Milton Friedman versus íslenska vinstri “hagfræðinga” og “sérfræðinga” - klassík

Milton Friedman kom til Íslands 1984. Auðvitað var hann látinn rökræða við þrjá vinstri sinnaða íslenska fræðimenn. Hann að sjálfsögðu moppaði gólfið með þeirra rök. Auðvitað hefur ritari birt þetta áður, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Friedman kom til Íslands haustið 1984. Hann hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands undir yfirskriftinni “tyranny of the status quo”.  Hann tók þátt í sjónvarpskappræðu við þá sem kallaðir voru „socialist intellectuals“, þar á meðal Ólaf Ragnar Grímsson. 

Í þættinum gagnrýndi Friedman ríkisafskipti og tilhneigingu til þess að halda í núverandi kerfi (“status quo”). Hann taldi að frjáls markaður og minni inngrip ríkisvaldsins væri leið til aukins hagvaxtar, betri nýtingar auðlinda og meiri einstaklingsfrelsi. (Þetta eru venjuleg stef í verkum hans og passar við það sem hann talaði um þá).  Viðmælendur Friedman voru Ólafur Ragnar Grímsson, Stefán Ólafsson og Birgir Björn Sigurjónsson. Í meginatriðum spurðu þeir hann spurninga sem snérust um ábyrgð ríkisvalds, um hvernig markaðurinn myndi virka í íslenskum aðstæðum, og um áhrif frjálshyggju á jafnræði, velferð, og samfélagsstarfsemi.

Friedman hélt því fram að ríkisafskipti væru aðalhindrunin fyrir framþróun og að íslenskt samfélag myndi græða á því að minnka þau. Hann talaði fyrir auknu frelsi markaðarins, einkavæðingu, minni ríkisrekstri, og aukinni samkeppni. Hann sagði að hagsmunir einstaklinga væru besta drifkrafturinn til að skapa velferð.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband