Macron, Starmer og Merz - litlausir stjórnmálamenn stjórna Evrópu

Það er alveg ljóst að það er munur á að vera leiðtogi og stjórnandi eða oddviti. Það er því áhyggjuefni að litlausir forystumenn helstu Evrópuríkja eru svona atkvæða litlir og í raun áhrifalausir. Allir þrír leiðtogar stærstu ríkja Evrópu eru óvinsælir.

Fylgi Emmanuel Macron liggur á bilinu um 21–35%, og andstæðingar hans hafa um fylgi á bilinu 67–78%.  Staðan er því slæm fyrir Macron, hann virðist ekki njóta mikils persónulegs stuðnings núna — samþykkið er lágt, á bilinu 20–30%.

Ekki er nýleg stjórn Bretlands, undir forystu Keir Starmer vinsæl heldur. Í júlí 2025 mældist fylgi hans um 13% en andstæðingar hans fengu um 63%. Nýleg könnun gefur honum 19% fylgi. Verkamannaflokkurinn mælist aðeins með um 20–21% kosninga­fylgi í könnunum og er þá þar með í sögulegu lágmarki. Framtíðin er ekki björt fyrir stjórn hans og ef hún lafir næstu 3 árin, verða þau erfið. Púðurtunnan vegna hælisleitandamála, sjálfgerð efnahagskreppa og forystuleysi á alþjóðavettvangi mun reiða stjórnina til falls, fyrr en síðar.

Friedrich Merz kanslari Þýskalands virkar á fólk eins og hann sé ráðuneytisstjóri en hann er enginn leiðtogi.  Samkvæmt Forsa-könnun frá miðjum ágúst er AfD  með 26% á meðan CDU/CSU-flokkur Merz er með 24%. The Ins-grein frá í dag staðfestir að 67% eru óánægð með störf hans og AfD hefur tekið forystuna í stuðningi. Merz stendur því ráðþrota andspænis sterku AfD-flokknum í stuðningi, og á persónulega ekki sterk stöðu eða traust meðal kjósenda.

Fræg er fréttamyndin af leiðtogum Evrópu á fyrra kjörtímabili Trumps, þar sem þeir gnæfa yfir hann en hann sat í stól á meðan leiðtogarnir stóðu í kringum hann. En á síðasta fundi Trumps sem fór fram í Hvíta húsinu, þurftu þeir að sitja hljóðir á meðan hann stjórnaði friðarviðræðum Zelenskí við Pútín.

Von der Leyen, framkvæmdarstjóri ESB, sat líka hljóð og still á þeim fundi. ESB þarf að þola tollahækkanir, borga Úkraínu stríði úr eigin vasa og sitja og standa eftir forsögn Trumps (í von um að Kaninn yfirgefi ekki NATÓ). Þeir eru meira segja búnir að samþykkja 5% af vergri landsframleiðslu til varnarmála úr tómum ríkiskössum. Valdið er í Washington DC, ekki Brussel, Belgíu. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband