Rödd málfrelsisins þögnuð - Charles Kirk og Turning Point USA

Ritari hefur stundum fylgst með Charles Kirk, stofnanda Turning Point USA og rökræður hans við háskólastúdenta en Kirk stundar það að fara um Bandaríkin, heimsækja háskóla og rökræða við háskólanemendur. 

Stundum varð ritara ekki um sel, er hann sá ofstækið sem sumir stúdentarnir sýndu honum, er þeir urðu rökþrota, og varð hugsað um öryggi hans. En ritari tók eftir að á öllum hans fundum eru vígalega menn á miðjum aldri og hefur ritari þar með gert ráð fyrir að þetta séu lífverðir. Stundum hafa þessi menn þurft að vísa æstasta fólkinu frá hljóðnemanum og hefur það alltaf gengið, þar sem ritari hefur séð til.

Það er sorglegt til þess að vita að síðasta myndbandið sem Kirk gerði, kom frá bíl hans, hann greinilega á leið til þessa háskóla í Utah, þar sem hann lést, var um morð á úkraínskri konu.  Þessi kona er flóttamaður frá Úkraínu sem leitaði sér skjóls í Bandaríkjunum en var myrt af brjálaðum manni, þeldökkur, sem sagðist ætla sér að drepa hvíta manneskju. Iryna Zarutska hét hún og var 23 ára. ABC news  Þetta sýnir að orðræðan í þjóðfélaginu, um það sé með kerfisbundna kynþáttamiðsmunun; hvíta fólkið með forréttindi; að málflutningur íhaldsmanna eins og Kirk sé hættulegur; að Trump sé djöfullinn sjálfur eða Hitler o.s.frv. endar með skelfingu. Tvisvar var reynt að drepa Trump og núverið var manneskja handtekin, því hún sagist ætla að drepa forsetann.

Þegar vitskert manneskja eða brjáluð hryðjuverkasamtök segjast ætla að drepa annan einstakling eða hóp, þá ber að taka það alvarlega. Því orð er til alls vís.

Vinstri menn vilja takmarka málfrelsið og banna "hatursorðræðu". Það eru mikil mistök, því þá sjáum við ekki hvað "brjálaða fólkið" ætlar sér að gera og er að hugsa. Það er betra að við heyrum í þeim og getum tekið það úr umferð, líkt og með manninn sem var nýverið með hótanir gagnvart Trump, í tíma. Hitt fólkið er hættulegra sem þeigir en framkvæmir.  Morðingi Kirks, þagði og því ekki hægt að stoppa hann. Laummorðingjar Trumps þögðu báðir og því ekki hægt að stoppa þá í tíma. Sama á við um önnur dæmi. Ef þaggað er í fólki, framkvæmir það hugsanir sínar í hljóði.

Aðeins að Turning Point USA og stuttri sögu þess (Wikipedia)

Turning Point USA (TPUSA) er bandarísk sjálfseignarstofnun sem berst fyrir íhaldssömum stjórnmálum í framhaldsskólum, háskólum og háskólasvæðum. Hún var stofnuð árið 2012 af Charlie Kirk og Bill Montgomery. Meðal aðildarhópa TPUSA eru Turning Point Endowment, Turning Point Action og TPUSA Faith. TPUSA hefur verið lýst sem ört vaxandi samtökum háskóladeilda í Bandaríkjunum og samkvæmt The Chronicle of Higher Education eru þau ríkjandi afl íhaldsstefnu innan háskólasvæða.

Kirk var aðeins 31 árs gamall er hann var myrtur og á stuttri ævi náði hann lengra en margur annar. Í maí 2012 hélt Charlie Kirk, 18 ára gamall, ræðu á ungmennadegi Benedictine-háskóla. Bill Montgomery, markaðsfrumkvöðull á eftirlaunum og aðgerðasinni Teboðshreyfingarinnar, hvatti Kirk til að fresta háskólanámi og taka þátt í pólitískri aðgerðasinni í fullu starfi. Mánuði síðar, daginn eftir að Kirk útskrifaðist úr menntaskóla, stofnuðu þeir Turning Point USA, sem er hagnaðarskynilaus samtök.  Montgomery varð leiðbeinandi Kirks og vann á bak við tjöldin við að sjá um pappírsvinnu fyrir samtökin.

Nú er Kirk var myrtur, var hann að hefja kappræðu fundaröð innan bandarískra háskóla. Yfirleitt fer þetta fram utandyra, fólk er boðið að míkrófón og því gefið tækifæri að tala gegn eða með skoðunum Kirks. Yfirskriftin er: "Proof me wrong".  Þetta er mikið hættuspil, því að stúdentar geta verið mjög ofbeldisfullir og hefur þetta einkennt einkum vinstri sinnaða stúdenta síðan á 7. áratugnum, þegar Víetnam stríðið geysaði, hippamenningin kom fram og vinstri sinnuð öfgasamtök herjuðu á vestræn samfélög, á Ítalíu var það Red Brigades, í Grikklandi var það 17. October og í Vestur-Þýskalandi var það Baader-Meinhof sem herjuðu á vestræn gildi og kapitalisma. Búið að eyða þeim flestum um 1990.

Íslenskir stúdentar voru heldur ekki friðsamir, slóust við lögregluna er erlendir leiðtogar komu í heimsókn, hertóku ef ritari man rétt, íslenska sendiráðið í Stokkhólmi o.s.frv. Í dag fara aðgerðasinnar af vinstri vængnum hart gagnvart íslenskum stofnunum, meina aðgöngu fólks að ráðuneytum, sbr. Dómsmálaráðuneytinu og Utanríkisráðuneytinu eða Útlendingastofnun. Og nýjasta nýtt er þegar fundi innan veggja Háskóla Íslands var hleypt upp en fólki líkaði ekki þjóðerni ræðumanns. Ritari hefur gagnrýnt rektor harðlega fyrir aðgerðaleysi og þögn um langt skeið. Það sem gerðist í Háskóla Íslands er aðeins stigsmunur og því sem gerðist fyrir Kirk. Ætlunin var að hefta málfrelsi andstæðingsins. Eigum við að láta slíkt fólk komast upp með þetta?

Málfrelsið liggur undir og dæmin eru að fjölga. Ungur stjórnmálamaður með "rangar skoðanir" var hrópaður niður nýverið og þurfti lögregluvernd. Fjármálaráðherra fyrrverandi sem fær yfir sig "duft" er hann ætlaði að halda ræðu innan H.Í. Hver verður næstur?

Hatrið sigrar?

Þetta er skrýtið...morðið fagnað innan 10 sekúndur.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mjög góður, framúrskarandi pistill. Morðin á Luther King og Kennedy breyttu heiminum, þeirra viðhorf sigruðu. Þetta hörmulega morð þarf að verða hvati til að hans viðhorf sigri í heiminum, hvort sem það tekur 10 ár, 20 ár eða meira.

Manni verður einnig hugsað til Jesú Krists, en hann lifði aðeins til 30 ára aldurs samkvæmt því sem sagt er og breytti samt heiminum.

Þetta er með betri pistlum um þennan voðalega atburð sem ég hef lesið.

Ingólfur Sigurðsson, 11.9.2025 kl. 11:44

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir það Ingólfur. En tekur þú eftir hvernig íslenskir fjölmiðlar eru strax farnir að tala um Kirk?  Allt talið upp sem er talið honum miskunnar, hann sagði þetta eða hitt....en ekkert talað um að þótt hann hafi verið harður í skoðunum, þá hvatti hann til orðræðu/samræðu en ekki ofbeldis (ummæli hans um byssueign er snúið upp á röngunni). 

Birgir Loftsson, 11.9.2025 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband