Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2022

Baldur Þórhallsson og varnarlið á Íslandi

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem jafnframt er titlaður varnar- og öryggissérfræðingur, hefur verið áberandi í fjölmiðlum um varnarmál Íslands undanfarið og rætt mikið um hættur sem steðja að landinu í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraníu. Það er gott mál að hann taki málið upp og áhugavert að stjórnmálafræðingar taki öryggis- og varnarmál föstum tökum.

Varðandi fræði og hverjir fást við þessi mál, þá veit ég ekki hvað varnar- og öryggismála titillinn sem hann hefur felur í sér en ég býst við,að þetta sé undirgrein í stjórnmálafræði (eins og í sagnfræðinni). Hins vegar má ekki rugla slíka menntun saman við herfræði eða það að vera herfræðingur en slík fræði og menntun krefst nám í herskóla eins og Sandhurst í Bretlandi (Royal Military College, Sandhurst) eða United States Military Academy (West Point).

Svo er þriðji flokkur fræðinga sem kallar á ensku “Military historians” eða hreinlega hernaðarsagnfræðingar en það er fólk sem sérhæfir sig í herfræði (fyrri tíðar og allt til nútímans) en það stúterar einnig öryggis- og varnarmál frá geópólitísku sjónarhorni.

En spurningin er hvort í Þjóðaröryggisráði sitji herfræðingur sem hefur þekkingu á strategíu og taktík? Það er nefnilega ekki nóg að vera góður í alþjóða refskák öryggis- og varnamála, heldur verður að vera til þekking á hernaðhliðinni, svo sem þörfina á varnarliði og útbúnaði þess, þar er herfræðin sjálf sem er býsna flókið fyrirbæri.

Á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í þjóðaröryggisráði eiga fast sæti forsætisráðherra, sem er formaður ráðsins, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar viðkomandi ráðuneyta. Enn fremur eiga sæti í ráðinu tveir alþingisþingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meiri hluta á Alþingi en hinn úr þingflokki minni hluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra , formaður
  • Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra
  • Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttir, utanríkisráðherra
  • Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis
  • Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis
  • Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri
  • Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands
  • Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar
  • Oddný Harðardóttir, alþingismaður
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður.

Eini maðurinn sem ég get séð að sé einhver sérfræðingur í hópnum er Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Til að gæta allrar sanngirni, býst ég við ráðið leiti til íslenskra embættismanna hvað varðar ráðgjöf, og veit ég einhverjir þeirra eru (voru a.m.k.) herfræðingar að mennt. Gaman væri að sjá Val Ingimundarson eða Þór Whitehead í ráðinu og einhverja íslenska liðsforingja, en við eigum marga sem hafa stundað hermennsku í öðrum löndum og hafa fengið liðsforingja menntun.

En snúum okkur aftur að ákalli Baldurs. Hann kallar eftir viðvera fámenns varnarliðs á þessum hættutímum en getur ekki um þjóðerni þess, sem ég segi að eigi að vera íslenskt. Engum er betur treystandi til að gæta eigið öryggi en Íslendingum sjálfum.

Munum hvað gerðist 2006 þegar “Varnarliðið” eða réttara sagt Bandaríkjaher ákvað einhliða að yfirgefa landið til að heyja stríð annars staðar. Ekki var það samkvæmt öryggis þörf Íslands. Það er nefnilega svo, að ef eyjur eins og t.d. Taívan, Japan eða Ísland eru teknar, er gífurlega erfitt að taka þær til baka. Þjóðverjar lögðu ekki í að taka Ísland eftir hernám Breta.

Ég tel líka þetta varnarlið ætti að lágmarki að vera á stærð við hereininguna undirfylki eða “Company” á ensku sem venjulega er herlið upp á 150 - 250 manns og æðsti yfirmaður ber titilinn kapteinn. Mætti kalla liðið Þjóðvarðliða eða Þjóðvarðlið Íslands.

Heimvarnarlið Íslands er annað gott heiti og gamalt og fer það vel við markmið slíkt herliðs en það eru hreinar varnir landsins (mjög erfitt eða ómögulegt að draga slíkt lið inn í hernað NATÓ) enda yrði sett lög um heimavarnarliðið, heimavarnarlög, líkt og eru til á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. Þetta gæti verið hálf atvinnumannlið eins og tíðkast í öðrum heimavarnarliðum. Yfirmenn atvinnuhermenn en aðrir starfa hluta úr ári en eru í viðbragðsstöðu á öðrum. Sjá fyrra blogg mitt um heimavarnarlið og lög um það, en ég þýddi og staðfærði dönsk heimavarnarlög á íslenskar aðstæður.

Baldur Þórhallsson á þakkir skilið að tala skorinort um varnarmál og þora að ríða á vaðið. Eina sem vantar hjá honum er að tala aðeins beinna út og hvetja beinlínis til stofnunar íslenskt varnarliðs. Kannski óttast hann viðbrögð VG? Þeir virðist þessa daganna ekki vita í hvern fótinn þeir eiga að stíga og þurfa að bera þann kross að taka þátt í starfi NATÓ af fullum krafti og marka stefnu þess næstu áratugina en hernaðarbandalagið stendur á tímamótum um þessar mundir. Söguleg tíðindi voru þegar VG hvatti til stækkunnar NATÓ með þátttöku Finnlands og Svíþjóðar. Ég held að VG ættu að viðurkenna þá staðreynd að 53% kjósenda VG vilja vera í NATÓ og taka úrgöngu Ísland úr NATÓ af stefnuskránni.


Rándýrt að búa á Ísland - af hverju?

"Flutningskostnaður, mikill launakostnaður og smæð markaðarins útskýrir hvers vegna verðlag er hærra hér en í Evrópusambandinu. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu." Þetta sagði hann í viðtali við RÚV.

Launa- og flutningskostnaður skýri hátt vöruverð

En er þetta satt? Já að hluta en þetta er bara hálfur sannleikurinn. 

Fákeppni og spilling spilar hér stóra rullu en elítan rekur hér með þeigandi innbyrðis samkomulagi háverð stefnu. Allir nýir aðilar sem eru sæmilega stórir ganga inn í þetta umhverfi. Og þeir sem vilja keppa geta það ekki vegna hátt flutninga verðs sem rekja má til fákeppni skipafélaga. Hvers vegna er dýrara að flytja vöru frá Kína til Íslands á leggnum Ísland - Rotterdam en Rotterdam - Kína?

Svo kemur sígilda afsökunin um smæð markaðarins. Hvers vegna er þá vöruverð ódýrara í Færeyjum en á Íslandi? Sex sinnum minni markaður með erfiðum innanlands flutningum en ferjusiglingar eru enn mikilvægar í landinu. Launakostnaður sambærilegur á við Ísland.

Og ef við höldum okkar á svipuðum lengdarbaugi, Kanaríeyjar eru fjarri mörkuðum Evrópu en Ísland, 2 milljónir íbúar, samt er vöruverð þar umtalsverð lægra. Þessi þrjú lönd eiga sameiginlegt að vera eyríki á Atlantshafi, fámenn og fjarri heimsmörkuðum.

Eigum við að bæta Grænland inn í dæmið? Með geysilega erfiðum samgöngum, fáir vegir og ísa lagt haf stóran hluta ársins í risastóru landi, nei við komum líka illa út í slíkum samanburði.

Ísland er því miður frændhyglis samfélag og hefur verið það í aldir og meir en árþúsund. Frændhyglin er íslenska spillingin, ekki venjuleg spilling eins og mútur. Fámennið hjálpar til að skýrt afmarka elíuhópinn og auðvelt er að mynda samstöðu innan hans, sem væri til dæmis erfiðara í stóru Evrópuríki.

Athyglisvert er að stærð elítunnar hefur nokkuð föst prósentutala í gegnum aldir, um 1% til 1,5%.

Flutningar til Íslands eru í höndum skipafélaga sem telja má á annarri hendi (smá samkeppni frá Smyril line). Sama má segja um verslunarkeðjurnar... fákeppni...olíufélög o.s.frv. Fákeppni er andstæða við kapitalísk hagkerfi. Auðhringir sem við höfum mini útgáfu af, halda verðlaginu háu.

Er þetta nútíma einokunarverslun?

Viðbót: Ég gleymdi að taka þátt ríkisvaldsins í verðlagningunni, en þungar reglugerðir, innflutningstollar (þeir kalla þetta fínu nafni innflutningsgjöld) og hár virðisaukaskattur hjálpar ekki til við að halda verðlaginu niðri.

Svo er það mjólkurkýrin sjálf, bíllinn, sem er skattlagður upp í rjáfur...Ekki auðvelt að vera Íslendingur. Við getum ekki keyrt yfir landamærin í vörukaup eins og Norðmenn til Svíþjóðar og Danir til Þýskalands (og Þjóðverjar til Belgíu o.s.frv.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband