Varnir Íslands í breyttum heimi

Ritari hefur skrifað opinberlega í rúmlega tuttugu ár um varnarmál Íslands. Hann hefur lagt áherslu á að Íslendingar axli ábyrgð á eigin vörnum, engum er treystandi, ekki einu sinni nánustu bandamönnum.  Bandamenn eru góðir út af fyrir sig en þeir geta reynst skeinuhættir, því pólitík þeirra getur dregið örþjóð eins og Ísland inn í hættuleg hernaðar ævintýri.

Þetta á við bæði Evrópumenn (ESB)og Bandaríkin. Báðir aðilar geta verið herskáir, og ef horft er á sögu beggja, hefur ríkt stanslaust stríð í Evrópu síðastliðið árþúsund og Bandaríkin hafa sjálf verið í stöðugum stríðum (útþennsla ríkisins á útjöðrum) og loks út í heim síðastliðin 250 ár. Bjána pólitík er hægt að kalla stríðsbrölt þeirra og það VERÐUR EKKI FRIÐVÆNLEGT næstu áratugi. Það má meira segja fullyrða að lokið á friðarpottinum sé að þeytast af.

Hvar standa þá Íslendingar? Stríð milli Evrópumanna og Rússa og við þátttakendur? Ekki gott fyrir Íslendinga. Bandaríkjamenn fara í stríð í Asíu? Ekki gott fyrir Íslendinga því nú er hægt að skjóta langdrægum flaugum frá Íran eða Kína eða...eitthvað óvina ríki til Íslands.

Það er ekki nóg með að það sé hægt að stefna flugvélaflota til loftárása á Ísland eins og raun var hægt í seinni heimsstyrjöld eða herskipaflota og kafbáta, heldur að senda eldflaugar. Nýjasta nýtt er drónahernaður.

Hugmyndir ritara um eigin varnir Íslendinga er því ekki fjarstæðukenndar eins og ætla mætti. Ritari gerir sér grein fyrir að það er mjög óvinsælt að tala um íslenskar varnir og her, en það er hreinlega bara ekki hægt að hunsa málið endalaust. Heimurinn er kominn til Íslands. Meira segja stefnir í að íslenska lögreglan þurfi að vopnast ef glæparþróunin hefur svona áfram.

Þá koma mótrökin, Íslendingar eru of fámennir, of fátækir eða eitthvað. En það er bara ekki rétt. Ritari skrifaði skýrslu um varnir Íslands út frá mismunandi forsendum. Niðurstaðan er einföld. Íslendingar geta mannað smáher (eða hálf atvinnumanna her) og meira segja komið sér upp eigin loftvarnir á eigin kostnað.  Ef hugsað er í það, er lofthelgisrýmisgæsla NATÓ á Íslandi bara sýndarmennska. Nú segir einhver? Jú, koma þessara flugsveita sem eiga að gæta lofthelgina er rækilega auðlýst sem og brottför þeirra. Óvinurinn þarf ekki annað en að fylgjast með fjölmiðlum og miða sínar áætlanir við það! Loftvarnarkerfi í höndum Ísland væri hins vegar alltaf virk og mannað, allt árið um kring. 

Munum eftir því að það er nóg af skotmörkum á Íslandi. Allar virkjanirnar, sæstrengir, eldsneytis mannvirki, hafnir, ratsjárstöðvar o.s.frv. Það er ekki nóg að kalla á kjaftafund Þjóðaröryggisráðs Íslands, sem hefur ekkert í höndunum til að gera nokkurn skapaðan hlut, nema að gefa út fréttatilkynningar um hversu Íslendingar eru áhyggjufullir eða segja skamm við Rússa og Ísraela.

Varnarmálastefna Íslands er hreint og beint grín (grínlaust). Skýrsla samráðshóps Alþingsmanna (stjórnmálamenn með enga þekkingu á hermálum!) um varnarmálastefnu er ekki meira virði en blekið sem fór á pappírinn sem stefnan var prentuð á. Ef eitthvað er, er utanríkismálastefna Íslands brjáluð.  Það er verið að skipta sér af stríðum út í heimi, sem Ísland hefur ekki baun áhrif á, bara ekki neitt. Eina sem gasprið hefur upp á sig er að espa "óvinina" og beina athyglinni að Íslandi. Músa ríkið Ísland á að þeigja og verja músaholuna í kyrrþei (líkt og Svisslendingar hafa haft vit á). Það tryggir öryggi og frið á Íslandi.

  

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Margir eiga erfitt með að skilja að Íslendingar geti séð um varnir sínar sjálfir. En nú þegar ekki er tryggt hver ræðst á hvern og svo hvað gerist, þá held ég að rökstuðningur sá sem þú notar styrkist, það finnst mér að minnsta kosti.

NATÓ aðildin var frá upphafi til hagsbóta fyrir Bandaríkin, til að þeir fengju að hafa hér herstöð. Það að verja svona eyland, það getur verið snúið í fjarska.

Svo koma upp spurningar hvort vilji sé fyrir hendi þrátt fyrir ákvæði í NATÓ samningum. Það hefur nú komið í ljós að menn vilja fara í kringum NATÓ ákvæði. Eftir brölt Rússa er þetta skilgreint uppá nýtt. Trump er meiri friðarforseti en elliæri Biden finnst mér.

Ég lít þannig á að Ísland er auðveld bráð þrátt fyrir NATÓ aðild. Öflugt varnarkerfi myndi talsverðu breyta.

Það er alls ekki ljóst hvað Rússar ætlast fyrir með Dani, ef þeir yfirleitt bera ábyrgð á drónunum. Úkraínumenn gætu hafa sent þá til að efla stuðninginn við sig.

Heimsmálin eru orðin flókin. 

Ég býst við að enn sé langt í landi með að þetta verði samþykkt, en mér finnst þetta samt umhugsunarvert sem þú fjallar um.

Ingólfur Sigurðsson, 25.9.2025 kl. 21:24

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ingólfur, ég er ekki einn. Alvöru leiðtogar Íslands hafa haft áhyggjur of vörnum Íslands (líka Danakonungar)

18. öld

    • Magnús Stephensen (1762–1833) – helsti embættismaður landsins á lokum 18. aldar. Hann taldi að Íslendingar ættu að vera vopnum búnir til sjálfsvarnar gegn ræningjum, sérstaklega eftir Tyrkjaránið (1627). Ekki bein krafa um her, heldur heimavarnir.

     

    19. öld

     

      • Jón Sigurðsson (1811–1879) – barðist fyrst og fremst fyrir sjálfstæði Íslands. Hann nefndi stundum að þjóð með fullveldi þyrfti að ráða yfir eigin vörnum, en lagði ekki fram neina skipulagða herhugmynd.

      • Á þessum tíma voru líka uppi hugmyndir um þjóðvarnir eða þegnaskyldu (líkt og víða í Evrópu), en þær náðu aldrei festu.

       

       

      20. öld

       

        • Hannes Hafstein (1861–1922), fyrsti ráðherra Íslands – var umhugað um landhelgisgæslu og landvarnir, en ekki her í hefðbundnum skilningi. Hann studdi stofnun landhelgisgæslunnar (1914) sem var í raun fyrsta „vopnaða sveit“ Íslands á nýrri tíð.

        • Tryggvi Þórhallsson (1889–1935), forsætisráðherra – talaði um að Ísland þyrfti að huga að vörnum sínum í millistríðsárunum, einkum landhelgis- og strandvörnum.

        • Ólafur Thors (1892–1964) – forsætisráðherra þegar Ísland gekk í NATO 1949. Hann var eindreginn talsmaður þess að Ísland hefði varnir í samvinnu við Bandaríkin, þó hann hafi ekki talað um sjálfstæðan íslenskan her.

        • Bjarni Benediktsson eldri (1908–1970) – utanríkisráðherra 1947–1956, forsætisráðherra 1963–1970. Hann var einn helsti hvatamaður varnarbandalags við Bandaríkin og NATO. Hann taldi hernaðarvarnir lífsnauðsynlegar fyrir Ísland.

        • Jónas frá Hriflu (1885–1968) – áhrifamikill framsóknarmaður. Hann var opinn fyrir hugmyndum um íslenskan varnarher í millistríðsárunum, þó þær næðu aldrei fram að ganga.

         

        21. öld

         

          • Davíð Oddsson (f. 1948), forsætisráðherra til 2004 – einn helsti talsmaður þess að Ísland héldi varnarsamstarfinu við Bandaríkin og NATO, og talaði fyrir mikilvægi þess að Íslendingar hefðu sjálfir eitthvað hlutverk í vörnum, þó ekki eigin her.

          • Bjarni Benediktsson yngri (f. 1970) – sem utanríkisráðherra og síðar fjármálaráðherra hefur hann talað um mikilvægi NATO-aðildarinnar og minnst á að Íslendingar verði að leggja meira af mörkum til varna.

           

          Birgir Loftsson, 25.9.2025 kl. 23:06

          3 Smámynd: Birgir Loftsson

          Og Valtýr Guðmundsson...og fleiri.

          Birgir Loftsson, 25.9.2025 kl. 23:10

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Höfundur

          Birgir Loftsson
          Birgir Loftsson

          Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

          Sept. 2025

          S M Þ M F F L
            1 2 3 4 5 6
          7 8 9 10 11 12 13
          14 15 16 17 18 19 20
          21 22 23 24 25 26 27
          28 29 30        

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband