Þétting byggðar og almenningssamgöngur er eftir leikbók vinstrisins

Þétting byggðar og það að fólk noti almenningssamgöngur er samkvæmt leikbók vinstri manna. Þetta snýst ekki um nýtingu á plássi. Elítan sem boðar þetta býr í einbýli og á dýrar bifreiðar. Þarf aldrei að taka strætó.

Viktor Davis Hanson kemur inn á þetta í viðtali og bendir á að með því að taka allt frá einstaklingnum verður hann háður yfirvöldum. Hann hefur ekki garð og þarf að fara á almenningsgarð til að upplifa smá náttúru, hann hefur ekki bílskúr né bíl og þar með skert ferðafrelsi, hann hefur ekki einu sinni útidyr og þarf að deila lyftu með fjöldanum. Hann þarf að deila húsnæði með fjöldan af fólki í háhýsi o.s.frv.

Og hvað gerir vinstrið við þrjóskan einstakling? Hann sem vill þetta ekki er þvingaður af götum (akreinar teknar í burtu og vegir þrengdir). Með góðu eða illu skal einstaklingurinn í strætó!

Fjöldahyggja í stað einstaklings hyggju. Er þetta þetta ekki sama stefna og vinstrisins hefur hér í Reykjavík? Viljum við ekki vera einstaklingar frekar en fjöldinn? Tilgangurinn með þesu öllu er að einstaklinginn háðan stjórnvöldum.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband