Að heita trúnaði við land og þjóð

Þetta ætti að vera hluti af að gerast íslenskur ríkisborgari, að heita trúnaði við nýja fósturjörð, en það er ekki gert. Þetta þurfa allir nýir bandarískir borgarar að heita, en líka skólabörn daglega, fólk sem sver sig í embætti o.s.frv.

Trúnaðareiðurinn gæti verið eftirfarandi: "Ég heiti því að vera trú(r) fána Íslands og lýðveldinu sem hann stendur fyrir, eina frjálsa og fullvalda þjóð, sameinuð í sjálfstæði, með heiðri, réttlæti og velferð fyrir alla."

Íslenski fáninn er tákn um sjálfstæði, fullveldi og þjóðernisvitund Íslendinga. Hann hefur ákveðna liti og form sem hver um sig hefur merkingu en sjálfur krossinn í fánanum líka (þess vegna er heiðingjum illa við fána Norðurlanda sem og kommúnistar).

Krossinn táknar kristna trú, sem var og er lykilhluti af sögu og menningu þjóðarinnar. Ælti fyrsti krossfáninn hafi ekki komið frá Dönum. Þegar Norðurlöndin tóku upp krossfána á miðöldum var það bein tenging við kristindóminn, og íslenski fáninn heldur áfram þeirri hefð. En litirnir hafa líka merkingu. Blár litur: táknar hafið allt í kringum landið. Hvítur litur: táknar ísinn og snæviþakta fjöllin. Rauður liturinn táknar eldinn og eldfjöllin, hið brennandi innra líf landsins.

Krossinn í fánanum er einnig hluti af norrænni hefð og sýnir tengsl Íslands við önnur Norðurlönd, einkum Noreg.

Fáninn var fyrst tekinn í notkun sem óopinber tákn þjóðarinnar á síðari hluta 19. aldar, en varð síðan opinber þjóðfáni með fullveldi og lýðveldisstofnun. Sjá hlekk: Fánamálið

Munum að fáni Íslands er tákn íslenskt sjálfstæðis, sögu, trúar, lands og þjóðar.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband