Borgarlínan og umferðatafir

Ritari heyrði  í morgunfréttum að Miðflokkurinn sé að leggja til að þær akgreinar sem á að afleggja þegar Borgarlínan kemst í gagnið verði lokaðar í þrjár vikur að hausti og þrjár vikur um miðjan vetur Þetta er til að athuga áhrifin af því að loka götur vegna Borgarlínunnar fyrirhuguðu.  Miðflokksmenn vilja sjá raunveruleg áhrif slíkrar lokunar. 

Svarið er auðvitað vitað fyrirfram. Í sprungnu gatnakerfi, þar sem umferðastíflur eru daglegt brauð, myndast ófremdar ástand. Þetta er auðvitað brjálæði, að þrengja að umferð einkabifreiða og ökutækja fyrirtækja.  Það vill nefnilega geymast að umferðatafir valda fjárhagstjóni fyrirtækja.  En það er stjórnmálamönnum nákvæmlega sama um. Hugmyndafræðin um að allir tæki almennings samgöngu tæki hamingjusamlega, þarf að fara í gegn, sama hvað. 

Eins og sjá má af leiðarkerfi Borgarlínunnar er verið að nota stofnbrautir sem þegar er búið að leggja rauðar akreinar eftir. Það þarf bara að lengja í þeim. Leiðanet Borgarlínunnar

Gervigreindin var spurð um hvaða akreinar verða lagðar niður. Svarið er eftirfandi: 

"Hvar má ætla að akreinar verði lagðar niður

  • Á köflum sem Borgarlínuleiðirnar koma í gegn um, sérstaklega fyrstu lotu: Á Ártúnshöfða, Suðurlandsbraut / Laugaveg, Fossvog‐ og Hamraborgarsvæðum. Þar þarfnast göturýmis og akreinar munu breytast til að rýmka fyrir sérakreinum. Borgarlínan+4ssh.is+4mbl.is+4

  • Háaleitisbraut sem dæmi um stað þar sem akreinafjöldi minnkar."

Hugmyndafræðin sem liggur að Borgarlínuna er geggjuð (veit ekki um annað orð til að lýsa þessu). Strætó og Borgarlínan er í raun sama fyrirbærið.  Það er því óskiljanlegt að hafa tvö strætisvagnakerfi samtímis sem gera það sama.  Eins og einn hagsýnn maður benti á, það er hægt að búa til auka akreinar (þessar rauðu) til að greiða fyrir strætó. Þessar sem eru komnar bjarga miklu fyrir strætisvagnanna í umferðinni og hægt er að bæta fleiri við án þess að stöðva umferð annarra í umferðinni.  Í hvaða raunheimi er þetta fólk sem ákveður svona? Er engin stjórnmálamaður með eitthvað vit sem segir nei (utan Miðflokksmenn)?

Vilja mæla áhrif Borgarlínunnar


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband