Látum Milton Friedman leysa efnahagsvanda Íslendinga og Seðlabanka Íslands

Eins og margir vita var Friedman stórtækasti talsmaður frjáls markaðar og lágra skatta (eins og ritari), með áherslu á  peningastefnu sem leið til að halda verðbólgu í skefjum. Ef við hugsum um Ísland árið 2025, þar sem vandamál geta verið hár kostnaður, skuldir og verðbólga, þá gæti nálgun hans falið í sér að hafa peningastöðugleika sem forgangsatriði. Ísland gæti sett fram strangari peningastefnu, þar sem Seðlabanki landsins myndi hafa skýra stefnu til að halda verðbólgu stöðugri. Friedman vildi gjarnan að vextir og peningamagn fylgdu náttúrulegum lögmálum markaðarins, frekar en handahófskenndum stjórntökum. Þetta gæti hjálpað til við að sporna gegn verðbólgu og halda krónunni stöðugri.

Friedman eins og ég hefði viljað sjá skattalækkanir og einföldun kerfisins. Friedman trúði á að lægri skattar ýta undir hagvöxt. Ísland gæti skoðað að létta byrði á fyrirtækjum og einstaklingum til að auka fjárfestingar og neyslu, sem eykur hagvöxt og skapar störf.

Aukning á einkarekstri á ákveðnum sviðum. Til dæmis á markaði fyrir orku, flug, eða jafnvel vatnsdreifingu. Meira svigrúm fyrir einkaframtakið gæti leitt til lægri kostnaðar og betri þjónustu, sem Friedman taldi að ríkisrekstur oft hindri. Friedman var mikill talsmaður frjálsra viðskipta. Ísland gæti aukið samkeppni og útflutningsmarkaði með einfaldari reglum og minna tollvernd, sem styrkir krónuna og eykur hagvöxt.

Á einfaldan hátt: stöðugur peningamarkaður + lægri skattar + aukin einkarekstur + alþjóðleg samkeppni. Þetta væri klassísk Friedman-lausn á efnahagsvanda.

Eins og staðan er í dag á efnahagslífi Íslands (2025), þá er hagvöxtur um 2%, verðbólga milli 4-5% og 38% af tekjum heimila og fyrirtækja - heildarskattbyrði heimila og fyrirtækja samanlagt (tekjuskattar, tryggingagjald, virðisaukaskattur o.fl.). Þegar allt er lagt saman getur skattbyrðin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eða ráðstöfunartekjum heimila verið nálægt 38–40%. Allt þetta fer í skattahítið og atvinnuleysið sem er 4%. Stjórnsýslukostnaður: háður opinberum rekstri, um 25% af þjóðarframleiðslu á ákveðnum sviðum (t.d. vatn, orka, samgöngur).

Hvað myndi Friedman gera í núverandi efnahagsástandi? Skattalækkanir og einföldun kerfisins. Lægri tekjuskattur og fyrirtækjaskattur úr 38% í 28%. Áhrif væru einföld, heimili fá meiri ráðstöfunartekjur, fyrirtæki er þar með kvött til fjárfestinga. Áætlað áhrif erum  +0,8–1,2% hagvöxtur á ári (miðað við Friedman-líkön). Peningastöðugleiki  Seðlabanki fylgir stranga stefnu, vextir og peningamagn miðuð við 2% verðbólgumarkmið Áhrifin eru að verðbólga gæti lækkað úr 5% í 2–2,5%. Skilar stöðugleika í krónu og tryggir langvarandi fjárfestingar. Ef hlutfall opinberra rekstra frá 25% fer úr 15–18% í ákveðnum geirum (t.d. orka og vatn) verða áhrifin að samkeppni lækkar verð, eykur nýsköpun, möguleg hagvöxtur +0,5–0,7%.

Og þá erum við komin að alþjóðlegri samkeppni og útflutning. Lækkun tolla og einföldun reglugerða og áhrifin yrðu aukinn útflutningur, styrkir krónuna, hagvöxtur +0,3–0,5%.

Nú kann einhver að segja að þetta séu bara efnahagskenningar Friedmans, en í raun má segja að Argentína sé nú, árið 2025, að beita efnahagsstefnu sem er í anda Milton Friedmans — frjálsmarkaðsnálgun með áherslu á lágmarks ríkisafskipti og peningaleg stöðugleika, en þau eru kenningar Friedman að miklu leyti. Hins vegar er nauðsynlegt að greina hvað er beinlínis tekið frá Friedman og hvað kemur frá hinni svokölluðu austurríska (Austurríki) skóla, sem Argentína byggir líka mikið á en það er önnur saga.

 

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

finnst þér líklegt að fjármálaráðherra sem fattar ekki að hanns eyðsla veldur verðbólgu sé líklegur til að vilja beita aðferðu Friedmans?

Emil Þór Emilsson, 21.8.2025 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband