Að flýja lýðræðið

Sá undarlegi atburður á sér stað í Texas, að þingmenn flýja ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu.

Forsagan er þessi: Þingmenn Demókrataflokksins í Texas hafa yfirgefið fylkið í mótmælaskyni gegn umdeildri tillögu þingsins um endurskipulagningu kjördæma sem Donald Trump styður. Þingmennirnir fóru um borð í leiguflugvél á sunnudagskvöld í þeim tilgangi að svipta fulltrúadeild Texas nauðsynlegum fjölda þingmanna til að halda áfram atkvæðagreiðslu um tillögurnar um breytingar á kjördæmum.

Áætlunin um endurskipulagningu kjördæma gæti hugsanlega komið á fót fimm viðbótar þingkjördæmum sem eru í hag Repúblikanaflokksins. Repúblikanar í Texas ráða nú yfir 25 af 38 sætum fylkisins í fulltrúadeild Bandaríkjanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmenn Demókrata hafa flúið eigið ríki og yfir í annað.  En hvers konar lýðræði er þetta? Ef þetta er ólöglegt, er alltaf hægt að leyta til dómsstóla, því þótt Repúblikanar halda í flesta valdaþræði, í alríkisstjórn og á Bandaríkjaþingi, þá er þriðja valdið til staðar og það er dómsvaldið.  Svo er það bara staðreynd að fylgi Demókrata hefur aldrei verið eins lítið og þessi misseri eða um 30%. Enginn sjáanlegur leiðtogi er í sjónmáli, engin stjórnarstefna sem fellur kjósendum í geð, aðeins woke stefna og vera á móti öllu sem Repúblikanar koma með, líka þjóðþrifarmál sem Demókratar voru áður fylgjandi. 

Sama taktík er reynd í Öldungardeildinni af hálfu Demókrata, reynt er að koma í veg fyrir útnefningar embættismanna fyrir stjórn Trump með því að þrýsta á að fara í sumarfrí og tefja á allan hátt málameðferð.

Hér á Íslandi er ástandið ekki betra, það er farið til útlanda í sumarfrí, þegar tollaálögur eru lagðar á Ísland af hálfu Bandaríkjamann og ESB.  Fjarvera er ekki lýðræðisleg vinnubrögð. Þátttaka er það.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband