Misjafn árangur Sameinuðu þjóðanna

Ritari hefur áður skrifað um misheppnuðu alþjóðasamtökin Sameinuðu þjóðirnar. Þau voru stofnuð í stríðslok seinni heimsstyrjaldar og áttu fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð en líka að vera vettvangur allra þjóða í heiminum til að stuðla að eflingu mannúðarmála,  efnahagslegum og félagslegum framförum, stuðla að alþjóðlegu samstarfi t.d. á svið viðskipti, virða sjálfsákvörðunarrétt þjóða og gera út um milliríkjadeilur hvað varðar landhelgi og landamæri og samræma starf sérstofnana og alþjóðastofnana.

Ef litið er á megin hlutverkið og ástæðuna fyrir stofnunina, að koma í veg fyrir stórátök, hefur S.þ. gengið hörmulega. SÞ hafa ekki stöðvað stór átök eins og Kóreustríðið, Víetnamstríðið, Írakstríðið eða stríðið í Úkraínu í dag. Þar vegur þungt að Öryggisráðið er lamað af neitunarvaldi stórveldanna (Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Bretlands og Frakklands).

Og þegar kemur að innanlandsátökum og borgarastríðum, þjóðarmorðum og mannúarkreppum er ferillinn lélegur. Þau hafa brugðist í tilvikum eins og í Rúanda 1994 og Srebrenica 1995, þar sem friðargæsluliðar gátu ekki komið í veg fyrir fjöldamorð.

Samtökin hafa ekki getað leyst langvinn átök, t.d. Palestínu–Ísrael deiluna, Sýrland og fleiri átök sem hafa staðið árum og áratugum saman án þess að SÞ hafi getað beitt afgerandi valdi.

S.þ. eru ekki alveg gagnlausar,þó ekki sé hægt að sanna það með tölum, þá má færa rök fyrir að SÞ hafi virkað sem "ventill" á spennu stórveldanna, sérstaklega á tímum Kalda stríðsins. Diplómatískt vettvangur hefur verið til staðar sem annars hefði ekki verið til.

Afríka er sú álfa sem er mest vandamál hvað varðar hungursneyðir og stríð. Erfiðasta viðfangsefnið hefur verið Kóngó en þar hefur geysað stríð með hléum síðan ríkið varð sjálfstætt.

Þetta er ekki ein "borgarastyrjöld í Kongó" sem hefur í gangi heldur mörg átök með mismunandi mannfallstölum. Síðara Kongóstríðið (1998–2008) var það mest eyðileggjandi, sem olli yfir 5,4 milljónum dauðsföllum og að minnsta kosti 350.000 ofbeldisfullum dauðsföllum. Önnur átök, eins og fyrsta Kongóstríðið (1997) og borgarastyrjöldin í Lýðveldinu Kongó (1997–1999), höfðu tugi þúsunda til hundruð þúsunda dauðsfalla.

S.þ. hefur kannski gengið best í mannúðar- og flóttamannamálum þar sem milljónum hefur verið bjargað frá hungursmorði.

Sameinuðu þjóðirnar eru ekki gagnlausar — þær reka umfangsmiklar mannúðaraðgerðir sem bjarga lífum (WFP, UNHCR, WHO o.fl.), hafa leitt til markverðra árangra í bólusetningum og neyðaraðstoð, og veita einstakan alþjóðlegan vettvang. Samt eru þær bundnar af stjórnmálum og lagalegum takmörkunum (Öryggisráðið), eiga í vandræðum með að vernda borgara í langvarandi átökum, og hafa átt alvarlegar fylgikvillar (t.d. misnotkun friðargæsluliða, skortur á aðgangi og fjármagn).  SÞ hafa skipulagt fjölmargar friðargæsluaðgerðir sem hafa stöðvað eða minnkað átök, t.d. á Kýpur, í Líbanon, í Kongó og í Kambódíu. Þótt árangurinn sé misjafn, þá hafa þau oft hjálpað til við að koma í veg fyrir endurupphaf átaka.

Hér kemur efni af Wikipedia: 

  • "Alþjóðalög og reglur: Þau hafa byggt upp kerfi alþjóðalaga, m.a. hafréttarsáttmála, mannréttindasáttmála og sáttmála gegn stríðsglæpum og þjóðarmorðum. Alþjóðadómstóllinn og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn eru afleiðingar þessa.

  • Mannúðar- og þróunarstarf: Stofnanir eins og UNICEF, WHO, UNHCR og WFP hafa bjargað milljónum mannslífa með hjálparstarfi, bólusetningum og mataraðstoð.

  • Samræming og vettvangur: SÞ eru eina stofnunin þar sem nær allar þjóðir heims sitja saman við borð. Það gerir samtöl möguleg, jafnvel milli ríkja sem annars tala ekki saman."

Hver er þá niðurstaðan? S.þ. er ágætur samræðu vettvangur þjóða, til að koma á grófum reglum í alþjóðasamskiptum, verið n.k. dreifingaraðili (matvæla- og lyfja dreifing), að senda öryggisverði (friðargæsluliða) á vettvang eftir stríð en þegar stórveldin ætla sér eitthvað, þá er ekki hlustað á S.þ. Ef ætlunin er að fara í stríð, eru friðargæsluliðarnir hent úr landi (t.d. í stríði Egypta og Ísraelmanna o.s.frv.) og stríð verður. 

Mikil spilling hefur fylgt S.þ. og hafa þær t.d. látist stjórnast af stríðandi aðilum hvers lands. Nýjasta dæmið er misheppnuð matvæladreifing á Gaza og samstarf samtakanna við Hamas.

Það er því spurning hvort að álfusamtök (Afríkusambandið (AU), Samtaka ríkja Suðaustur-Asíu (ASEAN), Samtök Ameríkuríkja (OAS og UNASUR) og ESB)geti ekki gert betur? Raunin hefur verið að stórveldin ráða förinni og fara sínu fram, sama hvað S.þ. segja eða gera.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband