Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um öryggis- og varnarmál segir ekki neitt

Þingmenn geta verið mjög duglegir að efna til funda, búa til nefndir og skrifa skýrslur. Nú er enn ein skýrslan tilbúin, búin til af enn einum samstarfshópnum, sem nóta bene fulltrúi Miðflokks yfirgaf og sagði að væri pólitískt sjónarspil.

Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir hins vegar að aldrei hafi áður verið mótuð formleg stefna í varnar- og öryggismálum hér á landi en skýrslan mun liggja til grundvallar við mótun varnar- og öryggisstefnu sem lögð verður fram af utanríkisráðherra í haust. 

Gott og vel. Nú er búið að orða stefnuna sem er í raun engin ný stefna. Aðeins að vera að orða stefnu sem er í gangi. Engin kúvending er framundan og í raun hefur kúrsinn síðan Varnarmálastofnun Íslands var lögð niður ekki leiðréttur sem er mikil mistök. Hvað er hér átt við? Jú stjórnsýslulegur vandi er enn fyrir hendi. Verkefnin eru enn skipt á milli Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu Íslands og Utanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun þríhöfða þurs sem veit ekki hvernig eigi að fást við varnarmál. Varnarmál eru t.d. ekki bara utanríkismál, heldur líka innanríkismál.

Það vantar stofnun eða ráðuneyti, sem getur fengist við öryggis- og varnarmál á faglegum grundvelli.  Slík stofnun myndi sjá um greiningavinnu, rannsóknir, stjórnsýsluna (t.d samskipti við önnur ríki varðandi varnarmál og innri stjórnsýsla) og framkvæmd öryggis- og varnarmála (heræfingar o.s.frv.). Það þarf að endureisa Varnarmálastofnun Íslands.  Þessi skýrsla sannar enn og aftur að stjórnmálamenn hafa hundsvit á varnarmál yfir höfuð. Ritari ráðleggur áhugamenn að spara pappírinn og ekki prenta skýrsluna út.

Skýrslu samráðshópsins má sjá hér:  

INNTAK OG ÁHERSLUR STEFNU Í VARNAR- OG ÖRYGGISMÁLUM SKÝRSLA SAMRÁÐSHÓPS ÞINGMANNA 2025

Ísland er og verður herlaust ríki: Rússar gefa í

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband