Nýr rektor Háskóla Íslands byrjar illa

Það eru þegar komin upp tvö umdeild mál innan háskóla Íslands þegar nýr rektor byrjar. Silja Bára, var nýverið kosin sem rektor háskólans,  féll á fyrsta prófmál sem lagt var fyrir hana, en það er akademískt frelsi og grundvallar mannréttindi en það er málfrelsi þegar ísraelskur gestafyrirlesari ætlaði að halda fyrirlestur um gervigreind, en var meinað mál vegna uppþota vinstri róttæklinga. Völva var spurð út í hvað akademíst frelsi gengur og hér er svarið:

Réttur fræðimanna, kennara og stúdenta til að stunda rannsóknir, miðla þekkingu og ræða hugmyndir án ótta við ritskoðun, íhlutun eða refsingu af hálfu yfirvalda, stofnana eða annarra valdhafa.

Helstu atriði sem oft eru talin með:

  • Rannsóknarfrelsi: Að fræðimaður geti valið viðfangsefni, aðferðir og túlkanir án pólitísks, trúarlegs eða fjárhagslegs þrýstings.

  • Kennslufrelsi: Að kennarar hafi svigrúm til að miðla efni og sjónarmiðum í kennslu sinni eftir bestu þekkingu, þó innan marka námskrár og fræðilegs vanda.

  • Tjáningarfrelsi innan fræða: Að fræðimenn geti tekið þátt í fræðilegri umræðu, gagnrýnt ríkjandi hugmyndir og lagt til nýjar kenningar.

  • Stúdentafrelsi: Að nemendur geti aflað sér þekkingar og sett fram eigin hugmyndir án þess að óttast refsingu eða mismunun.

Ritari sýníst tjáningarfrelsi innan fræða hafi hér verið brotið.

Akademískt frelsi er þó ekki algert. Það er jafnan takmarkað af:

  • Vísindalegri aðferð og faglegum stöðlum (ekki réttlæting fyrir ósannaðar fullyrðingar).

  • Lögum og siðareglum (t.d. um hatursáróður eða brot á mannréttindum).

  • Ábyrgð gagnvart nemendum og almenningi (t.d. að misnota ekki stöðu sína).

Ekki verður séð að ísraelski fræðimaðurinn hafi brotið neitt af sér, enda ætlaði hann aðeins að ræða um hrein fræði, um gervigreind sem Íslendingar gætu lært mikið af enda Ísraelsmenn framarlega í þessum fræðum.

Annað mál er réttlætismál, en það er ekki að fara ofan í vasa blanka stúdenta með óþarfa innheimtu bílastæðagjalda. Nú þurfa stúdenta að borga  2100 kr. mánaðarlega að fyrir það eitt að stunda háskólanám. Hljómar lítil upphæð en háskólinn verður fljótur upp á lagið og mun hækka þessi gjald hægt og rólega í kyrrþei. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband