Bloggfærslur mánaðarins, maí 2025

Er Kanada að liðast í sundur?

Þegar Trump kom með þá að því virðist fjarstæðukenndu hugmynd að innlima Kanada inn í Bandaríkin sem 51 ríkið, hlóu margir eða hristu höfuðið í vantrú. En hugmyndin er ekki eins fjarstæðukennd og ætla mætti.

Byrjum á staðreyndum til að fá mynd af landinu. Kanada er sambandsríki, sem tíu fylki og þrjú sjálfstjórnarsvæði mynda. Ottawa er höfuðborg Kanada, en stærstu þéttbýli landsins eru í kringum Toronto, Montreal og Vancouver. Íbúar eru um 40 milljónir. Með öðrum orðum er Kanada svipað uppbyggt og Bandaríkin. Eins og allir vita eru ríkin 50 í Bandaríkjunum og hvert með eigin ríkisstjóra, þing og löggjöf og dómstóla upp í hæstaréttarstig. Yfir öllum ríkjunum er alríkisstjórn með æðstu lög og hæstarétt og alríkisstjórn.

Það er því næsta auðvelt að innlima enn eitt ríkið/fylkið úr Kanada eins og Trump lagði til. En íbúarnir verða að vilja innlimum, því ekki verður Kanada eða einstaka fylki þess tekið með hervaldi.  Það vill svo til að Kanadamenn eru ekki á einu máli að vilja vera í ríkinu Kanada.

Flestir þekkja sjálfstæðisbaráttu Quebec en íbúar þar eru flestir frönskumælandi en færri þekkja til sjálfstæðisbaráttu Alberta fylkis. Byrjum á Alberta, byggt á Wikipedia.

Aðskilnaðarstefna Alberta samanstendur af röð hreyfinga frá 20. og 21. öld (bæði sögulegra og nútíma) sem berjast fyrir aðskilnaði Alberta-héraðs frá Kanada, annað hvort með stofnun sjálfstæðs ríkis, nýrrar sambandsríkis við önnur héruð í Vestur-Kanada eða með því að sameinast Bandaríkjunum sem yfirráðasvæði eða fylki.

Helstu vandamálin sem knýja áfram aðskilnaðarstefnu hafa verið valdamisræmið gagnvart Ottawa og öðrum vesturhéruðum, söguleg og núverandi ágreiningur við alríkisstjórnina sem nær meira en öld aftur í tímann, allt frá óuppfylltu Buffalo-héraði, sérstaða Alberta gagnvart einstakri menningarlegri og stjórnmálalegri sjálfsmynd, og fjárhagsstefna Kanada, sérstaklega hvað varðar orkuiðnaðinn. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fjármagnið streymir úr þessu litla fylki með 5 milljónum íbúa í velferðahítið sem vinstri menn hafa skapað í Ottawa en lítið kemur inn. Sum sé, peningar skipta hér öllu máli. Auðvelt er að sameina fylkið við Bandaríkin, enda liggja landamærin saman við fylkið.

Hins vegar hafa Quebec búar gengið lengst og haldið atkvæðagreiðslu um aðskilnað. Í síðustu kosningum munaði bara prósentustigi á milli og fylkið rétt hélst innan fylkjasamband Kanada.

Skoðum sjálfstæðisbaráttu sögu Quebec. Fullveldishreyfing Quebec er stjórnmálahreyfing sem hefur það að markmiði að ná sjálfstæði Quebec frá Kanada. Fullveldissinnar leggja til að íbúar Quebec nýti sér sjálfsákvörðunarrétt sinn – meginreglu sem felur í sér möguleikann á að velja á milli sameiningar við þriðja ríki, stjórnmálalegrar tengingar við annað ríki eða sjálfstæðis – þannig að íbúar Quebec, sameiginlega og með lýðræðislegum hætti, gefi sér fullvalda ríki með eigin sjálfstæðri stjórnarskrá.

Fullveldissinnar Quebec telja að slíkt fullvalda ríki, Quebec-þjóðin, væri betur í stakk búið til að efla eigin efnahagslega, félagslega, vistfræðilega og menningarlega þróun. Fullveldishreyfing Quebec byggir á þjóðernishyggju Quebec. En hér er aðalpúðrið og hefur valdið því að íbúar ákveðins svæðis ákveða að sameinast í eina þjóð: Tungumál og menning.

Í Quebec er franska móðurmál um 7,3 milljóna manna. Þetta þýðir að næstum 80 prósent íbúanna eru kanadískir frönskumælandi! (Önnur 8 prósent eru enskumælandi og hin 12 prósentin eru "allofónar" sem tala önnur tungumál en frönsku eða ensku.)

Quebec búar eru því nærri að segja skilið við Kanada en Alberta búar. Þess vegna er Trump að sá sundrungu meðal Kanadamanna og fá eitthvert fylkjanna til að segja skilið við Kanada. Hingað til hefur árangurinn verið að Íhaldsflokkur Kanda beið ósigur (naumlega) fyrir Frjálslindisflokk Kanada sem Trudeau stýrði frá 2015 við sífellt minna fylgi. Hann sagði af sér og nýr formaður tók við og það dugði til sigurs. En fjögur ár er langur tími og fólk er orðið hundleitt á woke stefnu Frjálslindaflokksins þótt það hafi kosið flokkinn til að verjast ásælnis Trumps. Kanada gæti liðast í sundur á næstu 4 árum með Frjálslindaflokkinn við stjórnvöl. Eina sem sjálfstæðissinnar vantar, er öflugur leiðtogi.

 

 


Haldið upp á 250 ára afmæli Bandaríkjahers 14. júní - Er þetta öflugusti her sögunnar eins og Bandaríkjamenn segja?

Förum í stutt sögulegt yfirlit.  Bandaríkjaher var stofnaður 14. júní 1775 af Bandaríska meginlandsþinginu. (Continental Congress), tveimur dögum áður en George Washington var útnefndur yfirhershöfðingi nýstofnaðs Continental Army. Herinn var stofnaður til að berjast gegn Bretum í frelsisstríðinu (American Revolutionary War, 1775–1783).

Bloggritari fékk ChatGPT til að koma þessu saman í stutt yfirlit en þurfti að leiðrétta gervigreindina á sumum stöðum. 

1. Frelsisstríðið (1775–1783)

  • Markaði upphaf sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna.

  • George Washington leiddi herinn til sigurs með aðstoð frá Frökkum.

2. 19. öld: Vöxtur og borgarastyrjöld

  • 1812-stríðið gegn Bretum (1812–1815).

  • Landvinningar vestur um landið („Manifest Destiny“).

  • Borgarastyrjöldin (1861–1865): Mestu mannfall í sögu hersins; norðanmenn (Union Army) gegn suðurríkjunum (Confederate Army).

3. Heimsstyrjaldirnar

  • Fyrri heimsstyrjöld (1917–1918): Bandaríkin taka þátt síðla í stríðinu.

  • Seinni heimsstyrjöld (1941–1945): Mikill hernaðarvöxtur og mikilvægt hlutverk í sigri bandamanna.

4. Kalda stríðið og Kórea/Víetnam

  • Kóreustríðið (1950–1953) og Víetnamstríðið (1955–1975).

  • Herinn umbreytist í fagher með áherslu á kjarnorkuviðbúnað, tækni og alþjóðlegt inngrip.

Víetnamstríðið (1955–1975)

Yfirlit:

  • Langvinnasta stríð í sögu Bandaríkjahers fram til 21. aldar.

  • Bandamenn studdu Suður-Víetnam gegn kommúnistum í Norður-Víetnam og Víetkong-uppreisnarmönnum.

  • Hernaðarleg þátttaka Bandaríkjanna jókst verulega eftir Gulf of Tonkin-insidentið 1964.

Hernaðarlegar staðreyndir:

  • Um 2,7 milljónir Bandaríkjamanna þjónuðu í Víetnam.

  • Um 58.000 létust og meira en 150.000 særðust.

  • Notkun „napalm“, Agent Orange og leynilegar aðgerðir í nágrannalöndum (Laos og Kambódíu) ollu miklum deilum.

Af öllum stríðum Bandaríkjamanna hefur þetta stríð haft mest langvarandi áhrif á sjálfmynd þeirra. Þetta var ósigur (kannski ekki á vígvellinum en pólitískt séð).

5. Persaflóastríð, 9/11 og stríðið gegn hryðjuverkum

  • Persaflóastríðið (1990–1991) gegn Írak.

  • Árásirnar 11. september 2001 marka upphaf að:

    • Afganistan (2001–2021).

    • Írakstríðið (2003–2011).

6. Nútíminn og framtíðin (2010–2025)

  • Herinn hefur einbeitt sér að tækniþróun, netöryggi og rýmishernaði.

  • Hefur dregið úr viðveru erlendis en viðheldur umtalsverðu alþjóðlegu öryggishlutverki.

Stærð og dreifing Bandaríkjahers – leiðréttar tölur (2025)

Fjöldi hermanna:

  • Virkt lið (Active Duty): ~480.000–500.000 hermenn í Bandaríkjaher (U.S. Army).

  • Varalið og þjóðvarðlið (Army Reserve og National Guard):

    • Army Reserve: ~190.000

    • Army National Guard: ~330.000

  • Samtals innan ramma U.S. Army: um 1 milljón hermanna

  • En ef þú telur með öll hernaðararm (Army, Navy, Air Force, Marines, Space Force, Coast Guard) er heildarfjöldinn nálægt 1,3–1,4 milljónum virkra og 800.000 í varaliðum.

Herstöðvar um allan heim:

  • Bandaríkin reka meira en 800 herstöðvar eða hernaðarlega viðveru í yfir 70 löndum.

  • Stærstu erlendu stöðvar:

    • Þýskaland (Ramstein, Grafenwöhr, Wiesbaden)

    • Japan (Okinawa og fleiri)

    • Suður-Kórea (Camp Humphreys — stærsta bandaríska herstöðin erlendis)

    • Kuwait, Bahrein, Djíbútí, Bretland, Ítalía o.fl.

  • Þessar stöðvar eru notaðar til:

    • Víghreiðurs og viðbúnaðar í alþjóðlegum átökum

    • Varnarsamstarfs og æfinga með bandamönnum

    • Umráðasvæða fyrir flutninga, njósnir, dróna og nethernað

Tilvísun í ChatGPT lýkur.

Nú á þessi herafli afmæli í júní. Donald Trump forseti mun halda hergöngu í júní til að heiðra hermenn og aðra hermenn í virkri þjónustu og minnast 250 ára afmælis bandaríska hersins, að því er Fox News Digital segir.

Skrúðgangan er áætluð 14. júní, á 250 ára afmælisdegi bandaríska hersins og afmælisdegi Trumps.  Þess má geta að Trump hefur dreymt um slíka skrúðgöngu síðan hann varð vitni að slíkri í París, Frakklandi. En honum hefur ekki orðið að ósk sinni fyrr en nú.

En þá að spurningunni í titli pistilsins. Hafa Bandaríkjamenn öflugasta her sögunnar?  Bandaríkjamenn monta sig af því reglulega að hafa öflugusta her sögunnar. En er það rétt? Var ekki rómverski herinn sá öflugasti? Það er nefnilega erfitt að bera saman heri á mismunandi tímabilum. Árangur Bandaríkjahers á vígvellinum hefur ekki alltaf verið til að hrópa húrra fyrir.

Ef Bandaríkjaher er borinn saman við rómverska herinn, sem er ansi erfitt að bera saman, enda á ólíkum tímum, þá kemur ýmislegt í ljós og það fer eftir því hvernig maður metur hernaðarlega yfirburði. Tækni og fjármunir? Þá leiðir Bandaríkjaher í dag. Útbreiðsla og viðverustjórnun? Bandaríkjamenn hafa herstöðvar um allan heim. Hernaðarárangur? Þá verður myndin mun flóknari. Langlífi, agi, áhrif á heimssöguna? Þá á rómverski herinn fullan rétt á kröfu um titilinn. 

Bloggritari bað ChatGPT enn um samantekt:

Samanburður: Ekki eins einfaldur og hann virðist vera

 Atriði               Rómverski herinn           Bandaríski heraflinn
Tímalengd yfirburða5 aldir~1 öld (frá WWII)
YfirráðEvrasíaHeimurinn
Tækni (miðað við samtíma)Mjög háLanghæst
HernaðarárangurLanglífur og stöðugurBlandaður (sigur/töp)
ArfleifðMenningarleg, stjórnarfarslegTæknileg, efnahagsleg

Þessi samanburður er ágætur í sjálfu sér en maður mælir styrk hers eftir hernaðarárangri, hitt er aukaatriði. Til hvers að vera með stærsta her í heimi, herstöðvar um allan heim, bestu tækni o.s.frv. ef herinn gerir ekki það sem hann á að gera: Vinna stríð!

Bloggritari hefur skrifað um hernaðarsögu í áratugi og er menntaður á þessu sviði og að hans mati er markmið hers og hér er vísað í Clausewitz:

„Her er tæki ríkisvaldsins til að ná pólitískum markmiðum með ofbeldi þegar annað dugar ekki.“
— Carl von Clausewitz (frægasta herfræðikenning sögunnar)

Ef herafli — jafnvel sá fullkomnasti tæknilega — nær ekki pólitískum markmiðum sínum með hernaði, þá hefur hann brugðist meginhlutverki sínu.

Bandaríkjaher er því ekki öflugusti her heimssögunnar (rómverski herinn tapaði orrustum en nánast aldrei stríðum, ekki fyrr en undir lok heimsveldsins er það er meiri pólitísk saga og hagsaga) en sá rómverski...hingað til.

Bandaríkjaher á eftir að klára sína sögu, e.t.v. erum við í miðjum söguþræði og hann á eftir að taka yfir allan hnöttinn, hver veit.


Ríkisfyrirtæki í einkarekstri gengur ekki upp

Á þessu bloggi hafa ríkisfyrirtækin RÚV og ÁTVR - Vínbúðin verið tekin fyrir og skömmuð fyrir lélega viðskiptahætti. ISAVIA er enn eitt ríkisapparatið sem sér um reksturinn á Keflavíkurflugvelli.

Fyrirkomulagið ohf = opinbert hlutafélag, er ekkert annað ríkisrekstur. Það væri alveg eins gott að gera þetta að ehf (einkahlutafélag) og innleiða samkeppni, í áfengissölu (Vínbúðin) og fjölmiðlarekstri (RÚV) en erfiðara er að eiga við ISAVIA (rekstur Keflavíkurflugvallar), því ekki er hægt að setja upp tvær flugstöðvar á sama blett! Það þyrfti því að setja þetta ohf undir hatt stofnunar.

Ríkisstarfmennirnir sem eru í stjórn ISAVIA eru ekki fremar en aðrir ríkisforstjórar og stjórnarmenn starfi sínu vaxnir (ekki okkar peningar eða okkar hagsmunir, komum málinu frá okkur!).  

Nú er að koma í ljós að fríhöfnin sem telst vera sérstakur og lokaður markaður er komin í hendur erlends fyrirtækis með slæmt orðspor. Þýskt fyrirtæki Heinemann er að taka yfir reksturinn og byrjar ekki vel. Það byrjar á að kúga birgja (íslenska) sem eru örsmáir og vanmáttir með að taka meira af framlegð til sín áður hefur tíðkast. 

Þetta er bagalegt því að ÁTVR hefur framselt smásölurekstur sinn (ríkiseinokun) til einkafyrirtækis sem er í einokunarstöðu.  Það er engin samkeppni á Keflavíkurflugvelli. Það væri annað ef það væru tvær fríhafnir á flugstöðinni.  Samkeppniseftirlitð hlýtur að taka málið í sínar hendur (er vantrúaður að eitthvað gerist).

Það er vandi að sjá hvort er verra, ríkisfyrirtæki í einkarekstri eða fyrirtæki með einokunarstöðu. Hvorutveggja jafn slæm fyrirbrigði og neytandinn verður alltaf undir. Fyrirtæki sem skipta við Heinemann hljóta að þurfa að hækka verð sín til að lifa af, þ.e.a.s. ef Heinemann leyfir það.

Annars er fríhöfnin ansi dýr, t.d. sælgæti og annar varningur og bloggritari er t.d. hættur að grípa varning með við komuna til landsins.


Engin kreppa í Bandaríkjunum segir Larry Kudlow - heldur góðæri

Larry Kudlow á Fox Business segir fréttir af samdrátt í Bandaríkjunum vera falsfréttir. Fyrirtæki eru að fjárfesta á fullu á meðan alríkisstjórnin er að spara. Neyðsluvörur fara lækkandi og orkugjafi atvinnulífsins - jarðeldsneytið, þ.e. olíu- og gasverð hríðlækkað. Mikil fjárfesting er í atvinnutækjum og verksmiðjum á sér stað núna og á fundi Trumps með risafyrirtækjum og fulltrúum þeirra í gær þakkaði hann þeim fyrir að ætla að fjárfesta í Bandaríkjunum fyrir billónir dollara og allt að 8 billjónum sem hann segist vita af. Þess má geta að alríkis útgjöldin eru um 6,75 billjónir dollara. 

Þessar fjárfestingar taka tíma að tikka inn en eru þegar farnar að hafa áhrif á væntingar. Á sama tíma er á leiðinni umfangsmikar skattalækkanir á almenning og fyrirtæki af hendi Bandaríkjaþings og afnám reglugerða fargansins. Það má jafnvel búast við að atvinnulífið fari á yfirsnúning. 

Bandaríkin eru nú að endursemja tolla við tugir ríkja á þessari stundu og ekkert þeirra ætlar í tollastríð við þau nema Kína sem neyðist til að koma að samningsborðinu fyrr eða seinna. Þetta mun skila inn meiri tekjur fyrir ríkissjóð BNA og meiri útflutning bandarískra fyrirtækja. Spurningin er: Gullöld framundan fyrir bandarískt efnahagslíf?

P.S. Eru Íslendingar að reyna að semja við bandarísk stjórnvöld?


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband