Woke rektor kemur málfrelsinu ekki til varnar

Rektor forðast eins og heitan eld að taka afstöðu til mótmæla geng fyrirlestur gests á vegum Háskóla Íslands. Ísraelskur fræðimaður ætlaði að fjalla um gervigreind, en mætti bara greindarleysi vinstri róttæklinga sem hleyptu upp fundi hans. 

Aumingja maðurinn er ekki Ísraelsríki, heldur einstaklingur, og ber því enga ábyrgð á stefnu Ísraelsstjórnar, ekki frekar en ritari ber ábyrgð á utanríkisstefnu Viðreisnar fyrir hönd Íslands.

Sem leiðtogi (ekki bara manneskja sem situr í sæti rektors) háskólasamfélagsins ber henni að taka ábyrgð og ekki varpa ábyrgðina á háskólasamfélagið. Hún á alltaf að taka afstöðu með akademísku frelsi, sem er fræðafrelsi og þar með málfrelsi.

Nei, hún ætlar að varpa ábyrgðina á háskólasamfélagið með málþingi og þar með vera ábyrgðarlaus. Það er ekki réttur að þagga niður í fólki með ofbeldi (sem er að hleypa upp fundi - árás á fundarfrelsi), það er ekki tjáningarfrelsi, heldur tuddaskapur og ofbeldi. Þetta hafa vinstri menn stundað í 4 ár í Bandaríkjunum en nú er sú tíð á enda. Ekki á Íslandi virðist vera.

Rektor skrifar um atvikið 6. ágúst


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband