Í dag eru 2 ár síðan Hamas réðst á Ísrael - hvers er að minnast?

Í dag, 7. október 2025, er liðin tvö ár frá því að Hamas hóf árásir á Ísrael, sem leiddi til þess að Ísrael hóf umfangsmikla hernaðaraðgerðir í Gaza. Nenni ekki að fara í gírinn: Ísraelsmenn eru vondir eða Palestínumenn eru vondir eins og allir virðast gerast.

Staðreyndin er að þarna fór af stað atburðarás sem sér ekki fyrir endan á.  Valdajafnvægið í Miðausturlöndum hefur raskast. Íran virðist koma veikara út úr þessum átökum, Hisbollah samtökin líka sem og Hamas...en nú erum við í miðri atburðarás og hver veit hver niðurstaðan verður. Þegar þetta er skrifað virðist sem friður sé að komast á. Langvarandi niðurstaða getur verið styrkt staða Ísraels og Sádi Arabía bætist í Abraham friðargjörðina og þar með styrkist friðurinn. En þetta eru Miðausturlönd og er nokkurn tímann langt tímabil friðar þarna? 

Helsta heimild hér er Reuter og The Guardian.  

Svona er atburðarásin á þessum tveimur árum: Þann 7. október 2023. Hamas og aðrar palestínskar vopnaðar hópar réðust á suðurhluta Ísraels, þar sem um 1.200 manns, þar af 815 borgarar, létust. Ísraelski herinn hafði umfangsmiklar loftárásir og jarðhernað í Gaza, sem hefur staðið yfir síðan þá.

Yfir 67.000 Palestínumenn hafa fallið, þar af um 20.000 börn. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá varnarmálaráðuneyti Ísraels hafa 1.152 ísraelskir hermenn fallið í átökunum síðan 7. október 2023, þar af eru 487 undir 21 árs aldri.

Um 193.000 byggingar í Gaza hafa verið skemmdar eða eyðilagðar, þar á meðal 213 sjúkrahús og yfir 1.000 skólar.   Aðeins 14 af 36 sjúkrahúsum eru að hluta til í notkun, með alvarlegum skorti á læknum og lyfjum. Reuters Yfir 417.000 manns hafa flúið heimili sín frá því í ágúst 2025.

Fæðuskortur hefur leitt til þess að að minnsta kosti 177 manns hafa dáið úr hungri, og yfir 60% ólétra kvenna og nýbakaðra mæðra eru vannærðar. Reuters

Óbeinar viðræður eru í gangi í Egyptalandi með þátttöku Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands til að ná fram vopnahléi. Ágreiningur stendur um afvopnun Hamas og fullkomna tilbakadrátt Ísraels úr Gaza. The Guardian

Um 745.000 nemendur eru ekki í skóla vegna eyðileggingar á menntastofnunum. Margar menningarminjar hafa verið eyðilagðar, sem hefur áhrif á þjóðlega sjálfsmynd Palestínumanna.

Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað Ísrael um þjóðarmorð vegna umfangsmikillar eyðileggingar og mannfall.  Kardínáli Pierbattista Pizzaballa, leiðtogi kaþólskra í heilögum löndum, hefur hvatt kristna til að stuðla að sátt og friði í kjölfar átaka.

Þetta er bara afleiðingar átaka á Gaza en stríðið hefur verið háð á mörgum vígvöllum, í Líbanon með tilheyrandi mannfalli, Jemen með tilheyrandi mannfalli og í Íran með tilheyrandi mannfalli og í Ísrael með tilheyrandi mannfalli.

Stríð er eins og slys, það skiptir kannski ekki öllu máli hver hóf átökin, heldur að koma í veg fyrir frekari slys - lesist átök. Svo er hægt að deila og benda á sökudólg átakanna um ókomna framtíð.  

Minni á að það eru önnur ljót átök í gangi sem fá litla athygli víðsvegar um Afríku. Hvers vegna?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef skrifað um það hérna á "blogginu" að 90 -95% þeirra sem falla á Gaza eru konur og börn, vegna þess að karlmennirnir skríða ofan í "ormagöngin" sem Hamas-liðar hafa grafið undir Gaza,svo þegar árásin er yfirstaðin þá koma þeir upp og grenja fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar yfir því að konan og börnin hafi farist í árás Ísraelsmanna.  "En þetta má ekki tala um"............

Jóhann Elíasson, 7.10.2025 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband