Frost á húsnæðismarkaði ætti að lækka stýrivexti en mun ekki gera það

Seðlabanki Íslands bendir yfirleitt á húsnæðismarkaðinn sem eitt helsta viðmið er stýrisvextir eru ákvarðaðir. Jú, það er líka bent á matvöruverð, eldsneytisverð og fleiri þætti. En nú skiptir byggingaiðnaðurinn miklu máli í verðlagi.

Það er búið að keyra upp húsnæðisverð í verðbólu (gera bara byggingaverktökum kleift að byggja og þeir vilja sitt í staðinn), með reglugerðafargann en síðan en ekki síst með vöxtum. Því flókara reglugerðakerfi sem það er, endalausar kröfur, leiðir til hærra verðs. Stýrisvextir eru notaðir til að stjórna húsnæðismarkaðanum og nú er svo komið að fólk ræður ekki við vaxtaokrið sem húsnæðiskaupendur þurfa að búa við. Hvað mun Seðlabankinn gera til að örva og hita upp markaðaðinn aftur, ekkert, engin vaxtalækkun. Og það þótt verðbólga mælis nú undir 4%. 

Vandinn á húsnæðismarkaðinum er heimatilbúinn. Í 103 þúsund ferkílómetra stóru landi, finna stjórnvöld ekki land til að byggja á og fara í þéttindu byggðar, sem gerir viðkomandi húsnæði það dýrasta sem til er og býr til annan vanda, sem eru umferðahnútar.

Fólk þarf að hafa vit fyrir stjórnmálamönnum sem gerir því ekki kleift að byggja sjálft sérbýli, og yfirgefa höfðuðborgarsvæðið og flytja til nágranna sveitafélaga.  Kannski er það ágætis þróun fyrir landið en sumir vilja eftir sem áður búa á höfuðborgarsvæðinu en geta það ekki.  


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband