Útskúfun er bæði nýtt og gamalt fyrirbæri

Fólk heldur að útskúfun (e. cancelling) á samfélagsmiðlum sé nýtt fyrirbrigði en það er ævagömul aðferð til að losa sig við þá sem tilheyra ekki hjörðinni eða þagga niður í þeim. Förum aðeins 500 ár aftur í tímann. Tökum fyrir nornaveiðar í fortíð og nútíð.

Þegar kaþólska kirkjan klofnaði á  árnýöld (1500–1700) og "við" urðum að "við" og "þeir", var byrjað að leita að þeim sem svíkja undan merkjum og voru og eru ekki hluti af "við". Trúarofsóknir og kvennaofsóknir hófust þar með. Menn óttuðust sterkar konur (eins og sumir óttast sterka karlmenn í dag og þeir kallaðir menn með eitraða karlmennsku) og því verður að berja þær/þá niður.

Sjálfstæði kvennanna á sínum tíma ógnaði samfélagsskipan. Til varð fyrirbrigðið nornaveiðar og djöflafræði. Á 16. og 17. öld ýttu siðbót mótmælenda og kaþólsku gagnsiðbótunum undir endurnýjuð áherslu á andlegan hernað og nornaréttarhöld urðu algeng sem og trúarréttarhöld (rannsóknarrétturinn er gott dæmi). Ásakanir um galdra fólu oft í sér staðhæfingar um djöflahald, sem leiddi til þúsunda aftökum víðsvegar um Evrópu og Norður-Ameríku.

Sjá mátti þetta einnig í nornaréttarhöldunum.  Margar ákærðar konur voru sagðar vera í sambandi við djöfulinn og voru opinberlega niðurlægðar, pyntaðar eða teknar af lífi. Þessar tilraunir virkuðu sem leið til að styrkja samfélagsleg viðmið og refsa fyrir ósamræmi og halda konum niðri.

Svo var það hinn hópurinn sem fylgdi ekki normum samfélagsins. Vísindamenn og þeir sem tilheyrðu trúarminnihluta hópum (sem flúðu flestir yfir haf til Bandaríkjanna). Jafnvel menn sem efuðust um trúarkenningar (eins og Giordano Bruno) voru teknir af lífi fyrir að ögra óbreyttu ástandi.

Maðurinn er samur við sig þótt þjóðfélagið breytist. Þegar trúin hætti að skipta máli og pólitísk hugmyndafræði tókust á 20. öld, varð breytingin í átt að veraldlegum nornaveiðum (19.–20. öld).

Pólitískar hreinsanir urðu algengar. Á 20. öld voru hugmyndafræðilegar hreinsanir í kommúnista- og fasistastjórnum, þar sem pólitískir andófsmenn voru stimplaðir sem ógnir við ríkið og þeim hreinlega útrýmt eins og gert var við "nornirnar". Nú með verksmiðju framleiðslugetu. Þeir sem hugsuðu ekki rétt eða litu ekki rétt út, var eytt í sláturhúsum fyrir mannfólk.

Í Bandaríkjunum máttis sjá þetta í McCarthyismanum (um 1950) en nú var þetta andlegar árásir, menn ekki teknir líkamlega af lífi. Í Bandaríkjunum voru grunaðir kommúnistar settir á svartan lista og ofsóknarmenn eyðilögðu starfsferil og orðstír grunaða manna á hræðilega svipaðan hátt og villutrúarofsóknirnar á miðöldum. Þetta gerðist í lýðræðisríki. Útskúfun er því ekki bundin við harðstjórnarríki, heldur einnig við svo kölluð lýðræðisríki.

Nútíma wokismi og útskúfunarmenning samtímans er nýr "exorcismi" og það er að gerast á 21. öld, á öld upplýsingar!

Í dag fela hugmyndafræðilegar bardagar enn í sér félagslega ígildi andasæringar - að reka fólk út sem er talið óhreint eða hættulegt.  Opinber skömm og réttarhöld á samfélagsmiðlum er viðhöfð. Alsaklaust fólk sem er sakað um kynþáttafordóma eða aðrar hugmyndafræðilegar syndir getur verið fljótt "útskúfað" úr opinberu lífi með brottrekstri eða faglegri útskúfun (sagnfræðingurinn David Starkley árið 2020 er gott dæmi).

En þetta er ekki nóg fyrir trúarofstækisfólkið (sem núna brennir Teslur í stað kvenna). Það þarf að endurskrifa sögu og breyta hugtökum og skilningi. Rétt eins og fyrri villutrúarmenn voru eytt úr trúarlegum gögnum, er sumum sögulegum persónum "afhýstar" eftir dauða fyrir að hafa ekki uppfyllt nútíma siðferðisstaðla.

Allt frá nornarannsóknum til McCarthyisma til nútíma hugmyndafræðilegra hreinsana; samfélög hafa alltaf þurft að "hreinsa" sig af þeim sem eru ekki í samræmi við ríkjandi hugmyndir. Þó að tungumálið hafi breyst (úr "norn" í "ofurhuga" eða "villutrú" í "vandamál"), þá er kjarninn í eðlishvötinni áfram sá sami. Beita verður útskúfun sem leið til að viðhalda hugmyndafræðilegum hreinleika.

Segjam má að þetta sé siðferðisleg alræðishyggja. Líkt og trúarleg kenning starfa ákveðnar pólitískar og félagslegar hreyfingar í dag með stífri siðferðisvissu og stimplun andófsmanna sem óbætanlega vonda einstaklinga sem mega ekki koma fram opinberlega. Twitter var helsta leiðin til að útskúfa þá sem ekki voru í náðinni en varð úr sögunni er Musk tók við og endurskýrði sem X.

En nú virðist mesta "trúaræði" wokismans vera liðið (ofstækið þreytir fólk á endanum og hræðir, því allir geta orðið undir jarðýtu útskúfunnar). Fólk í Bandaríkjunum kaus andstæðuna sem og í Evrópu (þótt sósíaldemókratar eru enn að reyna að eyða jaðar hægri flokkanna með dómstólum og útiloka þá frá völdum með dómskerfið að vopni). 

Í dag erum við í n.k. limbói - hvað tekur við? Bandaríkin leiðir leiðina en hvert er forystusauðurinn - Trump - að fara með nýju stefnuna? 

Hvað um það, við þurfum ekki að velkjast í vafa að nýr "trúarhiti" keyrir lýðinn áfram og nýtt form af wokisma/MacChartisma eða annan -ismi kemur fram. alveg sama hversu "upplýst" við eru og "menntuð".

Eina sem hægt er að segja við fólk til að það falli ekki í gryfjuna að kasta fyrsta steininn úr glerhýsinu; að það passi sig á að fylgja ekki hópnum í blindri fylgni, því stutt er í múgsefjun, múgæsing og múgofbeldi. Ekki vilt þú vera múgæsingarmaður?


Heimspólitíkin

Bill O´Reilly, fréttahaukurinn sem hefur greint bandarískt þjóðfélag í 50 ár og þekkir Trump persónulega, segir að Trump sé adrenalínsfíkill.  Hann vill að allt gerist á stundinni og það megi sjá af seinni forsetatíð hans. Trump veit alveg hvað hann vill núna, ekkert er í veginum eins og í síðustu forsetatíð. Leysa átti Úkraínu stríðið á einum degi, taka yfir Grænland með hervaldi ef þeir hlýddu ekki strax o.s.frv.

Þetta er bæði kostur og ókostur. Kostur að vandamálin leysast strax eða farið í þau á stundinni. En ókostur þegar menn eiga við refi eins og Pútín, sem virðist spila undanhalds spilið. Það er að segja hann gefur eftir þar sem það skiptir engu máli (vopnahlé á Svarta hafi), tefur málið því að Rússar eru í sókn og heldur Trump góðum með "vilja" til samningaviðræðna. Spurning hvort Trump hafi þolinmæði í þetta lengi.

Sama gildir um tollastefnu hans. Hún er áhættusöm, því þótt Bandaríkjamenn hafa verið teknir í bakaríið um áratuga skeið í tollamálum, þá er allsherjar tollastríð við alla hættulegt útspil. En hann er eins og áhættu spilafíkillinn, reiðubúinn að taka áhættu.

Stefna hans gagnvart NATÓ mun hafa langvarandi afleiðingar. Trump heldur að Bandaríkjamenn þurfi ekki bandamenn, en það er rangt. Bestu bandamenn hans eru Evrópumenn sem eru núna reiðir og svekktir. Þeir munu hugsa Bandaríkjamenn þeigandi þörf.  Fyrsta sem þeir gera er að hætta að kaupa orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Síðan önnur hergögn. Þeir eru þegar byrjaði að huga að öðrum kaupum.

Evrópumenn verða sjálfbærir um eigin varnir, þótt það taki nokkur ár. Bandaríkjamenn munu þurfa á bandamönnum að halda ef þeir fara í stríð við Kína. Munu Evrópumenn koma til aðstoðar, þegar Evrópuherinn er kominn á koppinn og tollastríð geysað í áraraðið? Þetta kallast að skáka sjálfan sig út í horn. Stórveldi eins og Bandaríkin og Róm á sínum tíma, þurfa á bandamönnum að halda. Næsti Bandaríkjaforseti mun ekki getað brúað trúnaðarbrestinn sem nú er orðinn og Bandaríkin og Evrópa eru að fara í sitthvora áttina. Kjarnorkuvopnum í Evrópu verður fjölgað í kyrrþei.

Það er ekki það að Evrópusambandið sé dansandi á rósum, arfa vitlaus orkustefna, innflytendastefna, tæknistefna, miðstýring og  wokismi er að drepa sambandið.  Ráðist er á lýðræðið og málfrelsið með því að taka (eða reyna) hættulega andstæðinga úr umferð eins og sjá má í Frakklandi, Þýskaland og Rúmeníu. Þetta er tilraun sósíaldemókrata sem hafa stjórnað Evrópu um áratuga skeið, til að koma í veg fyrir að hægri jaðarflokkar komist til valda. En á hvaða kostnað? Lýðræðisreglna og málfrelsis?  

Evrópusambandið er marghöfða þurs sem hættulegur öllum sem koma nálægt honum. Valkyrjustjórnin er ESB stjórn og þangað á að reka lýðinn - okkur, inn á næstu árum.  Margoft í sögunni hefur verið reynt að gera Evrópu að einu ríki - heimsveldi. Alltaf hefur þetta endað með að þegar slíkt veldi fellur og þá fellur það með látum og í frumeindir.


Af hverju hugsuðir leita alltaf á náðir sósíalismans til að stýra samfélaginu?

Fyrir þessu eru margar ástæður. Þær eru eftirfarandi:

Sósíalismi leggur áherslu á endurdreifingu auðs og auðlinda til að draga úr ójöfnuði. Hugsuðuir kunna að dragast að þeirri hugmynd að réttlátara samfélag geti leitt til aukinna lífsgæða fyrir alla, sérstaklega jaðarsetta hópa.

Margir menntamenn gagnrýna kapítalismann fyrir tilhneigingu hans til að skapa misskiptingu auðs, nýta vinnuafl og forgangsraða hagnaði fram yfir félagslega velferð. Þeir halda því fram að kapítalismi geti leitt til félagslegs og efnahagslegrar óstöðugleika, umhverfisrýrnunar og áherslu á skammtímaávinning frekar en sjálfbærni til langs tíma.

Menntamenn rannsaka oft söguleg dæmi um sósíalisma og velgengni hans og mistök. Sumir kunna að líta á fyrirmyndir um lýðræðislegan sósíalisma eða sósíaldemókratíu sem raunhæfa valkosti sem geta jafnvægi einstaklingsfrelsis og sameiginlegrar ábyrgðar.

Sósíalismi er oft tengdur gildum eins og samvinnu, samstöðu og samfélagi. Menntamenn sem setja þessi gildi í forgang gætu fundið sósíalisma aðlaðandi þar sem hann stuðlar að félagslegri samheldni og sameiginlegri vellíðan.

Sumir menntamenn eru undir áhrifum hagfræðikenninga sem styðja opinbert eignarhald eða yfirráð yfir auðlindum sem leið til að koma í veg fyrir einokun og tryggja að efnahagslegum ávinningi dreifist víðar.

Í hnattvæddum heimi eru sumir menntamenn talsmenn sósíalisma sem svar við alþjóðlegum ójöfnuði og óréttlæti og færa rök fyrir alþjóðlegri samstöðu og samvinnu gegn misnotkun fjölþjóðlegra fyrirtækja.

Margir menntamenn starfa í mennta- eða menningarstofnunum þar sem framsækin gildi eru lögð áhersla á. Þetta umhverfi getur ýtt undir stuðning við sósíalískar hugmyndir sem hluti af víðtækari umræðu um félagslegar breytingar.

Allar þessar ástæður eru góðar og gildar á jákvæðan hátt. En svo er það hin hliðin. Sú fyrsta er að þeir taka hugsjón yfir raunsæi. Margir menntamenn laðast að sósíalisma vegna þess að hann lofar réttlátara og jafnara samfélagi. Hugmyndir um efnahagslegan jöfnuð, sameiginlega velferð og að draga úr fátækt höfða til þeirra sem hugsa í fræðilegu og siðferðilegu formi. Þeir gætu einbeitt sér að hugsjónum sósíalismans frekar en sögulegum hagnýtum niðurstöðum hans.

Þar sem menntamenn eru alltaf uppteknir af kerfum og kenningum er trúin á "sannan sósíalisma" alltaf sterk.

Sumir halda því fram að hryllingur fyrri sósíalistastjórna (eins og Sovétríkjanna, Kína Maós eða Kambódíu undir stjórn Rauðu khmeranna) hafi ekki verið raunverulegur sósíalismi heldur brenglun. Þeir trúa því að ef hann væri rétt útfærður gæti sósíalismi virkað án kúgunar. Þetta leiðir til "No True Scotsman" rökvillu, þar sem hverri bilun er vísað á bug sem "ekki raunverulegur sósíalismi."

Þriðja átstæðan er vonbrigði margra menntamanna með kapítalisma. Margir menntamenn gagnrýna kapítalismann fyrir ójöfnuð hans, arðrán og eyðileggingu umhverfisins. Þó að kapítalisminn hafi lyft milljörðum út úr fátækt, hefur hann einnig framkallað misskiptingu auðs, fjármálakreppur og misnotkun fyrirtækja. Vegna þess að kapítalismi hefur galla, gætu þeir leitað að öðrum kosti, jafnvel þótt sagan vari við sósíalisma.

Menntamenn eru margir hverjir í fílabeinsturni, öryggir í háskólaumhverfi sínu og fjarlægðin frá raunverulegum afleiðingum er mikil.

Margir menntamenn sem halla sér að sósíalistum búa í lýðræðislegum kapítalískum löndum, þar sem þeir njóta frelsis en eru ekki undir sósíalískar stjórnir. Þeir upplifa ekki beinar afleiðingar misheppnaðs sósíalistastefnu (fátækt, kúgun, fjöldamorð). Þessi aðskilnaður gerir þeim kleift að styðja sósíalisma í orði en forðast sögulegan veruleika hans. Dæmi um þetta er Halldór Kiljan Laxness og fleiri.

Menntamenn trúa því oft að samfélög geti verið skynsamlega skipulögð af sérfræðingum frekar en að láta óreiðu frjálsra markaða. Þessi trú á tæknistjórn leiðir til þess að sumir hygla sósíalisma, þar sem ríkið stýrir hagkerfinu frekar en að láta það eftir framboði og eftirspurn.

Svo er það sögulega endurskoðunarhyggja og valminni. Í mörgum vestrænum háskólum er vinstri hugmyndafræði ráðandi í fræðilegum og menningarlegum rýmum. Þetta leiðir til þess að gagnrýni í garð sósíalískra stjórna minnkar en þessir fræðimenn einblína og gagnrýna harkalega kapítalismann. Sumir kunna að gera lítið úr glæpum sósíalistastjórna eða kenna þeim um utanaðkomandi þætti (t.d. vestræn afskipti).

Hugmyndakerfi sósíalisma veitir von umfram ótta. Sósíalismi gefur von um betri framtíð á meðan gagnrýni á sósíalisma minnir fólk á ótta – fjöldamorð, hungursneyð og einræði. Fólk kýs oft bjartsýni, jafnvel þótt sagan vari við öðru.

Siðferðisrökin fyrir sósíalisma eru sterk í augum sósíalista í röðum menntamanna, þ.e.a.s. talið um jafnrétti gagnstætt frelsi.

Margir menntamenn setja jafnrétti fram yfir frelsi. Þeir líta svo á að efnahagslegur mismunur sé í eðli sínu óréttlátur, jafnvel þó að það krefjist þvingunar ríkisins til að útrýma honum. Aftur á móti halda forsvarsmenn kapítalismans því fram að frelsi (jafnvel með ójöfnuði) sé æskilegra en jafnrétti sem framfylgt sé með einræðislegum aðferðum.

Þrautseigja sósíalískra hugmynda meðal menntamanna er knúin áfram af hugsjónahyggju, aðskilnaði frá sögulegum veruleika og óánægju með kapítalisma. Þó að sum sósíalísk stefna (t.d. sósíallýðræði) hafi virkað í blönduðum hagkerfum, hafa algjörlega miðstýrð sósíalísk kerfi ítrekað leitt til hörmunga. Áskorunin er að læra af þessari reynslu.

En kannski er Thomas Sowell með rétta svarið, hroki, valdafíkn, kerfis hugsun einkennir þessa menntamenn og þeir eru vissir um að þeir hafa rétta svarið og þeir hunsa lærdóm sögunnar sem er að sósíalismi leiðir alltaf til valdaþjöppunar, valdníðslu....

 


Víkinga hugtakið nýlegt?

Þegar víkingaskip fóru að birtast meðfram ströndum Evrópu á 8. öld vöktu þau bæði undrun og ótta. Norðan menn birtust ekki bara með sverðum, heldur með vörur, tungumál, siði og allt annan lífsstíl. Samfélögin sem þeir hittu kölluðu þá ekki "víkinga" eins og við gerum í dag, heldur gáfu þeim nöfn sem endurspegla hvernig litið var á þá - sem ókunnuga, nágranna, gesti eða gesti sem maður var ekki alveg viss um hvernig ætti að meðhöndla.

Í Englandi voru þeir almennt nefndir Dane – Danir – hugtak sem notað er um alla þá sem koma að norðan, hvort sem þeir voru í raun danskir eða norskir að uppruna. Á Írlandi gerðu þeir greinarmun á dubgaill og finngaill - dökku og ljósu yfirliti útlendingarnir - kannski til að aðgreina þá eftir uppruna, tungumáli eða stíl, eða einfaldlega út frá því hvernig þeir birtust.

Í þýskumælandi héruðum voru þeir kallaðir askomanner - öskumenn - líklega innblásnir af skipum sínum, sem oft voru smíðuð úr öskuviði. Einföld athugun, en samt með næstum ljóðrænum hljómgrunni. Á múslima hluta Spánar var vísað til þeirra sem al-Majus, orð sem gæti þýtt allt frá heiðingjum til dularfullra utanaðkomandi aðila, sem undirstrikar hversu óþekkt bakgrunnur þeirra og trúarbrögð voru í þessum heimshluta.

Í Býsans var þeim fagnað sem málaliðum. Þar voru þeir kallaðir várangoi (Væringjar) og urðu hluti af lífverði keisarans - hinni ægilegu Varangian-vörður. Margir Skandinavar ferðuðust þangað að eigin vali í leit að auði, ævintýrum og heiður. Í Frakklandi voru þeir þekktir sem Normanni – menn frá norðri – nafn sem síðar átti eftir að kennast við Normandí og þeir Normannar  þar sem afkomendur þessara norðlendinga myndu gegna lykilhlutverki í sögu Evrópu sem bestu riddarar Evrópu. Þeir áttu stóran þátt í töku Landssins helga og fleiri landa.


Kristrún: Þurfum að styrkja varnir Úkraínu enn frekar...!

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók þátt í fjölmennum leiðtogafundi Evrópuríkja í Elysée-höll í París í vikunni. Meginefni fundarins var áframhaldandi hernaðarstuðningur við Úkraínu og farið var yfir hvernig tryggja megi sem styrkasta stöðu Úkraínu til framtíðar á þessum viðkvæma tímapunkti í stríðinu við Rússa segir á Útvarpi sögu.

Við þurfum ekki að velkjast í vafa hvar Ísland stendur en Kristrún hefur miklar áhyggjur af vörnum Úkraínu en litlar af vörnum Íslands. Þá áréttaði forsætisráðherra að Ísland hefði nýlega tvöfaldað framlög sín til stuðnings Úkraínu og myndi halda áfram að styrkja varnir landsins, til dæmis í gegnum danska frumkvæðið sem miðar að því að efla úkraínska vopnaframleiðslu og jarðsprengjuleit. Ísland myndi jafnframt leggja sitt af mörkum við áætlanir sem miðuðu að friðargæslu!

Er forsætisráðherra vor orðin alveg gal...? Hvar eru forgangsmálin í varnarmálum? Afskipti af fjarlægu stríði en algjör vanrækla gagnvart því sem nálgast kann að vera íslenskar hervarnir, en það er rekstrur Landhelgisgæslunnar.  Eina eftirlitsflugvél hennar kom í mánuðinum úr enn einni landamæra ferðinni (snýkjuferð til Evrópu) frá Miðjarðarhafinu en LHG getur ekki rekið þessa vél nema að láta FRONTEX borga fyrir rekstur hennar. Þessi vél eyðir 11 mánuðum til að verja landamæri Evrópu en á meðan eru Íslandsmiðin eftirlitslaus.

Það er alltaf verið að segja okkur að Íslendingar geti ekki rekið LHG sómasamlega, ekki sé til nægt fjármagn að reka fleiri skip en tvö, það þarf að leigja þyrlurnar, eftirlitsvélin þarf að vera í Miðjarðarhafinu o.s.frv. En á sama tíma rennar milljarðarnir í stríðshítið í Úkraínu. Bein framlag í ár í stríðsrekstur er 2 milljarðar en fleiri fara í efnahagsaðstoð.  Sannleikurinn er því að það eru til peningar, þeir fara bara ekki á rétta staði. Sem dæmi kostar um hálfan milljarðar að reka heimavarnir....

Það er frumskylda íslenskra stjórnvalda að tryggja varnir Íslands, ekki Úkraínu. Ef þau vilja styrja varnir Evrópu með þátttöku í þessu stríði, geta þau gert það með að vera ekki veikasti hlekkurinn í vörnum Evrópu.

Ekki er lengur hægt að ganga að tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkjunum vísum, ráðamenn þar eru með stórvelda drauma um PAN AMERICA stórveldi, þar sem Grænland og Kanada falla undir Bandaríkin. Kanada sem 51 ríki Bandaríkjanna skv. Trump en takið eftir að aldrei tala þeir um Grænland sem 52 ríki Bandaríkjanna! Af hverju skyldi það vera?  Bandaríkin eru nefnilega ekki bara 50 ríki, heldur hafa þau landsvæði sem þau ráða yfir. 

Eins og er, ráða Bandaríkin yfir sextán landsvæði (eða 17), þar af fimm sem tilheyra landafræðilega ekki Bandaríkin - Púertó Ríkó, Gvam, Norður-Maríanaeyjar, Ameríku-Samóa og Bandarísku Jómfrúaeyjar - hafa fasta íbúa sem eru bandarískir ríkisborgarar en lítil sem engin pólitísk réttindi sem hópar.

Ísland er bara steinsnar frá Grænlandi. Hvað ef draumar Kanans um upptöku Grænlands í Bandaríkin ganga ekki eftir? Snúa þeir sér að Íslandi?

Að lokum. Af hverju allur þessi mikli áhugi herlausrar þjóðar á stríði í Evrópu? Tengist þetta áhuga tveggja af þremur stjórnarflokkur á inngöngu í ESB?  Á að veðja á stríðsfákinn í Brussel í stað þess í Washington?  Frúrnar, formennirnir í stjórnarflokkunum hafa verið kallaðar valkyrjur, en kannski væri nær að líkja þeim við örlaga nornunum í Gísla sögu Súrsonar, sem spáðu honum skelfilegum dauðdaga á vígvelli. Það má því spyrja hvaða örlögum þær eru að boða okkur?


Við erum að hefja fjórðu iðnbyltinguna

Það er þannig að þegar sagan gerist, eins og hún er að gerast á þessu augnabliki, viljum við festast með í þessu augnabliki og við skynjum ekki að við eru að ganga í gengnum ákveðið þrep í sögunni.

Við erum til dæmis að enda þriðju iðnbyltinguna um þessar mundir (ca. 1950-2000). Í hverju fellst hún? Jú, hún er rafræn og stafræn. Þ.e.a.s. það sem einkennir hana er notkun kísilflaga og tölvur (IBM og Apple), internetið (á 10 áratug 20. aldar) og sjálfvirkni jókst í framleiðslu með vélmenni (ekki gervigreind). Í líftækni eru það uppgötvanir í erfðamengi mannssins og það kort lagt. Lækningar sem þessu fylgir beitt.

Nú er fjórða iðnbyltingin hafin (2000 til dagsins í dag). Hún byggir á gervigreind, sjálfvirkni og stafrænum lausnum. Hún einkennist af gervigreind og gagnagreiningu. Tenging tækja við netið (Internet of Things (IoT) - dæmi, ryksugan þín hugsar! Sjálfkeyrandi bílar og drónar. Tækni hugsa og hreyfa sig sjálfstætt en eftir formúlu. 3D-prentun og efnisvísindi beitt á öllum mögulegum sviðum samfélagsins. Í lækningum er t.d. CRISPR genebreytingar notaðar til umbreyta dýrum og mönnum og lækna.

Velkomin í framtíðina! Hún er núna!


Varðandi hlutleysisstefnu Íslands og lög þar að lútandi

Arnar Þór Jónsson lögfræðingur segir að hlutleysisstefnan sé enn í gildi sem er athyglisverð túlkun.

Eins og bloggritari skilur þetta þá er saga hlutleysisstefnunnar þessi: 1918-1940 var Ísland hlutlaust land. Þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918 var landið herlaust og fylgdi óopinberri hlutleysisstefnu. Íslensk stjórnvöld lýstu yfir hlutleysi við upphaf seinni heimsstyrjaldar 1939. 

Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið (NATO) 1949, sem þýddi að landið hafði opinberlega sagt skilið við hlutleysi og skuldbundið sig til sameiginlegra varna. Tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin skuldbindur okkur til að ljá hafsvæðið við Íslandsstrendur og sland undir við átök við óvin Bandaríkjanna. Þannig að með aðild sinni að NATO og þátttöku í sameiginlegri vörn hefur það afnumið hlutleysisstefnu sína sem og varnarsamningnum við BNA.

En kannski á Arnar Þór við að það verði að afnema hlutleysis lögin formlega, til þess að þau veri ógild. 

Hvernig eru íslensk lög afnumin?

Í íslenskum rétti eru lög afnumin með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með formlegu afnámi með nýjum lögum. Alþingi getur afnumið lög með því að samþykkja ný lög sem kveða á um afnám þeirra eldri laga. Þetta er oft gert með skýrum ákvæðum í nýjum lögum. Í öðru lagi með óbeinni niðurfellingu. Ef ný lög stangast á við eldri lög og engin skýr fyrirmæli eru um afnám þeirra eldri, gildir almenna reglan að eldri lög víkja fyrir nýjum, að því leyti sem þau eru ósamrýmanleg. Og í þriðja lagi með úreldingu eða óvirkni í framkvæmd. Lög geta orðið úrelt ef þau eru ekki lengur framkvæmd, þó þau hafi aldrei verið formlega afnumin. Í íslenskum rétti gilda þó almennt þau lög sem eru skráð, nema þau séu sérstaklega numin úr gildi eða úrskurðuð ólögleg af dómstólum.

Svo má bæta fjórðu leiðina við en hún er að lög verið metin ólögleg eða andstæð stjórnarskrá með úrskurði dómstóla, og þar með ekki lengur talist gild. Hæstiréttur hefur vald til að úrskurða lög ógild ef þau eru talin brjóta í bága við stjórnarskrá.

Spurningin er því, eru hlutleysislögin enn í gildi eða ógild eftir einum eða fleiri af fjórum ofantöldum leiðum?


Fantasía yfirlögregluþjóns um borgaraher!

Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að ef stríð brytist út gæti lögregla beitt heimildum sínum til að kveða almenning til verkefna undir umsjá lögreglu. Þessi leið hugnast honum betur en hugmyndir um stofnun hers. Sjá slóðir:

Gætu kallað til á hættustund og
Lögregla gæti kallað til fleiri hundruð óbreytta Íslendinga ef allt fer í skrúfuna

Þarna er Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra að vísa til laga um almannavarnir. Sjá í viðhengi hér að neðan.

Með fullri virðingu fyrir manninum, þá er Karl ekki átorítet um herfræði né sérfræðingur um varnarmál. Lögregluskólinn gerir hann ekki að hernaðarsérfræðingi. En honum er velkomið að leggja orð í belg, en hann má þá vænta mótrök. 

Eitt þeirra er að það er arfa vitlaust að kalla út óþjálfaðan almenning, með enga reynslu eða getu til að taka að sér, hvað?, starf hermanna? Það er ekki útskýrt í fréttum. Vonandi er hann að vísa til hjálparsveitarmanna (sem hafa þjálfun í björgunarstörfum en ekki í hermennsku) en ekki óbreyttra borgara en jafnvel þeir eru með enga þekkingu eða getu til að starfa á stríðstímum. Og það er of seint að virkja mannskap eftir á!

Þetta minnir bloggritara á Volkssturm sveitirnar í Berlín 1945. Volkssturm sveitirnar voru stofnað í október 1944 að skipun Adolfs Hitlers og var hugsað sem síðasta varnarlið Þýskalands. Það samanstóð af körlum á aldrinum 16 til 60 ára, sem ekki höfðu þegar verið kallaðir í herinn. Þeir fengu oft litla sem enga herþjálfun og voru oft vopnaðir úreltum eða ófullnægjandi vopnum, eins og skotvopnum frá fyrri heimsstyrjöld eða einföldum skotvopnum eins og Panzerfaust. Þessi "herafli" var stráfelldur enda bara að þvælast fyrir Rauða hernum við yfirtöku Berlín.

Skárri hugmynd væri að stofna hér heimavarnarlið, á stærð við undirfylki sem fengi a.m.k. mánaðarþjálfun árlega á launum en foringjarnir væru atvinnuhermenn. Árlegur kostnaður er um hálfur milljarður króna. Með öðrum orðum væri hér liðsafli, reiðbúinn, á hliðarlínunni, sem hægt er að kalla út á klst. Heimvarnarliðsmenn starfa hina 11 mánuði sem óbreyttir borgara og þessi liðsafli hefði engin áhrif á gangverk íslenskt atvinnulífs. Athugið að varnarmálafjárlög eru núna 6,8 milljarðar króna og hálfur milljarður lítill í því samhengi. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa á að skipa slíkar varaliðssveitir meðfram hefðbundinn herafla en fáir vita af því að samanlagt hafa þær yfir 1 milljón manna undir vopnum í dag.

En nóta bene, það væri skársti kosturinn að stofna hér elítu hersveit um 100 manns. Ef einhver telur það lítið, þá má líta á Navy Seal sérsveitirnar sem ávallt eru fremstir í víglínunni og innihalda átta SEAL Teams sveitir en aðeins eru um 2,400 virkir bardagahermenn innan heildarinnar.

Viðhengi:

"VII. kafli. Borgaralegar skyldur á hættustundu.
19. gr. Almenn borgaraleg skylda.
Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. 1) [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.] 2)
Kveðja má þá sem eru á aldrinum 16–18 ára eða eldri en 65 ára til starfs skv. 1. mgr., ef þeir óska þess sjálfir....."


Til lesenda Samfélags og sögu

Bloggritari hóf að skrifa á blogginu fyrir rúmum fjórum árum.  Ætlunin var að "skrifa sig til skilnings" á einhverju málefni sem bloggritari er að lesa hverju sinni. Í stað þess að lesa ófullnægjandi fréttir með engu samhengi, vill bloggritari vita "allt" í kringum fréttina. T.d. af hverju hófst Úkraínu stríðið og hver er forsagan?

En þegar skrifað er svona á opinberum vettvangi, er ekki hjá því komist að einhver nennir að lesa efnið! Það þótt oft á tíðum er efnið tyrfið og höfðar ekki sérstaklega til hins almenna lesanda.

Blogg sem bloggarar skrifa, lifir aðeins einn dag á blog.is og er þá horfið sjónum lesenda. En þó ekki. Blogggreinin eða pistillinn lifir nefnilega sjálfstæðu lífi áfram um ókomna tíð á netinu. Bloggritari hefður því fengið símhringingar frá blaðamönnum en ekki síðan en ekki síst lesendum þessa bloggs varðandi gamlar greinar. 

Ég vil því þakka lesendum Samfélags og sögu fyrir að nenna að lesa pistlanna mína og fyrir að hringja í mig  og ræða málin sem þeim er í huga og þeir hafa lesið á bloggsíðu minni.

 


Dyggðir og gildi (góð)borgarans

Hvaða eiginleika þyrfti íslenski borgarinn að hafa til teljast nytsamur þátttakandi í þjóðfélaginu? Hvernig var þetta til dæmis hjá Rómverjum? Hjá þeim var hinn góði borgari tengdur hugmyndum um dyggðugt líferni (virtus) og hollustu við ríkið. Hugmyndin um mos maiorum („hefðir forfeðranna“) var afar mikilvæg, sem fól í sér virðingu fyrir hefðbundnum gildum og siðferði.

Góður borgari þurfti að vera Virtus (karlmannleg dyggð): Hugrekki, sjálfsagi og ábyrgð, sérstaklega í hernaði. Pietas (hollusta og skyldurækni) með eiginleikum eins og tryggð við guði, fjölskyldu og ríkið. Þetta fól í sér virðingu fyrir foreldrum, forföðrum og lögum ríkisins. Gravitas (alvörugefni og virðuleiki).Að sýna stöðugleika, ábyrgð og alvöru í öllum aðstæðum. Fides (áreiðanleiki og trúmennska). Að vera heiðarlegur, trúr skuldbindingum sínum og standa við orð sín. Disciplina (agi). Sérstaklega í hernaði, þar sem hlýðni og agi voru talin lykilatriði fyrir góða borgara. Clementia (mildi): Stjórnmálamenn og hershöfðingjar voru hvattir til að sýna mildi gagnvart sigruðum óvinum og samlöndum sínum.

Í Róm var lögð meiri áhersla á skyldur borgarans við ríkið og stöðugleika samfélagsins. Segja má að Rómverjar töldu hinn góða borgara þurfa að vera ábyrgur, hugrakkur, réttlátur og virðulegur. Er þetta eitthvað sem hægt er að heimfæra yfir á nútíma Íslendinginn?  Hvernig var hann á miðöldum og í raun fram yfir árnýöld, því að Íslendingar lásu Íslendingabækurnar og aðrar bækur sem innihéldu lýsingar á þessum dyggðum.

Á miðöldum var hugmyndin um hinn "góða Íslending" mótuð af samfélagsgerð þjóðveldisins, siðferðisgildum norrænna manna og kristinni trú sem festist í sessi eftir kristnitökuna árið 1000.

Dyggðir sem voru mikils metnar í íslensku samfélagi á þeim tíma voru meðal annars drengskapur og heiður (á opinberum vettvangi, t.d. að standa við samninga og heiðurinn var mannorð viðkomandi); hugrekki og hreysti (sem er enn metið eins og sjá má af hversu margir stunda líkamsrækt); ráðsnilld og kænska (kunna leikreglur samfélagsins og geta farið eftir viturlegri stefnumörkun og sýna skynsemi í deilumálum); samlyndi og tryggð (gagnvart fjölskyldunni), hagsýni og þrautseigja (Lífsbaráttan á Íslandi var erfið, svo fólk þurfti að sýna þolgæði og aðlögunarhæfni). 

Síðan komu nýjar dyggðir með kristni á 11. öld. Eftir kristnitökuna var auðmýkt, gjafmildi og miskunnsemi einnig taldar mikilvægar dyggðir. Guðrækni jókst með tímanum, en samt lifðu eldri norrænar dyggðir áfram með kristnum gildum.

Þessar dyggðir má sjá endurspeglast í Íslendingasögum og Sturlunga sögu, þar sem persónur eru dæmdar eftir því hversu vel þær fylgja þessum gildum.

Hvaða dyggðir eru eiginlega eftir í nútíma þjóðfélagi Íslands? Hefur ekki flostnað upp öll mörk og menn fara bara sínu fram? Það má glitra í leifar af ofan greindum dyggðum. 

Barnamálaráðherra sýndi mikinn drengskap að segja af sér er hún lenti í sínu máli og viðhélt mannorði sínu (heiður).

Sjá má auðmýkt, gjafmildi og miskunarsemi enn í dag með sjálfboðastarfi og góðgerðarsamtökum.

En ekki er hægt að sjá þessa eiginleika hjá öllum Íslendingum, af hverju ekki? Vantar að kenna siðferði - heimspeki í grunnskólum? 

Ef börnin læra þetta ekki heima, þá verður skólinn að grípa inn í.  Ef við ætlum að hafa réttlátt þjóðfélag, viturlega stjórnað, þá verðum við að kenna börnunum að verða dyggðugir borgarar.

Þetta náðu Rómverja að gera með sína klassísku menntun sem viðhélt rómversku samfélagi í 1000 ár og lengur. Það er eins og siðbrot hafi átt sér stað og nútíma Íslendingurinn er áttavilltur. Hann hefur óljósar hugmyndir um hvað er gott og rangt, en honum er ekki kennt þetta markvisst.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband