Olbogabarnið Ísland enn vandræðabarn innan NATÓ og á ratsjá Trumps

Í nýrri bók Jens Stoltenberg segir hann frá því að Bandaríkjaforseti hafi velt því fyrir sér hvort hægt sé að sparka Noregi úr NATO því honum fannst ríkið ekki greiða nóg til bandalagsins. Forsetinn var sama sinnis um Ísland.

Trump - Hvað eigum við eiginlega að gera við Island?

Ísland er þar með komið á radar Trumps. En þurfa Íslendingar eitthvað að óttast? Orð hans voru reyndar sögð árið 2018...og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ísland hefur heitið því að hækka fjárlög sín upp í 1,5% af VLF, sem ætti að róa hann og eftir stendur sem áður að Monroe kenning ætti fræðilega að ná líka til Íslands. Jú, landið er rétt eins og Grænland algjör nauðsyn fyrir varnir Bandaríkjanna og í jaðri Norður-Ameríku.  Frábært segja sumir, Kaninn mun þá verja landið! Ekki er það kannski jákvætt ef hort er á neikvæða hliðina. Ísland verður þar með skotmark í þriðju heimsstyrjöldinni og landið jafnvel hersetið á ný, án þess að nokkur verður spurður í þetta sinn.

Hættan er þessi: Maurinn getur orðið undir þegar risinn fellur. Afskipti Trumps af Grænland hefur leitt til þess að Grænlendingar geta ekki beðið um sjálfstæði þrátt fyrir slæma framkomu Dani við Grænlendinga í gegnum tíðina. Hjónaband Danmerkur og Grænlands verður áfram um ófyrirséða framtíð og súrt. 

Í versta falli getur Ísland orðið hersetið og Kaninn fari aldrei aftur héðan. Dæmt að það sé óverjandi að hér sé ekki viðvarandi her. Sagan getur því endurtekið sig eins og með Haívaí, sem var innlimað í óþökk íbúanna og svo á við ótal smáeyjar sem þeir hafa sölsað undir sig.

Hér er langur listi "frelsaðra" eyja undir stjórn Bandaríkjanna:  Havaí – fylki Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Aleut-eyjar, Kodiak, o.fl. – hluti af Alaska. Fjölmargar smærri eyjar sem eru hluti af fylkjum á meginlandinu (t.d. í Maine, Massachusetts, Kaliforníu, o.s.frv.). Puerto Rico (Karíbahaf) – sjálfstjórnarsvæði með bandarískt ríkisfang. Bandarísku Jómfrúaeyjar (Karíbahaf). Guam (Kyrrahaf, nálægt Filippseyjum). Bandaríska Samóa (Kyrrahaf, í grennd við Samóa). Norður-Maríanaeyjar (Kyrrahaf).

Svo eru það mestu óbyggðar eyjar sem Bandaríkin hafa yfirráð yfir, flestar í Kyrrahafi, ein í Karíbahafi: Baker-eyja, Howland-eyja, Jarvis-eyja, Johnston-atoll, Kingman Reef, Midway-eyjar (frægar úr seinni heimsstyrjöld), Wake-eyja, Navassa-eyja (Karíbahaf, nálægt Haítí).

Sértilfellið er Guantánamo-flóa flotastöðin á Kúbu sen er ekki bandarískt yfirráðasvæði, heldur svæði sem Bandaríkin leigja samkvæmt samningi frá 1903 (Kúba mótmælir áframhaldandi viðveru).

Pabbinn (Bandaríkin) og ESB (mamman) eru farin að berjast óopinberlega um Norður-Atlantshafið. Þar eru olbogabörnin Grænland og Íslands stödd á einskismannalandi. Er framtíðin björt?

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband