Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024

Hvaða kosningakerfi er sanngjarnt?

Nú kvarta vinstri jaðarflokkarnir (vill ekki nota öfga stimpilinn eins og vinstri nota á jaðar hægri menn, er of hlutdrægt hugtak) yfir lélegu gengi. Þeir skutu sig í fótinn með því að vera með of marga flokka á jaðrinum, þ.e.a.s. Sósíalistaflokkurinn, VG og Píratar. Þannig að þar er alveg stuðningur við vinstri jaðar stefnu ef fylgi þeirra er lagt saman.

En spurningin er hvort skattgreiðendur eigi að vera halda uppi flokkum sem ekki eiga erindi inn á þing? Miðað er við 2-4% fylgi almennt í Evrópu til þess að flokkurinn komist á ríkisjötuna. Af hverju í ósköpunum eigum við kjósendur að halda uppi slíkum flokkum? Náðu ekki einu sinni lágmarki sem er 5%. Þetta sama gildir um flokkanna sem komust á þing. Af hverju að hafa þingflokka ríkisrekna?

Kosningakerfið hérna er alveg nógu sanngjarnt. Það þarf ekki annað en að líta á kosningakerfin i enskumælandi löndum og sérstaklega á Bretland til að sjá hvers mörg dauð atkvæði falla dauð niður. Sigurvegarinn tekur allt í raun.

Sjá slóðina: Úrslit bresku þingkosinganna endurspeglar lýðræðishalla Bretlands

"Verkamannaflokkurinn fær 9,6 milljónir atkvæða en 412 sæti, Íhaldsflokkurinn fær 6,8 milljónir atkvæða en 121 sæti og UK Reform í Bretlandi fær 4 milljónir atkvæða en aðeins 4 sæti og Frjálslyndi demókrata flokkurinn fær 3,6 milljónir atkvæða og 71 sæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fær 5 sæti með aðeins 172 þúsund atkvæði. Er eitthvað að þessari mynd?" segir í greininni.

Það er kannski frekar spurning hvort lágmarkið sé ekki of lágt sett? 5% eða 10%? og fá kannski sterkari ríkisstjórn eins eða tveggja stjórnarflokka.  Það er kannski hægt að vinsa úr örflokkanna með því að hafa þak meðmælenda mjög hátt. Það kemur því strax í ljós hvort viðkomandi flokkur á erindi í kosningabaráttu eða á þing.

Það er margt hér sem er kostnaðarsamt. Við eru hér með fokdýrt forsetaembætti, sem kostar milljarða að reka í örríki. Stofnanaríkið íslenska er yfirþyrmandi og kosnaðurinn að auki. 

Það er athyglisvert að Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að koma upp "hagræðingadeild" í anda ríkisstjórnar Trump sem er ekki einu sinni byrjuð að starfa en farin að hafa áhrif um allan heim. En þetta er efni í aðra grein.

 


Miðjan vann kosningarnar

Bloggritari spáði að hægri bylgjan næði ekki til Íslands.  Það rættist ekki nema að hluta til. Segja má að miðjan hafi unnið þessar kosningar.  Flokkarnir sem komust á þing teljast allir vera nokkuð hófsamir en öfgaflokkarnir, sem reyndust allir til vinstri, féllu af þingi.  Sósíalistaflokkur Íslands, VG og Píratar teljast allir róttækir vinstri flokkar.

Þeir flokkar sem völdust inn á þing, Viðreisn, Samfylkingin, Framsókn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn teljast allir vera nokkuð hefðbundnir flokkar. Líklega er Flokkur fólksins róttækastur í dag en erfitt er að flokka flokkinn eftir vinstri - hægri ásinn. Til dæmis í landamæra stefnu flokksins sem er líklega til hægri. Sagt er að Viðreisn sé klofningur úr Sjálfstæðisflokknum en erfitt er að sjá það af stefnumálunum sem eru líkari stefnumálum Samfylkingar.

Hófsömu vinstri stefna vann kannski ef Viðreisn, Samfylkingin og Flokkur flokksins eru flokkuð saman. Hvers konar ríkisstjórn verður veit enginn. Dettur í hug Viðreisn, Samfylkingin og Miðflokkurinn saman í ríkisstjórn. Kröfur FF eru óraunhæfar ef formaðurinn heldur fast í þær um lágmarks laun um 450 þúsund krónur. Það þorir líklega enginn að spyrna sig saman við Sjálfstæðisflokkinn eftir útreið hans. En ef það væri einhverjir flokkar sem vildu það, væri það FF og Miðflokkurinn sem báðir vilja ólmir komast í ríkisstjórn.

Formaður Framsókn virðist gefa skít í allt, ef marka má vonbrigði hans er honum var ljóst að hann væri á leið inn á þing í miðju sjónvarps umræðum formannanna. Hann virðist ákveðinn að fara ekki í ríkisstjórn enda bara með fimm manna þingflokk. Þannig að það eru fimm flokkar sem eru um hituna.


Varnarmálastofnun eða varnarmálaráðuneyti?

Ég renndi yfir bók Arnórs Sigurjónssonar, "Íslenskur her" í fyrsta sinn í vikunni.  Því miður var ekki mikill efniviður í henni, bókin um 56 bls. á íslensku og annað eins á ensku. Hún snýst um hugrenningar hans um stofnun íslensks hers og stofnun varnarmálaráðuneytisins.

Ég starfaði hjá utanríkisráðuneytinu um árabil og var þar starfandi er fagnað var 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001. Ég tók þátt í að búa til afmælisrit - smárit í tilefninu sem og ljósmyndasýningu.  Ég kynntist því starfi varnarmálaskrifstofunnar af eigin hendi, varð þeim innan handa enda menntaður "hernaðarsagnfræðingur". Ég kynntist líka Varnarliðinu og fulltrúa þess.

Mér fannst störfin sem unnin voru á skrifstofunni fagleg og meira segja var þá liðsforingi starfandi á skrifstofunni. En vægi skrifstofunnar var þá ekki mikið. Menn prískuðu um að það væri kannski 10 ár í að menn láti verða af því að stofna íslenskan her en ekkert bólar á honum ennþá.   

Ég reyndist sannspár í skýrslu árið 2000 að Bandaríkjaher væri að huga að því að týgja sig í burt, sem raungerðist 2006. Ég mat það svo að varnir Íslands væru á forsendum Pentagons, ekki Íslands sem reyndist rétt. Bandaríkjaher réði ekki við að standa í tveimur stríðum samtímis og dró sig í burt einhliða.  Ekkert hefur breyst síðan, herstöðin á Keflavíkurflugvelli er rekin á hálfu dampi eins og gert var milli 1945 og 1951, nokkuð hundruð manns starfandi og fljótandi á milli Bandaríkjanna og Íslands.

Árið 2005 lagði ég til í blaðagrein í Morgunblaðinu að varnarmálastofnun yrði stofnuð sem og gerðist síðar en fljótleg niðurlögð. Mikil mistök. Síðan þá hafa þrír aðilar deilt með sér varnamálaflokkinn, Landhelgisgæslan, Ríkislögreglustjóri og varnarmálaskrifstofan og verkaskiptingin óljós og gert til bráðabirgða en hefur staðið óbreytt allar götur síðan.   Njáll T. Friðbergsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins reyndi á síðasta þingi að koma í gegn stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála en án árangurs að ég best veit.

Ég tel að bæði Njáll og Arnór nálgist málið á röngum forsendum. Ekki er þörf á varnarmálaráðuneyti á meðan það er enginn íslenskur her. Ekki er þörf á rannsóknarsetri (á vegum HÍ) þegar varnarmálastofnun getur sinnt þessu hlutverki.  Varnarmálastofnun er það sem við þurfum á að halda og endurreisa.  Hlutverk þess væri þríþætt:

1) Samþætting varnarmála og málaflokkurinn tekinn úr höndum ofangreindra þriggja aðila. Varnarmál eru bæði innanríkis- og utanríkismál.  Stjórnsýslulega óreiðan sem nú ríkir úr sögunni.

2) Fræðilegar rannsóknir á öryggis- og varnarmálum sem sífellt væru í gangi.

3) Forvirkar ,,njósnir" eða leyniþjónusta (verst að það er ekki til annað hugtak).  Allir herir í heiminum hafa leyniþjónustu. Það er enginn James Bond glamur yfir þessari starfsemi ef menn halda það, heldur hrein og bein upplýsinga leit, mat og ráðgjöf til stjórnvalda. 

Nú er að sjá hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn. Kemst málið á skrið eða áfram hunsað?  Það fer eftir því hvort að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda eða ekki. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún og Njáll, hafa skilning á málaflokknum og vilja til að gera eitthvað í málinu. Aðrir flokkar þeigja þunnu hljóði.

Á meðan er engin fagleg vinna unnin af sérfræðingum og mat á öryggis- og varnarmálum í skötulíki.


Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband