Kristrún: Þurfum að styrkja varnir Úkraínu enn frekar...!

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók þátt í fjölmennum leiðtogafundi Evrópuríkja í Elysée-höll í París í vikunni. Meginefni fundarins var áframhaldandi hernaðarstuðningur við Úkraínu og farið var yfir hvernig tryggja megi sem styrkasta stöðu Úkraínu til framtíðar á þessum viðkvæma tímapunkti í stríðinu við Rússa segir á Útvarpi sögu.

Við þurfum ekki að velkjast í vafa hvar Ísland stendur en Kristrún hefur miklar áhyggjur af vörnum Úkraínu en litlar af vörnum Íslands. Þá áréttaði forsætisráðherra að Ísland hefði nýlega tvöfaldað framlög sín til stuðnings Úkraínu og myndi halda áfram að styrkja varnir landsins, til dæmis í gegnum danska frumkvæðið sem miðar að því að efla úkraínska vopnaframleiðslu og jarðsprengjuleit. Ísland myndi jafnframt leggja sitt af mörkum við áætlanir sem miðuðu að friðargæslu!

Er forsætisráðherra vor orðin alveg gal...? Hvar eru forgangsmálin í varnarmálum? Afskipti af fjarlægu stríði en algjör vanrækla gagnvart því sem nálgast kann að vera íslenskar hervarnir, en það er rekstrur Landhelgisgæslunnar.  Eina eftirlitsflugvél hennar kom í mánuðinum úr enn einni landamæra ferðinni (snýkjuferð til Evrópu) frá Miðjarðarhafinu en LHG getur ekki rekið þessa vél nema að láta FRONTEX borga fyrir rekstur hennar. Þessi vél eyðir 11 mánuðum til að verja landamæri Evrópu en á meðan eru Íslandsmiðin eftirlitslaus.

Það er alltaf verið að segja okkur að Íslendingar geti ekki rekið LHG sómasamlega, ekki sé til nægt fjármagn að reka fleiri skip en tvö, það þarf að leigja þyrlurnar, eftirlitsvélin þarf að vera í Miðjarðarhafinu o.s.frv. En á sama tíma rennar milljarðarnir í stríðshítið í Úkraínu. Bein framlag í ár í stríðsrekstur er 2 milljarðar en fleiri fara í efnahagsaðstoð.  Sannleikurinn er því að það eru til peningar, þeir fara bara ekki á rétta staði. Sem dæmi kostar um hálfan milljarðar að reka heimavarnir....

Það er frumskylda íslenskra stjórnvalda að tryggja varnir Íslands, ekki Úkraínu. Ef þau vilja styrja varnir Evrópu með þátttöku í þessu stríði, geta þau gert það með að vera ekki veikasti hlekkurinn í vörnum Evrópu.

Ekki er lengur hægt að ganga að tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkjunum vísum, ráðamenn þar eru með stórvelda drauma um PAN AMERICA stórveldi, þar sem Grænland og Kanada falla undir Bandaríkin. Kanada sem 51 ríki Bandaríkjanna skv. Trump en takið eftir að aldrei tala þeir um Grænland sem 52 ríki Bandaríkjanna! Af hverju skyldi það vera?  Bandaríkin eru nefnilega ekki bara 50 ríki, heldur hafa þau landsvæði sem þau ráða yfir. 

Eins og er, ráða Bandaríkin yfir sextán landsvæði (eða 17), þar af fimm sem tilheyra landafræðilega ekki Bandaríkin - Púertó Ríkó, Gvam, Norður-Maríanaeyjar, Ameríku-Samóa og Bandarísku Jómfrúaeyjar - hafa fasta íbúa sem eru bandarískir ríkisborgarar en lítil sem engin pólitísk réttindi sem hópar.

Ísland er bara steinsnar frá Grænlandi. Hvað ef draumar Kanans um upptöku Grænlands í Bandaríkin ganga ekki eftir? Snúa þeir sér að Íslandi?

Að lokum. Af hverju allur þessi mikli áhugi herlausrar þjóðar á stríði í Evrópu? Tengist þetta áhuga tveggja af þremur stjórnarflokkur á inngöngu í ESB?  Á að veðja á stríðsfákinn í Brussel í stað þess í Washington?  Frúrnar, formennirnir í stjórnarflokkunum hafa verið kallaðar valkyrjur, en kannski væri nær að líkja þeim við örlaga nornunum í Gísla sögu Súrsonar, sem spáðu honum skelfilegum dauðdaga á vígvelli. Það má því spyrja hvaða örlögum þær eru að boða okkur?


Við erum að hefja fjórðu iðnbyltinguna

Það er þannig að þegar sagan gerist, eins og hún er að gerast á þessu augnabliki, viljum við festast með í þessu augnabliki og við skynjum ekki að við eru að ganga í gengnum ákveðið þrep í sögunni.

Við erum til dæmis að enda þriðju iðnbyltinguna um þessar mundir (ca. 1950-2000). Í hverju fellst hún? Jú, hún er rafræn og stafræn. Þ.e.a.s. það sem einkennir hana er notkun kísilflaga og tölvur (IBM og Apple), internetið (á 10 áratug 20. aldar) og sjálfvirkni jókst í framleiðslu með vélmenni (ekki gervigreind). Í líftækni eru það uppgötvanir í erfðamengi mannssins og það kort lagt. Lækningar sem þessu fylgir beitt.

Nú er fjórða iðnbyltingin hafin (2000 til dagsins í dag). Hún byggir á gervigreind, sjálfvirkni og stafrænum lausnum. Hún einkennist af gervigreind og gagnagreiningu. Tenging tækja við netið (Internet of Things (IoT) - dæmi, ryksugan þín hugsar! Sjálfkeyrandi bílar og drónar. Tækni hugsa og hreyfa sig sjálfstætt en eftir formúlu. 3D-prentun og efnisvísindi beitt á öllum mögulegum sviðum samfélagsins. Í lækningum er t.d. CRISPR genebreytingar notaðar til umbreyta dýrum og mönnum og lækna.

Velkomin í framtíðina! Hún er núna!


Varðandi hlutleysisstefnu Íslands og lög þar að lútandi

Arnar Þór Jónsson lögfræðingur segir að hlutleysisstefnan sé enn í gildi sem er athyglisverð túlkun.

Eins og bloggritari skilur þetta þá er saga hlutleysisstefnunnar þessi: 1918-1940 var Ísland hlutlaust land. Þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918 var landið herlaust og fylgdi óopinberri hlutleysisstefnu. Íslensk stjórnvöld lýstu yfir hlutleysi við upphaf seinni heimsstyrjaldar 1939. 

Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið (NATO) 1949, sem þýddi að landið hafði opinberlega sagt skilið við hlutleysi og skuldbundið sig til sameiginlegra varna. Tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin skuldbindur okkur til að ljá hafsvæðið við Íslandsstrendur og sland undir við átök við óvin Bandaríkjanna. Þannig að með aðild sinni að NATO og þátttöku í sameiginlegri vörn hefur það afnumið hlutleysisstefnu sína sem og varnarsamningnum við BNA.

En kannski á Arnar Þór við að það verði að afnema hlutleysis lögin formlega, til þess að þau veri ógild. 

Hvernig eru íslensk lög afnumin?

Í íslenskum rétti eru lög afnumin með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með formlegu afnámi með nýjum lögum. Alþingi getur afnumið lög með því að samþykkja ný lög sem kveða á um afnám þeirra eldri laga. Þetta er oft gert með skýrum ákvæðum í nýjum lögum. Í öðru lagi með óbeinni niðurfellingu. Ef ný lög stangast á við eldri lög og engin skýr fyrirmæli eru um afnám þeirra eldri, gildir almenna reglan að eldri lög víkja fyrir nýjum, að því leyti sem þau eru ósamrýmanleg. Og í þriðja lagi með úreldingu eða óvirkni í framkvæmd. Lög geta orðið úrelt ef þau eru ekki lengur framkvæmd, þó þau hafi aldrei verið formlega afnumin. Í íslenskum rétti gilda þó almennt þau lög sem eru skráð, nema þau séu sérstaklega numin úr gildi eða úrskurðuð ólögleg af dómstólum.

Svo má bæta fjórðu leiðina við en hún er að lög verið metin ólögleg eða andstæð stjórnarskrá með úrskurði dómstóla, og þar með ekki lengur talist gild. Hæstiréttur hefur vald til að úrskurða lög ógild ef þau eru talin brjóta í bága við stjórnarskrá.

Spurningin er því, eru hlutleysislögin enn í gildi eða ógild eftir einum eða fleiri af fjórum ofantöldum leiðum?


Fantasía yfirlögregluþjóns um borgaraher!

Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að ef stríð brytist út gæti lögregla beitt heimildum sínum til að kveða almenning til verkefna undir umsjá lögreglu. Þessi leið hugnast honum betur en hugmyndir um stofnun hers. Sjá slóðir:

Gætu kallað til á hættustund og
Lögregla gæti kallað til fleiri hundruð óbreytta Íslendinga ef allt fer í skrúfuna

Þarna er Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra að vísa til laga um almannavarnir. Sjá í viðhengi hér að neðan.

Með fullri virðingu fyrir manninum, þá er Karl ekki átorítet um herfræði né sérfræðingur um varnarmál. Lögregluskólinn gerir hann ekki að hernaðarsérfræðingi. En honum er velkomið að leggja orð í belg, en hann má þá vænta mótrök. 

Eitt þeirra er að það er arfa vitlaust að kalla út óþjálfaðan almenning, með enga reynslu eða getu til að taka að sér, hvað?, starf hermanna? Það er ekki útskýrt í fréttum. Vonandi er hann að vísa til hjálparsveitarmanna (sem hafa þjálfun í björgunarstörfum en ekki í hermennsku) en ekki óbreyttra borgara en jafnvel þeir eru með enga þekkingu eða getu til að starfa á stríðstímum. Og það er of seint að virkja mannskap eftir á!

Þetta minnir bloggritara á Volkssturm sveitirnar í Berlín 1945. Volkssturm sveitirnar voru stofnað í október 1944 að skipun Adolfs Hitlers og var hugsað sem síðasta varnarlið Þýskalands. Það samanstóð af körlum á aldrinum 16 til 60 ára, sem ekki höfðu þegar verið kallaðir í herinn. Þeir fengu oft litla sem enga herþjálfun og voru oft vopnaðir úreltum eða ófullnægjandi vopnum, eins og skotvopnum frá fyrri heimsstyrjöld eða einföldum skotvopnum eins og Panzerfaust. Þessi "herafli" var stráfelldur enda bara að þvælast fyrir Rauða hernum við yfirtöku Berlín.

Skárri hugmynd væri að stofna hér heimavarnarlið, á stærð við undirfylki sem fengi a.m.k. mánaðarþjálfun árlega á launum en foringjarnir væru atvinnuhermenn. Árlegur kostnaður er um hálfur milljarður króna. Með öðrum orðum væri hér liðsafli, reiðbúinn, á hliðarlínunni, sem hægt er að kalla út á klst. Heimvarnarliðsmenn starfa hina 11 mánuði sem óbreyttir borgara og þessi liðsafli hefði engin áhrif á gangverk íslenskt atvinnulífs. Athugið að varnarmálafjárlög eru núna 6,8 milljarðar króna og hálfur milljarður lítill í því samhengi. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa á að skipa slíkar varaliðssveitir meðfram hefðbundinn herafla en fáir vita af því að samanlagt hafa þær yfir 1 milljón manna undir vopnum í dag.

En nóta bene, það væri skársti kosturinn að stofna hér elítu hersveit um 100 manns. Ef einhver telur það lítið, þá má líta á Navy Seal sérsveitirnar sem ávallt eru fremstir í víglínunni og innihalda átta SEAL Teams sveitir en aðeins eru um 2,400 virkir bardagahermenn innan heildarinnar.

Viðhengi:

"VII. kafli. Borgaralegar skyldur á hættustundu.
19. gr. Almenn borgaraleg skylda.
Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. 1) [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.] 2)
Kveðja má þá sem eru á aldrinum 16–18 ára eða eldri en 65 ára til starfs skv. 1. mgr., ef þeir óska þess sjálfir....."


Til lesenda Samfélags og sögu

Bloggritari hóf að skrifa á blogginu fyrir rúmum fjórum árum.  Ætlunin var að "skrifa sig til skilnings" á einhverju málefni sem bloggritari er að lesa hverju sinni. Í stað þess að lesa ófullnægjandi fréttir með engu samhengi, vill bloggritari vita "allt" í kringum fréttina. T.d. af hverju hófst Úkraínu stríðið og hver er forsagan?

En þegar skrifað er svona á opinberum vettvangi, er ekki hjá því komist að einhver nennir að lesa efnið! Það þótt oft á tíðum er efnið tyrfið og höfðar ekki sérstaklega til hins almenna lesanda.

Blogg sem bloggarar skrifa, lifir aðeins einn dag á blog.is og er þá horfið sjónum lesenda. En þó ekki. Blogggreinin eða pistillinn lifir nefnilega sjálfstæðu lífi áfram um ókomna tíð á netinu. Bloggritari hefður því fengið símhringingar frá blaðamönnum en ekki síðan en ekki síst lesendum þessa bloggs varðandi gamlar greinar. 

Ég vil því þakka lesendum Samfélags og sögu fyrir að nenna að lesa pistlanna mína og fyrir að hringja í mig  og ræða málin sem þeim er í huga og þeir hafa lesið á bloggsíðu minni.

 


Dyggðir og gildi (góð)borgarans

Hvaða eiginleika þyrfti íslenski borgarinn að hafa til teljast nytsamur þátttakandi í þjóðfélaginu? Hvernig var þetta til dæmis hjá Rómverjum? Hjá þeim var hinn góði borgari tengdur hugmyndum um dyggðugt líferni (virtus) og hollustu við ríkið. Hugmyndin um mos maiorum („hefðir forfeðranna“) var afar mikilvæg, sem fól í sér virðingu fyrir hefðbundnum gildum og siðferði.

Góður borgari þurfti að vera Virtus (karlmannleg dyggð): Hugrekki, sjálfsagi og ábyrgð, sérstaklega í hernaði. Pietas (hollusta og skyldurækni) með eiginleikum eins og tryggð við guði, fjölskyldu og ríkið. Þetta fól í sér virðingu fyrir foreldrum, forföðrum og lögum ríkisins. Gravitas (alvörugefni og virðuleiki).Að sýna stöðugleika, ábyrgð og alvöru í öllum aðstæðum. Fides (áreiðanleiki og trúmennska). Að vera heiðarlegur, trúr skuldbindingum sínum og standa við orð sín. Disciplina (agi). Sérstaklega í hernaði, þar sem hlýðni og agi voru talin lykilatriði fyrir góða borgara. Clementia (mildi): Stjórnmálamenn og hershöfðingjar voru hvattir til að sýna mildi gagnvart sigruðum óvinum og samlöndum sínum.

Í Róm var lögð meiri áhersla á skyldur borgarans við ríkið og stöðugleika samfélagsins. Segja má að Rómverjar töldu hinn góða borgara þurfa að vera ábyrgur, hugrakkur, réttlátur og virðulegur. Er þetta eitthvað sem hægt er að heimfæra yfir á nútíma Íslendinginn?  Hvernig var hann á miðöldum og í raun fram yfir árnýöld, því að Íslendingar lásu Íslendingabækurnar og aðrar bækur sem innihéldu lýsingar á þessum dyggðum.

Á miðöldum var hugmyndin um hinn "góða Íslending" mótuð af samfélagsgerð þjóðveldisins, siðferðisgildum norrænna manna og kristinni trú sem festist í sessi eftir kristnitökuna árið 1000.

Dyggðir sem voru mikils metnar í íslensku samfélagi á þeim tíma voru meðal annars drengskapur og heiður (á opinberum vettvangi, t.d. að standa við samninga og heiðurinn var mannorð viðkomandi); hugrekki og hreysti (sem er enn metið eins og sjá má af hversu margir stunda líkamsrækt); ráðsnilld og kænska (kunna leikreglur samfélagsins og geta farið eftir viturlegri stefnumörkun og sýna skynsemi í deilumálum); samlyndi og tryggð (gagnvart fjölskyldunni), hagsýni og þrautseigja (Lífsbaráttan á Íslandi var erfið, svo fólk þurfti að sýna þolgæði og aðlögunarhæfni). 

Síðan komu nýjar dyggðir með kristni á 11. öld. Eftir kristnitökuna var auðmýkt, gjafmildi og miskunnsemi einnig taldar mikilvægar dyggðir. Guðrækni jókst með tímanum, en samt lifðu eldri norrænar dyggðir áfram með kristnum gildum.

Þessar dyggðir má sjá endurspeglast í Íslendingasögum og Sturlunga sögu, þar sem persónur eru dæmdar eftir því hversu vel þær fylgja þessum gildum.

Hvaða dyggðir eru eiginlega eftir í nútíma þjóðfélagi Íslands? Hefur ekki flostnað upp öll mörk og menn fara bara sínu fram? Það má glitra í leifar af ofan greindum dyggðum. 

Barnamálaráðherra sýndi mikinn drengskap að segja af sér er hún lenti í sínu máli og viðhélt mannorði sínu (heiður).

Sjá má auðmýkt, gjafmildi og miskunarsemi enn í dag með sjálfboðastarfi og góðgerðarsamtökum.

En ekki er hægt að sjá þessa eiginleika hjá öllum Íslendingum, af hverju ekki? Vantar að kenna siðferði - heimspeki í grunnskólum? 

Ef börnin læra þetta ekki heima, þá verður skólinn að grípa inn í.  Ef við ætlum að hafa réttlátt þjóðfélag, viturlega stjórnað, þá verðum við að kenna börnunum að verða dyggðugir borgarar.

Þetta náðu Rómverja að gera með sína klassísku menntun sem viðhélt rómversku samfélagi í 1000 ár og lengur. Það er eins og siðbrot hafi átt sér stað og nútíma Íslendingurinn er áttavilltur. Hann hefur óljósar hugmyndir um hvað er gott og rangt, en honum er ekki kennt þetta markvisst.


Búríkratía í örríkinu Ísland og þekkingaleysi þingmanna

Byrjum á skrifræðinu. Litlir kóngar og drottningar sem stjórna stofnunum hafa gríðarleg völd. Þeir taka þröngar ákvarðanir út frá hagsmunum stofnana sinna og reglugerðum þeirra. Ákvarðanir þeirra eru kannski réttar en í samhengi máls kolrangar. Tökum nýlegt dæmi. Trjáfelling í Öskjuhlíð.  Há tré ógnuðu aðflugsleið á eina flugbrautina. Bannað var því að nota þá braut og engin undantekning, jafnvel ekki fyrir sjúkraflug. Bannið átti sem sagt að bjarga mögulega mannslífum en ógnaði í raun bráðveiku fólk sem þurfti nauðlega komast undir læknishendur á stundinni. Ekki var kvikað frá "réttu" ákvörðunni.

Annað dæmi er Teigsskógur en ein stofnun, Skipulagsstofnun, kom í veg fyrir að vegur var lagður í gegnum hríslur og runna um árabil. Málið var í "ferli" kerfisins í tvo áratugi! Sjá slóð: 22 og 27/2020 Teigsskógur  Málið leystist á endanum og vegur lagður í gegnum hríslur og runna sem rifist var svo lengi um! Lengi má telja upp hversu möppudýrin, afsakið, skriffinnarnir eru að þvælast fyrir og tefja mál. Er ekki að segja að stofnanir taki ekki á málum, heldur vinnubrögðum þeirra.

Æðstu embættismenn ríkisins, eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar - Alþingismenn, erum margir hverjir óhæfir til starfa. Það er kannski ekki sanngjarnt að kenna kjósendum um mannavalið á Alþingi, því að það eru stjórnmálaflokkarnir sem raða á lista sína. Oftast eru það þeir sem eru þaulsetnastir á fundum og samkundum flokkanna, þeir sem eru í flokksstarfinu daginn út og inn, koma sér í mjúkinn hjá flokksforustunni og uppskera í laun sæti á þingi. Þarna situr þetta fólk og gerir lítið. Það tekur þátt í atkvæðagreiðslum með skýrum skilaboðum frá formanninum hvernig eiga að kjósa.

Nútíma þjóðfélag er flókið, angar þess eru fleiri en fólk almennt grunar. Atvinnulífið er t.d. með ótrúlega flott frumkvöðlastarf sem fáir vita af. En kerfið eða bálknið er stórt og flókið. Það tekur góðan tíma og þekkingu að kunna inn á það.  Margir þingmenn hafa enga þekkingu á stóru málunum og ætla sér ekki að þekkja þau. Þeir kvarta yfir að fá ekki að vaða inn á skítugum skóm á Alþingi, svona til að segja eitthvað!

Svo verður þingmaðurinn að kunna staðsetja sig í tíma og rúmi. Hvað er átt við með því? Jú, það væri til dæmis gott að kunna eitthvað í sögu og félagsfræði. Það er hvernig þetta þjóðfélag sem þeir eru að stjórna virkar og hvernig það hefur orðið svona. Ákvarðanir sem eru teknar í dag, eiga að taka mið af sögunni/reynslunni og varða leiðina inn í nána framtíð. Er nokkurn tímann teknar ákvarðanir og settar í lög, sem varða framtíðina? Þ.e.a.s. ekki bara út frá hvernig tiltekið mál er í dag, heldur hvernig það verður eftir nokkra áratugi?

Tökum dæmi. Kjaramál. Það væri til dæmis frábært fyrir ráðherrann eða þingmanninn að þekkja sögu verkalýðsbaráttunnar, til að skilja kröfur stéttafélaga í dag. Af hverju að krefjast 40 klst stundna vinnuviku? Og af hverju nú 36 klst vinnuviku? Getur verið að þjóðfélagið sé að fara í gegnum fjórðu "iðnbyltinguna" með tilkomu gervigreindarinnar og flest öll störf sem nú eru unnin, hverfa? Hvað á þá að gera?

Með öðrum orðum, Íslendingar þurfa á að halda að inn á Alþingi veljist fólk með mikla menntun (a.m.k. þekkingu) en ekki fólk sem er gott í að sleikja upp forystumenn flokkanna og er gott í bakherbergja makki. Er nokkur furða að þjóðfélaginu er illa stjórnað, ríkissjóður rekinn með halla í góðæri og illæri, innviðir handónýtir og ákvaðanir teknar út frá hagsmunum örminnihlutum og um leið troðið á réttum meirihlutans. Eiginleikar þeirra sem komast á þing, eru nefnilega ekki þeir persónuleika einkenni sem þjóðfélagið þarf á að halda! Heldur þvert á móti og á hinn veginn. Hér er verið að tala um dyggðir og gildi borgarans sem þingmenn eiga að enduspegla. Kem inn á það í næstu grein.


Svörin við morðið á John F. Kennedy eru ekki að finna í birtum leyniskjölum

JFG skjölin sem birt hafa verið, sanna bara hversu yfirhylmingin var mikil. Ástæðan fyrir að þessi skjöl voru ekki birt fyrr er að þau sýna hveru mikil umsvif CIA voru um allan heim. Um 47% "diplómata" voru í raun útsendarar CIA á sjötta áratugnum.

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndböndum liggja upplýsingar um meint samsæri um morð á Kennedy alls staðar annars staðar en í opinberum skjölum. Og ef CIA, hópur innan þessarar stofnunar, hafi staðið að þessu morði, þá hafa þeir passa sig á að hafa sem fæst á pappír, hvað þá að færa morðið til bókar í skjalasafni CIA!

Saga málsins er með ólíkindum.  Heili Kennedy hvarf eftir krufningu í Washington, læknir brenndi krufningaskjöl, byssukúlur hverfa og birtast á ný, byssa Oswald reyndist vera samtíningu rifla og við endurgerð morðsins, ítrekað klikkar á að skjóta. Hann á svo að hafa náð að skjóta ítrekað skotmark á ferð á fáeinum sekúndum. 

Byssukúlan sem fór í JFK fór um forsetabílinn eins og ping pong kúla, út um allt, lífverðir hans brugðust ekki við, bílstjórinn stöðvar augnablik og keyrir af stað rólega í fyrstu, forsetalestin er látin fara í gegnum "dauðagil" torgs með óteljandi skotmörk allt í kring, gert að kröfu Johnson, lífverðum meinað að taka sinn stað í lestinn á flugvellinum og þeir banda höndum í forundrum, skurðlæknarnir sem tóku á móti Kennedy fengu ekki að gera alvöru rannsókn því CIA menn skiptu sér af aðgerðinni (sem ekki var gert er Reagan var skotinn), ítrekaðar viðvaranir að það eigi að taka Kennedy af lífi og Dallas væri gryfja hatursmanna forsetans hunsað og lengi má telja ótrúlegan söguþráð. 

En tökum helstu rökin fyrir að þetta hafi verið samsæri sem mun aldrei finnast í opinberum skjölum.

"Töfrakúlu" kenningin

Opinber skýrsla Warren-nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að ein byssukúla (kölluð „töfrakúlan“) hafi farið bæði í Kennedy forseta og John Connally ríkisstjóra Texas og valdið mörgum sárum. Þessi kúla er sögð hafa farið inn í bak Kennedys, farið út um hálsinn á honum, síðan lent í baki Connally, brotið rifbein, farið út úr brjósti hans, lent í úlnliðnum, brotið bein og loks verið í læri hans - allt á meðan kúlan var í nánast óspilltu ástandi þegar hún fannst síðar á sjúkrabörum. Mörgum finnst þessi braut ólíkleg. Og nóta bene, hver var í nefndinni? Allan W. Dulles fyrrum forstjóri CIA sem Kennedy hafði látið reka. Kennedy bræðurnir ætluðu að leysa CIA upp á þessum tíma, því þeim fannst stofnunin ógna lýðræðinu. Vilhöll nefnd sem hunsaði sönnunargögn?

Snögg handtaka og þægileg þögn Oswalds.  Lee Harvey Oswald var handtekinn aðeins 70 mínútum eftir morðið, þrátt fyrir að engin formleg rannsókn hafi enn verið gerð. Hann neitaði aðild að því og sagði við sjónvarpsmyndavélarnar: "Ég er bara blóðraböggull."  Innan við 48 tímum síðar, áður en hægt var að yfirheyra hann almennilega, var hann myrtur af Jack Ruby í beinni sjónvarpsútsendingu, sem kom í veg fyrir réttarhöld. Ruby var mafíumaður og tengdur þeim hluta mafíunnar sem vann náið með CIA við laumumorð. Mafían sjálf var bálreið út í Kennedy bræðurnar fyrir að svíka loforð um að þeir létu hana í friði. Mafían tryggði nauman sigur Kennedys með kosningasvindli.

Aðgerðir Jack Ruby

Jack Ruby, næturklúbbaeigandi með þekkt mafíutengsl, fullyrti að hann hefði myrt Oswald af sorg yfir Jackie Kennedy! Geta hans til að ganga inn á þungavörðu lögreglustöðina, bera hlaðna byssu, og skjóta Oswald á lausu færi vekur spurningar um hvort hann hafi verið að þagga niður í honum.

Misvísandi sönnunargögn Zapruder filmubútsins

Hin fræga Zapruder-mynd sýnir höfuð Kennedys kastast aftur og til vinstri eftir högg, sem margir telja benda til skots að framan, sem stangast á við opinbera niðurstöðu um að Oswald hafi skotið frá Texas School Book Depository fyrir aftan Kennedy.  Myndinni var einnig haldið frá almenningi í mörg ár, sem ýtti undir vangaveltur.

Vitnin á grashæðinni

Tugir vitna greindu frá því að hafa heyrt skot frá Grassy Knoll svæðinu, stað fyrir framan eðalvagn Kennedys.  Margir töldu sig hafa séð reyk eða skotmann, en þessum vitnisburði var að mestu vísað frá.

Dularfull dauðsföll vitna

Fjöldi fólks sem tengist málinu lést við óvenjulegar aðstæður á árunum eftir morðið.  Sumir vísindamenn halda því fram að þessi dauðsföll myndu grunsamlegt mynstur.

CIA, FBI, og mafíutengsl

Afléttuð skjöl benda til þess að CIA hafi haft áhuga á Oswald fyrir morðið, en fullyrti síðar að hann væri einn byssumaður án tengsla. Oswald hafði undarleg tengsl við hópa sem eru stuðningsmenn og andstæðingar Castro, sem vakti grunsemdir um aðkomu leyniþjónustunnar.  Mafíutengsl Jack Ruby vekja einnig spurningar um þátttöku skipulagðrar glæpastarfsemi.

Misvísandi krufningarskýrslur

Krufning Kennedys fór fram á Bethesda Naval Hospital, frekar en í Dallas þar sem hann var skotinn. Í krufningarskýrslunni eru frávik, þar á meðal vantar heilavef og breyttar lýsingar á sárum.

Álitshnekkur leyniþjónustunnar

Leyniþjónustan braut siðareglur með því að leyfa Dallas bílalestina að fara í gegnum krappar beygjur og minnkaðan hraða. Sumir leyniþjónustumenn virtust vera dregnir í burtu frá eðalvagninum rétt fyrir skotárásina.

Ályktun valnefndar þingsins (The House Select Committee) um morðið (1979)

Árið 1979 sneri valnefnd þingsins við niðurstöðum Warren-nefndarinnar og komst að þeirri niðurstöðu að Kennedy hafi líklega verið drepinn sem hluti af samsæri, þó að hún gæti ekki skorið úr um alla ábyrga aðila. Þrátt fyrir þetta var engin ný rannsókn hafin.

Er nokkur furða að í október 2023 bendir könnun Gallup til þess að 65% Bandaríkjamanna telji að morðið á John F. Kennedy forseta hafi falið í sér samsæri, sem bendir til þess að Lee Harvey Oswald hafi ekki verið einn að verki.

Ef þetta var ekki samsæri, þá hefur bloggritari ekki séð annað eins vanhæf leyniþjónustu- og lögregluyfirvöld og sjá má af aðgerðum CIA og FBI. Sem er nokkuð ótrúlegt miðað við hversu hæf þau eru að velta stjórnum úr sessi um allan heim.

Svo er það morðtilræðið við Trump...sem er önnur ótrúleg saga og er efni í aðra grein.

Leyndarmál JFK

Leyndarmál JFK 2


Tvíhugsun (e. doublethink) er geðklofa hugsunarháttur samtímans

Í bókinni 1984 hugsaði Orwell vandlega um mátt tungumálsins. Newspeak, uppfundið tungumál skáldsögunnar, er sérstaklega hannað til að stjórna hugsunarferlinu með takmörkuðum orðaforða og kerfi grimmilegrar einföldunar sem kemur í veg fyrir flókna hugsun eða tjáningu hvers kyns hugtaks sem er ekki í samræmi við rétttrúnað alræðisstjórnarinnar.

Það er eins og vinstrisinnaðir wokistar (lesist: ný-marxistar) hafi tekið bókina til fyrirmyndar en ekki til viðvörunnar.  George Orwell skrifaði bókina til að vara okkur við hættur sósísalismans sem ávallt getur af sér alræðisstjórnun á samfélaginu og sérstaklega einkalíf borgarans. Orðum og hugtökum er beitt markvisst til að stjórna hugsunum okkar hinna sem erum ekki woksinnar eða marxistar. Nóta bene, held að margir fatti ekki að þeir eru skilyrtir af þessu kennikerfi enda er það gert með óbeinum hætti í gegnum skólakerfið.  

Kíkjum á hvernig stóri bróðir misbeitir tungumálið. Orwell benti á hvernig ríkisstjórnir nota útúrsnúninga til að hylja raunveruleikann (t.d. "friðarráðuneytið fyrir stríðsmál). Í dag nota stjórnvöld og fjölmiðlar einnig mildað orðalag, svo sem: "Enhanced interrogation" = "bætt yfirheyrsla" sem er í raun pyntingar. Eða "Restructuring" í stað "layoffs" sem þýðist endurgera en þýðir í raun uppsagnir.

Svo eru það algjör endaskipti á þýðingu hugtaka. Dæmi: Tvíhugsun er að hafa tvö mótsagnakennd hugtök í huganum samtímis. Vera með stríði og á sama tíma á móti. "Raunveruleikaeftirlit", kölluðu þeir það í Newspeak.

Svo er það hugtakið hugsunarglæpur sem ný-marxistarnir hafa tekið upp á sína arma. Bannað er að nota röng hugtök og reynt er að afmá óæskilegar hugsanir. Þú mátt til dæmis ekki segja neitt ljótt um transfólk eða jafnvel að hugsa neikvætt um það. Tek fram að bloggritari hefur ekkert á móti trans eða annað fólk. Skilgreiningin er að hugsa eitthvað sem brýtur í bága við ákveðnar skoðanir stjórnvalda.

Markmið Newspeak og nýmarxista er að þrengja hugsunarsviðið. Að lokum munum við gera hugsunarglæpi bókstaflega ómögulega, því það verða engin orð til að tjá hann.

En versta sem ný-marxistarnir hafa gert okkur er að segja okkur að lýgi sé sannleikur. Til dæmis að það eru til 72 kyn, þegar nátttúran segir okkur að þau séu tvö og við getum auðveldlega skilið það og séð með eigin augum. Það að ætla okkur að taka undir lýgina er mesta ósvífa sem maður hefur séð. En þeir eru ekki einir, þeir eiga sér fyrirmyndir í nasistum og kommúnistum.

 


Er nokkuð vert að verja Ísland með hervaldi?

Bloggritari hefur kannski verið haldinn ranghugmyndum um Ísland og Íslendinga.  Hann hefur stúderað í bókstaflegri merkingu sögu Íslands, menningu og tungu í áratugi. Hann hóf sagnfræðinám meira til að fræðast um klassíska menningu, vildi þó fræðast um eigin menningu en fannst margt skrýtið hvernig Ísland þróaðist í gegnum aldir. Afstaðan til Íslands sögunnar var blendin. Plúsinn er að hér varðveitist norræn menningararfur, bókmenntirnar en þá er allt upptalið.  Saga Íslendinga er saga arðráns fárra yfir fjöldann og algjörar vesældar.

Sjálfselsk elíta sem tróð á meirihlutanum stjórnaði landinu en var ekki gáfaðri en það að hún gat ekki einu sinni byggt sér sómasamlegt húsnæði yfir sjálfa sig, eins og sjá má af að hér eru engar hallir, kastalar sem standa uppi eða gamlir bæir aðeins timburskemmur danskra kaupmanna frá 18. öld og fáeinar stjórnarbyggingar sem rugla má fyrir hýbýli efri millistéttarmanns frá Evrópu. Er elítan í dag nokkuð betri? Stjórnar hún af visku og hefur framtíðarsýn?

Líf Íslendingsins í gegnum aldir var myrkur, kuldi, sultur, sjúkdómar, undirlægjuháttur og almenn harneskja í harneskjulegu landi. Er það eitthvað til að vera stoltur af?  Þá segir bloggritarinn við sjálfan sig, já en hvað með bókmenntirnar? Réttlætir það ekki tilveru Íslendingsins? Jú, kannski ef hann vill halda í þá menningu sem bókmenntirnar varðveita, a.m.k. tungumálið og ræturnar við fortíðina. Og þráina eftir frelsið og þrjóskan við erlend yfirráð eins og sjá má af sjálfstæðisbaráttu íslenskra menntamanna á 19. og fram á 20. öld.

Væri betra að við værum hálf sjálfstæð eins og Færeyingar og bera frelsisþránna í brjósti? Eða upplifað sama og Norðmenn sem sannarlega þurftu að þola áþján nasista í seinni heimsstyrjöld og hafa ekki gleymt þeirri lexíu. Þeir vilja verja land sitt með kjafti og klóm. Vei þeim sem ræðst á Noreg í framtíðinni!

En eins og komið hefur verið inn á áður hér á blogginu, var Íslendingurinn ekki fyrr búinn að fá frelsið er hann hóf að afsala sér það í áföngum. Sjá pistilinn: Ris og hnignun Alþingis

Nú er svo komið að Ísleningar ætla sér beint í fang marghöfða þursann í Brussel sem hefur ekkert gert annað en að samræma helsið yfir frelsi Evrópubúans. Miðstýrt valdaapparat í Brussel sem ókjörnir embættismenn stjórna.  ESB hefur eitt sér kæft menningu Evrópubúa og gert þá að einsleitri hjörð. Evrópsk hámenning hornreka fyrir frumstæðri menningu úr suðri.

En áður en að því kemur, munu alþjóðasinnarnir á Alþingi, Evrópu aðdáendurnir, binda EFTA í gegnum EES samningum föstum böndum við ESB með bókun 35.

Bloggritari hefur talið að sjálfstæðisbaráttan hafi átt sér stað í áföngum, þar sem landið og lýður var fyrst frelsað en svo Íslandsmiðin/lögsagan í hafi. Og loka markið væri viljinn til að verja frelsið; að borgarnir væru tilbúnir að verja það með blóði, ef það væri ekki nema með táknrænum hætti. En Íslendingar hafa haga sér eins og snýkjudýr á evrópskum bræðrum og bandarískum og ætlast til að synir og dætur erlendra manna fórni lífi sínu fyrir frelsi Íslendingsins.

Og það þýðir ekkert fyrir Íslendinginn að halda að Ísland geti orðið hlutlaust land. Sá möguleiki varð úr sögunni strax um 1940. Ísland getur ekki sagt upp tvíhliðavarnarsamninginn við Bandaríkin né hætt í NATÓ og haft engar varnir eða verið hlutlaust. Því er þessi andstaða við að tala um varnarmál eða tala um stríðsæsing þegar talað er um að það þurfi að verja landið með einhverjum hætti dálítið undarleg.  Þú sem lest þetta, læsir húsi þínu á kvöldin, færð þér jafnvel þjófavarnarkerfi og treystir á að lögreglan komi til aðstoðar ef glæpamenn ráðast á heimilið, ekki satt? Ert þú haldinn ranghugmyndum? Sömu lögmál gilda fyrir ríki - þjóðarheimili og heimili borgarans.

Mannkynssagan kennir að það þarf að varðveita og verja frelsið með afli, alltaf, líka á friðartímum!

En þarf að verja þetta íslenska frelsi? Er ekki best að Ísland gangi í ESB, hætti allri sjálfblekkingu um að Íslendingar vilji vera Íslendingar áfram, tali íslensku og hafi íslenska menningu? Gerist bara borgríki, fjarstýrt frá Brussel, sem hefur þá búið til Evrópuher og getur sent evrópska dáta til verja Íslandshluta Evrópusambandsins?

Bloggritari er kannski bara haldinn ranghugmyndum að við eigum að verja frelsi okkar gegn öllum, líka svokölluðu "vinum", bæði úr vestri og austri. Að hér búi sjálfstæð þjóð, stolt og viljug til að verja sitt með kafti og klóm eins og hún gerði í Þorskastríðunum. Já, sjálfblekkingin getur verið mikil. Ef maður er orðinn útlendingur á Íslandi (maður þarf að tjá sig á ensku daglega til að komast í gegnum daginn), er ekki annars gott að vera útlendingur annars staðar, að minnsta kosti er hlýrra víðast annars staðar, lægra matvælaverð og ögn gáfaðri elíta til að stýra lýðnum. Kannski heldur fjölskyldutaugin frekar en ættjarðartaugin margan Íslendinginn við landið....


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband