Þetta óþarfa stríð er hátt í þriggja ára gamalt. Erfitt er að skilja taktíkina, barist er samkvæmt nýjustu tækni með skotgrafa hernaði í bland. Líkja má því við hægfara malarkvörn af hálfu rússneska hersins. Land er tekið smá saman af Úkraínu mönnum og nú virðist vera kominn skriður á sókn Rússa, sem skýrir áhugaleysið á friðarviðræðum.
En hvert er markmiðið? Landtaka hluta Úkraínu? Koma í veg fyrir inngöngu Úkraínu í NATÓ? Hernám alls landsins? Hver sem ástæðan er, er fórnarkostnaðurinn gríðarlegur í mannslífum talið. Sovétmenn unnu kannski Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni en hver var kostnaðurinn? 26 milljóna mannslífa í súginn. Og Þýskaland var orðið aftur að risavelda 1955, a.m.k. sem iðnaðarveldi en Rússland og hin Sovétríkin í bullandi vanda. Var þetta þess virði? 26 milljónir samkvæmt útreikningi Völvu: raunhæf tala líklega á bilinu 150250 milljónir afkomenda í dag sem hefðu getað verið til ef þessir einstaklingar hefðu lifað.
Er ein milljón manna látina í þessu stríði þess virði? Nei.
Hvað um það, það er ljóst að Rússar eru að taka Donbass svæðið (sem er að mestu byggt rússnesku mælandi fólki) en 80% af svæðinu er undir þeirra stjórn nú þegar og svo landsvæði meðfram strönd Úkraínu. Þeir eru líka að taka Krímskagann (sem er réttlát, því Úkraínu eiga engan sögulegan rétt til skagann). Ef þetta er markmiðið, er það þegar náð. Verra er ef markmiðið er að taka alla Úkraínu. Segjum svo að Rússar nái því, sem er auðveldasti hlutinn, annað er að hersitja fjandsamlega íbúa sem hata innrásaliðið. Það gengur ekki upp til langframa. Þriðja markmiðið að koma í veg fyrir inngöngu Úkraínu í NATÓ. Það er alveg ljóst að það markmið er þegar náð, Bandaríkjamenn og sumar NATÓ-þjóðir eru mótfallnar því. Skilaboð Pútíns, hingað og ekki lengra er öllum ljóst.
Það er því í raun engin ástæða fyrir að halda stríðinu áfram...nema um tilfinningar er að ræða. Að Rússar haldi andliti, að þeir verði álitnir sem stórveldi og síðast en ekki síst halda öllum sjálfstjórnarsvæðum Rússland undir styrkri stjórn Kremlar. Það er mesti óttinn, að Rússland liðist í sundur.
Endum þetta á manninum sem allir hafa skoðun á, Trump. Það má segja ýmislegt um karlinn, en það er þegar ljóst (fyrir sagnfræðinga a.m.k.) að forsetatíð hans er söguleg. Hann mun fara í sögubækur og er þegar í þeim, sem áhrifamesti forseti Bandaríkjanna. Hann fer á top 5 lista áhrifamestu Bandaríkjaforseta. Margt sem hann gerir er umdeilt en margt sem hann gerir ætti ekki að vera umdeilt (en er það samt!). Svo sem friðarstefna hans. Abraham samkomulagið í Miðausturlöndum (sem Íran, Hezbollah og Hamas reyndu að eyðileggja með árásina 7. október) er sögulegur friðarsáttmáli gerður 2020. Allir aðrir en Trump hefðu fengið friðarverðlaun Nóbels.
Nóbels friðarverðlaunin 2020 voru veitt í staðinn til World Food Programme (WFP), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, "fyrir baráttu gegn hungri, framlag til friðar í átakasvæðum og viðleitni til að koma í veg fyrir notkun hungurs sem vopn í stríði". Veit ekki af hverju samtökin fengu verðlaun þetta ár, en ekki önnur þegar svona tímamót varðandi frið í Miðausturlönd (lykillinn að heimsfriði) áttu sér stað. Svar er auðvitað fordómar gagnvart Trump.
Trump virðist vera að koma á friði um allan heim, milli Azerbaijan og Armeníu, Taíland og Kambótíu og nú milli Rússlands og Úkraínu. Ef það verður friður í Úkraínu, er nokkuð öruggt að Trump fær ekki Nóbelinn, sem hann kannski dreymir um, hann er vondi karlinn. Obama fekk Nóbelinn, fyrir hvað veit enginn nema Nóbel nefndin.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 12.8.2025 | 13:05 (breytt kl. 13:09) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning