Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021
Hin nýja gerð af vísindasagnfræði, sem Robert William Fogel kallar ,,cliometrics, varð til sem undirgrein sagnfræðinnar um 1950.
Þeir sem skrifa vísndasagnfræði, hafa verið flokkaðir undir ,,skóla, en Fogel segir að það hugtak sé villandi, því að aðferðafræði, sjónarhorn og viðfangsefni þeirra er mjög misjafnt.
Sameiginlegt einkenni ,,cliometricians er að þeir styðjast við mælieiningaaðferðir og hegðunarmódel (e. behavioral models) félagsvísinda til þess að rannsaka sögu. Hin klíómetríska nálgunin var fyrst kerfisbundið þróað í hagsögu, en breiddist fljótt út til mismunandi sviða, svo sem mannfjölda- og fjölskyldusögu, þéttbýlissögu, þingsögu, kostningasögu og upprunasögu (e. ethnic history).
Clíómetrinn (e. cliometrician) rannsakar sögu til að leggja grundvöll að módel fyrir mannlega hegðun. Þeir trúa því að sagnfræðingurinn hafi ekkert um það að segja, hvort hann noti hegðunarmódel eða ekki, því að allar tilraunir til að útskýra sögulega hegðun, innihaldi einhverja gerð af módeli. Spurningin sé bara hvort að módelið sé rétt unnið. Þessi nálgun leiðir Clíómetrann stundum til þess að kynna sögulega hegðun með stærðfræðilegar jöfnur og leita að sönnunum, venjulega mælanlegar, með getu til að staðfesta þessar jöfnur eða fella þær. Yfirleitt eru þessar jöfnur einfaldar í gerð en hafa reynst öflugar við að varpa nýju ljósi á fortíðina, mun frekar en hefðbundin frásagnaraðferð. Þetta hefur leitt til þess að túlkun á sumum sögulegum viðburðum hefur verið breitt umtalsvert.
Mestur hluti verks Clíómetrans hefur hingað til verið að gera þessi módel betri úr garði gerð, sem skort í hefðbundinni frásagnaraðferð og halda fram með reynslunni gildi þessara módela.
Í öðru lagi, hefur stærðfræðileg einkenni hjálpað til við bera kennsl á hlaupabreytum í hinnar sögulegu frásagnaraðferð. Vegna ófullkomleika gagna sem oft stuðst er við, hefur það leitt til þess að sagnfræðingar hafa mismunandi skoðun á gildi þessara talna sem koma inn í greiningu þeirra. Það er hins vegar frekar lýsing en greining sem einkennir starf Clíómetrans, þar sem áhersla hefur verið lögð á að komast að því hvað gerðist í raun og veru.
Hugtakið Clíómetri stendur fyrir fræðimann, sem þó nota tölur eða stærðfræðilegar hugmyndir, byggja eftir sem áður rannsóknir sínar á skýrum félagsvísindalegum módelum. Vísindalegur sagnfræðingur lítur venjulega á söguna sem svið sem styðst við félagsvísindi, og halda því fram að greiningarlegar og tölfræðilegar aðferðafræði þessara sviða sem jafn viðeigandi viðfangsefni við rannsókn á fortíðinni og rannsóknir á vandamálum samtíðarinnar.
Hefðbundnir sagnfræðingar eru oft ekki sammála þessu mati. T.d. halda þeir Handlin, Hexter og Elton ásamt fleirum því fram, að sagnfræðin innihaldi sérstaka gerð af hugsunarhætti sem mjög frábrugðið því sem viðgengur í öðrum fræðigreinum.
Margir hefðbundnir sagnfræðingar hættir til að einbeita sér að tiltekinni persónu, stofnun, hugmynd og óendurtekningarlegum atburðum; þeir sem reyna að rannsaka samhangandi fyrirbrigði, styðjast takmarkað við hegðunarmódel og treysta venjulega á bókleg sönnunargögn.
Clíómetrinn hefur hins vegar tilhneigingu til að einbeita sér að samansafn einstaklinga, flokka stofnanna og viðburði sem hægt er að endurtaka; útskýringar þeirra fela oftast í sér nákvæmt tiltekin hegðunarmódel og þeir treysta mjög á mælanleg sönnunargögn. Að sjálfsögðu eru þessar nálganir ekki ósamtvinnanlegar eða svo gagnstæðar að þær fari ekki saman.
Til dæmis myndi hefðbundinn sagnfræðingur vilja vita hvers vegna John Keats dó á þessum tíma, á þessum stað og þessar sérstöku aðstæður sem hann dó undir. Hins vegar myndi félags-vísindalegi sagnfræðingurinn reyna að útskýra orsök dauða meðal Englendinga og hvers vegna dauði sem orsakast af ,,tuberculois var svo tíður á fyrri helmingi 19. aldar.
Clíómetrinn er öðruvísi en félags-vísindalega hefðarsinnar (e. social-scientific traditionalists) að því leitinu til, að hann styðst við félagsvísindalegar kenningar, þó svo að hinir síðarnefndu styðjist við kenningar en hann aftur á móti prófar kenningar sínar vísindalega. Margir halda því fram að formleg próf á kenningum eigi ekki erindi í sagnfræði og neita því að mikilvægar spurningar geti verið svarað með mælanlegum prófum sem eru algeng í clíómetrískum verkum. Í þessu eina atriði, þessi prófun, skilur klíómetrann frá hefðbundnum sagnfræðingi. Aðferðir við staðfestingu sannanna greinir þessa hópa að. Hefðbundnir sagnfræðingar styðjast við aðferðir sem snúa að sérstökum atburðum með sérstökum einstaklingum, heldur en endurtekning atburða sem feli í sér þátttöku stóra hópa af einstaklingum.
Robert William Fogel segir að lokum, að hin klíómetríska nálgun geti verið áhugaverð, jafnvel þótt rétt staðfesti það sem þegar hafi verið uppgötvað með hefðbundinni sögulegri aðferðafræði og beint ljósi að áður huldum hlutum.
Bloggar | 7.4.2021 | 08:07 (breytt kl. 08:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérfræðingar í franskri efnahagssögu hafa ávallt unnið með tölur en síðan um 1930, hefur kerfisbundin notkun mælieiningaráðið ferðinni í þessum fræðum en samt ekki eins mikið og hjá bandarískum ,,econometricians og ,,historio-metricians.
Þessi nýja hagsaga virðist hafa snúist um nokkur lykilhugtök tengdum verðbreytingum. Síðar var þetta tengt við efnahagsvaxtargreiningu með tilliti til eftirspurnar og framboðs-fólksfjölgun, framleiðslu og innkomu.
Faðir þessarar efnahagssögu var Franqois Simiand sem hafði áhrif á heila kynslóð sagnfræðinga sem rannsakaði langtímaáhrif verðhreyfinga. Hann kom með verðmódel sem margir sagnfræðingar notuðu við rannsóknir á miðöldum og nýöld.
Síðan um 1960 hefur hin magnbundna sagnfræði (talnasagnfræði) hlotið nýtt líf með nýjum kenningum um efnahagsvöxt.
Hagsögufræðingar (e. economic historians) og hagfræðingar (e. historical economists) eru oft ekki á sama máli um sama fyrirbrigði. Höfundur tínir til mörg dæmi hvernig tölur hafa verið notaðar í sagnfræðirannsóknum og aðferðafræði sem tengist þessu.
Emmanuel Le Roy Ladurie segist í þessari grein hafa bundið sig við efnahagsögu, þar sem magnbundnar rannsóknir eru bæði undirstöðuatriði, og nú á dögum, viðurkenndar sem slíkar. Tölfræðisaga eða ,,raðsaga (e. serial history) er þetta stundum kallað, hefur breyst út til annarra sviða og spurninga. Til dæmis við trúarbragðasögu og viðhorfasögu (e. history of attitudes). En sérstök rannsóknarsvið, hafa hingað til ekki stuðst við talnasagnfræði, eins og til dæmis söguleg sálfræði en þeir sem skrifa slíka fræði eru reyndar enn að finna rétta aðferðafræði fyrir rannsóknir sínar.
Emmanuel Le Roy Ladurie segir að vissar varúðarráðstafanir verði að gera þegar tölur eru annars vegar, því annars er hægt við að útkoman verði fáranleg. En hann segir að jafnvel í sagnfræði sem hingað til hafi sleppt talnafræði, þá komi að því að sagnfræðingurinn verði skrá hjá sér tíðni, mikilvægar endurtekningar eða prósentuhlutfall. Slíkur útreikningur gæti reynst vera mikilvægur og varpað nýju ljósi á rannsóknir sem hingað til virðast ekki gefa mikið nýtt af sér.
Að lokum segir Emmanuel Le Roy Ladurie, að í sinni grófustu mynd, megi segja að saga sem sé ekki mælanleg, geti ekki kallast vísindaleg.
Bloggar | 5.4.2021 | 12:54 (breytt kl. 13:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óvenjuleg rússnesk heimildarmynd frá 2006 var nýlega þýdd á ensku og birti nýjar upplýsingar um leiðangur bandaríska sjóhersins á Suðurskautslandinu 1946/47. Upphaflega leiðangursáætlun gerði ráð fyrir leiðangurinn stæði í hálft ár.
Vísindaleiðangurinn, en þetta átti að kalla að vera vísindaleiðangur, var opinberlega kallaður ,,Þróunaráætlun Bandaríkjahers á Suðurskautssvæðinu og hlaut verkheitið Highjump eða hástökk.
Sjóþáttur aðgerðarinnar Highjump var þekktur sem verkefnahópur 68 og samanstóð af 4700 hermönnum, einu flugmóðurskipi (USS Philippine Sea eða USS Filippseyjahaf) en skipið var meðal stærstu flugmóðuskipa þess tíma, auk fjölda stoðskipa og flugvéla.
Stýrði sjóherleiðangrinum hinn frægi norðurskautakönnuður, Richard Byrd aðmíráll, sem hafði verið skipað að þétta og framlengja fullveldi Bandaríkjanna yfir stærsta hagnýta svæði heimsálfunnar á Suðurskautinu.
Leiðangri Richard Byrds lauk eftir aðeins 8 vikur með mörgum dauðsföllum samkvæmt fyrstu fréttum sem byggðar voru á fréttum á viðtölum við áhafnarmeðlimi sem ræddu við fjölmiðla þegar þeir fóru um hafnir Síle.
Frekar en að neita frásögnunum um mikið mannfall, opinberaði Richard Byrd aðmíráll í blaðaviðtali að aðgerðahópur 68 hefði lent á móti nýjum óvini sem gæti flogið frá póli til póls á ótrúlegum hraða.
Yfirlýsingar Richard Byrds aðmíráls voru birtar í síllískum fjölmiðlum en aldrei staðfestar opinberlega af bandarískum yfirvöldum. Stílfærð frásögn hans birtist í El Mercurio 1947 og þar varaði hann við að loftárás á Bandaríkin gæti hafist frá pólsvæðunum. Til eru kvikmynd úr leiðangrinum sem bandaríski flotinn kallaði ,,The Secret Land".
Reyndar talaði Byrd ekki aftur við fjölmiðla um aðgerðina Highjump og lét vísindamenn eftir að velta því fyrir sér í áratugi hvað raunverulega gerðist og hvers vegna Byrd var þaggaður niður eða hann lét ekki heyra í sér aftur um málið.
Eftir sovéska hrunið árið 1991 sendi KGB frá sér flokkaðar skrár sem varpa ljósi á hinn dularfulla flotaleiðangurs Byrd til Suðurskautslandsins.
Rússnesk heimildarmynd frá 2006, var nýlega þýdd á ensku og opinberaði í fyrsta skipti leyniskýrslur sovésku leyniþjónustunnar frá 1947, sem Joseph Stalín lét vinna vegna leiðangurshóps 68 til Suðurskautslandsins.
Leyniþjónustuskýrslan, sem safnaði upplýsingar frá njósnurum Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, leiddi í ljós að bandaríski sjóherinn hafði sent herleiðangurinn til að finna og eyðileggja falda herstöð nasista.
Á leiðinni mættu flotinn dularfullri sveit meintra UFO eða fljúgandi diska eins og óþekkt flugför eru nefnd á íslensku, sem réðst á herleiðangurinn og eyðilagði skip og töluverðan fjölda flugvéla. Reyndar hafði aðgerð Highjump orðið fyrir mannfalli eins og fram kemur í fyrstu fréttaskýrslum frá Síle, um það er ekki deilt.
Þó að það sé möguleiki að skýrslan hafi stafað af bandarískum misupplýsingum, sem gefnar voru til þekktrar sovéskra uppljóstrara, er líklegri skýringin sú að skýrslan afhjúpar fyrsta sögulega atvikið sem varðar bardaga milli bandarískra flotasveitar og óþekktra sveitar loftfara sem var staðsett nálægt Suðurskautslandinu.
Það er söguleg staðreynd að Þýskaland nasista helgaði verulegum mannafla til könnunar Suðurskautslandsins (og í Asíu) og kom á fót fyrir stríð aðstöðu þar með fyrsta verkefni sínu sumrin 1938 og 1939.
Samkvæmt yfirlýsingu Donitz, yfiraðmíráls, árið 1943, ,,...er þýski kafbátaflotinn stoltur af því að hafa byggt fyrir Führer - Foringjann, í öðrum heimshluta, Shangri-La land, sem væri órjúfanlegt vígi.
Ef virkið eða vígstöðin var á Suðurskautslandinu, var það þá reist af nasistum eða uppgötvað þar?
Eftir ósigur Þýskalands nasista, samkvæmt ýmsum heimildum, sluppu úrvalsvísindamenn og leiðtogar nasista til þessa óvinnandi virkis með kafbátum, þar af áttu tveir í erfiðleikum og gáfust upp í Argentínu, sem er söguleg staðreynd.
Í leyniþjónustuskýrslu Sovétríkjanna kom fram áður óbirt vitneskja um vitnisburð tveggja hermanna bandaríska sjóhersins um aðgerðir Highjump. Nýleg grein í New Dawn eftir Frank Joseph gefur ítarlega greiningu á frásögnum sjónarvotta tveggja, en aðeins sú síðarnefnda var nefnd í rússnesku heimildarmyndinni frá 2006.
John P. Szehwach, loftskeytamaður sem staðsettur var í USS Brownson, bar vitni um hvernig óþekkt loftför birtust skyndilega upp úr hafdjúpinu. 17. janúar 1947 klukkan 07:00 sagði Szehwach: ,,Ég og skipsfélagar mínir voru staddi í stýrishúsinu, stjórnborðamegin, sáum við þá í nokkrar mínútur björt ljós sem fóru mjög hratt upp í himininn um 45 gráður. Við gátum ekki auðkennt ljósin, því ratsjáin okkar var takmörkuð við 250 mílur í beinni línu.
Næstu vikurnar, samkvæmt sovésku skýrslunni, flugu óþekktu flugförin nærri bandaríska flotann sem skaut á óþekktu flugförin sem hefndi sín með banvænum áhrifum.
Grípum í frásögn John Sayerson flugstjóra flugbáts: ,,Hluturinn skaust lóðrétt upp úr vatninu með gífurlegum hraða, eins og eltur af djöfulinum, og flaug á milli mastranna [skipsins] á svo miklum hraða að útvarpsloftnetið sveiflaðist fram og til baka í ókyrrðinni. Flugvél [Martin-flugbátur] frá Currituck sem fór í loftið örfáum augnablikum seinna var slegin niður, með óþekktri gerð af geisla, frá hlutnum og hrapaði næstum samstundis í sjóinn nálægt skipi okkar. Í um það bil tíu mílna fjarlægð braust út bál í tundurskeytabátunum Maddox og byrjaði að sökkva. Eftir að hafa persónulega orðið vitni að þessari árás hlutarins sem flaug upp úr sjó, get ég ekki sagt annað en að það hafi verið ógnvekjandi.
Það er eitt stórt vandamál með vitnisburð Sayerson. Enginn tundurskeytabátur að nefndur Maddox hefur verið í bandaríska sjóhernum. Í rússnesku heimildarmyndinni vísar atvikið sem lýst er af Sayerson (misritað Sireson) í staðinn til tundurspillinn (sérstök gerð af herskipi sem beint er gegn kafbátum) Murdoch.
Það var þó enginn tundurspillir að nafni Murdoch virkur í flota Bandaríkjanna árið 1947. Í staðinn var til tundurspillir að nafni Maddox (DD-731), en hann þjónaði ekki í aðgerðinni Highjump. Reyndar var USS Maddox tundurspillirinn sem skotið var á í Tonkin flóanum árið 1964 í Víetnam.
Samkvæmt Frank Joseph var USS Maddox annaðhvort tundurskeytabátur eða tundurskeytaberandi tundurspillir. Hann heldur áfram að útskýra hvað kann að hafa gerst við Maddox sem getið er um í skýrslu Sovétríkjanna: ,,USS Maddox var vissulega sökkt vegna aðgerða óvinarins, en fimm árum áður af þýskri spengjuflugvél í innrás bandamanna á Sikiley. Í raun voru til að minnsta kosti þrír bandarískir tundurspillar nefndir þessu skipsheiti (DD-168, DD-622 og DD-731) allir til samtímis."
Bandaríski sjóherinn hefur lengi verið alræmdur fyrir að falsa auðkenni skipa sinna og endurskrifa sögu sína ef eitthvað varpar skugga á opinbera frásögn. Þannig séð líka, gæti Maddox, sem njósnarar Sovétríkjanna vitna til, hafið á sama hátt verið þurrkað úr minningunni.
Ef Joseph hefur rétt fyrir sér, þá er mögulegt að herskipið USS Maddox hafi verið eyðilagt í aðgerðum Highjump og bandaríski flotinn breytt opinberum skrám til að fela þetta.
Önnur skýring er sú að sovéska skýrslan frá 1947 innihélt bandarískar misupplýsingar sem voru sendar sovéskum yfirvöldum af sovéskri uppljóstrunum sem þekktir voru innan bandaríska leyniþjónustusamfélagsins og notaðir í þeim tilgangi.
Þótt það sé hugsanlegt er þetta mjög ólíklegt í ljósi þess að Bandaríkin og Sovétríkin voru enn bandamenn þegar aðgerðin Highjump stóð yfir og báðir höfðu sameiginlegan áhuga á að finna og eyðileggja huldar herstöðvar nasista í Suður-Atlantshafi.
Eyðileggingartæknin sem óþekktu loftförin notuðu í leyniþjónustuskýrslu Sovétríkjanna var ekki eitthvað sem hafði verið þróað af sigruðum nasistum sem höfðu aðeins skömmu áður neyðst til að hörfa til Suður-Atlantshafsins.
Svo virðist sem óþekktu loftförin hafi ekki verið ætlað að tortíma verkefnahópinn 68 heldur einungis að neyða hann til að hörfa aftur.
Spurningar vakna. Svo sem voru óþekkt loftförin að vernda nasista sem hörfuðu og/eða eigin veru þeirra á Suðurskautslandinu?
Var skýrsla Stalín-tímabilsins vísvitandi borin til sovéskra yfirvalda af leyniþjónustu Bandaríkjanna?
Líklegasta svarið er að skýrsla Sovétríkjanna sem gefin var út í rússnesku heimildarmyndinni 2006 var efnislega rétt, a.m.k. einhverju leyti. Þetta bendir til þess að fyrstu fréttaskýrsla Byrds aðmíráls hafi verið nákvæm og nýr óvinur sem gæti flogið frá póli til póls" á ótrúlegum hraða hafði komið fram.
Mikilvægast er hafa í huga að sveit óþekktra loftfara hafði veitt bandaríska sjóhernum mikla skammveifu og mannfalli og hann verið getulaus taka á móti og orðið að hörfa.
Fyrsta orrusta heims, sem vitað er um, sem er ekki sannað né viðurkennt opinberlega, milli Bandaríkjahers og flota óþekktra loftfara með aðsetur nálægt Suðurskautslandinu átti sér líklega stað árið 1947 og almenningur hefur aldrei fengið að vita af því fyrr en nú.
Þessi frásögn virðist vera blanda af raunveruleika og veruleika sem er ekki viðurkenndur í samfélagi dagsins í dag. Það kann þó að vera að breytast.
Það er athyglisvert að FBI, CIA, Pentagon, bandaríski flotinn og sérstaklega bandaríski flugherinn hefur verið að birta síðustu misseri myndir af viðureign eða réttara sagt eltingaleik orrustuflugmanna við óþekkt loftför sem fara á ógnarhraða og sum virðast koma úr hafdjúpinu, líkt og í frásögninni hér að ofan.
Hér koma nokkrar nýlegar fréttir tengdar óþekktum loftförum:
https://www.foxnews.com/tech/ufo-theories-pentagon-chief-report
https://www.foxnews.com/us/fbi-american-airlines-ufo-new-mexico-investigation
https://www.foxnews.com/science/cia-release-ufo-documents-real-life-x-files
Bloggar | 2.4.2021 | 21:37 (breytt 3.4.2021 kl. 12:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020