Varðmenn Íslands

Í gær var lítil frétt í íslenskum fjölmiðlum um stofnun samtaka sem ber heitið Varðmenn Íslands. Sjá slóð: Varðmenn Íslands

Tveir einstaklingar standa að þessari stofnun, Arnór Sigurjónsson og Daði Freyr Ólafsson.

Markmið þessara samtaka er samkvæmt eigin orðum "...leggja grunn að hreyfingu sem setur öryggi og framtíð Íslands í forgang. Við undirbyggjum stofnun íslensks hers og setjum á fót traust samtök sem verða vettvangur umræðu, fræðslu og áhrifa á þjóðaröryggisstefnu."

Nú kann einhver að segja, höfum við ekki sambærileg samtök sem heita Varðberg? Fyrir þá sem ekki þekkja, þá segja þau samtök um sjálfa sig að þau séu "...samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál er félag sem stofnað var á fjölmennum fundi á Hótel Sögu fimmtudaginn 9. desember árið 2010. Með félaginu runnu tvö félög: Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg saman í eitt.

Samtök um vestræna samvinnu (SVS) voru stofnuð 19. apríl 1958. Knútur Hallsson, síðar ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins, kynntist samtökunum Atlantic Treaty Association (ATA) snemma árs 1958 á fundi í París en þau störfuðu sem samtök almennra borgara til stuðnings Atlantshafsbandalaginu, sem stofnað hafði verið árið 1949....Varðberg, félag ungra áhugamanna um um vestræna samvinnu, var stofnað 18. júlí 1961 og stóðu ungir menn úr Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að stofnun félagsins. Í frétt um stofnfundinn í Morgunblaðinu 21. júlí segir að nafn félagsins beri vott „þeim einbeitta ásetningi félagsmanna að standa vörð um lýðræðislega stjórnarhætti í samstarfi við þær menningarþjóðir, sem okkur eru skyldastar."

Öll þessi samtök segja fyrir hverju þau standa.  SVS voru í raun stuðningssamtök NATÓ og gamla Varðberg í grunninn vestræn lýðræðissamtök en nýju samtökin - Varðmenn Íslands - beinlínis segjast ætla að stofna íslenskan her. Í dag eru því tvö samtök til, Varðberg og Varðmenn Íslands. Geta þessi samtök ekki unnið saman? 

Nei, Varðberg hefur aldrei stigið skrefið og sagst ætla að stofna íslenskan her. Varðmenn Íslands hafa raunmarkmið, ekki aðeins að vera vettvangur fréttabréfa og erinda og vera talsmenn NATÓ.

Sá sem hér skrifar, tók upp hjá sjálfum sér að berjast fyrir stofnun Varnarmálastofnun og reifaði fyrst á blaði þá skoðun í Morgunblaðinu 2005. Varnarmálastofnun Íslands (VÍ) var svo stofnuð 2008 og varð skammlíf, en í tilkynningu Utanríkisráðuneytisins 4. desember 2009 var tilkynnt um aflagningu stofnuninnar. Þetta voru mikil mistök og fyrir því eru margar ástæður sem ritari reifaði í blogggrein 2022. 

Ritari skrifaði eftirfarandi: 

"Það er ljóst að varnarmál Íslands eru olnbogabarn í íslenska stjórnkerfinu og mikil mistök að leggja niður fagstofnun eins og Varnarmálastofnun Íslands er. Ég hef margoft rætt um nauðsyn að hafa slíka stofnun og tínt til margar ástæður. Meðal annars þarf slík stofnun að sinna verkefnum á borð við:

1) Sjá um rekstur varnarmannvirka.

2) Samskipti við önnur NATÓ-ríki og framkvæmd varnaræfinga.

3) Rannsóknir og eigið mat Íslands á eigin varnarþörfum!

Varnarmálastofnun Íslands aflögð - stjórnsýslan veit ekki hvað á að gera við verkefni hennar

Í stuttu máli segir greinin að stjórnsýsluvandi hafi skapast við niðurlagningu stofnuninnar, sem var fyrir hendi áður en hún var stofnun. Það er að verkefni varnarmála fellur undir svið þriggja stofnuna, Landhelgisgæslu Íslands (LHG), Ríkislögreglustjóra og Utanríkisráðuneytisins.  Valdsviðið er óljóst og í dag, er LHG í verktöku fyrir Utanríkisráðuneytisins í stað þess að gera Landhelgisgæsluna að herstofnun. Þessi stjórnsýsluvandi er viðvarandi.  

Þegar Úkraínustríðið hófst, rönkuðu stjórnmálamenn úr rotinu, og sögðu við sjálfa sig, við vitum ekki neitt!  Við getum ekki viðurkennt að við gerðum mistök við niðurlagningu Varnarmálastofnunar Íslands, hvað gerum við þá?  Jú, búum til þekkingu með stofnun Rannsóknarsetur öruggis- og varnarmála undir hatt Háskóla Íslands. Eftir meðferð innan Alþingis, varð ljóst að hugmyndin var fædd andvana. Auk þess getur slíkt setur ekki sinnt stjórnsýsluþættinum sem VÍ sinnir.

Svona er staðan í dag.  Núverandi stjórnmálaflokkar með vota ESB drauma, vilja þröngva Íslendinga í evrópst varnarsamstarf sem er í skötulíki og kemur aldrei í stað NATÓ. 

Lágt framlag Íslands til eigin varnarmála er farið að vekja athygli æðstu ráðamanna, m.a. forseta Bandaríkjanna, og íslenskir ráðamenn reyna að klóra í bakk og segjast ætla að hækka framlög ti varnarmála úr 0,14% í 1,5%. Þetta er mikið fé, ef af verður, verður að ráðstafa þessu fé vel. Ævintýralegar hugmyndir eru um að tengja varnartengdum framlögum við alls kyns gæluverkefni, s.s. vegagerð o.s.frv.

Ritari er sammála stofnendum Varðmanna Íslands um að eitthvað raunhæft þarf að gera, ekki bara boða til kjaftafunda samtaka og halda kaffifundi innan Þjóðaröryggisráðs Íslands.

En það er ekki sama hvað leið er farin ef íslenskur her verður stofnaður. Ritari horfði á bíómyndina um hershöfðingjann Douglas Macarthur á sínum tíma. Þar kom fram merkileg afstaða Japana, en hann varð ríkisstjóri Japans eftir stríðið, en þeir vildu ekki stofna hefðbundinn japanskan her, heldur varnarher sem stofnun og fest væri í stjórnarskrá landsins (e. Japan Self-Defense Forces). Tilgangurinn var að heyja aldrei aftur stríð erlendis, aðeins að verja Japan.  Friðelskandi Íslendingar geta farið sömu leið og stofnað heimavarnarlið eða Varnarlið Íslands og bundið það í stjórnarskrá Íslands að tilgangurinn sé sá eini að verja Íslands. Um það geta allir Íslendingar verið sammála. 

Lokaorð: Úthýsun varna Íslands til erlendra ríkja með aðra hagsmuni, getur farið gegn hagsmunum Íslands. Landið getur dregist í átök sem koma hagsmunum Íslands ekkert við. Íslenskum ráðamönnum ber fyrst og fremst skylda að vera fulltrúar Íslendinga; vera í erlendum bandalögum á aðeins að styðja þá skyldu. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband