Sagan um mannlegt eðli er alltaf eins

Ritari sá um daginn athyglisvert myndband, sjá hér að neðan,viðtal við sagnfræðinginn Dominic Sandbrook.

Þar er hann með ákall um raunsæi varðandi mannkynið og mannlega hegðun. Sandbrook leggur áherslu á að mannkynið sé í eðli sínu gallað — fært um bæði dyggð og löst. Hann hvetur okkur til að standast einfölduð, siðferðisleg frásagnir sem mála sögulegar persónur eða atburði í svart-hvítu formi. Í staðinn býður hann okkur að tileinka okkur heiðarlegri og blæbrigðaríkari skilning á mannlegu eðli.

Með því að setja umræðuna í kringum "mannlegt eðli" gagnrýnir Sandbrook núverandi tilhneigingu til að dæma fortíðina út frá gildum nútímans. Hann bendir á að þessi siðferðislega sjónarhorn leiði til afbökunar og hunsi aðstæður og sálfræðilega veruleika sem mótuðu sögulega hegðun. 

Sandbook kemur með mýmörg dæmi sem sannar að ekkert er nýtt undir sólinni. Einræðisherrar hafa alltaf frammið fjöldamorð, og allir halda þeir að þeir séu að gera rétt, í þágu samfélagsins. Það eigi við um Hitler, Stalín og Maó, þeir sem bera mesta ábyrgð á fjölda dauða í stríði (og friði).

Enginn þeirra lagði af stað með þá hugmynd að vera illmenni, heldur voru þeir hugsjónarmenn (sem reyndar svífuðust einskis) til að skapa "betra samfélag" en sköpuðu þess í stað helvíti á jörðu. Þótt Maó og Stalín hafi verið tvífalt eða þrefalt afkastameiri en Hitler í drápunum, var það einstakt að drepa heilu hópanna kerfisbundið. Þarna kom saman vísindahyggja (allir þrír ætluðu að skapa samfélög á vísindalegum grunni) en aðeins nasistarnir verksmiðju framleiddu drápin, bjuggu til sláturhús manna, ekki dýra.

Sandbook kom inn á stefnu Vladimars Pútíns og gagnrýni á stefnu hans. Hann sagði réttilega að stefna hans væri í eðli sínu ekki ólík fyrirrennarar hans, zaranna eða Rússakeisaranna. Að viðhald heimsveldi þeirra, stækka eða verja það með öllum tiltækum ráðum.

Sandbook kom inn á það að í raun hafi kjarnorkuvopnin komið í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Hún hefði komið, ekki síðar en 1961 en einmitt Kúbudeilan sannar að þau komu í veg fyrir heimsstríð. En hann hefur ekki meira álit á mannkyninu en það að það er bara tímaspursmál hvenær kjarnorkusprengja verði notuð aftur. Ef svo verði, verður það vegna misskilnings eða ótta.

Að endingu, hvað ber að gera? Ekkert, ekki verður komið í veg fyrir að sagan gerist, mannlegt eðli er alltaf samt við sig. Það að það hafi ríkt friður í 80 ár, er einstakt og ekki sjálfgefið að standist eins og Úkraínu stríðið sannar.

Nú er Evrópa að vígbúast og ritari telur að Íslendingar verði að vera sjálfir á verði og alls ekki að treysta á aðrar þjóðir fyrir öryggishagsmuni Íslands. Það á jafnt við um Bandaríkin og Evrópu. Enn samt sér ritari ekki fyrir sér að varnir Íslands verði undir gunnfána ESB! Evrópa getur ekki varið Ísland, sagan sannar það. Bretar hertóku landið 1940 með baunabyssur og voru heppnir að Þjóðverjar létu ekki á reyna á landvarnir þeirra. Enda kom Kaninn strax árið eftir til að taka yfir varnir landsins. Hér hefur hann verið allar götur síðar. Ekkert sem segir að hann verði hér að eilífu.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband