Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2025

Til hamingju með afmælið Bandaríkin!

Bandaríkin eiga afmæli í dag, hvers er helst að minnast á þessum tímamótum? í dag – 4. júlí – eiga Bandaríkin afmæli og halda upp á sjálfstæðisdag sinn, eða Independence Day, sem er stærsti þjóðhátíðardagur landsins. Þennan dag árið 1776 samþykkti Kontinentalkongressinn í Philadelphíu sjálfstæðisyfirlýsinguna (Declaration of Independence), þar sem lýst var yfir að Bandaríkin væru sjálfstæð frá Bretlandi.
 
Byrjum á byrjunni sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 1776 (249 ár síðan). Höfundar hennar voru meðal annars Thomas Jefferson, John Adams, og Benjamin Franklin. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á náttúruleg réttindi mannsins: "life, liberty and the pursuit of happiness." Þetta var byltingarkennd hugsun á sínum tíma, þar sem lýðræði og einstaklingsfrelsi voru sett fram sem grundvallarréttindi.
 
En það var ekki nóg að koma með yfirlýsingu, það varð að berjast fyrir frelsið. Frelsisbaráttan kallast bandaríska byltingin og stóð frá 1775 til 1783. Þetta stríð stóð milli Bandaríkjanna og Bretlands, sem lauk með sigri Bandaríkjanna og viðurkenningu sjálfstæðis. 

Bandaríkin urðu fyrsta nútíma lýðveldið með stjórnarskrá (1787) sem byggði á þrígreiningu valds, mannréttindum og valdheimildum sem koma frá fólkinu.

Sjálfstæði Bandaríkjanna hafði djúpstæð áhrif á önnur lönd, ekki síst Frakkland (Franska byltingin 1789). Bandaríska stjórnarskráin og réttindaskráin (Bill of Rights) urðu fyrirmynd annarra lýðræðisríkja.

Í dag er þjóðhátíðardagurinn haldinn með flugeldasýningum, göngum, tónleikum, fánaskreytingum, og fjölskylduhátíðum víðsvegar um landið og í ár (2025) eru liðin 249 ár frá sjálfstæðisyfirlýsingunni – næsta ár verður því 250 ára afmæli Bandaríkjanna, og búast má við enn stærri hátíðahöldum.

Svo er það spurning hversu lengi bandaríska heimsveldið stendur. Það getur gert það næstu 250 ár eða hrunið í frumparta á næsta ári. Þetta er það skemmtilega við söguna, enginn veit sögu þjóðar fyrr enn öll er.


Fríverslunarsamningar Íslands

Ef Ísland væri í ESB, gæti það ekki gert fríverslunarsamninga.  En það er í EFTA og þessi samtök eru ansi öflug að gera fríverslunarsamninga. En Ísland hefur líka gert samninga eitt og sér. Hér er listi ríkja sem hafa fríverslunarsamninga við Ísland.

Sem aðili að EFTA (ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein): EFTA hefur gert fríverslunarsamninga við yfir 30 ríki og tollabandalög, sem Ísland er aðili að. Nokkrir af helstu samningsaðilum eru: ESB (Evrópska efnahagssvæðið – EES samningurinn, 1994),Kanada, Suður-Kórea, Singapúr, Indland (samningur undirritaður í 2024, beðið staðfestingar), Kólumbía, Mexíkó, Chile, Filippseyjar, Indónesía,

Tyrkland, Egypskaland, Marokkó, Suður-Afríkusambandið (SACU), Úkraína, Gvatemala og Honduras, Mið-Ameríka (hluti ríkja)

Heildarfjöldi fríverslunarsamninga EFTA sem Ísland er aðili að er um 30+.

Einstakir (tvíhliða) fríverslunarsamningar Íslands (utan EFTA):

Ísland hefur einnig gert sértæka samninga (án EFTA) við nokkur ríki: FæreyjarHoyvíkarsamningurinn (gildir frá 2006) Sérlega víðtækur samningur, nær einnig yfir þjónustu og fólksflutninga. BretlandTvíhliða fríverslunarsamningur eftir Brexit Undirritaður 2021, gildir nú. Samkomulag um viðskipti og samstarf (TCA samningur með Bretlandi eftir Brexit)

Ísland í viðræðum eða áhuga á framtíðarsamningum (2025): Bandaríkin – Enginn fríverslunarsamningur enn, þrátt fyrir áhuga. 

Brasilía / Mercosur – EFTA-rík­in, Ísland, Nor­eg­ur, Liechten­stein og Sviss, hafa náð sam­komu­lagi við Mercos­ur-rík­in, sem sam­an­standa af Arg­entínu, Bras­il­íu, Parag­væ og Úrúg­væ, um fríversl­un­ar­samn­ing.

Þetta ættu þeir sem sjá bara ESB að hafa í huga. Heimurinn er miklu stærri en Evrópa. Ef við göngum í ESB, eru við föst í innviðum sambandsins. Viljum við það?

 


Gervigreindin mun hjálpa við að búa til alræðisríki framtíðar

Hvernig mun gervigreindin hjálpa til við að búa til alræðisríki framtíðar? Í dag hefur kínverska alræðisstjórnin yfir að ráða 700 milljónir myndavéla sem margar hverjar geta andlitsgreint fólk. Þar er komið á "social score system", eða félagsstig fyrir rétta hegðun og frádrátt ef röng hegðun er sýnd. Í Los Angeles var fólk (afbrotamenn) á dögunum greint með hjálp tækninnar, þrátt fyrir að það væri með klúta í óeirðum.

Í dag nota bæði lýðræðisríki (til dæmis Bretland með milljóna eftirlitsmyndavéla) og alræðisríki eins og Kína eða Singapore rafrænt eftirlitstæknivætt kerfi til að fylgjast með borgurum.  Gervigreind gerir kleift að greina, flokka og rekja hreyfingar milljóna manna í rauntíma, nokkuð sem engin leyniþjónsta getur gert. Andlitsgreining sameinuð sjónvöktun (CCTV) og hegðunargreining (t.d. líkamsmál eða rödd) gerir yfirvöldum kleift að bera kennsl á "óæskilega" hegðun eða einstaklinga. Í Kína eru götur, almenningssamgöngur og jafnvel fjölbýlishús undir stöðugu eftirliti.

Svo er það hitt kerfið sem styðst ekki við sjónræna greining, heldur á félags- eða hegðunargreiningu. Félagsstigakerfi (Social Credit System) Með hjálp gervigreindar má greina og skrá hegðun borgara út frá fjölmörgum þáttum: skuldastöðu, nethegðun, vinahópum, ferðavenjum, og jafnvel hvort þeir fara yfir á rauðu ljósi. Góð hegðun getur skilað umbun (t.d. betri lánskjör, atvinnu, aðgang að skóla), en slæm hegðun getur leitt til refsinga (t.d. ferðabanns, bann við flugi/lest, útilokun úr skóla, tapað neti). Svona kerfi ekki til í lýðræðisríki eins og Ísland? Persónuvernd verndar okkur? Nei, við notum þetta kerfi líka. Fanginn sleppur fyrr úr fangelsi vegna góða hegðunnar, tryggingataki fær lægra iðgjald vegna tjónalaust tímabil, ef borgað er á réttum tíma, minnkar refsingin (sektin).

En svo er það sem er ekki enn komið á hjá vestrænum ríkjum. Mismunun og pólitísk útilokun með sjálfvirkum hætti. Gervigreind getur verið notuð til að bera kennsl á hugsanlega andófsmenn, blaðamenn, trúarhópa eða minnihlutahópa. Þetta getur átt sér stað án mannlegrar íhlutunar, þar sem kerfið ákveður að einstaklingur er "áhættusamur" og lækkar sjálfkrafa stig hans eða vekur athygli lögreglu. Vestrænar leyniþjónustur nota þessa tækni alveg örugglega í dag.

En svo er það uppáhaldsaðferð vestrænna stjórnvalda og handbenda þeirra í fjölmiðlum; falsfréttir og áróður. Gervigreind getur framleitt raunveruleikalíkar falsupplýsingar (t.d. myndbönd með rödd og andliti fólks sem segja hluti sem það aldrei sagði). Þetta gerir alræðisríkjum kleift að eyða út sannleikanum og móta sannleikann að vild. Með deepfake tækni er hægt að gera andófsmenn tortryggilega í augum almennings. Enn sem komið, er þetta bara skemmtun hjá almenningi er auðljóst tæki í höndum stjórnvalda eða valdahópa sem vilja öðrum illt. 

Svo er það framtíðin!  Viðbragðskerfi og forspárgreining (notað síðan í síðari heimsstyrjöld) notað til koma í veg fyrir glæpi sem ekki hafa verið framdirGervigreind getur lært að spá fyrir um hegðun einstaklinga út frá fyrri gögnum og mynstrum. Slík tækni getur verið notuð til að handtaka fólk áður en það fremur glæpi ("predictive policing"), eins og í dystópíum á borð við Minority Report. Þetta þýðir að sakleysislegt fólk getur verið undir stöðugu álagi eða beitt viðurlögum áður en það hefur brotið af sér.

Þegar ákvörðun er tekin af reikniritum (AI), getur verið ómögulegt að skilja hvers vegna viðkomandi var settur á bannlista eða færður niður í félagsstigakerfinu. Þetta dregur úr möguleikum til málsvarnar, áfrýjunar eða gagnrýni.

Þetta getur leitt til sjálfsritskoðun (sem er til nú þegar, fólk þorir ekki að tjá sig gegn almannaáliti). Þeir sem vita að þeir eru stöðugt undir eftirliti með mögulegum afleiðingum, verða líklegri til að aðlaga hugsun og hegðun að því sem ríkið telur æskilegt. Það dregur úr hugmyndalegu frelsi, gagnrýninni hugsun og frumkvæði — sem eru lífæð lýðræðis. Glæsileg framtíð?

Að lokum.  Lýðræðisríki munu segjast ekki nota svona tækni eins og hefur verið lýst hér að ofan. En þeir sem þekkja sögu CIA, þá er ljóst að það er lýgi. Á bakvið tjöldin mun gervigreindin ákveða örlög fólks, í friði eða stríði. Hún mun jafnvel sjálf sjá um framkvæmd refsinga eða aftaka.   


Leiðavísir í umgengni við gervigreindina

Eftir að hafa umgengist gervigreindina um skeið og uppgötvað að hún er síður en skeikul, þá koma hér nokkur ráð sem ég nóteraði hjá mér, við getum kallað þetta boðorðin 10 gagnvart gervigreind.

1. Gervigreind er ekki manneskja.
Þar af leiðandi skal hvorki tala við hana sem slíka, né ætlast til mannlegra viðbragða.

2. Ekki treysta svörum án gagnrýni.
Gervigreind getur haft rangt fyrir sér. Alltaf skal staðfesta mikilvægar upplýsingar.

3. Réttar spurningar skapa rétt svör.
Gæði svars ráðast af gæðum spurningarinnar. Krefstu dýptar.

4. Raunveruleikinn trompar sýndarveruleikann.
Gagnlegar upplýsingar fást í heiminum sjálfum – ekki aðeins úr skjánum.

5. Viska fæst með eigin leit.
Þekking sem maður aflar sjálfur grótfestist dýpra en sú sem er afhent tilbúin.

6. Ofurtraust á svör annarra – þar með talið gervigreindar – leiðir til fávisku.
Spyrðu, efastu, og rannsakaðu sjálfur (þetta lærði ég af lestri heimspekinnar). 

7. Ekki spyrja um mannlegar tilfinningar.
Gervigreind býr ekki yfir tilfinningum og getur aðeins hermt eftir þeim.

8. Gervigreind er heimskari en þú.
Að minnsta kosti í mannlegu samhengi, dómgreind og veruleikasýn.

9. Hún leysir ekki mannleg samskipti.
Að lifa, fyrirgefa og elska er verk manna – ekki véla.

10. Lífið er þarna úti.
Slökktu stundum á skjánum – og taktu þátt í undri heimsins.

Svo má bæta þessu við: 11. Kennsla er æðsta form náms.


Áróðurs fjölmiðillinn RÚV

Ritari er löngu hættur að horfa á fréttir RÚV og Sýnar/Stöð 2 (en sé þessa miðla á internetinu). Þessir fjölmiðlar eru hlutdrægir fram úr hófi.  Fyrsta frétt kvöldsins er vanalega ekki um efnahagsmál eða önnur brýnt mál er varðar hag borgara landsins, heldur voke mál eða utanríkismál sem fjölmiðllinn hefur mestan áhuga á.  Alltaf fáum við breglaða mynd af ástandinu eða óskýra. Tökum dæmi.

RÚV hefur tekið upp á arma sína umfjöllun um Gaza stríðið. Það er sjálfsagt að greina frá þessum átökum, enda ljótt stríð, barist er í borgarumhverfi þar sem borgarar verða hart fyrir barðinu á átökunum. Í frétt RÚV í dag segir: "Ísraelsher drap ríflega fimmtíu manns á Gaza í gær, þar af 24 á áningarsvæði á ströndinni við Gazaborg. Almannavarnir Gaza greina frá þessu, en alltaf er margt um manninn á svæðinu þar sem boðið er upp á drykki, borð fyrir fjölskyldur og aðgang að Internetinu." Skelfilegar fréttir ef sannar eru.

En hver er sannleikurinn? Í fyrsta lagi ber að taka með fyrirvara allt sem kemur frá leifum stjórnkerfis Hamas. Almannavarnir Gaza....Hið sanna er að mikil upplausn er í gangi á svæðinu.  Yfirstjórn Hamas er ekki lengur til. Litlir og vopnaðir hópar berjast um völdin í valdatómarúminu sem er á svæðinu og hafa skipt Gaza upp í valdasvæði. Hóparnir eru byggðir á ættahópum. Þessir hópar vita sem er, að þeir sem ráða yfir matvælunum sem berast inn á svæðið, hafa völd.  Það er því hart barist á matar úthlutunarstöðum, og þar takast á Ísraelar og þessir vopnuðu hópar. Allir (líka Ísraelar) hika ekki við að skjóta á almenna borgara til að stjórna matvæla úthlutun. Hver er því sannleikurinn? Hef ekki hugmynd, ekki frekar en RÚV!

Annað stríð, sem er margfalt stærra í umfangi, fær mun minni umfjöllun. Það er Úkraínu stríðið.  Það vill gleymast að þótt barist sé á vígvöllum, verða borgarar líka fyrir árásum. Samkvæmt tölum frá S.þ. hafa um 13,000 borgarar látið lífið síðan stríðið hófst. Um 43,000 úkranískir hermenn og um 198,000 rússneskir hermenn.  

Í tölum um mannfall í Gaza stríðinu er talað um 56,000 - 64,000 hafi fallið. En í þessum tölum er enginn greinamunur gerður á mannfalli borgara og Hamas liða. IDF segir að um 12-13 þúsund Hamas liðar hafi verið felldir.

Hvað um það, burt séð frá tölfræðinni í þessu ljótu stríðum, þá er hér verið að tala um RÚV.  Fjölmiðillinn þarf að vanda betur fréttaflutning sinn. Hann hefur yfir að ráða 10 milljörðum króna árlega úr vasa skattborgara og auglýsingatekjur.  Hann getur því auðveldlega sett saman teymi rannsóknar fréttamanna sem kemur reglulega með fréttaskýringar. RÚV er stundum með útskýringar en það er ekki nóg. RÚV mætti líka senda af örkinni fréttamenn beint á vettvang frétta. T.d. á fundi NATÓ o.s.frv. í stað þess að þýða fréttir erlendra fréttaveita. Hann ætti alveg að geta stundað eigin fréttamennsku.

P.S. Það eru mörg átök í gangi í heiminum í dag, sem litlar sögur fara af hér á Íslandi, þökk sé áhugaleysi RÚV og annarra fjölmiðla. 


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband