Það vekur athygli að Play var búið að koma sínum málum í hús með því að koma flugrekstrinum til Möltu. Þeir vissu lengi vel að svona gæti og voru búnir að koma flest sín mál í höfn, þar á meðal fjárfestingar.
Ætli það hafi ekki verið Ameríkuflugið sem fór með bæði flugfélögin á hausinn. WOW riðaði til falls er það reyndi að koma á fót flugi til vesturstrandar Bandaríkjanna sem er glapræði fyrir lágfargjalda flugfélag. Flugið er of langt. Gæti gengið upp til austurstrandar. Tökum dæmi. Ein flugvél með áhöfn flýgur til Glasgow. Flugið er um 2-3 klst. Sama flugvél flogið til Orlando, Flórida. Flugið tekur rúmlega 6 klst. Boeing 737 Max tekur um 200 farþega (fer eftir þéttleika sætaraða). Niðurstaðan er að hægt er að fara þrjú flug til Glasgow með sömu flugvél og áhöfn og 600 farþegar þegar á sama tíma er aðeins hægt að fljúga með 200 farþega til Flórída. Auðvitað er hér ekki tekið með bakflug en reikniformúlan stendur.
Sum sé, bæði félög byggðu reksturinn á því að flytja farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna/Kanada með millilendingu í Keflavík. Þetta er mjög brothætt viðskiptalíkan fyrir lítil félög, þarfnast mikillar nýtingar á flugvélum, mikillar farþegafjölda til að fylla bæði leiðirnar inn og út og stendur/fellur með smáum frávikum í bókunum eða eldsneytisverði.
Önnur mistök sem bæði flugfélögin gerðu, of hraður vöxtur. WOW jók flugvélaflotann og áfangastaðina gríðarlega hratt eftir 2015 og brenndi sig með skuldir. Glapræði var að fara í breiðþotur sem eru dýrari í rekstri en minni vélarnar. PLAY vildi vaxa á svipaðan hátt, með marga áfangastaði í Evrópu og N-Ameríku, áður en reksturinn var nægilega stöðugur til að bera kostnaðinn.
Svo er það að fara af stað með of lítið fjármagn. Leikmaður eins og ritari sá þetta hjá Skúla og hafði á orði að sama væri í gangi hjá Play. Hvorugt félagið hafði mikinn fjárhagslegan stuðning eða stóran varasjóð til að mæta áföllum. Þegar bókanir lækkuðu, kostnaður rauk upp eða fjármögnun þraut, var ekki svigrúm til að laga stöðuna. Flugrekstur er eins og sjoppurekstur, þarf mikla yfirlegu, fjölda viðskiptavina og hægfara stækkun. Álagningin í báðum tilfellum er það lítil að ekkert má út af bregða.
Svo er það að lággjalda líkanið gengur illa upp á löngum leiðum. Lág fargjöld á löngum leiðum (transatlantic) eru mjög erfið í rekstri. Félögin þurftu samt að bera allan kostnað af flugvélaleigu, eldsneyti, áhöfnum og viðhaldi. Hver sætiseining (CASK) varð of dýr miðað við það sem farþegar voru tilbúnir að greiða.
Þriðju stóru mistökin hjá báðum flugfélögum var hraði endurskipulagningu var of hægur. WOW reyndi að leita fjárfestinga og draga úr leiðum í lokin, en allt kom of seint. PLAY reyndi líka að breyta áherslum yfir í sólar dvalarstaði og leigu útgerð (ACMI), en sú breyting kom þegar félagið var þegar á fallandi fæti.
Niðurstaðan sem ritari dregur af þessu, er að byrja ekki flugrekstur nema að geta þolað langan taprekstur. Einbeita sér að styttri ferðum sem þýðir meiri veltu á flugvélum og áhöfnum. Miðaverðið var of lágt. Hef það á tilfinningunni að farþegar hefðu viljað borga nokkur þúsund krónur meira á miðann til að komast í beinu flugi á áfangastað.
En annars væri niðurstaðan, að fara aldrei í flugrekstur. Til þess er alþjóðleg samkeppnin of mikil.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | 1.10.2025 | 09:32 (breytt kl. 09:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Október 2025
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning