Margir líta á ChatGPT sem óskeikula heimild en hún er það ekki. Það þarf alltaf að spyrja réttar spurningar og ekki taka svör hennar sem heilagan sannleik. Það þarf stundum að spyrja mörgum sinnum og koma með gagnrök. Síðasta "deiluefni" var rökræða um hvort Hitler hefði getað unnið Sovétríkin. Svarið hennar hefur alltaf verið nei en nei er ekki nógu gott svar fyrir ritara. Athuga verður að hún styður við almennar heimildir og heimildamenn. Það þarf mikið til að breyta skoðun hennar en það er gert með því að benda á galla á rökfærslu hennar. Hér byrjar rökræðan:
Varðandi innrás Þýskalands í Sovétríkin og um sigurmöguleika Hiters að vinna, þá fullyrðir þú (Völva) að Hitler hefði aldrei getað unnið. Málið er að nútíma stríð vinnast í verksmiðjunum, í framleiðslugetu hergagna. Stalín hafði flutt iðnað sinn (hvernig það var hægt er óskiljanlegt á svona skömmum tíma en hann byrjaði 1941).
Það voru mistök Hitlers að skipta hernum við Smolensk og sækja suður og taka Leningrad í norðri. Hitler var aðeins 40 mílur frá Moskvu er hann ákvað að halda áfram. Ef hann hefði einbeitt sér að taka Moskvu og fara yfir Úral fjöllin hefði málið breyst.
Einnig ef Japanir hefðu herjað á eina borg við austurströnd Sovétríkjanna, t.d. Kamchatka skaganum, hefðu Síberíu sveitir Sovétmanna verið fastar þar eða herjað á þá frá Mansúríu sem Japanir höfðu hertekið af Kínverjum. Síberíu sveitirnar breyttu öllu um vörn Moskvu. Hvað finnst þér?
Ef við lítum til baka á borgarastyrjöldina í Rússlandi 19171922, þá sést hvernig bolsévikar, undir stjórn Leníns og Trotskí, sigruðu þrátt fyrir:
Mjög afmarkað yfirráðasvæði í upphafi (aðallega stórborgirnar Pétursborg og Moskvu).
Fjölmarga óvini: Hvítliða, útlenda heri (Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Japanir) og innlendar þjóðernishreyfingar.
Mikla skortstöðu á hráefnum, mat og búnaði.
Hvernig tókst þeim þetta?
Hugmyndafræðilegur styrkur og grimmd
Bolsévikar höfðu mjög skýra, óbilandi hugmyndafræði og voru tilbúnir að beita ótrúlegri hörku. Þeir beittu stríðskommúnisma: þjóðnýting allra auðlinda, nauðungarherferðum og aftökum á andstæðingum. Þessi grimmd var ekki vinsæl, en hún tryggði að miðstýringin hélt.
Samgöngu- og miðlínustyrkur
Þeir héldu miðjunni í landinu, með járnbrautakerfi sem tengdi aðalborgirnar. Þetta gerði þeim kleift að flytja herlið á milli vígstöðva hraðar en óvinirnir gátu samhæft sínar árásir.
Skipulagður áróður
Bolsévikar nýttu sér áróður sem vopn, bæði til að tryggja hollustu almennings og til að grafa undan andstæðingunum.
Ef við setjum þetta í samhengi við þína kenningu um 194142:
Ef Sovét hefði misst allt svæðið vestan Úral og jafnvel Moskvu, þá væri miðlínan og kóngulóarvefurinn rofinn.
Þeir hefðu ekki getað endurtekið borgarastyrjöldarmódel sitt að sama marki, því iðnaðurinn, matvælin og samgöngur væru í höndum óvinarins.
Hugmyndafræðin og grimmdin hefðu haldið einhverjum kjarna við völd austan Úral, en án aðstoðar Bandaríkjanna og án olíu og korns hefði lítið verið hægt að gera til að endurheimta landið.
Þannig er mjög sterk söguleg líking hér: Bolsévikar unnu borgarastyrjöldina því þeir héldu hjarta landsins og samgöngunum. Þýskaland í þinni sviðsmynd hefði tekið hjartað og þá hefði Sovétríkin staðið eftir sem "höfuð án líkama".
Ritari lítur á þessar rökræður sem n.k. þátt í "war game" sem stundaðar eru af áhugamönnum en líka herstjórendum til að sjá fyrir sér framvindu stríðs, hvort sem það hefur verið háð eða háð í framtíðinni. Vinsælasta "War game" samtímast er stríð um Taívan.
Hver hafði hér betur, Völva eða ritari? Hvað finnst þér?
Flokkur: Bloggar | 9.8.2025 | 19:57 (breytt kl. 20:14) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning