Enn heldur farsinn áfram með listamannalaun eða rithöfundalaun nánar til tekið. Stefán Einar Stefánsson fær það enn óþvegið fyrir að voga sér að gagnrýna útdeilinu þessara gæða sem fáir fá en margir vilja.
Andri Snær "Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið" er búinn að svara og nú síðast Gunnar Helgason Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu
Báðir aðilar fara auðljóslega í manninn en ekki málið sem er verið að ræða og hvað er það? Jú, listamenn eru að fá tugir milljóna króna úr almannasjóðum, sem við skattgreiður borgum í og eigum rétt á að vita hvernig fénu er ráðstafað. Þetta er réttlætismál innan rithöfundastéttarinnar (þar sem sumir virðast vera áskrifendur) og réttur skattborgaranna að skattfénu sé ekki sólundað. Stefán var ekki að tala neitt um aumingjaspjald, aðeins Gunnar Helgason. Ekki heldur Gunnar að rithöfundar séu aumingjar?
Efnislega geta þessu færu rithöfundar, með sínu miklu rithæfileika mótmælt efnistökum sem er; er réttlætilegt að listamenn séu á spenanum hjá Jóni og Gunnu, skattborgurum og hvers vegna svona "vinsælir" rithöfundar þurfa meðgjöf á meðan aðrir óþekktir geta skrifað bækur (í frítímum)? Dragast sölutekjur (sem ættu að vera háar, því jú þeir eru "vinsælir" rithöfundar) frá ölmusunni?
Umræðan, ef kallað má umræðu, virðist vera meira skítkast, er á lágu plani. Það má til dæmiis ræða, ef menn vilja yfir höfuð hafa þetta kerfi áfram, hvort það séu ekki aðrar leiðir til að dreifa styrkjunum og efnilegir rithöfundar komist að kökunni?
Grípum niður í umræðuna, sem ber vitni um gæði hennar! Hér er vísað í orð Gunnars Helgasonar: "En ekki af honum sko, Stefáni en Stefán kallaði bróður minn hrotta og ofbeldismann og ég veit ekki hvað hann hefur kallað aðra. Það hefur enginn sagt svoleiðis við Stefán, og þetta er svo skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu þegar þú ert sá sem ert að ráðast á," sagði Gunnar sem sagði leiðinlegt að nota nafn Charlie Kirk í þessari umræðu. Skilur einhver hvað hann er að segja?
Þetta les borgarinn með morgunkaffinu og hristir höfuðið, fer út í umferðina, þar sem borgaryfirvöld gera hvað sem þau geta til að leggja stein í götu hans á leið til vinnunnar, og heldur áfram að hrista höfuðið yfir gáfnafar elítunnar sem hann þarf að vinna fyrir þann daginn... alla leiðina.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.10.2025 | 09:18 (breytt kl. 09:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Október 2025
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þeir "rithöfundar", sem ekki geta framfleitt sér og fjölskyldu sinni af sölu bóka sinna, eiga hreinlega að fara að vinna við eitthvað annað. Af hverju er þetta kölluð "RITHÖFUNDALAUN en ekki "RITHÖFUNDABÆTUR"??????????
Jóhann Elíasson, 4.10.2025 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning