Skólakerfi í vanda

Skólakerfið hefur verið í fréttum undanfarið. Talað hefur verið um einkunnarkerfið og lélegan námsárangur nemenda.

Of margir nota kennsluaðferðir sem litlu skila

Skýr af­staða lands­manna um hvort ein­kunnir eigi að vera í tölum eða bók­stöfum

Byrjum á einkunnarkerfinu. Í dag eru einkunnir í grunnskóla gefnar í bókstöfum. Hæðsta einkunnin er bókstafurinn A, sem þýðir á mannamáli framúrskarandi árangur og meiri en beðið var um. Einkunnin B+ er í raun hæðsta einkunnin sem nemendur fá og er í raun villandi. Flestir halda að þett sé bara B einkunn en er í raun besta sem hægt er að fá.  Svo er misjafnt hvort skóla gefa einkunnir eins og C+, en einkunnarkvarðinn er þessi: A, B+,B,C, C+ og D.  En bókstafirnir einir segja litla sögu, heldur hæfnisviðmiðin sem eru á bakvið bókstafina.

Hér er yfirlit yfir núverandi kerfi fyrir einkunnagjöf með bókstöfum í íslenskum grunnskólum (fyrir 4.–10. bekk) og hvað þessir bókstafir merkja, samkvæmt matsviðmiðum aðalnámskrár.

Hvað er "hæfnieinkunn"?

  • Frá og með vorinu 2016 skulu nemendur í 10. bekk fá vitnisburð þar sem notaðir eru bókstafir í fimm (og/eða fleiri) námsgreinum/greinasviðum. (vefir.mms.is)

  • Einkunnirnar eru A,B+, B, C+, C og D. 

Merking bókstafa

Hér eru skilgreiningar á hverjum bókstaf samkvæmt mms.is:

Bókstafur    Skýring    (hæfni/framistaða)
AFramúrskarandi hæfni og frammistaða miðað við matsviðmiðin í námsgrein/greinasviði. 
BGóð hæfni og frammistaða miðað við matsviðmiðin.
CSæmileg hæfni og frammistaða miðað við matsviðmiðin. 
DHæfni eða frammistaða sem er ábótavant miðað við matsviðmiðin. 
B+Nemandi sem hefur náð flestum matsviðmiðum B og hluta matsviðmiða A; er nær því að uppfylla A en er í B sviðinu. 
C+Nemandi sem hefur náð flestum matsviðmiðum C og hluta matsviðmiða B; er nær því að uppfylla B en er í C sviðinu.
Svo er hvert próf og prófsatriði, sama hvaða námsgrein það er, metið samkvæmt hæfnisviðmiði. Þetta er nokkuð nákvæm einkunnargjöf en eina sem nemendur og foreldrar sjá eru bókstafirnir og skilja ekki matið á bakvið þá. 
 
Ef menn vilja taka upp matskvarðan 0-10 aftur, þá væri sniðugt að hafa sömu hæfnisviðmið og er í núverandi kerfi.  Allir, foreldrar, nemendur og kennarar skilja þar með kerfið.
 
Að lokum, varðandi lélegan árangur nemenda. Annað hvort er núverandi kynslóð verr gefin eða eitthvað er að í skólakerfinu. Ritari hallast að því síðar nefnda.
 
Of lítil áhersla er á íslenskukennslu og sérstaklega á tvo megin þætti sem er grunnvöllur alls náms: Stafsetning og orðaforði.  Sérstaklega er orðaforða vandinn mikill og ástæðan fyrir að krakkar koma illa læs úr grunnskólum.  Hvers vegna? Jú, krakkar eru hættir að lesa bækur og skólar bæta ekki úr með meiri íslensku kennslu. Einfalda á málfræðina en krakkarnir fá reyndar ágæta kennslu í henni, en það er ekki nóg ef þau skilja ekki daglegan orðaforða, hvað þá tæknilegan eða opinberan orðaforða. 
 
Svo er það tapúið (?), mikill fjöldi erlendra nemenda sem eru illa mæltir, skrifandi og lesandi á íslensku. Allur þessi fjöldi er sligandi á skólakerfið og er truflandi fyrir almenna kennslu íslenskra nemenda. Betra væri að þessi nemendur fái forskóla, meiriháttar kennslu í íslensku í a.m.k. tvö ár, áður en þeir fari inn í grunnskóla landsins.
 
 
 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband