Almennt tjáningarfrelsi/fundafrelsi og sérstaks akademísks frelsi

Það er alveg skýrt í stjórnarská Íslands að tjáningarfrelsið er tryggt. 73. gr. tryggir tjáningarfrelsi: "Allir skulu njóta tjáningarfrelsis. [...] Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum ef brýna nauðsyn ber til vegna allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðum eða réttindum annarra.74. gr. tryggir fundafrelsi og félagafrelsi.

Þetta á jafnt við um almenning og fræðimenn, þar með talið rétt þeirra til að ræða umdeild mál í fjölmiðlum eða á opinberum vettvangi.

En förum sérstaklega í akademískt frelsi og lítum á lög um háskóla nr. 63/2006. Í 2. gr. segir beinlínis:  "Háskólar skulu vera sjálfstæðar fræðslu- og vísindastofnanir sem hafa það hlutverk að varðveita og miðla þekkingu, veita menntun og stuðla að nýsköpun. [...] Í starfi sínu skulu þeir rækja fræðilegt sjálfstæði, akademískt frelsi og ábyrgð." Þetta er bein verndun á akademísku frelsi í íslenskri löggjöf. Eins og með önnur réttindi, eru þau ekki takmarkalaus. Kennarar verða að fylgja faglegum og vísindalegum stöðlum, lögum um meiðyrði og hatursorðræðu og siðareglum háskóla.

Í kennslustofunni hafa þeir ákveðið frelsi, en bundið námskrá og réttindum nemenda. Í opinberri umræðu (t.d. í sjónvarpsþætti) njóta þeir bæði almenns tjáningarfrelsis og aukins verndar sem hluti af akademísku frelsi, svo lengi sem þeir tala sem sérfræðingar eða borgarar innan laga.

Þá komum við að fundarfrelsi sérstaklega. Fundarfrelsi (74. gr.) tryggir að háskólanemar og kennarar geta skipulagt fræðilega viðburði, ráðstefnur og fundi án þess að stjórnvöld geti bannað það nema í mjög sérstökum tilvikum (t.d. almannahætta).

En hvaða rétt hafa menn til að hleypa fundi upp?  Ef uppvöðslufólk hindrar að fundur fari fram með hávaða, ofbeldi eða áreitni, þá getur það falið í sér:  Brot á almennum hegningarlögum (t.d. 233. gr. um óspektir á almannafæri, eða 226. gr. um að hindra embættismann eða lögmæt störf). Brot á fundafrelsi annarra – því réttur til fundar felur ekki bara í sér rétt til að safnast saman heldur einnig rétt til að njóta fundarins án truflunar. Í ákveðnum tilvikum getur það líka talist ofbeldi gegn stjórnskipunarvernduðum réttindum, þar sem upphlaupið sviptir hina löglega aðila tækifæri til að nýta rétt sinn.

Í öðrum lýðræðisríkjum (t.d. Bandaríkjunum, Bretlandi, Norðurlöndum) hefur oft komið til átaka þegar nemendur eða mótmælendur hafa reynt að stöðva umdeilda fyrirlestra. Þar er meginreglan sú: Mótmælarétturinn nær ekki til þess að stöðva fund annarra. Þeir mega tjá andstöðu sína, en ekki svipta aðra rétti til að tjá sig.

Lögin eru skýr. Hvað er rektor Háskóla Íslands að pæla? Er hún ekki starfi sínu vaxin? Það er hægt að kæra háskólakennarann sem fór fyrir hópnum fyrir siðanefnd Háskóla Íslands og til lögreglu. Minnstu viðurlögin er brottrekstur (sbr. dæmið frá Háskóla Reykjavíkur) eða fangelsisdómur upp á eitt ár. 

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rektor er kommúnsiti. Kommúnistar eru ekki fyrir málfrelsi. Bara völd, yfirgang, ofbeldi.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.9.2025 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband