Hvers vegna stríðin á Gaza og Úkraínu halda áfram

Bæði stríðin eru orðin löng, 2-3 ár. Stríð hafa sinn líftíma, meðal lengin er 3,3 ár en þau geta verið upp í 8 ár (Bandaríkin - Írak) eða sex daga stríð Íraela við nágrannaríki. Í nútímanum enda stríð með að framleiðslugetan annast ekki notkun stríðsvopna, fjármagn er á enda eða ekki fleiri hermenn til að fórna. 

Ekkert af þessu er í gangi hjá bæði Ísraelum og Rússum og andstæðingum þeirra. Þau halda áfram vegna þess að það er engin niðurstaða á vígvellinum. Hjá Rússum er það að þeir hafa ekki náð að taka meira land og það sem þeir taka kostar óhemju mannfórnir og missir hergagna. Úkraína væri löngu fallin ef þetta væri ekki staðgengilsstríð milli Vesturvelda og Rússlands.  Það er niðurlægjandi að stoppa núna og með hvaða árangur? Eina sem myndi stöðva Rússanna væri efnahagshrun, sem er ekki í kortunum í augnablikinu þótt Trump sé að reyna að stöðva olíusölu Rússa til Kína og Indland.

Í Gaza eru Ísraelar að berjast við draug sem er hugmyndafræðin á bakvið Hamas. Eftir áratuga innrætingu íbúa, er erfitt að fá fólk til að hætta að fylgja hryðjuverkasamtökunum, jafnvel þótt allt sé í rúst. Gott dæmi um þetta er gjöreyðing Þýskalands 1945, nasistarnir börðust fram í rauðan dauðann (og næstu árin með skærum) og nasisisminn lifði stríðið af og er enn lifandi) en fólk hlýddi.

Í stöðu Rússlands myndi maður ætla að þetta stríð endi með friðarviðræðum og landamissir af hálfu Úkraínumanna. Það er auðljós niðurstaða. Þetta myndir á Kóreustríðið, þar sem barist var síðasta árið þrátt fyrir að niðurstaðan var komin í stríðið. Pattstaða einmitt leiðir til slíkrar niðurstöðu. Svo er það mannlegi þátturinn, tekst Trump að tala Pútín til?

Í stöðu Ísraela, þá er líklegt að Ísraelar hernemi Gaza, eins og þeir eru að hóta þessa daganna. Hvers vegna? Jú, þeir höfðu einu sinni afhent Gaza til Palestínu-Araba, 2005 og við sjáum hvað varð um það ríki. Þeir munu reyna, eins og bandamenn gerðu við Japan og Þýskaland, að hernema til lengri tíma og friða innan frá og breyta menningunni, það er eina leiðin til að eyða draugi-hugmyndafræði.

Það eru mistök af hálfu Vesturvelda að viðurkenna tveggja ríkja lausn akkurat á þessu augnabliki.  Þetta hvetur Hamas áfram (sigur af þeirra hálfu, fá viðurkenningu á Palestínuríki) og þvingun á friði með þvingunum (án sigurs á vígvelli) leiðir til ills blóðs. Nú er harðlínustjórnin í Ísrael að fá vopn upp í hendurnar, hún fær þarna óbeint umboð til að hernema Gaza og það sem er meira, landakröfur til Vesturbakkann sem Ísraelar kalla Júdeu og Samaríu sbr. þingsályktun sem var samþykkt Knesset í síðustu viku. 

Það er mjög skrítið að Vesturlönd vilja tveggja ríkja lausn þegar Arababandalagið krefst þess að Hamas leggji niður vopn. Betra væri að meiri ró verði áður en áframhaldandi viðræður um tveggja ríkja lausn halda áfram. Þetta er hægt eins og sjá má af fortíðinni. Næst því að samningur hefði náðst er í Taba 2001, Camp David 2000 og Oslo 1993–1995. Helstu hindranir voru  deilur um Jerúsalem, landnemabyggðir, öryggismál, og flóttamenn. Innri átök í báðum hópum (Hamas vs. Fatah, hægrisinnar vs. friðarsinnar í Ísrael) og truflun frá öfgahópum, hryðjuverkum, og pólitískum umskiptum

Að lokum um Vesturlönd og hnignun þeirra sem er auðljós öllum sem horfa.  Þau er algjörlega áhrifalaus í nútímanum. Enginn hlustar á hvað ESB hefur að segja. Hvorki í Úkraínu eða Gaza eða annars staðar. Völdin liggja í Rússlandi, Bandaríkjunum og Kína og í Asíu. Þau ættu að hafa meiri áhyggjur af innra hruni, borgarastyrjaldir, glæpi, málfrelsi, hryðjuverkaárásir, fækkun íbúa, efnahagskreppur og umskipti á evrópskri menningu. Evrópa hefur verið viti heimssins, með fyrirmyndir um frjáls samfélög og kapitalisma en hvað gerðist? Frjálslindið gekk of langt? Það getur ekki snúið við kúrsinn? Mannréttindi trompa öryggishagsmuni? Fjölmenning að búa til margklofin ríki?

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband