Fyrir hverju stendur Miðflokkurinn og hvers konar flokkur er hann?

Óðinn Þórisson spyr þessarar spurningar hér á Moggablogginu. Þetta er góð spurning og verður henni reynt að svara hér í grófum dráttum.

Fyrir ritara er Miðflokkurinn raunsæisstefnuflokkur í anda Helmut Schmit f.v. Þýskalandskanslara. Fylgt er raunsæislegri stefnu í öllum málaflokkum en ekki eftir hugmyndafræði (oftast úreldri eins og sósíalistastefnan er enda frá miðri 19. öld og á ekkert erindi við 21. öldina).

Raunsæisstefna getur ein sér reynst vitlaus ef engin áttaviti er fyrir hendi. Hjá Miðflokknum er áttavitinn borgaraleg stefna og gildi, kristin grunngildi, lýðræði og verndun íslenskrar menningar og tungu og flokkurinnn styður kapitalískt hagkerfi. Með öðrum orðum er Miðflokkurinn hreinn og beinn íslenskur stjórnmálaflokkur fyrir íslenskar aðstæður. Að þessu leyti sker flokkurinn sig frá flestum íslenskum stjórnmálaflokkum. 

Illu heilli og minningar voru til dæmis Píratar anarkistar í grunninum. Þeir eru bara til í martröðum kjósenda. VG ætlaði að vera harðlínu vinstri flokkur með grænu kryddi sem fékk fólk til að svelgjast á og hnerra. Samfylkingin er hreinn borgaralegur sósíalistaflokkur, sem aðhyllst blandað hagkerfi og miklum ríkisafskiptum. Kjörorðið er: Meiri skatta á þá sem afla, látum þá sem ekki afla fá afraksturinn.

Framsóknarflokkurinn var upphaflega flokkur dreifbýlisins en er nú á einskismanna landi, týndur sjálfum sér og mun hugsanlega þurrkast út í næstu kosningum, orðinn 115 ára gamall. Þá er eftir Sjálfstæðisflokkurinn sem ætti að vera allt það sem lýst var fyrir Miðflokkinn en flokksforustan sveik grasrótina og kjósendur sína á öðrum áratugi 21. aldar með græðgi sína í völd og seldi sálu sína rauða Kölska sem boðaði woke og skatta. Hann hætti m.ö.o. að vera vera borgaralegur flokkurinn með kristnum grunngildum, opnaði landamæri, afnam kristni í grunnskólum, skattlagði fyrirtæki og borgara eins enginn væri morgundagurinn og beygði sig í duftið fyrir ESB með EES samnningnum. Hugsanlega verður hann kominn í stjórnmálahelvíti á afmælisári sínu 2027, 100 ára örvasa gamalmenni sem hefur misst minnið og tilganginn í lífinu.


Látum Völvu (ChatGPT) enda þetta á nokkrum vel völdum orðum sem eru öll sönn:

Hann er almennt skilgreindur sem:

  • Mið-hægri flokkur í efnahagsmálum – leggur áherslu á íhaldssemi í ríkisfjármálum, þjóðhagslegt sjálfstæði og að styrkja byggðir landsins.

  • Þjóðernissinnaður / fullveldissinnaður – mjög gagnrýninn á að framselja vald til alþjóðlegra stofnana, til dæmis Evrópusambandsins eða með samningum sem taldir eru skerða sjálfstæði Íslands (svo sem þriðja orkupakkanum).

  • Íhaldssamur í samfélagsmálum að hluta, með áherslu á hefðbundin gildi, þó flokkurinn sé ekki jafn skýrt íhaldsflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn.

  • Popúlískur þáttur er stundum nefndur, þar sem flokkurinn leggur mikla áherslu á tengingu við almenning, andstöðu við "valdaklíkuna" og sterka orðræðu um rétt fólksins gegn elítunni.

Amen. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband