Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021
Margir sem lesa daglegan fréttaflutning, kannast við hugtakið,, Antifa sem útleggst í grófri þýðingu, ,,samtök gegn fasistum. En hverjir eru þetta sem kalla sig Antifa og fyrir hverju telja þeir sig standa fyrir?
Antifa er samkvæmt Wikipedia vinstrisinnuð and-rasista stjórnmálahreyfing sem á uppruna að rekja til Bandaríkjanna.
Hreyfingin er mjög dreifstýrt og samanstendur af fjölda sjálfstæðra hópa sem stefna að því að ná markmiðum sínum með því að nota bæði ofbeldislausar og ofbeldisfullar beinar aðgerðir frekar en með umbótum á stefnu. Mesta athygli fjölmiðla vekur ofbeldisaðgerðir hreyfingarinnar.
Stór hluti af antifa pólitískri virkni er þó ekki ofbeldisfullur, felur í sér herferðir veggspjalda og dreifibréfa, gagnkvæma aðstoð, flytur ræður, göngur í mótmælaskyni og endurskipuleggja samfélagið samkvæmt þeirra hugmyndum.
Þeir taka einnig þátt í ákveðinni mótmælatækni og reyna að berjast gegn fasistum og rasistum eins og nýnasistum, hvítum öfgamönnum og aðra öfgamenn til hægri samkvæmt þeira skilgreiningu, og er frábrugðnir öðrum stjórnarandstöðu-hreyfingum vinstri manna vegna vilja þeirra til að takast beint á við öfgahægrimenn og í sumum tilvikum löggæslu.
Þetta felur stundum í sér stafræna aðgerð, einelti, ofbeldi og eignaspjöll gagnvart þeim sem tilgreindir eru tilheyra öfgahægri.Hreyfingin er umdeild fyrir vikið.
Hreyfingin sem slík er ekki gömul og telst hún eiga uppruna sinn að rekja til áttunda áratugarins í Bandaríkjunum en þá kallaði hún sig ,Anti-Racist Action. Meðlimirnir stunduðu að fara á hljómleika ný-nasista og hleypa þeim upp. Upp úr aldarmótin fór lítið fyrir henni en með framkomu Donalds Trumps, hefur henni vaxið ásmegin á ný
Antifa meðlimir segjast vera gegn ný-nasisitum, ný-fasistum, hvítum kynþáttahöturum og kynþáttahatri almennt og nýjasta nýtt er barátta þeirra gegn svo kallaða ,,alt-right sem er stytting á orðinu ,,alternative right eða í lauslegri þýðingu ,,annars konar hægri. Þannig að baráttan hefur orðið víðtækari og náð til þeirra sem teljast til hægri og mörkin óljós.
Antifa meðlimir skera sig úr frá öðrum mótmælendum með því að klæða sig í svört föt, stundum með grímur eða hjálma sem á að skýla auðkenni þeirra frá andstæðum hópum eða lögreglu. Að þessu leyti hafa hreyfingin tekið upp aðferðir andstæðinga sinna en á þriðja og fjórða áratugnum klæddu fasistar og nasistar sig í svört eða brún föt. Svörtu fötin eiga líka að vekja ógn eða ugga í huga andstæðinganna.
Aðferðir Antifa er beinar og oft ofbeldisfullar. Meðlimir hennar stunda að fara á fundi hægri manna og reyna að eyðileggja þá með margvíslegum aðferðum. Það getur verið hróp og köll, kyrjun eða mynda mannlegan vegg og koma í veg fyrir að fundargestir getið horft á eða hlustað á fyrirlesarann flytja mál sitt. Aðrir stunda það að fylgjast með hægri mönnum á netinu og stundum ráðast þeir beint á viðkomandi hægri mann með persónulegum árásum á fjölskyldulíf og það sem almennt telst vera einkalíf viðkomandi.
Antifa hópar styðjast einnig við hefðbundnar aðferðir, svo sem skipulagðar samkomur eða mótmælagöngur. Öfgafyllstu meðlimirnir bera á sig vopn, hnífa, múrsteina, keðjur, piparúða og þeir útiloka ekki ofbeldi þegar þeir fara af stað í aðgerðir.
En hversu ofbeldisfullir eru Antifa hóparnir? Viljir þessara hópa til að beita ofbeldi, afmarkar þá skýrt frá öðrum vinstri sinnuðum aðgerðasinnum en þeir segja að ofbeldið megi skýra að þeir beiti það í sjálfsvörn. Þeir hafa þó dreift og birt skýringarmyndir um hvernig eigi að lemja fasista. Vegna þess hversu fúsir Antifia hóparnir eru að beita ofbeldi (í sjálfsvörn segja þeir), þá eru fáar konur í þessum hópum.
Margar spurningar vakna varðandi þessa hreyfingu sem hefur einhver ítök hér á Íslandi. Svo sem: Hvenær endar vörnin fyrir mannréttindum og ofbeldisdýrkun tekur við? Er réttlætanlegt að berja hægriöfgamenn? Hver var útkoman þegar vinstri aðgerðarsinnar á þriðja og fjórða áratugunum börðust við nasista og fasista á götum úti? Leiddi það ekki til að þeir síðarnefndu notuðu ofbeldið sem afsökun og réttlæting fyrir valdatöku? Höfðu aðferðir Mohandas Gandhi, Nelson Mandela, Dalai Lama, Martin Luther King ekki gefið betri raun?
Bloggar | 1.5.2021 | 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020