Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025

Sparnaður í ríkisfjármálum

Nú ætla ráðherrarnir að vera sniðugir og koma með sparnaðartillögur í anda DOGE. Forsætisráðherra segir að nú eigi að spara. Það væri frábært ef það á að draga saman í ríkisbálkninu. En hver verður sparnaðurinn þegar upp er staðið? Það á nefnilega spýta inn í velferðakerfið. Er ekki að segja að það sé slæmt en kostar sitt. Kannski að nú fari skattfé í réttar hendur. Krist­rún aug­lýsir eftir sparnaðarráðum

Hvar má spara? Alls staðar og það má leggja niður stofnanir sem ætlunin er að setja á fót eða eru komnar á fót. Má þar nefna Mannréttindastofnun Íslands.

Samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráði Íslands eru ríkisstofnanir á Íslandi yfir 160 talsins. Þessi tala inniheldur ekki opinber hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eða lögaðila sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins. Ef tekið er mið af öllum þeim stofnunum sem teljast á einn eða annan hátt til ríkisins, gæti talan verið enn hærri. Starfsmenn eru um 23 þúsund talsins sem er ansi mikið. Stofnanir

Og hvar á að spara í þessum stofnunum? Allar vilja þær verja sig og starfsfólks sitt og helst ekki draga saman, heldur að auka í. Það er hægt að spara innandyra eða leggja niður.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti segir að "það er stefna stjórnvalda að fækka stofnunum, m.a. með sameiningum. Helstu rök fyrir sameiningum eru þau að stærri einingar séu betur til þess fallnar að sinna kjarnaþjónustu og veita góða þjónustu. Slíkar einingar séu einnig betri rekstrareiningar. Mikill munur er á stærð ríkisstofnana allt frá þeirri stærstu, Landspítalanum með um 5.000 stöðugildi í þá minnstu með 2 starfsmenn. Rúmur helmingur stofnana er með færri en 50 stöðugildi." Skipulag og stjórnun ríkisstofnana Og staða stofnanakerfisins eftir hugsanlegar breytingar væru  118 stofnanir og jafnvel niður í 90 stofnanir.

Forsætisráðherra þarf því ekki að auglýsa opininberlega eftir sparnaðartillögum, heldur að fara eftir aðgerðatillögum ráðuneytisins. Fækka stofnanir með sameiningu og þannig minnka yfirstjórnar kostnað. Stofnanir eru flokkaðar í A-,B- og C-hluta.

Áfram segir:

"Til B-hluta teljast önnur fyrirtæki og lánastofnanir sem eru undir beinni stjórn ríkisins og rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs og ekki teljast til A-hluta. Þessir aðilar starfa á markaði og standa að stærstum hluta undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vöru eða þjónustu til almennings og fyrirtækja.

C-hluti

Til C-hluta teljast sameignar- eða hlutafélög í meirihlutaeigu ríkisins sem starfa á markaði. Til C-hlutans telst einnig Seðlabanki Íslands."

Kannski væri best að einbeita sér að stofnunum sem eru á samkeppnismarkaðinum og selja þær? Hér er átt við B- og C-hluta.

Það er eitt ríkisapparat sem tekur freklega í buddu skattborgarans og það er RÚV.  Útvarpsgjaldið hækkaði nú um áramótin upp í rúm 21 þúsund krónur og er dregið af alla Íslendinga eldri en 18 ára og öll fyrirtæki landsins á skrá. Starfsmenn 2022 voru 262 og tekjurnar skiptast í tvennt.

Framlög úr ríkissjóði: Þetta eru tekjur fyrir almannaþjónustu. Árið 2022 fékk RÚV um 5,1 milljarð króna úr ríkissjóði, sem var 430 milljónum krónum meira en árið 2021. Áætlað var að þessi framlög myndu aukast í 5,7 milljarða króna árið 2023 (Heimildin).

Tekjur af samkeppnisrekstri: Þetta eru tekjur af auglýsingasölu og kostun. Árið 2022 voru þessar tekjur rúmlega 2,8 milljarðar króna, sem var aukning um 454 milljónir króna frá fyrra ári. Tekjur af auglýsingum og kostun voru 2,4 milljarðar króna árið 2022 og höfðu aukist um 774 milljónir króna á tveimur árum, eða um 48% (sama heimild: Heimildin).

Með öðrum orðum hefur RÚV yfir 8 milljörðum að ráða 2022-23 (veit ekki um 2024) og samt illa rekið. Ekki er dagskráin mikið betri en hjá einkastöðvunum. Ef þessi stofnun er aflögð og nefskatturinn aflagður, sparar 4 manna fjölskylda 80 þúsund krónur á ári. Það munar um minna.

Og svo má spyrja í lokin: Af hverju í ósköpunum eru starfsmenn Seðlabanka Íslands um 311 talsins??? Seðalbankinn - vinnustaðurinn Hvað er allt þetta fólk að gera allan daginn? Það gerir um 1 Seðlabanka starfsmann á hvert þúsund Íslendinga. 

Þrátt fyrir að þessar sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga, þá mun sækja aftur í fyrr horf. Af hverju? Nú, hér er um annarra manna fé að ræða og þeir sem koma höndum yfir slíkt fé til eyðslu hika ekki við að bruðla þeim. Það kemur aldrei niður á þá hvort sem er.

Svo má setja mörk á álögur sem önnur ríki setja á Ísland. Til dæmis loftlagsskatta sem lagðir eru á flugfélög og skipafélög og kosta almenning og atvinnulífið stórfé árlega. Og það í hreinasta landi Evrópu og þótt víða væri leitað.


Af hverju eru Evrópumenn svona helteknir af varnarmálum sínum?

Bloggritari horfði á tvær kvikmyndir um jólin sem fengu hann til að hugsa.

Annars vegar kvikmyndin Margarete den förste, og hins vegar Numer 24. Fyrri myndin fjallar um fyrsta kvennleiðtoga Norðurlanda, Margréti fyrstu og sameiningu Norðurlanda í eitt ríkjasamband, Kalmarsambandið (1397-1523). 

Það var mjög óvenjulegt að svona stórt svæði skuli hafa sameinaðst undir eina stjórn en nauðsynin var mikil. Ægivald Þjóðverja í formi Hansasambandsins var mikið og stöðugt, innrásar hætta var fyrir hendi ef Norðurlandabúar sameinuðust ekki í eina heild. Meiri segja var leitað til Englands með giftingu til að styrkja stöðuna enn frekar. Svo hvarf máttur Hansasambandsins og Kalmarsambandið enda einstaka ríki, eins og Svíþjóð orðin öflug herríki.

Síðari myndin, á einnig að vera sannsöguleg, fjallar um norskan andspyrnumann í seinni heimsstyrjöldinni sem var svo ákveðinn að verja frelsi Noregs og Norðmanna, að hann hikaði ekki við að láta taka vin sinn af lífi fyrir uppljóstrun. Það var margt sem aðalsöguhetjan sagði sem er umhugsunarvert. Hann neitaði sér um alkóhól, konur, skemmtanir og sagði það væri enginn tími fyrir slíkt fyrr en eftir stríð og frelsið komið í höfn. Á meðan væri hann ófrjáls maður með innrásarlið yfir sér og landið hersetið. Enn voru það Þjóðverjar sem ógnuðu frelsi og öryggi Norðmanna.

Það er nefnilega ekki lengra en svo að til er margt fólk sem upplifði seinni heimsstyrjöldina og ragnarökin sem áttu sér stað þar. Norðmenn, Danir og í raun öll smáríkin í Evrópu lærðu þá lexíu sem situr enn í Evrópumönnum.  Þeir vita að friðurinn er brothættur og alltaf er hætta á að stórveldið komi með innrásarherinn og fari yfir landamærin og hertaki.

Rússagrýlan sem okkur Íslendingum finnst stundum vera orðum aukin er raunveruleg í huga fólks, þótt líkurnar séu ekki miklar á allsherjarstríði. Rússar sem sjálfir eru helteknir af ótta um innrás í gegnum Pólland eða Úkraínu, hafa farið mörgum sinnum sjálfir inn í Vestur-Evrópu og hertekið eitt og annað. Það er nefnilega engin einstefna í gegnum hliðin tvö. Svo má sjá þetta í viðbrögðum Pólverja í dag sem eru ansi ýkt en skiljanleg í ljósi sögunnar. Eftir kalda stríðið gleymdu Evrópumenn sér í fögnuði og vanræktu varnir sínar en eru núna komnir niður á jörðina aftur. Voru einfaldlega þvingaðir til þess.

Þetta skilja Íslendingar ekki, enda aldrei hersetið af erlendri og fjandsamlegri þjóð. Ef nasistarnir hefðu hertekið Ísland, hefði margur Íslendingurinn verið sendur í fangabúðir, á vígstöðvarnar, píntaður eða drepinn. Þjóðarminnið getur varið í hundruð ára og landafræðin breytist ekki, þótt landamæri færist til eða frá.  Íslendingar hafa hingað til aðeins fengið smjörþefinn af valdabröltinu í Evrópu. En næst verðum við með, hvort sem okkur líkar betur eða verr.


Kvennaveldið Ísland til góð eða ills?

Nú er verið að klyfja á því að allt verði frábært framundan og nú séu konur við völdin. Kona er lögreglustjóri í Reykjavík, kona er ríkissaksókari, konur eru formenn stjórnarflokka landsins, kona er forseti Íslands, kona er biskup Íslands og kona var Landlæknir Íslands og eflaust má lengi telja.

Ætla mætti að fullt jafnrétti sé komið á en það er ekki að heyra á forseta vorrum. Þar er gamla mandran um baráttuna fyrir kvennfrelsi og fjölmiðlum finnst það merkilegt að tvær konur haldi áramótaávörp og það séu einhver tímamót.

Sumir segja það að sé landinu til góðs að konur taki við, karlarnir kunni ekki að stjórna eða misbeiti valdinu. Besta dæmið um slíkt viðhorf er þegar fyrsti kvennbiskup Íslands var kosinn eftir kynferðishneyslismál forverara hennar. Var það til góðs að kona tæki við? Nei, ekki er að sjá að þjóðkirkjan sé á góðri vegferð. Upp hafa komið hneykslismál, eftir sem áður, deilur og áfram heldur að fækka í þjóðkirkjunni.

Ekki þarf að minnast á ríkissaksóknarann og deilur hans (hennar) við vararíkissaksóknara og í raun barnalegar deilur þeirra opinberlega. Traustið er farið á þetta embætti.

Ekki var ferill kvennforsætisráðherra glæsilegur í endanum, hún reyndi við forsetaembættið án árangur og flokkur hennar þurrkaðist út í kjölfarið. Óþarfi að fara í fleiri dæmi.

Við eru í raun ennþá föst í "Identity politic" eða sjálfsmyndarpólitík nýmarxistanna, þar sem skiptir öllu máli að vera af réttu kyni, kynþætti, aldri o.s.frv. Verðleiki einstaklings skiptir engu máli, bara hvort viðkomandi sé af réttu kyni og kynþætti. Þessa pólitík hafa Bandaríkjamenn reynt og hafnað afgerandi árið 2024. Forsetaframbjóðandinn Kamala Harris tikkaði í öll réttu hólfin, hún var svört (meira indversk og hvít, komin af hvítum þrælahaldara) og kona. Demókratar héldu að það eitt myndi duga til að hún yrði forseti Bandaríkjanna.  En bandarískir kjósendur sáu hana eins og hún er í raun; ekki svört, forréttinda kona og gjörsamlega hæfileikalaus og óhæfur forsetaframbjóðandi. Of mikið í húfi að kjósa hana til æðsta embættis bara vegna þess að hún er kona.

Martin Luther King sagði eitt sinn: I have a dream that my four little children will one day live in a nation where they will not be judged by the color of their skin but by the content of their character.”

Þetta hafa jafnréttissinnar gleymt og halda að árið sé ennþá 1968. Það á að dæma fólk eftir hæfileikum og persónuleika, ekki útliti. Mannkynssagan er full af dæmum um þegar fólk velst til valda eftir því hvort það hafi flokksskírteini eða ekki, hvort að það sé karl eða kona eða af réttum ættbálki eða ætt (konungar/drottningar) og hörmulegum afleiðingar þess. Fólk þetta hefur iðulega stjórnað illa.  Og þjóð sem velur að hunsa og kúga annað kynið, tapar gríðarlegan mannauð eins og sjá má í Miðausturlöndum. Konur eru eins og karlmenn mannlegar, gera mistök og vinna sigra, rétt eins og karlarnir.

Sagan er ein hörmungarsaga kúgunnar, jafnt karla og kvenna. Því er ekki neitað og það verður að verja frelsið og þau mannréttindi sem barist hefur verið fyrir og unnið, þar á meðal málfrelsið. En það má koma upp úr skotgröfunum einstaka sinnum og fagna frelsinu sem við njótum hér á Íslandi.


Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband