Íslenskur almenningur veit lítið hvað gerðist á Íslandi á miðöldum. Hér skortir alveg vandaða fræðsluþætti sem tekur á viðfangsefninu. RÚV og Sýn standa sig illa. Með allri nútímatækni og gervigreind er hægt að búa til mjög vandaða þætta. En hvað um það. Ritari ætlar að stökkva beint til 13. aldar á Íslandi og velta fyrir sér, hvað í ósköpunum íslenskir höfðingjar voru að reyna. Hvað voru þeir að reyna? Jú, vegna nána tengsla við Noreg og í raun Vestur-Evrópu, dróu þeir dám af hvað var að gerast í Evrópu samtímans. Hér minnist ég aðeins á Norðurlönd.
Í Noregi hafði Haraldur harðráði lagt grunninn að sterkara konungsvaldi og á 12.13. öld tóku Noregskonungar að festa í sessi miðstýrt ríki. Þetta sést m.a. á landslögum Magnúsar lagabætis (12701280) sem gátu gilt um allt ríkið. Í Danmörku og Svíþjóð var þetta meira brotakennt, en þó var sama þróun í átt til miðstýringar og veikingar sjálfstæðs héraðsvalds.
Það sem einkenndi 13. öldina í þessum ríkjum var að konungar reyndu að brjóta niður vald héraðshöfðingja og kirkjunnar. Nýtt stjórnkerfi var að myndast með embættismönnum, föstum tekjustofnum (tollum, sköttum), og lagasöfnun sem gilti um allt ríkið. Þetta gerði ríki betur í stakk búin til að standa í átökum við nágranna.
Ísland í þessu samhengi var ekkert frábrugðið. Á Íslandi var Sturlungaöld (12201262) bein birtingarmynd þessarar alþjóðlegu þróunar. Höfðingjar áttuðu sig á að samkeppni þeirra á milli um vald og auð gæti aðeins leitt til upplausnar. Sumir höfðingjar, einkum Sturlungar, horfðu til Noregs og konungsvaldsins þar sem fyrirmynd að miðstýrðu ríki. Gamla þjóðveldið, með dreifðu goðaveldi, átti lítið skjól í Evrópu þar sem konungsríki voru orðin normið. Samkvæmt íslenskum heimildum, sérstaklega Íslendingasögu, virðist sem margir höfðingjar hafi séð hag sinn í því að tengjast Noregskonungi fremur en að standa í innbyrðis átökum endalaust. Konungsvald var almennt að eflast í Evrópu á 13. öld. Það er rökstudd ástæða til að sjá samband við það að íslenskir höfðingjar reyndu að koma á miðstýrðara ríki þeir fylgdu alþjóðlegri þróun og einnig höfðu þeir þrýsting utan frá (Noregskonungurinn). Íslenska leiðin varð þó sú að ganga inn í norska konungsríkið 12621264, fremur en að mynda sjálfstætt miðstýrt konungsríki.
En spurning var, átti þetta nýja ríki að vera íslenskt konungsríki eða hluti af norsku Noregsríki undir stjórn íslensks jarls?
Á Íslandi á 13. öld var ekki til hugmyndafræðilegt verkefni að koma á miðstýrðu konungsríki eins og í Noregi eða Frakklandi. Heldur var þetta barátta höfðingja um yfirráð yfir öllum auðlindum og mannafla landsins.
Byrjum á Snorra Sturlusyni. Hann var tekinn í fóstran af Noregskonungi og bundinn honum með hollustueiði, en gerðist síðan stuðningsmaður Skúla jarls í átökum hans við Hákon konung. Það var bein sviksemi út frá norsku sjónarhorni, og sýnir að Snorri var fyrst og fremst að hugsa um eigin stöðu og möguleika til að verða konungsmannsjarl á Íslandi.
Frændi hans, Þórður kakali hafði í raun sigur á Sturlungum eftir Örlygsstaðabardaga, en hann byggði valdið sitt ekki á samkomulagi við Noregskonung heldur á eigin mannafla og bandalögum. Það virðist augljóst að Þórður hafi ætlað sér að halda Íslandi undir sig einn, en hann hafði hvorki stöðugt efnahagslegt bakland né erfingja sem gat tekið við þannig að kerfið var brothætt. Hann var líka haldinn í gíslingu í Noregi þegar lokabaráttan fór fram.
Aðrir höfðingjar (t.d. Gissur Þorvaldsson) varð að lokum sá sem Noregskonungur gat stutt sig við, því hann var tilbúinn til að þiggja jarlstign og vinna að innleiðingu konungsvalds á Íslandi.
Enginn höfðingi náði varanlegum sigri. Borgarastyrjöldin hafði sýnt að enginn innanlands hafði bolmagn til að sameina landið undir sig. Þar með varð "lausnin" sú að Ísland gekk undir yfirráð Noregskonungs 12621264. Vald konungs var þó takmarkað. Hann fékk skatt, vissa stjórn og fór með utanríkismál, en Íslendingar héldu áfram að stjórna sér að miklu leyti innanlands í gegnum lög og lögmenn.
Þannig má segja að það hafi ekki verið til neitt "íslenskt miðstýrð konungsvald" í fæðingu heldur höfðingjavaldið sem sprengdi sjálft sig með stöðugum átökum, og í kjölfarið tókst Noregskonungi að nýta sér ástandið.
Niðurstaða: Engin íslenskur höfðingi vann í rauninni nema Noregskonungur.
Þetta var ástandið 1264. En hvað ef íslenskur höfðingi hefði unnið, án aðkomu Noregskonungs og hann orðið konungur? Gæti hann rekið í raun íslenska hirð? Þessu er erfitt að svara og fer svolítið eftir tímabilinu og því hversu stór hirðin var en við getum nálgast þetta með því að horfa á sambærileg dæmi frá Norðurlöndum á miðöldum.
Á miðöldum lifði hirð ekki eingöngu á beinum peningagreiðslum heldur á afurðum, þjónustu og vinnu sem almenningur lagði fram. Konungshald í Noregi og Danmörku krafðist yfirleitt tekna frá tugum þúsunda manna. Ef við heimfærum það á Ísland og gerum ráð fyrir að á 13.15. öld var heildarfjöldi Íslendinga líklega um 6070 þúsund. Í Noregi gæti hirð konungs verið 100300 manns, með þjóna, handverksmenn og vopnbera, auk fjölskyldu konungs. Slík hirð þurfti afurðir frá þúsundum bænda á ári.
Miðað við framleiðslugetu Íslendinga á þessum tíma hefði líklega þurft árlegt framlag frá að minnsta kosti 510% þjóðarinnar (3.0007.000 manns) til að viðhalda sambærilegri hirð og í Noregi og jafnvel fleiri ef hirðin væri að ferðast eða halda miklar veislur.
Það er líka ástæða fyrir því að enginn íslenskur höfðingi reyndi að halda uppi eiginlegum konungi hér á landi, efnahagsgrunnurinn var einfaldlega of lítill til að standa undir stöðugum hirðarkostnaði. Þess vegna byggðu íslenskir höfðingjar meira á smærri sveit fylgdarmanna (sveinakerfi) og tímabundnum samkomum.
Nú leitar ritari til Völvu (ChatGPT) fyrir útreikninga.
Forsendur Völvu:
Þjóðarþýði (staðlað í þessu dæmi): 65.000 Íslendingar (13.15. aldar er rökrétt mat).
Hver "hirðarmaður"/hirðmeðlimur þarf stöðugt til framfærslu jafngilda framleiðslu fjögurra bæjarhúsbjóða (þ.e. hver hirðarmaður borðar / notar til þjónustu það sem 4 bæjarhúsboð framleiða fyrir sig). Þetta er einfalt en hæfilegt mat til að mæta margvíslegum þörfum hirðarinnar (matur, klæði, þjónusta, handverk o.s.frv.).
Hlutfall framleiðslu sem er tiltækt sem yfirframleiðsla / sjóður (til að greiða fyrir óbændur eins og hirð): tekið sem umframframleiðsla. Hér nota ég tvö tilvik: "lítil sjóður = 15% af framleiðslu (þrengri efnahagur) og sæmilegur sjóður = 25% (vænna ástand).
Tvíbreytileiki: tvær stærðir hirðar skoðaðar 200 manns (lítil/viðráðanleg hirð) og 500 manns (stærri hirð, nær því sem norskur konungur gæti haft).
Reiknivinna (formúla)
Supporting population = (hirðastærð N) × (jafngildi í bæjarhúsbjóðum per hirðarmaður = 4) ÷ (umframhlutfall)
Ég sýni niðurstöðurnar í töfluformi (útreikningar sýndir niðri).
Niðurstöður
N = 200, surplus = 25% → þarf ≈ 3.200 manns (≈ 4,9% af þjóðinni).
N = 200, surplus = 15% → þarf ≈ 5.333 manns (≈ 8,2% af þjóðinni).
N = 500, surplus = 25% → þarf ≈ 8.000 manns (≈ 12,3% af þjóðinni).
N = 500, surplus = 15% → þarf ≈ 13.333 manns (≈ 20,5% af þjóðinni).
Ályktun / túlkun
Með hóflegum forsendum (hirðastærð ~200 og tiltölulega gott aðgengi að yfirframleiðslu ~25%) væri undirlagi til að styðja konung og hirð um 35 þúsund manns (um 58% af þjóðarinnar).
Ef hirðin væri meiri (≈500 manns) eða efnahagur verri (minni yfirframleiðsla), myndi þurfa 813 þúsund manns eða 1220% af þjóðinni.
Þessi bil falla vel að sögulegu innsæi: Ísland var einfaldlega of lítil og of ójafnt skipulagt til að viðhalda fullri konungshirð á sama stigi og Noregur því reyndust íslenskir höfðingjar binda sig í staðinn við smærri sveitir fylgdarmanna (sveinar) og tímabundna skylduafkomu fremur en fastan konungshald.
Þarna er Völva aðeins að misskilja ritara, spurningin var ekki um fulla hirð og benti ritari á að íslenskir höfðingjar höfðu fjölmenn fylgdarlið á síðmiðöldum. Gissur Þorvaldsson var titlaður jarl, Snorri Sturluson var "fólgnar" jarl, Þórður kakali hafði 58 manna "hersveit", biskuparnir tveir höfðu vopnaðar sveitir sveina sem fengi jarðir til afnota fyrir þjónustu sína, vopn og verjur. Sveinaöld kallaðist 15. öldin en þá voru höfðingjar ríkir og voldugir. Að vera jarl sem sama og að vera "undirkonungur" með rétt á eigin hirð. Gissur var ekki sá eini sem var titlaður jarl.
Það er einmitt lykilatriði að gera sér grein fyrir að þó Ísland hafi ekki staðið undir fullum konungshaldi í norskum eða dönskum skilningi, þá var hér á síðmiðöldum (sérstaklega á 14. og 15. öld) raunverulega þróað kerfi höfðingjavalds sem var mjög nálægt því sem undirkonungur hefði haft annars staðar.
Snorri Sturluson var ekki formlega nefndur jarl í opinberum skjölum, en sem fólgnar jarl hafði hann persónulegt umboð konungs, þar á meðal hirðarskipan. Það voru fleiri jarlstitlar veittir Íslendingum á 13. öld, og í því fólst ákveðin lagaleg staða sem svipaði til undirkonungs.
Það er ljóst að Íslendingar vildu hafa jarl sem millilið við Noregskonungs og það kerfi var komið á. En hins vegar aðeins einn íslenskur maður, Gissur Þorvaldsson (12081268)sem var gerður að jarli á Íslandi af Hákoni gamla Noregskonungi árið 1258, áður en Gamli sáttmáli var samþykktur formlega. Hann var þannig í raun "konungsmannsjarl" og hafði það hlutverk að tryggja vilja konungs og koma á friði. Grunnrit í íslenskri sögu láta hér við sitja og nefna aðeins Gissur sem jarl á Íslandi en það er bara ekki rétt.
Þetta er aðeins flóknara en svo að Gissur hafi verið "síðasti jarllinn" á Íslandi. Hann var síðasti ÍSLENSKI jarllinn, en Noregskonungar skipuðu síðar aðra menn af norrænum uppruna í sama embætti. Eftir Gissur kom Þorvaldur Þórarinsson jarl (Þorvardr Þórarinsson), Norðmaður (lítill greinamunur var á Íslendingi og Norðmanni á þessum tíma), tók við jarlstitli eftir dauða Gissurar. Hann var gerður að jarli yfir Íslandi af Magnúsi lagabætir konungi. Síðar var einnig Hallvarður gullskór (Hallvardr gullskórr) skipaður jarl yfir Íslandi. Hann var líka Norðmaður og nátengdur hirð konungs. Þessir menn voru þó ekki í raun hefðbundnir íslenskir höfðingjar eins og Gissur, heldur erlendir embættismenn konungs sem sendir voru hingað til að tryggja yfirráð og innheimta konungsskatt. Þeir höfðu í raun engin innlend völd eins og Gissur og Snorri.
En af hverju Norðmenn? Eftir reynsluna af Sturlungaöld og sjálfstæðum höfðingjum á borð við Gissur, sáu Noregskonungar að það var öruggara að láta erlenda menn úr eigin hirð bera jarlstitilinn, fremur en að ala upp nýja "litla konunga" innanlands. Þannig má segja að Gissur hafi verið síðasti Íslendingurinn sem bar jarlstign, en a.m.k. tveir Norðmenn tóku við titlinum á seinni hluta 13. aldar. En hvað svo?
Þarna verður umpólun frá miðalda höfðingja" yfir í konunglega embættismenn. Þessir jarlar reyndust gagnlausir, valdalausir á Íslandi og í raun aðeins erindrekar konungs. Ákveðið var þó að halda kerfinu og af jörlum tóku við hirðstjórar!
Fyrsti hirðstjóri á Íslandi var skipaður árið 1270 og átti Hrafn Oddsson hlut að máli við að koma honum í starfa.
Wikipedía segir eftirfarandi: "Framan af, það er að segja frá 13. öld og fram á miðja 15. öld, er oft mjög torvelt að greina hverjir voru eiginlegir hirðstjórar og hverjir umboðsmennn hirðstjóra eða fógetar, svo og hvort menn höfðu hirðstjórn yfir allt landið eða aðeins helming þess eða einstaka fjórðunga. Ketill Þorláksson er fyrsti maðurinn sem kallaður er hirðstjóri í konungsbréfi og á honum hefst Hirðstjóraannáll Jóns Halldórssonar í Hítardal. Á undan honum höfðu ýmsir menn verið umboðsmenn konungs á Íslandi en óvíst er hvaða embættistitla þeir báru þótt hefð sé fyrir því að telja Hrafn Oddsson og Orm Ormsson fyrstu hirðstjórana."
Hvað um það, hirðstjórinn var æðsti fulltrúi Noregskonungs á Íslandi og hafði yfirumsjón með öllum embættismönnum, dómstólum og skattheimtu. Undir hirðstjóra störfuðu sýslumenn sem fóru með vald í sýslum (umdæmum) og sáu um daglega framkvæmd konungsvaldsins. Lögmenn héldu áfram að hafa hlutverk við lögskýringu, en voru nú bundnir konungi fremur en höfðingjum. Þetta kerfi var við lýði frá 1270-1662.
Sum sé, hér varð skelin af íslenskri hirð til, menn urðu hirðstjórar, sýslumenn, fógetar, riddarar og sveinar á Íslandi. Ritari skrifaði B.A. ritgerð um viðfangsefni sem ber heitið "Hermennska á Íslandi á 15. og 16. öld" og fjallar um þetta valdakerfi.
Sveinakerfið sem grunnur her- og hirðarmáttar
Á síðmiðöldum (14.15. öld) höfðu helstu höfðingjar og biskuparnir tveir reglulegar, vopnaðar sveitir sveina í raun fastaher miðað við íslenskar aðstæður.
Sveinarnir fengu jarðir til afnota (eða hluta jarðar), mat, fatnað, vopn og verjur í skiptum fyrir herþjónustu beint sambærilegt við norræna hirðarmenn.
Þess vegna er 15. öldin kölluð sveinaöld: þetta var hámark formlegs, skipulagðs her- og hirðarhalds á Íslandi.
Fjöldi og umfang
Þórður kakali á 13. öld er talinn hafa haft 58 manna hersveit sem er stór tala miðað við fólksfjölda landsins (~0,1% þjóðarinnar í einum hóp!). Ef við margföldum slíka sveit með helstu höfðingjum landsins (t.d. 57 virkir höfðingjar samtímis) + biskupasveitirnar, þá erum við að tala um hundruð manna í föstu hirðar- eða sveinakerfi samtímis. Það jafngildir skipulagslegu smákonungadæmi í nokkrum landshlutum, þó án stórríkis fjárhagslegs baklands eins og Noregs.
Af hverju þetta var samt ekki alveg eins og konungshald?
Hirð höfðingja og biskupa var fjármögnuð af landareignum og tekjum innan ákveðins valdsvæðis ekki af skattlagningu alls landsins. Yfirstjórn landsins var hjá Noregskonungi (og síðar Danakonungi), þannig að íslenskir jarlar voru háðir pólitísku umboði hans. Þótt þeir hefðu í raun völd og herafla líkt og undirkonungur, gátu þeir ekki byggt upp sameinaða hirð fyrir allt Ísland nema með samþykki konungs og Ísland hafði ekki fjárhagslegan grunn fyrir stöðuga, stóra miðlæga hirð.
Nú er Völva látin fara í útreikninga fyrir ímyndað dæmi:
"Hvernig sveinakerfið + jarlavald hefði getað líkst íslensku konungshaldi með tölulegu mati á fjölda manna, jarða og framleiðslu sem fór í að halda uppi svona fylgdarliðum. Það gæti líka sýnt hversu nálægt Ísland komst því að hafa innlendan konung án þess að hann væri nefndur svo.
(Notið miðgildin sem ég valdi: top jarlar x 100, mið-höfðingjar x 20, biskupar x 60, minni x 6)
4 top-jarlar × 100 = 400 fylgdarmenn
10 mið-höfðingjar × 20 = 200 fylgdarmenn
2 biskupar × 60 = 120 fylgdarmenn
30 minni × 6 = 180 fylgdarmenn
Samtals = 900 fylgdarmenn
Þetta samræmist sögulegu dæminu um Þórður kakala með 58 mennþ Þetta passar vel sem dæmi um einstaklings stjórnað fylki; ef nokkrir höfðingjar hafa slíka sveit, safnast saman nokkur hundruð manna í föstum liðum. En Þórður var einstakur og þetta var einka hersveit hans, svipað og sjá mátti annars staðar í Evrópu á sama tíma. Menn höfðu einkaheri sem þeir gátu beitt gegn konungi ef þeim sýndist og dæmin sína.
Útreikningar gefa rök fyrir því að á sveinaöld (15. öld) hafi Ísland getað haft hundruð vopnaðra manna sem hluta af föstum fylgdarliðum en að halda þeim stöðugt í fullu hirðarhaldi krefst mun meiri samfélagslegs burðar. Þetta er í samræmi við að stórir höfðingjar og biskupar réðu yfir verulegum hluta landsins en ekki yfir fullri miðstýringu eins og í Noregi.
Þess vegna var kerfið "undirkonungslegt" í framkvæmd: höfðingjar og biskupar voru með eigin "hirðir" eða sveitir og valdsvæði, en landið í heild gat ekki borið sameinaða, stóra konungshirð án stórs breytinga á efnahagsgrunni og skattlagningu."
Tilvísun í Völvu líkur. Þetta er ef dæmi en skemmtileg pæling. Við þykjumst þekkja sögu íslenskra miðalda vel, við höfum jú fornritin, en þótt þau séu góð uppspretta, þá þarf að beita öllum brögðum til að skilja raunverulega sögu miðalda.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Saga | 6.9.2025 | 13:44 (breytt kl. 15:25) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning