefur ritari þar með gert ráð fyrir að þetta séu lífverðir. Stundum hafa þessi menn þurft að vísa æstasta fólkinu frá hljóðnemanum og hefur það alltaf gengið, þar sem ritari hefur séð til.

Það er sorglegt til þess að vita að síðasta myndbandið sem Kirk gerði, kom frá bíl hans, hann greinilega á leið til þessa háskóla í Utah, þar sem hann lést, var um morð á úkraínskri konu.  Þessi kona er flóttamaður frá Úkraínu sem leitaði sér skjóls í Bandaríkjunum en var myrt af brjálaðum manni, þeldökkur, sem sagðist ætla sér að drepa hvíta manneskju. Iryna Zarutska hét hún og var 23 ára. ABC news  Þetta sýnir að orðræðan í þjóðfélaginu, um það sé með kerfisbundna kynþáttamiðsmunun; hvíta fólkið með forréttindi; að málflutningur íhaldsmanna eins og Kirk sé hættulegur; að Trump sé djöfullinn sjálfur eða Hitler o.s.frv. endar með skelfingu. Tvisvar var reynt að drepa Trump og núverið var manneskja handtekin, því hún sagist ætla að drepa forsetann.

Þegar vitskert manneskja eða brjáluð hryðjuverkasamtök segjast ætla að drepa annan einstakling eða hóp, þá ber að taka það alvarlega. Því orð er til alls vís.

Vinstri menn vilja takmarka málfrelsið og banna "hatursorðræðu". Það eru mikil mistök, því þá sjáum við ekki hvað "brjálaða fólkið" ætlar sér að gera og er að hugsa. Það er betra að við heyrum í þeim og getum tekið það úr umferð, líkt og með manninn sem var nýverið með hótanir gagnvart Trump, í tíma. Hitt fólkið er hættulegra sem þeigir en framkvæmir.  Morðingi Kirks, þagði og því ekki hægt að stoppa hann. Laummorðingjar Trumps þögðu báðir og því ekki hægt að stoppa þá í tíma. Sama á við um önnur dæmi. Ef þaggað er í fólki, framkvæmir það hugsanir sínar í hljóði.

Aðeins að Turning Point USA og stuttri sögu þess (Wikipedia)

Turning Point USA (TPUSA) er bandarísk sjálfseignarstofnun sem berst fyrir íhaldssömum stjórnmálum í framhaldsskólum, háskólum og háskólasvæðum. Hún var stofnuð árið 2012 af Charlie Kirk og Bill Montgomery. Meðal aðildarhópa TPUSA eru Turning Point Endowment, Turning Point Action og TPUSA Faith. TPUSA hefur verið lýst sem ört vaxandi samtökum háskóladeilda í Bandaríkjunum og samkvæmt The Chronicle of Higher Education eru þau ríkjandi afl íhaldsstefnu innan háskólasvæða.

Kirk var aðeins 31 árs gamall er hann var myrtur og á stuttri ævi náði hann lengra en margur annar. Í maí 2012 hélt Charlie Kirk, 18 ára gamall, ræðu á ungmennadegi Benedictine-háskóla. Bill Montgomery, markaðsfrumkvöðull á eftirlaunum og aðgerðasinni Teboðshreyfingarinnar, hvatti Kirk til að fresta háskólanámi og taka þátt í pólitískri aðgerðasinni í fullu starfi. Mánuði síðar, daginn eftir að Kirk útskrifaðist úr menntaskóla, stofnuðu þeir Turning Point USA, sem er hagnaðarskynilaus samtök.  Montgomery varð leiðbeinandi Kirks og vann á bak við tjöldin við að sjá um pappírsvinnu fyrir samtökin.

Nú er Kirk var myrtur, var hann að hefja kappræðu fundaröð innan bandarískra háskóla. Yfirleitt fer þetta fram utandyra, fólk er boðið að míkrófón og því gefið tækifæri að tala gegn eða með skoðunum Kirks. Yfirskriftin er: "Proof me wrong".  Þetta er mikið hættuspil, því að stúdentar geta verið mjög ofbeldisfullir og hefur þetta einkennt einkum vinstri sinnaða stúdenta síðan á 7. áratugnum, þegar Víetnam stríðið geysaði, hippamenningin kom fram og vinstri sinnuð öfgasamtök herjuðu á vestræn samfélög, á Ítalíu var það Red Brigades, í Grikklandi var það 17. October og í Vestur-Þýskalandi var það Baader-Meinhof sem herjuðu á vestræn gildi og kapitalisma. Búið að eyða þeim flestum um 1990.

Íslenskir stúdentar voru heldur ekki friðsamir, slóust við lögregluna er erlendir leiðtogar komu í heimsókn, hertóku ef ritari man rétt, íslenska sendiráðið í Stokkhólmi o.s.frv. Í dag fara aðgerðasinnar af vinstri vængnum hart gagnvart íslenskum stofnunum, meina aðgöngu fólks að ráðuneytum, sbr. Dómsmálaráðuneytinu og Utanríkisráðuneytinu eða Útlendingastofnun. Og nýjasta nýtt er þegar fundi innan veggja Háskóla Íslands var hleypt upp en fólki líkaði ekki þjóðerni ræðumanns. Ritari hefur gagnrýnt rektor harðlega fyrir aðgerðaleysi og þögn um langt skeið. Það sem gerðist í Háskóla Íslands er aðeins stigsmunur og því sem gerðist fyrir Kirk. Ætlunin var að hefta málfrelsi andstæðingsins. Eigum við að láta slíkt fólk komast upp með þetta?

Málfrelsið liggur undir og dæmin eru að fjölga. Ungur stjórnmálamaður með "rangar skoðanir" var hrópaður niður nýverið og þurfti lögregluvernd. Fjármálaráðherra fyrrverandi sem fær yfir sig "duft" er hann ætlaði að halda ræðu innan H.Í. Hver verður næstur?

Hatrið sigrar?

Þetta er skrýtið...morðið fagnað innan 10 sekúndur.

 


Rússar og innrásir þeirra í Evrópu...og öfugt

ESB skelfur á beinunum vegna hræðslu við innrás Rússa í Vestur- og Austur-Evrópu þessi misseri. Slík árás er mjög ólíkleg, því nú er búið að sanna í staðgengilsstríðinu í Úkraínu að vopnabúnaður báða aðila er sambærilegur og það er þráskák í gangi.

Rússar hafa enga getu til að fara í stríð við 32 þjóðir NATÓ og því er allt stríðstal ESB leiðtoga kjaftæði og hræðsluáróður. Þetta athugar almenningur ekki og lætur plata sig. En Rússar hafa reyndar gert innrásir í Evrópu og öfugt. Förum aðeins yfir söguna og byrjum á Norðurlandaófriðnum mikla (1700–1721). Rússar fóru inn í Pólland og tóku þátt í pólskum átökum (m.a. Pólland var vígvöllur í baráttunni við Svíþjóð).

Milli 1733-1795 varð pólskt-rússneskt stríð en Rússar réðust ítrekað inn í Pólland til að tryggja sér áhrif og tóku síðan þátt í þremur skiptingum Póllands 1772, 1793 og 1795.  Í sjö ára stríðinu (1756-1763)fór rússneski herinn inn í Austur-Prússland og Þýskaland.

Á 19. öld voru Rússar virkir þátttakendur í Evrópu stríðum. Í Napóleonstyrjöldunum 1813-14 en þá sóttu Rússar í gegnum Pólland, Þýskaland og alla leið til Parísar.

Í framhaldstríðinu (hundrað daga valdatíð Napóleons 1815) fór rússneski herinn aftur vestur til Frakklands sem hluti af bandamannaher (kom þó seint til leiks). Alexander Rússakeisari náði þá að dansa við Jósefínu, keisaraynju fyrrverandi Napóleon.

Pólverjar gerðu uppreisn gegn yfirráðum Rússa 1830-31 og fór rússneski herinn inn í Pólland til að berja niður sjálfstæðisbaráttu Pólverja.

Svo er það ungverska byltingin 1848-49 sem fáir þekkja. Rússar sendu mikinn her inn í Ungverjaland að beiðni Austurríkismanna og köfuðu niður byltinguna. 

Pólverja eru þrjósk þjóð og enn gera þeir uppreisn 1863. Rússar fóru aftur inn með miklum her og bældu uppreisnina niður. Nú erum við komin á 20. öld. Í fyrri heimsstyrjöld (1914-17) réðust Rússar inn í Austur-Prússland og Galisíu (nú Austurríki/Pólland).

Rússneska byltingin átti sér stað 1917 eins og flestir vita en nú varð Rússland að Sovétríkjunum. Þau háðu stríð við Pólverja 1919-1921. Það er engin furða að Pólverjar verja 5% af landsframleiðslu sinni  til varnarmála í dag, þeir þekkja rússneska björnin líkt og Finnar af gamalli reynslu. Í þessu stríð fór Rauði herinn inn í Pólland og sótti alla leið að Varsjá áður en hann var hrakinn til baka.

Árið 1939 réðust  Sovétríkin inn í Austur-Pólland í samræmi við Molotov–Ribbentrop samninginn. 1944–1945, Rauði herinn sótti vestur í gegnum Pólland, Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Austurríki og inn í Þýskaland til Berlínar.

Nú réðu Sovétmenn/Rússar Austur-Evrópu og markmiðið að berja niður uppreisnir.  Í Ungverjalandi 1956, fór sovéski herinn fór inn í Ungverjaland til að berja niður uppreisnina í Búdapest. Árið 1968 var það Tékkóslóvakía. Sovéski herinn (ásamt Varsjárbandalagsherjum) fór inn og stöðvaði umbótahreyfinguna.

Þannig að við getum sagt að frá Pétri mikla mikla hafa Rússar farið a.m.k. 13 skipti inn í Mið- og Vestur-Evrópu með herafla.

Eru Rússar þar með svona árásagjarnir? Nei, það það liggja tvær megin leiðir evrópskra innrásaherja til Rússlands, í gegnum Pólland (sem skýrir afskipti þeirra af Póllandi) og í gegnum Úkraínu (sem núverandi Úkraínustríð er hluti af).

Teutónar (Þýska riddarareglan) reyndu nokkrum sinnum að sækja inn í Novgorod-ríki á 13.-14. öld. Litháar réðust einnig austur á bóginn, en Novgorod og Moskva héldu þeim frá sér. Þetta var mikilvæg innrás, pólsk-litháíski herinn tók Moskvu árið 1610 og setti Sigismund III Wasa konung sinn fram sem keisara Rússlands. Að lokum var þeim hrakið á brott eftir mikla þjóðarreisn. Þetta er ein stærsta evrópska innrásin fyrir Napóleon.

Svíar (Stóra Norðurlanda­stríðið 1700–1721) undir forrystu Karl XII af Svíþjóð réðst inn í Rússland og ætlaði sér að leggja það undir sig. Hann beið mikinn ósigur í orrustunni við Poltava 1709, sem markaði upphaf hnignunar sænska stórveldisins.

Napóleon, rétt eins og Hitler reyndi innrás í Rússland 1812. Mesta og frægasta evrópska innrásin í Rússland utan Barbarossa innrás Hitlers 1941.  Napóleon fór inn með 600.000 manna "Stór herinn", en aðeins lítið brot lifði af þegar hann dró sig til baka úr Moskvuförinni. Harður vetur, brennd jörð og rússnesk sókn eyðilögðu herinn.

Bæti hér við af Wikipedíu um Finnland og viðureign þeirra við Rússa: "Seint á 13. öld varð Finnland hluti af Svíaveldi, í kjölfar norrænu krossferðanna. Eftir finnska stríðið 1809 lagði Rússaveldi landið undir sig og stofnaði þar Stórhertogadæmið Finnland Eftir rússneska byltinguna 1917 lýsti Finnland yfir sjálfstæði, en árið eftir braust finnska borgarastyrjöldin út. Í síðari heimsstyrjöld réðust Sovétríkin inn í Finnland í vetrarstríðinu og framhaldsstríðinu."

Þjóðverjar og bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin, 1914–1918). Miðveldin sóttu inn í Rússland á austurvígstöðvunum. Þjóðverjar náðu stórum svæðum í Póllandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Brest-Litovsk friðurinn 1918 leiddi til mikilla landamissis fyrir Rússa. Vesturveldin tóku þátt í borgarastyrjöldinni (1918–1920). Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Japanir sendu hermenn til að styðja "hvítu" hersveitirnar gegn Bolsévikum. Þeir voru þó fremur fáliðaðir og drógu sig til baka án úrslita.

Svo er það innrás Hitlers/Þýskalands (síðari heimsstyrjöldin, 1941–1945) eða Operation Barbarossa: stærsta innrás sögunnar. Þýskir, finnskir, ítalskir, ungverskir, rúmenskir og slóvakískir hermenn tóku þátt. Þjóðverjar komust að hliðum Moskvu og Leníngrad og náðu djúpt inn í Sovétríkin, en voru stöðvaðir og síðan hraktir aftur. Þetta var vendipunktur seinni heimsstyrjaldarinnar.

Síðan Pétur mikli beinti áhuga sínum og veldi sitt í vestur, og vildi gera Rússland að evrópsku veldi, hefur stöðugt verið stríð í gangi, á báða bóga. Þetta er eðlilegt í ljós þess að Rússar líkt og Kínverjar hafa verið að þenja veldi sitt stöðugt í aldir. Svona ríki, sem hafa litlar nátttúrlegar varnir, þurfa stöðugt að verja opnar sléttur sem eru óverjandi í sjálfu sér. Þau reyna því að búa til varnir þar sem fjalllendi er eða með leppríkjum. Rússum tókst það með töku smáþjóða í Kákasus á 19. öld og Kinverjar með töku svæðis sem nú heitir Vestur-Kína og tilheyrir Mið-Asíu. 

P.S. Kannski er Pútín að misskilja nútímann. Skiptir engu máli hvort Pólland eða Úkraína eru NATÓ-ríki og leiðin viðist greið til Moskvu, innnrásar hættan er engin því Rússar hafa yfir kjarnorkuvopna her að ráða. Allir innrásarherir, líka sá kínverski, myndu fremja sjálfsmorð með slíkri innrás.

 

 

 

 


Samfylkingarmenn vilja leggja fleiri álögur á fátæka háskólanema - örsaga um skóla framfærslu

Helsta afrek nýs rektors í starfi er að leggja auka álögur á fátæka námsmenn (mikil meirihluti þarf að vera á námslánum til að fjármagna nám sitt) með innleiðingu bílastæðisgjalds. Ekki byrjaði þetta vel, háskólanemar hafa ekki fengið bílastæði vegna bjórtjalda (Októberfest) og hafa þurft að leita inn í hverfi til að finna stæði. Margir nemendur slepptu að mæta vegna vandamálsins.  Nú er bjórtjaldið farið. En eftir er þriðja flokks bílastæði, holótt stæði.

Annað afrek rektors er að standa ekki með málfrelsinu. Aðgerðaleysi er eins og þögnin, ákveðið samþykki. Ef ofbeldi (að hleypa upp fundi er ofbeldi) er leyft óáreitt, þá hvetur það ofstækisfólk til verka.  Ekki er farið eftir háskólalögum (sjá fyrri grein mína) né siðareglum háskóla Íslands.

Nú á enn að höggva í sama knéra. Samfylkingamenn með fyrrum formanninn, Loga, ætlar að hækka svo kallað skráningagjald sem er ekkert annað en skólagjald. Ef til vill er það ekki hátt, en hækkun er hækkun. Hægt er til dæmis að hafa háskólanám gjaldfrjáls, til að jafna aðstöðumun nemenda. Það er 800 ára hefð fyrir að greiða fyrir nám nemenda, byrjaði í latínuskólum biskupsstólanna og kallaðist það Ölmusa  og var notað sem heiti um námsstyrki í formi styrkjakerfa í latínuskólum, sem skiptust í heil-, hálf- og fjórðungsölmusu.

Eftir siðaskipti 1550 voru biskupsstólarnir gerðir að eign konungs.  Það þýddi að konungur tók við fjármögnun latínuskólanna og þar með að einhverju leyti við hlutverki biskups í að sjá nemendum fyrir ölmusu.  Ölmusan lifði áfram sem hugtak, en nú var hún styrkur sem runnin var úr konungssjóði í stað kirkjunnar tekna. Þetta eitt af örfáu framlagi sem Danir létu renna til Íslendinga, annars var arðrán Dana af Íslandi stöðugt frá 1550 til 1874. Bara tekið og tekið.

Lítum á á 17. öld og á háskólanám Dana og ÍslendingaÁ 16. öld fóru margir Íslendingar til Kaupmannahafnarháskóla. Þá hafði skapast kerfi konungsstyrkja (konungleg ölmusa) fyrir íslenska stúdenta, sem má líta á sem beinan forvera íslenskra námsstyrkja. Þeir fengu styrki, fæði og húsaskjól, sumir dvöldu í "Regensen" (gamalt stúdentagarðhús í Kaupmannahöfn).

Á 18. ald varð kerfið skipulegra og fastmótað. Íslenskir stúdentar gátu fengið "heila" eða "hálfa ölmusu" frá Danakonungi. Sums staðar er talað um að þeir hafi verið á "Kongens Kost". Þetta var hluti af konunglegu embættismannakerfi, menntun átti að búa til presta og embættismenn fyrir nýlendur Danakonungs. Með stofnun Lærða skólans í Reykjavík (1805) hélt kerfið áfram. Þar voru ölmusustyrkir kerfisbundnir (heil, hálf og fjórðungsölmusa). Stúdentar sem héldu áfram til Kaupmannahafnar fengu einnig mánaðarstyrki frá ríkinu (sjá heimild sem ég vitnaði í áðan).

Í dag fara íslenskir háskólanemar víða um lönd til náms. Hvers vegna? Jú Háskóli Íslands (og aðrir háskólar) ná ekki að fylgja eftir tækni- og vísindaþróun eða taka taka á móti nýnema. Þeir eru of litlir og vanfjármagnaðir. Afleiðingin er t.d. að læknisnemar fara ti Slóveníu eða annarra landa til að komast í nám, sama á við um aðrar háskólagreinar. Þeir nemendur þurfa virkilega að hafa fyrir lífinu.  Nær væri að gera háskólanámið ókeypis í anda fyrrar tíðar og koma íslenskt þjóðfélag á annað stig tæknivædds samfélags. 

Logi Einarsson Samfylkingarmaður er því að misskilja tilgang háskólanáms og ávinninginn af því að gera Ísland að hátæki samfélag.  Það er ekkert óeðlilegt, sósíalistar eins og hann vilja fara endalaust í vasa skattborgara til að borga fyrir ýmis gæluverkefni eða leysa óráðsíu stjórnvalda á öllum sviðum nema þar sem það skipitr máli. 


Almennt tjáningarfrelsi/fundafrelsi og sérstaks akademísks frelsi

Það er alveg skýrt í stjórnarská Íslands að tjáningarfrelsið er tryggt. 73. gr. tryggir tjáningarfrelsi: "Allir skulu njóta tjáningarfrelsis. [...] Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum ef brýna nauðsyn ber til vegna allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðum eða réttindum annarra.74. gr. tryggir fundafrelsi og félagafrelsi.

Þetta á jafnt við um almenning og fræðimenn, þar með talið rétt þeirra til að ræða umdeild mál í fjölmiðlum eða á opinberum vettvangi.

En förum sérstaklega í akademískt frelsi og lítum á lög um háskóla nr. 63/2006. Í 2. gr. segir beinlínis:  "Háskólar skulu vera sjálfstæðar fræðslu- og vísindastofnanir sem hafa það hlutverk að varðveita og miðla þekkingu, veita menntun og stuðla að nýsköpun. [...] Í starfi sínu skulu þeir rækja fræðilegt sjálfstæði, akademískt frelsi og ábyrgð." Þetta er bein verndun á akademísku frelsi í íslenskri löggjöf. Eins og með önnur réttindi, eru þau ekki takmarkalaus. Kennarar verða að fylgja faglegum og vísindalegum stöðlum, lögum um meiðyrði og hatursorðræðu og siðareglum háskóla.

Í kennslustofunni hafa þeir ákveðið frelsi, en bundið námskrá og réttindum nemenda. Í opinberri umræðu (t.d. í sjónvarpsþætti) njóta þeir bæði almenns tjáningarfrelsis og aukins verndar sem hluti af akademísku frelsi, svo lengi sem þeir tala sem sérfræðingar eða borgarar innan laga.

Þá komum við að fundarfrelsi sérstaklega. Fundarfrelsi (74. gr.) tryggir að háskólanemar og kennarar geta skipulagt fræðilega viðburði, ráðstefnur og fundi án þess að stjórnvöld geti bannað það nema í mjög sérstökum tilvikum (t.d. almannahætta).

En hvaða rétt hafa menn til að hleypa fundi upp?  Ef uppvöðslufólk hindrar að fundur fari fram með hávaða, ofbeldi eða áreitni, þá getur það falið í sér:  Brot á almennum hegningarlögum (t.d. 233. gr. um óspektir á almannafæri, eða 226. gr. um að hindra embættismann eða lögmæt störf). Brot á fundafrelsi annarra – því réttur til fundar felur ekki bara í sér rétt til að safnast saman heldur einnig rétt til að njóta fundarins án truflunar. Í ákveðnum tilvikum getur það líka talist ofbeldi gegn stjórnskipunarvernduðum réttindum, þar sem upphlaupið sviptir hina löglega aðila tækifæri til að nýta rétt sinn.

Í öðrum lýðræðisríkjum (t.d. Bandaríkjunum, Bretlandi, Norðurlöndum) hefur oft komið til átaka þegar nemendur eða mótmælendur hafa reynt að stöðva umdeilda fyrirlestra. Þar er meginreglan sú: Mótmælarétturinn nær ekki til þess að stöðva fund annarra. Þeir mega tjá andstöðu sína, en ekki svipta aðra rétti til að tjá sig.

Lögin eru skýr. Hvað er rektor Háskóla Íslands að pæla? Er hún ekki starfi sínu vaxin? Það er hægt að kæra háskólakennarann sem fór fyrir hópnum fyrir siðanefnd Háskóla Íslands og til lögreglu. Minnstu viðurlögin er brottrekstur (sbr. dæmið frá Háskóla Reykjavíkur) eða fangelsisdómur upp á eitt ár. 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband