Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2025

Er of auðvelt að fá íslenskan ríkisborgararétt?

Svarið er já. Það er í raun auðvelt að fá íslenskan ríkisborgararétt miðað við margar aðrar þjóðir. 

Hér kemur rökstuðningur fyrir því mati. Engin krafan er gerð um þekkingu á íslenskri stjórnskipan, sögu eða menningu, sem margir myndu telja vera sjálfsagðan hluta af ríkisborgararétti.

Tungumálaprófið er aðeins á A2–B1-stigi, sem er lægra en það sem íslensk börn hafa lokið í 7. bekk. Það þýðir að manneskja getur orðið ríkisborgari með grunnskilning, sem jafnvel myndi ekki duga í grunnskólastarfi.

Svo er gerð skilyrði um búsetu tíma  (7 ár) sem er stuttur miðað við að fá full þátttökuréttindi í þjóðríki með eigin menningu, sögu og tungu. Og undanþáguleiðin um Alþingi gerir mögulegt að sniðganga venjulegt umsóknarferli með stuðningi þingmanna.

Afleiðingar veikra krafna er að samfélagsleg þátttaka verður takmörkuð þegar ríkisborgarar hafa takmarkaðan skilning á samfélaginu sem þeir fá að kjósa í.

Tungumálakunnátta nægir ekki til að taka virkan þátt í umræðu, fjölmiðlum eða menntun barna.

Skortur á menningarlægri aðlögun – fólk getur orðið ríkisborgari án þess að hafa neina hugmynd um sögu þjóðarinnar eða hlutverk Alþingis.

Ójöfnuður gagnvart íslenskum börnum – t.d. þurfa þau að læra íslensku í 10 ár en útlendingur getur tekið einfalt próf og fengið ríkisborgararétt.

Lengja lágmarksbúsetu í 15 ár, nema umsækjandi hafi sýnt fram á djúpa samfélagsþátttöku, vinnu, og íslenskukunnáttu (C1-stig eða hærra).

Skylda próf í íslenskri sögu, stjórnskipun og menningu, svipað og í Bandaríkjunum eða Kanada.

Strangari staðlar um tungumálakunnáttu, sem miða við raunverulegan lesskilning, röklega tjáningu og þátttöku í samfélagslegri umræðu.

Hvað má betur fara?

Endurskoðun á þingleiðinni, þar sem ríkisborgararéttur veittur af Alþingi ætti að krefjast sömu lágmarksskilyrða? Já! Og í raun ætti Alþingi ekki að koma nálægt ríkisborgara veitingu. Mat og veiting ætti að vera í höndum sérfróðra manna, nefndar eða stofnunar sem fer eftir lögum! Sem Alþingi sjálft sniðgengur oft á tíðum við veitingu ríkisborgararéttinda.

Afturköllun ríkisborgararéttar á Íslandi

Á Íslandi er það nánast ómögulegt að afturkalla ríkisborgararétt, jafnvel þótt einstaklingur gerist sekur um alvarlega glæpi, hryðjuverk, eða sýni fullkomna óvirðingu gagnvart samfélaginu.

Þegar ríkisborgararéttur hefur verið veittur, er hann talinn óafturkræfur, nema hann hafi verið fenginn með fölsuðum upplýsingum eða svikum.

Það er engin heimild í íslenskum lögum til að afturkalla ríkisborgararétt á grundvelli hegðunar eftir að rétturinn er veittur – sama hversu alvarleg brotin eru. Það átti að gera bragðabót á þessu en vegna afburðalélega þingstjórnun, þingi dróst fram í júlí og flest frumvörp döluðu uppi og urðu ekki að lögum, þá varð hið veiklulega frumvarp um afturköllun „alþjóðlegrar verndar“ vegna glæpa ekki að lögum. 

Lokaorð

Góður ríkisborgari er ekki aðeins lagaleg staða heldur siðferðileg og samfélagsleg ábyrgð. Það ætti að vera réttur ríkisins að endurskoða ríkisborgararétt ef hann reynist veittur einstaklingi sem reynist ófær eða óviljugur til að uppfylla lágmarks skyldur við samfélagið. Það vantar úrræði gegn afbrotamönnum og þjóðaröryggishættu sem hafa fengið ríkisborgararétt.

 


Hugsana lögregla Keir Starmers - frjáls umræða er hættuleg

Málfrelsi er grundvallaratriði - já, jafnvel þegar það er móðgandi

Tjáningarfrelsi er undirstaða hvers opins samfélags. Það verndar ekki aðeins viðunandi eða "öruggar" skoðanir, heldur einnig óvinsælar, móðgandi eða óþægilegar skoðanir. Það felur í sér gagnrýni á stjórnvöld, trúarbrögð, innflytjendastefnu o.s.frv. Ef við getum ekki talað frjálslega - jafnvel sagt eitthvað heimskulega, dónalega eða umdeilda hluti - þá höfum við ekki tjáningarfrelsi.

Í Bretlandi er ákveðin tjáning þegar refsiverð ef hún er talin "gróflega móðgandi", "ógnandi", "hvöt til ofbeldis eða haturs" eða "áreitni". Þessi lína er ekki ný - hún er hluti af samskiptalögunum frá 2003, lögum um "illgjörn samskipti" frá 1988 og nýlega lögum um öryggi á netinu. En hver er virkilega fær um að dæma orð annarra? Túlka þau? Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum var sagt.

Nú er það skoðanaeftirlit lögreglu, jafnvel fyrir glæpi (eins og með hatursorðatilvik sem ekki eru glæpir), þar sem margir sjá að ríkið nær að taka of mikið  til sín. Af hverju er kráareigandinn er þrýstur til að láta uppi slúður til yfirvalda eins og lagt er til að verði sett í lög? "Ef ég þarf að horfa á hvert einasta orð sem ég segi á krá, á netinu eða við vin ... er ég þá virkilega frjáls?"

Vísindi, saga, heimspeki og lög gætu verið endurskrifuð í rauntíma með hjálp gervigreindar til að passa við það sem stjórnin telur ásættanlegt.

Það er það sem gerist þegar stjórnvöld eða tæknifyrirtæki krefjast réttarins til að ákveða hvað er "hættulegt tal" án skýrleika eða ábyrgðar. Það elur af sér ótta, sjálfsritskoðun og að lokum innantómt lýðræði.

Það er raunveruleg áhætta. Rétt eins og bækur geta verið bannaðar og bókasöfn brennd.  Og við verðum að vera varkár ekki bara með það sem við segjum - heldur líka með því hver fær að þagga niður í hverjum.

Keir Starmer var eins og kjáni á blaðamannafundi þeirra Donalds Trumps um daginn. Þar kom fram sterk gagnrýni á málfrelsishöft breskra stjórnvalda (er það ekki merkilegt að það eru alltaf vinstri menn sem vilja banna frjálsa umræðu. Það voru Vinstri grænir sem vildu haturorðalögreglu og -lög, við hvað eru vinstri menn hræddir? Sannleikann?). 

 


Könnun Útvarps sögu um fylgi flokka

Það virðist vera að lítið sé að marka íslenskar skoðana kannanir. Þær eru keyptar eða gerðar þannig úr garði, að niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Kannski var nýleg könnun Maskínu um fylgið við ríkisstjórnina ein slíkra en þar kemur fram ótrúlegt fylgi Viðreisnar og Samfylkingar.

Maður fer því að bera meiri virðingu fyrir óvísindalega könnun fjölmiðla eins og Útvarps sögu, sem leyfir lesendum að taka þátt í netkönnun og niðurstaðan eins óvísindaleg og hægt er. T.d. vitum við að hlustendur US eru flestir á ákveðnum aldri og það skekkir kannski myndina. En ef svo er, þá vitum við a.m.k. hvert fylgi stjórnarflokkanna er hjá hlustendum Útvarps sögu! Það er ekki mikið!  Svo vitum við að megin fjölmiðlar eru flestir vinstri sinnaðir og eru með síams tvíburunum í liði. Lítið að marka þá.  

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Stjórnarandstöðuflokkunum (Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Miðflokki): 75,9%


Stjórnarflokkunum ( Samfylkingu, Flokki fólksins og Viðreisn) 24%.


Krauman í Bretlandi bullar yfir barma

Það virðist allt vera í lagi á yfirborðinu í Bretlandi í sumar og þó.   Við höfum öll heyrt af óeirðum í borgum Bretlands í fyrra, þegar frumbyggjar landsins fengu loksins nóg og fóru út á götur og mótmæltu.  Fjölmiðlar voru fljótir að stimpla þetta fólk sem öfga hægra fólk en þegar nánar var að gáð var þetta bara venjulegt fólk og það sem meira er, allt fólk komið yfir miðjan aldur, ráðsett fólk. Það hefði mátt kalla það gráa herinn fyrir vikið.

En núna eru mótmæli í Bretlandi sem engar sögur fara af í íslenskum fjölmiðlum. Nú eru íbúar smábæja, sem búið er að fylla af hælisleitendum á hótelum, að mótmæla. Ætla mætti að hér séu á ferðinni ungir hægri sinnaðir nasistar, nei, þetta eru konur á miðjum aldri, góðborgarar, löghlýðið og harðduglegt fólk (konur) sem er að mótmæla. Og hvað er það (konurnar) að mótmæla? Jú áreitið sem dætur þeirra verða fyrir af hálfu hælisleitenda og nauðganir. Förum kerfisbundið yfir hvað er að gerast.

Byrjum á Epping í Essex og Bell Hotel. Mótmæli sem voru þegar fyrir gangi tóku dýpri stefnu eftir að hælisleitandi var ákærður fyrir kynferðisafbrot á barnungri stúlku. Yfir 100 mótmælendur söfnuðust saman, báru út flögg, kveiktu flúrljós og köstuðu til lögreglu. Átta lögreglumenn særðust og sex handtökur voru framkvæmdar vegna gruns um ofbeldisverk og eignaspjöll. Epping hefur verið miðpunkturinn í "sumri mótmæla" og nýliðaður vettvangur almennrar reiði yfir húsnæðismálum hælisleitenda. Andmótmælendur (NO Border sinnum Bretlands) voru keyðir inn í bæinn í lögreglufylgd til að mótmæla "kynþáttahatri" kvennanna og fengu rútuferð í boði lögreglunnar úr bænum eftir "vel heppnaða" herferð gegn miðaldra konum í bænum.

Förum yfir í Diss í Norfolk og á Park Hotel. Þann 21. júlí mótmæltu um 60 manns því að karlkyns einhleypir hælisleitendur væru látnir vera með fjölskyldum á Park Hotel. Meðal mótmælendanna voru stuðningsmenn Tommy Robinson og Students Against Tyranny, og mótmælendur gengu undir slagorðum eins og "We want our country back". Við viljum landið okkar til baka.

Það sem er óvenjulegt við þessi mótmæli er staðsetningin, í smábæjum Englands. En svo er ekki fyrir að fara með London í Canary Wharf og Britannia International Hotel. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan fimm stjörnu Britannia Hotel við Canary Wharf, sem ríkið hafði ákveðið að nota sem bráðabirgða húsnæði fyrir hælisleitendur. Mikil lögreglu viðvera var þarna, bæði til að aðgreina andstæðar fylkingar og koma í veg fyrir óeirðir. Já þið lásuð rétt, fimm stjörnu hótel sem hælisleitendurnir búa í.

Og enn komum við að hóteli, Brook Hotel í NorwichMótmælin í Norwich hófust friðsamlega, en breyttust fljótt í átök þegar mótmælenda hópur virtist vera hvattur áfram. Hlutum var hent á lögreglu, og aðgerðir lögreglu til að aðskilja fylkingar og koma í veg fyrir uppþot.

Og það eru aðrir staðir kraumandi. Mótmæli hafa einnig átt sér stað í Altrincham, Portsmouth, Bournemouth, og Leeds; flest tengd hótelum sem rúma hælisleitendur og vaxandi andúð almennings og grasrótarfólks á stefnu ríkisstjórnarinnar en mikill húsnæðisskortur er í Bretlandi þessi misseri.

Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessum átökum og vandlætinu venjulegra borgara? Átök kviknuðu oft þegar hælisleitendur voru ákærðir fyrir alvarleg brot, t.d. kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum (Epping), þar sameinuðust grunur og ótti með andstöðu gegn húsnæðismálum tengdum hælisleitendum. Auðvitað stökkva hægri sinnaðir aðgerðarsinnar á vagninn og taka þátt og hafa verið sakaðir um að "taka yfir" mótmælin og kveikja á uppþotum en því verður ekki mótmælt að það er bara venjulegt fólk sem fer af stað með mótmælin vegna raunverulegan ótta sem er óttinn við glæpi, nauðganir og áreiti við ungar stúlkur en líka vegna "forréttinda hælisleitenda" sem fá allt upp í hendurnar, húsnæði, lífeyrir, ókeypis læknisþjónustu og alls konar þjónustu sem innfæddir verða sjálfir að vinna hörðum höndum fyrir og fá ekki. 

Bresk stjórnvöld óttast mjög að yfir sjóði í sumar og víðtækar óeirðir breiðist yfir landið og það verði ekki bara hvíta fólkið sem mótmælir, heldur taki innflytjendur - nýbúar - þátt og gegn mótmælum hinna fyrrnefndu líkt og í fyrra.


Talaðu ensku eða farðu úr landi mínu! ....og aðeins um Ísland

Trump fyrirskipar að AÐEINS enska verði notuð í skólum, sjúkrahúsum, ríkisstofnunum og allri opinberri þjónustu. Donald Trump forseti í forsetatilskipun lagði bann við að öll önnur tungumál en enska verði notuð.

"Talaðu ensku eða farðu úr mínu landi".

Frá og með ágúst verður enska eina opinbera tungumálið sem er viðurkennt í Bandaríkjunum. Samkvæmt þessari stefnu mun öll opinber þjónusta, þar á meðal skólar, sjúkrahús og ríkisstofnanir, aðeins veita þjónustu á ensku.

Opinber skilti, eyðublöð og vefsíða munu hætta að nota spænsku. Tvítyngd valmöguleikar verða ekki lengur taldir staðlaðir. Trump segir: "Ef þú vilt búa í Bandaríkjunum, talaðu ensku. Það er tungumál lands okkar."

Trump sagði einnig að sameinað tungumál styrkti þjóðarvitund og stuðlaði að félagslegri aðlögun. Hann sagði einnig að ákveðnir hópar væru að nýta sér sundrungu tungumála til að "veikja" Bandaríkin. Þetta hefur einmitt verið lykillinn að því að gera Þjóðverja, Ítali, Kínverja o.s.frv. að nýjum Bandaríkjamönnum, að kenna ensku, siði og venjur landsins.

Það er kannski margt umdeilt sem Trump gerir (allt virðist vera umdeilt sem maðurinn gerir, líka friðarsamningar), en þetta er ekki vitlaus hugmynd.  Það er nefnilega stríð í gangi á milli ensku og spænsku í Bandaríkjunum og hingað til hefur enskan verið á stöðugu undanhaldi.  Það eru næstum 350 milljónir íbúar í Bandaríkjunum og þar af 66 milljónir spænskumælandi. Ef íbúar landsins ætla að búa saman og getað tjáð sig við alla aðra íbúa, hlýtur að þurfa að vera eitt opinbert tungumál.

Sama þróun er á Íslandi, maður kemst ekki í gegnum daginn án þess að tala ensku. En það er einn hópur sem fær sérmeðferð hjá t.d. RÚV en þar er boðið upp á pólsku mælandi fréttir.  Er þetta góð leið til að aðlaga Pólverja inn í íslenskt samfélag? Man eftir þegar Danir réðu ríkjum á Íslandi, þeir höfðu aldrei fyrir því að læra íslensku en íslenskir embættismenn bjuggu til hrognamál úr dönsku og íslensku til að tjá sig.  Hér kemur dæmi:

"Þar eð svo háttaði til, að vér urðum að kveðja umræddan mann fyrir rétt…"
- Dönsk áhrif: "Deres så det til, at vi måtte indkalde nævnte mand for retten…" eða "…með því að Kristur hefur afmáð syndir vorar með dýrðlegu blóði sínu." - sambærilegt við dönsku: "...fordi Kristus har udslettet vore synder med sit herlige blod."

Fyrir 2008 vildi viðskiptalífið aðeins tala ensku...sem betur fer fekk það ekki að ráða.

Er ekki tími til kominn að verja íslenskuna og gera hana að eina opinbera tungumálið á Íslandi? Hvar er Miðflokkurinn? 


Þegar elítan keyrir mál áfram miskunarlaust

Eitt undarlegasta mál sem er á dagskrá stjórnmálanna í dag, er ESB málið. Þetta var ekki kosningamál en er mál málanna í dag. Rautt viðvörunarmerki fyrir kosningar hefði átt að vera hugsanleg samvinna síams tvíbura flokkanna Viðreisnar og Samfylkingar. Í flestum tilfellum hefði það ekki átt að vera hættumerki, þ.e. ef þriðji flokkurinn hefði verið Miðflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn. Allt tal um ESB aðild væri hent út um gluggann og sett í bið þar til undir lok kjörtímabilsins.

En Viðreisn og Samfylkingin fann hinn fullkomna samstarfsflokk. Flokk sem vildi komast til valda sama hvað, Flokk fólksins.  Það heyrist ekki boffs frá flokknum um þetta ESB blæti né vitleysingaganginn í utanríkismálum. Eiginlega öll mál sem eru á stefnuskrá flokksins fóru ekki í gegn á sumarþingi. Til hvers er þá unnið? Eina sem flokkurinn fær er skammir og minnkandi fylgi. Ekki treysta á að kjósendur verði búnir að gleyma í næstu Alþingiskosningum. Áskriftaraðild að flokkum er liðin tíð. Sjá má þetta í lélegu gengi Sjálfstæðisflokksins.

Óskiljanlegt er mikið fylgi Samfylkingar og Viðreisnar. Vilja kjósendur virkilega fara í ESB? Eða fá hærri skatta? Skil þetta ekki. Er ekki svo sannfærður um að málþóf stjórnarandstöðu sé um að kenna lélegt fylgi þeirra.  Fólk hlýtur að taka mið af eigin hagsmunum er það velur flokka, ekki málþóf á þingi. Er allt í ljósrauðu ljósi á himni ESB? Liggur framtíðin þar? Eitt er víst, mál hugleikin stjórnarflokki(um) eru keyrð áfram...sama hvað.


Hver ræður lögum á Íslandi – Alþingi eða Evrópusambandið? Opinbert bréf til íslensks almennings og stjórnmálamanna

Hver ræður lögum á Íslandi –

Alþingi eða Evrópusambandið?

Opinbert bréf til íslensks almennings og stjórnmálamanna

Í meira en þrjátíu ár hefur Ísland verið aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Samningurinn hefur tryggt okkur aðgang að sameiginlegum innri markaði Evrópu – og um leið skylda til að taka upp mikinn hluta af lagasetningu Evrópusambandsins. Þetta hefur hingað til verið framkvæmt með samþykki Alþingis, en án þess að við höfum sjálf rödd við lagasetningu í Brussel.

Nú stendur Ísland hins vegar á þröskuldi stórkostlegrar breytingar á lagalegu fullveldi sínu.

Bókun 35 – hættulegt skref í átt frá lýðræði

Eitt af ákvæðum EES-samningsins nefnist Bókun 35 (e. Protocol 35). Þar segir að EFTA-ríkin verði að tryggja að EES-reglur gangi framar innlendum lögum ef þær stangast á.

Þrátt fyrir að þetta hafi staðið í samningnum frá upphafi hefur Ísland hingað til ekki formlega lögfest þetta forgangsákvæði. Þess í stað hefur verið viðhaft sú leið að Alþingi innleiði hverja reglu sérstaklega og taki tillit til samræmis við íslensk lög.

En það ástand gæti verið að breytast. Alþingi stendur nú frammi fyrir kröfum um að lögfesta bókunina – með þeim afleiðingum að reglur Evrópusambandsins yrðu æðri íslenskum lögum. Ef til þess kæmi, væri verið að færa lagasetningarvald frá lýðræðislega kjörnu Alþingi til erlendra stofnana þar sem Íslendingar hafa enga aðkomu.

Alþingi yrði skuggi af sjálfu sér

Ef bókun 35 verður lögfest á Íslandi – og ef íslenskir dómstólar fara að beita henni í samræmi við Evrópskan rétt – þá mun það þýða að:

- Alþingi getur samþykkt lög, en þau víkja ef þau rekast á reglugerð frá Evrópusambandinu.
- Íslensk lög verða annars flokks í eigin réttarkerfi.
- Dómstólar þurfa að dæma eftir reglum sem hvorki eru samdar né samþykktar af Íslendingum.

Þetta er ekki lengur einfalt samstarf um viðskipti. Þetta er kerfisbundin færing valds frá íslenskum kjósendum til yfirþjóðlegra stofnana.

Evrópsk löggjöf ræður þegar ríkjum fram yfir íslensk lög

  1. Fjöldi ESB-gerða (tilskipanir, reglugerðir o.fl.) innleiddar í íslensk lög (EES-gerðir)

Frá gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994 og til dagsins í dag (2025), hefur Ísland innleitt á bilinu:

  • Um 13.000 til 14.000 ESB-gerðir (mest reglugerðir og tilskipanir)

Skv. upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu og Stjórnarskrárnefnd, þá:

  • Hafa rúmlega 13.000 EES-gerðir verið teknar upp í íslenska löggjöf.
  • Árlega eru þetta um 300–400 gerðir, þó það sveiflist.
  1. Fjöldi laga sem Alþingi hefur sjálft sett (frumvörp samþykkt)

Frá 1994 til 2025 eru um 31 ár. Ef við skoðum þingmálasögu Alþingis og samþykkt frumvörp:

  • Alþingi hefur samþykkt um 3.500 til 4.000 lög á þessum tíma (þ.e. um 100–130 lög á ári að meðaltali).

Af þessum eru:

  • Um 20–25% bein eða óbein innleiðing á EES-gerðum.
  • Afgangurinn er „innlend löggjöf“ (íslensk frumkvæðisverkefni, t.d. um fiskveiðar, félagsmál, menntun, o.s.frv.).

Stöndum vörð um sjálfstæði og lýðræði

Það er fullkomlega réttmæt afstaða að vilja eiga viðskiptasamstarf við Evrópu – en það má ekki gerast með því að grafa undan fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Slíkt samstarf verður að byggja á gagnkvæmu trausti, jafnræði og virðingu – ekki undirgefni eða þöglu samþykki.

Almenn umræða um EES-samninginn og bókun 35 hefur verið alltof hljóðlát – en afleiðingarnar eru djúpar og langtækari en margir gera sér grein fyrir. Það er kominn tími til að spyrja: Hverjir ráða í raun lögum og rétti á Íslandi? Og eigum við sem þjóð að sætta okkur við að svar þeirra spurningar sé ekki "Íslendingar sjálfir"?

Með virðingu og ábyrgð,
Birgir Loftsson
Reykjavík, 24. júlí 2025

 


Verður Obama ákærður fyrir landráð?

Þeir sem fylgjast með bloggi mínu, muna kannski eftir að ég benti á fyrstur hér á Íslandi á andlegt ástand Joe Biden, að hann væri algjörlega óhæfur sem forseti. Þetta gerði ég í upphafi forsetatíðar hans fyrir 5 árum. Nú eftir að yfirhylming fjölmiðla og starfsfólks hans, hefur komið í ljóst, í ótal uppljóstrunum að svo var raunin og forsetatilskipanir hans, sérstaklega undir lok valdatíð hans, voru undirritaðar af "autopen" eða skrifvél sem vekur spurningu um hver stjórnaði landinu í raun? Aðstoðarfólk Bidens, konan hans, eða sonur?

Biden virðist einnig hafa tekið þátt í meintu valdaráni eða samsæri gegn komandi forseta og síðar sitjandi forseta, Donald Trump, í fyrstu valdatíð hans.

Flestir muna eftir brottgengna forsetatíð Trumps, endalausar ásakanir um samráð hans við Pútín og fleiri ofsóknir sem endaði með látum þegar stuðningsmenn hans ásamt honum voru sakaðir um valdaráð í janúarmánuði, tveimur vikum áður en hann lét af embætti. Hann fékk á sig tvær embættisákærður sem féllu um sjálfa sig. 

Nú er í gangi blaðamannafundur með yfirmanni leyniþjónustunnar, Tulsi Gabbard, þar sem hún afhjúpar samsæri Obama, Bidens sem þá var varaforseti, yfirmanns CIA og FBI gegn komandi stjórnar Trumps. 

Hún sagði eftirfarandi: "Það eru til óyggjandi sannanir sem lýsa því hvernig Obama forseti og þjóðaröryggisteymi hans stýrðu gerð mats á upplýsingum frá leyniþjónustunni sem þeir vissu að væri rangt,“ sagði Gabbard. „Þeir vissu að það myndi ýta undir þessa uppspunnu frásögn um að Rússland hefði blandað sér í kosningarnar 2016 til að hjálpa Trump forseta að vinna og selt það bandaríska fólkinu eins og það væri satt. Það var það ekki."

Athugasemdir Gabbards koma í kjölfar þess að leyndarhjúpur hefur verið aflýstur á fjölda skjala frá bandarísku leyniþjónustunni sem halda því fram að stjórn Obama hafi gert leyniþjónustur að pólitískum vopni og að bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi ekki haft beinar upplýsingar um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi reynt að styðja kosningu Trumps árið 2016.

"Allir staðfesta sömu skýrsluna: Stjórn Obama beitti grófri stjórnmálalegri notkun og stjórnun upplýsingaöflunar með það að markmiði að gera Trump forseta ólögmætan jafnvel áður en hann var settur í embætti, og að lokum ræna vilja bandaríska þjóðarinnar," sagði Gabbard.

Gabbard sagði einnig að afleyst skjöl hefðu verið deilt með dómsmálaráðuneytinu og FBI svo þessar stofnanir gætu metið hvort einhverjar saknæmar afleiðingar af efninu séu réttlætanlegar.

"Við höfum vísað og munum halda áfram að vísa öllum þessum skjölum til dómsmálaráðuneytisins og FBI til að rannsaka saknæmar afleiðingar þessa fyrir sönnunargögnin,“ sagði Gabbard. „Rétt. Sönnunargögnin sem við höfum fundið og birt benda beint til þess að Obama forseti hafi leitt framleiðslu þessarar upplýsingaöflunar. Það eru fjölmargar sannanir og upplýsingar sem staðfesta þá staðreynd."

Á þriðjudag sakaði Donald Trump forseti, fyrrverandi forseta, Barack Obama um að vera "leiðtogi" rannsókna á því hvort kosningabarátta hans hafi átt í samráði við Rússa í kosningunum 2016.

New Russiagate evidence "directly" points to Obama, DOJ will decide "criminal implications": Gabbard

Á þessu bloggi hefur þessu verið lýst undanfarin ár og er þetta engar fréttir fyrir ritara þessa bloggs. Hamagangurinn við að koma Trump frá völdum, handtaka hann og auðmýkja og jafnvel að reyna að drepa hann (ekki við demókrata að saka nema kannski orðræða þeirra hafi komið andlegu veiku fólki til að fara af stað og reyna að drepa Trump a.m.k. tvisvar) ríður ekki einteymingi.  

Svo það sé á hreinu, er ritari enginn stuðningsmaður Trumps, né nokkurs manns/hóps/þjóðar eða aðra aðila en þetta er sögulegt efni fyrir sagnfræðinginn mig. Þetta er sagan að gerast í beinni!

Það eru nokkrir forsetar sem eru sögulega áhugaverðir, George Washington, John Adams, Andrew Jackson, Abraham Lincoln, Theodore Roosvelt, John F. Kennedy, Richard Nixon, Ronald Reagan, Barrack Obama og nú Donald Trump. Allir þessir menn, jafnvel Lincoln, voru umdeildir, vinsælir epa óvinsælir en ótvírætt áhrifamenn sem höfðu áhrif á gang sögunnar.

Aðrir forsetar voru þarna og gerðu lítið og eru kannski nú hvað frægastir fyrir hvað þeir voru afburðar lélegir forsetar.  James Buchanan er kannski þar fremstur, kom ekki í veg fyrir bandarísku borgarastyrjöldina, ef eitthvað er, hann kom henni af stað! Herbert Hoover sem kom ekki í veg fyrir heimskreppuna 1929 og dýpkaði hana, Jimmy Carter var afburðarlélegur forseti (var lengi talinn annar versti forseti sögunnar þar til Joe Biden kom til sögunnar) og nú síðast Joe Biden sem líkt og Woodrow Wilson var ekki stjórnandi Bandaríkjanna, heldur stjórnuðu aðrir fyrir þá.

Fyrir Wilson var það eiginkona hans (hann fékk heilablóðfall) en það er að koma betur í ljós að það voru fáeinir aðilar sem stjórnuðu í stað Bidens, og er eiginkona hans þar fremst í flokki sem og fámennum hópur trúnaðarmanna.

Bandarísk stjórnmál halda áfram að vera spennandi, þetta er eins og að horfa á valdatafl rómverska keisara í beinni. Hvað kemur næst?


Mun Flokkur fólksins fella ríkisstjórnina?

Síamsflokkarnir Samfylkingin og Viðreisn eru á undarlegri vegferð. Það er stefnt fyrir opnum tjöldum að ganga í ESB, þrátt fyrir að málið væri ekki á dagskrá í kosningabaráttunni.  Kjósendur þessara flokka máttu vera það ljóst að Evrópumálin væru á dagskrá á kjörtímabilinu og ESB innganga væri aðalstefnumálið. 

Ef til vill má sjá raunverulegt fylgi við inngöngu í ESB með því að skoða fylgi flokkanna. Samfylkingin fékk 21% og Viðreisn 15%. 36-37% fylgi samanlagt við inngöngu í ESB? Það þýðir að meirihluti landsmanna hefur engan áhuga á inngöngu í ESB.

Á meðan ESB blæti síamstvíburanna stendur yfir og er í forgangi, eru önnur brýn mál látin sitja á hakanum. Þetta er ekki það sem borgarar landsins voru að óska eftir, jafnvel ekki kjósendur þessara flokka. 

FF tapar á þessu ríkisstjórnar samstarfi, bæði í fylgi og málefnum.


Utanríkisverslun Íslands við umheiminn

Ritari spurði Völvu um utanríkisverslun Íslands.  Eftirfarandi tölur komu fram og sýna að ESB er einn mikilvægasti viðskiptaaðili Íslands.

Samantekt á krónum

Útflutningur:

  • ESB: ca. 528 milljarðar ISK

  • US: ca. 97 milljarðar ISK

  • Kína: ca. 17,6 milljarðar ISK

  • Önnur lönd: ca. 32 milljarðar ISK

Innflutningur:

  • ESB: ca. 505 milljarðar ISK

  • US: ca. 100 milljarðar ISK

  • Kína: ca. 123 milljarðar ISK

  • Önnur lönd: ca. 125 milljarðar ISK

Ekki öll Evrópu ríki eru í ESB. Hver er krónutalan ef við tökum öll Evrópuríkin inn í myndina?

Niðurstaða

  • ca 739 milljarðar ISK í útflutningi fóru til allra evrópuríkja - ESB + EFTA árið 2024.

  • ca 771 milljarðar ISK voru innfluttar frá öllum Evrópuríkjum árið 2024.

Það er því ljóst að ESB og Evrópa er mjög mikilvæg fyrir Ísland. Kína er hins óhagstæður viðskiptaaðili, þ.e.a.s. ef við viljum viðskiptajöfnuð.

Samskipti Íslands snúast hins vegar ekki bara um viðskipti við umheiminn, heldur einnig öryggimál. Þar getur ESB aldrei komið í stað Bandaríkjanna.  Ísland verður því að stunda rökræna og útmiðaða utanríkisstefnu og ekki fæla bandamenn frá.  Það er ekki að sjá í núverandi utanríkisstefnu Íslands. Þar heldur örríkið Ísland að það geti skipt sér af stórveldis pólitíkinni og komið óskaðað frá.  Músin á að halda sér í músaholunni á meðan kettirnir slást. Það er rétta stefnan. 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband