Rússar og innrásir ţeirra í Evrópu...og öfugt

ESB skelfur á beinunum vegna hrćđslu viđ innrás Rússa í Vestur- og Austur-Evrópu ţessi misseri. Slík árás er mjög ólíkleg, ţví nú er búiđ ađ sanna í stađgengilsstríđinu í Úkraínu ađ vopnabúnađur báđa ađila er sambćrilegur og ţađ er ţráskák í gangi.

Rússar hafa enga getu til ađ fara í stríđ viđ 32 ţjóđir NATÓ og ţví er allt stríđstal ESB leiđtoga kjaftćđi og hrćđsluáróđur. Ţetta athugar almenningur ekki og lćtur plata sig. En Rússar hafa reyndar gert innrásir í Evrópu og öfugt. Förum ađeins yfir söguna og byrjum á Norđurlandaófriđnum mikla (1700–1721). Rússar fóru inn í Pólland og tóku ţátt í pólskum átökum (m.a. Pólland var vígvöllur í baráttunni viđ Svíţjóđ).

Milli 1733-1795 varđ pólskt-rússneskt stríđ en Rússar réđust ítrekađ inn í Pólland til ađ tryggja sér áhrif og tóku síđan ţátt í ţremur skiptingum Póllands 1772, 1793 og 1795.  Í sjö ára stríđinu (1756-1763)fór rússneski herinn inn í Austur-Prússland og Ţýskaland.

Á 19. öld voru Rússar virkir ţátttakendur í Evrópu stríđum. Í Napóleonstyrjöldunum 1813-14 en ţá sóttu Rússar í gegnum Pólland, Ţýskaland og alla leiđ til Parísar.

Í framhaldstríđinu (hundrađ daga valdatíđ Napóleons 1815) fór rússneski herinn aftur vestur til Frakklands sem hluti af bandamannaher (kom ţó seint til leiks). Alexander Rússakeisari náđi ţá ađ dansa viđ Jósefínu, keisaraynju fyrrverandi Napóleon.

Pólverjar gerđu uppreisn gegn yfirráđum Rússa 1830-31 og fór rússneski herinn inn í Pólland til ađ berja niđur sjálfstćđisbaráttu Pólverja.

Svo er ţađ ungverska byltingin 1848-49 sem fáir ţekkja. Rússar sendu mikinn her inn í Ungverjaland ađ beiđni Austurríkismanna og köfuđu niđur byltinguna. 

Pólverja eru ţrjósk ţjóđ og enn gera ţeir uppreisn 1863. Rússar fóru aftur inn međ miklum her og bćldu uppreisnina niđur. Nú erum viđ komin á 20. öld. Í fyrri heimsstyrjöld (1914-17) réđust Rússar inn í Austur-Prússland og Galisíu (nú Austurríki/Pólland).

Rússneska byltingin átti sér stađ 1917 eins og flestir vita en nú varđ Rússland ađ Sovétríkjunum. Ţau háđu stríđ viđ Pólverja 1919-1921. Ţađ er engin furđa ađ Pólverjar verja 5% af landsframleiđslu sinni  til varnarmála í dag, ţeir ţekkja rússneska björnin líkt og Finnar af gamalli reynslu. Í ţessu stríđ fór Rauđi herinn inn í Pólland og sótti alla leiđ ađ Varsjá áđur en hann var hrakinn til baka.

Áriđ 1939 réđust  Sovétríkin inn í Austur-Pólland í samrćmi viđ Molotov–Ribbentrop samninginn. 1944–1945, Rauđi herinn sótti vestur í gegnum Pólland, Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Austurríki og inn í Ţýskaland til Berlínar.

Nú réđu Sovétmenn/Rússar Austur-Evrópu og markmiđiđ ađ berja niđur uppreisnir.  Í Ungverjalandi 1956, fór sovéski herinn fór inn í Ungverjaland til ađ berja niđur uppreisnina í Búdapest. Áriđ 1968 var ţađ Tékkóslóvakía. Sovéski herinn (ásamt Varsjárbandalagsherjum) fór inn og stöđvađi umbótahreyfinguna.

Ţannig ađ viđ getum sagt ađ frá Pétri mikla mikla hafa Rússar fariđ a.m.k. 13 skipti inn í Miđ- og Vestur-Evrópu međ herafla.

Eru Rússar ţar međ svona árásagjarnir? Nei, ţađ ţađ liggja tvćr megin leiđir evrópskra innrásaherja til Rússlands, í gegnum Pólland (sem skýrir afskipti ţeirra af Póllandi) og í gegnum Úkraínu (sem núverandi Úkraínustríđ er hluti af).

Teutónar (Ţýska riddarareglan) reyndu nokkrum sinnum ađ sćkja inn í Novgorod-ríki á 13.-14. öld. Litháar réđust einnig austur á bóginn, en Novgorod og Moskva héldu ţeim frá sér. Ţetta var mikilvćg innrás, pólsk-litháíski herinn tók Moskvu áriđ 1610 og setti Sigismund III Wasa konung sinn fram sem keisara Rússlands. Ađ lokum var ţeim hrakiđ á brott eftir mikla ţjóđarreisn. Ţetta er ein stćrsta evrópska innrásin fyrir Napóleon.

Svíar (Stóra Norđurlanda­stríđiđ 1700–1721) undir forrystu Karl XII af Svíţjóđ réđst inn í Rússland og ćtlađi sér ađ leggja ţađ undir sig. Hann beiđ mikinn ósigur í orrustunni viđ Poltava 1709, sem markađi upphaf hnignunar sćnska stórveldisins.

Napóleon, rétt eins og Hitler reyndi innrás í Rússland 1812. Mesta og frćgasta evrópska innrásin í Rússland utan Barbarossa innrás Hitlers 1941.  Napóleon fór inn međ 600.000 manna "Stór herinn", en ađeins lítiđ brot lifđi af ţegar hann dró sig til baka úr Moskvuförinni. Harđur vetur, brennd jörđ og rússnesk sókn eyđilögđu herinn.

Ţjóđverjar og bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin, 1914–1918). Miđveldin sóttu inn í Rússland á austurvígstöđvunum. Ţjóđverjar náđu stórum svćđum í Póllandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Brest-Litovsk friđurinn 1918 leiddi til mikilla landamissis fyrir Rússa. Vesturveldin tóku ţátt í borgarastyrjöldinni (1918–1920). Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Japanir sendu hermenn til ađ styđja "hvítu" hersveitirnar gegn Bolsévikum. Ţeir voru ţó fremur fáliđađir og drógu sig til baka án úrslita.

Svo er ţađ innrás Hitlers/Ţýskalands (síđari heimsstyrjöldin, 1941–1945) eđa Operation Barbarossa: stćrsta innrás sögunnar. Ţýskir, finnskir, ítalskir, ungverskir, rúmenskir og slóvakískir hermenn tóku ţátt. Ţjóđverjar komust ađ hliđum Moskvu og Leníngrad og náđu djúpt inn í Sovétríkin, en voru stöđvađir og síđan hraktir aftur. Ţetta var vendipunktur seinni heimsstyrjaldarinnar.

Síđan Pétur mikli beinti áhuga sínum og veldi sitt í vestur, og vildi gera Rússland ađ evrópsku veldi, hefur stöđugt veriđ stríđ í gangi, á báđa bóga. Ţetta er eđlilegt í ljós ţess ađ Rússar líkt og Kínverjar hafa veriđ ađ ţenja veldi sitt stöđugt í aldir. Svona ríki, sem hafa litlar nátttúrlegar varnir, ţurfa stöđugt ađ verja opnar sléttur sem eru óverjandi í sjálfu sér. Ţau reyna ţví ađ búa til varnir ţar sem fjalllendi er eđa međ leppríkjum. Rússum tókst ţađ međ töku smáţjóđa í Kákasus á 19. öld og Kinverjar međ töku svćđis sem nú heitir Vestur-Kína og tilheyrir Miđ-Asíu. 

P.S. Kannski er Pútín ađ misskilja nútímann. Skiptir engu máli hvort Pólland eđa Úkraína eru NATÓ-ríki og leiđin viđist greiđ til Moskvu, innnrásar hćttan er engin ţví Rússar hafa yfir kjarnorkuvopna her ađ ráđa. Allir innrásarherir, líka sá kínverski, myndu fremja sjálfsmorđ međ slíkri innrás.

 

 


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband