Það er ekkert nýtt að múgsefjun eða ótti fjöldans leiði til að ranghugmyndir fái að ráða för í samfélaginu, jafnvel um aldir.
Tökum fyrst dæmi um trúarlegar og heimsendaspár. Á miðöldum héldu margir að heimsendir væri yfirvofandi, sérstaklega við árþúsundamótin árið 1000. Ýmsir dómsdagsspámenn hafa í gegnum aldirnar safnað fylgismönnum með því að boða náinn endalok heimsins sem aldrei rættust.
Kannski er frægasta villukenningin um hina flata jörð Sú hugmynd að jörðin væri flöt var útbreidd í forneskju og hélt sér sums staðar lengur en margir gera sér í hugarlund, þó að fræðimenn í Evrópu vissu raunar frá fornöld (Aristóteles, Eratosthenes o.fl.) að jörðin væri hnöttótt. Hugmyndin var þó notuð síðar sem tákn fyrir "miðaldalega fáfræði".
Allir þekkja ranghugmyndir um sólkerfið Hið ptolemeíska kerfi, þar sem jörðin var talin miðja alheimsins og allt hreyfðist í fullkomnum hringjum um hana, var ríkjandi heimsmynd í Evrópu í yfir þúsund ár. Það var ekki fyrr en með Kopernikus, Galíleó og Kepler að sú mynd var kollvarpað og sólmiðjukenningin festi rætur.
Og í læknisfræðinginni reið heimskan eða fáfræðin ekki einteimingi. Frægust er kenningin um líkamsvessanna og kemur frá Hippókratesi og Galen var talið að heilsan byggðist á jafnvægi fjögurra líkamsvessa: blóðs, slím, gulus galls og svart gall. Ójafnvægi í vessunum var talið valda sjúkdómum, og læknismeðferðir eins og blóðtaka og hreinsanir áttu að endurheimta jafnvægið. Þessi hugmynd lifði í raun fram á nýöld.
Ekki minnkaði bábiljan á nýöld en þá var hún tengd galdratrú og nornabrennum. Á 16. og 17. öld töldu margir að nornir væru raunverulegar ógnir sem ollu sjúkdómum, óveðri og dauða búpenings. Þúsundir kvenna (og einnig karla) voru brennd á báli út frá þessum ranghugmyndum. Persónulega heldur ritari að þetta tengist líka kvennahatur, hræðsla við sterkar konur.
Enn og aftur að læknavísindum en nú á nýöld. Sú vitleysa að blóðtaka (að láta blóð renna til að "hreinsa" líkamsvökva) var viðtekin læknisaðferð öldum saman, þó hún gerði oft illt verra. Á 19. öld var höfuðlagsfræði (phrenology) tekin alvarlega, þ.e. sú hugmynd að persónueinkenni mætti lesa út frá kúlum og hæðum á höfuðkúpunni.
Rasískar hugmyndir og "vísindaleg" réttlæting þeirra byggða á kenningum Darwins. Hugmyndir um að sumir kynþættir væru æðri öðrum voru teknar sem vísindalegur sannleikur á 18. og 19. öld. Þær voru notaðar til að réttlæta þrælahald, nýlendustefnu og þjóðarmorð.
Ekki batnaði ástandið á 20. öld, en í Sovétríkjunum var "Lysenkoismi" ríkjandi: ranghugmynd um erfðir sem hafnaði erfðafræði Mendels. Hún var studd af stjórnvöldum og olli miklu tjóni í landbúnaði.
Á tímum frönsku byltingarinnar var ákveðið að "afnema" hefðbundinn tímatals- og dagatalshugmyndir og taka upp nýtt byltingardagatal. Veit ekki hvort þetta sé bábilja en tilraun sem misheppnaðist.
Áður en vísindi urðu ráðandi trúði fólk oft að sjúkdómar væru af guðlegum refsingum eða af völdum illra anda, og það var almennt samþykkt.
Sagan sýnir sem sagt að samfélög hafa ítrekað farið í "æðið" um ákveðnar hugmyndir sem síðar líta út fyrir að vera fjarstæðukenndar. Það er ákveðið mynstur sem er: hugmynd verður ríkjandi, fær á sig yfirbragð sannleika og þeir sem efast eru oft taldir heimskir eða hættulegir þar til sagan snýst við.
Endum þetta á ranghugmyndum Íslendinga og byrjum á galdratrú og galdrafári en reyndar eiga allar ofangreindar bábiljur við um Íslendinga.
Á 17. öld var trú á galdra og særingar sterk á Íslandi, og tugir manna voru dæmdir til dauða fyrir að vera seka um galdra, aðallega karlar. Talið var að þeir gætu með rúnum eða galdrastöfum valdið veðri, veikindum eða slysum.
Víða var litið á drauga, huldufólk og álfabyggðir sem óhrekjanlega staðreynd. Í mörgum sveitum var ekki byggt á ákveðnum stöðum af ótta við huldufólk. Þessi trú var það sterk að hún hafði áhrif á búsetu og samfélagshætti fram á 19. öld.
Íslendingar hafa alla tíð verið tengdir nátttúrunni sterkum böndum og kom trúin á stokka og steina með landnámsmönnum til landsins í heiðni og lifði með þjóðinni í aldir. Þegar Móðuharðindin (17831785) brutust út töldu margir að þetta væri refsivöndur Guðs fyrir syndir þjóðarinnar. Margir trúðu jafnvel að heimsendir væri að nálgast.
Íslendingar voru nokkuð lunknir í náttúrulækningum með jurtum á miðöldum. Notkun seiða, blóðtöku og jurtameðferða sem byggðu á misskilningi um líkamsstarfsemi var lengi sjálfsögð. Margir héldu að hægt væri að lækna sjúkdóma með rúnaristum eða særingum. Sumar lækningar voru jafnvel stórhættulegar, t.d. að drekka blóð eða nota þvag sem lækning.
Ótti við framandi þjóðir og árásarhugmyndir komu upp á 17. öld. Þegar Tyrkjaránið átti sér stað 1627 tók það á sig gífurlegan sess í þjóðarsálinni. Margir héldu fram á 18. öld að Tyrkir eða aðrir útlenzkir heiðingjar gætu snúið aftur hvenær sem er, og sá ótti hafði áhrif á viðhorf og varnarsóknarmál á Íslandi.
Siðaskipta baráttán kom með ranghugmyndir tengdum stjórnmálum og trúarbrögðum. Eftir siðaskipti var fólki kennt að Páfinn væri bókstaflega andskotinn á jörðu og að kaþólsk trú væri algjör villutrú. Þessi mynd var ríkjandi í marga mannsaldra.
Áður en jarðfræðileg þekking náði fótfestu var gjarnan talið að eldgos væru verk djöfulsins eða af guðlegri refsing. Þannig var Skaftáreldum og öðrum gosum lengi skýrt með trúarlegum hugmyndum.
Ef litið er á þessi dæmi má sjá að Íslendingar hafa eins og aðrir tekið upp ýmsar hugmyndir sem síðar reyndust vera byggðar á misskilningi, ótta eða trúarlegum hugmyndakerfum.
Er mannkynið yfir höfuð heimskt? Þetta kemur upp í huga ritara.
Kannski ekki en takmarkaðar upplýsingar spilar hér stóra rullu. Flestir í gegnum söguna höfðu lítið aðgengi að þekkingu. Þeir urðu að treysta á hefðir, trúarbrögð eða valdsmenn til að útskýra veröldina. Það er ekki heimskulegt í sjálfu sér, heldur rökrétt miðað við aðstæður. Samfélagslegur þrýstingur skiptir hér máli, margir eru hópsálir og láta auðveldlega undan þrýstingi. Fólk hefur yfirleitt fylgt ríkjandi hugmyndum til að falla inn í samfélagið. Að andmæla ríkjandi skoðunum gat þýtt útskúfun, jafnvel dauða.
Margar ranghugmyndir voru ekki augljóslega vitlausar fyrir fólk á sínum tíma. Ef þú sérð eldgos án vísindalegrar þekkingar er eðlilegt að tengja það við guðlega reiði.
Mynstur sem endurtekur sig í gegnum söguna er ríkjandi. Mannkynið hefur tilhneigingu til að ganga í gegnum "æðisköst" þar sem hugmynd nær yfirhöndinni. Síðar er hún afhjúpuð sem misskilningur. Þetta sést bæði í trúarbrögðum, lækningum, stjórnmálum og tískusveiflum.
Þannig að kannski væri réttara að segja: Mannkynið er ekki heimskt, heldur auðtrúa og oft of fljótt til að samþykkja einfaldar skýringar eða hugmyndir sem veita öryggi, von eða tilheyra ákveðinni tísku. Ekkert er hægt að gera til að lækna ranghugmyndina nema kannski að vera sjálfstæð(ur) í hugsun, m.ö.o. beita gagnrýna hugsun.
Endum þetta á viskuorðum Abraham Lincolns: "Suma má blekkja um hríð, og alla um stund, en engan má blekkja um aldur og ævi."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning